Sjómannadagsblað 2010, 2. tbl. 86. árg.
SJÓMENN
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN
Til hamingju með daginn sjómenn Samstaða sjómanna
Hátíðisdagur sjómanna er haldinn ár hvert í byrjun júní. Í almanaki Háskóla Íslands stendur: „Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hinn 6. júní árið 1938. Sá dagur var mánudagur, annar í hvítasunnu. Næstu ár var fylgt reglu sem á endanum var lögtekin árið 1987, að sjómannadagur skyldi vera fyrsti sunnudagur í júní nema hvítasunnu bæri upp á þann dag. Þá skyldi sjó mannadagurinn vera viku síðar.“ Þarna náðist með baráttu og samstöðu sjómanna að festa í sessi dag þar sem sjómenn og fjölskyldur þeirra gleðjast samaní hinum ýmsu leikjum og kepp num. Með samstilltum aðgerðum hafa sjómenn náð að koma fjölmörgu til betri vegar stéttinni til hagsbóta. Þar má nefna vökulögin sem urðu til þess að sjómenn fengu lögbundinn rétt til að hvílast - fyrst 6 tíma á sólarhring og síðar 12. Sú vinstri ríkisstjórn sem nú situr á valdastóli hefur með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi sett stöðu sjómanna í uppnám. Áform um afnám sjómannaafsláttar og svokölluð fyrning arleið hafa fallið í grýttan jarðveg svo vægt sé til orða tekið. Sjómenn vinna erfið og hættuleg störf fjarri ástvinum sínum og nokkrar krónur á dag í þóknun fyrir það eiga að vera sjálfsagðar. Ríkisstjórnin hlustar hins vegar ekki og sker afsláttinn af á sama tíma og t.d. þingmenn og ráðherrar fá háar upphæðir í dagpeninga. Einnig þverskallast ráða menn við þrátt fyrir ýmis haldbær rök um að fyrning aflaheimilda sé ófær leið. Það væri nær hjá ráðamönnum þjóð arinnar að auka við kvótann svo að sjó menn geti með áræði sínu og dugnaði komið þjóðinni til hjálpar á þeim erfiðu tímum sem nú eru. Sýnt hefur verið fram á að aukning nú muni ekki hafa teljandi áhrif á stofnstærð til lengri tíma litið. Það verður hins vegar að teljast ólíklegt að vinstri ríkisstjórn ráðleysis og dugleysis geri eitthvað slíkt. Sjómenn þessa lands munu eftir sem áður standa saman og freista þess að sigla fleyjum sínum ávallt í örugga í höfn landi og þjóð til heilla. Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sjómannadags.
Sjómannadagurinn gegnir mikilvægu hlutverki í samfélagi okkar. Fyrir flesta er hann þó eflaust fyrst og fremst gott tækifæri til að gera sér glaðan dag. Gleðin er sannarlega einn mikilvægasti þáttur lífsins. Sjómannadagurinn er einnig kjörinn til að halda á lofti málstað sjómanna og réttindum þeirra. Hann minnir á einstæða stöðu sjómanna í sögu okkar. Í ræðu og riti minna forvígismenn sjómanna um allt land okkur á þá miklu þýðingu sem sjómannsstarfið hefur haft fyrir uppbyggingu samfélags okkar. Sjómannadagurinn gefur okkur einn ig tækifæri til að líta yfir farinn veg og minnast þeirra sem farist hafa á sjó. Í Fossvogskirkjugarði er minnis varði sem nefnist Minningaröldur Sjó mannadagsráðs um drukknaða og týnda sæfarendur. Þetta er látlaus en áhrifaríkur minnisvarði sem er mótaður eins og öldur og á öldurnar eru skráð fjölmörg nöfn sæfarenda sem hafa látið lífið á sjó og skipa sem hafa farist. Minningaröldurnar standa vestan undir Fossvogskapellu með vitann um óþekkta sjómanninn í bakgrunni. Einkunnarorð þeirra eru:
„Óttast þú eigi, því ég kalla á þig með nafni, þú ert minn“ Jes. 43:1. Hvern sjómannadag fer fram hátíðleg athöfn þar sem blómsveigur er lagður að Minningaröldunum, þeirra minnst sem látist hafa og hugvekja flutt meðan Landhelgisgæslan stendur heiðursvörð og blásið er í lúðra. Margar fjölskyldur, og einstaklingar, sem hafa misst ástvin í hafið eru viðstaddar þessa athöfn á hverju ári. Ég var þar viðstödd fyrir nokkrum árum, ásamt manni mínum, þegar nafn mágs míns var ritað á öldurnar. Hann fórst fyrir um 40 árum, 18 ára gamall, með bát frá Tálknafirði ásamt fimm skipsfélögum sínum. Allir voru þeir Vestfirðingar undir þrítugu nema einn Sunnlendingur sem var þrjátíu og tveggja ára. Nöfn þeirra allra voru rituð á öldurnar við þetta tækifæri. Það hafði mikil áhrif á mig að sjá þessar fjölskyldur og einstaklinga koma saman. Fólkið kom víða að af landinu, flestir þekktust ekki, jafnvel ekki þau sem áttu höfðu ástvin á sama bát, en þau deildu saman þessari sáru reynslu að hafa misst ástvin í hafið. Það var þeim augljóslega afar mikilvægt að geta gengið að þessum
minnisvarða. Það er líka mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að geta með þessum hætti heiðrað minningu látinna sjómanna og sýnt þeim verðugan sóma. Sjómannadagurinn er hátíð sjómanna og allrar þjóðarinnar og okkur ber skylda til að sýna honum verðskuldaðan sóma með þátttöku okkar. Til hamingju með daginn sjómenn og megi hann verða ykkur og fjölskyldum ykkar til ánægju og gleði.
Sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, sóknarprestur Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalls.
Kosningar að baki Sveitarstjórnarkosningarnar fyrir kjörtímabilið 2010-2014 eru nú að baki og niðurstaðan ljós. Á Vestfjörðum urðu úrslit þau að á Patreksfirði unnu sjálfstæðismenn hreinan meirihluta, í Bolungarvík náðu sjálfstæðismenn og óháðir hreinum meirihluta auk þess sem sjálfstæðismenn eru í lykilstöðum í sjálfkjörinni sveitarstjórn á Tálknafirði. Í Ísafjarðarbæ hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 42,2% atkvæða og er hann því eftir sem áður stærsta stjórnmálaaflið í sveit arfélaginu. Ég óska vestfirskum sjálf stæðismönnum til hamingju með þennan góða árangur flokksins en hann náðist með þrotlausu starfi flokksfélaga sem grundvallast ávallt á þeirri hugsjón að byggja skuli á frumkvæði og framtaki einstaklingsins til að efla atvinnulíf, samfélag og velferð.
umtals sem landsmálapólitíkin og okkar ágæti flokkur hefur gengið í gegnum á liðnum mánuðum. Almenningur skynjar andvaraleysi og í raun andstöðu stjórn valda við aukinni framleiðslu og verð mætasköpun. Aukinni skattlagningu og úrræðaleysi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna verður að linna. Nú verður Sjálfstæðisflokkurinn sem aldrei fyrr að heyja baráttuna fyrir hugsjónum Sá mikli meðbyr sem flokkurinn hefur sínum og taka við stjórn landsmálanna á nú víða um land verður vart túlkaður ný. á annan hátt en þann að Íslendingar Frá unga aldrei hefur pólitík verið mér skynji þörfina fyrir auknum áhrifum afar hugleikin og hef ég starfað innan Ingólfur Þorleifsson, formaður flokksins. Árangur Sjálfstæðisflokksins á flokksins nær óslitið frá fjórtán ára aldri. fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestfjörðum á laugardaginn er ekki hvað Þegar ég tók þá ákvörðun síðastliðið Ísafjarðarbæ. síst merkilegur í ljósi þess neikvæða haust að gefa kost á mér að nýju til forystu í sveitarstjórn var sú ákvörðun byggð á fjölmörgum atriðum, en ekki síst þeirri ástæðu að mig langar til að hafa áhrif á uppbyggingu og mótun framtíðar í þessu Sjómannadagsblað frábæra samfélagi okkar á grundvelli gefið út í júní 2010 - 86 árg. hugsjóna flokksins. Mér var vel tekið Útgefandi: Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ Ábyrgðarmaður: Ingólfur Þorleifsson og þakka ég dyggilegan stuðning sem Ritstjórar: Birna Lárusdóttir og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir mér var veittur þá. Um leið þakka ég Umbrot: Grétar Örn Eiríksson Forsíðumynd: Um borð í Júlíusi Geirmundssyni ÍS á sjómannadegi. Björn Baldursson af heilum hug þann mikla stuðning sem Aðrar myndir: Páll Önundarson, Magni Guðmundsson, við í D-listanum hlutum í kosningunum Kolfinna Guðmundsdóttir, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og fleiri í Ísafjarðarbæ. Prentun: H - prent, Ísafirði
Með þátttöku í starfi innan Sjálfstæðisflokksins er unnt að hafa mótandi áhrif á uppbyggingu stefnumála hans. Þar er kraftur einstaklinga virkjaður til áhrifa samfélaginu til heilla. Engin önnur íslensk stjórnmálahreyfing hefur á að skipa jafn kröftugri sveit ungs fólks. Saman mynda deildir flokksins sérlega öfluga liðsheild sem allar aðrar stjórnmálahreyfingar í landinu óttast enda hafa þær allar sem ein ráðist að flokknum og grunnstoðum hans. Við höfum staðið þetta af okkur og nú sækjum við fram sem aldrei fyrr. Vestfirðingar eru stolt og kraftmikið fólk. Hér er gott að búa og hér er unnt að gera gott samfélag enn betra. Tökum höndum saman, styðjum þá sem minna mega sín, virðum þarfir og vilja hvers annars og unum öðrum góðs. Þannig náum við settu marki. Ég færi sjómönnum mínar bestu hamingjuóskir í tilefni sjómannadagsins um leið og ég óska Vestfirðingum alls velfarnaðar í upphafi nýs kjörtímabils. Eiríkur Finnur Greipsson, nýkjörinn oddviti sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ.
Hรถnnun/Bix
www.vidpollinn.is
Á. Ásgeirsson var fyrsta millilandagufu skipið í eigu Íslendinga. Skipið mun þó aldrei hafa verið skráð á Íslandi. Miaca mun vera fyrsta gufuskipið til millilanda siglinga sem skráð var hérlendis. Var það keypt til landsins árið 1886 af Otto Wathne og gert út frá Seyðisfirði. (Ljósm. Byggðasafn Vestfjarða).
E/s Á. Ásgeirsson
Fyrsta eimskip Íslendinga til millilandaferða Úr gömlum blöðum frá Jóni Grímssyni, dagsett í maí 1969 þegar 75 ár voru liðin frá því að gufuskipið Á. Ásgeirsson kom til Ísafjarðar í fyrsta sinn. Árið 1889 áttu Íslendingar ekki eitt einasta vélknúið skip, en á því Árið 1889 áttu Íslendingar ekki eitt einasta vélknúið skip, en á því ári keypti Ásgeir G. Ásgeirsson, aðalforstjóri Verslunar Á. Ásgeirssonar á Ísafirði, lítið eimskip í Þýskalandi (um 55-60 brúttólestir). Skipið var ekki nýtt og hafði áður verið eingöngu notað sem fljótabátur og var því síður en svo ætlað til stórræðis á höfum úti. Eigi að síður markaði sá viðburður merkileg tímamót í sögu samganga á sjó milli héraða, flóa og fjarða hér á landi, sem þá voru litlar og erfiðar og oft lífshættulegar. Skip þetta skírði Ásgeir í höfuðið á litlum systursyni sínum og gaf því nafnið Ásgeir litli. Var þetta fyrsta eimskipið sem Íslendingar eignuðust og sem að notum kom. Ásgeir litli lagði af stað frá Danmörku áleiðis til Íslands þá um haustið. Þó allt gengi vel var farið varlega og ekki haldið lengra en til Færeyja fyrsta sprettinn. Þar lá svo skipið fram á næsta sumar, 1890, og kom ekki til Ísafjarðar fyrr en 30. júlí það ár. Hafði ferðin gengið vel og slysalaust, þrátt fyrir ýmsar hrakspár. Blaðið Þjóðólfur hélt því t.d. fram, að
samgöngubóta, að annað eins hafði ekki þekkst áður hér á landi. Ég hefi hér lítillega minnst á fyrsta vélknúða skipið (eimskipið), sem Íslend ingar eignuðust. Bátamótorarnir voru þá ekki komnir til sögunnar. Fyrsta vélin af því tagi, sem til Íslands kom, var Möllerup-vél og áttu tveir Ísfirðingar, Árni Gíslason, síðar yfirfiskimatsmaður, og S. J. Nielsen verslunarstjóri, frumkvæðið að því. Um tildrög að þeim framkvæmdum má lesa í bók Árna, Gullkistunni. Mun ég nú víkja að því mikla framtaki Á. G. Ásgeirssonar er hann réðst í að kaupa fyrsta stóra eimskipið til úthafssiglinga sem komst í eigu Íslendinga, þó það ávallt væri skrásett í Kaupmannahöfn. Ásgeirsverzlun hafði í mörg ár átt allstóra skonnortu sem hét S. Louise (í höfuðið á systur Ásgeirs). Flutti hún vor og haust vörubirgðir til verslunarinnar frá Danmörku og sigldi frá Ísafirði á hverju hausti hlaðin Spánar- og Ítalíufiski. Þar sem þetta var seglskip og því oft seint í förum, og auk þess orðið alltof rúmlítið til þess að geta fullnægt flutningaþörf verslunarinnar sem var í örum vexti á þeim árum, ákvað verslunin að selja skonnortuna og fá sér stærra og hentugra
Flotinn við bæjarbryggjuna á Ísafirði einhvern tímann á árunum 1920 til 1930 (Úr einkasafni)
svona smáskip gæti alls ekki komist heilu og höldnu yfir hafið frá Danmörku til Íslands. Tíu árum fyrir síðustu aldamót þótt svona skipakaup stórviðburður hér á landi, og hlaut Ásgeir maklegt lof fyrir framtak sitt. Stundaði þetta litla skip síðan um langt árabil ferðir um Ísafjarðardjúp og næstu víkur og firði, með styrk frá sýslu- og landssjóði. Urðu ferðir þessar til svo mikilla flutninga- og
skip í hennar stað. En eins og við mátti búast af jafn stórhuga og framsýnum manni og Ásgeir var, tók hann ekki annað í mál en að kaupa eimskip. En út í slíkt ævintýri vildu þó aðrir, sem að rekstri verslunarinnar stóðu, alls ekki leggja, og Ásgeir enn síður með öllu undan láta. Ákvað hann því að fá einhverja í félag með sér til kaupa á hæfilega stóru eimskipi í Danmörku eða annarsstaðar, til vöruflutninga fyrir Ísafjörð og fleiri
verslunarstaði á Vestfjörðum. Varð hon um strax svo vel ágengt í þessu efni, að hann var búinn að fá loforð sex annarra manna og verslana á Vestfjörðum um hlutdeild í þessum skipakaupum, þegar sumir þeirra gugnuðu og gengu úr skaftinu, og var draumurinn um stofnun félags til þessara skipakaupa þar með úr sögunni. Einhver annar hefði gefist upp og hætt því að láta sig dreyma meira um skipakaup eftir hina misheppnuðu til raun um félagsstofnunina en þannig var Ásgeir, sá framsýni atorkumaður, ekki gerður. Ákvað hann þá þegar að
ræða fyrsta eimskipið til millilandaferða, sem Ísland eignaðist, enda held ég að fæstir hafi gert sér grein fyrir því hversu stórt spor til framfara hafði verið stigið með kaupum á þessu glæsilega skipi. Almenningur var orðinn skilningsbetri á svona viðburði 20 árum síðar, þegar hinn glæsilegi Gullfoss renndi sér inn á Reykjavíkurhöfn. En þá var líka um að ræða stórt átak allrar þjóðarinnar, undir forustu frábærra forgöngumanna, en ekki áræði eins manns. Skipstjórinn á e/s Á. Ásgeirsson var danskur maður, kominn af miðjum aldri, að nafni H. J. Gregersen, og gegndi hann
Gufuskipið Á. Ásgeirsson, eða Ásgeir stóri, í höfninni á Ísafirði. (© Ljósmyndasafnið Ísafirði) koma skipakaupunum í kring á eigin spýtur og snemma árs 1893 festi hann kaup á nokkurra ára gömlu þrímöstruðu eimskipi, að stærð 564 rg. tons, sem þá hét Helge, af svipaðri stærð og eimskipin Thyra og Laura, sem Sameinaða gufuskipafélagið þá hafði í förum hingað til landsins og kringum það að staðaldri. Kaupverð skipsins var sextíu þúsund krónur, en það þarfnaðist talsverðra endurbót. Þær endurbætur lét Ásgeir þegar í stað byrja að framkvæma, og eingöngu með vöruflutninga fyrir augum, ekki síst þurrfiskflutninga (klipfisk) til Miðjarðarhafslanda. Í ársbyrjun 1894 var öllum endur bætum á skipinu lokið og því gefið nafnið Á. Ásgeirsson, sem var nafn föður hans Ásgeirs sál. Ásgeirssonar skipherra, stofnanda Ásgeirsverslunar, sem látinn var fyrir 16. árum. E/s Á. Ásgeirsson kom til Ísafjarðar í fyrsta sinn um vorið, þann 8. maí 1894, hlaðið salti og kolum til verslunarinnar, og var skipinu vel fagnað. Engin hátíðarhöld voru þó í tilefni þess að hér var þó um að
Jón Grímsson fæddist 18. desember 1887. Hann var borinn og barnfæddur Ísfirðingur, sonur hjónanna Gríms Jónssonar kennara frá Gilsbakka og Ingveldar Guðmundsdóttur frá Arnarbæli. Hann naut góðrar menn tunar í æsku og stundaði síðan nám í verslunarfræðum í Kaup mannahöfn. Eftir það var Jón við verslunarstörf hjá Ásgeirsverslun á Ísafirði er föðurbróðir hans, Árni Jónsson, veitti forstöðu. Síðar varð hann verslunarstjóri á Suðureyri í Súgandafirði en árið 1922 flutti hann aftur til Ísafjarðar. Um áratugaskeið starfaði hann einnig sem löggiltur endurskoðandi og málafærslumaður. Jón þótti manna fróðastur um þjóðleg efni og ritaði margar greinar um liðna tíma á Ísafirði, m.a. í Ársrit Sögu félags Ísfirðinga. Þann 29. september 1914 kvæntist hann Ásu Thordarson, fædd 18. maí 1892, dóttir hjónanna Steinunnar og Finns Thordarson, kaupmanns á Ísafirði. Jón og Ása áttu lengst af heimili að Aðalstræti 20 á Ísafirði. Hún lést 15. maí 1971 en hann 25. september 1977.
Líf og fjör í síldarsöltun á bryggjunni í Neðstakaupstað á þriðja áratug 20. aldar. (Úr einkasafni) því starfi næstu 20 ár, eða þar til hann hætti fyrir aldurs sakir í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar. Við skipstjórn tók þá Árni Riis, kjörsonur J. M. Riis, full trúa hjá Ásgeirsverslun. Hafði hann verið 1. stýrimaður á skipinu nokkur undanfarin ár. Árni var íslenskur í báðar ættir og fæddur Ísfirðingur. Voru þeir Páll Pálsson, útgerðarmaður í Hnífsdal, systkinasynir. Árni Riis andaðist háald raður árið 1960 í Kaupmannahöfn. E/s Á. Ásgeirsson kom aðeins þrisvar til Ísafjarðar fyrsta árið og í þriðju ferð sinni um haustið fór skipið héðan norður fyrir land og tók í sig á ýmsum höfnum norðan- og austanlands fullfermi af ís lenskum afurðum til Kaupmannahafnar. Árið eftir, 1895, kom skipið sjö sinnum til Ísafjarðar, í fyrstu ferðinni með kol handa danska varðskipinu Heimdal, sem lögð voru hér á land. Fram að þessu hafði Ásgeirsverslun haft á hendi hér skipaafgreiðslu fyrir
Sameinaða gufuskipafélagið, en þar sem e/s Á. Ásgeirsson var nú kominn í allharða samkeppni við það félag, varð hún auðvitað að láta af því starfi, og tók þá við starfinu verslun Lárusar A. Snorrasonar, eða verslunarstjórinn Ágúst Benediktsson. Þann 27. október þetta sama ár hraðaði e/s Á. Ásgeirsson sér sem mest mátti frá Ísafirði til norðurhafna til þess að verða á undan e/s Thyru, skipi Sameinaða gufuskipafélagsins, þangað. Úr þeirri ferð kom svo skipið aftur hingað til Ísafjarðar þann 8. nóvember, tók í sig eitthvað af varningi en varð að skilja eftir nokkur hundruð skippund af saltfiski. Hélt það síðan til Danmerkur með fullfermi af íslenskum afurðum, aðallega saltkjöti, frá Reykjarfirði, Borðeyri, Sauðárkróki og Akureyri. Hafði e/s Á. Ásgeirsson unnið kapphlaupið og lét sér einu gilda þótt hinu Sameinaða þætti súrt í brotið. En enginn er annars bróðir í leik.
Af ferðum skipsins og samkeppni við Sameinaða gufuskipafélagið næstu árin er sömu sögu að segja. Hvalveiðistöðvar Norðmanna risu hér upp á Vestfjörðum um þetta leyti og juku þær atvinnu manna í nágrenni sínu á hverjum stað þó stöðvar þessar flyttu þangað mörg hundruð manna starfslið frá Noregi á hverju vori. Nú er þetta Norðmannatímabil svo að segja grafið og gleymt og muna það aðeins elstu menn. Í félagi við Norðmanninn Joh. Stixrud setti Ásgeir upp hvalveiðistöð inni í Djúpi, á Uppsalaeyri við Seyðisfjörð. Sé ég af minnisblöðum að þann 12. apríl 1898 hefir e/s Á. Ásgeirsson komið vestur hlaðinn vörum til þeirrar hvalveiðistöðvar og flestra kaupmanna á Ísafirði og Stixrud verið þar farþegi. Þetta hvalveiðifélag þeirra Ásgeirs og Stixrud bar nafnið Den islandske Hvalfangstbedrift og átti mest þrjú hvalveiðiskip, Hovgaard, Nansen og Nordenskjöld.
Landsins forni fjandi, hafísinn, var þessum veiðiskipum oft óþægur ljár í þúfu og í eitt skipti, þann 30. maí 1896, urðu dráttarskip að flýja undan ísnum alla leið inn á Pollinn á Ísafirði. Einar Simers frá veiðistöð Ellefsens á Sólbakka í Önundarfirði með 6 hvali, Heimdal frá stöð Bergs á Framnesi í Dýrafirði með 3 hvali og litla Lovísa, fiskiskip Ásgeirs verslunar, með 1 hval, sem hún hafði fundið á reki dauðan úti á hafi. Lágu þannig alls 10 hvalir á Pollinum í þetta skipti sem þótti að vonum nýstárlegt. Þegar þetta var, var e/s Á. Ásgeirsson nýkominn til Flateyrar frá Kaupmanna höfn. Gat skipið bjargað sér þangað inn undan ísnum en komst ekki út aftur. Með skipinu voru þeir Ásgeir og J. M. Riis og komu þeir til Ísafjarðar gangandi yfir Breiðadalsheiði sama daginn og hvalaþvagan lá þar. Í þetta skipti hvarf ísinn á brott eftir einn eða tvo daga og hvalirnir komust á rétta staði. E/s Á. Ásgeirsson var ávallt hið mesta happaskip, hlekktist aldrei á alvarlega eða varð fyrir manntjóni, meðan það var í eigu Ásgeirs og síðar verslunarinnar. En nokkru eftir að fyrri heimsstyrjöldin hófst, tveimur árum eftir andlát Ásgeirs, seldi verslunin þetta góða og gamla skip. Urðu örlög þess þau að skömmu fyrir lok styrjaldarinnar rakst það á tundurdufl í Finnska flóanum og sökk þar en ekkert manntjón mun hafa orðið. Þannig lauk sögu fyrsta eimskips Íslendinga til milli landaferða.
Allir dagar eru sjómannadagar
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is Við hjá TM erum sérfræðingar í tryggingum fyrir sjávarútveginn. Þess vegna verður okkur hugsað til sjómanna, hagsmuna þeirra og öryggis á hafi úti, á hverjum einasta degi, allan ársins hring. Og einmitt af þeirri ástæðu er okkur sérstakt ánægjuefni að óska öllum sjómönnum til hamingju með sjómannadaginn.
Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir bjó til prentunar.
Kræklingarækt á Vestfjörðum á framtíðina fyrir sér Víða í Evrópu er rík hefð fyrir neyslu kræklings enda þykir hann mikill herra mannsmatur. Hér á landi gengur krækli ngur undir ýmsum nöfnum og eru bláskel, krákuskel og kráka þar á meðal. Ræktun hér hefur vaxið jafnt og þétt en tilraunir með kræklingarækt hafa gefist vel og er greinin að festa rætur á nokkrum stöðum á landinu. Vestfirðingar eru í þessum hópi og er fyrirtækið Vesturskel ehf á Ísafirði komið nokkuð vel á veg í starfsemi sinni þótt hún sé enn á byrjunarstigi. Fyrirtækið var stofnað í mars 2007. Til að fræðast betur um kræklinga, fyrirtækið og starfsemi þess lagði Vestur land nokkrar spurningar fyrir Elías Oddsson, starfandi stjórnarformann Vesturskeljar. Aðalstarf Elíasar er þó framkvæmdastjórn Vesturferða á Ísafirði enda er kræklingaræktin enn ekki farin að standa undir miklu starfsmanna haldi. Framtíð greinarinnar er engu að síður björt, að því gefnu að viðunandi skilningur fáist frá ríkisvaldinu og reksturinn gangi áfallalítið.
við sandkorn og perlur, sem geta verið leiðigjarnir fylgifiskar kræklings sem vex á botni. Margir hluthafanna aðstoðuðu Magna í þessum tilraunum sem hann stóð í á sínum tíma og því er upphafið að finna þarna.“ Hvar á Íslandi er kræklingur ræktaður í dag? „Það er víða verið að prófa að rækta krækling við strendur landsins. Hér við Vestfirði eru tilraunir í gangi við Breiðafjörð (Króksfirði), í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði, Álftafirði, Seyðisfirði, Hestfirði, Skötufirði, við Æðey og á Steingrímsfirði. Annars staðar á landinu má nefna Eyjafjörð, Eskifjörð, Mjóafjörð eystri, Hvalfjörð, Vogar og á Breiðafirði nærri Stykkishólmi. Heyrst hefur af fleirum sem eru í startholunum við norðurland, fyrir austan og sunnan.“ Hvernig standa Vestfirðingar í samanburði við aðra ræktendur? „Ég tel að Vestfirðingar standi nokkuð vel. Lengst er ræktun kræklings komin hjá Norðurskel í Hrísey. Einnig eru ræktendur í Stykkishólmi komnir vel á veg þótt í smærri sniðum sé. Í Hvalfirði
að 200 tonnum ári seinna.“ Hefur kræklingur verið nýttur hér á landi í gegnum tíðina? „Já það eru til heimildir um að hann hafi verið nýttur til beitu t.d. á 17.öld. Mest var um það á Vesturlandi en hann var þó einnig hirtur annars staðar á landinu. Vinsælt var að sækja krækling til beitu í Hvalfjörð. Kræklingur var lítið étinn á árum áður en þó benda kræklingaskeljar í gömlum haugum til þess að hann hafi verið nýttur til matar t.d. í Breiðafirði. Nú á tímum er hann orðinn vinsæll til átu og er víða vinsælt að fara í kræklingafjöru.“ Hvernig er kræklingur ræktaður og hvar? „Kræklingur er ræktaður víða. Hann hefur verið ræktaður víða við Evrópustrendur í nokkur hundruð ár. Þar er hann oft ræktaður á staurum sem reknir eru niður í sandfjörur. Einnig er talsvert um að ræktun fari fram á flekum þar sem spottar eru látnir hanga niður úr flekum til söfnunar og ræktunar á kræklingi. Í Evrópu er einnig ræktað með svokallaðri botnræktun en þá er lirfu safnað og þegar hún hefur náð ákveðinni stærð sem skel
þá er hún tekin af söfnurunum og sett á fyrirfram ákveðin svæði grunnt við ströndina þar sem skelin vex áfram í rétta stærð. Hér á landi eru flestir að vinna með bandræktun (rope mussel). Hún fer þannig fram að í ágúst eru settar út línur til að safna lirfum á. Línurnar eru hengdar neðan í þar til gerðar burðarlínur og eru um 2 km af söfnurum á hverri burðarlínu sem er um 220 metra löng. Á þessum burðarlínum er komið fyrir flotholtum, en þegar kræklingurinn vex þá þarf stöðugt að vera að bæta flotum á línurnar. En það er eiginlega eina vinnan sem þarf að fara fram á meðan kræklingurinn vex. Þó getur það komið fyrir að krossfiskur og aðrir afræningjar eins og æðakollur geri usla. Eftir u.þ.b. eitt ár er það sem safnast hefur á þessar línur losað af þeim og oft hreinsað lítilsháttar. Kræklingurinn hefur væntanlega vaxið í 10-20 mm lengd á og er settur út aftur á sokkalínur, sem samanstanda af burðarlínu eins og við lirfusöfnunina og línu sem sett er inn í sokk sem fylltur er með kræklingi. Þessi sokkur sem er úr bómull rotnar í sjónum á 2-4 vikum en á þeim tíma er
Stofnendur og eigendur Vesturskeljar ehf: Magni Örvar Guðmundsson Ísafirði, Gísli Jón Kristjánsson Ísafirði, Karl Guðmundur Kjartansson Súðavík, Guðmundur Hólm Indriðason Ísafirði, Þórir Örn Guðmundsson Þingeyri, Snorri Sturluson Suðureyri og Jóhann Ólafson Ísafirði, og var upphaflegt hlutafé 700 þúsund. Síðar bættust í hópinn bræðurnir Elías Oddsson Ísafirði og Haukur Oddsson Reykjavík. Nýjasta viðbótin er Álfsfell ehf (Hallgrímur og Davíð Kjartanssynir) Ísafirði-Hnífsdal ásamt Jónasi Ragnarssyni Álftanesi (Súðvíkingur) inn í félagið. Upphaflegt hlutafé var 700 þúsund kr. Hlutafé í dag er að nafnvirði um 14.9 milljónir. Hluti þess var seldur á yfirverði þannig að fjármunir sem hluthafar hafa sett í félagið er um 21 milljón króna, að mestu innborgað fé en einnig vinnuframlag. Hvert er upphaf Vesturskeljar? „Það má segja að tilraunir Magna Guðmundssonar, sem gjarnan er kenndur við Netagerð Vestfjarða, hafi undið svona upp á sig því í þeim tilraunum sem hann gerði ásamt fleirum var ljóst að mikið er af kræklingi í hafinu hér í Ísafjarðardjúpi og víðar við Vestfirði. Þetta hófst í kringum 1999. Ég held reyndar að Magni, sem er mikill sælkeri, hafi í upphafi viljað fá nýjan og ferskan krækling í matinn þegar hann langaði til. Þess má geta að kræklingur, sem ræktaður er á línum eins og Vesturskel gerir er alveg laus
hefur einnig verið talsvert um tilraunir og eitthvað verið selt af framleiðslu. Vesturskel hefur átt lítils háttar af skel í markaðsstærð síðan í nóvember en þá var boðið uppá smá sýnishorn hér í bæ. ST4 á Drangsnesi eru komnir með skel í markaðsstærð sem vonandi verður send á markað í Evrópu nú á næstu dögum til kynningar. Ef að líkum lætur verður talsverð aukning í framboði af ræktaðri skel frá Íslandi á næstu árum. Líklegt er að Vesturskel verði með milli 20 og 30 tonn af skel næsta vetur og ef áætlanir Magni Guðmundsson, kræklingafrumkvöðull á Ísafirði, í forgrunni að leggja línurnar nást þá ætti magnið að vera komið í allt með Elíasi Oddssyni, stjórnarformanni Vesturskeljar, í bakgrunni.
Kræklingur í sparifötum
Einfaldasta leiðin til að njóta kræklings er að finna hann í fjöru og skella honum beint á heita pönnu með loki. Þegar skelin hefur opnast vel er kræklingurinn tilbúinn. Ef aðstæður leyfa og tilefni gefst til er um að gera að bragðbæta kræklinginn með ýmsu góðgæti. Hér er ein tillaga sem hefur gefist vel á ritstjórn Vesturlands: Hellið góðum slurk af hvítvíni í víðan pott, bætið söxuðum hvítlauki, ferskri steinselju og íslensku smjöri úti og látið hitna saman. Hér fer magn bara eftir smekk manna. Setjið kræklinginn í pottinn og látið suðuna koma upp. Þegar skeljarnar hafa opnast vel er kræklingurinn tilbúinn. Látið vera að neyta þeirra sem ekki opnast af sjálfu sér. Borið fram með nýbökuðu brauði og ekki skemmir að hafa nokkra ,,kalda” með.
fylgjast með þessari eitrun og gefa út aðvaranir ef hún finnst í einhverjum mæli.”
Hvernig er markaðurinn og verðið? „Kræklingur er seldur ýmist ferskur eða unninn og þá er hann t.d. soðinn niður, settur í olíusósu eða reyktur. Í samstarfi við aðra framleiðendur á Vestfjörðum, einkum í gegnum Blá skeljaklasa Vestfjarða, er Vesturskel að hefja markaðskönnun fyrir skel héðan. Frumathugun hefur leitt í ljós að verð eru frekar lág í sögulegu tilliti í dag en þó innan þeirra marka sem áætlanir okkar hafa gert ráð fyrir. Það hefur verið að þeim búnaði sem nauðsynlegur er við draga úr framleiðslu víða í Evrópu vegna uppskeru.“ ýmissa umhverfisástæðna og því er að Hver er munurinn á ræktuðum kræklingi skapast pláss á markaði fyrir framleiðslu héðan.“ og villtum?
kræklingurinn búinn að festa sig við línuna sem oftast er mjög loðin til að kræklingurinn nái sem víðast festu. Áætlanir Vesturskeljar gera ráð fyrir að það taki 26-30 mánuði fyrir krækling að „Það er ekki mikill munur á þeim en þó ná ákjósanlegri markaðsstærð.“ er kræklingur sem ræktaður er á böndum Þarf að fóðra krækling? uppi í sjó laus við sand og perlur og er „Nei kræklingur er ekki fóðraður því því ”hreinni” hvað þetta varðar. Einnig
Hvenær fer framleiðsla Vesturskeljar á almennan markað? „Við stefnum að því að koma sýnishorni á markað í vor og væntum þess að selja meginhluta framleiðslu næsta vetrar erlendis. En við vitum að hér á landi er þó nokkur vannýttur markaður fyrir þessa vöru. Vesturskel á í dag í sjó fjórar sokkalínur sem verða væntanlega með um 20 tonna uppskeru næsta vetur. Einnig eigum við 10 lirfusöfnunarlínur með lirfum á sem teknar verða til sokkunar í sumar og skila vonandi 2535 sokkalínum. Unnið er að fjármögnun þessa verkefnis um þessar mundir. Næsta haust er stefnt að því að hafa úti allt að 20 lirfusöfnunarlínum sem geta gefið af sér allt að 70 sokkalínur næsta sumar. Það er því mikill skriður á þessu ef áætlanir ganga eftir.“
Hvernig gengur að fjármagna verkefnið? Kræklingurinn hefur náð ákjósanlegri stærð þegar hann er orðinn 60-70 mm langur. „Hluthafar hafa fjármagnað uppbygging Það tekur 26-30 mánuði að rækta krækling í markaðsstærð. una með innborguðu hlutafé.Við höfum verið að leita eftir aðstoð, s.s. styrkjum, lánum eða hlutafé hjá ýmsum sjóðum en ekki haft erindi sem erfiði ennþá. Byggðastofnun hefur hafnað aðkomu að þessu að svo stöddu. Send hafa verið erindi til ýmissa sjóða. Við höfum ekki enn fengið svar frá öllum og erum að vona að einhverjir aðstoði okkur með fjármagn. Fulltrúar frá Vesturskel áttu fund með iðnaðarráðherra fyrir stuttu og kynntu henni stöðuna og væntingar greinarinnar til opinberra sjóða eins og Byggðastofnunar. Við erum einnig að leita að nýjum hluthöfum enda var samþykkt á hlut hafafundi snemma í vor að auka hluta ,,Bláa höndin“ heldur á tveimur örsmáum kræklingalirfum sem þó eru orðnar féð. Núverandi hluthafar keyptu hluta nokkurra mánaða gamlar. hann síar sjóinn sem streymir um hann og nær þannig í næringu. Það eru engin önnur efni en línurnar notuð við ræktun á kræklingi.“
Kræklingur (Mytelus edulis) er skeldýr, samloka, af ætt sæskelja og hefur tvær skeljar sem eru eins útlits. Skeljarnar eru þunnar með hvössum röndum. Kræklingur síar fæðu sína úr sjónum. Hann lifir á örsmáum svifþörungum og lífrænum ögnum sem að mestu leyti eru botnþörungabrot.
Hvernig búnað og mannskap þarf til starfseminnar? „Mjög takmarkaðan búnað þarf til að rækta krækling ef frá eru taldar línurnar og tæki sem notuð eru til að flokka og sokka skelina til framhaldsræktunar. Það er reiknað með að fyrir hver 70 tonn af skel þurfi eitt ársverk þannig að ef áætlanir Vesturskeljar ná fram að ganga þá má búast við um 20-25 störfum við ræktunina og sennilega annað eins við úrvinnslu. Við höfum stofnað fyrirtækið Íslenskur Kræklingur ehf ásamt fleiri vestfirskum ræktendum og þar erum við í góðu samstarfi um kaup á ýmsum
virðist skelin talsvert þynnri á ræktuðum af þeirri aukningu en talsvert er enn til kræklingi og því eru neytendur að fá sölu. Síminn hjá mér er 862 8623 og ég hvet alla áhugasama til að hafa hlutfallslega meiri fisk úr honum.“ samband. Félagið hefur engra styrkja Er hægt að uppskera allt árið um kring? notið til rekstrarins en við höfum átt gott „Nei, það er ekki líklegt að hægt samstarf við aðra ræktendur jafnt hér á verði að uppskera allt árið vegna Vestfjörðum, og þá einkum í gegnum markaðsaðstæðna og einnig vegna þess að með hlýnandi sjó og veðurfari hefur Bláskeljaklasa Vestfjarða, sem og annar orðið vart við eiturþörunga við Ísland staðar á landinu. Vaxtarsamningur Vest sem gera það að verkum að í einhvern fjarða hefur komi ágætlega til móts við tíma á sumrin getur verið erfitt að finna klasann með þátttöku í rannsóknum heilnæman krækling. Kræklingurinn og þróunarverkefnum sem og með hreinsar sig af þessum þörungi á um fjárframlögum og annarri aðstoð. Vesturskel er aðili að Skelrækt, land það bil þremur vikum. Opinberir aðilar
Afræningjar á borð við krossfisk, æðar fugl, slý og þara geta gert kræklinga ræktendum lífið leitt. samtökum skelræktenda, og hefur félag ið átt menn í stjórn þess eiginlega frá upphafi. Vesturskel er hluthafi í félagi sem stofnað var sem árangur úr samstarfi í bláskeljaklasa Vestfjarða og heitir Íslenskur kræklingur. Það félag er hugsað sem samstarfsvettvangur um uppskeru tæki og magninnkaup á línum og annarri rekstrarvöru.“ Hver er aðkoma hins opinbera að þessari nýsköpun? ,,Hún hefur ekki verið mikil. Þó er Matvælastofnun Íslands að vinna að heil næmiskönnun á ræktunarsvæðum okkar. Við höfum verið í samstarfi við Hafró og Matís en það má vera mun víðtækara. Að öðru leyti hefur ekki verið um mikla aðkomu opinberra aðila að starfsemi Vesturskeljar. Bláskeljaklasi Vestfjarða sem við erum aðilar að hefur notið ákveðinna styrkja frá Klasasamningi Vestfjarða og ekki má gleyma aðstoð sem skrifstofa Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Ísafirði veitti okkur í vetur við undirbúning á viðskiptaáætlun félagsins.“ Hverjar eru horfurnar í kræklingaræktinni? „Við teljum að horfur séu almennt góðar. Þó veikir mikil styrking krónunnar þenn an sprota eins og aðrar útflutningsgreinar. Ræktunarsvæðum í Evrópu hefur farið fækkandi á sama tíma og neysla fer vaxandi. Það eru fáir nýir ræktendur nær markaðnum en við hér á landi. Styrkleikar okkar eru hreinn sjór, firðirnir okkar, kunnátta við vinnslu matvæla, framsækni í tækninýjungum, mikið af lirfu í sjónum og að því er virðist lítið um afræningja. Veikleikarnir eru auðvitað ýmsir og þá helst öldugangur vegna vinds, lagnaðarís og fjarlægð frá markaði. Einnig geta mögulegir afræningjar gert okkur lífið leitt eins og krossfiskur, æðarfugl, slý og þari. En ef áætlanir ganga eftir og ekkert hér innnanlands verður til þess að skemma fyrir þessari nýjung þá er ég bjartsýnn á framhaldið. Við værum örugglega ekki búnir að setja rúmar 20 milljónir í þetta verkefni ef við hefðum ekki fulla trúa á því.“ Birna Lárusdóttir tók saman.
Óvissa í öryggismálum sjómanna
Maðurinn eða boltinn
Nú eru kosningabaráttan og kosningarnar að baki eina ferðina enn. Sem betur fer, liggur mér við að segja. Sérstakt ástand í samfélaginu er afstaðið. Veðrið er gengið niður. Þangað til næst. Í eina tíð fannst mér kosningabarátta fremur spennandi tími. En sérstaklega þó atkvæðatalningin. Ég man þegar ég í æsku minni hlustaði spenntur á útvarpið og fylgdist með talningu í þingkosningum og gladdist þegar góðar fréttir bárust af árangri Framsóknarflokksins. Svo fullorðnaðist ég smátt og smátt - að svo miklu leyti sem mér hefur yfirleitt auðnast að fullorðnast - og það fóru að renna á mig tvær grímur. Ennþá er ég þó spenntur yfir atkvæðatalningunni. Eitthvað á svipaðan hátt og ég er spenntur þegar toppliðin í Englandi eigast við. En svo eru aðrir hlutir. Ég var ekki kominn mjög til aldurs þegar ég fór að kynnast pólitísku starfi af eigin raun og vann í undirbúningi kosninga fyrir ýmsa flokka og framboð í hartnær fjóra áratugi. Aldrei samt - og það kemur líklega einhverjum á óvart - af yfirþyrmandi pólitískum áhuga heldur voru þetta einfaldlega verk sem ég var ráðinn til að vinna. Það leiðinlega og oft ömurlega við kosningastarfið var að kynnast því hvernig besta og hlýjasta fólk getur iðulega umturnast í aðdraganda kosn inga. Fólk sem venjulega er vinir eða að minnsta kosti góðir kunningjar breytist um skeið í óvini og eys hvert annað skít. En í flestum tilvikum fellur svo allt í ljúfa löð. Þangað til næst. Í fótboltanum er það jafnan spurningin hjá dómaranum hvort leikmaður hafi farið í manninn eða boltann. Þetta er hliðstætt í pólitíkinni. Mér finnst grundvallarmunur á því hvort framboð og frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra vinna málefnalega, koma ein faldlega á framfæri tillögum sínum og baráttumálum í þágu samfélagsins og röksemdum gegn tillögum hinna, eða hvort haft er í frammi persónulegt skítkast. Þá er farið í manninn en ekki boltann. En fátt er með öllu illt. Þrátt fyrir téða ókosti - a.m.k. eru það ókostir í mínum huga - finnst mér þetta samt ólíkt betra en í einræðisríkjum þar sem fólk fær aldrei að kjósa. Þar er ekki notaður bolti.
– Hlynur Þór Magnússon.
Staðan í öryggismálum sjómanna er grafalvarleg um þessar mundir því gríðarlegur niðurskurður hefur komið illilega niður á þeim sem sinna eftirlitsog öryggisþjónustu við íbúa landsins. Landhelgisgæslan hefur ekki farið varhluta af niðurskurðinum og sem dæmi má nefna að í dag eru einungis mannaðar 1.3 vaktir hjá þyrlubjörgunarsveit Land helgisgæslunnar. Það er öllum ljóst sem til þekkja að þetta ástand er langt frá því að vera ásættanlegt. Nauðsynlegt er að ávallt séu tvær vaktir mannaðar svo hægt sé að bregðast við þegar veikindi eða slys sjómanna verða eða þegar bregðast þarf við útköllum á landsbyggðinni - einkum í ljósi þess að niðurskurður hins opinber hefur bitnað harkalega á sjúkrahúsum allt í kringum landið. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar er mikið hagsmunamál fyrir sjómenn og veitir þeim öryggi við störf sín - oft við hættulegar og erfiðar aðstæður. Á
undanförnum fimmtán árum hefur 332 sjómönnum verið bjargað af Land helgisgæslunni og í 75% tilfella hefur verið nauðsynlegt að hafa tvær vaktir mannaðar. Þetta þýðir að ef tvöföld vakt hefði ekki verið til staðar þá er óvíst hvort hægt hefði verið að bjarga 175 sjómönnum eða 12 einstaklingum á ári miðað við þessar tölur. Fullmönnuð sveit er því algjört lykilatriði fyrir öryggi sjófarenda. Hafa ber í huga að inni í þessum tölum er ekki sá fjöldi sjómanna sem þyrlubjörgunarsveit Varnaliðsins á Keflavíkurflugvelli bjargaði meðan hún starfaði hér á landi. Til að setja hlutina í samhengi er ég nokkuð viss um að óásættanlegt þætti ef sjúkra- og slökkviliðsmenn sinntu einungis öðru hverju útkalli. Sjómenn hafa að sjálfsögðu af þessu miklar áhyggjur og telja að ekki sé spurning um hvort heldur hvenær ótímabært dauðsfall ber að höndum
vegna þess að þyrlusveitinni er ógerlegt að bregðast við nokkrum útköllum samtímis. Mönnum verður sérstaklega hugsað til sjómanna sem verða við út hafskarfaveiðar á næstu vikum. Sjómenn og fjölskyldur þeirra hafa nú þegar fært nægar fórnir. Líf sjómanna er jafn mikils virði og annarra landsmanna. Við þessu ástandi verður að bregðast strax og tryggja að sjómenn njóti sömu þjónustu og aðrir þegnar þessa lands. Ásbjörn Óttarsson, oddviti sjálfstæðismanna og 1. þingmaður NV-kjördæmis.
Á tímamótum Haustið 1996 flutti ég ásamt fjölskyldu minni til Ísafjarðar og tók við starfi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga. Ég er fæddur og uppalinn í Ögri við Ísafjarðardjúp og þrátt fyrir 16 ára búsetu fyrir sunnan toguðu Vestfirðirnir sífellt meira í mig eftir því sem árin liðu. Þegar við fluttum loks með börnin okkar þrjú var elsta barnið 6 ára. Hann verður tvítugur á þessu ári sem sýnir mér best hve langur tími þetta er í raun. Hér fyrir vestan hefur okkur liðið vel og þrátt fyrir ákvörðun um að endurskoða flutninginn eftir fyrsta árið hefur það mál ekki enn verið tekið upp. Hér er nefnilega mjög gott að búa. Vorið 1998 var ég ráðinn í starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og hef ég sinnt því skemmtilega og krefjandi starfi í 12 ár. Á þessum tíma hafa Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur verið í meirihluta og samstarfið verið með miklum ágætum. Stöðugleiki í stjórnun er mikilvægur - miklu mikilvægari en fólk almennt leiðir hugann að. Vorið 1998 var ég sjötti bæjarstjórinn á sjö árum. Órói í bæjarmálunum hafði leitt til þess að nokkrir meirihlutar höfðu sprungið og aðrir orðið til. Þegar þannig árar fer orkan meira í slíkt og minna í að sinna stóru málunum eins og rekstri sveitarfélagsins og hagsmunagæslu af öllu tagi fyrir íbúana og landshlutann. Þennan sannleika finnur fólk á eigin skinni í sveitarfélögum þar sem mikill órói er og tíð meirihlutaskipti. Á þessum 12 árum hef ég unnið með góðu fólki í meirihluta og minnihluta og kynnst ótrúlega mörgum í tengslum við starfið um allt land. Ég ætla ekki að gefa neina einkunn fyrir samstarfið við minnihlutann en mér finnst að fyrstu átta árin hafi samstarfið verið meira en á því kjörtímabili sem lýkur núna. En
það fennir fljótt í sporin og kannski lít ég þetta öðrum augum eftir nokkur ár. Hvað sem um það má segja er ljóst að samstarf meirihluta og minnihluta þarf að vera mikið því allir bæjarfulltrúar eru kosnir til þess að sinna því vandasama hlutverki að vinna vel í þágu íbúanna. Ég held að bæjarbúar geri sér góða grein fyrir þeim fjölda mikilvægra verkefna sem hefur verið unninn á þessum 12 árum. Miklar hafnarframkvæmdir, gatnagerð og göngustígar, bætt umhverfi, skólabygging, íþróttahús, íþróttasvæði, sparkvellir og þannig mætti endalaust telja. Mitt helsta stolt er vinna við stofnun Þróunarseturs og Háskólaseturs á Ísafirði. Bæði setrin eru til fyrirmyndar á landsvísu og ég er sannfærður um að starfsemin innan þeirra hefur eflt bæinn til muna. Störfum fyrir fólk með framhaldsmenntun hefur fjölgað sem hjálpar til við að toga ungt fólk heim aftur að námi loknu. Samstarfið innan meirihlutans hefur verið einstaklega gott í tíð minni sem bæjarstjóri. Ég get ekki í stuttri grein talið upp allt það frábæra fólk sem ég hef starfað með þar en ég vil sérstaklega nefna fulltrúa Framsóknarflokksins, þau Guðna Geir Jóhannesson og Svanlaugu Guðnadóttur. en samstarfið við þau var alla tíð mjög gott þótt vissulega þyrfti oft að leita leiða til að samræma sjónarmið. Samstarf okkar Birnu Lárusdóttur hefur verið einstakt en við höfum starfað saman í meirihlutanum frá upphafi og hefur hún verið minn nánasti samstarfsmaður þegar á heildina er litið. Rekstur Ísafjarðarbæjar byggist fyrst og fremst á því frábæra starfsfólki sem þar starfar af vandvirkni og metnaði. Þetta er stór vinnustaður þegar allar deildir bæjarins eru taldar saman því í allt vinna um 400 manns hjá bænum. Sem
bæjarstjóri hef ég átt mest samskipti við sviðstjóra bæjarins en eftir atvikum hef ég einnig fengið að kynnast fjölmörgum öðrum starfsmönnum. Ég er þakklátur fyrir farsælt samstarf og gefandi kynni af því hæfileikaríka fólk sem starfar fyrir bæinn. Ég er stoltur af því að hafa verið treyst fyrir því vandasama starfi að vera bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar; þessa glæsilega sveitarfélags þar sem menn ingin, náttúran og fólkið er á heimsmæli kvarða. Það er ekki annað hægt en að vera stoltur af því að búa á slíkum stað og geta sagt að um tíma hafi íbúarnir treyst mér til að leggja mín lóð á vogarskálarnar. Það er öllum hollt að standa af og til á tímamótum. Mín eru að þessu sinni fólgin í því að ég gaf ekki kost á mér áfram sem oddviti sjálfstæðismanna eða bæjarstjóraefni. Nú tekur nýtt fólk við og óska ég því alls hins besta við að leiða Ísafjarðarbæ inn í framtíðina við þær aðstæður sem nú ríkja. Samfélagið er sterkt, innviðirnir eru sterkir, tækifærin eru mörg og framtíðin er þeirra sem nýta þau. Þar liggur okkar styrkur.
Halldór Halldórsson, fráfarandi oddviti sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ.