Súgandi
Á myndina vantar Björk Birkisdóttur
Frá stjórn Súgfirðingafélagsins Félagslífið í átthagafélaginu okkar er í miklum blóma og hefur verið mjög góð mæting á alla viðburði sem félagið hefur staðið fyrir á árinu. Golfmótið sem var haldið í haust tókst virkilega vel og lék veðrið við golfarana í Miðdal, eins og svo oft áður. Ljóst er að golfmót verður haldið árlega og eru allir velkomnir. Kristján Pálsson heldur vel utan um Súgfirðingaskálina sem stendur alltaf fyrir sínu og ánægjulegt að sjá hversu margir sjá sér fært að mæta þar. Minninga- og ljósmyndakvöld var haldið í haust þar sem þrír aðilar sýndu og sögðu frá nokkrum völdum ljósmyndum. Ásta Þórarinsdóttir, Valbjörg Jónsdóttir og Bragi Ólafsson rifjuðu upp minningar tengdar Súgandafirði, samfélaginu, þorpinu, æskunni og eftirminnilegum persónum. Bragi Ólafsson sagði frá bókinni um Gissur Guðmundsson. Var eins og áður góð mæting og skemmtilegar frásagnir. Þessi vinsælu minningarkvöld verða áfram í vetur og verður næsta kvöld haldið þann 19. janúar næstkomandi á Catalínu í Kópavogi. Við hvetjum alla til að mæta en nánari upplýsingar verða birtar á fréttaveitunni. Skákmót Súgfirðingafélagsins hefur verið í fullum gangi núna í haust. Mikil barátta er í skákinni en í félaginu okkar eru öflugir skákmenn. Stefnt er á áframhaldandi skák í vetur og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta. Súgfirðingakaffið hjá Viðlagasjóði gengur alltaf ljómandi vel og er það einn fjölsóttasti viðburður félagsins. Allur sá peningur sem safnast með Súgfirðingakaffinu rennur til Viðlagasjóðs og er úthlutað úr honum til góðra mála. Allir geta komið með ábendingar um úthlutun til formanns félagsins. 2
Viðlagasjóður og stjórn Súgfirðingafélagsins hittust í haust til að ræða áherslubreytingar en mikið er af nýju fólki sem hefur komið í sjóðsnefndina. Starf Viðlagasjóðs hefur verið að sjá um Súgfirðingakaffið og að úthluta úr sjóðnum. Ákveðið var á fundinum að Viðlagsjóðsnefnd myndi einblína meira á viðburðastjórnunina og eftir aðstæðum hlaupa undir bagga og aðstoða við fleiri viðburði sem Súgfirðingafélagið stendur fyrir, eins og árshátíð, blót, konukvöld o.fl. Úthlutun úr Viðlagasjóðnum mun því færast yfir til stjórnar Súgfirðingafélagsins og mun gjaldkeri Súgfirðingafélagsins sjá um fjármál sjóðsins. Við minnum á að hægt er að bóka gistingu í Súgfirðingasetrinu á heimasíðu okkar www.sugandi. is og sjá þar einnig hvaða vikur er lausar. Þegar bókað er á netinu koma allar upplýsingar um kóða og tengiliði fram í staðfestingarpósti. Fyrirkomulagið er nú þannig að lyklabox er fyrir utan setrið og ef eitthvað kemur uppá, þá hvetjum við ykkur til að hafa samband við tengiliði setursins á Suðureyri, þau Bubbu og Sigga sem passa upp á íbúðina okkar. Árshátíð Súgfirðingafélagsins verður haldin þann 4. mars næstkomandi og hvetjum við alla til að mæta. Nánar auglýst síðar. Við þökkum auglýsendum og styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn við útgáfu Súganda. Ekki er sjálfgefið að átthagafélag geti gengið að slíkum stuðning og sýnir það okkur enn og aftur hversu öflugur hópur Súgfirðingar eru. Jólakveðjur, Elsa Eðvarðsdóttir Formaður
Jólablað 2016
Efnisyfirlit Bls. 2 Frá stjórn
Bls. 4 Kvöldstund minninga og ljósmynda Bls. 6 Ljósmyndafjársjóður Bls. 8 Best skrásetti fjörður landsins Bls. 10 Verbúð byggð í Staðardal Bls. 12 Súgfirðingur í útlöndum Bls. 14 Súgfirðingakaffi Bls. 20 Dagskráin framundan Bls. 22 Skákmót Bls. 23 Vísnahornið Bls. 24 Golfmót Súgfirðingafélagsins Bls. 26 Súgfirðingur í ferðaþjónustu Bls. 28 Á skothólnum Bls. 29 Vestfirskar hveitikökur Bls. 30 Á skothólnum Bls. 32 Súgfirðingaskálin
Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is Ábyrgðarmaður: Ólöf Birna Jensen Ljósmynd á forsíðu: Þorleifur K. Sigurvinsson Skothóllinn – umsjón: Ellert Guðmundsson Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa: Formaður: Elsa Eðvarðsdóttir GSM: 868 1379 elsaedv@gmail.com Varaformaður: Hjördís Árnadóttir GSM: 899 2614 hjarnadottir@gmail.com Gjaldkeri: Björk Birkisdóttir GSM: 852 8282 bjork0604@gmail.com Ritari: Ólöf Birna Jensen GSM: 661 7380 oboj@simnet.is Meðstjórnendur: Eyþór Eðvarðsson GSM: 892 1987 eythor@thekkingarmidlun.is Pálína Björg Snorradóttir GSM: 8401774 palinab@gmail.com Þórður Ásmundsson GSM: 896 3090 ta@hastens.is Umbrot: Grétar Örn Eiríksson gretar@grafiskhonnun.is Prentun: Prentmiðlun ehf
3
Súgandi
Kvöldstund minninga og ljósmynda
Ljósmyndari: Eyþór Eðvarðsson
Skemmtilegt minningaog ljósmyndakvöld var haldið á Catalínu fimtudaginn 10. nóvember. Valbjörg Jónsdóttir, Ásta Þórarinsdóttir og Bragi Ólafsson sýndu ljósmyndir og rifjuðu upp minningar með okkur. Fjölmargir aðrir rifjuðu upp minningarbrot
4
eftir kynningarnar og deildu því með salnum. Bræðurnir Fridbert Pálsson, Gunnar Pálsson og Leo Pálsson buðu öllum sem mættu uppá kaffi og brúnköku með rjóma. Tilefnið var 100 ára fæðingarafmæli föður þeirra. Ævar Einarsson sagði sögu af því
hvernig kirkjuklukkuhringingin var á Súganda þegar Gissur Guðmundsson sá um að hringja bjöllunum. Ómetanlega skemmtilegt minningakvöld sem verður endurtekið fljótlega.
Jรณlablaรฐ 2016
5
Súgandi
Ljósmyndafjársjóður
Ljósmyndavefur Fornminjafélags Súgandafjarðar var opnaður á árinu og nú þegar er kominn mikill fjöldi ljósmynda. Valdimar Hreiðarsson, sem hefur farið fyrir ljósmyndahópnum, hefur staðið á bak við vefinn. Örnefnaskrána má sjá inni á vefnum. Að auki eru fjölmargar ljósmyndir af gömlum munum sem Minjahópurinn hefur ljósmyndað. Dæmi um það eru áhöld, brennimerki og fánar. Á vefnum má sjá margar ómetanlegar ljósmyndir eins og af byggingu Grunnskóla Suðureyrar, myndir af húsum í bænum og ljósmyndir af því þegar Ísver og fleiri hús voru rifin. Til stendur að fá fleiri til að setja inn ljósmyndir og merkja þær sem eru komnar. Smátt og smátt mun byggjast upp ómetanlegur fjársjóður um Súgandafjörðinn og mannlífið. Slóðin á vefinn er: fornminjafelag.smugmug.com 6
Jรณlablaรฐ 2016
Súgandi
Best skrásetti fjörður landsins Öll örnefni Súgandafjarðar skráð í rafrænan gagnagrunn Stór áfangi náðist í menningarsögu Súgandafjarðar í haust þegar Birkir Friðbertsson, sem fer fyrir Örnefnahópi Fornminjafélags Súgandafjarðar, lauk við skráningu örnefna í öllum firðinum. Að miklu leyti var byggt á örnefnaskráningu Kristjáns G. Þorvaldssonar frá 1950 og vinnuhandriti Kjartans Ólafssonar. Birkir staðsetti og merkti inn á ljósmyndir öll örnefnin með aðstoð góðra aðila og vinnur núna að því
að skrá þau inn í Örnefnasjána sem er gagnagrunnur Landmælinga Íslands (LMÍ). Þar er á einfaldan hátt hægt að sjá staðsetningu allra örnefna landsins sem eru skráð hjá LMÍ. Birkir vann að þessu verkefni í um tvö ár og á þeim tíma hefur hann farið í gegnum allar örnefnaskrár, kort og heimildir og rætt við staðkunnuga til að afla sem bestra upplýsinga. Með þessu verki er búið að koma á einn stað öllum þekktum örnefnum fjarðarins á svæðinu frá Sauðanesi til Öskubaks og frá fyrstu tíð til dagsins í dag. Hægt er að fletta í opnum ljósmyndavef sem Ljósmyndahópur Fornminjafélagsins hefur byggt upp og sjá á ljósmyndum nákvæma staðsetningu allra örnefna fjarðarins. Til viðbótar hefur Birkir einnig tekið saman þekktar gönguog reiðleiðir og fiskimið. Um er að ræða einstakt verkefni sem er ómetanlegt fyrir menningarsögu Súgandafjarðar. Enginn fjörður á Íslandi á eins vel skráða sögu og örnefni eins og Súgandafjörðurinn. 8
Jรณlablaรฐ 2016
9
Súgandi
Þúsund ára gömul vestfirsk verbúð byggð í Staðardal
Fornminjafélag Súgandafjarðar hóf síðastliðið sumar byggingu á verbúð eins og þær voru á öldum áður við sjávarsíðuna þar sem fiskimenn bjuggu í verinu. Í Staðardalnum var róið til fiskjar frá nokkrum verstöðvum: Stöðinni, Árósnum og Keravíkinni. Núverandi verbúð er staðsett á sama stað og réttarskáli kvenfélagsins Ársólar stóð áður á svokölluðum Hreggnasa. Valdimar Össurarson hleðslumaður úr Kollsvíkinni leiddi verkið sem núna er hálfnað þ.e. veggirnir eru klárir. Næsta sumar er ætlunin að setja þak á verbúðina, smíða hurð og glugga, setja bát fyrir framan verbúðina og smíða bátaspil. Hugsanlega verður gert eitthvað meira í kringum verbúðina til að líkja sem mest eftir umhverfi verbúðanna. Valdimar studdist við heimildir m.a. frá Lúðvík Kristjánssyni um verbúðir á Vestfjörðum. Grjót var tekið úr fjörunni undir Spilli og því er hleðslan mjög lík þeirri 10
Jólablað 2016
sem er í verbúðunum í Stöðinni. Í Keravíkinni er hleðslugrjótið fengið úr fjörunni. Bekkur er staðsettur við hliðina á verbúðinni sem gerir hann að ákjósanlegum stað til að stoppa á og njóta útsýnisins. Fjöldi félagsmanna tók þátt í verkefninu sem tók alls um 4 daga. Svæðið var skoðað af minjaverði Vestfjarða frá Minjastofnun Íslands til að tryggja að engar fornminjar yrðu skemmdar. Verbúðin verður vígð næsta sumar en hún hefur fengið nafnið Ársól eftir kvenfélaginu sem rak réttarskálann sem var á sama stað og búðin er byggð á.
11
Súgandi
Súgfirðingur í útlöndum Kristófer Sigurðsson
Ég heiti Kristófer Sigurðsson. Ég er giftur Dagnýju Björk Gísladóttur og saman eigum við tvær dætur, Viktoríu Rut (fædd 2014) og Katrínu Lilju (fædd 2016). Við búum í smábænum Åhus, sem liggur við Eystrasaltið í syðsta hluta Svíþjóðar (sem ekki má rugla saman við Århus í Danmörku, því þá verðum við voða súr). Bærinn okkar er helst þekktur fyrir vodka (Absolut er stofnað hér og allur Absolut vodki er enn framleiddur hér), góðan ís (fólk kemur langt að til að kaupa hér ís) og baðstrandir. Ég er afkvæmi nokkuð sérstakrar samsetningar, íslensks föður og nýsjálenskrar móður, og er fæddur í Auckland í Nýja Sjálandi 11. júlí 1983. Þessi samsetning er þó ekki eins óvenjuleg og margir halda. Svo var það nefnilega í lok áttunda áratugarins og byrjun þess níunda að Ísland var vinsæll staður fyrir ungar 12
stelpur frá Nýja Sjálandi og Ástralíu, sem vildu ferðast um heiminn í leit að ævintýrum. Mamma mín kom til Suðureyrar til að vinna í fiski, ætlaði að vera í hálft ár, en endaði á að búa þar í 30 ár, þegar þau (foreldrar mínir) fluttu suður á mölina. Ég get því rekið uppruna minn í gegnum Nýja Sjáland til Englands og Skotlands. Foreldrar mínir eru Sigurður Ólafsson og Deborah A. Ólafsson (Debbie). Í gegnum föður minn get ég rekið ættir mínar töluvert langt aftur innan Súgandafjarðar. Amma mín var Guðrún Valdimarsdóttir og afi Ólafur Friðbertsson. Ég kem af miklum sjómönnum og útgerðarmönnum og hafa flestir í föðurfjölskyldunni langt aftur í ættir valið sér þann starfsvettvang. Ég bjó á Suðureyri frá því ég var smápatti, sennilega um þriggja ára, og þar til ég flutti að heiman til að freista gæfunnar í borginni tæplega
18 ára á vormánuðum 2001. Hvað menntun og störf varðar byrjaði ég í tölvugeiranum sem unglingur, sem var nokkuð náttúruleg þróun fyrir mig sem náttúrulegan tölvunörd. Leiddist svo út í björgunarsveitarstarf og ákvað upp úr því að gerast læknir. Skellti mér því í kvöldskóla í MH, kláraði stúdentspróf, fór svo í háskóla og útskrifaðist úr læknadeild HÍ 2012. Kláraði kandídatsár 2013 og hóf sérnám í heimilislækningum sem ég býst við að klára um vorið 2018. Starfa sem sérnámslæknir á heilsugæslunni í Åhus og sjúkrahúsinu í Kristianstad. Hvernig kom það til að þið fluttust út og af hverju þessi staðsetning? Fyrir lækna kemur sú ákvörðun að flytja til útlanda nokkuð náttúrulega, við vitum frá því að við hefjum okkar nám að við munum á einhverjum tímapunkti sennilega
Jólablað 2016
þurfa að flytja til útlanda. Ég vildi læra heimilislækningar í sem besta umhverfi og svæðið hér er þekkt fyrir að vera vagga framþróunar í þeirri sérgrein. Að auki hefur Dagný (eiginkona mín) mikla tengingu við Danmörku og því passaði okkur vel að búa hér syðst í Svíþjóð, það tekur okkur bara einn og hálfan klukkutíma að keyra til Danmerkur héðan. Á svæðinu búa auk þess margir Íslendingar og hefur myndast góð stemning í hópnum. Það má eiginlega segja að Íslendingasamfélagið hér komi að einhverju leyti í stað fjölskyldu, þó að auðvitað sé það sérstakt og stundum erfitt að vera fjarri fjölskyldu og ættingjum á Íslandi. Þess má til gamans geta að heilsugæslan okkar hér í Åhus er að meirihluta mönnuð af íslenskum læknum, við erum fimm af níu fastráðnum læknum.
Maður er neyddur til að setja hluti á færibandið á nákvæmlega réttan stað og á réttum tíma, en hlutir koma líka af færibandinu á nákvæmlega réttum stað og tíma. Annars eru Svíar afar líkir Íslendingum að mestu og þeir virðast kunna ágætlega að meta svolítinn íslenskan galgopaskap í bland.
Hvernig er Suðureyri í þinni minningu? Ætli maður muni ekki mest eftir höfninni, fjörunni og sjónum. Þegar ég var krakki á Suðureyri vorum við auðvitað mikið úti að leika okkur í kringum sjóinn. Maður byggði fleka og fór á sjó, dorgaði við bryggjuna eða bara fór niður í fjöru að fleyta kerlingar með steinunum. Ég man sérstaklega eftir flekunum. Þá tókum við gjarnan bretti, fylltum þau upp með kork og teipuðum síðan með rafvirkjateipi. Svo var bara sjósett. Að sjálfsögðu losnaði síðan smám Hvað eruð þið búin að vera lengi saman um og það minnkaði í flotinu. úti? Við höfum búið hér síðan í janúar Þá bara bættum við meiri kork eftir þörfum. Síðar þróaðist þetta í 2014. Hafið þið hug á því að koma heim til Íslands bráðlega? Hugurinn leitar auðvitað alltaf heim. Við komum reglulega til Íslands, ég vinn á Íslandi um sex vikur á ári og held þannig tengingu við Ísland og íslenska heilbrigðiskerfið. Að flytja heim er þó ekki á dagskránni alveg á allra næstu árum. Við munum flytja heim, en okkur finnst við eiga ýmislegt eftir hér úti. Svo er því auðvitað ekki að neita að það að flytja heim myndi innibera töluvert tekjutap og það spilar líka inn í. Hvað var það fyrsta sem þú tókst eftir þegar þú fluttir út? Svíar eru af mörgum taldir afar ferkantaðir. Að vissu leyti má kannski segja að við höfum í byrjun þurft að venja okkur við að gera hluti meira ,,eftir bókinni“. En á sama tíma höfum við síðan vanist því að hlutir eru gerðir vel og samkvæmt bókinni.
því ofan á að brettið var undir, tunnurnar ofan á og við settumst síðan einfaldlega ofan á tunnurnar. Áttu skemmtilega jólaminningu frá Suðureyri? Það sem ég man best eftir frá jólum á Suðureyri var að bera út jólakortin. Flest jólakort voru auðvitað send með pósti, en við krakkarnir vorum látnir bera þau út innanbæjar. Í minningunni var gjarnan svokallað skítaveður, sem að sjálfsögðu var það allra besta. Þá var snjóstormur svo maður sá ekki úr augunum. Þá fór maður í snjógalla, stígvél, vettlinga og húfu, vafði trefli fyrir andlitið og setti á sig skíðagleraugu. Þetta var eins og að vera inni í eigin litlum heimi með snjóstorminn ,,fyrir utan”. Hvenær komstu síðast til Suðureyrar? Við fjölskyldan litum við síðastliðið sumar. Fórum í sund og fengum okkur hamborgara hjá Ásu Dóru í sjoppunni.
olíutunnur sem við bundum undir Eitthvað fleira sem þig langar að brettin. Fljótlega komumst við að því koma á framfæri? að tunnurnar undu hag sínum mun betur ofan á en undir brettunum; Bestu jóla- og nýárskveðjur! þessir flekar ultu allir. Eftir nokkur fataskipti og pælingar varð það 13
Súgandi
Súgfirðingakaffi Hið árlega Súgfirðingakaffi var haldið í sal Bústaðakirkju sunnudaginn 6. nóvember sl. Kaffið er einn fjölsóttasti viðburður sem Súgfirðingafélagið stendur fyrir á hverju ári og jafnframt fjáröflun fyrir Viðlagasjóð. Súgfirðingakaffið er gott tækifæri til að hitta vini og ættingja og rifja upp gamlar og góðar minningar.
14
Jรณlablaรฐ 2016
15
SĂşgandi
16
Jรณlablaรฐ 2016
17
SĂşgandi
18
Jรณlablaรฐ 2016
19
Súgandi
Dagskráin framundan Janúar
19. janúar - Minningarkvöld á Catalinu í Kópavogi kl. 19.30 30. janúar - Súgfirðingaskálin hefst. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00. Skákmót. Auglýst síðar á fréttaveitunni.
Febrúar
27. febrúar - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00. Skákmót. Auglýst síðar á fréttaveitunni.
Mars
4. mars – Árshátíð Súgfirðingafélagsins í Reykjavík 27. mars - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00. Skákmót. Auglýst síðar á fréttaveitunni.
Apríl
24. apríl - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00. Skákmót. Auglýst síðar á fréttaveitunni.
Júlí
Sumarblað Súgfirðingafélagsins Sæluhelgi á Suðureyri
Jólablað 2016
Ást við fyrstu sýn
Egils Malt Appelsín og
21
Súgandi
Mikil keppni í skákmótinu
Skákstarfsemi Súgfirðingafélagsins hófst með skákmóti 3. nóvember sl. Tíu mínútna umhugsunartími var á hverja skák og boðið var upp á kaffi og kökur í boði Skákfélagsins Hellis. Á milli skáka var spjallað um umhverfismál og vísindi. Glatt var á hjalla. 1. sæti: Ellert Ólafsson, 5 vinningar 2.-3. sæti: Sveinbjörn Jónsson og Atli Þorvaldsson, 4 vinningar Jólaskákmót Súgfirðingafélagsins 2016 var haldið fimmtudaginn 15. desember sl. Sigurvegarinn fékk til eignar veglegan áritaðan bikar. Gefandi bikarsins var fasteignasalan Valhöll en eigandi hennar er íþróttagarpurinn og Everestfarinn Ingólfur Gissurarson, sem er Súgfirðingur í móðurætt. Gunnar Gunnarsson skákmeistari, sem er fæddur Súgfirðingur og varð skákmeistari Íslands 1966, var meðal keppenda, Úrslit mótsins voru ekki kunn þegar blaðið fór í prentun en þeim verða gerð góð skil í máli og myndum í næsta blaði og á Fésbókinni. 22
Jólablað 2016
Fjarðarminning
Vísnahornið
Hlaup um brattar hlíðar hlúð að skrámum síðar klettasylluklöngur klifurbras og göngur hrakviðri og hríðar hrjúfur krakkasöngur blankalygnur blíðar blundar fjörður þröngur Finn ég enn í fjöru ferskan ilm af tjöru kúfiskskeljakappa kuðunga og tappa stóð ég oft og starði stórhrifinn á fjöllin veltast fyrr en varði í vígaleik við tröllin
Sveinbjörn Jónsson
„Ég skora á Snorra Sturluson að koma með vísu í næsta blað Súgfirðingafélagsins.“
Síðar silungsveiði sólin björt í heiði ljúfur lækjakliðuar lágur ölduniður eilífðirnar allar inn í hugann streyma kveð ei fyrr en kallar kóngur allra heima. Sveinbjörn Jónsson
Súgfirðingasetrið í faðmi fjalla blárra
Minnum félagsmenn á að fallegt er í Súgandafirði á veturna og gott að gista í Súgfirðingasetrinu. www.sugandi.is Sumarverð 36.000 kr Vetrarverð 29.000 kr Helgarverð á vetrartíma 20.000 kr 40.000 kr Sæluhelgin Afsláttur til öryrkja og eldri borgara 20 prósent afvetrarverði á vetrartíma. 23
Súgandi
Golfmót Súgfirðingafélagsins
Ljósmyndari: Kristján Pálsson
Golfmót Súgfirðingafélagsins var haldið á stórglæsilegum 9 holu golfvelli Dalbúa í Miðdal við Laugarvatn í blíðskaparveðri þann 21. ágúst sl. Spilaðar voru 18 holur með Texas Scramble fyrirkomulagi. Mótið var punktamót með forgjöf. Guðmundur H. Sigmundsson og Ragnheiður gáfu okkur Súgfirðingum ókeypis aðgang að vellinum og allri þjónustu en þau sjá um rekstur golfvallar klúbbsins og skála.
24
Sigurvegar mótsins voru eftirfarandi, þrjú efstu sætin: 1. sæti: Elvar J. Friðbertsson og Magnús Steinþórsson 2. sæti: Páll Bjarnason og Óttar Einarsson 3. sæti: Guðmundur H. Sigmundsson og Guðmundur Ó. Hermannsson Nándarverðlaun hlutu Magnús og Óttar en Óttar hlaut jafnframt verðlaun fyrir lengsta högg. Að mótinu loknu buðu þau Ransý og Gummi Dóri uppá kaffi og kökur og Gummi Óskar bakaði pönnukökur
ofan í liðið. Keppendur fóru því glaðir heim eftir góðan dag Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur.
Jรณlablaรฐ 2016
25
Súgandi
Súgfirðingur í ferðaþjónustu
Snorri Sturluson er fluttur í Hafnarfjörðinn. Blaðið hitti hann á dögunum. Sæll Snorri. Hvernig kanntu við þig hér sunnan heiða? S: Það er vont en það venst eins og skáldið sagði. Ég er búinn að búa alla ævina fyrir vestan og er svo góðu vanur. Á allar ættir að rekja frá Arnarfirði og inn í Djúp. Föðurafi minn var úr Arnarfirðinum en móðuramma úr Langadalnum og allir hinir einhvers staðar þar á milli. Segðu mér frá foreldrum þínum. Sturla Ólafsson hét pabbi minn. Hann dó 1997, þá nýorðinn 72 ára gamall. Þau voru mörg systkinin og öll fædd í Súgandafirðinum. Hver man ekki eftir Gústa á Stað, Frissa rokk, Guðna Ólafs og systrunum Lilju og Dísu Ólafs. Þetta voru allt systkini pabba. Og þau voru fleiri en sum fluttu ung í burtu. Mamma er frá Ísafirði og hún lifir enn góðu lífi 83 ára. Pabbi kynntist henni þegar hann fór í iðnnám á Ísafirði. Hann lærði rafvirkjun og þau eignuðust fyrra hollið af börnunum á Ísafirði. Þegar stimpillinn var kominn á meistaraprófið fluttu þau sig yfir á Suðureyri. Það var á 8 ára afmælisdaginn minn þann 20. september árið 1958. Ég held við höfum verið með síðustu bílum yfir heiðina það árið. Þannig voru samgöngurnar í þá daga. Eftir það bættust við 3 strákar, Sturla Páll, Óli Þór og Reynir. Systur mínar báðar, Sóley og Ína, fæddust á Ísafirði eins og ég. Við hvað starfaðir þú fyrir vestan? Það skiptist svolítið í tvö horn. Í stórum dráttum voru þetta 15 ár á sjó og 20 í landi við að kenna grunnskólabörnum. Þess utan var ég flest kennaraárin á skaki á sumrin. Ég endaði svo sem skólastjóri síðustu árin. Tók við af Magga Sigga. Reyndar eignaðist ég fyrsta trilluhornið mitt 1970, þá tæpra 20 ára. Það var hann 26
Bergleifur, tveggja og hálfs tonna bátur sem Beggi Ara smíðaði upp. Vélina fékk hann hjá Leifa Nogga og þar með var nafnið komið. Ég hef alltaf verið með þessa bakteríu í blóðinu. Þetta er meðfæddur galli. Við hvað starfar þú núna? Ég er að föndra við ferðaþjónustu eins og það er kallað. Fyrir vestan vann ég ýmist með fólk eða fisk og sameina þetta tvennt núna. Hvernig ferðir ertu með? Það eru aðallega bátsferðir úr gömlu höfninni í Reykjavík. Bæði í fugl og fisk.
Og hvernig gengur? Þetta er sígandi lukka. Það fjölgar alltaf ferðamönnunum og einhver verður að hafa ofan af fyrir þeim svo þeim leiðist ekki. Við byggjum á litlum hópum sem við veitum persónulega þjónustu. Það er okkar sérstaða. Eru margir í áhöfn? Nei, það er eingöngu fjölskyldan. Okkur finnst svo hressandi að komast út á sjó yfir sumarið. Við eigum svo fallegan bát, svona ekta íslenskan eikarbát, gamlan 20 tonna
Jólablað 2016
fiskibát. Hann er þrautreyndur við erfiðar aðstæður, var meðal annars gerður út frá Bolungarvík og var á rækjutrolli í Djúpinu á tímabili. Hét þá Neisti. Nú er hann orðin farþegabátur, svo fínn með sig og heitir nú Saga. Hvernig hefur fólki líkað um borð hjá ykkur? Það eru allir alsælir eftir að hafa veitt fisk og borðað hann pönnusteiktan um borð. Svo finnst mörgum lundinn svo mikið krútt. Hann er reyndar stórmerkilegur fugl og hægt að segja margar sögur af honum. En við étum hann ekki um borð. velta sér upp úr því. Nú er nýr kafli Og eruð þið að sigla allt árið? í ævisögunni hafinn og þá er bara Nei, nei. Við byrjum í apríl og að njóta þess sem hann býður upp á. Fyrst tíndust börnin suður, síðan konan og þá var mér ekki lengur til setunnar boðið og flutti líka. Það getur komið fyrir bestu menn að lenda í þessu. Hver er konan sem náði þér suður? Konan mín er Erla Eðvarðsdóttir. Hún er Súgfirðingur í húð og hár. Dóttir Edda Sturlusonar Jónssonar og Öddu Bjarnadóttur Friðrikssonar. En hvort hún náði mér suður veit ég ekki. Það var allavega ég sem ákvað að elta hana. Hérna er stór barnabarnahópur og mikið líf í kringum okkur. Börnin eru gullnáma hættum í september. Svo erum við núna að byrja að sýna norðurljós til hafa eitthvað að dunda okkur við í skammdeginu. Þá förum við á rútunni á friðsæla og fáfarna staði. Farþegum okkar líkar stórvel að komast út úr fjöldanum. Sums staðar safnast svo margir saman á litlum blettum að ferðamaðurinn getur ekki notið sín í okkar annars frábæru náttúru. Svo finnst mér margir vera að koma hingað í öryggið. Það eru svo viðsjálverðir tímar víða í heiminum í dag. Ekki síst í Evrópu. En hér finnur fólk ákveðinn frið ennþá. Saknarðu einhvers að vestan? Já, já. Maður saknar auðvitað margs. En það þýðir ekkert að vera að
og hlutverk okkar er að fá gullið til að glóa. Í dag eigum við samtals 7 börn og 13 barnabörn. Geri aðrir betur. Svo þér leiðast ekki vistaskiptin? Nei, allavega ekki ennþá. Og ef mér fer að leiðast hérna þá fer ég bara vestur og sæki mér kraft í fjöllin og mæti svo endurnærður á malbikið aftur. Og eins og Abraham Lincoln sagði:“ Flest fólk er um það bil eins hamingjusamt og það ákveður að vera.“ Ef ég sný andlitinu að sólinni, þá sé ég ekki skuggana. Eitthvað að lokum? Dæmdu ekki daginn af því sem þú hefur uppskorið, heldur af fræjunum sem þú hefur sáð.
27
Súgandi
Á SKOTHÓLNUM Karl Steinar Óskarsson Fallegustu staðirnir í Súgandafirði ? Það er nú erfitt að velja á milli fallegustu staðanna í Súgandafirði! Vatnadalur hefur einhverja dulúð yfir sér. Ég fæ alltaf heimþrá þegar ég sé Göltinn og svo finnst mér höfnin alltaf aðalstaðurinn á Suðureyri.
Hverra manna ertu? Móðir mín er Guðrún Egilsdóttir, dóttir Lovísu Ibsen og Egils Hvenær fórstu síðast til Suðureyrar ? Guðjónssonar. Faðir minn hét Óskar Ég var á Sæluhelginni með yngstu Karlsson. stelpurnar mínar síðasta sumar. Þarf að komast þangað á hverju ári helst. Fjölskylduhagir? Fráskilinn og á fjögur börn og eitt Uppáhaldsmaturinn? barnabarn. Villibráð og þá sérstaklega rjúpa og hreindýralifur. Annars borða ég mikið Starf? af fiski. Framkvæmdastjóri Birtíngs ehf. Birtíngur gefur út tímarit eins og Uppáhaldstónlist? Gestgjafann, Hús og híbýli, Vikuna, Þegar ég er í ræktinni hlusta ég mest á Nýtt líf og fleira. Muse, Foo fighters og Kaleo. Valdimar er í miklu uppáhaldi í rólegheitunum. Hvar býrðu ? Annars fer hlustun mín alveg eftir Ég bý í uppsveitum Kópavogs. stemmningu hverju sinni.
Tarantino sem minn uppáhaldsmann þegar kemur að kvikmyndum. Hvað er í jólamatinn ? Í ár verð ég með rjúpur. Ætla að elda þær eftir uppskrift frá ömmu Lúllu auðvitað.
Hvaða minningar áttu frá jólunum á Suðureyri? Ég á margar mjög góðar minningar frá jólunum á Suðureyri. Litlu jólin í skólanum voru alltaf svo skemmtileg. Þá var skólinn skreyttur hátt og lágt og skipst var á jólakortum.Þá komst maður í almennilegt návígi við jólasveinana líka. Jólaballið í Félagsheimilinu var líka alltaf svo spennandi. Þá fékk maður nammipoka og epli. Allir voru prúðbúnir og dönsuðu kringum risastóra jólatréð. Að hamfletta rjúpur með afa í þvottahúsinu var upptakturinn að jólunum. Það voru engin jól án rjúpna hjá ömmu og afa. Svo var auðvitað alltaf skemmtilegt að horfa á sirkus Billy Smart og allar Áhugamál ? Uppáhalds leikari/leikkona? jólateiknimyndirnar. Ég á bara góðar Aðaláhugamál mitt er veiðar hvers Ég á erfitt með að nefna minningar frá jólum á Suðureyri konar. Hjólreiðar eru að koma sterkar uppáhaldsleikara eða leikkonu án þess og held í hefðirnar hennar ömmu í inn líka. að móðga neinn. Svo ég ætla að nefna lengstu lög.
28
Jólablað 2016
Vestfirskar hveitikökur Guðrún Hanna Óskarsdóttir frá Neðri-Breiðadal erfði þessa uppskrift eftir tengdamömmu sína hana Ingibjörgu Jónsdóttur frá Fremri-Breiðadal og hefur þessi uppskrift gengið manna á milli í fjölskyldunni í gegnum árin. 1 kg hveiti 5 tsk lyftiduft 450 gr kartöflur (soðnar og stappaðar) 2 egg 200 gr smjör 5 dl mjólk Þessu er öllu hnoðað saman og skipt niður í 12 hluta sem eru flattir út og steiktir á pönnukökupönnu.
Lyklar, lásar og gler í 30 ár • Glugga- og glerísetningar • Neyðarlokanir 24/7** • Opnanleg fög • Almenn trésmíði - viðgerðir
• Lásasmíði • Lyklaforritun • Hurðaviðgerðir **Þjónustum m.a. öll helstu tryggingafélögin
Skútuvogi 11 • 104 Reykjavík • 510 8888 • www.neyd.is • neyd@neyd.is
Súgandi
Á SKOTHÓLNUM Margrét Aguilar Hverra manna ertu ? Robba og Báru. Pabbi minn er Róbert Eðvarð Hallbjörnsson, afi og amma Halli Bjössi og Svava. Fjölskylduhagir? Ég er í sambúð. Starf? Ég rek fyrsta alþjóðlega förðunarskólann á Íslandi MUD eða Makeup Designory og er formaður olympískra lyftingafélagsins Ármanns í Laugardalnum.
30
Hvar býrðu? Uppáhaldstónlist? Ég bý á Álftanesinu, næstum því út á Ég er innst inni mjög klassísk en fíla landi eða eins nálægt því og hægt er í samt flest í dag. bænum. Það er alveg æðislegt! Uppáhaldsleikari/leikkona? Áhugamál? Andrew Lincoln – The Walking Dead Úfffff… þau eru svo mörg, yoga, – ó já! Natalie Portman… lyftingar, makeup, syngja, dansa og Æskurnar. Hvað er í jólamatinn? Fer eftir því hvar ég verð í ár… svo það Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? er pínu surprise fyrir mig í leiðinni. Skollasandur í gamla daga, held að það sé nú ekki mikið eftir af honum. Hvaða minningar áttu frá jólunum á Annars finnst mér Vatnadalur alltaf Suðureyri? Það þjóta svo margrar minningar fram svo fallegur. þegar ég les þessa spurningu en ætla að velja eina sem ég sagði frá í vikunni. Hvenær fórstu síðast til Suðureyrar? Þá stóð ég inni í eldhúsi uppi á stól að Á ég að þora að segja það…. um hlusta á jóladiskinn með New Kids páskana 2015, alltof langt síðan síðast. On The Block. Við áttum bara einn geislaspilara þá og hann var staðsettur Uppáhaldsmaturinn? fyrir ofan ísskápinn. Ég stóð þar og Ég er algjört matargat og borða allt! hlustaði á diskinn þeirra allan daginn .
Súgandi
Súgfirðingaskálin 2016-2017 Súgfirðingabriddsið byrjaði að venju síðasta mánudaginn í september og var mikill hugur í mönnum og vel 1. sæti mætt. Briddsið hjá okkur er keppni 2. sæti um að vinna Súgfirðingaskálina 3. sæti sem er veglegur farandbikar sem 4. sæti nú er spilað um í 15. skipti. Spilað er 5. sæti um skálina síðasta mánudag hvers 6. sæti mánaðar í átta mánuði í vetur en hafa 7. sæti verið sjö undanfarin ár en lélegasta 8. sæti skorið af þessum átta er ekki talið 9. sæti með og því sjö bestu kvöldin sem 10. sæti telja í ár. Það par sem hefur flest stig að loknum vetrinum hreppir skálina góðu og hefur hana til varðveislu í eitt ár. Nafnaplata er sett á sökkulinn á bikarnum með vinningshöfum hvert ár. Sökkullinn er því orðin ansi stór og veglegur en dugar samt eftir síðustu stækkun í 15 ár til viðbótar. Flestir spilararnir eru Súgfirðingar eða tengdir þangað með einum eða öðrum hætti eftir því hversu langt við förum í ættrakningunni. Andinn í þessum hópi er afskaplega góður og mætingin eftir því sem er ástæða þess að spilararnir vildu bæta við einu kvöldi í desember svo ekki liðu tveir mánuðir í milli lota.
32
Staðan 10 efstu paranna eftir þrjár lotur er eftirfarandi: Gróa Guðnadóttir og Alda S. Guðnadóttir................................... 517 stig Ásgeir Ingvi Jónsson og Sigurður G. Ólafsson............................. 513 stig Kristján Pálsson og Ólafur Karvel Pálsson................................... 502 stig Hnikarr Antonsson og Guðbjartur Halldórsson......................... 499 stig Ásgeir Sölvason og Sölvi Ásgeirsson.............................................. 493 stig Flemming Jessen og Sigurður Þorvaldsson.................................. 488 stig Hafliði Baldursson og Árni Guðbjörnsson................................... 478 stig Karl Bjarnason og Ólafur Ólafsson................................................ 467 stig Finnbogi Finnbogason og Magnús Jónsson................................. 459 stig Steinþór Benediktsson og Birgir Benediktsson........................... 438 stig
Jólablað 2016
Gróa Guðna og Alda skutust upp í efsta sætið síðast eftir mjög góða spilamennsku. Staðan um efstu sætin er afskaplega jöfn eins og sést og getur allt gerst. Spilakvöld sem eftir eru vetrar, eða lotur eins og það er líka kallað, eru sem hér segir: 19. desember, 30, janúar, 27. febrúar, 27. mars og síðasta lotan 24. apríl. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands í Reykjavík og hefst spilamennskan kl. 18:00. Við briddsarar viljum óska Súgfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir árið sem er að líða. Hér fylga nokkar myndir frá starfinu í vetur. Kristján Pálsson
Gleðileg jól
SĂşgandi
34