SÚGANDI 41. ÁRG. 1. TBL. 2020
1
EFNISYFIRLIT
Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík
Bls. 3 Pistill formanns Bls. 4 Súgfirðingaskálin 2020 Bls. 6 Aðalfundur Súgfirðingafélagsins Bls. 7 Umsókn um styrk úr Viðlagasjóði Bls. 8 Mynda- og minningakvöld í janúar Bls. 12 100 ára afmæli kvenfélagsins Ársólar Bls. 16 Vinnuferð í Súgfirðingasetrið Bls. 18 Námskeið í að byggja landnámsskála Bls. 20 Dagskráin framundan Bls. 22 Mynda- og minningakvöld í júní Bls. 26 Act alone 2020 Bls. 28 Dagskrá Act alone 2020 Bls. 30 Söfnun fyrir Suðureyrarkirkju Bls. 33 Þorrablót Súgfirðingafélagsins Bls. 36 Photobooth Bls. 38 Ofsaveður í júlí Bls. 39 Gjöf til Súgfirðingafélagsins
Vefsíða: www.sugandi.is Ábyrgðarmaður: Ólöf Birna Jensen Ljósmynd á forsíðu: Pálmi Jóhannesson Ljósmyndarar fyrir viðburði: Ingrid Kuhlman, Eyþór Eðvarðsson, Elsa Eðvarðsdóttir og Ólöf Jensen Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa: Formaður: Erna Guðmundsdóttir - GSM: 770 0248 - ernag0206@gmail.com Varaformaður: Elsa Eðvarðsdóttir - GSM: 868 1379 - elsaedv@gmail.com Gjaldkeri: Pálína Björg Snorradóttir - GSM: 840 1774 - palinab@gmail.com Ritari: Adda Bjarnadóttir - GSM: 690 7673 -addabjarna@gmail.com
- Guðmundína Arinbjörnsdóttir
Bls. 40 Vegaframkvæmdir á Suðureyri Bls. 42 Gjöf til Súgfirðingafélagsins
Ritstjóri: Ólöf Birna Jensen - GSM: 661 7380 - oboj@simnet.is
- Friðbert Pálsson
Meðstjórnendur: Guðrún M Karlsdóttir - GSM: 869-3010 - gmkarld@ gmail.com Neníta Margrét Aguilar - GSM: 6633585 Umbrot: Grétar Örn Eiríksson Prentun:
2
PISTILL FORMANNS Kæru Súgfirðingar nær og fjær, Á þessu mjög svo óvenjulega ári 2020 fögnum við 70 ára afmæli Súgfirðingafélagsins í Reykjavík. Ég fór á Borgarskjalasafn Reykjavíkur til að skoða fyrstu fundargerðarbókina sem er þar í vörslu. Dóttir mín Erna Lind kom með mér og hafði orð á því hversu gömul bókin væri. Henni fannst merkilegt að heyra að á sama ári og skrifað var fyrst í þá bók voru afi hennar og amma 5 og 4 ára. Þann 29. nóvember árið 1950 komu saman reykvískir Súgfirðingar í húsi Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Ástæða fundarins var að stofna Súgfirðingafélag í þeim tilgangi að efla og viðhalda kynningu Súgfirðinga á félagasvæðinu sem og sambandi við heimahéraðið. Í fundargerð stofnfundarins segir fundarstjóri og fyrsti formaður félagsins Guðmundur Jóhannesson frá því að tilurð fundarins hafi orðið eftir að Árni Örnólfsson og Hörður Friðbertsson höfðu rætt hugmyndina um Súgfirðingafélag við hann. Árangurinn var þessi, stofnfundurinn var haldinn og félagið enn starfrækt í dag. Ásamt Guðmundi í fyrstu stjórninni voru Árni Örnólfsson, Guðmundur Hansson, Kristjana Örnólfsdóttir, Erna H. Kolbeins meðstjórnendur, Guðni E. Guðnason og Páll Hallbjörnsson varamenn og endurskoðendur þeir Benedikt Valdimarsson og Kristján A. Kristjánsson. Á fundinum voru samþykkt lög félagsins sem einnig er að finna í sömu fundargerðarbók og þar kemur fram orðrétt ; Félagsmaður getur hver sá orðið sem fæddur er í Suðureyrarhreppi og niðjar þeirra, einnig þeir sem dvalið hafa þar minnst 5 ár og orðnir eru 16 ára að aldri. Árgjaldið í félagið var þá 20 krónur. Það er merkilegt að skoða þessar heimildir og hugsa til þess að enn nýtur fólk þess að vera meðlimur í félaginu sem var
stofnað af þessu fólki fyrir 70 árum. Við munum að sjálfsögðu halda sérstaklega upp á afmæli félagsins í nóvember og hlökkum við til að sjá ykkur þar. Þorrablótið okkar heppnaðist afar vel í vetur eins og sést á skemmtilegum myndum í blaðinu. Sökum heimsfaraldursins stöðvaðist Súgfirðingaskálin, en hún fer aftur af stað í haust og verðlaunaafhendingin fyrir síðasta vetur verður einnig þá. Minningakvöldin voru ákaflega skemmtileg og gerðum við heiðarlega tilraun til að streyma þeim á fréttaveitunni á Facebook. Á síðasta minningakvöldinu var farið yfir sögu Suðureyrarkirkju og kynntur vinnuhópur sem skipaður var í kringum endurbætur og fjáröflun framkvæmda fyrir kirkjuna. Ákveðið var á síðasta stjórnarfundi Súgfirðingafélagsins að styrkja þetta verðuga verkefni um 1.000.000 kr. Að lokum vil ég þakka öllum sem koma að því að halda félaginu lifandi að einhverju leyti, ykkur sem mætið á viðburðina og þeim sem styðja við útgáfu fréttablaðsins okkar. Góðar stundir Erna Guðmundsdóttir, formaður Súgfirðingafélagsins í Reykjavík 3
SÚGFIRÐINGASKÁLIN 2020 Vegna COVID-19 og samkomubanns náðum við ekki að klára veturinn að fullu en vonandi sjáumst við öll síðasta mánudaginn í september en þá verða bikararnir afhentir og myndir teknar. Ég vil óska sigurvegurunum þeim Sigurði Ólafssyni og Ásgeiri Ingva Jónssyni hjartanlega til hamingju með sigurinn. Í öðru sæti voru bræðurnir Kristján Pálsson og Ólafur Karvel Pálsson. Í þriðja sæti voru Halldór Tryggvason og Rúnar Jónsson. Næstu kvöld verður spilað kl. 18 þann 28. september, 26. október, 30. nóvember og 14. desember. Kveðja, Didda
Ásgeir Ingvi Jónsson - Sigurður G. Ólafsson
1110
Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálsson Halldór Tryggvason - Rúnar Jónsson
1067
1058
Hafliði Baldursson - Árni Guðbjörnsson
Sturla Gunnar Eðvarðsson - Björn Guðbjörnsson
1053
1039
Sigurður Þorvaldsson - Flemming Jessen
1020
Rafn Haraldsson - Jón Sveinsson
1015
Ágúst Þorsteinsson - Margrét Gunnarsdóttir
994
Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson
992
Stefán Jónsson - Eiríkur Þorsteinsson
989
4
VIÐ FÆRUM ÞÉR ORKUNA
ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 400 Ísafirði
450 3211 456 3204
orkubu@ov.is www.ov.is
5
AÐALFUNDUR SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS 69. aðalfundur Súgfirðingafélagsins var haldinn á Catalínu í Kópavogi sunnudaginn 1. mars sl. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Góðu rekstrarári voru gerð skil og ársreikningur lagður fram sem og skýrsla stjórnar og Viðlagasjóðs. Elsa Eðvarðsdóttir var fundarstjóri og Pálína Snorradóttir ritaði fundargerðina. Í stjórninni hætti Björk Birkisdóttir gjaldkeri eftir margra ára farsælt starf. Félagið færir Björk hugheilar þakkir fyrir hennar ómetanlega framlag undanfarin ár. Adda Bjarnadóttir var kosin í stjórn á fundinum og Erna Guðmundsdóttir sinnir áfram formennsku í félaginu. Stjórn mun skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. Meðal þess sem rætt var á fundinum var að félagið verður 70 ára í haust og áhugi er á að halda upp á það á myndarlegan hátt. Rætt var um úthlutun Viðlagasjóðs en Fornminjafélag Súgandafjarðar fékk m.a. kr. 150.000 úthlutaðar og þakkaði formaður Fornminjafélagsins fyrir stuðninginn. Myndirnar tók Ingrid Kuhlman.
6
Umsókn um styrk úr Viðlagasjóði Óskað er eftir umsóknum úr Viðlagasjóði fyrir 1. september næstkomandi. Reglur sjóðsins er varða umsóknir og úthlutun úr sjóðnum: 1. Allir geta sótt um styrk en verkefnið þarf að snúa að því að bæta eða efla menningu, listir og álíka og tengjast Súgandafirði. 2.
Umsóknir þurfa að berast á netfangið elsaedv@gmail.com fyrir 1. september á ári hverju.
3. Í umsókn þurfa að koma fram eftirfarandi atriði: a. Hver er umsækjandi styrksins? b. Hvert er verkefnið og tengsl þess við Súgandafjörð? c. Hvert er markmið verkefnisins? d. Í hvað skal nota styrkinn? e. Upphæð sem sótt er um 4. Úthlutun úr sjóðnum fer fram ekki seinna en 15. september á ári hverju. 5. Árleg hámarksfjárhæð úthlutunar er kr. 150.000. 6. Hægt er að úthluta til fleiri verkefna en eins á hverju ári. 7. Stjórn Súgfirðingafélagsins áskilur sér rétt til að óska eftir frekari upplýsingum ef þess er talið þörf. 8. Upplýsingar um styrkveitingu og verkefnið verða birtar í blaði Súgfirðingafélagsins og sagt frá því á afmæliskaffi Súgfirðingafélagsins í nóvember og á fréttaveitunni. 9. Öllum umsóknum verður svarað.
7
MYNDA- & MINNINGAKVÖLD Í JANÚAR Það var vel mætt á mynda- og minningakvöld Súgfirðingafélagsins 22. janúar sl. þrátt fyrir landsleik strákanna okkar á EM í handbolta. Þrír fyrirlesarar sögðu sögur og sýndu myndir. Sigrún Jóhannesdóttir sagði frá Siggu ljósu (Sigríði Jónsdóttur) sem setti spor sitt á samfélagið og margir eiga enn minningar um. Sigga þjónaði Súgfirðingum í hátt í 40 ár og var með eindæmum farsæl í starfi. Hún tók á móti um 400 börnum, oft þegar veður voru slæm og aðstæður erfiðar. Í bókinni Íslenskar ljósmæður sem kom út árið 1964 segir Sigga frá því að hafa farið fyrir Gölt að vetri til eftir að það var róið með hana yfir fjörð og gekk hún svo fjöruna og þurfti að sæta lagi í briminu. Í annarri ferð á leið til Galtarvita þar sem átti að taka á móti barni lenti hún í skriðuföllum en sakaði ekki. Það gekk því á ýmsu í hennar starfi. Sigrún sagði á fallegan og einlægan hátt frá þessari einstöku konu sem var elskuð og virt af öllum sem til hennar þekktu.
Snorri Sturluson fór í gegnum myndir frá seinni hluta síðustu aldar úr myndaalbúmi Guðna Ólafssonar sem fæddist á Suðureyri 1. apríl 1916 og lést á Hrafnistu 18. nóvember 2011. Guðni var duglegur að mynda mannlífið og albúmið hans segir sögu, ekki bara hans sjálfs heldur Súgfirðinga. Einstaklega gaman að sjá myndir af samferðamönnum og atburðum í Súgandafirði.
8
9
Elías Guðmundsson athafnamaður í Súgandafirði gaf okkur innsýn í þá uppbyggingu sem er að eiga sér stað við Rómarstíginn. Elías hefur í sínum framkvæmdum stuðst við sögulegar heimildir um hús og götur frá upphafi byggðar á mölunum. Upprunalegu húsin voru byggð í kringum 1890 en rifin á árunum 1915-1920. Þetta er einstaklega flott verkefni og metnaðarfullt og gaman að sjá að það er að lifna yfir Rómarstíg aftur. Meðfylgjandi eru nokkar myndir af þeim sem mættu á kvöldið.
10
11
100 ÁRA AFMÆLI KVENFÉLAGSINS ÁRSÓLAR
Aldís, Sara, Tara, Lóa, Þorgerður, Ása, Svava Rán & Halldóra
Þann 23. febrúar 2020 hélt kvenfélagið Ársól á Suðureyri upp á 100 ára afmælið sitt með því að bjóða bæjarbúum í sólarkaffi, en félagið átti afmæli þann 8. febrúar sl. Bæjarbúar kunnu vel að meta boð kvenfélagsins og fjölmenntu í afmælið þar sem leik- og grunnskólabörn koma upp á svið og sungu fyrir boðsgesti. Guðni Einarsson færði kvenfélaginu gjöf frá Klofningi og Þórdís Sif Sigurðardóttir mætti fyrir hönd Ísafjarðarbæjar með blómvönd og fallega kveðju frá bæjaryfirvöldum. Sólarkaffið hefur verið fjáröflunarleið fyrir Ársól frá árinu 1957 þegar fyrsta Sólarkaffið var haldið til að styrkja félagsheimilið. Í dag fer ágóðinn af kaffinu til æskunnar og má þar nefna leikskólann, grunnaskólann, félagsmiðstöðina og sundlaugina.
starfað hefur með félagnu í sextíu og fjögur ár og Guðrún Fanný Björnsdóttir sem starfað hefur með félaginu í fimmtíu og níu ár. Einnig var Guðrún Guðjónsdóttir heiðruð á árinu en hún hefur starfað með félaginu í sjötíu og fjögur ár. Í stjórn félagsins í dag eru Guðrún Oddný Schmidt formaður, Tara Óðinsdóttir gjaldkeri, Sædís Ólöf Þórsdóttir ritari, Aldís Jóna Haraldsdóttir og Svala Sigríður Jónsdóttir
Í afmælinu voru tvær konur heiðraðar fyrir vel unnin störf, þær Guðný Guðnadóttir sem 12
meðstjórnendur. Gaman er að geta þess að formenn félagsins hafa einungis verið 21 talsins í þessi 100 ár sem félagið hefur starfað. Af tilefni afmælisins samdi Sara Hrund Signýjardóttir lag og texta fyrir kvenfélagið sem sungið var í fyrsta skiptið í afmælinu við góðar undirtektir afmælisgesta. Lagið heitir Ársól eftir félaginu og hér er að finna textann við lagið.
Ársól Í myrkrinu veturinn hamast ótt sólin hverfur bakvið fjöllin Í náttúrunnar fegurð er tignarleg nótt til jarðar svífur hvít mjöllin Á hátindi vetrar við finnum þann styrk sem einangrun okkur veitir Finnum gleði og hlýju þegar sólin er myrk í félagsskap er Ársól heitir
Stjórn Ársólar febrúar 2020 Sædís, Aldís, Svala SIgga, Oddný og Tara
Viðlag: Við rísum eins og sólin í fjarðarins mynni okkar samvinnu treystum og ræktum Í Súgandafirði við eigum vor kynni þar Ársól á framtíð, sögu og sinni Er veturinn hörfar kemur birtan í hjarta sólin bræðir kalda grund Logar vonarljós um framtíð bjarta þá lifnar yfir þorpinu og léttist vor lund Á hátindi vetrar við finnum þann styrk sem einangrun okkur veitir Finnum gleði og hlýju þegar sólin er myrk í félagsskap er Ársól heitir Viðlag: Við rísum eins og sólin í fjarðarins mynni okkar samvinnu treystum og ræktum Í Súgandafirði við eigum vor kynni þar Ársól á framtíð, sögu og sinni Við rísum eins og sólin í fjarðarins mynni okkar samvinnu treystum og ræktum Í Súgandafirði við eigum vor kynni þar Ársól á framtíð, sögu og sinni.
Oddný að heiðra Níní og Gunnu 13
Stofnun Kvenfélagsins Ársólar
félagsskap og samvinnu kvenna og hjálpa bágstöddum.
Það var árið 1920 að konur í Súgandafirði ákváðu að stofna kvenfélag. Þær vildu taka þátt í að láta gott af sér leiða og töldu að meira gagn yrði unnið með félagslegum samtökum en einstaklingsstarfi.
Á þessum fundi gerðist 41 kona stofnendur. Fimm konur voru kosnar í nefnd til að semja lög fyrir félagið og koma með á næsta fund sem yrði fyrsti aðalfundur félagsins. Fyrsti aðalfundur félagsins og jafnframt stofnfundur var haldin 8. febrúar 1920.
Undirbúningsstofnfundur kvenfélags í Súgandafirði var haldin 4. Janúar 1920. Mættar voru 37 konur. Þóra Jónsdóttir setti fundinn og var hún kosin fundarstjóri.
5. apríl 1925 var Sóley stofnuð sem er blað Kvenfélagsins Ársólar og verður Sóley 95 ára nú í ár. Bækunar eru orðnar sex talsins. Þær eru komnar til varðveislu á Safnarhúsinu og erum við að skrifa í þá sjöundu.
Hún skýrði frá því að hugmyndin með stofnun kvenfélags væri sú að konurnar reyndu hér eins og víða annars staðar að sameina krafta sína til ýmissa framkvæmda, margt væri til, ýmsar framfarir, hjálparstarfsemi og fleira. Markmið félagsins yrði því meðal annars það að efla
Við eigum mikla sögu bæði í fundargerðabókum og Sóleyju sem við verðum að passa vel upp á.
Leikskólakrakkar syngja fyrir gestina
Þórdís og Oddný 14
15
VINNUFERÐ Í SÚGFIRÐINGASETRIÐ
Farið var í vinnuferð í Súgfirðingasetrið 8.-10. maí sl. þar sem m.a. var skipt um svalahurð, lokið við frárennsli af svölum og flutt í nýja geymslu í kjallaranum. En Súgfirðingafélagið fékk tilboð frá nágrönnunum á neðri hæðinni um skipti á herbergjum í kjallaranum sem stjórnin ákvað að taka. Tekið var til í geymslunni og farið með hluti í endurvinnslustöðina á Ísafirði, m.a. gamalt ónýtt sjónvarp, afgang af steinull, gamla ónýta eldavél, timbur ofl. sem við getum ekki og munum ekki nota. Þröskuldar voru málaðir, hurðir blettaðar, handrið og timbur í tröppunum inni var málað, hengdar upp myndir og allt ryksugað og skúrað. Kröftugur hópur fór vestur sem í voru Elsa Eðvarðsdóttir, Kristinn Karl Ólafsson (Kitti Kalli), Eðvarð Þór Eyþórsson og Eyþór Eðvarðsson. Íbúðin okkar er stórglæsileg og í toppstandi. Allir félagsmenn geta leigt hana í sumar. Meðfylgjandi eru myndir úr ferðinni. 16
17
NÁMSKEIÐ Í AÐ BYGGJA LANDNÁMSSKÁLA
Torf- og steinhleðsla
klömbruskornu torfi. Einnig var byrjað á hleðslu á grjótgarði í kringum skálann.
Fornminjafélag Súgandafjarðar, í samstarfi við Kristínu Auði Kelddal Elíasdóttir hleðslumann og skrúðgarðyrkjumeistara, heldur námskeið í hleðslu með torfi og grjóti dagana 4.-6. ágúst í Botni í Súgandafirði.
Byggingin er unnin í þremur hlutum og í sumar verður lokið við fyrsta hlutann þ.e. að hlaða veggi skálans úr klömbru og hlaða hálfan grjótvegg í kringum skálann. Í öðrum hluta verkefnisins sem verður á næsta ári verður hafist handa við að smíða grindina sem heldur uppi þakinu og loka húsinu. Í þriðja hlutanum verður farið í að klára bekki, langeld, rúmstæði og annað sem tilheyrði.
Námskeiðið er hluti af byggingu landnámsskála sem verður tileinkaður Hallvarði súganda landnámsmanni í Súgandafirði. Hann var teiknaður af arkitektastofunni Argos sem m.a. teiknaði skálann á Eiríksstöðum og í Brattahlíð á Grænlandi. Skálinn er tilgátuhús byggt á fornleifauppgreftri á Grélutóftum í Arnarfirði. Markmið byggingarinnar er m.a. að kenna handbragðið, byggja hús í anda landnema Íslands og heiðra sögu og byggingararf þjóðarinnar. Síðasta sumar var lokið við jarðvegsskipti og byrjað á veggjum skálans sem eru hlaðnir úr 18
Á námskeiðinu verður m.a. kennt: • að velja mýri til að taka torf úr • að stinga klömbru úr mýri • að hlaða klömbru • að velja steina í hleðslu • að hlaða vegg með og án strengs/torfu Verð fyrir námskeiðið er kr. 25.000. Ekki er innifalinn matur eða gisting. Áhugasamir hafi samband við Eyþór Eðvarðsson í eythor@thekkingarmidlun.is eða í síma 892 1987. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
19
DAGSKRÁIN FRAMUNDAN Ágúst 4-6. ágúst – Torf- og steinhleðslunámskeið og bygging landnámsskála. 6.-8. ágúst - Act Alone á Suðureyri.
September Mynda- og minningarkvöld - auglýst síðar á fréttaveitunni. 28. september - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Október 26. október - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Nóvember Mynda- og minningarkvöld - auglýst síðar á fréttaveitunni. 29. nóvember - 70 ára afmæliskaffi Súgfirðingafélagsins. Kaffið er frá kl. 15 - 17 og verður á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 102 Reykjavík. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. 30. nóvember - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Desember Jólablað Súgfirðingafélagsins kemur út. 14. desember - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
20
21
MYNDA- & MINNINGAKVÖLD Í JÚNÍ Þann 11. júní sl. var haldið mynda- og minningakvöld í Gerðubergi. Fyrstur á dagskrá var Guðmundur Friðjónsson sem sagði frá afa sínum og ömmu í móðurætt, Guðmundi Kristjáni Guðnasyni og Elínu Magnúsdóttur. Farið var aftur til langalangömmu Guðríðar Eiríksdóttur sem var vinnukona hjá Agli Guðmundssyni á Laugabóli. En hún átti með honum barn sem er langafi Guðmundar. Guðríður var dæmd til dauða fyrir blóðskömm en var náðuð af Danakonungi. Hún tók út refsingu í staðinn með svipuhöggum. Hún bjargaði álfkonu úr barnsnauð og varð ljósmóðir upp frá því. Einstök saga og áhugaverð.
22
Í seinni hlutanum sagði Eyþór Eðvarðsson frá sögu Suðureyrarkirkju og hvernig fámennt og samhent samfélag við ysta haf hóf að safna fyrir kirkju og byggði síðan skuldlausa 10 árum síðar. Saga kirkjunnar er samfélagssaga fólksins sem byggði þorpið og allra þeirra sem þar voru skírðir, fermdir, giftir og jarðsungnir. Allir lögðust á eitt við að byggja kirkjuna með öllu tilheyrandi og enn stendur þetta glæsilega mannvirki sem vakir yfir þorpinu. Sagt var frá einstakri altaristöflu sem var eitt af síðustu málverkum Brynjólfs Þórðarsonar sem var mikill málari en lést fyrir aldur fram.
23
Einnig var sagt frá steindu gluggunum eftir Súgfirðinginn Benedikt Gunnarsson listmálara sem gefa kirkjunni einstakan blæ en hver gluggi segir sögu úr biblíunni. Kirkjan eldist eins og við öll og nú er svo komið að það þarf að fara í stórar framkvæmdir sem kosta góðan skilding. Engin leið er til að kljúfa þetta stóra verkefni nema með samstöðu, samvinnu og hlýhug góðra manna. Elsa Eðvarðsdóttir fór yfir stöðuna á verkefninu en til að framkvæmdir geti hafist strax í sumar hefur verið unnið í því að fá tilboð frá fagfólki í þakið og múrviðgerðirnar. Bragi Ólafsson sagði frá fjáröfluninni og tilkynnti að strax á fyrsta degi væru aðilar búnir að greiða inn á söfnunina. Á fundinum var söfnun til að fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir á kirkjunni formlega ýtt úr vör
24
25
ACT ALONE 2020
Elsta leiklistarhátíð þjóðarinnar, Act alone, verður haldin 17. árið í röð í einleikjaþorpinu Suðureyri. Act alone 2020 fer fram dagana 6.8. ágúst og að vanda er dagskráin einstaklega einleikin. Enda er Actið helgað eins manns listinni. Dagskráin á það eitt sameginlegt að aðeins einn listamaður kemur fram hverju sinni. Enginn viðburður er þó eins heldur miklu frekar einstakur. Víst geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á Actinu og ekki truflar monningur neitt því það er ókeypis á alla viðburði hátíðarinnar þökk sé öflugu baklandi Actsins í formi opinberra sjóða og einkafyrirtækja. Á dagskrá ársins er að finna einstaklega fjölbreytta flóru listviðburða allt frá óperu til uppistands og allt þar á millum og kring. En gaman er að geta þess að þetta er í fyrsta sinn sem sýnd er ópera í 17 ára sögu Actins og þær værða meira að segja tvær. Sú fyrri er á opnunarkveldi Actsins og er einstaklega einstök því það er Súkkulaðikökuópera. Einleikir eru að vanda viðmiklir í dagskrá hátíðarinnar. Á opnunarkveldinu verður t.d. Sæhjarta, sem er brúðuleiksýning fyrir fullorðna, og daginn eftir Gíraffinn, sá hinn sami og prýddi verslun Costco 26
eins og frægt varð. Einnig verður einleikurinn Requiem, sem er eini dagskrárliðurinn sem fer ekki fram í FSÚ, Félagsheimil Súgfirðinga, á Actinu í ár heldur í kirkju, enda fjallar leikurinn um konu er vaknar upp í eigin jarðarför. Einstök tónlist verður í boði á Acti ársins og þar er framtíðin í aðalhlutverki. Heimamúsíkséníið Katla í Between mountains verður með einstaka tónleika á föstudagskveldinu og önnur skær stjarna tónlistarsenunnar, Auður, verður með konsert á lokadegi hátíðarinnar. Söngvaskáldið Aðalsteinn Ásberg verður með fjölskyldutónleika á laugardeginum og að vanda verður margt í boði fyrir æskuna. Töframeistarinn Einar Mikael verður með töfranámskeið, Kómedíuleikhúsið sýnir Iðunn og eplin og Sirrý verður með sögustund um tröllastrákinn Vaka. Sirrý verður einnig með prógram fyrir þau eldri á opnunarkveldinu er nefnist Kulnun og bjargráð kvenna. Hið ástsæla skáld Auður Jónsdóttir mætir á Actið og les úr verkum sínum og Pétur Jóhann verður með uppistand. Eins og lesa má er margt í boði, og það í bókstaflegri merkingu því það er ókeypis á Actið, hátíð ársins. Við má bæta danssýningunni Lost and found, Arnar Jónsson leikari les ljóð Skáldsins á Þröm við minnisvarða skáldsins á Suðureyri, bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar verður tilkynntur, skoðunarferð í Landnámsskálann í Botni og síðast en þó fyrst á hátíðinni er hin rómaða fiskiveisla Íslandssögu á Suðureyri.
27
DAGSKRÁ Act alone 2020 Fimmtudagur 6. ágúst Kl. 18.31 Fiskismakk – upphafsstef Actsins Kl. 19.01 Súkkulaðikökuópera, ópera - 20 mín og svo er kaffi á eftir í 20 mín Kl. 20.01 Kulnun og bjargráð kvenna – upplestur og umræðudagskrá með Sirrý Arnardóttur - 50 mín. Kl. 21.31 Sæhjarta brúðuleiksýning fyrir fullorðna. Einleikur - 45. mín Kl. 23.01 Uppistand með Pétri Jóhanni - 60 mín. Föstudagur 7. ágúst Kl. Kl. Kl. Kl.
19.01 20.01 21.31 23.01
Gíraffinn. Einleikur - 30 mín. Requiem. Einleikur í kirkjunni - 60. mín. Auður Jónsdóttir. Upplestur – 40. mín Between mountains - 60 mín.
Laugardagur 8. ágúst Kl. 12.14 Kl. 13.31 Kl. Kl. Kl. Kl.
14.01 15.01 15.46 16. 26
Kl. Kl. Kl. Kl.
19.31 20.31 21.31 21.40
Skoðunarferð í Landnámsskálann í Botni – 60 mín. Skáldið á Þröm. Skáldastund með Arnari Jónssyni við minnisvarða skáldsins á Suðureyri - 30 mín. Töfranámskeið með Einari Mikael - 40 mín. Iðunn og eplin. Leiksýning - 40 mín. Sögustund með Sirrý sem segir frá Tröllastráknum Vaka - 30. mín. Berressöð á tánum. Fjölskyldutónleikar með Aðalsteini Ásberg - 45. min. Lost and found. Danssýning - 30 mín. Víkingaóperan King Harald - 15. mín. Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar tilkynntur. Auður. Tónleikar - 60 mín.
actalone.net 28
MYNDIR OG GÖGN UM SUÐUREYRARKIRKJU Vilt þú aðstoða okkur við að gera minningarnar um Suðureyrarkirkju ógleymanlegar? Átt þú myndir eða sögur frá því Suðureyrarkirkja var byggð, vígð árið 1937, þegar endurbætur voru gerðar á henni í gegnum tíðina, gjöfum sem bárust kirkjunni o.fl.? Myndir af fólki við störf, dagbækur eða annað sem tengist kirkjunni. Við sækjumst eftir öllum myndum og upplýsingum sem telja má áhugaverðar eða merkilegar fyrir kirkjuna og verkefni tengd henni í gegnum tíðina. Ef þú átt myndir eða sögur og gætir hugsað þér að deila þeim með okkur sem munum setja myndirnar á heimasíðu kirkjunnar sem er í vinnslu, væri það afskaplega vel þegið. Hægt er að senda myndir á elsaedv@gmail.com eða hafa samband við Elsu í síma 868-1379. Athugið að við tökum við rafrænum myndum en getum einnig séð um að taka afrit af upprunalegum myndum sem yrði svo skilað aftur um leið og búið væri að taka afrit.
29
SÖFNUN FYRIR SUÐUREYRARKIRKJU Söfnunin fyrir viðgerðum á kirkjunni hefur gengið afar vel. Þegar þetta er ritað var búið að safna rúmlega 8 milljónum, bæði í peningum og efniskostnaði. Margir hafa komið að verkefninu, m.a. frá sóknarnefndinni og Súgfirðingafélaginu. Ákveðið var snemma í ferlinu að snúa bökum saman um að taka þetta verkefni föstum tökum. Fyrsta skrefið var að fengnir voru þrír fagaðilar til að taka út ástandið á kirkjunni. Niðurstaða þeirra var að mikilvægt væri að skipta strax um þakjárnið til að stöðva frekari lekaskemmdir. Einnig að skipta þyrfti um alla glugga í kirkjunni og vinna í múrskemmdum utandyra. Lauslegt mat þeirra var að þetta myndi kosta um 20 milljónir, þar af um 12 milljónir fyrir gluggana. Það var mat framkvæmdahópsins að reyna að samnýta vinnupalla sem verða smíðaðir utan um kirkjuna bæði fyrir þak- og múrviðgerðirnar. Aflað var tilboða í viðgerðirnar og hefjast framkvæmdir núna í sumar og þeim á að ljúka í ágúst.
Komið er nægt fjármagn til að klára þær framkvæmdir. Strax á næsta ári verður farið í að gera við gluggana og setja í nýja gluggakarma og gler. Allir steindu gluggarnir eru í góðu lagi og til að tryggja að þeir skemmist ekki verða þeir fjarlægðir á meðan á framkvæmdum á ytri gluggunum stendur. Umræður hafa verið um hvort hafa eigi heilt gler í gluggunum eða sama fyrirkomulag og er í dag þ.e. margir litlir gluggar. Kosturinn við að vera með heilt gler er að það er mun 30
ódýrara auk þess sem listaverkin sem eru í steinda glerinu njóta sín betur þar sem engir gluggapóstar skyggja á, bæði fyrir þá sem eru fyrir utan og horfa inn og einnig fyrir þá sem eru inni í kirkjunni. Kosturinn við núverandi gluggapósta er að þá er haldið í hefðbundið útlit sem flestir þekkja. Það er eingöngu á færi fagmanna að smíða svona glugga og koma þeim á sinn stað og ljóst að það er vandasamt verkefni. Þessi þrjú verkefni eru í forgangi en í framhaldi er áhugi er á því að gera við kirkjudyrnar og vinna að því að gera kirkjuna enn fallegri að innan. Strax í haust þarf að herða aftur róðurinn í fjáröfluninni til að geta staðið undir kostnaðinum af gluggunum en það er mjög dýrt verkefni. Greiða þarf staðfestingargjald við pöntun og síðan við lok verks. Undirtektirnar sem söfnunin hefur fengið eru frábærar og það að hægt sé að hefja framkvæmdir strax í sumar segir meira en mörg orð. Það er bjart yfir kirkjunni okkar. Þeir sem vilja leggja þessu verkefni lið geta lagt inn á eftirfarandi reikning: Kt. 630269-2539 Banki 0174-05-420412 Ef áhugi er á að minnast einhvers með stuðningnum þá endilega senda póst á eythor@ thekkingarmidlun.is eða elsa@siceland.com
31
Verslaรฐu รก 66north.is Fylgdu okkur รก Instagram @66north
ÞORRABLÓT SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS Gleðin og hressleikinn voru við völd á fjörugu Þorrablóti sem Súgfirðingafélagið stóð fyrir 15. febrúar sl. Súgfirðingar fjölmenntu, nutu lífsins í góðra vinahópi og skemmtu sér fram á nótt. Hrafnkell Pálmarsson eða Keli, sem er meðal vinsælustu veislustjóra landins, sá um að halda uppi stemmningu á meðan veislugestir leyfðu þorramatnum frá Múlakaffi að veltast um bragðlaukana. Flestir þekkja Kela úr hljómsveitinni Í svörtum fötum sem var gríðarlega vinsæl fyrir nokkrum árum. Árni Helgason, fyndnasti lögfræðingur Íslands, sem hefur verið að stíga sín fyrstu skref með uppistand síðustu mánuði, sá um að kippa í hláturtaugarnar. Árni er einnig þekktur fyrir það að vera annar þáttastjórnenda hlaðvarps sem heitir Hismið. Söngkonan Berglind Halla frá Bolungarvík tók nokkur vel velin lög við undirspil Kela, sem mætti með gítarinn að vopni. Eftir að veislugestir voru búnir að næra maga og anda héldu DJ Gullfoss og Geisha uppi stuðinu á dansgólfinu. Stjórn félagsins og allir þeir sem lögðu hönd á plóginn eiga þakkir skilið fyrir að gera Þorrablótið eins glæsilegt og raun bar vitni.
33
34
PHOTO
36
OBOOTH
37
OFSAVEÐUR Í JÚLÍ Ofsaveður skall á 17. júlí þar sem mikill vindur og allsvakaleg ofankoma olli íbúum Súgandafjarðar erfiðleikum. Björgunarsveitin Björg var íbúum innan handar við að aðstoða við hluti eins og að dæla vatni upp úr tveimur kjöllurum og stoppa trampólín sem hafði stungið af. Niðurföll bæjarins höfðu ekki undan og þurfti að kalla út dælubíl þar sem vatn safnaðist upp víðsvegar um bæinn. Einnig fór mikið af aur ofan í sundlaugina, tjörnina og höfnina. Það flæddi yfir veginn við Selið hjá Laugum og var Vegagerðin snögg að bregðast við, m.a. við að vakta veginn og breyta farvegi vatnsins.
GJÖF TIL SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS Guðmundína Arinbjörnsdóttir færði félaginu einstaklega fallegt málverk sem var í geymslunni hjá mömmu hennar Lilju Magnúsdóttur. Sagan á bak við málverkið eða listamanninn er ekki þekkt en það er mynd af fjallinu sem skipar stóran sess í hjörtum margra sem tengjast Súgandafirði. Félagið færir Guðmundínu og Lilju hugheilar þakkir fyrir gjöfina sem mun gleðja alla gesti í Súgfirðingasetrinu um komandi ár. Málverkinu hefur verið valinn góður staður innan um öll hin listaverkin sem félagsmenn hafa gefið í setrið okkar.
Viðskiptavinir Landsbankans eru ánægðari
39
VEGAFRAMKVÆMDIR Á SUÐUREYRI Bílastæði hafa verið malbikuð við kirkjuna, grunnskólann og fyrir aftan grunnskólann. Einnig hefur vegurinn frá grunnskólanum fram fyrir tjörnina verið malbikaður. Þessi framkvæmd er til töluverðra bóta fyrir þetta svæði og mun nýtast afskaplega vel.
40
41
GJÖF TIL SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS Friðbert Pálsson gaf Súgfirðingafélaginu nýverið málverk sem hékk á skrifstofunni hjá Páli pabba Berta í mörg ár. Jón Kristinsson skólastjóri málaði það eftir ljósmynd frá sr. Jóhannesi. Um er að ræða einstaklega fallega gjöf og svipmikið málverk frá þeim tíma þegar þorpið var að byggjast upp. Félagið færir Berta innilegar þakkir fyrir þessa fallegu gjöf, sem mun prýða stofu Súgfirðingafélagsins um ókomin ár.
42
SÚGFIRÐINGAFÉLAGIÐ
70 ÁRA
Í t ile f ni af 70 ára af mæli Súgf ir ðingaf élags ins ver ður af mælis k aff i 29. nóvember k l 15-1 7 á Ic elandair Hót el Rey k jav ík Nat ura
Allir velkomnir Aðgangur ók ey pis
AÐSTOÐ VIÐ NÝJA HEIMASÍÐU SUÐUREYRARKIRKJU Hefur þú brennandi áhuga á súgfirskum kirkjumálum og gætir hugsað þér að vera með okkur í að gera gögn og myndir um Suðureyrarkirkju ógleymanleg? Við ætlum að setja upp heimasíðu fyrir Suðureyrarkirkju og erum að leita að áhugasömum aðilum til að sjá um utanumhald síðunnar ásamt því að setja inn ný gögn þegar þau berast. Hafðu endilega sambandi við Elsu Eðvarðsdóttur ef þú gætir hugsað þér að taka þátt í þessu þrælskemmtilega verkefni. Hún er í síma 868-1379 og með netfangið elsaedv@gmail.com. 43
44