jólablað 2019
Súgandi
Jólablað 2019 | 40. árg. 2. tbl.
Súgandi
Frá stjórn Félagslíf Súgfirðingafélagsins hefur verið blómlegt í haust og Súgfirðingar myndugir við að koma saman á þeim viðburðum sem félagið hefur staðið fyrir. Súgfirðingaskálin hófst í september, en María Weinberg Jóhannesdóttir hefur tekið við umsjón með spilamennskunni. Mynda- og minningakvöld var haldið 18. september í Gerðubergi. Þar var mjög áhugaverð dagskrá sem Eyþór Eðvarðsson setti saman og góð mæting að vanda.
Að lokum viljum við í stjórn óska ykkur öllum gleðilegra jóla og þakka ykkur fyrir góða samveru á árinu sem er að líða. Megi árið 2020 verði okkur öllum gleði- og gæfuríkt. Vonandi sjáum við sem flesta á viðburðum félagsins á nýju ári!
Í október var Súgfirðingakaffið haldið í Safnaðarheimili Bústaðarkirkju. Þar var tilkynnt um fyrstu úthlutun úr Viðlagasjóðnum eftir að reglum um úthlutun var breytt. Fornminjafélagi Súgandafjarðar var veittur styrkur til fjármögnunar landnámsskála Hallvarðs súganda sem er í byggingu í botni Súgandafjarðar. Haldið var konukvöld þann 7. nóvember sl. sem heppnaðist afskaplega vel í alla staði. Fjölmargar konur mættu og nutu frábærrar dagskrár auk þess sem margar fóru heim með flottan happdrættisvinning.
2
Erna Guðmundsdóttir formaður
jólablað 2019
Efnisyfirlit 2 - Frá stjórn 4 - Sögustund í Staðardal 6 - Vel heppnað konukvöld 10 - Sigrún Sturludóttir Minning um heiðursfélaga 12 - Bygging landnámsskála Hallvarðs súganda 16 - Íslandssaga 20 ára 21 - Ómissandi um jólin 22 - Nýr umsjónarmaður Súgfirðingaskálarinnar 24 - Verbúðin Ársól í Staðardal 26 - Gjafir í Súgfirðingasetrið 27 - Dagskráin fram undan 28 - Mynda- og minningakvöld 32 - Súgfirðingakaffi 36 - Takk Kristján Pálsson 38 - Piparkökuhús 42 - Viðlagasjóður styrkir skála Hallvarðs súganda 44 - Súgfirðingaskálin 2019 46 - Vestfirski fornminjadagurinn
SÚGANDI JÓL 2019 Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is Ábyrgðarmaður: Ólöf Birna Jensen Ljósmynd á forsíðu: Ólöf Birna Jensen Ljósmyndarar fyrir viðburði: Ingrid Kuhlman, Eyþór Eðvarðsson, María Weinberg og Elsa Eðvarðsdóttir Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa: Formaður: Erna Guðmundsdóttir - GSM: 770 0248 - ernag0206@gmail.com Varaformaður: Neníta Margrét Aguilar - GSM: 6633585 Gjaldkeri: Björk Birkisdóttir - GSM: 852 8282 - bjork0604@gmail.com Ritari: Pálína Björg Snorradóttir - GSM: 840 1774 - palinab@gmail.com Ritstjóri: Ólöf Birna Jensen - GSM: 661 7380 - oboj@simnet.is Meðstjórnendur: Guðrún M Karlsdóttir - GSM: 869-3010 - gmkarld@ gmail.com Elsa Eðvarðsdóttir - GSM: 868 1379 - elsaedv@gmail.com Umbrot: Grétar Örn Eiríksson Prentun: Prentmiðlun ehf
3
Súgandi
SÖGUSTUND Í STAÐARDAL
Ljósmyndir: Ingrid Kuhlman.
Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar, stóð fyrir sögustund í Staðardal sem hluta af dagskrá Act Alone 2019. Hann sagði frá verbúðunum, verstöðvunum, baráttunni við náttúruöflin og m.a. sjóslysinu þegar allir karlmenn í Staðardal drukknuðu í einum róðri. Einnig Talisman skipsstrandinu árið 1923 og þeim hörmulegu örlögum sem biðu skipverja eftir að hafa komist í land í gegnum brimið. Eyþór sagði einnig frá lífinu í verinu, dauðanum, draugunum og manngæskunni, aflraunamönnum og sýslumönnum. Þetta var lifandi og skemmtileg sögustund á fallegum stað þar sem fólk fékk að spreyta sig á aflraunasteinunum sem liggja fyrir aftan verbúðina.
4
jólablað 2019
Súgfirðingasetrið í faðmi fjalla blárra
Minnum félagsmenn á að fallegt er í Súgandafirði á veturna og gott að gista í Súgfirðingasetrinu. Sumarverð 36.000 kr Vetrarverð 29.000 kr Helgarverð á vetrartíma 20.000 kr Sæluhelgin 40.000 kr Afsláttur til öryrkja og eldri borgara 20 prósent af vetrarverði. www.sugandi.is 5
Súgandi
Vel heppnað konukvöld Súgfirðingafélagið hélt afar veglegt konukvöld 7. nóvember sl. Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur fjallaði um heildræna heilsu og áhrif kollagens á heilbrigðið okkar. Jóhanna Ólafsdóttir, sem rekur JóGu búð kynnti fjölnota dömubindi og hreinsiskífur. Bjartur Guðmundsson fjallaði í sínum fyrirlestri um mikilvægi jákvæðs hugarfars og lét salinn gera æfingar sem auka vellíðan og orku. Nú segjum við AKKERI, berjum okkur á brjóst, fögnum og stökkvum í loft upp af gleði. Tveir fulltrúar Marglyttanna, þær Þórey Vilhjálmsdóttir og Birna Bragadóttir, sögðu okkur frá boðsundi sínu yfir Ermasundið. Markmiðið með sundferðinni var að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar og mikilvægi þess að vernda auðlindir hafsins. Í boðsundinu söfnuðu Marglytturnar áheitum fyrir Bláa herinn. Um tónlistaratriði kvöldsins sáu Ragna Björg söngkona og Vignir Þór undirleikari. Kynnir kvöldsins var engin önnur en hin víðfræga Saga Garðardóttir. Happdrætti kvöldsins var glæsilegt og þakkar 6
stjórn Súgfirðingafélagsins bæði þeim söfnuðu vinningum og þeim sem gáfu vinninga fyrir framlag sitt. Súgfirðingafélagið sendir öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera kvöldið eins glæsilegt og raun bar vitni hugheilar þakkir.
jรณlablaรฐ 2019
7
SĂşgandi
8
jรณlablaรฐ 2019
9
Súgandi
Sigrún Sturludóttir Minning um heiðursfélaga
Sigrún Sturludóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 18. apríl 1929. Hún lést 1. nóvember 2019. Sigrún var dóttir hjónanna Kristeyjar Hallbjörnsdóttur húsmóður og Sturlu Jónssonar oddvita og hreppstjóra á Suðureyri. Árið 1949 giftist Sigrún Þórhalli Halldórssyni verkstjóra og sveitarstjóra en hann lést 23. apríl 2015. Dætur Sigrúnar og Þórhalls eru Inga Lára, Sóley Halla, Auður og Steinunn. Sigrún var mikil félagsmálakona sem vann mikið og óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins. Meðan þau hjón bjuggu í Súgandafirði sat hún í stjórn og var formaður kvenfélagsins Ársólar sem og formaður
10
leikfélagsins. Eftir að þau fluttu suður gegndi hún formennsku í Súgfirðingafélaginu frá 1975-1977 og varð síðar heiðursfélagi þess. Sigrún hlaut viðurkenningu fyrir félagsstörf sín þegar forseti Íslands sæmdi hana riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félagsstörf hennar á nýársdag 2006. Hún var virkur félagi í Súgfirðingafélaginu og við minnumst hennar fyrir allt það góða starf sem hún innti af hendi fyrir félagið með þakklæti og hlýju. Megi minning um merka konu lifa.
jรณlablaรฐ 2019
11
Súgandi
Bygging landnámsskála Hallvarðs súganda
Myndir af byggingu skálans: Ingrid Kuhlman
Dagana 6.-8. ágúst stóð Fornminjafélag Súgandafjarðar fyrir námskeiði í torfog steinhleðslu í samstarfi við Kristínu Auði Kelddal Elíasdóttur hleðslumann og skrúðgarðyrkjumeistara úr Dýrafirði. Námskeiðið var haldið í tengslum við byggingu landnámsskálans sem er tilgátuhús byggt á fornleifauppgreftri á Grélutóftum í Arnarfirði. Skálinn var teiknaður af arkitektastofunni Argos en hún teiknaði einnig skálann á Eiríksstöðum í Haukadal og í Brattahlíð á Grænlandi.
12
Áður en námskeiðið hófst annaðist Sindri Björnsson jarðvegsskipti á gröfu af einstakri snilld og fór hann margar ferðir í ána til að ná í möl. Jarðvegsskiptin voru talin nauðsynleg til að frostið skemmi ekki hleðsluna. Róbert Örn Albertsson tók síðan að sér að aka vörubílnum og gröfunni og veitti ómetanlega aðstoð við að ná í grjót uppi á Botnsheiði og klömbrur í Botni. Vaskur hópur þátttakenda mætti að morgni 6. ágúst og hóf að leggja grunninn sem samanstendur af grjóti fengnu af Botnsheiðinni. Síðan var hafist handa við að hlaða veggi skálans úr klömbru. Klambra var stungin eins og þríhyrningur og voru hnausarnir lagðir á víxl í veggina þannig að þær mynduðu skámynstur. Sérstakir klömbruhnausar voru stungnir með skóflu og notaðir í inngang skálans. Helga Guðný Kristjánsdóttir og Björn Birkisson í Botni lögðu til mýrina sem stungið var úr. Torfur og strengir voru sótt í Neðri Breiðadal og lögð á
jólablað 2019
milli laga til að binda saman klömbruhleðsluna. Byrjað var á að hlaða grjótvegg við hliðina á skálanum sem er úr streng og grjóti. Haldið verður áfram með þann vegg á næstu árum. Á næsta ári verður lokið við að hlaða veggi skálans auk þess að smíða grindina og loka húsinu. Þriðja árið verður hugað að innanstokksmunum og því sem tilheyrði þ.m.t. langeldinum, rúmum, þiljum og öðru. 13
Súgandi
Helga Guðný í Botni bauð öllum sem það vildu að kaupa hjá sér hádegismat og kaffi og var mikil ánægja með matinn. Fornminjafélagið þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg enda ljóst að svona verkefni er eingöngu hægt að gera með góðu fólki.
14
jรณlablaรฐ 2019
15
Súgandi
ÍSLANDSSAGA 20 ÁRA
Þann sjötta desember sl. hélt Íslandssaga upp á 20 ára afmælið sitt og ræddi ritstjóri Súganda við einn eigendanna. Öll vikan á undan var undirlögð af hátíðarhöldum þar sem starfsfólk skemmti sér við fjársjóðsleit, laxasmakk, það teiknaði og skrifaði niður minningar, tekin voru upp spil, boðið var upp á súpu, kaffi og með því og á föstudagskvöldinu var jólahlaðborð þar sem saman komu Íslandssaga, Klofningur, Vestfirskur og fleiri boðsgestir og skemmtu sér fram á kvöld. Segðu okkur aðeins frá sjálfum þér og stofnun fyrirtækisins: Óðinn Gestsson heiti ég og er sonur Gests Kristinssonar og Sollu Kitt (Sólveigar Kristjánsdóttur). Pabbi var ættaður úr Dýrafirði en mamma er borinn og barnfæddur Súgfirðingur. Sjálfur á ég þrjár stelpur Tinnu, Töru og Veru, Tinna býr í Noregi, Tara býr á Suðureyri og Vera býr í Reykjavík. Ég á orðið 16
átta barnabörn, þrjú í Noregi, þrjú á Suðureyri og tvö í Reykjavík. Sjötta desember 1999 var ákvörðun tekin um að
jólablað 2019
Myndir með grein: Guðrún Oddný Schmitd, Ingólfur Þorleifsson og Sigrún Sigurgeirsdóttir
stofna þetta félag. Samkvæmt fundarbókinni var stofnsamningurinn dagsettur sjöunda desember 1999 en við höfum alltaf haft það þannig að okkar dagur er sjötti desember, hitt var bara tæknileg útfærsla. Okkur var eiginlega ýtt út í þessi kaup þegar við fengum fax um að kaupa húsnæðið ásamt níutíu og fjórum tonnum af kvóta. Tilboðið var í gildi í mjög takmarkaðan tíma þannig það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Það var hringt í Elvar Einarsson og hann fenginn til liðs við okkur og við óðum bara í málið. Básafell hf. á Ísafirði kom með þetta tilboð til okkar og þegar ákvörðunin var tekin var það þannig að Guðni Einarsson og Básafell hf. stofnuðu félagið með 50% hlut hvor með 50 miljónir í hlutafé. Hálfum mánuði seinna var eignarhlutnum breytt og við Elvar komum inn. Í framhaldinu eignuðumst við þetta allt á fyrstu einu til tveimur árunum í góðu samstarfi við fyrri eiganda.
afla hráefnis og hefur markmiðið alltaf verið að reyna að vera svolítið sjálfbærir hvað það varðar. Til marks um það fylgdi fyrirtækinu 94 tonna kvóti en í dag erum við með um 1300 ígildi þannig að við höfum verið að bæta við okkur alveg jafnt og þétt. Það er hinsvegar ekki alveg nóg fyrir vinnslu af okkar stærð en við erum í góðu samstarfi við útgerðirnar á svæðinu og höfum alltaf verið og eru þar sumir sem hafa fylgt okkur frá fyrsta degi. Þar má nefna allra
Gott samstarf við útgerðirnar á svæðinu Fyrstu tvö árin fóru í að efla reksturinn í kringum okkur og fá fleiri til liðs við okkur í að 17
Súgandi
helst Flugöldu eða Þórð Sigurvinsson og hans fyrirtæki, það hefur verið sérstaklega gott að vinna með honum og hans fólki. Það hefur reyndar verið gott að vinna með flestum ef ekki öllum útgerðum hérna á Suðureyri. Stofnun Norðureyrar Fyrstu árin fóru í að líta í kringum okkur og efla samstarfið á svæðinu svo allir hefðu eitthvað upp úr þessu. Árið 2004-2005 tókum við útgerðarhlutann út úr fiskvinnslunni Íslandssögu og settum hann yfir í sérfélag sem heitir því skemmtilega nafni Norðureyri eftir eyrinni hérna beint á móti. Útgerðin hefur verið rekin í gegnum það félag síðan, þ.e.a.s. Norðureyri hefur fiskveiðiheimildirnar sem við höldum á í dag. Þetta hefur þróast þannig að fiskvinnslan Íslandssaga er í eigu Norðureyrar 18
þannig að það má segja að þetta sé búið að fara í hring. Við erum búnir að færa reksturinn af okkur persónulega yfir á félag sem við eigum. Þórður Sigurvinsson er einnig kominn inn sem eigandi bæði Norðureyrar og Íslandssögu ásamt tveimur félögum sem eiga lítinn hlut í útgerðarfélaginu og vinnslunni. Þetta var gert til að við værum ekki persónulega ábyrgir fyrir rekstrinum heldur félag í okkar eigu, það er bara skynsamara að hafa það þannig. Árið 2002 endurnýjuðum við flæðilínuna og settum upp nýjan vinnslubúnað. Árin 20062007 endurgerðum við frystiklefann og 2009-2010 var húsnæðinu aðeins breytt og starfsmannaaðstaða og skrifstofur gerðar eins og þær líta út í dag. Núna er komið að því að endurnýja í vinnslulínum aftur og erum við
jólablað 2019
búnir að kaupa búnað frá Marel sem við gerum ráð fyrir að setja upp frá 20. desember til fyrstu vikunnar í janúar.
vel að við vorum að tvöfalda framleiðsluna í því núna í byrjun árs. Ólíkt öðrum fyrirtækjum var besti rekstrartími okkar mánuðirnir eftir hrun þar sem við áttum ekki skuldir í erlendri mynt. Þegar áhrif hrunsins fóru að koma betur í ljós fór það að hafa meiri áhrif. Árið 2012 fórum við í gegnum fjárhagslegu endurskipulagningu og í kjölfarið á henni komu verstu rekstrarárin okkar. Árið 2015 fór fjárhagslega endurskipulagningin að bera árangur og eftir það hafa hlutirnir gengið alveg sæmilega, enda erum við orðin tuttuga ára.
Reksturinn ekki án áfalla Ekki hefur reksturinn gengið áfallalaust fyrir sig. Síðasta áfallið var þegar Einar Guðnason fórst úti við Gölt, sem var auðvitað töluvert högg fyrir fyrirtækið en við erum að krafla okkur út úr því. Við erum búnir að festa kaup á einum notuðum bát sem við ætlum að nota til að fleyta okkur í gegnum næsta ár því hugur okkur stefnir til nýs smíði á bát en það er allt í skoðun. Í dag er ekki búið að taka formlega ákvörðun um nýsmíði en þegar blaðið kemur út verður sú vinna kannski búin, það er eitthvað sem kemur í ljós. Árið 2008 keyptum við fyrirtæki í Súðavík sem heitir Vestfirskur og þurrkar harðfisk. Það gengur það Framtíðin liggur í laxavinnslu Framtíðarhorfur fyrirtækisins eru að skoða laxavinnslu samhliða vinnslu á hvítum fiski. Kvótar á Íslandi eru ekki að fara að aukast og stærri fyrirtæki eru að taka til sín stærri sneið af kökunni, en úrvinnsla á laxi er óplægður akur þannig séð. Síðan er hér fyrirtæki sem má og á að nefna í sömu andrá og okkur sem er Fisherman en það selur óhemju mikið af laxi, upp undir þúsund tonn á ári. Þeir þurfa að fá 19
Súgandi
hann unninn á einhvern hátt og er þar kominn grunnur fyrir okkur að vera framleiðendur fyrir þær vörur sem þeir taka svo og selja. Þarna getur verið tækifæri til að tryggja undirstöðurnar í þorpinu enn frekar. Við erum aðeins farnir að skoða þetta án þess að við getum farið nánar út í það. Margt líkt með okkur og Brødrene Karlsen Ég get hins vegar sagt frá skemmtilegri sögu sem tengist þessu. Við Elvar Einarsson fórum í heimsókn til Noregs til að skoða laxavinnslur í skítakulda í janúar 2018 og heimsóttum lítið þorp á lítilli eyju sem heitir Husøy. Það fyrsta sem við sáum var verksmiðjubygging ekkert svo ólík okkar verksmiðju. Járnið á henni var gult eins og fiskvinnslan var hér áður fyrr. Þetta fyrirtæki heitir Brødrene Karlsen og er fjölskyldufyrirtæki. Við komum þarna eftir að hafa gert boð á undan okkur og fengum leyfi til að koma í heimsókn. Þessi reynsla var svona eins og að fara og tala við sjálfan sig því þeir voru eiginlega bara nákvæmlega eins þenkjandi og við. Fyrsta spurningin sem ég
20
spurði var hvenær þetta hús hjá þeim væri byggt og var það byggt 1972 sem er sama ár og verksmiðjan hér á Suðureyri var byggð. Báðar eru gular með nákvæmlega eins járnum utan á. Ég velti því fyrir mér hvort það hafi verið einhver útsala á svona húsum í Evrópu á þessum tíma. Þetta fyrirtæki var í sömu sporum og við erum í dag árið 1991, þá voru þeir eingöngu í hvítfiski og var laxeldið að komast vel á koppinn á þeim tíma. Þeir voru að velta fyrir sér framtíðinni og enduðu á að eignast eitt laxeldisleyfi upp á þúsund tonn og keyptu svo meiri lax. Vinnslan í húsinu er sem sagt bæði hvítfiskur og lax og gengur það mjög vel hjá þeim með svipað húsnæði og við höfum. Það er líka svo skemmtilegt að íbúafjöldinn í bænum er nánast sá sami og okkar og grunnskólinn þeirra er með nánast jafn marga nemendur og eru hér í skólanum á Suðureyri.
jólablað 2019
Ómissandi um jólin - Brúnu augun 3 egg 2 bollar sykur 2 bollar púðursykur 300 g smjörlíki 6 1/2 bolli hveiti 2 bollar kókosmjöl 2 tsk natron 1 tsk salt (má sleppa) Súkkulaðidropar til skreytingar eftir baksturinn Deigið er hnoðað og búnar til litlar kúlur. Bakaðar við 200°C. Þegar platan er tekin út úr ofninum þarf að hafa hraðar hendur við að raða einum súkkulaðidropa ofan á hverja köku svo að þeir festist við kökurnar. Súkkulaðið bráðnar aðeins fyrst svo ekki er hægt að raða kökunum fyrr en súkkulaðið storknar aftur. Þorlaug Guðfinna Þorleifsdóttir á þessa uppskrift.
Fisherman óskar öllum til sjávar og sveita gleðilegra og friðsamlegra jóla. Við þökkum kærlega fyrir viðskiptin og samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til nýja ársins sem er handan við hornið.
BORÐUM MEIRI FISK 21
Súgandi
Nýr umsjónarmaður Súgfirðingaskálarinnar
Hvernig var að búa í útlandinu öll þessi ár? Það var mjög gott að vera í Bandaríkjunum en auðvitað skiptust á skin og skúrir eins og hjá öllum. En í heildina litið var þetta mjög góður tími. Ég vann stærsta hluta tímans hjá IBM, sem var góður vinnustaður.
Þú fluttir aftur til Íslands fyrir nokkrum árum síðan. Hvað varð til þess að þú fluttir og hvernig hefur það lagst í þig? Eftir að maðurinn minn lést var ekkert sem batt mig við Bandaríkin lengur. Sonurinn var fluttur til Svíþjóðar og kominn með konu og tvo syni og það er einfaldara að ferðast frá Íslandi til Svíþjóðar en frá Bandaríkjunum. Einnig togaði heimþráin og löngunin til að vera meira með fjölskyldunni og gömlum vinum en áður meðan María Þrúður Weinberg Jóhannesdóttir, starf og heimili héldu mér þar ytra, þannig að eða Didda eins og hún er kölluð, er mikill ég flutti árið 2016 og er alkomin heim. briddsspilari og hefur hún tekið við umsjón Súgfirðingaskálarinnar af Kristjáni Pálssyni. Hvað var það fyrsta sem þú tókst eftir þegar Okkur í ritstjórninni fannst tilvalið að taka þú fluttir aftur heim? viðtal við Diddu og forvitnast aðeins um Ég flutti rétt fyrir áramót svo veðurfarið heillaði ekki svo mikið, en það sem ég varð mest hissa hana og hennar hagi. á var stressið og asinn sem hér ræður flestum, og svo umferðarómenningin. Einnig eru Segðu aðeins frá sjálfri þér. Ég er 66 ára gömul ekkja til sjö ára og á einn son Ameríkanar miklu tillitssamari og kurteisari en og tvö barnabörn. Foreldrar mínir voru Svava við Íslendingar, sem tölum minna og erum ekki Valdimarsdóttir og Jóhannes Þórður Jónsson (Jói eins frjálslegir og Kanarnir. kaupi) og fyrstu ár bernsku minnar ólst ég upp á Suðureyri umvafin vinum og skyldmennum. Það voru góð ár. Síðan flutti fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem ég lauk grunnskólagöngu minni. Svo lá leiðin í Kennaraskólann þaðan sem ég lauk námi 1973. Fljótlega eftir það flutti ég til Bandaríkjanna með fyrri manni mínum sem átti amerískan föður. 22
Þú hefur nú tekið við Súgfirðingaskálinni, hvernig líst þér á þetta nýja hlutverk? Það er mjög krefjandi og skemmtilegt og ég er full metnaðar að láta það ganga sem bezt. Hvað finnst þér skemmtilegast við briddsið? Bridds er mikil þjálfun fyrir hugann og svo skemmir ekki að félagsskapurinn er góður og vænn.
jólablað 2019
Geturðu deilt leyndarmáli þegar kemur að briddsinu? Hvað eiga allir góðir briddsarar sameiginlegt? Góður briddsari á engin leyndarmál en pör sem hafa spilað mikið saman eiga sér oft sér túlkanir á kerfinu. Það á að vera glaðlyndi og heiðarleiki í leiknum, því þetta er fyrst og fremst leikur.
Eitthvert lífsmottó? Ég hef lært á langri ævi og af samferðafólki mínu að taka einn dag í einu og hugsa ekki um það sem liðið er. Gærdagurinn kemur aldrei aftur og morgunndagurinn er í ókominni framtíð. Lifum því fyrir líðandi stund og gleðjumst með glöðum.
23
Súgandi
Verbúðin Ársól í Staðardal
Í sumar var nauðsynlegu viðhaldi sinnt á verbúðinni Ársól í Staðardal. Viðartjara var borin á í annað sinn en tjaran verndar viðinn gegn vatni, dregur úr veðrun og eykur náttúrulegt útlit viðarins. Auk þess voru sóttar þökur í Önundarfjörð til að setja á þakið, sem var orðið þurrt og gulleitt. Rætt var við Guðmund Karvel um að athuga hvort hægt sé að virkja hurðabúnaðinn sem Jón Vigfús Guðjónsson gaf félaginu og var í anddyrinu hjá Þórði Maríassyni. Hugmynd var að setja upp spil fyrir framan verbúðina en ekki hefur tekist að finna það enn. Ekkert borð er við verbúðina en gaman væri að gera stóla og borð, t.d. úr stórum rekaviðardrumbum sem myndu ekki fjúka. Verbúðin er vinsæl hjá ferðamönnum og algengt er að sjá fólk koma, skoða verbúðina og taka ljósmyndir.
24
jólablað 2019
Við óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári 25
Súgandi
Gjafir í Súgfirðingasetrið Gjöf frá Auði Þórhallsdóttir Auður Þórhallsdóttir færði Súgfirðingasetrinu fallega ljósmynd prentaða á striga sem hún fékk úr búi foreldra sinna Sigrúnar Sturludóttur og Þórhalls Halldórssonar. Hún hefur verið sett upp í stofuna þar sem hún sómar sér vel innan um aðrar fallegar myndir af Suðureyri og Súgandafirði, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Strigamyndin er hægra megin á ljósmyndinni. Súgfirðingafélagið færir Auði innilegar þakkir fyrir gjöfina.
Gjöf í nafni Valbjargar Jónsdóttur Í haust barst Súgfirðingafélaginu höfðingleg gjöf frá börnum Valbjargar Jónsdóttur, sem lést í september sl. Gáfu þau Súgfirðingafélaginu myndir sem varðveittar verða í fallega Súgfirðingasetrinu okkar fyrir vestan. Súgfirðingafélagið þakkar þeim innilega fyrir gjöfina. Blessuð sé minning Völlu.
26
jólablað 2019
Dagskráin fram undan Janúar Mynda- og minningakvöld í Gerðubergi. Auglýst nánar á fréttaveitunni. 27. janúar - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Febrúar
15. febrúar - Þorrablót Súgfirðingafélagsins í Reykjavík í Stangarhyl 4 í Reykjavík. Þorrablót á Suðureyri, nánari upplýsingar hjá kvenfólkinu í firðinum fagra. 24. febrúar - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Mars 1. mars - Aðalfundur Súgfirðingafélagsins - nánar auglýstur síðar 30. mars - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Apríl 27. apríl - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Maí Mynda- og minningakvöld í Gerðubergi. Auglýst nánar á fréttaveitunni.
Júlí Sumarblað Súgfirðingafélagsins kemur út
27
Súgandi
Vel heppnað
Mynda- og minningakvöld Það var þéttsetið á Myndaog minningakvöldinu sem var haldið í Gerðubergi í Breiðholti 18. september sl. Þrjú erindi voru á dagskránni, hvert öðru áhugaverðara. Fyrsta erindið, sem Ásmundur Ólafsson flutti, var um minningar tengdar Súgfirðingum og hin sterku tengsl við Akranes en margir fluttu frá Suðureyri til Akraness þar sem aðstæður til útgerðar voru góðar. Annað erindið, sem María Játvarðardóttir flutti, fjallaði um verbúðarlífið á Suðureyri hér fyrr á árum. María var í verbúð á Suðureyri og kallaði erindið sitt Djamm og dósamjólk, verbúðir og vesen. Hún sagði á lifandi hátt frá því hvernig væri að vera fiskverkastúlka á Suðureyri á árunum 1971-1975. Síðasta erindið fjallaði um hjónin Guðna Jón Þorleifsson og Albertínu Jóhannesdóttur í 28
Botni. Þau hófu búskap á Kvíanesi árið 1918, fyrst í félagi við foreldra Albertínu sem þar höfðu verið ábúendur frá 1895. Árið 1927 settust þau síðan að í Botni I þar sem þau bjuggu þar til þau fluttust út á Suðureyri 1945. Þá höfðu þau alls eignast 11 börn sem öll nema eitt komust á legg. Það var Sigríður Jóhannesdóttir sem flutti erindið með aðstoð frá Arnbirni Jóhannessyni.
jรณlablaรฐ 2019
29
SĂşgandi
30
jรณlablaรฐ 2019
31
Súgandi
Vel heppnað Súgfirðingakaffi
Hið árlega Súgfirðingakaffi var haldið í sal Bústaðakirkju sunnudaginn 20. október sl. Kaffið er einn fjölsóttasti viðburður Súgfirðingafélagsins á hverju ári og jafnframt fjáröflun fyrir Viðlagasjóð. Tilkynnt var um styrk frá Viðlagasjóði til Fornminjafélags Súgandafjarðar sem er að byggja skála Hallvarðs súganda í botni Súgandafjarðar. Verkefnið hófst síðasta sumar og heldur áfram næstu tvö sumur. Erna Guðmundsdóttir formaður Súgfirðingafélagsins tilkynnti um styrkinn. Eyþór Eðvarðsson formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar sagði frá byggingunni og því sem væri fram undan. Súgfirðingakaffið er gott tækifæri til að hitta vini og ættingja og rifja upp gamlar og góðar minningar.
32
jรณlablaรฐ 2019
33
SĂşgandi
34
jรณlablaรฐ 2019
35
Súgandi
Takk Kristján Pálsson Kristján Pálsson hefur verið virkur í starfi Súgfirðingafélagsins í mörg ár og meðal annars setið í stjórn félagsins, séð um Súgfirðingaskálina í briddsinu, haft umsjón með golfmótum félagsins ásamt ótal mörgum öðrum verkum sem hann hefur sinnt af miklum krafti og elju. Kristján hefur nú afhent briddskeflið til Maríu Þrúðar Weinberg Jóhannesdóttur (Diddu). Það er því tilefni til að þakka Kristjáni innilega fyrir margra ára vel unnin störf í þágu félagsins. Stjórn setti saman litla myndasyrpu sem sýnir Kristján að störfum og á skemmtunum í gegnum tíðina. Takk fyrir okkur!
36
jólablað 2019
VIÐ FÆRUM ÞÉR ORKUNA
ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 400 Ísafirði
450 3211 456 3204
orkubu@ov.is www.ov.is
37
Súgandi
2018
Ég heiti Rannveig Magnúsdóttir og er uppeldisog menntunarfræðingur að mennt. Síðastliðin átta ár hef ég starfað sem aðstoðarmaður lögmanna. Ég er búsett á Akureyri með eiginmanni mínum, Sindra Kristjánssyni lögfræðingi, og börnum okkar þeim Sigrúnu Margréti, 6 ára, og Kristjáni Tómasi, 1 árs. Ég er fædd í Reykjavík árið 1984 en móðir mín, frú Ágústa Gísladóttir, flaug með mig heim til Suðureyrar þegar ég var aðeins nokkurra daga gömul. Í skólastjórabústaðnum að Túngötu 10, sem þá var, hitti ég föður minn Magnús Sigurð Jónsson, skólastjóra, og systkini mín fjögur. Ég er Súgfirðingur í föðurætt og
38
var afi minn hinn mikli meistari Jón “Nonni Kitt” Kristjánsson. Ég er alnafna ömmu minnar Rannveigar Magnúsdóttur. Bæði er ég mikil jólakúla og hef alltaf haft gaman af því að baka. Bæði mamma og amma lögðu mikla áherslu á að baksturinn væri ekki aðeins ljúffengur heldur einnig fallegur. Við gerðum ekki piparkökuhús þegar ég var að alast upp en þau hafa alltaf heillað mig, ekki síst þar sem margir virðast vera í stökustu vandræðum með að klambra þeim saman. Árið 2007 ákvað ég svo að prófa að gera fyrsta húsið. Ég teiknaði upp einfalt snið og það reyndist mér mjög auðvelt að byggja húsið og upp frá því hef ég gert hús fyrir hver jól. Ég setti mér það markmið í upphafi að reyna alltaf að gera eitthvað nýtt á hverju
jólablað 2019
ári og þannig yrði hvert hús áskorun. Fyrst bætti ég við brjóstsykurgluggum og ljósum, því næst þakplötum, svo var það handrið, verönd, reykelsi í stromp, kransar o.fl. og þannig hafa húsin smátt og smátt orðið íburðarmeiri.
2017
Það er svo orðið að hefð að ég birti alltaf myndir af húsi ársins á fyrsta í aðventu og ég veit að það er sömuleiðis orðin hefð hjá mörgum að bíða eftir þeirri myndbirtingu. Húsið sem ég gerði í ár er allt öðruvísi en húsin sem ég hef áður gert. Ég byggði það á stöllum og kemur það í raun út eins og piparkökuþorp og er ég afskaplega ánægð með útkomuna. frábæra miðli. En það vildi svo til að á sama tíma Gaman er að segja frá því að piparkökuhúsið var bróðir minn að ganga í gegnum tímabil 2008 var gert eftir þar sem hann S u ð u re y r a r k i r k j u harðneitaði að taka 2008 enda fátt jólalegra þátt í myndatökum en kirkjan okkar í af nokkrum toga. jólabúningi. Magnús dó þá ekki ráðalaus og Ég á margar góðar kom myndavélinni minningar frá fyrir í einum jólum og ég tel það blómapottinum inni algjör forréttindi í stofu og var kvöldið að hafa alist upp í skrásett á þann umhverfi þar sem hátt. Við eigum því jólin voru aldrei myndbandsupptöku tími streitu heldur af einum jólum samverustunda og sem líta út fyrir að rólegheita. Foreldrar vera einhverskonar mínir voru þó ár falin myndavél í hvert með mikið frumskóginum á tilstand og húsið var jólum. alltaf mikið skreytt. Sem barn á jólum á Suðureyri var það toppurinn Þegar ég var 16 ára, árið 2000, sótti ég á tilverunni þegar seríulengjan á milli Suðurvers Menntaskólann á Akureyri. Ég varði svo og Kaupfélagsins var hengd upp, þá máttu jólin sumrum mínum fyrir vestan fram til tvítugs en koma. þegar ég fór í háskólanám var ég alflutt. Ég man að ég áttaði mig ekki almennilega á því þegar Ein af mínum uppáhaldsjólaminningum er án ég ákvað að sækja nám norður í land að ég væri efa þegar faðir minn þróaði með sér brennandi í raun að flytja að vestan fyrir fullt og allt. áhuga á kvikmyndavélum og fannst kjörið að skrásetja jól fjölskyldunnar með þessum Árin mín heima á Suðureyri voru dásamleg 2015
39
Súgandi
og ég held að það sem var dýrmætast var að tilheyra samfélagi þar sem allir þekkja alla og allir skipta máli. Ég er líka þakklát fyrir að alast upp í þessu magnaða landslagi og finnst dýrmætt hversu sterk tengsl mynduðust við náttúruna. Mér finnst það alltaf áþreifanlegt þegar ég kem heim í fjörðinn fagra hversu mikil afurð þessa umhverfis ég er, krafturinn frá hafinu og fjöllunum er eitthvað sem ég finn hvergi annars staðar. Það jafnast ekkert á við það að vera heima. Ef ég ætti að tilnefna minn uppáhaldsstað þá væri það líklega hlíðin fyrir ofan Túngötuna. Þar var mörgum stundum varið, bæði í búum og á sleða. Foreldrar mínir eru enn búsett á Suðureyri og búa í ættaróðalinu “ömmu- og afahúsi” að Eyrargötu 5 þannig að ég er heppin að hafa greiðan aðgang heim reglulega. Ég kom síðast heim til Suðureyrar síðastliðið sumar. Ég vil að sjálfsögðu nýta tækifærið og óska fjölskyldu, vinum og Súgfirðingum öllum gleðilegra jóla! Munið að vera góð hvert við annað.
2016
40
2019
jรณlablaรฐ 2019
2014
2018
2016
2018
41
Súgandi
Viðlagasjóður styrkir skála Hallvarðs súganda Fyrsta styrkveiting úr Viðlagasjóði Súgfirðingafélagsins í Reykjavík fór fram í haust. Auglýst var á fréttavefnum og í sumarblaði félagins eftir umsóknum og var skilafresturinn 1. september sl. Ein umsókn barst frá Fornminjafélagi Súgandafjarðar, sem sótti um styrk til að fjármagna byggingu á landnámsskála í botni Súgandafjarðar en skálinn verður kenndur við landnámsmanninn Hallvarð Súganda. Umsóknin var samþykkt og hlaut verkefnið styrkveitingu upp á kr. 150.000.
42
Styrkveitingin var gerð opinber og kynnt í Súgfirðingakaffinu sem haldið var þann 20. október sl. Frekari umfjöllun um verkefnið er að finna annars staðar í blaðinu en sjá má myndir af skálanum og kynningunni hér fyrir neðan. Súgfirðingafélagið sendir Fornminjafélaginu óskir um velfarnað.
jรณlablaรฐ 2019
43
Súgandi
Súgfirðingaskálin 2019 Súgfirðingabriddsið byrjaði eins og vanalega í september. Eina breytingin er að Kristján Pálsson er sestur í helgan stein og ég að taka yfir. Það er erfitt að feta í fótspor þeirra hjónanna Kristjáns og Sóleyjar Höllu enda hafa þau lagt alúð við briddsið í mörg ár. En ég mun reyna mitt besta. Við erum búin að bæta við hópinn og erum yfirleitt að spila á níu borðum, sem Sigurpáll (Palli) stjórnar með glæsibrag. Við spilum Monrad kerfið og fara hæstu stigapörin á borð eitt eftir tvær umferðir og þannig heldur þetta svo áfram. Þetta er mjög góð æfing fyrir heilann og það er alltaf gott og gaman að hitta Súgfirðinga og aðra bridsspilara. María Weinberg Meðfylgjandi er heildarstaðan eftir þrjú skipti. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19
Ásgeir Ingvi Jónsson - Sigurður G. Ólafsson Sturla Gunnar Eðvarðsson - Björn Guðbjörnsson Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson Halldór Tryggvason - Rúnar Jónsson Sunna Ibsen - Eygló Karlsdóttir Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálsson Rafn Haraldsson - Jón Sveinsson Sigurður Þorvaldsson - Flemming Jessen Ágúst Þorsteinsson - Margrét Gunnarsdóttir Jórunn Kristinsdóttir - Inga Lára Guðmundsdóttir Hafliði Baldursson - Árni Guðbjörnsson María Weinberg - María Kristín Rúnarsdóttir Steinþór Benediktsson - Birgir Benediktsson Stefán Jónsson - Eiríkur Þorsteinsson Finnbogi Finnbogason - Magnús Jónsson Eðvarð Sturluson - Mortan Holm Hnikarr Antonsson - Guðbjartur Halldórsson Ásgeir Sölvason - Sölvi Ásgeirsson Þórður Guðbjörnsson - Sveinbjörn Högnason
44
651 628 612 608 608 607 601 593 585 578 574 569 555 545 528 500 492 401 133
jólablað 2019
Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
45
Súgandi
Vestfirski fornminjadagurinn haldinn á Suðureyri í annað sinn Ljósmyndir: Ingrid Kuhlman.
Vestfirski fornminjadagurinn var haldinn í mötuneyti Íslandssögu á Suðureyri 10. ágúst sl. og var góð aðsókn að viðburðinum en um 40 manns mættu frá öllum Vestfjörðum til að taka þátt og fræðast. Hugmyndin með deginum er að tengja fólk saman, miðla fróðleik um fornleifar og sögustaði á Vestfjörðum og skapa vettvang til að kynna verkefni sem lúta m.a. að skráningu, kortlagningu og rannsóknum á hverjum tíma. við þjóðsögur sem safnað var á Íslandi á 19. öld. Jón Jónsson sagnfræðingur hélt erindi um aftökustaði. Jón hefur skoðað marga slíka staði og sögur um þá. Margir þekktir aftökustaðir eru á Vestfjörðum og mikilvægt
Mörg fróðleg erindi voru á dagskrá. Valdimar Halldórsson staðarhaldari á Hrafnseyri sagði frá Hrafni Sveinbjarnarsyni höfðingja sem setti svip sinn á sögu Vestfjarða. Björn Birkisson, sem ásamt Helgu Guðnýju Kristjánsdóttur hefur unnið að því að staðsetja þekkt örnefni á kort í samvinnu við landeigendur og áhugafólk á Vestfjörðum, sagði frá aðferðafræðinni við að skrá örnefni. Sigurður Pétursson sagnfræðingur sagði frá verstöðvum og sjóþorpum fyrr á öldum og hvers vegna ekki hafi orðið til þéttbýli á Íslandi á 15.-19. öld, líkt og í öðrum löndum. Dr. Matthias Egeler sagði frá keltneskum áhrifum á miðöldum. Hann einblíndi sérstaklega á örnefni og sagnahefðina þar sem áhrifin eru hvað mest og kom inn á sterk tengsl örnefna 46
jólablað 2019
að saga þeirra gleymist ekki. Eyþór Eðvarðsson hélt erindi um landnámsskálabygginguna í botni Súgandafjarðar. Skálinn er tilgátuhús byggt á fornleifauppgrefti af svokölluðum Grélutóftum á Hrafnseyri í Arnarfirði. Sagt var frá Grélutóftunum og hvað þar kom í ljós og fjallað var um landnámsskálann sem er í byggingu. Við þökkum Íslandssögu innilega fyrir að leggja okkur til sal og kaffi.
47
Gleรฐileg jรณl
66north.is | @66north