SÚGANDI 2013
SÚGANDI 34. ÁRG. 1. TBL. 2013
Á SKOTHÓLNUM • SPURNINGAKEPPNI ÁTTHAGAFÉLAGANNA • VORBOÐI SÚGFIRÐINGASKÁLIN 2013 • DAGSKRÁ SÆLUHELGARINNAR 2013 • LEIKLISTARLÍF Á SUÐUREYRI ÞORRABLÓT SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS • NOGGINN • MYNDAKVÖLD SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS 1
SÚGANDI 2013
FRÁ STJÓRN SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS Félaginu okkar gengur vel. Fjöldi félagsmanna er í dag 333 og fjárhagsstaða félagsins er að batna. Við eigum íbúð á Suðureyri sem við fengum að gjöf og fallegur gróinn trjálundur í Heiðmörk er merktur okkur. Félagsstarfið er með miklum ágætum eins og fyrri ár. Þorrablótin eru vinsæl og vel sótt og eru alltaf góðra vina fundir. Kirkjukaffið er einn af þessum föstu liðum sem í gegnum árin hafa verði mjög vel sóttir og Súgfirðingar hafa ekki látið sitt eftir liggja að mæta með góðgæti á hlaðborðið til að styrkja Viðlagasjóðinn. En starfsfólk hans vinnur þetta í sjálfboðavinnu og stendur sig með miklum sóma. Ekki er óalgengt að það þurfi að leita vel að lausum sætum við borð til að borða kökurnar, en allir finna pláss að lokum. Súgfirðingafélagið gefur út tvö blöð á ári, sumarblað og vetrarblað og auglýsendur hafa verið duglegir að styðja við bakið á okkur og því má ekki gleyma að það þarf fjármagn til að gera góða hluti. Menningarstarf er vaxandi og sem dæmi mætti heiðursmaðurinn Kjartan Ólafsson til okkar í haust með fyrirlestur um Súgandafjörðinn sem sló algjörlega í gegn. Vonandi tekst okkur að fá Kjartan aftur í haust því hann er mikill fræðimaður og viskubrunnur um næstum allt sem viðkemur firðinum okkar. Sturla Gunnar Eðvarðsson, Eðvarð Sturluson og Bragi Ólafsson undirbjuggu ljósmyndakvöld sem þeir stóðu fyrir á Spot í Kópavogi núna á vordögum. Þeir höfðu safnað saman ótrúlega mörgum gömlum ljósmyndum frá Súgandafirði sem þeir sýndu og sögðu frá. Það var ógleymanlegt. Fjöldi Súgfirðinga og annarra félagsmanna hefur í nokkur ár hittist og spilað Bridge. Góður andi er í hópnum og samkennd. Í sumar er áætlað að vinna í Súgfirðingareitnum í Heiðmörk. Skiltið sem þar var er farið og það er þörf á að grisja aðeins og áætlað er að setja upp borð og bekki sem hægt er að sitja við og borða nesti.
2
Það sem núverandi og síðasta stjórn hafa einblínt á er að lækka skuldir félagsins. Lán sem tekið var til að greiða nauðsynlegt viðhald á húsinu okkar hækkaði verulega í hruninu og hefur verið þungur baggi á félaginu og mjög stór hluti félagsgjalda hefur runnið beint í að greiða af láninu. Við skulduðum í lok ársins 2011 samtals kr. 4.153.000 og í lok árs 2012 samtals kr. 2.9 milljónir. Við greiddum nýlega niður af höfðustólnum og mynda- og sögukvöldið skilaði okkur kr. 249.000. Við erum því með skuldina núna í rétt yfir 2 milljónir. Vonandi náum við að komast niður fyrir milljónina áður en þetta árið er á enda. Framundan í haust eru fleiri atburðir í félaginu til að styrkja fjárhaginn. Með samhentu átaki munum við Súgfirðingar klára þessa skuld, hratt og örugglega. Megi framtíðin brosa við okkur í Súgfirðingafélaginu. Það er gott að vera Súgfirðingur. Fyrir hönd stjórnar Súgfirðingafélagsins. Eyþór Eðvarðsson formaður
SÚGANDI 2013
EFNISYFIRLIT
BLS. 4 Á SKOTHÓLNUM - ELÍAS HAFSTEINSSON BLS. 6 SPURNINGAKEPPNI ÁTTHAGAFÉLAGANNA
Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is
BLS. 8 LEIKLISTARLÍF Á SUÐUREYRI
Ábyrgðarmaður: Auður Þórhallsdóttir
BLS. 12 VIÐTAL - ÁRSÆLL NÍELSSON
Ljósmynd á forsíðu: Siggeir Siggeirsson
BLS. 14 NOGGINN BLS. 16 DAGSKRÁ SÆLUHELGARINNAR 2013 BLS. 18 Á SKOTHÓLNUM INGÓLFUR GEIR GISSURARSON BLS. 20 SÚGFIRÐINGASKÁLIN Í BRIDGE 2013 BLS. 22 VORBOÐI - ÞÓRA JAKOBÍNA HRAFNSDÓTTIR BLS. 24 ÞORRABLÓT SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS BLS. 26 SAGA SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS Í MÁLI OG MYNDUM BLS. 28 BK KJÚKLINGUR BLS. 30 LYFJABORG BLS. 31 DAGSKRÁ SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS HAUST 2013
Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa: Formaður: Eyþór Eðvarðsson GSM: 892 1987 eythor@thekkingarmidlun.is Varaformaður: Auður Þórhallsdóttir GSM: 858 8352 audur.thorhallsdottir@samskip.com Gjaldkeri: Friðbert Pálsson GSM: 892 9092 fridbert@eff-ltd.com Ritari: Álfheiður Einarsdóttir GSM: 892 9029 alfheidur.einarsdottir@reykjavik.is Meðstjórnendur: Emma Ævarsdóttir GSM: 693 7664 eae14@hi.is Steinþóra Guðmundsdóttir GSM: 778 3735 steintorag@gmail.com Kristján Pálsson GSM: 859 7899 kristjanpalsson@hotmail.com Umbrot: Grétar Örn Eiríksson GSM: 848 2095 www.grafiskhonnun.is
3
SÚGANDI 2013
Á SKOTHÓLNUM Elías Hafsteinsson
Hverra manna ertu? Faðir: Hafsteinn Sigmundsson, Sigmundar (Simbi) Guðmundssonar, Guðmundar Guðmundssonar frá Gelti og Ragnheiðar Elíasdóttir, Elíasar Albertssonar frá Hesteyri.
Hvert var áramótaheitið? Ef ég heiti einhverju er það til að virða og er ekki tengt áramótum.
Móðir: Kristjana Friðbertsdóttir, Friðberts Péturssonar í Botni, Péturs Sveinbjarnarsonar frá Laugum og Kristjönu Jónsdóttur (Sjana í Botni), Jón Einarssonar íshússtjóra á Suðureyri.
Uppáhaldsmaturinn? Það sem klikkar ekki er grillaður humar í forrétt. Í aðalrétt hamborgarahryggur með brúnuðum kartöflum, sveppasósu og svo rauðkáli, Ora grænum baunum og rabbabarasultu og rauðvínsglas með. Í eftirrétt heimalagaður frómas að hætti mömmu, það er hinn fullkomni matseðill.
Fjölskylduhagir? Giftur Ástu Kristjönu Jensdóttur og eigum við saman Evu Lind ’95 og Matthías Orra ’97 og frá fyrra hjónabandi á ég Hafstein ‘79 í sambúð með Svanlaugu Erlu Einarsdóttur og eiga þau Gabriel Ómar ‘99, Elísu Birtu ‘05 og Benjamín Nóa ‘10. Sonur Ástu og uppeldissonur minn Elfar Þór ’81 í sambúð með Kristínu Dís Guðlaugsdóttur.
Uppáhaldstónlist? Rokk, helst þá Uriah Heep, Nazareth, Pink Floyd og Tina Turner, en er að linast með árunum. Er dálítið veikur fyrir blues og karlakórum ef hraustlega er sungið. Svo hef ég lúmskt gaman af því sem krakkarnir í “The Monster and Men” eru að gera, það fer upp í mér þjóðarstoltið að hlusta á þau í útvarpinu hér í Noregi.
Starf? Húsasmíðameistari og starfa sem verkstjóri hjá Kristiansund Byggservece as.
Uppáhalds leikari/leikkona? Ég fór oftar í leikhús hér áður fyrr og þótti alltaf gaman að sjá Gísla Halldórsson á sviði, skemmtilegur karakter var hann en í dag er það Siggi Sigurjóns. Af erlendum kvikmyndum er það hasartöffarinn Bruce Willis, bara vegna þess að Það er alltaf eitthvað að gerast í kringum hann, svo er hún Kate Winsley ómótstæðileg.
Hvar býrðu? Í Þorlákshöfn en ég flutti frá Suðureyri 5. september 1975. Hef verið búsettur síðastliðið ár í Kristiansund Noregi. Áhugamál? Stangveiði, ferðalög og góðar stundir með fjölskyldu minni og vinum. Fallegustu staðirnir í Súgandafirðl? Gölturinn tvímælalaust fallegasta fjall á Íslandi og er útvörður Súgandafjarðar. Hafradalurinn og Hafradalsfoss er fallegt myndefni milli þessara háu fjalla og svo að ógleymdu Vatnadalsvatni og svo hraunið við Hraunakot . Hvenær fórstu síðast á Suðureyri? Sæluhelgi 2011 og sakna ég þess að komast ekki oftar á sælu. Uppáhaldsstaðurinn? Í æsku dvaldi ég löngum stundum við bæjarlækinn í Botni og í kjarrinu ofan við forvoðana þar var algjör friður og algleymi og Sætún 5 er staður sem togar alltaf í mig, þar býr dásamlegt fólk. 4
Hvaða bók/bækur hefur þú verið að lesa síðustu mánuði? Er að rembast við að lesa barnabók á norsku sem heitir Far til fire I godt humör og gengur þokkalega, en er með á kantinum Gísla á Uppsölum. Síðan frá áramótum er ég búinn að lesa Grafarþögn, Vetrarborgina og Konungsbók eftir Arnald Indriða, Í kvosinni eftir Flosa Ólafsson, Látrabjarg og Hreiflarnir loga úr bókaflokknum Útkall. Aska, Brakið og Kuldi eftir Yrsu Sigurðardóttur. Hef nú aldrei verið lestrarhestur og er mér þá minnisstætt hér um árin á Suðureyri að mamma eyddi ómældum tíma og fyrirhöfn í að koma mér í gegnum skólabækurnar. Þau geta stundum verið löng kvöldin hér í Noregi, þá er gott að grípa í bók. Viltu deila með okkur einni góðri minningu frá Suðureyri? Þær eru margar og er erfitt að grípa
SÚGANDI 2013
eina frekar en aðra, en mér er alltaf minnisstætt hvað afi Simbi var þolinmóður að kenna mér að tefla. Tókum við stundum eina og eina skák og amma skar í okkur rúgbrauð með bræddu floti á og mjólk, það var toppurinn. Mamma sagði mér að ég hefði verið duglegur við að koma mér í vandræði ef einhvers staðar var sjór eða vatnspollur og hafði hún ekki undan að prjóna á mig vettlinga eða húfur, ég sigldi öllu. Eitt sinn þegar ég var fjögurra ára gamall stalst ég niður á Kamb að sulla í sjónum, búinn að fleyta húfu og vettlingum, rennandi blautur og ískaldur. Þá kemur Lovísa gamla að mér, tekur mig í fangið og gustar með mig heim að dyrum á Aðalgötunni. Ég þóttist vera alveg dauður, hékk eins og slytti í fangi gömlu konunnar, mamma kom til dyra og fékk áfall. Það er bara hægt að ímynda sér hvernig blessaðri móður minni hefur verið innanbrjósts. Ekki má gleyma rúntinum með Sæva upp alla hjallana eða inn að Kleif, stundum endaði túrinn svo einhversstaðar vegna þess að það sprakk. Þá sagði Sævi að við þyrftum að labba til baka og það kom á okkur púkana og draup af okkur fýlan. Við púkarnir í þorpinu vorum ekki menn með mönnum nema sæmilega vopnum búnir. Þá með stóran boga og örvar á bakinu, teygjubyssu uppá
rassvasann og slöngvivað í öðrum vasanum og vasahníf í hinum til að vera viðbúnir öllum keppnum. Eitt skipti man ég eftir að við félagar vorum að reyna að hitta máva með örvum. Ég var búinn með örvarnar og tók til teygjubyssunnar og sendi svona frábært skot á eftir svartbak en hitti ekki. Steinninn hélt áfram og endaði í rúðu á vélsmiðjunni og Lalli í smiðjunni kom hlaupandi út með glóandi risa járnkall að okkur fannst. Við hlupum eins og andskotinn í felur, ég hoppaði ofan í tunnu en vildi ekki betur til að hún var hnédjúp af þykkri olíu eða grút. Þegar ég þorði að standa upp var ég löðrandi í grútardrullu upp að mitti, þar fékk ég heldur betur að kenna á því. Buxurnar faldi ég í holu heima á Sætúni og eru þær þar trúlega enn. Það varð enginn eftirmáli af þessu mér vitandi. Uppátækin voru mörg á okkur púkunum, ef við vorum ekki upp í fjalli vorum við sjóinn eða úti á sjó á allskonar fleytum, flekum, gúmmíslöngum eða skektum og jafnvel ísjökum. Við lékum okkur frá Skollasandi inn að sundlaug í allskonar leikjum allan daginn. Ef einhversstaðar er gott að ala upp börn, er það á Suðureyri. Sú reynsla að bjarga sér við þessar frjálsu og fjölbreyttu aðstæður hefur oft hjálpað mér á lífsins götu.
5
SÚGANDI 2013
Súgfirðingar stóðu sig vel í
Spurningakeppni Átthagafélaganna
PIPAR\TBWA - SÍA - 131886
Spurningakeppni Átthagafélaganna á höfuðborgarsvæðinu var haldin 7. mars síðastliðinn í Breiðfirðingabúð sem er salur Breiðfirðinga í Reykjavík. Lið Súgfirðinga keppti við lið Sléttuhrepps sem hafði á að skipa einum áhugasamasta bítlaaðdáanda landsins sem auk þess er sýslumaður á Selfossi og þekktur í spurningakeppnum. Lið Súgfirðinga var skipað Atla Þór Þorvaldssyni sem er eiginmaður Hafdísar Halldórsdóttur Bernódussonar, Sveinbirni Jónssyni og Ástu Þórarinsdóttur sem fór fyrir liðinu. Í lok hefðbundinnar keppni var staðan hnífjöfn og þurfti að lengja keppnina til að útkljá hana. Í lok framlengingar var munurinn á liðunum 1 stig Sléttuhreppingum í vil. Súgfirðingar vissu svarið við síðustu spurningunni sem hefði geta jafnað stigin og fjallaði um Barböru Streisand en sýslumaðurinn knái var sneggri á takkanum. Sléttuhreppur fékk 14 stig en Súgfirðingar 12 stig.
Umhverfisvænni díselolía hjá Olís • • • • • • •
Vetnismeðhöndlun skilar hreinni lífrænni olíu en áður hefur þekkst. Íblöndunarhlutfall jafngildir 5% minni koltvísýringsmengun. Má nota á allar díselvélar án þess að breyta þeim eða endurstilla. Stuðlar að hreinni og betri bruna sem skilar hreinni vél. Eykur ekki viðhald eða eyðslu og hefur ekki áhrif á verð. Skilar sama afli og venjuleg díselolía. Er mjög kuldaþolin og geymist vel, jafnt í hita sem kulda.
Nánari upplýsingar á olis.is
6
SÚGANDI 2013
SKINKA
KJÚKLINGAÁLEGG REYKT
SPÆGIPYLSA
HUNANGSSKINKA
ENNEMM / SIA • NM57286
SILKISKORIÐ ÁLEGG FRÁ GOÐA – gott á brauðið, í salatið eða bara eitt og sér!
7
SÚGANDI 2013
LEIKLISTARLÍF Á SUÐUREYRI
Frá árinu 1916 hefur leiklistarlíf á Suðureyri verið blómlegt og kraftmikið. Í leiklistinni hefur samtakamáttur íbúanna komið sterklega í ljós. Við oft ótrúlegar aðstæður hafa þeir sett á svið hverja leiksýninguna á fætur annarri. Þeir ferðuðust einnig með leiksýningar um Vestfirði jafnvel í vetrarhörkum og í miðju annríki sjávarþorpsins. Súgfirðingar hafa alla tíð látið sér annt um menningu og listir og þar hefur búið framsækið fólk sem kann að skemmta sér og öðrum. Hér á eftir er stilkað á stóru um leiklistarlífið á Suðureyri fram til þessa dags. Frá 1916 Leikfélag Suðureyrar var stofnað árið 1916 og undirbúningur þess fór fram innan íþróttafélagsins Stefnis. Félagið var síðar gert að sjálfstæðu hlutafélagi og kostuðu hlutabréfin 5 krónur. Fyrsta leikritið var sýnt árið 1916 og urðu næstu vetur leikstarstarfseminnar mjög fjörugir. Sett voru á svið bæði innlend og erlend leikrit svo sem Skuggasveinn, Ævintýri og gönguför, Apakötturinn, Valbæjargæsin og fleiri verk. Þetta fjörgaði mjög lífið í litla sjávarplássinu. Meðal fyrstu leikara leikfélagsins má nefna Guðmund Jósefsson, Þóru Hjartar, Friðrik Hjartar, Hallbjörn Oddsson og Ásu Grímsdóttir. Seinna tóku önnur félög í firðinum upp leikstarfssemi s.s. Ársól og stúkan Dagrún. Frá 1954 Árið 1954 hófu kvenfélagið Ársól og íþróttafélagið Stefnir samstarf um leiksýningar. Árið 1965 stofna félögin svo sjálfstætt félag fyrir þá starfsemi sem bar heitið L.Á.S. sem er skammstöfun á Leikfélag Ársólar 8
og Stefnis. Ljóst er að leikarar félagsins á þessum árum og allt aðstoðarfólk þess lagði mikið á sig í sambandi við æfingar og erfiðar sýningarferðir enda ekki hægt að halda svona leikstarfi gangandi nema að sérstök samheldni kæmi til. Leikskrárnar frá þessum tíma voru listilega skreyttar með teikningum eftir Jón skóla eða Jón Kristinsson skólastjóra í Súgandafirði sem jafnvel teiknaði prófílmyndir af öllum leikendum í leikskrárnar. Á þessu tímabili var farið með leiksýningarnar um alla Vestfirði, vestur til Patreksfjarðar og t.d. má geta þess að leiksýningin „Hnefaleikameistarinn“ var sýnd fimm kvöld í röð á Ísafirði fyrir fullu húsi. Ýmsa leikara má nefna frá þessum tíma s.s. Jón Kristjánsson eða Nonna Kitt, Páll Janus Frétt um leiksýningu á Suðureyri frá 1954
SÚGANDI 2013
Leikhópurinn í Fyrirmyndar hjónabandi frá 1969
Þórðarson eða Palla Janna, Sigrúnu Sturludóttur, Ingu Jónasdóttur, Kristjönu Friðbertsdóttur, Hermann Guðmundsson og Jóhannes Þ. Jónsson. Gaman er að glugga í gömul dagblöð t.d. frá árinu 1955 en þar birtist leikgagnrýni um „Eruð þér frímúrari“ eftir Arnold og Bach í leikstjórn Baldurs Hólmgeirssonar. Þar segir: „Leiknum var vel tekið af leikhúsgestum, en hann er eins og kunnugt er græskulaus og léttur skopleikur, sem vekur hressilegan hlátur áhorfanda ef hlutverk leikaranna eru sómasamlega af hendi
leyst. Súgfirðingarnir leystu þann vanda vel af hendi, enda var þeim óspart klappað lof í lófa, - og það að verðleikum, því margt var vel gert, og ef tekið er tillit til þeirra aðstæðna, sem áhugafólk um leiklist á við að búa í hinum smærri sjávarþorpum, sem aðeins getur fórnað stopulum tómstundum frá önn hins daglega starfs til æfinganna og býr jafnframt við hin óhagstæðustu ytri skilyrði á þessu sviði hvívetna, þá er hlutur Súgfirðinganna sannarlega góður og lofsverður, og árangurinn vonum framar, því leikur margra þeirra var bæði lífrænn og nákvæmur og
Dúddi Jó., Soffa, Hedda, Snorri, Rúna, Palli Bj. og Ella G. 1970
heildarsvipurinn góður. Nokkuð skorti þó á í sumum atriðum að nægilegur léttleiki og hraði væri í leiknum og stöku sinnum hætti einstaka leikara til að yfirdrífa hlutverk sitt. En það, sem vel var gert, var svo margfalt meira, að hitt voru hreinir smámunir.“ Allur ágóði af þessu leikverki rann til byggingar á félagsheimilinu í Súgandafirði svo augljóst er að mikið var hugað að uppbyggingu menningarstarfseminnar í þorpinu.
Leikarar í Leynimel 13 frá 1960 með teikn. Jóns Kristinssonar
9
SÚGANDI 2013
Kristján Pálss. og Sóley Halla í Orustunni á Hálogalandi
Um árið 1970 lagðist svo starfssemi L.Á.S. af en mjög margir Súgfirðingar eiga afar góðar minningar frá þessu blómsturskeiði leikfélagsins. Frá 1978 Það var svo sumarið 1978 að félagar í Íþróttafélaginu Stefni vildu víkka út starfssemi félagsins til að efla það og styrkja. Margir söknuðu þess að fá ekki að njóta leiksýninga heimamanna eins og áður, svo hópur áhugafólks kom saman og ákvað að stofna leikhóp sem fékk nafnið Hallvarður Súgandi. Samdóma álit hópsins var að fyrsta uppfærslan yrði gamanleikrit og varð Orustan á Hálogalandi eftir Schwartz fyrir valinu. Það stykki hafði L.Á.S. sett upp árið 1961 við mjög miklar vinsældir og svo varð einnig í þetta sinn. Hallvarður Súgandi sýndi svo í framhaldi allmörg verk s.s. Saklausa svallarann eftir Arnold og Back og
Félagsheimilið á Suðureyri - teikning Jóns Kristinssonar
Þorlák þreytta sem einnig var sýnt á höfuðborgarsvæðinu við góðar undirtekir. Í leikskrá frá árinu 2004 segir Kristján Pálsson svo um stofnun Hallvarðs Súganda, en hann var á þeim tíma formaður Íþróttafélagsins Stefnis; „Það voru áhugasamir Súgfirðingar sem söfnuðust saman á heimili okkar (Sóleyjar Höllu Þórhallsdóttur) til að lesa saman leiktexta og var oft glatt á hjalla. Æfingar á sviði hófust svo þegar nær dróg frumsýningu, var æft nokkrum sinnum í viku og gátu æfingarnar dregist á langinn því steinbítsvertíðin stóð þá yfir og bátarnir komu seint að landi. Fyrsta frumsýning Hallvarðs Súganda var svo í apríl 1979 í Félagsheimilinu fyrir troðfullu húsi. Krafturinn og áhuginn var mjög mikill og til gamans má geta þess að Ævar Einarsson mannsavinur sem nú stendur fyrir öflugu menningarlífi á Suðureyri í dag, steig sín fyrstu
Úr leikskrá frá 1954 001
10
SÚGANDI 2013
Leikhópurinn 2013 Sex í sveit
spor á sviðinu þarna.“ Í þessari sömu leikskrá er haft eftir Ingu Jónasar (Ingibjörgu Jónasdóttur) um tilgang uppfærslunnar; „Tilgangur okkar með þessari leiksýningu er aðallega þrennskonar. Í fyrsta lagi að sýna að í fámennu sjávarþorpi skuli vera hægt að mynda samstöðu um að koma á svið leik sem þessum og það jafnvel á mesta annatíma ársins, steinbítsvertíðinni. Í öðru lagi að safna fé til styrktar menningarmálum byggðarlagsins og þriðja lagi að veita þeim sem eru svo vinsamlegir að sækja leiksýningu okkar smá upplyftingu.“ Enn á ný sýndu Súgfirðingar að máttur samheldni þorpsbúa var einstakur. Þarna fór fólk sem lét sér annt um menningu og listir og fólk sem kunni að skemmta sér og öðrum. Frá 1998 Í leikskrá frá árinu 2006 segir Erna Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri sýningar hjá félaginu að Hallvarður Súgandi hafi verið endurvakið á ný árið 1998. Þar er því fagnað að félagið sé nú að sýna 8. verkið frá endurvakningu og sé nú búið að slíta barnskónum. Það ár var leikritið N.Ö.R.D eftir Larry Shue á fjölunum. Nú vorið 2013, eftir fimm ár í dvala setti félagið svo upp sýninguna Sex í Sveit sem er farsi eftir Marc Camoletti. Af því tilefni tókum við spjall við Ársæl Níelsson sem leikstýrði því verki. Ársæll býr á Suðureyri og er giftur Auði Guðnadóttur, Einarssonar, Guðnasonar.
Ævar, Eygló, Sigurbj.,Óli Þór, Auður og Sóley Halla í sýningu 1979
Tekið saman af Auði Þórhallsdóttur fyrir Súgfirðingablaðið. Heimildir fengnar hjá Sigrúnu Sturludóttur sem á safn mynda og leikskráa og í Súgfirðingabók.
11
SÚGANDI 2013
Viðtal
Ársæll Níelsson Nú eru heil fimm ár síðan félagið var starfandi, hvað kom til að ákveðið var að endurvekja félagið? Það myndaðist einhvern veginn bara þannig stemmning í vetur. Nýtt fólk fékkst í stjórnina og við fundum að það var kominn einhver endurnýjaður kraftur í alla. Svo skemmdi auðvitað ekki fyrir hvað það reyndist auðvelt að fá leikstjóra í verkið. Hvernig gekk að fá fólk til að taka þátt? Var mikill áhugi á að starfa með félaginu? Það gekk mjög vel að fá fólk til starfa. Enda er það yfirleitt þannig hérna í þorpinu að fólk gengur í þau verkefni sem þarf að ganga í. Það voru reyndar færri sem gáfu kost á sér til leikara en til þurfti. Það endaði með því að ég bara kallaði til tvo nýja bæjarbúa og skipaði þá í hlutverk. Þeir stóðu sig svo með stakri prýði, líkt og aðrir leikarar í verkinu. Hvaða leiksýning varð fyrir valinu? Verkið heitir Sex í Sveit og er farsi eftir Marc Camoletti. Í stuttu máli þá fjallar verkið um tvöfalt framhjáhald og misskilning á misskilning ofan í helgarferð í sumarbústað. Hvar var sýningin sett upp? Sýningin var að sjálfsöfgðu sett upp í Félagsheimilinu. Þó að margt hafi verið gert til að hressa upp á Félagsheimilið þá má enn bæta sýningaraðstöðuna. En Hallvarður er vel ljósum búinn og festi kaup á nýju ljósaborði í fyrra í félagi við HOFSÚ (Hollvinasamtök Félagsheimilisins). Það stendur til að bæta baksviðsaðstöðu og sýningaraðstöðu á næstu misserum, þannig að það verður bara spennandi að sjá hvernig það fer. Hvernig gekk að leikstýra hópnum? Það skal alveg viðurkennast að ég var ekki alltaf bjartsýnn á að þetta færi vel. Oftast þó en ekki alltaf. Hópurinn var ungur og óreyndur, það getur haft bæði sína kosti og galla. Kostirnir eru þeir að þá getur leikstjórinn nokkurnveginn mótað hópinn 12
eftir eigin höfði og þarf ekki að berjast við einhverja gamla kæki hjá leikurunum. En að sama skapi þá er þetta form, farsinn, mjög vandmeðfarinn þar sem tímasetningar skipta gríðarlegu máli. Þar getur reynsluleysið gert manni erfitt fyrir. En að lokum þá small þetta allt svona ljómandi vel hjá okkur og ég er gríðarlega stoltur af þeim árangri sem þessi flotti hópur náði. Þau eru alveg orðin fær í flestan sjó. Hvernig gengu sýningar, voru einhverjar skrautlegar uppákomur, einhverjar djúsí sögur? Sýningarnar gengu bara nokkuð vel svona ef við mælum út frá miðasölu og viðbrögðum gesta. Framkvæmdahlið allra sýninga gekk líka að mestu snuðrulaust fyrir sig. Ekki mikið um slys eða skandala. Veit ekki hvort maður eigi að segja frá því en eina skrautlega uppákoman er kannski þegar einn leikarinn óverdósaði af kókómjólk með skemmtilegum afleiðingum í hléi. Mun Hallvarður Súgandi fara í einhverja útrás? Það lítur nú ekki út fyrir það. A.m.k ekki með þetta verk. En það er aldrei að vita hvað gerist á næsta leikári. Finnst þér endurvakning félagsins hafa haft góð áhrif á þorpsandann? Það held ég. Það var einhvern veginn meira líf í gangi heldur en oft gerist á vetrum. Þannig er ég líka sannfærður um að það hafi verið góð ákvörðun hjá stjórninni að hafa vetrarsýningu frekar en að setja upp um mitt sumar. Bæði var auðveldara að fá fólk til starfa og svo braut þetta upp drungann í skamm-deginu. Munu þið vera með einhverjar sýningar í sumar ? Eftir mikið skraf og ráðagerðir þá var því miður fallið frá áformum um aukasýningar í sumar. Hópurinn hefur tvístrast vegna sumarfría og því reynist ekki mögulegt að hafa fleiri sýningar. Viðtalið við Ársæl tók Emma Ævarsdóttir
SÚGANDI 2013
13
SÚGANDI 2013
Nogginn Þann 20. júlí verður hátíðin „Norðureyrarnogginn“ haldin í Súgandafirði í þriðja sinn.
Nogginn er hátíð sem haldin er til minningar um Þorleif Guðnason eða Leifa, eins og flestir þekkja hann. Leifi var lengi bóndi á Norðureyri en eftir að hann hætti þar búskap féll snjóflóð á eyrina sem hrifsaði með sér útihúsin þar. Hátíðin hefst á því að farið er yfir á Norðureyri með bát og dagskráin byrjar á sögurölti að hætti „Jarlsins á Norðureyri“ um eyrina fögru. Á meðan á söguröltinu stendur er börnum boðið uppá að fara í fjöruna að búa til sandkastala. Að þessu loknu er boðið uppá súpu og síðan er farið í noggaleik og bændaglímu. Allir hjálpast að við að safna í varðeld og í lokin er haldin kvöldvaka með tilheyrandi söng og gítarglamri fram að miðnætursól. Allir fara heim með melgras og gleði í hjarta. Norðureyrarnogginn er ferð fyrir alla fjölskylduna og er tilvalið tækifæri til að njóta vestfiskrar náttúru eins og hún gerist best.
14
SÚGANDI 2013
Þjónusta
Alltaf
800 6666 Settu númerið í símann það borgar sig...
slur ir h g o ir ð r u h a Við opnum bíl
N A L L Aarhringinn
sól
Læst-/ur úti?
Lásasmiður
Neyðaropnanir 15
SÚGANDI 2013
Dagskrá Sæluhelgarin
Litaþema Sæluhelgarinnar í ár e Föstudagurinn 12. júlí 16:00 – 18:00 Skráning og æfing fyrir söngvarakeppnina í FSÚ. Umsjón Emma (s. 693-7664) 16:30 – 18:00 Þorpsganga undir leiðsögn bæjarhöfðingjans Jóhanns Bjarnasonar. Saga þorpsins og húsanna rifjuð upp. 19:00 - 22:30 Fjölskylduhátíð með appelsínugulri litastemmingu á Freyjuvöllum. Hátíðin sett, kynning á Sæluhelgarlaginu, sameiginlegt grill, gjarðaskopp, verðlaunaafhending og viðurkenning fyrir frumlegasta appelsínugula búninginn. 23:00 – 03:00 Stórdansleikur í FSÚ. Hljómsveitin Smalarnir heldur uppi rífandi stemmningu fram undir morgunsól.
Laugardagurinn 13. Júlí 10:00 – 13:00 Fjósið í Botni er opið fyrir hátíðargesti. 11:00 – 13:00 Saga Súgandafjarðar í máli og myndum - Fjáröflun fyrir Súgfirðingasetrið. Kynnir: Sturla Gunnar Eðvarðsson. Staðsetning auglýst síðar.
Leiktæki og hoppukastalar verða á svæðinu yfir Sæ
Hittumst, M
16
SÚGANDI 2013
nnar á Suðureyri - 2013
er Mansaliturinn appelsínugult 11:00 – 14:00 Fjallganga á Hádegishorn. Fararstjóri er Anna Bjarna, mæting á Sjöstjörnuna. 12:00 – 14:00 Seinni æfing fyrir söngvarakeppnina í FSÚ Umsjón Emma (s. 693-7664) 14:00 – 18:00 Sæluhátíð á Freyjuvöllum og í Bryggjukoti. Meðal annars; markaðstorg, kaffisala Ársólar, pylsusala Stefnis, brennó, sleggjukast, gjarðaskopp, húsmæðrafótbolti og verðlaunaafhending. 17:00 – 18:00 Mansakeppni fyrir 12 ára og yngri. 18:00 – 19:00 Söngvarakeppnin og verðlaunafhending í FSÚ. 20:00 – 21:00 Barnaball með Smölunum. 21:10 – 21:15 Sæluslútt. 22:00 – 01:00 Óvissuferð unglinga 13 til 17 ára. 23:00 – 03:00 Söngvakvöld í FSÚ með pöbbastemmningu.
æluhelgina. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Mansavinir
17
SÚGANDI 2013
Á SKOTHÓLNUM
Ingólfur Geir Gissurarson Nafn? Ingólfur Geir Gissurarson. Fæddur 4. desember 1962, á Suðureyri við Súgandafjörð. Í rúminu hans afa (Ingólfs Jónssonar) í Steinbúðinni. Hverra manna ertu? Sonur Jónínu J. Ingólfsdóttur og Ásmundar Ólfssonar (f.faðir) / Gissur J. Pétursson Fjölskylduhagir? Giftur Margréti Björk Svavarsdóttur (Eiríkur Guðmundsson, heitinn frá Súganda, bróðir Hermanns Guðmundssonar, var afi hennar). Eigum 3 dætur 1. Jónína 27 ára læknir og á hún með sambýlismanni sínum 2ja ára dóttur, Sögu Jósepsdóttur. 2. Sigurbjörg Alma 22 ára leikari í London. 3. Lína María 15 ára heimasæta. Tíkin Blanka. = Ekkert nema kvenkyns kringum mig. Starf? Löggiltur fasteignasali á Valhöll fasteignasölu, Síðumúla 27, Reykjavík. Hvar býrðu? Vesturhúsum 18, Grafarvogi. Áhugamál? Íþróttir, stangveiði, skotveiði og nema hvað: Fjallgöngur hérlendis sem erlendis. Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Norðureyri, Hádegishorn og Vatnadalur. Hvenær fórstu síðast á Suðureyri? Fyrir 3 árum með Magga Friðjóns (frænda) eftir frábæra siglingu / fjallaskíðaferð með Áróru um Jökulfirði. Uppáhaldsstaðurinn? Á fjöllum á Íslandi og með góðum félögum við góða fallega veiðiá. Hvert var áramótaheitið? Að ná að klífa Mont Everest 8848 mtr. 18
Uppáhaldsmaturinn? Léttsaltaðir þorskhnakkar að vestan og hreindýrakjöt. Uppáhaldstónlist? Eldri tónlist frá 1960-1990. Gömlu góðu lögin. Íslenskt sem erlent. Uppáhalds leikari/leikkona? Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir Hvaða bók/bækur hefur þú verið að lesa síðustu mánuði? Gamlingjann, Illska, Flöskuskeyti frá P og fl. Viltu deila með okkur einni góðri minningu frá Suðureyri? Þær eru svo margar og erfitt að velja úr. Gott kannski að gera eina játningu núna þegar fyrningarfrestur er örugglega liðinn. Ég fór ungur, líklega 11 ára, einu sinni sem oftar einn í fjallgöngu uppá Hádegishorn í góðu veðri. Þegar þangað var komið langaði mig að prófa einu sinni að labba eftir hryggnum inn eftir og sjá hversu langt ég kæmist. Komst ég alla leið innað Laugum og var staddur beint fyrir ofan sundlaugina gömlu og bæinn þar fyrir ofan. Velti þar stórum stein niður og mér til skelfingar hratt hann af stað ennþá stærra hlassi sem svo magnaðist og varð að talsverðri skriðu sem ég sá æða niður í átt að húsinu. Þessi grjótskriða fór í gegnum girðinguna sem girti af túnið í hlíðinni og stefndi á húsið en stoppaði blessunarlega um það bil á miðju túni. Þarna var litli fjallgöngumaðurinn nötrandi af hræðslu og fór í loftköstum til baka, datt nokkru sinnum og hruflaði mig án þess að finna nokkuð, adrenalínið var það mikið. Stoppaði ekki fyrr en uppí herbergi mínu hjá afa og ömmu í Steinbúðinni og var þar út þann daginn. En taldi víst að lögreglan myndi koma hvað á hverju til að taka mig. Það gerðist nú ekki, en ég sagði engum frá þessu og hef ekki gert enn, fyrr en nú.
SÚGANDI 2013
Við biðjum að heilsa heim Sjóklæðagerðin 66°NORÐUR var stofnuð 1926 á Suðureyri.
19
SÚGANDI 2013
Súgfirðingaskálin í BRIDGE 2013 Síðasta lotan um Súgfirðingaskálina, tvímenningsmót Súgfirðingafélagsins í bridge, var haldin 22. apríl s.l. Þetta er 12. árið í röð sem þetta bridgemót er haldið við góðar undirtektir spilara og Súgfirðingafélagsins. Súgfriðingaskálina 2013 unnu þeir Kristján Helgi Björnsson og Flemming Jessen með 624 stig. Það var formaður Súgfirðingafélagsins Eyþór Eðvarðsson sem afhenti sigurvegurunum skálina til varðveislu þar til nýir sigurvegarar verða krýndir að ári. Spilað var á 6 borðum í vetur og var það samheldinn hópur en sum pörin hafa spila saman frá upphafi. Mótið fer þannig fram að spiluð er ein lota í mánuði frá september fram í apríl að desember undanskildum, alls 7 lotur. Hver lota gefur ákveðið mörg stig sem eru lögð saman að frádreginni
Frá vinstri: Gróa Guðnadóttir, Guðrún K. Jóhannesdóttir, Flemming Jensen, Kristján Helgi Björnsson, Eyþór Eðvarðsson, Karl Bjarnason og Ólafur Ólafsson.
Úrslitin eftir veturinn voru í heild eftirfarandi: Kristján Helgi Björnsson - Flemming Jessen Gróa Guðnadóttir - Guðrún K. Jóhannesdóttir Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson Ásgeir Sölvason - Sölvi Ásgeirsson Þorsteinn Þorsteinsson - Rafn Haraldsson Sveinbjörn Jónsson - Sigurður Ólafsson Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálsson Eðvarð Sturluson - Mortan Hólm Guðbjartur Halldórsson - Gísli Jóhannsson Finnbogi Finnbogason - Pétur Carlsson Guðbjörn Björnsson - Steinþór Benediktsson Friðgerður Friðgeirsd. - Friðgerður Benediktsd. Karl Ómar Jónsson - Jón Óskar Carlsson Alls spiluðu 13 pör í mótinu.
624 stig 606 „ 581 „ 576 „ 575 „ 518 „ 513 „ 507 „ 492 „ 492 „ 481 „ 5 kvöld 1 kvöld
Þeir sem unnið hafa Súgfirðingaskálina frá upphafi eru eftirtaldir: 2013 - Kristján Helgi Björnsson - Flemming Jessen 2012 - Hlynur Antonsson - Auðunn Guðmundsson 2011 - Þorsteinn Þorsteinsson – Rafn Haraldsson 2010 - Einar Ólafsson - Þorsteinn Þorsteinsson 2009 - Gróa Guðnadóttir - Guðrún K. Jóhannesdóttir 2008 - Arnar Barðason - Hlynur Antonsson 2007 - Arnar Barðason - Hlynur Antonsson 2006 - Karl Bjarnason - Valdimar Ólafsson 2005 - Ásgeir Sölvason - Guðni Ólafsson 2004 - Gróa Guðnadóttir - Guðrún K. Jóhannesdótti 2003 - Guðbjörn Björnsson - Steinþór Benediktsson 2002 - Guðbjörn Björnsson - Steinþór Benediktsson
20
lélegustu lotunni hjá hverju pari sem gefur loka stigaskorið. Keppnin um Súgfirðingaskálina hefst að nýju í haust 23. september og þar á eftir er spilað 28. október, 25. nóvember, 27. janúar (2014), 24. febrúar, 24. mars og 28. apríl. Að venju hefst spilamennskan kl. 18:00 í húsi Bridssamband Íslands Síðumúla 37 í Reykjavík og verður þátttökugjaldið 1500 kr. fyrir kvöldið. Ég hvet Súgfirðinga og aðra velunnara til að mæta og spila bridge í góðra vina hópi. Spilastjóri verður áfram hinn ágæti Sigurpáll Ingibergsson. Kristján Pálsson
SÚGANDI 2013
21
SÚGANDI 2013
VORBOÐI Þóra Jakobína Hrafnsdóttir
Reykjavík apríl 2013 Vordagur á Suðureyri við Súgandafjörð. Dagur sem varð einn sá eftirminnilegasti af þeim tíma sem ég dvaldi á Suðureyri við Súgandafjörð. Það eru margar fallegar og góðar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa þessi ár aftur í tímann og minnist dvalar minnar á Suðureyri. Sérstaklega man ég daginn sem mér var boðið í sundlaugina. Það var sólskins dagur snemma sumars, hugsanlega í byrjun júní. Það var heitur dagur með þessu endalausa logni sem ég man svo vel að var algengt á sumrin i Súgandafirði. Ég bjó hjá systur minni í einbýlishúsi við enda Aðalgötu við hliðina á góðri vinkonu minni henni Fríði Báru Valgeirsdóttur sem strax eftir hádegið kallaði á mig neðan af götu og bauð mér, ásamt fríðu föruneyti, með sér í sund. Ég man vel hve undrandi ég varð þar sem ég mundi ekki eftir að hafa séð sundlaug á Suðureyri og forvitni mín var vakin. Þetta varð ég að sjá og upplifa, greip sundfötin og hljóp út. Hópurinn saman stóð af unglingum sem ýmist áttu heima á Suðureyri eða voru sumargestir eins og ég sjálf. Góður vinahópur, sem þekktist frá því við vorum gestir hér sumarið áður og öll unnum við í Fiskiðjunni Freyju. Súgfirðingarnir réðu ferðinni og leiddu hópinn inn fjörðinn en þegar við vorum komin rétt inn fyrir bæinn byrjaði ég að spyrja hvar þessi sundlaug væri? Mér var farið að detta í hug að við myndum enda á að fara á puttanum yfir á Ísafjörð en svarið kom, það var stutt eftir. Við fórum út af veginum og fylgdum ósýnilegum stíg, sem aðeins Súgfirðingarnir virtust sjá, niður að stórum timburkassa sem stóð þarna í móunum eins og stór gámur sem oltið hefði af flutningabíl. Ég hafði oft velt fyrir mér hvað þessi kassi væri en aldrei spurt neinn. Súgfirðingarnir opnuðu hurð á kassanum og buðu okkur að ganga inn, að sjálfsögðu spurði ég hvar ætti að borga og hver sæi um eftirlitið á lauginni? Svarið var að enginn borgar í þessa laug og fólkið í bænum sér um að passa laugina. Ég man vel að mér leið eins og algjörum asna að hafa lagt fram svona fáránlega spurningu. Að borga í sund var bara fáránlegt í augum þessara ungu gestgjafa minna. Inni í kassanum var þessi dásamlega sundlaug og fataklefarnir voru ævintýri að kynnast. Ekki vorum við stelpurnar fyrr komnar inn í fataklefann en ég sá að búið var að fjarlægja marga kvisti úr viðnum í vegg-
22
junum. Inn um götin skein eina birtan því ekki var rafmagn þarna sem var allt í lagi þar sem hlýtt og gott var í veðri. Ég hafði ekki hugsað þessa hugsun til enda þegar ég fékk að reyna afhverju kvistirnir voru horfnir. Tveim mínútum eftir að við stúlkurnar lokuðum að okkur klefahurðinni byrjaði birtan að hverfa frá sumum kvistunum og súgfirsku stúlkurnar höstuðu á piltana sem nú lágu á gægjum við hvern kvist. Ein ónafngreind stúlka batt um sig handklæði, stökk út og skipaði þeim að hætta þessu eins og skot annars færum við ekki með þeim í laugina og hún var virt. Piltarnir hurfu frá götunum og birtan náði aftur inn í klefann. Vatnið í lauginni var yndislegt og gott að komast í sund. Þó laugin væri ekki eins stór og ég var vön frá mínum heimabæ þá fannst mér þessi litla laug alveg frábær. Eftir tveggja tíma busl, kappsund og leiki fórum við aftur inn á Suðureyri. Á leiðinni til baka uppgötvuðu piltarnir hve svangir þeir voru og tóku til fótanna í kapphlaupi heim. Við stúlkurnar gengum þetta í rólegheitum og spjölluðum saman. Eftir kvöldmatinn lagði ég leið mína út að Brjót en það var nokkuð sem ég vandi mig á strax þegar ég kom mitt fyrsta sumar til Suðureyrar. Þar fann ég stóran stein í fjörunni sem ég klifraði upp á, sat ein og hlustaði á þögnina sem hvíldi yfir þessum fallega firði. Nánast alltaf kom ungur drengur með svartann labrador, stoppaði í fjörunni og henti spýtu eða leikfangi út í sjó. Hundurinn stökk af stað og synti eftir því sem hent var og skilaði því til húsbónda síns sem beið en henti því svo umsvifalaust aftur út í og hundurinn stökk aftur af stað. Leikurinn gekk smá stund en svo hurfu þeir saman inn á Suðureyri aftur. Systir mín er Rósa Hrönn Hrafnsdóttir gift Erlingi Óskarssyni Súgfirðingi, og systir Örnu Hrafnsdóttur sem bjó á Suðureyri við Aðalgötuna 1978-1980 gift Ásgeiri Arngrímsyni starfsmanni hjá Fiskiðjunni Freyju.
SÚGANDI 2013
23
SÚGANDI 2013
Vel heppnað
Þorrablót Súg
Þorrablót Súgfirðingafélagsins vel heppnað
Þorrablót Súgfirðingafélagsins sem haldið var 9. febrúar gekk frábærlega vel í alla staði. Það var mikil stemmning og ljóst að fólk kom til að skemmta sér og njóta þess að hitta vini og ættingja. Ákveðið hafði verið að nýta Þorrablótið sem fjáröflun til að lækka í stökkbreytta láninu sem hvílir á húsnæði Súgfirðingafélagsins á Suðureyri. Fjölmargir lögðu grunninn að þessu skemmtilega kvöldi sem ástæða er til að þakka fyrir. Allir happdrættisvinningarnir sem voru yfir 25 talsins voru gefnir af fyrirtækjum og einstaklingum til að hjálpa okkur í fjáröfluninni. Zumba dívurnar gáfu vinnu sína, Smalarnir komu frá Súgandafirði og slógu í gegn og voru á heimsmælikvarða. Þeir tóku ekki krónu fyrir sitt framlag og lögðu á sig að ferðast fram og til baka frá Súgandafirði um miðjan vetur. Sturla Gunnar Eðvarðsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir fóru með minni karla og kvenna með miklum tilþrifum og Ingrid Kuhlman var veislustjóri kvöldsins og brá sér í mörg hlutverk m.a. Zumbadansara. Svo má ekki gleyma öllum veislugestunum sem keyptu happdrættismiða eins og enginn væri morgundagurinn til að leggja okkar góða félagi lið.
24
Þátttaka var mikil í spurningakeppninni og niðurstaðan var að allir unnu en Guðni Einarsson var fljótari en margir aðrir að standa upp og fá svarréttinn. Dómnefndin í vísubotnakeppninni lenti í erfiðleikum því fjöldi góðra botna var svo mikill að ekki var auðveldlega hægt að gera upp á milli. Snorri Sturluson var höfundur fyrripartanna. Uppgjörið á Þorrablótinu leiddi í ljós að í mat komu 120 gestir og fjölmargir til viðbótar á ballið. Það er gaman að segja frá því að Þorrablótið skilaði nærri 336.000 kr. (matur, ball og happdrætti). Þetta er stórt skref til að lækka skuldir félagsins og með þessu áframhaldi eigum við húsnæðið skuldlaust innan 12 - 18 mánaða. Félagsmálatröllið okkar hún Anna Bjarna lét ekki sitt eftir liggja og tók margar myndir sem tala sínu máli. Kærar þakkir til allra sem lögðu hönd á plóg, það er gott að vera Súgfirðingur.
SÚGANDI 2013
gfirðingafélagsins
25
SÚGANDI 2013
Saga Súgandafjarðar í máli og myndum 7. maí síðastliðinn héldu Sturla Gunnar Eðvarðsson, Bragi Ólafsson og Eðvarðs Sturluson ljósmynda- og sögusýningu um Súgandafjörðinn. Þeir höfðu safnað saman gríðarlegum fjölda ljósmynda sem sumar hverjar eru algjörlega einstakar. Þetta eru án efa margar af elstu ljósmyndum sem teknar hafa verið á Suðureyri og þær segja sögu fjarðarins. Mikill áhugi var á kynningunni og það var þétt setið í salnum. Það skapaðist mikil og góð stemming við að horfa á ljósmyndirnar og margar minningar hafa eflaust komið upp í huga viðstaddra.
Eva Þórarinsdóttir
Sýndar voru ljósmyndir af nokkrum völdum atburðum eins og byggingu Brjótsins, byggingu hafnarinnar, bátum, sundlauginni og gömlum húsum og byggingum. Sagðar voru léttar og skemmtilegar sögur af nokkrum húsum, atburðum og eftirminnilegu fólki sem setti mark sitt á þorpið og samfélagið. Það er óhætt að mæla með því að Súgfirðingar mæti þegar sýningin verður sýnd á Sæluhelginni á Súganda. Myndirnar tala sýnu máli. Allur ágóði af kvöldinu fór í að greiða af höfðustól lánsins sem hvílir á Súgfirðingasetrinu og er skuldin á hraðri niðurleið.
Guðni Einars og Sigurður Ólafsson
Guðfinna Guðna og Brynja Ásgeir Þorvalds og Halldóra Lára
Björn, Björk og Lilja Birkisbörn
26 26
Frænkurnar Eva Sturludóttir og Ríkey Einarsdóttir
SÚGANDI 2013
Sögumaður kvöldsins, Sturla Gunnar Eðvarðsson
Systurnar Soffía og Katrín Gumundsdóttir
Systkinin Siggeir, Jóna og Hanna María Siggeirsbörn
Sigrún Sturludóttir, Þórhallur Halldórsson og Grétar Guðjóns
Siggi, Ásta og Fribba Ingimars
Ragnar Jónasson, Hermann og Guðni Einarsson
Mæðgurnar, Harpa Njálsdóttir og Karla Dögg
Kristín Einarsdóttir og Svanhildur Halldórsdóttir
Jón Hálfdán Guðmundsson og Viggó Guðmundsson
Ingibjörg Guðmunds og Kristbjörg Unnur Sigurvinsdóttir
Guðný, Sigríður María, Lárus, Dóra Kolbrún og Helga Ásgrímsdóttir
Alla, Magga Thelma, Hallgerður og Steindóra
® 27
SÚGANDI 2013
Eitt af mörgum góðum fyrirtækjum sem hafa styrkt útgáfu Súgfirðingablaðsins með auglýsingum er BK kjúklingur á Grensásveginum í Reykjavík. Við hvetjum alla til að skipta við þetta góða „súgfirska“ fyrirtæki en eigendur þess eru Björk Birkisdóttir, dóttir Birkis Friðbertssonar og Guðrúnar Fannýjar Björnsdóttur, í Birkihlíð og Haraldur Örn Hannesson, matreiðslumaður frá Akureyri.
„Við bjóðum Súgfirðinga ætíð velkomna til okkar, bæði í litlum og stórum hópum og leggjum við okkur fram um að halda við tengslunum vestur” „Við eigum og rekum BK-kjúkling á Grensásvegi 5, þar sem aðaláherslan er lögð á rétti úr sérmarineruðum grilluðum kjúkling og á rétti sem henta þeim sem hugsa um heilsuna. Einnig er þó boðið upp á djúpsteikta kjúklingabita og franskar handa þeim sem það vilja. Jafnframt eru í boði ýmsar gerðir af samlokum og hamborgurum auk nokkurra mexíkanskra rétta“ segir Björk. „Einnig bjóðum við uppá sérmatseðla fyrir íþróttahópa, skólaferðahópa og aðra stærri hópa. Margir íþróttahópar, bæði innan og utan Reykjavíkur, mæta 28
í mat hjá okkur fyrir leiki og er þá oft fjör í salnum. Við höfum átt staðinn sl. 12 ár, eða frá maí 2001. Halli sér um reksturinn og stendur vaktina flesta daga en ég einungis í hjáverkum“ segir Björk. „Við bjóðum Súgfirðinga ætíð velkomna til okkar, bæði í litlum og stórum hópum og leggjum við okkur fram um að halda við tengslunum vestur, bæði með því að fara vestur og eins með því að taka þátt í viðburðum á vegum Súgfirðingafélagsins hér fyrir sunnan.
„Alltaf jafn yndislegt og endurnærandi að vera fyrir vestan“ Við reynum að fara vestur á Sæluhelgina og helst einhver skipti í viðbót. Við vorum fyrir vestan nú um páskana, fórum á skíði, snjósleða, á leiksýningu hjá Hallvarði Súganda og á Aldrei fór ég suður. Alltaf jafn yndislegt og endurnærandi að vera fyrir vestan.“ segir Björk og vitum við að lesendur okkar taka heilshugar undir það. Við þökkum BK kærlega fyrir stuðninginn.
SÚGANDI 2013
LEGGJUM
Í ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI
10 KRÓNUR AF HVERRI EGILS MALT RENNA TIL SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR Í ár er heil öld síðan Egils Malt kom fyrst á markað og hefur þessi einstaki drykkur fylgt þjóðinni í gegnum súrt og sætt. Af því tilefni ætlum við að láta 10 kr. af hverri seldri dós og flösku af Egils Malti renna til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ástæðan er einföld:
VIÐ LEGGJUM MALT Í ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI.
FÍTON SÍA
29
SÚGANDI 2013
Lyfjaborg - Apótek Hanna María Siggeirsdóttir
Hanna María Siggeirsdóttir athafnakona rekur apótekið Lyfjaborg í Borgartúni 28 í Reykjavík en það er eitt þeirra fyrirtækja sem er duglegt að auglýsa í Súgfirðingablaðinu. Hanna María er dóttir hjónanna Sigríðar Hansdóttur frá Súgandafirði og Siggeirs Vilhjálmssonar. Móðurforeldrar hennar voru Hans Kristjánsson fæddur á Suðureyri, sem stofnaði 66°N og kona hans María Helga Guðmundsdóttir, fædd á Gelti. “Þegar ég fæddist, sem fyrsta barn foreldra minna voru komnar nokkrar Maríur Helgur í fjölskylduna og fannst þeim það vera að bera í bakkafullan lækinn að fá enn eina Maríu Helgu, svo ég var skírð Hanna María í höfuðið á móðurafa og ömmu, þeim Hans og Maríu. Þau voru bæði mikið dugnaðar- og athafnafólk, eins og foreldrar mínir, svo ég þarf ekki að leita langt aftur í ættir eftir athafna- og sjálfstæðisgenum” segir Hanna María. Hanna María lærði lyfjafræði í Háskóla Íslands og í Kaupmannahöfn og segir að það hafi sennilega verið eina fagið sem hún vissi ekki nokkurn skapaðan hlut um. Sem lyfjafræðingur hóf hún fyrst störf í Norðurbæjarapóteki við töfluframleiðslu hjá Lyfjaverslun ríkisins, jafnframt því að kenna bæði við Lyfjatækniskólann, Hjúkrunarskólann og HÍ. Síðan réð hún sig í HoltsApótek en fann fljótt að hún vildi starfa sjálfstætt og vera sinn eigin herra. Hún tók við rekstri Stykkishólmsapóteks árið 1986 og bjó fjölskyldan þar í 9 ár. Þaðan fóru þau til Vestman-
30
naeyja og rak hún þar Apótek í 12 ár. Eftir þann tíma lá leiðin til Reykjavíkur, en hún hafði keypt Laugarnesapótek nokkrum árum áður en þau fluttu í bæinn. Árið 2011 flutti hún síðan það apótek í Borgartún 28 og breytti nafni fyrirtækisins í LYFJABORG. LYFJABORG er einkarekið, sjálfstætt apótek. „Við leggjum mikið upp úr frábærri þjónustu og við dekrum við skjólstæðinga okkar,” segir Hanna María. Aðal þjónustusvið okkar er lyfjaskömmtun. Þá eru skömmtuð lyf í svokölluð hólf þar sem hver inntaka er sér, s.s morgunlyf, hádegislyf, kvöldlyf og næturlyf. Ennfremur eru hólfin merkt með nafni skjólstæðings, vikudegi og mánaðardegi. Einnig kemur skýrt fram hvað er í hverju hólfi fyrir sig. Þetta er mjög þægileg lausn fyrir fólk sem er að taka fleiri en 1-2 tegundir af lyfjum og við setjum vítamín og bætiefni líka í hólfin, eftir ósk hvers og eins. Það er útbreiddur misskilningur að skömmtun sé bara fyrir gamalt fólk, hún er mjög hentug og þægileg í amstri dagsins fyrir fólk á öllum aldri og eykur líkurnar á að fólk taki lyfin sín rétt. Auk skömmtunar, mælum við blóðþrýsting og kólesteról. Einnig seljum við og veitum ráðgjöf um allar hjúkrunarvörur, húðverndarvörur, barnavörur, hreinlætisvörur og snyrtivörur að ógleymdum vítamínum og bætiefnum. Salan í vítamínum og bætiefnum ásamt lausasölulyfjum hefur aukist mjög mikið síðan við fluttum, enda erum við með mjög gott úrval og góð verð. Við reynum alltaf að halda verðunum í lágmarki og erum oft ódýrasta apótekið í flestum vöruflokkum, segir apótekarinn. Við hvetjum Súgfirðinga til að nýta sér þjónustu súgfirskættuðu athafnakonunnar Hönnu Maríu í LYFJABORG, Borgartúni 28.
SÚGANDI 2013
DAGSKRÁ SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS HAUST 2013 Júlí Margir Súgfirðingar fara vestur á Sæluhelgina og njóta gestrisni og dugnaðar þeirra Súgfirðinga sem í gegnum árin hafa haldið uppi þessari metnaðarfullu dagskrá fyrir okkur hin. Þar hittast allir Súgfirðingar og aðrir og eiga saman góða stund. Dagskrá Sæluhelgarinnar er auglýst hér í blaðinu. Nogginn er að festa sig í sessi sem samfélagshátíð í Súgandafirði en þá er farið yfir á Norðureyri og allir eiga saman góða stund, varðeldur o.fl. Sjá nánar hér í blaðinu. Saga Súgandafjarðar í máli og myndum sem flutt var á Spot í maí verður sýnd á Sæluhelginni. En mikil ánægja var með myndasýninguna og mikil vinna var sett í að finna ljósmyndir og sögulegan fróðleik.
September Menningarviðburður, auglýstur síðar Spilað í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37, 3. hæð, kl. 18.00 Mánudaginn 23. september
Október Átthagadætur láta í sér heyra Kirkjukaffi (dagsetning auglýst síðar) Spilað í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37, 3. hæð, kl. 18.00 Mánudaginn 28. september
Nóvember Menningarviðburður, auglýstur síðar Spilað í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37, 3. hæð, kl. 18.00 Mánudaginn 25. september
Desember Jólablað Súgfirðingafélagsins. Spilað í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37, 3. hæð, kl. 18.00
31
ENNEMM / SÍA / NM56156
SÚGANDI 2013
> Öflugri landsbyggð í alfaraleið Nú hafa orðið þáttaskil í sjóflutningum af landsbyggðinni því Samskip hafa hafið siglingar á nýrri leið sem tengir Akureyri, Ísafjörð, Sauðárkrók og Reyðarfjörð beint við markaði í Evrópu. Við erum stolt af því að geta boðið innlendum og erlendum viðskiptavinum okkar þann hraða, hagkvæmni og sparnað sem hlýst af greiðari leið vörunnar til viðskiptavinarins.
32 www.samskip.com
Saman náum við árangri