Súgandi

Page 1


SÚGANDI

Frá stjórn Súgfirðingafélagsins Félagslífið er gott í félaginu okkar. Briddsið blómstrar sem aldrei fyrr og þátttakendum fjölgar á hverju ári. Enn er pláss fyrir áhugasama. Kristján Pálsson heldur vel utan um stjórnartaumana og ánægja er meðal þeirra sem taka þátt í keppninni um Súgfirðingaskálina. Ellert Ólafsson bauð fram krafta sína í haust til að koma á skákmóti Súgfirðingafélagsins og fyrsta mótið var haldið núna í nóvember og gekk frábærlega. Gamlar skákkempur úr Súgandafirðinum mættu til leiks eins og Sigurður Ólafsson, Sveinbjörn Jónsson og Ellert sjálfur. Svo fór að lokum að Sveinbjörn Jónsson fór með sigur af hólmi. Eitt mót verður í desember og síðan nokkur næsta vor. Ömmukvöldið sem haldið var á Catalínu tókst frábærlega og var salurinn fullur. Álfheiður Einarsdóttir, Sigrún Edda Eðvarðsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir sögðu frá ömmum sínum í máli og myndum. Einstaklega skemmtileg og persónuleg stund þar sem allir þáttakendur rifjuðu upp góðar minningar við að heyra frásagnir ömmubarnanna og horfa á ljósmyndir af þeim og úr þeirra lífi. Það er ljóst að Súgfirðingafélagið mun standa fyrir fleiri viðburðum þar sem rifjaðar verða upp sögur af Súgfirðingum. Elín Bragadóttir er að vinna að næsta Ömmu- eða Afakvöldi. Golfmótið er orðinn fastur liður og meira að segja veðrið tekur tillit til mótsins. Brakandi blíða og sólskin var allt mótið og stemmingin góð. Allur aðbúnaður og aðstaða er til fyrirmyndar og þau eru góðir gestgjafar Guðmundur H. Sigmundsson og Rannsý Bender sem reka Golfklúbbinn Dalbúa í Miðdal. Við ákváðum að draga okkur úr Spurningakeppni átthagafélaganna í ár en höldum því opnu að taka aftur þátt síðar. Atli Þór Þorvaldsson sér um

2

spurningakeppnirnar og hugmyndir hafa verið um að halda Krágátu með vinum okkar í Önfirðingaog Dýrfirðingafélaginu. En það er í vinnslu fyrir vorönnina. Súgfirðingakaffið hjá Viðlagasjóði gengur alltaf vel og er einn fjölsóttasti viðburður félagsins. Sá peningur sem safnast með Súgfirðingakaffinu rennur allur til Viðlagasjóðs og er úthlutað úr honum til góðra mála. Sjóðurinn stendur vel og passað er uppá að höfuðstóllinn haldist traustur. Allir geta komið með ábendingu um úthlutun til stjórnarmanna Viðlagasjóðs eða haft samband við formann nefndarinnar sem er Svanhildur Halldórsdóttir. Súgfirðingasetrið er í góðu standi og fyrir vorið verður komið upp kerfi á heimasíðuna þar sem félagsmenn geta bókað leigu rafrænt. Það einfaldar utanumhald og hægt er að sjá hvaða vikur eru bókaðar ár fram í tímann. Við ákváðum að fresta framkvæmdum í húsnæðinu sem áætlað var að fara í núna í haust vegna óvæntra atburða. En íbúðin er í toppstandi og á fallegasta stað í hjarta bæjarins. Björk Birkisdóttir sem er gjaldkeri Súgfirðingafélagsins heldur vel utan um fjármálin og við getum farið að láta til okkar taka því fjarhagurinn batnar með hverju árinu. Þetta blað sem Elsa Eðvarðsdóttir ritstýrir með góðri aðstoð Ingridar Kuhlman er glæsilegt og fullt af góðu efni. Ástæða er til að þakka auglýsendum blaðsins sérstaklega fyrir framlag sitt og öllum þeim sem leggja til efni. Blaðið okkar Súgandi er gefið út tvisvar á ári og stendur undir sér og alltaf aðeins betur. En tilgangur blaðsins og félagsins er bara einn: að stuðla að góðum kynnum Súgfirðinga og eins og einhver sagði, „það eru allir Súgfirðingar inn við beinið“. Gleðileg jól og njótum lífsins.


JÓLABLAÐ 2015

Efnisyfirlit Bls. 2 Frá stjórn Bls. 4 Act Alone Bls. 6 Kirkjukaffi Bls. 10 Ömmukvöld Bls. 12 Súgfirðingur í útlöndum Gísli Jónsson Bls. 14 Sæluhelgin 2015 Bls. 18 Fyrsta skákmót Súgfirðingafélagsins Bls. 21 Vakandi Rakel Garðarsdóttir Bls. 22 Amma mín Sigrún Magnúsdóttir Bls. 24 Það snjóaði líka á Súganda Bls. 27 Á Skothólnum Hallgerður Elvarsdóttir Bls. 29 Á Skothólnum Alda Karlsdóttir Bls. 30 Vísnahornið Birkir Friðbertsson Bls. 31 Krágátan Bls. 33 Dagskráin framundan Bls. 34 Súgfirðingaskálin

Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is Ábyrgðarmaður: Elsa Eðvarðsdóttir Ljósmynd á forsíðu: Eðvarð Sturluson Skothóllinn – umsjón: Ellert Guðmundsson Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa: Formaður: Eyþór Eðvarðsson GSM: 892 1987 eythor@thekkingarmidlun.is Varaformaður: Elsa Eðvarðsdóttir GSM: 868 1379 elsaedv@gmail.com Gjaldkeri: Björk Birkisdóttir GSM: 852 8282 bjork0604@gmail.com Ritari: Steinunn Mar GSM: 697 7121 steinunn7okt@gmail.com Meðstjórnendur: Kristján Pálsson GSM: 859 7899 kristjanpalsson@hotmail.com Pálína Björg Snorradóttir GSM: 840 1774 palinab@gmail.com Elín Bragadóttir GSM: 662 2600 elinbraga@internet.is Umbrot: Grétar Örn Eiríksson - grafiskhonnun.is Prentun: Prentmiðlun ehf

3


SÚGANDI

með metaðsókn Tólfta Act alone leiklistarhátíðin var haldin í ágúst nýliðnum á Suðureyri. Metaðsókn var á hátíðina enn og aftur því alls sóttu um þrjú þúsund manns viðburðina. Þetta var jafnframt í fjórða sinn sem Act alone var haldin á Suðureyri en hún flutti búferlum í fjörðinn árið 2012. Frumkvæðið á þeim góðu flutningum átti hugsjónafyrirtækið Fisherman á Suðureyri sem hefur jafnframt verið bakhjarl hátíðarinnar síðan. Aldrei áður hefur dagskrá Act alone verið jafn viðamikil og einleikin. Alls var boðið uppá tuttugu og einn viðburð. Að vanda var frítt inná alla viðburði þökk sé styrktaraðilum hátíðarinnar. Á dagskránni var eitthvað fyrir alla, allt frá leiklist til dans- og eftirhermulistar. Meðal þeirra sem stigu á stokk á Act alone 2015 má nefna Ársæl Níelsson, Björn Thors, Eddu Björgvins, KK, Láru Rúnars og Ævar vísindamann. Act alone vill koma miklum þökkum til Súgfirðinga fyrir að taka svona vel á móti okkur. Það skiptir miklu máli að þorpið fari með þér alla leið í hverju ævintýri. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við ykkur. Act alone 2016 verður haldin 10. -13. ágúst á Suðureyri. Elfar Logi Hannesson, stofnandi og listrænnn stjórnandi Act alone

4

í sjávar- og einleikjaþorpinu Suðureyri


JÓLABLAÐ 2015

5


SÚGANDI

Kirkjukaffi SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS Hið árlega kirkjukaffi viðlagasjóðs Súgfirðingafélagsins var haldið í safnaðarheimili Bústaðakirkju að lokinni guðsþjónustu sunnudaginn 11. október sl. Margir mættu til að eiga dýrmæta stund með ættingjum og vinum og njóta góðra veitinga. Að venju svignaði veisluborðið undan kræsingunum. Viðlagasjóðsnefndin fær hugheilar þakkir fyrir frábært framlag í þágu félagsins. Í nefndinni eru: Björk Birkisdóttir, Fríður Bára Valgeirsdóttir, Reynir Schmidt, Kristbjörg Sigurvinsdóttir, Inga

6

Guðmundsdóttir, Svanhildur Halldórsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Sólrún Bjarnadóttir og Hafrún Huld Einarsdóttir. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru meðan á kaffinu stóð.


Ljósmyndir: Elsa Eðvarðsdóttir

JÓLABLAÐ 2015

7


SÚGANDI

® 8


sími:

Glerísetningar JÓLABLAÐ 2015

510 66 66

Helstu samstarfsaðilar:

Bíllyklar/húslyklar Kæru Súgfirðingar Smíðum og forritum flestar gerðir bíllykla og húslykla á meðan beðið er. Þjónustum öll höfuðlyklakerfi. Tímapantanir óþarfar

Skútuvogi 11 • 104 Reykjavík • 510 8888 • www.las.is • las@las.is

9


SÚGANDI

Ömmukvöld SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS Ömmukvöld Súgfirðingafélagsins var haldið þann 22. október síðastliðinn á veitingastaðnum Catalínu í Kópavogi. Þar stigu á stokk þrjár súgfirskar valkyrjur og sögðu í máli og myndum frá formæðrum sínum í Súgandafirði. Álfheiður Einarsdóttir sagði frá Guðrúnu Valdimarsdóttur, Sigrún Edda Eðvarðsdóttir sagði frá Kristeyju Hallbjörnsdóttur og Lilja Rafney Magnúsdóttir talaði um Jófríði, Markúsínu og Svövu. Frábært kvöld og fullt út að dyrum.

10


Ljósmyndir: Elsa Eðvarðsdóttir

JÓLABLAÐ 2015

11


SÚGANDI

SÚGFIRÐINGUR Í ÚTLÖNDUM Gísli Jónsson

SÚGANDI

Það var óvænt en skemmtileg ánægja að heyra frá Elsu Eðvarðsdóttur, sem var ung dama á Suðureyri þegar ég bjó þar, en hún bað mig að segja frá sem brottfluttur Súgfirðingur í útlöndum og hvað á daga mína hefur drifið. Ég ólst upp í Hafnarfirði og kom fyrst til Súganda í brúðkaup systur minnar Ingu í Bæ í desember 1967, þá aðeins 10 ára gamall. Ef ég man rétt þá komum við með djúpbátnum. Það var snjór og mér fannst allir vera svo forvitnir, allir horfðu á okkur eins og við værum frá annarri plánetu. Ég kom síðan til Súganda 1976 sem annar vélstjóri á Sigurvonina þar sem ég léttist um næstum 10 kg á einum mánuði vegna sjóveiki, en ég komst yfir það og átti yndislegan tíma, fyrst undir skipstjórn Einars Guðnasonar og síðan sonar hans Guðna Alberts Einarssonar. Svo muna einhverjir eftir mér í Essoskálanum og í Kaupfelaginu.

Ég er giftur Noru O´Sullivan Jónsson en við giftum okkur í heimabyggð Noru í Corksýslu á Írlandi í ágúst 2009. Ég var áður giftur Guðbjörgu Ólafsdóttur og eigum við saman Ólöfu Hildi, Freystein og Lilju og þeim fylgja nú fjögur barnabörn. Árið 2005 ákvað ég að selja íbúðina mína í Breiðholtinu, hverfa á vit ævintýranna og flytjast til Norður-Írlands. Hvatningin var sú að mig langaði að læra ráðgjöf. Í rúmt ár var ég að vinna og læra enskuna svo ég gæti tekist við áskorunina að setjast aftur á skólabekk á gamals aldri. Á öðru ári hitti ég Noru sem einnig var nemandi. Við kláruðum þriðja árið og árið 2009 giftum við okkur. Tveimur dögum 12

síðar lentum við í Búlgaríu þar sem við höfum verið að mest óslitið síðan þá. Það er gífurlegur munur að bera saman Ísland, Norður-Írland (Bretland) og síðan Búlgaríu, sem er fyrrum kommúnista austantjaldsland. Eitt er þó sameiginlegt með þeim öllum og það er að það er gott fólk í öllum þessum þremur löndum. Það er mikil umbreyting að flytja frá Íslandi til þessara landa. Ég held þó að Norður-Írland hafi staðið upp úr, að koma úr fámenninu á Íslandi í land þar sem hefur verið barátta milli kaþólikka og mótmælanda. Það var enn keimur af þessu þar sem sprengjur sprungu og fólk var drepið. Það var erfitt í fyrstu en það vandist að sjá vopnaða lögreglumenn og gráa fyrir járnum. Ég bjó í mótmælendahverfi og eitt sinn var ráðist á húsið sem ég bjó í þegar málningarsprengja lenti rétt hjá eldhúsglugganum. Þetta var erfið lífsreynsla. Ég naut þeirra forréttinda seinna að hlusta og aðstoða bæði gerendur og þolendur þessara átaka sem ráðgjafi. Þessi átök höfðu litað líf þessara einstaklinga á ýmsan hátt. Búlgaría er allt öðruvísi og er áskorun sem slík sem fyrrum kommúnistaland. Það eimir enn mikið af því viðhorfi. Hér erum við öruggari þrátt fyrir spillingu, mafíu og stundum mjög árásargjarnt viðhorf í umferðinni og í þjónustulund. Leigubílstjórar sem dæmi eru ekki alltaf að hugsa til framtíðar að fá þig aftur sem kúnna þegar þeir ofrukka fyrir ferðina, og við verslum bara við ákveðin fyrirtæki sem eru örugg. Tungumálið hefur verið mikil áskorun fyrir okkur bæði, sem dæmi þá fylgir því allt öðruvísi stafróf. Búlgaría er ódýrt land að lifa og búa í samanborið við bæði Ísland og Írland. Það er mjög fallegt, sumrin eru heit og veturinn stuttur en getur verið kaldur. Landið er hluti af Balkanlöndunum sem á sér djúpar rætur í menningu, mat, tónlist og mannlífi. Stærsti minnihlutahópur er Rómafólk eða Sígaunar sem ég get ekki sagt að séu vel liðnir af Búlgörunum en menning þeirra er einnig athyglisverð. Sem ráðgjafi er ég að aðstoða og leiða einstaklinga í gegnum erfiðleika og áskoranir lífsins. Þetta er eitthvað sem ég hef virkilega notið að gera. Að vera treyst til að vera hluti af lífi einstaklings er virkilega gefandi og þakklátt starf, en jafnframt krefjandi og


JÓLABLAÐ 2015

stundum erfitt að takast á við. Hvatningin í mínum huga til að vinna ráðgjafarstarf er að þykja vænt um fólk, hafa kærleika, umhyggju, þolinmæði, vera ekki dæmandi og hafa skilning, geta hlustað og einbeitt sér að því að aðstoða við það sem skjólstæðingar eiga við að stríða.

Ég hugsa oft til Súganda og ég get sagt að ég sakna lognsins þar, skemmtilegs mannlífs og margra minnisstæðra einstaklinga. Ég hef ekki komið til Súganda síðan 2001 eða 2002 í vinnuferð. Mig hefur þó oft langað að koma á Sæluhelgina - þar hittir maður sennilega alla, en hvenær það verður er ekki gott að segja. Ég hef engin áform um að flytja heim í náinni framtíð. Varðandi spurninguna hver er minn helsti áhrifavaldur og lífsmottó, þá myndi það vera að elska og virða aðra eins og þeir eru og sýna öllum kærleika og skilning. Með öðrum orðum, að koma fram við aðra eins og ég vil að aðrir komi fram við mig. Þetta svarar kannski hvað við viljum gera í framtíðinni en það er að halda áfram að styðja við og hjálpa fólki. Svo eigum við okkur lítinn draum en það er að hafa athvarf fyrir brotna einstaklinga sem þurfa verndað umhverfi um nokkurra mánaða skeið til að geta náð tökum á lífinu á ný. Þegar spurt er um hvað ég myndi vilja breyta þá er það í mínum huga að koma í veg fyrir að verslað sé með fólk. Það er talið að á milli 8-10.000 konur og börn séu seld mannsali árlega í Búlgaríu einni. Þegar maður er vitni að þessu og sér afleiðingarnar finnst manni þessi veröld ekki alltaf mjög réttlát.

JÓLABLAÐ

Ein mesta og stærsta áskorunin fyrir mig eru mannsalskonurnar. Síðustu fjögur árin hér hef ég haft 3-6 skjólstæðinga reglulega í hverri viku. Þessum einstaklingum hefur verið bjargað úr kynlífsþrælkun sem þær hafa verið seldar í. Konurnar koma oftast frá mjög brotnum heimilum, frá minnihlutahópum eins og Sígaunum, þær hafa litla eða enga menntun, eru auðvelt bráð vegna lágs sjálfsmats, fátæktar og loforða um betra líf, og sumar eiga við geðræn vandamál og fíkniefnavanda að stríða. Sumar af þessum einstaklingum eru þroskaheftir og einfaldleiki þeirra misnotaður og fyrir þær sem eiga börn er foreldrahlutverkinu virkilega ábótavant. Þær sinna venjulega ekki grunnþörfum barnsins og beita því oft ofbeldi eins og þær sjálfar hafa upplifað alla sína tíð. Það er oftast auðvelt að láta sér þykja vænt um þessa einstaklinga, sumar hafa skemmtilegan karakter og þær hafa stundum skemmtilega og allt öðruvísi lífssýn en hinn venjulegi borgari. Þær eru Bestu kveðjur til allra Súgfirðinga, oft einfaldar í lífsskoðunum sínum, þær ná flestar árangri en vegna menntunarskorts eiga þær erfitt Gísli Jónsson uppdráttar í lífinu hér. Önnur mál sem við eigum við Ráðgjafi Búlgaríu eru hjónabands- og sambandsvandamál, þunglyndi, kvíði og fóbíur. Við aðstoðum börn frá fimm ára upp í sjötuga einstaklinga, flóttafólk, vændiskonur og einstaklinga frá alþjóðasamfélaginu, svo eitthvað sé nefnt.

13


SÚGANDI

Sæluhelgin 2015 Í MYNDUM

14


Ljósmyndir: Ingrid Kuhlman

JÓLABLAÐ 2015

15


SÚGANDI

16


JÓLABLAÐ 2015

17


SÚGANDI

Fyrsta Skákmót Súgfirðingafélagsins borðum og ljóst er að í félaginu eru einstaklega hæfileikaríkir skákmenn. Stefnt er á að halda skákmót reglulega í vetur. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta.

Ljósmyndir: Elsa Eðvarðsdóttir

Fyrsta skákmót Súgfirðingafélagsins var haldið í skákheimili Hugins 5. nóvember síðastliðinn og tókst einstaklega vel. Stjórnandi mótsins var Ellert Ólafsson. Spilað var á fjórum

18


JÓLABLAÐ 2015

19


SÚGANDI

20


JÓLABLAÐ 2015

Sköpum betri heim og hlúum að jörðinni Rakel Garðarsdóttir Sóun líkt og matarsóun er vandamál allstaðar í heiminum og þá sérstaklega hjá okkur sem eigum nóg. En við höfum valdið til að breyta því. Fyrsta skrefið er að taka til hjá sjálfum sér, taka lítil skref í áttina að því að breyta neysluvenjum okkar og verða meðvitaðir og upplýstari neytendur. Flest okkar erum meðvituð um þær umhverfisbreytingar sem eiga sér stað hér á jörðinni. Við sjáum varúðarmerkin alls staðar, útrýmingu dýrategunda, súrnun sjávar, hlýnandi jörð og bráðnandi jökla. Ef við bregðumst ekki rétt við vandanum gætu komandi kynslóðir verið í hættu. Við getum öll lagt hönd á plóg og tekið þátt í að skapa betri heim. Þetta er áskorun sem á að vera skapandi og spennandi. Það er mikilvægt.

„Með því að sóa, sóum við líka tímanum okkar. Væri ekki betra að nýta þann tíma í að skapa minningar með þeim sem okkur þykir vænst um?“ Okkar neysla, sem oft og tíðum er ofneysla, hefur að mestu skapað þann vanda sem við stöndum nú frammi fyrir. Með því einu að vera meðvitaðri neytendur getum við dregið verulega úr mengun, bætt heilsu okkar og takmarkað umhverfispjöll. Þetta eru lítil skref fyrir okkur – en risastór fyrir jörðina. Gott er að spyrja sig að því áður en við kaupum eitthvað hvort virkileg þörf sé að baki eða hvort við eigum eitthvað svipað heima. Annaðhvort innst inni í ískápnum, ef um mat er að ræða, eða flík sem liggur neðst í fatabunkanum. Þetta er gamla klisjan um að kaupa það sem endist, kaupa það sem ekki skaðar umhverfið og kaupa það sem ekki er saumað af börnum eða þrælum. Vörufjallið í verslunum er afar hátt og allstaðar er verið að auglýsa og lokka okkur neytendur til þess að

Í útgáfuteiti bókarinnar Vakandi veröld - ástaróður sem Rakel ritaði ásamt Margréti Marteinsdóttur

kaupa og kaupa. Hamingjan okkar er reiknuð útfrá kaupmætti – útfrá því hversu mikið við getum keypt. Við eigum alltof mikið og eyðum alltof miklum tíma og aur í eitthvað sem okkur vantar ekki. Tíminn er eitthvað sem við öll fæðumst með en hve mikinn tíma við fáum hvert og eitt vitum við ekki, kannski sem betur fer. Það er því mikilvægt að nýta tímann sinn afskaplega vel. Með því að sóa, sóum við líka tímanum okkar. Væri ekki betra að nýta þann tíma í að skapa minningar með þeim sem okkur þykir vænst um? Jörðin er í vanda sem þýðir að við erum í vanda. Við erum búin að ganga svo á auðlindir jarðarinnar með ofneyslu að hún hefur ekki undan. Jörðin þjónar mannkyninu af alúð en heilsu hennar fer hrakandi. Við þurfum að hlúa að henni og það gerum við best með því að breyta hegðun okkar. Við getum haft áhrif, en til þess þurfum við að vera meðvituð og upplýst. Leyfum komandi kynslóðum einnig að njóta jóla í framtíðinni. Gleðileg jól.

21


SÚGANDI

Amma mín Sigrún Magnúsdóttir

Ég er búin að vera dugleg að lesa upp á síðkastið. Kannski af því að ég er óvenju mikið ein. En ég nenni ekkert að ræða það núna. Ég hef aldrei verið mikill bókaormur. Ég er týpan sem bíð eftir kvikmyndinni því ef eitthvað er varið í bókina þá kemur mynd. Ég veit að það er ekki alls kostar rétt en hvað um það. Kannski er líka erfitt að gera mér til geðs. Ég tek tarnir þegar ég dett niður á eitthvað gott og nú gerði ég það sannarlega. En það var ekki það sem mig langaði að fjalla um heldur setning í einni þessara bóka sem ég las. Bókin heitir Amma biður að heilsa og er eftir Fredrik Backman. Sama höfund og skrifaði Maður sem heitir Ove. Ef þú hefur ekki heyrt um þá bók þá býð ég þig velkominn til byggða. Ojæja, það er kannski óþarflega djúpt í árinni tekið. En hvað um það. Í fyrrnefndu bókinni er aðalpersónan lítil stúlka sem hefur sérstakt viðhorf til dauðans, að stundum þurfi einhver að fara til að einhver annar geti fengið plássið. Þannig var nefnilega að þegar ég átti 12 daga eftir af

22

fyrri meðgöngunni minni þá dó hún amma mín, Rannveig Magnúsdóttir. Það er svolítið eins og hún hafi farið til að búa til pláss fyrir dóttur mína. Svo var hún náttúrulega líka dálítið gömul en hitt er bara svo krúttilegt. Þetta var í september 2009 og núna 18. desember næstkomandi verða 100 ár síðan hún amma mín fæddist.

„Ég get ekki ímyndað mér hvernig er að missa börnin sín en ég veit að þá sorg þurfa margir að upplifa og þeirra á meðal var hún amma mín.“ En það eru fleiri tengingar finnst mér, hvernig móðurhlutverkið og það hvernig ég upplifi hana ömmu mína tengist. Ég get ekki ímyndað mér hvernig er að missa börnin sín en ég veit að þá sorg þurfa margir að upplifa og þeirra á meðal var hún amma mín. Hann pabbi minn á eina systur. Þau


JÓLABLAÐ 2015

eru tvö. En það kannski leit ekkert alltaf út fyrir að þau yrðu bara tvö. Amma mín eignaðist nefnilega fleiri börn. Hún eignaðist fimm. Tvö voru andvana fædd en einn lítill strákur varð svo veikur að hann dó aðeins þriggja ára gamall. Þetta hefur sett mark sitt á hana ömmu mína sem, eins og svo margir af hennar kynslóð, ræddi þessa hluti ekki. Þeir voru bara hluti af lífinu. Þá var ekkert hægt að bregða sér út í bókabúð og versla sjálfshjálparbók. Sökkva sér í núvitund og jóga. Nei, það var bara bitið á jaxlinn. En þetta var ekki í fyrsta sinn sem amma mín upplifði missi.

Hún amma mín varð því fyrir ýmsum áföllum um ævina þó að hún bæri það kannski ekki með sér. Í það minnsta ekki á meðan ég þekkti hana. Hún var töff týpa hún amma. Ég man þegar hún sagði mér að hún og fleiri konur hafi gengið til Flateyrar til að fá krónu á tímann fyrir vinnuna sína þegar lægri laun voru í boði í Súgandafirði. Amma mín gaf okkur harðfisk þegar við kíktum til hennar í vinnuna þar sem konurnar sátu og renndu harðfiski gegnum einhvers konar barningsvél, fingraskelfi mikinn ef ég man rétt, og pökkuðu í plastpoka. Amma mín kallaði gosdrykki öl og setti ölið sem hún bauð upp á með sunnudagssteikinni í álkönnu sem gerði það marflatt um leið. Amma mín gerði einu sinni við gallabuxurnar mínar sem ég hafði af mikilli þolinmæði beðið eftir að rifnuðu alveg rétt til að vera í stíl við tískuna. Ég held að ég hafi farið að grenja úr vonbrigðum. Amma mín eldaði svakalega góðar fiskibollur. Amma mín kallaði kærasta „vini“ og varð í fyrstu skelfingu lostin þegar ég sagði henni að ég ætti alveg nokkra vini. Ég náði að leiðrétta það. Og það er eitt sem víst er. Hún amma mín steikti bestu kleinur og bakaði bestu jólasmákökur í öllum heiminum.

Áður en þetta allt saman gerðist, áður en börnin hennar ömmu minnar dóu, missti amma litla bróður sinn. Sá hét Halldór Georg. Hann var háseti um borð í línuveiðaranum Pétursey frá Ísafirði sem skotinn var niður í seinni heimsstyrjöldinni. Þá var hann 22 ára gamall og amma mín 25 ára. Hann var einn af 159 manneskjum sem vitað er að dóu hér á landi vegna ófriðarins í seinni heimsstyrjöldinni. Þessi tenging kom sterkt upp hjá mér þegar ég var að lesa um stríðsárin á Íslandi (sumardellan í ár), hvernig lífið var hér á landi þegar hermenninir spígsporuðu um vopnaðir byssum og sjarma sem mörgum þótti stórhættulegur veiklyndu íslensku Er einhver boðskapur? Nei nei, svosem ekki, langaði kvenfólki. bara til að spjalla aðeins um hana ömmu mína úr því að ég fæ ekki tækifæri til að spjalla við hana um þessi mál. Vonandi átt þú lesandi góður, dásamlega „Amma mín kallaði kærasta „vini“ og varð í fyrstu skelfingu lostin þegar jólahátíð.

ég sagði henni að ég ætti alveg nokkra vini.“

Gleðileg jól 23


SÚGANDI

24

Það snjóaði lík


ka á Súganda

JÓLABLAÐ 2015

Ljósmyndir: Eðvarð Sturluson og Guðni Ólafsson.

25


SÚGANDI

www.neyd.is

Gler og lásarehf hafa systurfélagi sínu

sameinast Neyðarþjónustunni

Öryggisskápar Bíllyklar Fjarstýringar Aðgangsstýringar Hús- og hirslulyklar

ehf

Hið sameiginlega félag hefur áratuga reynslu í tjónaviðgerðum fasteigna, glerísetningum og lásasmíði

Hafðu samband Stofnað 1988

Lásasmíði, glerísetningar og tjónaviðgerðir Lásadeild - Skútuvogi 11, 104 Reykjavík s: 510-8888 · Glerdeild - Skemmuvegi 20, 200 Kópavogi s: 510-6666

26

Associated Locksmiths of America

European Locksmith Federation

Safe and Vault Technician's Association


JÓLABLAÐ 2015

Á skothólnum HALLGERÐUR ELVARSDÓTTIR

Hverra manna ertu? Dóttir Ebba og Dóru (Elvars Jóns Friðbertssonar og Steindoru Andreasen).

Hvenær fórstu síðast á Suðureyri? Í ágúst á Act Alone, algjörlega frábær hátíð.

Fjölskylduhagir? Í sambúð.

Uppáhaldsmaturinn? Skerpukjöt og rastkjöt.

Starf? Sölustjóri hjá Wise Lausnum ehf

Uppáhaldstónlist? Öll tónlist góð, bara misgóð.

Hvar býrðu? Ég bý í Kópavogi.

Uppáhaldsleikari/leikkona? Pass.

Áhugamál? Hreyfing, lestur góðra bóka, að hitta vini og fjölskyldu.

Hvað er í jólamatinn? Geri ráð fyrir að það sé hamborgarhryggur á la mamma.

Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Gölturinn og Skollasandur þegar hann var.

Hvaða minningar áttu frá jólunum á Suðureyri? Að fara í messuna og syngja með kórnum, borða góðan mat og samvera með fjölskyldu og vinum.

Súgfirðingasetrið í faðmi fjalla blárra

Minnum félagsmenn á að fallegt er í Súgandafirði á veturna og gott að gista í Súgfirðingasetrinu. www.sugandi.is

Sumarverð 36.000 kr Vetrarverð 29.000 kr Helgarverð á vetrartíma 20.000 kr 40.000 kr Sæluhelgin Afsláttur til öryrkja og eldri borgara 20 prósent af vetrarverði á vetrartíma. 27


SÚGANDI

28


JÓLABLAÐ 2015

Á skothólnum ALDA KARLSDÓTTIR

Hverra manna ertu? Dóttir Karls Guðmundssonar og Ingibjargar Jónsdóttur frá Bæ. Fjölskylduhagir? Ég er gift Magnúsi Erlingssyni. Við eigum 3 börn, Karl Viðar, Ingibjörgu Sif og Mikael Darri og svo hundinn okkar hann Tímon. Starf? Ég er snyrtifræðimeistari og er að vinna við kennslu í Snyrtiakademíunni í Kópavogi. Hvar býrðu? Í Áslandinu í Hafnarfirði. Áhugamál? Ferðalög, fjölskyldan og íþróttir barnanna minna. Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Sveitin mín er það allra fallegasta. Hvenær fórstu síðast á Suðureyri? Ég fór vestur í ágúst, var verslunarmannahelgina og Act Alone.

Uppáhaldsmaturinn? Humar og góð nautasteik, love it! Uppáhaldstónlist? Ég er mjög hrifin af allri íslenskri tónlist, svo er Adele í miklu uppáhaldi. Uppáhaldsleikari/leikkona? Pétur Jóhann er snillingur, og eins Julia Roberts. Hvað er í jólamatinn? Við höfum öll okkar jól verið með hamborgarhrygg. En í ár verður það eitthvað annað, við eigum eftir að kjósa um það. Kannski bara góð nautasteik. Hvaða minningar áttu frá jólunum á Suðureyri ? Yndislegar minningar, náttúrulega allur snjórinn. Verðum við föst í sveitinni eða ekki? Komumst við öll á jóladag til mömmu og pabba? Þegar ég hugsa um jólin þá kemur hún amma mín Unnur alltaf fyrst upp. Hún var svo mikið jólabarn og mikill vinur jólasveinanna sem við börnin fengum að njóta með henni, yndislegur tími.

29


SÚGANDI

Vísnahornið Birkir Friðbertsson Guðrún G. Jónsdóttir (Edda) skoraði á undirritaðan að senda kveðskap í Vísnahorn blaðsins Súganda og varð ekki undan því vikist.

Litið um öxl

Á góðri stund

Margt er það sem manninn hrjáir mun svo verða æ og sí. Að uppskeran verði eins og sáir ekki skaltu treysta því.

Silfraðar bárur af sólskini loga sindrandi fegurðin ríkir hér, og landið sem umlykur víkur og voga vekur gleði í huga mér.

Ævin langa eitthvað kennir árin spanna þroskabraut. Framhjá sigldu tímar tvennir hvert tekið skrefið að því laut. Framtíð skal á fortíð byggja Í flestu nútíð er þó breytt. Því að ýmsu þarf að hyggja sem þekkti fortíð ekki neitt.

Í fjallannageymi fegurðin ríkir fjörðurinn merlar í glampandi sól, treysta því má að töfrar slíkir tryggi í sálinni höfuðstól. Hafið við strendur af gleði gjálfrar gefur og heillar í senn. Myndir birtast, myndir sjálfrar mestu listar sem þekkjum við enn.

Birkir Friðbertsson Skora næst á frænda minn Sturlu Gunnar Eðvarðsson.

- snjallar lausnir

Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft.

+ *án endurgjalds til 1. júlí 2018 ef keypt fyrir 30. júní 2016.

30

Þú færð sjávarútvegslausnir í áskrift á navaskrift.is. Aðgangur að Office 365 fylgir með.*

kr.

24.900

pr. mán. án vsk

Borgartún 26, 105 Reykjavík & Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is


Krágáta Súgfirðingafélagsins Krágáta Súgfirðingafélagsins var haldin á Catalínu í Kópavogi þann 19. nóvember sl. Stemmningin var afslöppuð og skemmtileg. Alls voru 3 lið sem sem kepptu og svöruðu 40 spurningum. Liðið Gaflarar (Erla Eðvarðsdóttir og Snorri Sturluson) fór með sigur af hólmi með 21 1/2 stig. Í öðru sæti voru Hrafnar Óðins (Eyþór Eðvarðsson og Ingrid Kuhlman) og liðið Englarnir (Eðvarð Sturluson og Arnbjörg Bjarnadóttir) hafnaði í þriðja sæti.

Ljósmyndir: Ingrid Kuhlman

Spurningakeppninni stjórnaði Atli Þór Þorvaldsson af mikilli röggsemi en hann samdi einnig spurningarnar. Spurt var m.a. um frægt fólk, tónlist, fréttatengt efni, landafræði og sögu og James Bond-myndirnar.



Dagskráin framundan Desember

Skákmót Súgfirðingafélagsins 17. desember kl. 20:00 í skáksal Hugins í Mjódd

Janúar

Skákmót Súgfirðingafélagsins 14. janúar kl. 20:00 í skáksal Hugins í Mjódd 25. janúar - Súgfirðingaskálin. 4. lota. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00 Ömmu- eða afakvöld: ættingjar rifja upp minningar. Dagsetning nánar auglýst síðar Krágáta með Önfirðingum, Dýrfirðingum og Súgfirðingum. Dagsetning nánar auglýst síðar

Febrúar

Skákmót Súgfirðingafélagsins 11. febrúar kl. 20:00 í skáksal Hugins í Mjódd 29. febrúar - Súgfirðingaskálin. 5. lota. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00 Árshátíð 27. febrúar í Lionssalnum í Auðbrekku í Kópavogi

Mars

Aðalfundur Súgfirðingafélagsins auglýstur síðar Skákmót Súgfirðingafélagsins 10. mars kl. 20:00 í skáksal Hugins í Mjódd 14. mars - Súgfirðingaskálin. 6. lota. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00 Menningarviðburður. Dagsetning nánar auglýst síðar

Apríl

25. apríl - Súgfirðingaskálin. 7. lota. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00. Skákmót Súgfirðingafélagsins 14. apríl kl. 20:00 í skáksal Hugins í Mjódd

Júní

Golfmót

Júlí

8.-10. júlí - Sæluhelgi á Suðureyri


SÚGANDI

Súgfirðingaskálin Þriðja lota í Súgfirðingaskálinni fór fram 30. í jólaskapi. Spilamennska var með miklum nóvember sl. og voru 14 pör á sjö borðum. ágætum og er meðfylgjandi mynd af tveimur Það vour jólasmákökur á borðum og spilarar efstu pörunum eftir þrjár lotur. Úrslit kvöldsins voru þessi fimm efstu: 1. Hnikarr Antonsson og Guðbjartur Halldórsson.................. 2. Felmming Jessen og Sigurður Þorvaldsson....................... 3. Kristján Pálsson og Ólafur Karvel Pálsson......................... 4. Karl Bjarnason og Ólafur Ólafsson..................................... 5. Hafliði Baldursson og Árni Guðbjörnsson...........................

184,3 stig 176,8 stig 172,2 stig 163,7 stig 163,3 stig

Eftir þrjár lotu eru tíu efstu pörin þessi: 1. Flemming Jessen og Kristján H. Björnsson....................... 2. Karl Bjarnason og Ólafur Ólafsson..................................... 3. Hafliði Baldursson og Árni Guðbjörnsson.......................... 4. Kristján Pálsson og Ólafur Karvel Pálsson......................... 5. Eðvarð Sturluson og Mortan Hólm.................................... 6. Rafn Haraldsson og Jón Sveinsson................................... 7. Steinþór Benediktsson og Birgir Benediktsson.................. 8. Sigurður G. Ólafsson og Ásgeir Ingvi Jónsson.................. 9. Gróa Guðnadóttir og Alda S. Guðnadóttir.......................... 10. Sturla Eðvarsson og Björn Guðbjörnsson........................

544 stig 525 stig 509 stig 499 stig 489 stig 482 stig 467 stig 459 stig 445 stig 438 stig

Næsta lota verður 25. janúar 2016 og svo 29. febrúar, 14. mars og 25. apríl. Við briddsarar óskum Súgfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þökkum fyrir okkur.

34


JÓLABLAÐ 2015

Ísafjarðarbæjar óskar Súgfirðingum öllum nær og fjær gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári 35


SÚGANDI

36


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.