jรณlablaรฐ 2018
Súgandi
Frá stjórn Ágætu Súgfirðingar, Líður að jólum og er margt að vera þakklátur fyrir. Ekki síst erum við í stjórninni þakklát fyrir þann mikla stuðning sem við fáum í okkar átthagafélagi og hversu duglegir Súgfirðingar eru að mæta á viðburði félagsins. Það er ómetanlegt og ljóst að ekki væri hægt að bjóða upp á jafn virka og góða dagskrá á hverju ári án ykkar stuðnings. En í félaginu er eins og alltaf mikið að gerast. Kristján Pálsson sér um Súgfirðingaskálina og er þar fjöldi fólks sem mætir í hvert skipti og er hart barist um bikarinn. Næst er spilað þann 28. janúar og hvetjum við alla til að mæta og taka í spilin. Mynda- og minningakvöldin eru afar vinsæl og gaman að segja frá því að síðustu kvöld hefur verið nánast fullt út úr dyrum. Í sumar var ákveðið að skipta um sal og eru minningakvöldin nú haldin í stóra salnum í Gerðubergi en þar er aðstaðan afskaplega góð. Næsta minningarkvöld verður haldið þann 23. janúar og verður auglýst þegar nær dregur á fréttaveitunni okkar. Þetta eru eftirminnileg kvöld sem enginn má missa af. Vil ég vekja athygli ykkar á því að hér í blaðinu er að finna tillögu að breytingu á hlutverki og skipulagi Viðlagasjóðs félagsins. Fyrr í ár var sett
2
á laggirnar nefnd sem bar ábyrgð á að koma með tillögu að útvíkkuðu hlutverki Viðlagasjóðs en ljóst er að tímarnir í þjóðfélaginu hafa breyst mikið síðan sjóðurinn var stofnaður. Hefur á síðustu aðalfundum félagsins verið talsvert rætt um þessar breytingar til að sjóðurinn geti betur nýst okkur Súgfirðingum og verið öðrum til gagns og gamans. Umrædd tillaga að breytingu er í framhaldi af þeim umræðum. Ég hvet því alla til að skoða hana vel og mæta svo á aðalfund félagsins á næsta ári og leyfa okkur að heyra ykkar skoðun. Allar tillögur eru velkomnar. Í blaðinu er, eins og oft áður, eitthvað við allra hæfi. Viðtöl við Súgfirðinga í útlöndum, myndir frá viðburðum ársins, vísnahornið og margt annað skemmtilegt. Vert er að kíkja á dagskrá næsta árs sem er stútfull af skemmtilegum viðburðum. Við þökkum öllum auglýsendum og styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn við útgáfu Súganda. Um leið vil ég minna á árshátíð félagsins sem verður haldin þann 2. mars 2019 en þar verður mikið fjör og mikið gaman og skemmtun við allra hæfi. Alltaf er fjör þar sem Súgfirðingar koma saman. Jólakveðjur, Elsa Eðvarðsdóttir formaður
jólablað 2018
Efnisyfirlit 2 - Frá stjórn 4 - Á Skothólnum
Jórrunn Ósk Hilmarsdóttir
6 - Hús byggð á Suðureyri 8 - JóGu 10 - Á Skothólnum Álfheiður Einarsdóttir
12 - Á Skothólnum Guðmundur J. Þorleifsson
14 - Vestfirski fornminjadagurinn 16 - Súgfirðingakaffi með breyttu sniði 24 - Viðlagasjóður 26 - Nine Kids 28 - Mynda- og minningakvöld 32 - Súgfirðingaskálin 34 - Candy Cane Ostamús
Útgefandi:
Súgfirðingafélagið í Reykjavík
Vefsíða:
www.sugandi.is
Ábyrgðarmaður: Ólöf Birna Jensen
Ljósmynd á forsíðu: Ólöf Birna Jensen
Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman
Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa: Formaður:
Elsa Eðvarðsdóttir GSM: 868-1379 elsaedv@gmail.com
Varaformaður:
Erna Guðmundsdóttir GSM: 770-0248 ernag0206@gmail.com
Gjaldkeri:
Björk Birkisdóttir GSM: 852-8282 bjork0604@gmail.com
Ritari:
Pálína Björg Snorradóttir GSM: 840-1774 palinab@gmail.com
Meðstjórnendur: Ólöf Birna Jensen GSM: 661-7380 oboj@simnet.is
Guðrún M Karlsdóttir GSM: 869-3010 gmkarld@gmail.com Guðbjörg María Guðlaugsdóttir GSM: 773-5164 hjaltias@simnet.is
Umbrot:
Grétar Örn Eiríksson
Prentun:
Prentmiðlun ehf
3
SĂşgandi
Ă SKOTHĂ“LNUM JĂłfrĂĂ°ur Ă“sk HilmarsdĂłttir
Hverra manna ertu? Ég er dóttir Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur frå Súgandafirði og Hilmars Odds Gunnarssonar frå SkagastrÜnd.
mĂŠr ĂĄ skĂĂ°i til AusturrĂkis og fariĂ° meĂ° mĂŠr Ă styttri fjallgĂśngur. Einnig finnst mĂŠr gaman aĂ° ferĂ°ast bĂŚĂ°i innanlands og erlendis.
Fallegustu staĂ°irnir Ă SĂşgandafirĂ°i? FjĂślskylduhagir? Ég ĂĄ tvĂś bĂśrn Ăžau Hilmar DaĂ°a Ef ĂŠg ĂĄ aĂ° velja, ĂŚtli ĂŠg segi Þå ekki 10 ĂĄra og AuĂ°i Lilju 7 ĂĄra og svo StaĂ°ardalur og Vatnadalur Ăžar fengum viĂ° okkur kĂśttinn Blika Ă sem ĂŠg ĂĄ ĂŚttir aĂ° rekja. Ă? gegnum tĂĂ°ina hefur Þóra amma oft fariĂ° lok sumars. meĂ° afkomendur sĂna ĂžangaĂ° Ă gĂśnguferĂ°ir og Ăştivist ĂĄ sumrin. Starf? Ég klĂĄraĂ°i meistaragrĂĄĂ°u Ă fjĂĄrmĂĄlum fyrirtĂŚkja Ă fyrra og eftir HvenĂŚr fĂłrstu sĂĂ°ast til Ăştskrift hef ĂŠg starfaĂ° sem rĂĄĂ°gjafi SuĂ°ureyrar? hjĂĄ hugbĂşnaĂ°arfyrirtĂŚkinu Libra. Ég fĂłr sĂĂ°ast Ă ĂĄgĂşst og var um En ĂžaĂ° eru breytingar og spennandi verslunarmannahelgina og ĂĄ Act tĂŚkifĂŚri framundan sem mun Alone sem er frĂĄbĂŚrt framtak og skemmtileg hĂĄtĂĂ°. Ég fer svo skĂ˝rast fljĂłtlega. eitthvaĂ° vestur ĂĄ milli jĂłla og nĂ˝ars. Hvar bĂ˝rĂ°u? Ég bĂ˝ Ă Lindahverfinu Ă KĂłpavogi og UppĂĄhaldsmaturinn? hef bĂşiĂ° Ă KĂłpavogi sĂĂ°an ĂĄriĂ° 2004. Ég er hrifin af sushi, humar og indverskum mat. Svo er Ăslenska Ég er ĂžvĂ orĂ°in gallharĂ°ur Bliki đ&#x;˜Š lambiĂ° og nautalund meĂ° tilheyrandi alltaf gott. Ă hugamĂĄl? Ég hef gaman af allri Ăştivist og hreyfingu, t.d. fjallgĂśngum, skĂĂ°i, UppĂĄhaldstĂłnlist? hlaupum og hjĂłlreiĂ°artĂşrum. Ég Ă Ă°ur fyrr hlustaĂ°i ĂŠg mikiĂ° ĂĄ breskt stefni ĂĄ aĂ° fara ĂĄ gĂśnguskĂĂ°i og Indie popp/rokk og ĂŠg hef alltaf jafnvel fjallaskĂĂ°i Ă vetur. Ég reyni veriĂ° mikill U2 aĂ°dĂĄandi. ĂžaĂ° var aĂ° virkja krakkana meĂ° mĂŠr eins geggjaĂ° aĂ° sjĂĄ Þå Ă Dublin Ă fyrra. og ĂŠg get og Ăžau hafa fariĂ° meĂ° Annars hlusta ĂŠg ĂĄ fjĂślbreytta 4
tĂłnlist og ĂžaĂ° er mikiĂ° til af flottri Ăslenskri tĂłnlist eins og t.d. Valdimar, MammĂşt, SigurrĂłs og Ă sgeir Trausti. Svo mĂĄ ekki gleyma frĂŚndsystkinum mĂnum Ă Rythmatik og Between Mountains sem hafa veriĂ° aĂ° gera góða hluti. UppĂĄhaldsleikari/-leikkona? T.d. Bradley Cooper sem er frĂĄbĂŚr Ă myndinni A Star is born. Af leikkonum get ĂŠg nefnt m.a. Nicole Kidman og Natalie Portman. HvaĂ° er Ă jĂłlamatinn? Ég hugsa aĂ° ĂžaĂ° verĂ°i hamborgarhryggur sem hefur veriĂ° venjan ĂĄ aĂ°fangadag. Annars finnst mĂŠr lĂka kalkĂşnn meĂ° tilheyrandi alltaf góður. HvaĂ°a minningar ĂĄttu frĂĄ jĂłlunum ĂĄ SuĂ°ureyri? Ég ĂĄ margar góðar minningar frĂĄ jĂłlunum ĂĄ SĂşganda. Ă? minningunni eru yfirleitt hvĂt jĂłl og alltaf fastar hefĂ°ir. Ă aĂ°fangadagskvĂśld fer fjĂślskyldan til Þóru Ăśmmu og Valla afa Ă Brekkukot eftir aĂ° pakkar hafa veriĂ° opnaĂ°ir. Ă jĂłladag eru mamma og pabbi alltaf meĂ° jĂłlaboĂ° fyrir stĂłrfjĂślskylduna. Einnig er hefĂ° aĂ° fara Ă messu Ă StaĂ°arkirkju klukkan 18 ĂĄ gamlĂĄrsdag.
jรณlablaรฐ 2018
5
Súgandi
Hús byggð á Suðureyri Fyrirtækið Fisherman á Suðureyri hefur vaxið ört seinustu árin en það byrjaði sem hobbýverkefni þar sem rekin var gistiaðstaða í hjáverkum. Síðan þá hefur hótelið vaxið hratt og í þorpinu hefur bæst við veitingastaður, kaffihús, framleiðslueldhús og nýlenduverzlun. Í Reykjavík hefur fyrirtækið einnig bætt við sig fiskisjoppu sem stendur við Hagamel. Einnig er að finna vörur frá fyrirtækinu bæði í Hagkaup, Bónus og fleiri verslunum.
Myndir: Gunnhildur H Gunnarsdóttir, Haukur Már Harðarsson og Gíslí Páll Guðjónsson
Í sumar voru tvo hús reist af fyrirtækinu í anda gömlu húsanna sem stóðu á Suðureyrarmölum og er annað þeirra notað undir nýju verslunina sem opnuð var í sumar. Elías Guðmundsson eigandi Fisherman hefur einnig unnið að því að endurreisa æskuheimilið sitt að Brekkustíg og er húsið farið að taka á sig endanlega mynd og er orðið íbúðarhæft.
6
jólablað 2018
Höfum gaman af 'essu
Vinahópur Olís er vildarklúbbur lykil- og korthafa Olís og ÓB. Allir sem eru nú þegar með lykil eða kort frá Olís eða ÓB eru sjálfkrafa í Vinahópnum og njóta afsláttar og annarra sérkjara þegar greitt er með lykli eða korti. Að auki bjóðast meðlimum ýmis tímabundin tilboð hjá fjölda samstarfsaðila.
Kynntu þér Vinahópinn á olis.is
7
Súgandi
JóGu Ég heiti Jóhanna Ólafsdóttir og er fædd árið 1976. Ég er dóttir Birnu G. Þorleifsdóttur sem ættuð er frá Norðureyri í Súgandafirði og Ólafs Jóns Gústafssyni. Þau eru búsett á Suðureyri. Ég er gift Guðmundi Pálssyni og á þrjú börn, Bergþór Óla, Þorbjörgu Elísu og Sigurberg Snær. Á heimilinu eru
tvær kisur sem heita Herkúles og nota tauið aftur. Í kjölfarið fór ég Stormur. að sauma bleyjur þar sem úrvalið hérna heima var ekki mikið. Mér Árið 2006 eignast ég ofnæmisbarn leiðist sóun og kom það sér vel að sem þoldi ekki bréfbleyjur þannig geta nýtt bleyjurnar aftur og aftur að ég fann taubleyjur á netinu og og verndað umhverfið fyrir því pantaði erlendis frá. Árið 2012 rusli sem kemur af bréfbleyjunum. eignaðist ég annað barn og þá Úr þessu varð litli reksturinn minn kom ekki til greina annað en að JóGu. Núna er ég svo gott sem hætt að sauma bleyjur og sauma aðallega buxur á börn. Eftir að hafa átt 3 börn hafa uppáhaldsfötin hjá mér verið þau föt sem virðast vaxa með börnunum og sem hægt er að nota lengur. Flest fötin hjá mér eru hönnuð með það í huga að nýta þau sem lengst. Eins er ég með kjóla, húfur, leggings og samfellur, eiginlega bara það sem mér dettur til hugar að prófa að sauma hverju sinni. Mömmutau (taudömubindi) eru eitthvað sem ég hef líka verið að sauma og með aukinni umhverfisvitund eru þau alltaf að verða vinsælli. Sjálf þoli ég illa bréfbindi og ákvað að prófa að sauma mér taubindi og sjá hvernig
8
jólablað 2018
mínir eru á mjög breiðum aldri, allt frá ungum konum sem eru nýbyrjaðar til eldri kvenna sem nota þynnri bindin sem buxnahlífar (til að taka við þvagleka).
ég myndi þola það. Árangurinn kom mér mjög á óvart. Ég hætti að fá sveppasýkingar, blæðingatímabilið styttist úr 7 dögum í 3-4 og magnið snarminnkaði (ótrúlegar breytingar og maður veltir fyrir sér hvaða efni eru sett í bréfbindin?). Sömu
Ég hef verið að sauma síðan árið 2012 og er þetta búinn að vera mjög skemmtilegur tími þar sem ég hef kynnst fullt af skemmtilegu fólki í kringum saumaskapinn og eignast nokkrar góðar vinkonur í gegnum þetta ævintýri, sem hefur leitt mig á skemmtilega staði. Þar sem vinnan mín við JóGu framleiðsluna er mestmegnis gert til að hafa gaman af eru framtíðarplönin ekkert mjög langt fram í tímann; ég tek eiginlega bara hvern dag fyrir sig og læt þetta ráðast. En ég er að sjálfsögu með hvert tímabil bak við eyrað. Núna er sögur hef ég fengið að heyra frá til dæmis jólatörnin að fara að byrja viðskiptavinum mínum. Það hefur og margir markaðir framundan. verið mikil vakning á meðal kvenna varðandi taubindin. Margar hverjar Með kærri kveðja úr rigningunni í eru eins og ég, hafa óþol gagnvart suðrinu, bréfinu, og þá er tauið kærkomin Jóhanna Ólafsdóttir viðbót fyrir okkur. Viðskiptavinir
9
Súgandi
Á SKOTHÓLNUM Álfheiður Einarsdóttir Hverra manna ertu ? Ég er dóttir hjónanna Einars Ólafssonar og Ragnheiðar Sörladóttur. Föðuramma og -afi voru þau Guðrún Sigríður Valdimarsdóttir kölluð Gunna Valda og Ólafur Friðbertsson og voru þau bæði alin upp á Suðureyri. Móðuramma og -afi voru þau Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Sörli Ágústsson og voru þau bæði ættuð frá Ströndum. Fjölskylduhagir? Ég á þrjú börn. Elsti sonur minn heitir Sigurður Einar Sveinbjarnarson og maki hans heitir Hanna Dís Hannesdóttir og eiga þau tvær dætur, Helgu Maríu og Freyju. Miðjubarnið mitt heitir Telma Sveinbjarnardóttir og er gift Helga Hrafni Þorlákssyni og eiga þau dæturnar Helenu og Heiðu Kristínu. Yngsti sonur minn heitir Kolbeinn Sveinbjarnarson og maki hans heitir Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir og eiga þau drenginn Erik Loga. Ég er í sambúð með Odd Stefáni Þórissyni og á hann tvö börn, Önnu Heru og Hrafnkel Breka.
og elska að eiga góðar stundir með mínu nánasta fólki. Það gefur mér ótrúlega mikið að ganga á fjöll og fara með fjölskyldunni í útilegu. Mér líður aldrei eins vel en uppi á fjallstoppi eftir að vera búin að taka vel á í uppgöngu. Ég er morgunhani og fer í ræktina kl. 6 þrisvar í viku. Mér finnst hrikalega gaman að renna mér á skíðum og reyni að komast reglulega í skíðaferðir erlendis. Ég elska að spila golf og vinn markvisst að því að ná forgjöfinni niður á hverju sumri en því miður hafa háleit markmið ekki gengið eftir. Þó verð ég að hrósa mér fyrir það að eiga holu í höggi á Bakkakotsvelli á 9. holu. Á Youtube má finna myndbrot af því fyrir áhugasama. Ég tók upp á því að hlusta á sögur fyrir nokkrum árum og er alltaf að hlusta á sögur í símanum mínum. Ég hlusta áður en ég fer að sofa, meðan ég vinn húsverkin og fer út að hlaupa. Ég gæti alveg hlustað á meðan ég væri að prjóna ef ég prjónaði eitthvað en því miður er ég frekar slök í hannyrðum. Mig langar ótrúlega mikið að fara á fjallaskíði, gönguskíði, fjallahjól, á racerhjól og nýt þess að þjóta áfram á malbikinu. „Lífið er núna.”
Uppáhaldsmaturinn? Kjötsúpa. Uppáhaldstónlist? Salsa- og danstónlist. Uppáhaldsleikari/-leikkona? Jodi Foster. Hvað er í jólamatinn? Rjúpur.
Hvaða minningar áttu frá jólunum á Suðureyri? Ég á svo margar góðar minningar frá jólunum heima á Suðureyri. Þegar ég hugsa til jólanna heima dettur mér strax til hugar vinkona mín og frænka Hafdís Halldórsdóttir Starf? því við eigum svo margar góðar Ég starfa sem aðstoðarskólastjóri í minningar með fjölskyldum okkar. Vættaskóla. Fallegustu staðirnir í Súganda- Kristín systir og Svanhildur systir firði ? Hafdísar voru einnig vinkonur Hvar býrðu ? Fjallið Gölturinn er fallegasti og eigum við stöllur yndisleg Ég bý í Reykjavík. staðurinn í Súgandafirði. minningarbrot frá æskuárum okkar. Gunna amma og Jana amma Áhugamál? Hvenær fórstu síðast til Suðureyrar? Hafdísar bjuggu í sama húsi og Ég er mikil fjölskyldumanneskja Ég fór á Sæluna árið 2015. vorum við vinkonur/frænkur 10
jólablað 2018
duglegar að kíkja í heimsókn í það merka hús. Ég minnist þess hve mömmukökurnar hennar Jönu voru góðar en mömmukökurnar hennar mömmu voru alltaf mun harðari undir tönn en Jönukökur mjúkar og ljúffengar. Gunna amma bauð alltaf fjölskyldunni í jólakaffi á jóladag þar sem við fengum gott að borða, konurnar skröfuðu um daginn og veginn en karlmennirnir tefldu. Jólahaldið einkenndist af ákveðnum hefðum, á Þorláksmessu var þrifið, keyptar jólagjafir allt skreytt hátt og lágt og við vorum langt fram á kvöld að pakka inn. Það var svo gaman að kaupa jólagjafirnar heima á Suðureyri, ganga á milli Kaupfélagsins, Bókabúðarinnar og Suðurvers og finna nákvæmlega gjöfina sem hentaði. Ég gaf mér alltaf góðan tíma í að fara fram og til baka þar til rétta gjöfin fannst. Aðfangadagur var nánast alltaf
eins. Mamma að klára þrifin, það varð að ryksuga allt húsið aftur eftir að fjölskyldan var búin að hengja upp jólaskrautið og pakka inn jólagjöfunum til miðnættis kvöldið áður. Mamma fór síðan í að útbúa jóladesert og pabbi og við systkinin fórum með jólapakkana til ættingjanna. Allir áttu að vera komnir í hús í síðasta lagi klukkan fjögur til að fara í jólabaðið, klæða sig í sparifötin og fara í messu klukkan sex, þegar Súgfirðingar höfðu prest til að messa. Aftur voru það við systkinin og pabbi sem fórum í messu og mamma var heima að huga að rjúpunum og sérstaklega sósunni því hún mátti alls ekki mistakast. Mamma var sósusnillingur og ég man ekki eftir að sósan hennar hafi nokkur tímann klikkað þótt það hafi verið það fyrsta sem við vorum innt eftir, „Hvernig er sósan”?, og þetta er eitthvað sem við systkinin gerum enn í dag. Við hringjum í
hvert annað á aðfangadag og eftir þakkir fyrir jólagjafir er spurt „Hvernig tókst rjúpusósan?” Við systur fengum stundum leyfi til að hlaupa yfir til Hafdísar og Svanhildar eftir að búið var að taka upp pakkana og borða desertinn sem var fromage og aðalbláber með rjóma. Í minningunni voru jólin á uppvaxtarárum mínum dásamlegur tími og manni hlýnar um hjartarætur þegar hugurinn fær að reika til baka. Þannig er það enn þann daginn í dag, ég elska jólastússið og hef alla ævi borðað rjúpur og aðalbláber á aðfangadag. Hluti af stórfjölskyldunni er að fara á skíði til Austurríkis þessi jól og að sjálfsögðu verða teknar með nokkrar rjúpur en aðalbláberin verða borðuð þegar við komum heim. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
11
Súgandi
Á SKOTHÓLNUM Guðmundur J. Þorleifsson
Hverra manna ertu? Fallegustu staðirnir í Foreldrar mínir eru Þorleifur Súgandafirði? Guðmundsson og Jacoba Jensen. Þegar þorpið og fjarðarmynnið birtast þegar keyrt er fyrir Kleifina. Fjölskylduhagir? Bær í Staðardal. É ger giftur Ólöfu Hrafnsdóttir og á 2 börn, Andra Þór og Birnu Rún. Hvenær fórstu síðast til Sonarsonurinn heitir Maverick Suðureyrar? Thor Gudmundsson. September 2014. Starf? Flugvirki.
Uppáhaldsmaturinn? Lax og lamb.
Hvar býrðu? Gainesville, Virginia USA.
Uppáhaldstónlist? Rokk & roll, kántrí.
Áhugamál? Fótbolti og Formula 1 kappakstur.
Uppáhaldsleikari/-leikkona? Tom Hanks / Meryl Streep.
Hvað er í jólamatinn? Hangikjöt og lambalæri, og ekki má gleyma möndlugrautnum. Hvaða minningar áttu frá jólunum á Suðureyri? Að búa til jólaskraut í skólanum fyrir jól og svo voru öll herbergi og stofan skreyt. Jólaballið. Að bíða eftir að taka upp pakkana, klukkan gekk alltaf mjög hægt 24. desember. Annar í jólum úti í Bæ hjá afa og ömmu (Guðmundi Þorleifssyni og Unni Kristjánsdóttur).
Súgfirðingasetrið í faðmi fjalla blárra Minnum félagsmenn á að fallegt er í Súgandafirði á veturna og gott að gista í Súgfirðingasetrinu. Sumarverð 36.000 kr Vetrarverð 29.000 kr Helgarverð á vetrartíma 20.000 kr Afsláttur til öryrkja og eldri borgara 20 prósent af vetrarverði. www.sugandi.is 12
jólablað 2018
Vísnahornið Miðja alheimsins Hvern dag er þú vaknar vaka þau með þér hlutir þessi bók þessi kaffikanna þessi rakvél þetta borð, brauð og brotajárn þetta er miðja alheimsins saman safnað í húsi sem er ekki þitt eigið Pétur Óli Þorvaldsson
Pétur Óli skorar á Þórir Sigurjón Sigurðsson
VIÐ FÆRUM ÞÉR ORKUNA
ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 400 Ísafirði
450 3211 456 3204
orkubu@ov.is www.ov.is
13
Súgandi
Almenn ánægja með vestfirska fornminjadaginn
Vestfirski fornminjadagurinn var haldinn á Suðureyri 9. ágúst sl. og var góð aðsókn að viðburðinum. Um 40 mættu til að taka þátt og fræðast, en dagurinn var nú haldinn í fyrsta skipti í samvinnu margra aðila. Hugmyndin með deginum er að tengja fólk saman og miðla fróðleik um fornleifar og sögustaði á Vestfjörðum og skapa vettvang til að kynna verkefni sem snúast um skráningu, kortlagningu og rannsóknir á hverjum tíma.
grafa upp skála frá landnámsöld. Í öðru erindi talaði Margrét um almennt um landnámsskála og tilgátuhús, en Fornminjafélagið í Súgandafirði er að skoða möguleika á að byggja skála svipaðan þeim sem hafa fundist á Vestfjörðum frá landnámstíma. Óskar Leifur Arnarsson fornleifafræðingur sagði frá framkvæmdarannsóknum á sunnanverðum Vestfjörðum, sem talsvert er um vegna ýmiskonar uppbyggingar. Einnig fór hann yfir rétt viðbrögð á vettvangi þegar fornleifar koma í ljós og sagði frá tóftum og minjum á Brjánslæk.
Guðmundur Björgvinsson, sagnamaður frá Flateyri, sagði sögur af verstöðinni á Kálfeyri sem er nokkuð utan við þorpið á Flateyri. Þarna er einn merkasti minjastaður Önfirðinga og tóftir af verbúðunum vel sjáanlegar.
Jón Jónsson, þjóðfræðingur á Ströndum, talaði um þjóðtrú og sagnir um álagabletti, staði sem bannhelgi hvílir á. Magnaðar sögur eru sagðar um hvernig huldar vættir fornleifa- refsa þeim sem brjóta gegn þessari fornleifa- bannhelgi, en trú á álagabletti á
Myndir: Ingrid Kuhlman
Erindi héldu Margrét H. Hallmundsdóttir fornleifafræðingur sem talaði annars vegar um yfirstandandi fornleifarannsóknir í Arnarfirði. Síðustu ár hafa verið í gangi rannsóknir á Hrafnseyri og á Björk Magnúsdóttir Auðkúlu er þessa dagana verið að fræðingur sagði frá
rannsóknum á safnasvæðinu í Árbæ í Reykjavík og hvernig rannsókn þar hefur verið og verður notuð við fróðleiksmiðlun, námskeiðahald og kennslu.
14
jólablað 2018
fornar rætur og svipaðar hugmyndir var mynduð og heimildarmynd má t.d. finna í Færeyjum, Skotlandi gerð um framtakið sem fjölmargir og Írlandi. komu að. Eftir vel heppnaðan dag þar sem fróðleik og skemmtun var Að lokum var frumsýnd ný fléttað saman, gafst fólki síðan færi heimildarmynd sem Eyþór á að heimsækja verbúðina og skoða Eðvarðsson, formaður Forn- hana. minjafélags Súgandafjarðar, og Ingrid Kuhlman gerðu til að heiðra Þegar hefur verið ákveðið að halda útvegssögu Íslands og þá tíð þegar vestfirskan fornminjadag aftur að forfeðurnir og formæðurnar fóru ári og er stefnan þá tekin á Strandir. í verið. Bygging verbúðarinnar
15
Súgandi
Súgfirðingakaffi með breyttu sniði
Myndir: Elsa Eðvarðsdóttir
Hið árlega Súgfirðingakaffi var haldið í sal Bústaðakirkju sunnudaginn 14. október sl. Kaffið hefur verið einn fjölsóttasti viðburður félagsins á hverju ári. Það var með breyttu sniði í ár en Súgfirðingafélagið sá um veitingarnar að þessu sinni, sem voru gómsætar að vanda. Að sjálfsögðu var einnig tekið vel á móti framlögum á veisluborðið. Súgfirðingar fjölmenntu og áttu góða stund saman, eins og meðfylgjandi myndir bera merki um.
16
jรณlablaรฐ 2018
17
SĂşgandi
18
jรณlablaรฐ 2018
19
SĂşgandi
20
jรณlablaรฐ 2018
21
Súgandi
ERTU Í BÓKAÚTGÁFU? Eða gengur með bók í maganum?
Bókaprentun er okkar fag. Kíktu inn á heimasíðu Prentmiðlunar www.prentmidlun.is Við búum yfir þekkingu og reynslu og gætum því aðstoðað þig við næstu skref.
22
jรณlablaรฐ 2018
23
Súgandi
Viðlagasjóður Breyting á hlutverki og skipulagi Aðalfundur haldinn 18. mars 2018 skipaði 5 manna nefnd til að yfirfara reglugerð og stöðu Viðlagasjóðs félagsins með það að markmiði að skipan, tilurð og hlutverk sjóðsins yrði skýrt afmörkuð í starfsemi félagsins þar sem núverandi staða væri ekki góð. Í nefndina voru skipuð þau Björn Guðbjörnsson, Páll Bjarnason og Helga Stefánsdóttir og frá stjórn komu Elsa Eðvarðsdóttir og Björk Birkisdóttir. Staðreyndin er sú að illa hefur gengið að fá fólk til að starfa í nefndinni og hefur hluti vinnunnar því lent á stjórn félagsins. Jafnframt hefur þátttaka í kirkjukaffinu farið dvínandi og erfiðara er að fá meðlæti, auk þess sem kostnaður er orðinn svo mikill að ágóðinn er lítill. Jafnframt hafa engar tilnefningar komið til sjóðsins undanfarin ár og styrkveitingum settar þröngar skorður. Nefndin hittist, skiptist á tölvupóstum og talaði við núverandi og fyrrverandi nefndarmenn og varð niðurstaðan sú að leggja fram nýja og endurbætta skipulagsskrá fyrir næsta aðalfund. Helstu breytingar eru þær að skipan í nefndina er breytt og hlutverk styrkveitinga útvíkkað. Hér í blaðinu er bæði núverandi skipulagsskrá Viðlagasjóðs sem og tillaga að nýrri skipulagsskrá sem lögð verður fyrir aðalfundinn 2019. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efnið ítarlega svo umræður á næsta aðalfundi verði markvissar og félaginu til heilla. Fyrir hönd nefndarinnar, Björn Guðbjörnsson
LEIÐANDI Í HÖNNUN OG ÞRÓUN FYRIR SNJÖLL TÆKI
24 WWW.STOKKUR.IS
Stokkur hefur smíðað mörg af vinsælustu öppum landsins og hlotið fjölmörg verðlaun fyrir.
jólablað 2018
Nýtt frumvarp að skipulagsskrá fyrir Viðlagasjóð Súgfirðingafélagsins 1 gr. Nafn sjóðsins er Viðlagasjóður Súgfirðingafélagsins. 2 gr. Stofnun sjóðsins var samþykkt á aðalfundi Súgfirðingafélagsins, hinn 22. febrúar 1954, að tillögu Ragnhildar Þorvarðardóttur. Í hann hefur runnið ágóði af sérstökum árlegum fjáröflununarfundum auk vaxta. 3 gr. Sjóðnum stjórnar þriggja manna sjóðstjórn sem skipuð er til tveggja ára í senn af stjórn Súgfirðingafélagsins. Formaður sjóðstjórnar er alltaf formaður Súgfirðingafélagsins en að öðru leyti skiptir sjóðstjórn með sér verkum. 4gr. Hlutverk sjóðsins er einkum að aðstoða og gleðja félagsmenn Súgfirðingafélagsins og aðra Súgfirðinga er veikindi eða aðrar raunir ber að höndum. Jafnframt er heimilt að styrkja einstök verkefni, félagasamtök eða einstaklinga, sem stjórn félagsins vísar til sjóðstjórnar og sem tengjast Súgandafirði. Ákveður þá stjórn sjóðsins framlög úr sjóðnum hverju sinni. Einnig er sjóðstjórn heimilt að veita fé úr sjóðnum af öðrum sérstökum tilefnum ef félagsstjórn fer þess á leit. 5 gr. Tekjur sjóðsins koma af einstökum atburðum sem stjórn Súgfirðingafélagsins stendur fyrir ár hvert og eru auglýstir sérstaklega í útsendri dagskrá. Höfuðstól sjóðsins sem er á sérreikingi má aldrei skerða. 6 gr. Sjóðstjórn skal varðveita sjóðinn og ávaxta á tryggan og hagkvæman hátt. Reikingsár sjóðsins er almanaksárið. Reikninga sjóðsins skal leggja fram árlega á aðalfundi Súgfirðingafélagsins, endurskoðaða af endurskoðendum félagsins. Sjóðseign skal færð sem eignaliður í efnahagsreikingi félagsins. 7 gr. Sjóðstjórn skal færa bók um gerðir sínar og fjárreiður sjóðsins. 8 gr. Ef leggja á niður sjóðinn skal eignum hans ráðstafað til góðra verka í Súgandafirði. 9 gr. Skipulagsskrá þessari má aðeins breyta á löglegum aðalfundi Súgfirðingafélagsins og þarf til þess 2/3 hluta greiddra atkvæða.
Upprunalegt frumvarp að skipulagsskrá fyrir Viðlagasjóð Súgfirðingafélagsins 1 gr. Nafn sjóðsins er Viðlagasjóður Súgfirðingafélagsins. 2 gr. Stofnun sjóðsins var samþykkt á aðalfundi Súgfirðingafélagsins, hinn 22. febrúar 1954, að tillögu Ragnhildar Þorvarðardóttur. Í hann hefur runnið ágóði af sérstökum árlegum fjáröflununarfundum auk vaxta. 3 gr. Sjóðnum stjórnar 5 manna sjóðstjórn sem kosin er til eins árs í senn á aðalfundi Súgfirðingafélagsins. Þá skal einnig kjósa 6 menn til eins árs hverju sinni er mynda ásamt sjóðstjórn fjáröflunarnefnd sjóðsinns. Fjáröflunarnefnd skal hafa samráð við formann Súgfirðingafélagsins um fjáröflunarleiðir. Sjóðstjórn skiptir sjálf með sér verkum, er einn formaður, annar gjaldkeri, þriðji ritari og tveir meðstjórnendur. Formaður sjóðstjórnar er einnig formaður fjáröflunarnefndar. 4gr. Hlutverk sjóðsins er einkum að aðstoða og gleðja félagsmenn Súgfirðingafélagsins og aðra Súgfirðinga er veikindi eða aðrar raunir ber að höndum. Ákveður stjórn sjóðsins framlög úr sjóðnum í því skyni í samráði við formann Súgfirðingafélagsins, en varaformann ef formaður á sjálfur í hlut. Einnig er sjóðsstjórn heimilt að veita fé úr sjóðnum af öðrum sérstökum tilefnum ef félagsstjórn fer þess á leit. 5 gr. Við höfuðstól sjóðsins, eins og hann var 31. des. 1963, kr. 22.340,00 – tuttugu og tvö þúsund þrjú hundruð og fjörtíu – skal árlega leggja ¼ hluta vaxtatekna sjóðsins, svo og gjafir og áheit sem gefandi ákveður að leggja skuli við höfuðstólinn. Öðrum tekjum sjóðsins má verja samkvæmt tilgangi hans, sbr. 4. gr. Höfuðstólinn má aldrei skerða. 6 gr. Sjóðstjórn skal varðveita sjóðinn og ávaxta á tryggan og hagkvæman hátt. Reikingsár sjóðsins er almanaksárið. Reikninga sjóðsins skal leggja fram árlega á aðalfundi Súgfirðingafélagsins, endurskoðaða af endurskoðendum félagsins. Sjóðseign skal færð sem eignaliður í efnahagsreikingi félagsins. 7 gr. Sjóðstjórn skal færa bók um gerðir sínar, fjáröflunarnefndar og fjárreiður sjóðsins. 8 gr. Skipulagsskrá þessari má aðeins breyta á löglegum aðalfundi Súgfirðingafélagsins, og þarf til þess 2/3 hluta greiddra atkvæða. 25
NINE KIDS Súgandi
Ég heiti Sigríður Rún Siggeirsdóttir eða oftast bara Sigga Rún. Ég er 33 ára og gift honum Hlyni mínum. Saman eigum við Matthías Heiðar 5 ára, Kristófer Elmar 4 ára og litli Henrik Unnar sem er næstum 2ja ára.
nóvember sl. en hún heitir NINE KIDS og nafnið vísar beint í þann fjölda barna sem við vinahjónin eigum. Við ættum því að vita sitthvað um það sem viðkemur börnum. Búðin er klárlega ein fallegasta barnavöruverslun landsins og er staðsett í Hreyfilshúsinu, Fellsmúla Ég er dóttir Auðar Þórhallsdóttur 24. Við erum einnig með netverslun og Siggeirs Siggeirssonar. Afi á ninekids.is. minn í móðurætt var Þórhallur Halldórsson og amma mín er Sigrún Sturludóttir. Síðan er amma mín í föðurætt, Sigríður Hansdóttir, sem er einnig ættuð úr Súgandafirði. Hvernig varð NINE KIDS til? Í upphafi árs var staðan þannig að ég þurfti að hætta að vinna því það var ekki að ganga upp að vera með eitt barn hjá dagmömmu, tvö á leikskóla og við hjónin bæði í fullri vinnu. Í kjölfarið fórum við með vinum okkar erlendis þar sem hugmyndin kviknaði að við konurnar myndum gera eitthvað skemmtilegt saman. Úr varð að við opnuðum barnavöruverslun 1. 26
Þetta gengur allt vonum framar og við erum spenntar fyrir framhaldinu en við erum að selja bílstóla, kerrur, barnavagna, fatnað, húsgögn og bara allt sem viðkemur því að eiga eða eignast barn. Sjón er sögu ríkari! Hver eru framtíðarplönin? Framtíðarplönin eru að halda áfram
jólablað 2018
að njóta lífsins með litlu ormunum mínum og manninum og vera besta útgáfan af sjálfri mér. Að lokum langar mig að bjóða alla Súgfirðinga velkomna í verslunina mína, NINE KIDS, Fellsmúla 24. Þeir sem vilja heimsækja síðuna okkar ninekids.is og versla þar fá 10% afslátt af öllu til 31. desember 2018. Afsláttarkóðinn er SUGANDI . Sjáumst!
Ísafjarðarbær óskar Súgfirðingum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Ísafjarðarbær
Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1 | 400 Ísafjörður | 450 8000 | postur@isafjordur.is
isafjordur.is
27
Súgandi
Tvö vel heppnuð Myndaog minningakvöld Góð mæting var á fyrsta Myndaog minningakvöld vetrarins 5. september sem var haldið í Gerðubergi í Breiðholti í fyrsta skipti.
Einnig var sýnd var heimildarmynd sem Eyþór Eðvarðsson og Ingrid Kuhlman gerðu um byggingu verbúðarinnar Ársól í Staðardal. Yfir 100 manns komu að byggingunni og fylgst er með ferlinu frá teikningu til tjörgunar. Sagt er fá verbúðunum á Vestfjörðum, aflraunasteinunum, fólksbílnum (bjöllunni) hans Guðna sem fannst hjá safnara á Reykhólum, Steina Steins, sjóslysunum, óværunni sem drap hrútana, lífinu í verinu, fyrsta vélbátnum, uppbyggingu þorpsins og sýndar myndir af öllum byggingarstigum. 28
Myndir: Elsa Eðvarsdóttir og Sigurður Ólafsson
Sturla Gunnar Eðvarðsson sagði frá ætt og uppruna afa síns og nafna Sturlu Jónssonar en saga hans er samtvinnuð sögu Suðureyrar og Súgandafjarðar. Sagt var frá sjómennsku og útgerð hans frá því hann byrjaði ungur til sjós með föður sínum, m.a. frá ýmsum ævintýrum til sjós. Vísur kunni Sturla ógrynni af og var þeim gerð góð skil, sem og félagsmálum, en Sturla var m.a. formaður íþróttafélagsins Stefnis í 17 ár og hreppstjóri í 30 ár, svo fátt eitt sé nefnt. Sturla sýndi ýmsar myndir úr fjölskyldualbúmum stórfjölskyldunnar.
jólablað 2018
Annað Mynda- og minningakvöldið var haldið 14. nóvember sl. í Gerðubergi. Hildur Guðbjörnsdóttir steig fyrst á stokk og sagði frá ævi og störfum ömmu sinnar Kristrúnar Örnólfsdóttur og afa síns Björns Guðbjörnssonar í máli og myndum. Sýndar voru myndir af samferðamönnum og afkomendum þeirra. Einlæg og falleg frásögn af fólkinu sem lagði grunninn að þorpinu.
rúmum 30 árum á Suðureyri. Hann tók viðtöl við fólk á vinnustöðum og heimsótti m.a. beitningaskúrana, Fiskiðjuna Freyju, Kögurás, Elínu Þorbjarnadóttur, Suðurver og leikskólann. Yfir 100 manns koma
Sveinbjörn Jónsson sagði frá og sýndi fjölmargar ljósmyndir sem teknar voru fyrir 1974, m.a. úr Staðarrétt og af minnisstæðu fólki á Suðureyri. Um var að ræða persónulegt val úr myndum sem Sveinbjörn tók fyrir Jóhannes bróður sinn auk mynda sem Jóhannes tók af eldra og yngra fólki við störf og leik. Sveinbjörn sagði frá myndunum og söng síðan lag og Eric Clapton spilaði undir. Sýndar voru ómetanlegar upptökur sem Sigurður Ólafsson tók fyrir 29
Súgandi
fyrir og margir þeirra eru nú látnir og sumir voru þá í leikskólanum. Snorri Sturluson, sem aðstoðað Sigga og tók nokkur viðtöl, sagði frá. Sólrún Bjarnadóttir vann á leikskólanum Tjarnarbæ í janúar 1986 og tók einstakar ljósmyndir af börnunum sem þá voru í skólanum. Nokkrar af þeim ljósmyndum voru sýndar á Myndaog minningakvöldinu.
30
jรณlablaรฐ 2018
31
Súgandi
SÚGFIRÐINGASKÁLIN 2018 Hún er komin á fermingaraldurinn keppnin okkar um Súgfirðingaskálina í bridds, góður aldur og mikið líf. Í haust hefur verið spilað á níu til tíu borðum og hefur ekki verið fjölmennara frá upphafi. Það er vel enda nóg pláss hjá okkur og hvetjum við alla til að taka þátt. Þátttakendur eru í bland bornir og barnfæddir Súgfirðingar og aðrir áhugamenn tengdir og ótengdir Súgandafirði, sem gerir hópinn öflugri og margbreytilegri og keppnina skemmtilegri. Það er í anda Súgfirðingafélagsins sem síðustu árin hefur verið með kröftugra móti og eitt fárra átthagafélaga sem eflist með aldrinum sem sést á þeirri miklu fjölbreytni sem blasir við þeim sem fylgjast með starfinu. Þegar þetta er skrifað hafa þrjár lotur verið spilaðar um Súgfirðingaskálina af átta yfir veturinn og Alls hafa 20 pör hafið keppni og því mikið eftir af lýkur keppninni í apríl n.k. Eftir þessar þrjár lotur er þessari keppni þar sem röðin getur breyst fram á staðan þannig og tíu efstu: síðustu lotu. Þær lotur sem eftir er að spila verða eftirtalda daga: 17. desember n.k., 28. janúar 2019, 25. Ágúst Þorsteinsson – Margrét Gunnarsdóttir 644 stig febrúar, 25 mars og 29. apríl. Hafliði Baldursson – Árni Guðbjörnsson
625 stig
Steinþór Benediktsson – Birgir Benediktsson 618 stig Ásgeir Ingvi Jónsson – Sigurður G. Ólafsson
609 stig
María Weinberg – María Kristína Rúnarsdóttir 605 stig Karl Bjarnason – Ólafur Ólafsson
602 stig
Rafn Haraldsson – Jón Sveinsson
594 stig
Ásgeir Sölvason – Sölvi Ásgeirsson
593 stig
Kristín Andrewsdóttir – Jórunn Kristinsdóttir 575 stig Eiríkur Þorsteinsson – Matthías Einarsson
32
573 stig
Ég vil að lokum þakka öllum spilurunum fyrir þátttökuna og frábæran félagsskap. Hópurinn er eins og ein stór fjölskylda og hlakka allir til að koma á næstu Súgfirðingaskál. Við í briddshópnum færum Súgfirðingum og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og þökkum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða með ósk um farsæld á nýju ári. Kristján Pálsson
jólablað 2018
Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er.
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Kæru Súgfirðingar
Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður
Verið velkomin á Hársnyrtistofu Dóra Langholtsvegi 128 Sími 568-5775 Guðrún Karls
upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
33
Súgandi
CANDY CANE OSTAMÚS Innihald: 12 stk. Oreo kexkökur 3 msk smjör, bráðið 100 g hvítt súkkulaði 300 ml rjómi 8 msk flórsykur 280 g Gott í matinn rjómaostur 1 tsk. myntudropar
Hrærið rjómaostinn þar til hann verður mjúkur og sléttur.
Aðferð: Setjið Oreo kexkökurnar í matvinnsluvél og hakkið þar til þær verða fínmalaðar.
Ef þið viljið hafa ostamúsina tvílita þá þurfið þið sprautupoka. Dýfið tannstöngli ofan í gel matarlit og setjið rönd af matarlit upp eftir pokanum. Setjið ostamúsina ofan í pokann og sprautið henni í glösin.
Bræðið smjörið og hrærið saman við Oreo kexkökurnar. Setjið 1-2 msk af Oreo í hvert glas fyrir sig og þjappið kexblöndunni örlítið niður í botninn.
Blandið hvíta súkkulaðinu saman við rjómaostinn og hrærið vel saman ásamt myntudropunum. Blandið rjómanum varlega saman við og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
Skreytið með Candy cane brjóstsykri og rauðum sprinkles eða Jimmy's.
Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði eða á lágum hita þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg.
Kælið ostamúsina í 2 klst. Geymið í kæli þar til hún er borin fram. Gott er að gera ostamúsina daginn áður.
Setjið súkkulaðið svo til hliðar á meðan þið undirbúið restina. Látið súkkulaðið ná stofuhita.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir
Þeytið rjómann þar til hann er nánast stífur, blandið flórsykri saman við og hrærið með sleif.
34
jólablað 2018
Dagskráin framundan Janúar 23. janúar - Mynda- og minningakvöld í Gerðubergi. Auglýst nánar á fréttaveitunni. 28. janúar - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Febrúar
23. febrúar - Góublót á Suðureyri, nánari upplýsingar hjá körlum sem búa í firðinum fagra. 25. febrúar - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Mars 2. mars - Árshátíð Súgfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldið að Stangarhyl 4 í Reykjavík. Aðalfundur Súgfirðingafélagsins - nánar auglýst síðar 20. mars - Mynda- og minningakvöld í Gerðubergi. Auglýst nánar á fréttaveitunni. 25. mars - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Apríl 29. apríl - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Júlí Mynda- og minningakvöld - auglýst síðar á fréttaveitunni.
35
Egils Hvítöl hefur verið elskað af íslensku þjóðinni síðan 1913
ER NÚNA KOMIÐ Í DÓS