SÚGANDI 2018
Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða:www.sugandi.is Ábyrgðarmaður: Ólöf Birna Jensen Ljósmynd á forsíðu: Ólöf Birna Jensen Ljósmyndarar fyrir viðburði: Ingrid Kuhlman, Kristján Pálsson og Elsa Eðvarðsdóttir Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa: Formaður: Elsa Eðvarðsdóttir GSM: 868 1379 elsaedv@gmail.com Varaformaður: Erna Guðmundsdóttir GSM: 770 0248 ernag0206@gmail.com Gjaldkeri: Björk Birkisdóttir GSM: 852 8282 bjork0604@gmail.com Ritari: Pálína Björg Snorradóttir GSM: 840 1774 palinab@gmail.com Ritstjóri: Ólöf Birna Jensen GSM: 661 7380 oboj@simnet.is Meðstjórnendur: Guðrún M Karlsdóttir GSM: 869-3010 gmkarld@ gmail.com Guðbjörg María Guðlaugsdóttir GSM:7735164 hjaltias@simnet.is Umbrot: Grétar Örn Eiríksson Prentun: Prentmiðlun ehf
2
Efnisyfirlit Bls. 3 Frá stjórn Bls. 4 Vestfirski fornminjadagurinn Bls. 6 Aðalfundur Bls. 8 Formenn Súgfirðingafélagsins Bls. 8 Heiðursfélagar Bls. 9 Sjómanndagurinn Bls. 10 Mynda- og minningarkvöld 18. janúar Bls. 12 Mynda- og minningarkvöld 26. apríl Bls. 14 Skákmót 2018 Bls. 15 Á skothólnum - Margrét Thelma Guðjónsdóttir Bls. 16 Grunnskóli Suðureyrar 110 ára Bls. 18 Súgfirðingur í útlöndum - Tinna Óðinsdóttir Bls. 21 Á skothólnum - Axel Þórisson Bls. 21 Sumardrykkurinn Bls. 22 Viðtal - Gísli Páll Guðjónsson Bls. 24 Fjörugt Þorrablót Bls. 30 Act Alone Bls. 31 Vísnahornið Bls. 32 Súgfirðingaskálin 2018 Bls. 33 Dagskráin framundan Bls. 34 Listaverk gefin til Súgfirðingasetursins
SUMARBLAÐ
Frá stjórn Ágætu Súgfirðingar, Mikið líf er í átthagafélaginu okkar og erum við í stjórninni ótrúlega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið í gegnum tíðina af félagsmönnum og fyrirtækjum, hann er ómetanlegur. 67. aðalfundur Súgfirðingafélagsins var haldinn í mars sl. Félagið stendur vel fjárhagslega og við höldum ótrauð áfram með bjarta tíma framundan. Þorrablótið okkar heppnaðist með eindæmum vel og færri komust að en vildu. Létt var yfir fólki og mikil stemmning. Útleiga á Súgfirðingasetrinu hefur gengið vel og fara pantanir eingöngu í gegnum nýja bókunarkerfið á netinu. Við höfum fengið gjafir frá góðhjörtuðum Súgfirðingum sem prýða setrið okkar og hafa gert það enn heimilislegra. Allar upplýsingar um verð og hvaða vikur eru lausar er að finna á www.sugandi.is. Fegurðin og kyrrðin í firðinum okkar er einstök og gott að hvílast í setrinu. Kristján Pálsson heldur sem fyrr vel utan um Súgfirðingaskálina og hefur verið mjög góð mæting og ávallt mikil spenna um bikarinn. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að spila bridds til að mæta og taka þátt. Fyrsta briddskvöldið verður strax í september. Mynda- og minningarkvöldin eru mjög vinsæl og alltaf er salurinn fullur, en haldin
voru myndakvöld í janúar og apríl. Næsta minningarkvöld verður í haust og verður auglýst á fréttaveitunni okkar. Skákmót Súgfirðingafélagsins hefur verið í fullum gangi í vor. Mikil barátta er í skákinni en í félaginu okkar eru öflugir skákmenn. Stefnt er á áframhaldandi skák í vetur og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta. Félagslífið í félaginu okkar hefur verið blómlegt og fjölbreytt undanfarið ár og virkilega ánægjulegt hversu góð mæting hefur verið á alla þá viðburði sem félagið hefur staðið fyrir. Stjórnin er mjög virk og lítum við spennt til nýrra verkefna á næsta ári. Það er sem áður full dagskrá framundan. Súgfirðingakaffið verður í október og hvetjum við alla til að mæta. Ákveðið var að komið væri að því að karlmenn fengju sitt kvöld og verður því haldið karlakvöld í haust. Konukvöldin hafa gengið frábærlega vel og nú er komið að körlunum. Tímasetning verður auglýst síðar á fréttaveitunni okkar. Í blaðinu er að þessu sinni eitthvað við allra hæfi. Viðtöl við Súgfirðinga í útlöndum, fréttir að vestan, vísnahornið og margt annað skemmtilegt. Við þökkum öllum auglýsendum og styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn við útgáfu Súganda. Sumarkveðjur, Elsa Eðvarðsdóttir formaður
3
SÚGANDI 2017
Vestfirski fornminjadagurinn Þann 9. ágúst stendur Fornminjafélag Súgandafjarðar fyrir Vestfirska fornminjadeginum. Sjónum verður beint að þeim fjölmörgu áhugaverðu málum sem varða sögu Vestfirðinga. Meðal þess sem er á dagskrá er að Margrét Hallmundsdóttir fornleifafræðingur mun segja fá stórmerkilegum fornleifafundum á Hrafnseyri í Arnarfirði sem hún hefur verið að vinna að þar sem komið hefur fram að á landnámsöld hafi líklega verið stórfelld járnframleiðsla á Hrafnseyri. Guðmundur Björgvinsson frá Flateyri mun segja frá verstöðinni á Kálfeyri sem er rétt utan við Flateyrina og hlýtur að teljast ein af best varðveittu útvegsminjum á landinu. Erindið heitir sögur frá verstöðinni.
4
Eyþór Eðvarðsson mun sýna heimildarmynd um byggingu verbúðarinnar í Staðardalnum sem Fornminjafélag Súganda-fjarðar lauk við í fyrra. Jón Jónsson þjóðfræðingur segir frá álagablettum og öðru sem tengist hjátrú og fornminjum. Dagskráin liggur ekki endalega fyrir en verið er að ræða við fleiri aðila um erindi. Sagt verður frá fyrirhugaðri byggingu landnámsskála á Suðureyri sem Fornminjafélagið er með á prjónunum og hvernig þeir voru byggðir og ef allt er klárt verður fyrsta stunguskóflan tekin. Vestfirski fornminjadagurinn verður í Grunnskóla Suðureyrar og hefst dagskráin kl. 09:00.
SUMARBLAÐ
5
SÚGANDI 2018
Aðalfundur
Súgfirðingafélagsins 67. aðalfundur Súgfirðingafélagsins var haldinn á Catalínu í Kópavogi sunnudaginn 18. mars 2018. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ingrid Kuhlman var fundarstjóri og tók myndirnar. Kristján Pálsson og Eyþór Eðvarðsson voru heiðraðir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Nýir stjórnarmenn voru boðnir velkomnir í stjórn. Í stjórninni hættu Sif Grétarsdóttir og Þórður Ásmundsson. Ný stjórn er skipuð formanni Elsu Eðvarðsdóttur, Björk Birkisdóttur gjaldkera, Ernu Guðmundsdóttur varaformanni, Pálínu Snorradóttur ritara, Ólöfu Birnu Ólafsdóttur meðstjórnanda og ritstjóra, Guðrúnu Margréti Karlsdóttur meðstjórnanda, og Guðbjörgu Maríu Guðlaugsdóttur meðstjórnanda.
6
Í stjórninni hættu Sif Grétarsdóttir og Þórður Ásmundsson og þökkum við þeim fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
SUMARBLAÐ
7
SÚGANDI 2018
FORMENN SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS
Nafn 1. Guðmundur Jóhannesson 2. Þorlákur Jónsson 3. Guðmundur Hansson 4. Árni Örnólfsson 5. Ólafur Oddsson 6. Benedikt Valdimarsson 7. Þorlákur Jónsson 8. Örnólfur Örnólfsson 9. Leifur Sigurðsson 10. Jóhannes Jónsson 11. Guðmundur H. Sigmundsson 12. Sigrún Sturludóttir 13. Viggó Karvels Guðmundsson 14. Ómar Þórðarson 15. Auður Þórhallsdóttir 16. Páll Bjarnason 17. Vilhelmína Salbergsdóttir 18. Björn Guðbjörnsson 19. Lovísa Kristjánsdóttir 20. Sólveig Leifsdóttir 21. Kristján A. Óskarsson 22. Ævar Einarsson 23. Anna Bjarnadóttir 24. Sólveig Leifsdóttir 25. Björn Guðbjörnsson 26. Sigurþór Yngvi Ómarsson 27. Atli Ómarsson 28. Björn Guðbjörnsson 29. Sóley Halla Þórhallsdóttir 30. Eyþór Eðvarðsson 31. Elsa Eðvarðsdóttir
Heiðursmerki Súgfirðingafélagsins
8
Tímabil 1950-1953 1953-1955 1955-1957 1957-1959 1959-1961 1961-1964 1964-1966 1966-1968 1968-1970 1970-1972 1972-1975 1975-1977 1977-1979 1979-1981 1981-1983 1983-1985 1985-1987 1987-1990 1990-1992 1992-1995 1995-1996 1996-1997 1997-1999 1999-2001 2001-2007 2007-2010 2010-2011 2011-2012 2012-2013 2013-2016 2016-
HEIÐURSFÉLAGAR Árafjöldi 3 ár 2 ár 2 ár 2 ár 2 ár 2 ár 3 ár 2 ár 2 ár 2 ár 3 ár 2 ár 2 ár 2 ár 2 ár 2 ár 2 ár 3 ár 2 ár 3 ár 1 ár 1 ár 2 ár 2 ár 6 ár 3 ár 1 ár 1 ár 1 ár 3 ár
Nafn Þorlákur Jónsson Jón Steinþórsson Ragnhildur Þorvarðardóttir Sigrún Sturludóttir
Tímabil Látinn Látinn Látin 60 ára afmæli félagsins
Heiðursmerki Elísabet Þórðardóttir
50 ára afmæli félagsins 2000 Gróa Guðnadóttir „ Guðbjörn Björnsson „ María Guðnadóttir „ Óskar Kristjánsson „ Páll Bjarnason „ Samúel Guðnason „ Sigrún Sturludóttir „ Þorvarður Örnólfsson „ Auður Þórhallsdóttir Aðalfundur 2003 Guðmundur H. Sigmundsson „ Ómar Þórðarson „ Jóhannes Kr. Jónsson „ Sólveig Leifsdóttir „ Kristín Gissurardóttir Aðalfundur 2005 Þorbjörn Gissurarson „ Eva Sturludóttir Aðalfundur 2006 Helga Stefánsdóttir „ Anna Bjarnadóttir Aðalfundur 2012 Björn Guðbjörnsson Aðalfurndur 2013 Ásta Þórarinsdóttir Aðalfundur 2014 Guðrún Ásta Guðjónsdóttir „ Sigurþór Ómarsson „ Sóley Halla Þórhallsdóttir Aðalfundur 2015 Friðbert Pálsson „ Kristján Pálsson Aðalfundur 2018 Eyþór Eðvarðsson „
Sigrún Sturludóttir heiðursfélagi
SUMARBLAÐ
Sjómannadagurinn 2018
Stefnir hreppti gullið enn einu sinni Karlalið Stefnis United sigraði í kappróðrinum á sjómannadaginn í Hafnarfirði sem liðið tók þátt í líkt og undanfarin ár. Eftir stífar æfingar undanfarnar vikur var lagst á árarnar enda færir í flestan sjó. Liðið í ár var skipað fjórum Súgfirðingum, tveimur Bolvíkingum sem báðir eiga rætur að rekja til Súgandafjarðar, og einum Patreksfirðingi. Varamaður var Óskar Dýrmundur Ólafsson en hann langar að kalla sig Vestfirðing… Þetta lið fer í sögubækurnar sem eitt það besta á 20 ára róðrarferli félagsins. Svo fór að Stefnir United hreppti gullið og náði glæsilegum tíma eða 1.13. Í öðru sæti var Crossfit Hafnarfjarðar og Trefjar lentu í því þriðja. Í liði Stefnis voru að þessu sinni þeir Eyþór Eðvarðsson, Stefán Þór Pálsson, Kjartan Pálsson, Svanur Wilcox, Guðbrandur Benediktsson, Gestur Kr. Pálmason og Gísli Jökull Gíslason. Varamaður var Óskar Dýrmundur Ólafsson. Markmiðið er sett á enn ein gullverðlaun að ári. Ljósmyndir: Ingrid Kuhlman
SÚGANDI 2018
Mynda- og minningarkvöld 18. janúar Mynda- og minningakvöld var haldið fimmtudagskvöldið 18. janúar á Catalínu. Húsfyllir var og góð stemming. Elín Árnadóttir hélt erindi um Galtarættina sem hún bjó til ásamt Hafsteini Sigmundssyni sem er afabarn þeirra hjóna Guðmundar og Sigríðar á Gelti sem þar bjuggu til 1952 en Elín er bróðurdóttir hans. Hún rifjaði upp sögu hjónanna og sagði sögur tengdar bænum og fólkinu þeirra. Ellert Ólafsson fór með okkur í stutt fróðlegt ferðalag í máli og myndum um Súgandafjörðinn. Jarðfræðin er einstök enda Súgandafjörðurinn það fyrsta sem kom upp af
10
Íslandi í eldsumbrotum fyrir nokkrum milljónum ára. Jarðlögin sýna sögu landsins og enn í dag má sjá skýr ummerki eftir trjátegundir sem voru miklu stærri en hæstu tré í dag. Sýndar voru loftmyndir og rýnt í myndir af gönguleiðinni yfir Gilsbrekku og á Sauðanes. Bragi Ólafsson sagði frá Sigurvoninni ásamt fjölmörgu öðru sem tengist þessum merka bát. Saga Sigurvonarinnar er samofin sögu Súgandafjarðar og því merkilega tímabili þjóðarinnar þegar vélbátarnir komu og tímabili árabátanna lauk. Hún var ein af fyrst vélbátum Súgfirðinga og stækkaði í takt við þróun bátanna. Vel heppnað kvöld og góð skemmtun.
SUMARBLAÐ
11
SÚGANDI 2018
Mynda- og minningarkvöld 26. apríl Þann 26. apríl sl. var haldið Mynda- og minningarkvöld á Catalínu í Kópavogi. Mæting var góð og skemmtileg stemming. Kristján Pálsson var með áhugavert og fróðlegt erindi um hákarlaveiðar í Súgandafirði. Kristján hefur rýnt í þetta tímabil í sögu Súgandafjarðar þegar gert var út á hákarl og miklir peningar komu inn samfélagið. Eftir hlé sýndi Eyþór Eðvarðsson frá verkefni Birkis Friðbertssonar í Fornminjafélagi Súgandafjarðar sem staðsetti öll þekkt örnefni fjarðarins inn á ljósmyndir. Eyþór sagði einnig frá völdum örnefnum í Súgandafirði og merkingu þeirra eins og Magnúsarurð og Magnúsarhorni, Mönguholti, Spilli, Öskubak, Súgandafirði, Skollahvilft og Skollagötu, Áreiðarfjalli, Sauðanesi og Gelti. Kvöldið var vel heppnað og góð skemmtun. Næsta minningarkvöld verður haldið í haust og verður nánar auglýst síðar.
12
SUMARBLAÐ
13
SÚGANDI 2018
Skákmót Súgfirðingafélagsins Skákfélag Súgfirðingafélagsins hélt skákmót í skáksetrinu heima hjá Ellert Ólafssyni 4. mars sl. Fámennt var en góðmennt en það hjálpaði ekki til að enski boltinn var á sama tíma og sumir í sólbaði eða golfi. Allir stóðu sig vel og
14
allir töpuðu a.m.k. einni skák. Enginn er óbarinn biskup og sannaðist hið fornkveðna. Ellert flutti einstaklega skemmtilegan fyrirlestur í kaffihlénu um Hornstrandir. Myndirnar tala sínu máli.
Á SKOTHÓLNUM
SUMARBLAÐ
Margrét Thelma Guðjónsdóttir
Hverra manna ertu? Mamma mín hét Elísabet Þórðardóttir og pabbi minn Guðjón Jónsson, Lísa og Guðjón. Súgfirsku amma mín og afi voru Þórður Maríasson og Guðmundína Margrét Sveinbjörnsdóttir. Fjölskylduhagir? Ég er gift Einari Þorlákssyni frá Reykjavík. Ég á þrjú börn, eitt stjúpbarn og þrjú barnabörn. Starf? Bókhaldsfulltrúi hjá Tryggingamiðstöðinni þar sem ég hef unnið í rúm 20 ár. Hvar býrðu? Ég bý í Reykjavík. Áhugamál? Útivist, ferðalög, fjölskylda og vinir. Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Þeir eru nú margir en ef ég á að nefna einn þá er það Gilsbrekkan. Hvenær fórstu síðast til Suðureyrar? Sumarið 2013. Uppáhaldsstaðurinn? Það hlýtur að vera Súgandafjörður sem mér þykir
fallegasti fjörðurinn á Íslandi ásamt Seyðisfirði þar sem pabbi minn fæddist. Svo eru þeir óteljandi fallegu staðirnir sem maður hefur komið á. Uppáhaldsmaturinn? Ekkert jafnast á við góðan fisk, helst soðinn með kartöflum og smjöri. Uppáhaldstónlist? Þetta gamla góða: Bítlarnir, Bee Gees, Bjöggi Halldórs og Helgi Björns. Uppáhaldsleikari/-leikkona? Meryl Streep. Viltu deila með okkur einni góðri minningu frá Suðureyri? Ég á margar góðar minningar en það sem kemur upp í hugann núna eru ferðir mínar í berjamó inn í Gilsbrekku með mömmu og Dúdú frænku. Þá var haldið af stað að morgni dags þar sem okkur var siglt inn í Gilsbrekku. Mamma og Dúdú höfðu kaffi og smurt með í för. Síðan var deginum varið í að fylla alla koppa og kyrnur af vestfirskum aðalbláberjum þó nokkur hafi nú ratað í litla munna. Það þarf vart að taka það fram að í minningunni var alltaf gott veður heima.
SÚGANDI 2018
Grunnskólinn á Suðureyri
110 ára Árið 1908 var fyrsta skólabyggingin á Suðureyri opnuð og á því Grunnskólinn á Suðureyri 110 ára afmæli í ár. Af því tilefni var efnt til veislu á skólasýningu nemenda þetta árið. Á sama tíma var merki skólans afhjúpað, bæði fáni og peysur sem skarta fallegu merki sem Hera Magnea Kristjánsdóttir og Katla Vigdís Vernharðsdóttir hönnuðu fyrir samkeppni sem haldin var árið 2016 um merki Grunnskólans á Suðureyri. Steinbjörn Logason sá svo um að fullvinna merkið árið 2017. Skólapeysurnar eru gráar með appelsínugulu merki og nafnið Suðureyri ritað niður eftir hægri erminni, mjög smekklegar og skemmtilegar hettupeysur. Kvenfélagið gaf skólanum flaggstöng sem Bjarni Jóhannsson sá um að setja upp svo hægt væri að flagga fánanum. Á hátíðinni sáu svo nemendur í 1. bekk fyrir skólaárið 2018-2019 um að draga fánann að húni.
16
Gamli skólinn
SUMARBLAÐ
Þormóður skólastjóri að aðstoða Krakkana við að flagga
Gamlar fréttir
Texti í frétt: Barnaskólinn á Suðureyri vekur athygli allra sem koma í kauptúnið. Á gafli hans blasir við vegfarendum geysistór mynd af Íslandi, er þar hefur verið máluð, skreytt myndum af mannvirkjum, atvinnutækjum og samgöngutækjum. Meðal þess, sem þar sést, er alþingishúsið, Skálholtskirkja, norðlenskur sveitabær, Gullfoss að koma til landsins, sem og flugvél frá Flugfélagi Íslands, togarar og fiskipátar á miðum og landbúnaðarvélar við störf í sveitum.
Þessi Íslandsmynd er handverk Jóns Kristinssonar, sem var skólastjóri á Suðureyri árið 1958, er þessi skólabygging var fyrst tekin í notkun. En Jón er sem kunnugt er nú skólastjóri í barnaskólans í Skógum undir Eyjafjöllum, mjög listrænn maður og ágætur teiknari. Í sumar komu þau hjónin, Jón og kona hans, vestur á Suðureyri, og skýrði þá upp myndina sem nokkuð var tekin að mást og dofna.
SÚGANDI 2018
Súgfirðingur í útlöndum
Tinna Óðinsdóttir
Segðu aðeins frá sjálfri þér Ég heiti Tinna Óðinsdóttir og er dóttir Óðins Gests og Pálu, barnabarn Gests Kristins og Sollu Kitt. Ég flutt frá Suðureyri alla leið til Ísafjarðar um 19 ára gömul. Ég held að ég hafi tvisvar sinnum búið á Suðureyri eftir þetta en fór svo alfarið frá Ísafjarðarbæ árið 2010 þegar við fjölskyldan fluttumst til Noregs. Ég er á þessari stundu að vinna í því að ná mér í menntun sem leikskólakennari/ deildarstjóri (á norsku heitir þetta „pedagogisk leder“). Námið við OsloMet Storbyuniversitetet tekur fjögur ár og samhliða því vinn ég á leikskóla í litla bænum sem við búum í en það er ein af kröfunum til að komast inn í þetta nám. Við Skafti Elíasson eigum orðið alveg heilan haug af börnum en þau eru orðin 5 talsins: Júlíana Lind 21
18
árs, Daníel Örn 19 ára, Óðinn Freyr 16 ára, Sólveig Hulda 9 ára og Elías Nói 5 ára. Hvernig kom það til að þú fluttir frá Suðureyri og hvaða ár var það? Eins og ég nefndi áðan þá dró ástin mig alla leið til Ísafjarðar árið 2001, en þá kynntist ég Skafta. Við fluttum alls 12 sinnum, að mig minnir, milli íbúða með stuttri viðkomu á Suðureyri í tvígang. Það var líklegast árið 2005 eða 2006 en þá bjuggum við í húsinu á móti mömmu og pabba í Eyrargötunni eitt sumar. Áttu skemmtilegar minningar sem tengjast sumartíma á Suðureyri? Í sumarminningunni er alltaf gott veður, að
SUMARBLAÐ
vera úti að hjóla og skella sér uppá skothól með svala og brauð með osti og gúrku og kexpakka er eitthvað sem ég man alltaf eftir. Ég man líka alltaf eftir því hvað það var gaman sem krakki að vera úti í leikjum öll kvöld; ég held að við Kolbrún vinkona höfum hætt að vera úti í leikjum sumarið áður en við byrjuðum í menntaskóla. Eins er alltaf gaman að hugsa til baka til þess þegar körfuboltavöllurinn var og hét, það var ákveðin óútskýranleg stemmning sem fylgir minningunni. Lyktinni af beitningarskúrunum og
slori og körfubolta gleymi ég seint. Að lokum man ég enn eins og gerst hafi i gær þegar við gerðum kofaborg, „byggðarkjarninnn“ var í skotinu við beinaverksmiðjuna þrátt fyrir að nokkrir hafi óskað sér að byggja sér einbýli annars staðar í byggðinni, og reistum við ófáa kofana. Við keyptum meira að segja nammi í sjoppunni og seldum það aðeins dýrara þarna. Á veturna var í minningunni alltaf ógeðslega mikill snjór og að hoppa af pallinum var geðveikt gaman! Ein af mínum uppáhaldsminningum er líklegast þegar við í leikfélaginu settum upp Cluedo og æfðum stíft allt sumarið. Ég fékk það „viðamikla“ hlutverk að leika syngjandi símskeyti og var með eina setningu. Restina af leikritinu fékk ég
19
SÚGANDI 2018
að leika lík í sófanum, mitt á sviðinu. Þess má geta að ég var mjög feimin á þessum tíma, og fullt af sætum strákum í leikfélaginu. Ég þorði ekki að segja línuna mínuna lengi vel, en sem betur fer þorði ég því á sýningunni. Og það að leika lík sem átti ekki að sýna nein svipbrigði var ansi erfitt þegar ég fattaði alla brandarana sem hafði verið sagt á æfingum á sýningunni. En það sem viðkemur mansakeppninni er án efa stemmningin sem skapast þegar Ævar eða Sturla Páll kalla í gjallarhornið 3,2,1, og BBBYYYYRRRRJJJJAAAA… Svo ómar það í fjöllunum í byrjun mansakeppninnar, og svo auðvitað ef maður var svo heppin að fá fisk að hlaupa eins hratt og maður gat til að láta vigta. Hvenær komstu síðast til Suðureyrar? Ég var þar síðast í gær hjá Töru systur þegar ég sótti Óðinn Frey í sumarvinnuna í Íslandssögu og Sólveigu Huldu á leikjanámskeið. En ef ég hefði svarað þessu nokkrum dögum fyrr þá hefði svarið verið tvö ár.Við fjölskyldan erum saman í sumarfríinu hérna þetta árið.
Við tökum vel á móti þér Starfsfólk Landsbankans á Ísafirði tekur vel á móti þér og er til reiðu að veita þér fyrirtaks þjónustu og ráðgjöf. Við leggjum áherslu á lausnir sem henta hverjum og einum.
Eitthvað fleira sem þig langar að koma á framfæri?´ Ég vona að Suðureyrin okkar nái að halda sjarmanum sínum um ókomna tíð.
SUMARBLAÐ
Á SKOTHÓLNUM Axel Þórisson
Hverra manna ertu? Faðir minn er Þórir Axelsson og móðir mín Guðrún Ásgeirsdóttir.
Hvenær fórstu síðast til Suðureyrar? 2010
Fjölskylduhagir? Ég er í sambúð með Guðbjörg Gabríelsdóttir og við eigum tvo syni: Kristófer Fannar og Almar Hólm. Tengdadóttir mín er Anika Lind og barnabarn: Alexander Már.
Uppáhaldsstaðurinn? Enginn sérstakur.
Starf? Ég er smiður hjá Verkferill ehf.
Uppáhaldstónlist? Hljomsveitin Journey.
Hvar býrðu? Ég bý í Sandgerði.
Uppáhaldsleikari/-leikkona? Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stallone.
Áhugamál? Stangaveiði og útivera. Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Selárdalur. Dalurinn fyrir innan Bæ, við vatnið.
Uppáhaldsmaturinn? Grillaðar kótilettur að hætti Gullu og Begga.
Viltu deila með okkur einni góðri minningu frá Suðureyri? Skíðaferðalögin yfir á Ísafjörð.
Mojito sumarsafi Sumardrykkur fyrir alla fjölskylduna Innihald: 1 lime 10 myntulauf Egils lime og sítrónu þykkni Kolsýrt vatn Klakar Aðferðin er mjög einföld: 1 skorið lime og 10 myntulauf sett í skál og marið aðeins, svo sett í könnu. Bætið helling af klökum í könnuna. Bætið svo út í 1 hluta af Egils lime- og sítrónuþykkni á móti 9 hlutum af kolsýrðu vatni. Blandið aðeins saman með sleif. Best ískalt! Fengið að láni frá: https://kokuriparadis.com/2013/08/14/mojito-sumarsafi/
SÚGANDI 2018
Viðtal við
Gísla Pál Guðjónsson sem flutti nýverið til Suðureyrar
Hverra manna ert þú? Ég er sonur Guðjóns Gíslasonar sjómanns frá Akranesi og Valdísar Guðnadóttur sem var dóttir Guðrúnar Kristjánsdóttur en hún var dóttir Kristjáns Sigurðssonar bónda frá Norðureyri. Þú fluttir ekki einn hingað, er það nokkuð? Nei, ég flutti ekki einn hingað, með mér fluttu sambýliskona mín Sara Hrund Signýjardóttir og börnin okkar, Signý Þóra Gísladóttir sem er 7 ára og Guðjón Máni Gíslason sem er 4 ára. Hefur þú eitthvað menntað þig í gegnum árin? Nei, svosem ekki, ég hef byrjað á ýmsu eins og ljósmyndanámi og ferðamálafræði en ekki klárað neitt.
Hvað starfaðir þú við áður en þú fluttir til Suðureyrar? Ég hef til dæmis unnið sem pizzusendill í Barcelona. Ég vann líka í mörg ár á geðdeild, hef unnið við að beita, við fiskvinnslu og sjómennsku. Einnig hef ég unnið við smíðar og hellulagnir. Ég vann líka á Þingvöllum einu sinni, það var mjög gaman. Ég vann um tíma hjá ljósmyndara, tók þá að mér ljósmyndaverkefni og þá aðallega brúðkaup. Ég stofnaði ferðaþjónustufyrirtæki eftir að ég hætti í náminu þar sem ég fór með ferðamenn í ljósmyndaferðir. Ég hafði eiginlega ekkert allt of gaman af því, þó það hafi gengið mjög vel og ég hafi fengið smá pening út úr því, sem hjálpaði mér að kaupa fyrsta bátinn minn. Við hvað vinnur þú hér á Suðureyri? Ég er sjómaður og á tvo báta. Nýi báturinn minn heitir Valdís eftir mömmu en eldri báturinn heitir Blíðfari en hann ber sama nafn og fyrsti báturinn hans pabba heitins. Hvað kom til að þið fjölskyldan fluttuð til Suðureyrar? Við höfðum verið að spá í það í nokkurn tíma að flytja út á land og það voru nokkrir staðir sem komu til greina en alls staðar var sama vandamálið með að fá húsnæði. Sara fær síðan vinnu í Grunnskólanum hér og við fengum loforð um íbúð og þá var bara kýlt á það og við drifum okkur vestur. Vissir þú þegar þið fluttuð hingað að þú ættir svona stórar ættir hér? Já, ég vissi eitthvað um það því mamma hafði
22
SUMARBLAÐ
Það að þú hafðir þessa tengingu, hafði það einhver áhrif á að þið ákváðuð að vera áfram hér á Suðureyri? Ég veit það ekki, samfélagið tók bara svo vel á móti okkur, allir voru svo opnir. Heldur þú að það hefði verið öðruvísi ef þú hefðir ekki þessa tengingu? Nei, ég held að samfélagið hér sé bara mjög opið fyrir fólki, það klárlega spillti ekki fyrir. En ég held ekki, ef fólk kærir sig um að kynnast fólkinu hér þá er það mjög auðvelt. Það var bara auðveldara fyrir mig að hefja samræður út frá ættartengslum mínum. Eruð þið með einhver plön um að flytja í burtu? Nei, ekki eins og staðan er í dag, en maður veit svosem aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég talað um það að hún ætti stóra ætt hér sem hún þekkti ekkert sjálf. Eina konan sem mamma þekkti var Solla á Sólstöðum. Það kom skemmtilega á óvart að hitta allt þetta fólk eftir að við fluttum hingað. Hver var svo ástæðan fyrir því að þið ákváðuð að kaupa hús á staðnum? Við vorum ekki alveg sátt með húsnæðið sem við fengum af ýmsum ástæðum og vorum að vinna í skólanum með séra Valdimar og hann laumaði því að okkur að hann væri að fara að selja prestsetrið. Þannig að við slógum til og keyptum húsið. Hvað kom þér mest á óvart við að flytja hingað? Hvað það er frábært að vera hérna, hér er gott fólk og fjörðurinn afskaplega fallegur. Einhver minning frá Suðureyri sem þig langar að deila með lesendum? Mér þótti afskapalega skemmtilegt að fara á Noggann, að fara yfir á Norðureyri og fá að heyra sögurnar frá lífinu þar og fræðast um líf forfeðra minna. Skoða rústirnar og fá að njóta bæði náttúrunnar og fólksins sem kom með okkur. Við erum búin að fara tvisvar og bæði skiptin hafði ég mikla ánægju af.
hefði ekki trúað því fyrir þremur árum að ég ætti eftir að búa í prestsetri á Suðureyri, þannig að maður veit aldrei hvað getur gerst. Við erum mjög ánægð hérna þannig það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að við færum. Eitthvað fleira sem þú vilt koma á framfæri? Ég vil þakka Súgfirðingum fyrir góðar móttökur.
Hefur konan þín ekki líka einhverja tengingu við fjörðinn? Jú, hún er skyld henni Ingu Jónasar, ég er bara ekki með það á hreinu hvernig þær voru skyldar.
23
SÚGANDI 2018
Fjörugt Þorrablót Súgfirðingafélagið stóð fyrir fjörugu Þorrablóti laugardaginn 17. febrúar sl. Á matseðlinum var eitthvað fyrir alla frá meisturum Múlakaffis, bæði þorramatur og annað bragðgott. Hinn frábærlega skemmtilegi Atli Þór Albertsson stýrði veislunni af sinni einstöku snilld og hélt uppi stuðinu. Söngdíva Helga Möller mætti á svæðið og söng fyrir okkur eins og henni er einni lagið. Baldur Árnason flutti minni kvenna og um minni karla sá Ingrid Kuhlman. Súgfirðingar fjölmenntu og tjúttuðu fram eftir nóttu. Blótið sýndi vel að Súgfirðingar eru samheldinn og traustur hópur sem hefur gaman af því að njóta lífsins í góðra vina hópi.
24
SUMARBLAÐ
25
SÚGANDI 2018
26
SUMARBLAÐ
27
SÚGANDI 2018
SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS
21. september Herramenn! Takið daginn frá! Auglýst nánar síðar á fréttaveitunni
Lyklar, lásar og gler í 30 ár • Glugga- og glerísetningar • Neyðarlokanir 24/7** • Opnanleg fög • Almenn trésmíði - viðgerðir
• Lásasmíði • Lyklaforritun • Hurðaviðgerðir **Þjónustum m.a. öll helstu tryggingafélögin
SUÐUREYRI Skútuvogi 11 • 104 Reykjavík • 510 8888 • www.neyd.is • neyd@neyd.is
1951
VIÐ FÆRUM ÞÉR ORKUNA
ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 400 Ísafirði
450 3211 456 3204
orkubu@ov.is www.ov.is
SÚGANDI 2018
Act alone í einleikjaþorpinu Suðureyri Hin einstaka ókeypis listahátíð Act alone verður haldin 9.-11. ágúst í einleikjaþorpinu Suðureyri. Boðið verður upp á 20 viðburði fyrir alla aldurshópa. Einstakar leiksýningar, danssýningar, tónleikar og svo ótal margt fleira. Ókeypis er á alla viðburði Act alone þökk sé hinum mörgu styrktaraðilum hátíðarinnar. Þetta er fimmtánda árið í röð sem Act alone er haldin en segja má með sanni að hátíðin hafi blómstrað á alla vegu eftir að hún flutti búferlum í einleikjaþorpið Suðureyri árið 2012. Alltof langt mál væri að telja upp alla þá einstöku viðburði Act alone 2018 en heildardagskrá má finna á Fésbókarsíðu hátíðarinnar sem og á heimasíðunni www.actalone.net Á Act alone í ár verður sérstök áhersla lögð á einstaka tónlist. Meðal tónlistarmanna er stíga á stokk og bjóða uppá einstaka tónleika á Act alone í ár má nefna Jón Jónsson, Pétur Jesú, Helgu Möller og hinn sívinsæla Sigga Björns frá Flateyri. Act alone er umhugað um framtíðina og því bjóðum við ávallt upp á vandaða dagskrá fyrir börnin. Boðið verður upp á tvær vinsælar barnasýningar, annars vegar Vera og vatnið og hins vegar hinn frábæra jólaeinleik Stúfur snýr aftur. Já, það verður tekið forskot á jólin og sannlega alveg einstakt á góðum ágústdegi. Söngur kemur sannlega við sögu þegar hinn eini sanni Ómar Ragnarsson stígur á stokk á lokakveldi hátíðarinnar. Það er næsta víst að það verður ekki leiðinlegt; söngur, eftirhermur, uppistand og ég veit ekki hvað úr ranni eins ástsælasta gleðigjafa þjóðarinnar. Meðal leiksýninga sem verða í boði má nefna enska leikinn The Pain Tapestry og dansverkið FUBAR með Siggu Soffíu. Margt fleira verður í boði á Act alone svo sem einstök myndlistarsýning, gjörningur, ljóðaslamm og fleira einleikið. Nú vita allir hvar þeir eiga að vera dagana 9. - 11. ágúst komandi. Á Act alone á Suðureyri, nema hvað! Það kostar ekkert, bara einstök upplifun á einstökum stað.
30
SUMARBLAÐ
Vísnahornið Ó þvílíka kvöl og pína á íslensku þykjast kunna’ð ríma. En neytt mig hefur af stað súgfirskt smábæjarblað. Og þó ég hef nú varla val, komast þau samt upp með það. Hrafnkell Hugi Vernharðsson Hrafnkell skorar á á Pétur Óla Þorvaldsson.
31
SÚGANDI 2018
SÚGFIRÐINGASKÁLIN 2018 Árleg keppni Súgfirðinga í bridds hófst að venju síðasta mánudaginn í september s.l. í húsi Briddssambands Íslands að Síðumúla í Reykjavík. Það var góð mæting þar sem góðir vinir og félagar hittust til að spila saman eftir fimm mánaða hlé. Súgfirðingaskálin var til sýnis og gátu menn virt gripinn fyrir sér og látið sig dreyma um að fá nafnið sitt ritað á skálina að vori. Það voru 30 spilarar sem mættu sem var sá fjöldi sem spilaði flest allar loturnar. Spilað var nú eftir Monrad kerfi í fyrsta sinn sem tekur mun skemmri tíma en þegar allir spila við alla. Spilaðar voru átta lotur í vetur, ein í hverjum mánuði. Síðasta lotan var spiluð 30. apríl 2018 og endaði kvöldið með afhendingu verðlauna til þriggja efstu paranna eftir veturinn. Efstu pörin voru þessir: 1. Verðlaun hlutu þeir Sigurður Þorvaldsson og Ingólfur Sigurðsson með 1590 stig. 2. Verðlaun hlutu þeir Hafliði Baldursson og Árni Guðbjörnsson með 1570 stig. 3. Verðlaun hlutu þeir Karl Bjarnason og Ólafur Ólafsson með 1520 stig. Þeir Sigurður og Ingólfur, sem eru feðgar, unnu því Súgfirðingaskálina veturinn 2017-2018 en Sigurður vann skálinu einnig 2017, þá með Flemming Jessen. Keppnin um Súgfirðingaskálina 2019 hefst að nýju mánudaginn 24. september 2018 og verður spilað í Síðumúla 37 á 3ju hæð eins og venjulega.
32
Spiladagar í vetur verða þessir: 24. september, 29. október, 26. nóvember, 17. desember og eftir áramót verður spilað 28. janúar, 25. febrúar, 26. mars og 30. apríl. Hér fylgja með myndir af verðlaunahöfunum, spilahópnum í vetur og fleiri myndir úr starfinu. Við briddsarar þökkum svo fyrir okkur og óskum Súgfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars og vil ég hvetja áhugamenn um briddsíþróttina að mæta í spil og njóta samvista við vini sína og félaga. Kristján Pálsson
SUMARBLAÐ
Dagskráin framundan Júlí 14. júlí – Mansakeppni.
Ágúst 9.-11. ágúst - Act Alone á Suðureyri. 9. ágúst - Vestfirski fornminjadagurinn á vegum Fornminjafélags Súgandafjarðar.
September Minningarkvöld - auglýst síðar á fréttaveitunni. 21. september - Karlakvöld. Nánar auglýst síðar. 24. september - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Skákmót - auglýst síðar á fréttaveitunni.
Október 14. október - Súgfirðingakaffi í Bústaðakirkju. 29. október - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Skákmót - auglýst síðar á fréttaveitunni.
Nóvember Minningarkvöld - auglýst síðar á fréttaveitunni. 26. nóvember - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Skákmót - auglýst síðar á fréttaveitunni.
Desember Jólablað Súgfirðingafélagsins kemur út. 17. desember - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Skákmót - auglýst síðar á fréttaveitunni. 33
SÚGANDI 2018
LISTAVERK TIL
SÚGFIRÐINGASETURSINS Fyrir nokkru óskaði Súgfirðingafélagið eftir myndum til að prýða veggi setursins á Suðureyri og fengum við í hendurnar þrjú falleg málverk af Súgandafirði eftir listamenn sem koma töluvert við sögu í firðinum. Viljum við þakka Ragnheiði Björk og Sigrúnu fyrir gersemin sem við fengum í hendurnar.
Ragnheiður Björk og fjölskylda gefa málverk Málverkið sem er málað inn fjörðinn er eftir Veturliða Gunnarsson og prýddi æskuheimili okkar systkina alla tíð. Veturliði var góður vinur foreldra okkar og gaf þeim þessa mynd einhvern tímann í kringum 1962. Þegar mamma og pabbi fluttu suður gáfu þau mér málverkið. Það er gaman að nefna það að Þorsteinn Veturliðason, sem hefur verið að setja inn mjög skemmtilegar gamlar myndir frá Suðureyri á Fésbókarsíðu Súgfirðingafélagsins, er einmitt sonur Veturliða. Málverkið sem er málað út fjörðinn er eftir Guðbjart Gunnarsson, bróður Veturliða. Það er líklega málað um svipað leyti og hin myndin. Ef vel er að gáð sést að rammarnir eru alveg eins og líklegt að þeir hafi verið fyrir vestan á svipuðum tíma. Það málverk eignaðist ég þannig að fyrir um
34
15 árum hringir samstarfsmaður í Olís í mig. Hann segist vera staddur á uppboði í Gallerí Fold og að það sé verið að bjóða upp mynd af Súgandafirði. Hann spyr hvort hann eigi ekki að bjóða í hana fyrir mig. Ég sló til, án þess að hafa séð myndina, og það gladdi mig mikið þegar ég sá að þetta var eiginlega tvíburi hins málverksins. Þessi tvö málverk hafa prýtt heimili okkar Gústa þar til að Súgfirðingafélagið óskaði eftir myndum til að setja á veggi orlofsíbúðar félagsins við Aðalgötu 14 á Suðureyri. Okkur þótti vel við hæfi að þessar myndir hlytu framtíðarheimili í firðinum fagra og ánægjulegt að þeir sem gista í þessari góðu íbúð geti notið listar þeirra bræðra. Bestu kveðjur, Ragnheiður Björk
SUMARBLAÐ
Sigrún Jóhannesdóttir gefur málverk Foreldrar mínir Jóhannes Pálmason og Aðalheiður Snorradóttir, sem voru presthjón á Stað í 30 ár, fengu myndina að gjöf frá Jóni Kristinssyni sem var skólastjóri á Suðureyri. Hann var mikill teiknari og afskaplega flinkur myndlistamaður en hann málaði margar myndir héðan úr Súgandafirði. Þau fengu þessa mynd árið 1962 og er hún nú að koma úr dánarbúi foreldra minna. Myndin hefur ferðast nokkuð víða en fyrst um sinn hékk hún uppi í stofunni á Stað. Síðan fluttu þau í Reykholt og þar hékk hún uppi á prestsetrinu í Reykholti
þann tíma sem þau bjuggu þar. 1977 flytja þau svo í Kópavog og hangir myndin þar uppi til 2014. Mamma flytur þá á hjúkrunarheimilið að Droplaugarstöðum og þar hékk myndin uppi til 2016 þegar hún lést þá 102 ára gömul. Myndin er því komin aftur til upprunastaðarins og gaman verður að sjá hana hanga hér uppi fyrir alla að njóta eins og fjölskýldan mín hefur fengið að gera öll þessi ár. Með bestu kveðjum, Sigrún Jóhannesdóttir
Súgfirðingasetrið í faðmi fjalla blárra Minnum félagsmenn á að fallegt er í Súgandafirði á veturna og gott að gista í Súgfirðingasetrinu. Sumarverð 36.000 kr Vetrarverð 29.000 kr Helgarverð á vetrartíma 20.000 kr Afsláttur til öryrkja og eldri borgara 20 prósent af vetrarverði á vetrartíma. www.sugandi.is
SÚGANDI 2018
36