Vesturland - Jólablað 2012

Page 1

Jรณlablaรฐ 2012, 2. tbl. 89. รกrg.

Gleรฐileg jรณl


Strandbær og raunhagkerfið

Jólablað 2012 gefið út í desember 2012 - 89. árg. Útgefandi: Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ Ábyrgðarmaður: Gunnar Þórðarson Ritstjórar: Birna Lárusdóttir og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir Auglýsingar: Ævar Harðarson og fleiri. Umbrot: Grétar Örn Eiríksson www.grafiskhonnun.is Forsíðumynd: Sauðlauksdalskirkja Guðfinna M. Hreiðarsdóttir Aðrar myndir: Einar Kristinn Guðfinsson, Ágúst Atlason, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, Ásthildur Sturludóttir og Björn Baldursson Prentun: Litróf ehf

2

Á Strandbæ býr Jón bóndi við myndarlegt sauðfjárbú. Fjöldi gripa kallar á vinnumenn og aðstoðarfólk við heimilisrekstur. Reksturinn gengur vel og Jón getur gert vel við sitt fólk í launum og aðbúnaði. Svo vel að starfsmenn geta farið að leyfa sér ýmislegt og við aukna auðsöfnun skapast eftirspurn eftir alls kyns þjónustu. Rakari opnar stofu og við hliðina er opnuð hárgreiðslustofa. Ungur maður/kona nemur smíðar og þegar heim er komið bíður hans/hennar verkefni við að stækka fjárhúsin þar sem landbúnaðurinn blómstrar. Vinnumenn Jóns vilja byggja sín eigin heimili og smiðurinn þarf því fljótlega að bæta við starfsmönnum. Jón selur afurðir sínar á fjarlægan markað og fær hluta greiddan í gjaldeyri. Hann kaupir því vélar og tæki til að auka framleiðni. Allt er eins og blómstrið eina og upp kemur sú hugmynd að mynda sameiginlegan sjóð til að standa straum af ýmsum þörfum íbúanna á Strandbæ; t.d. að opna skóla, byggja vegi og leggja vatnsveitu. En hvað myndi gerast á Strandbæ ef gin- og klaufaveiki kæmi upp á búi Jóns? Búskapurinn er raunhagkerfið og án hans

gengur restin af dæminu ekki upp. Engin eftirspurn verður eftir rakara, hársnyrti eða smið þegar engar tekjur koma inn á búið til að greiða laun og skapa eftirspurn. Strandbær myndi standa frammi fyrir mikilli vá, eða með öðrum orðum; kreppu. Þessi dæmisaga er sögð til að benda á ótrúlega grunnhyggni margra vinstrimanna sem skilja ekki hvað verðmætasköpun er mikilvæg. Undanfarið hefur ríkisstjórnin farið herför gegn atvinnulífinu; sjávarútvegi, stóriðju og nú síðast ferðaþjónustu. Sí og æ er verið að leggja stein í götu frumkvöðla og atvinnulífs. Í staðinn eiga að koma „skapandi greinar“ en vinstri menn hafa nú skilgreint það hugtak. Í grein í Fréttablaðinu fyrir skömmu skrifaði menntamálaráðherra grein um „skapandi greinar“, þar sagði hún að það væri algert aukaatriði hvort þær væru verðmætaskapandi. Skilgreining á verðmætasköpun er þegar einhver framleiðir vöru eða þjónustu sem neytendur eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir en kostar að framleiða. Þetta er eitthvað sem margir vinstri menn skilja ekki. Þess vegna

eru meira að segja sumir þingmenn Vestfirðinga tilbúnir í herför gegn mikilvægustu atvinnugrein fjórðungsins, sjávarútveginum sem er 52% af hagkerfinu, með slíku offorsi að undrun sætir. Einnig telja sömu þingmenn að Vestfjarðaskattur (auðlindaskattur) upp á þrjá milljarða á ári til ríkisins þjóni hagsmunum íbúa á svæðinu. Dugi þetta ekki til að knésetja óvininn, sjávarútveginn, þá vomar nýtt frumvarp yfir Alþingi sem örugglega mun klára verkið. Eins og í dæmisögunni um Strandbæ þá verður ekkert eftir fyrir Vestfirðinga ef grunninum verður kippt undan raunhagkerfinu. Engin von er til þess að sameiginlegi sjóðurinn geti tekið við í staðinn fyrir framleiðslu Jóns að reka samfélagið. Skapandi greinar eins og stjórnvöld skilgreina þær munu aldrei standa undir lífskjörum á Íslandi. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Gunnar Þórðarson formaður fulltrúaráðs


Aðventuhugvekja Sr. Valdimar Hreiðarsson Gamla klukkan á eldhúsveggnum er alltaf of fljót. Þannig finnst mörgum að eldhúsklukka eigi að vera, því fólkið vill hafa klukku sem rekur á eftir og minnir á að tíminn líður og að senn sé kominn tími til að drífa sig. Svo er klukka á stofuveggnum. Hún seinkar sér og öllum er eiginlega sama um það. Þessar tvær klukkur eru aldrei sammála um hvað tímanum líður. Samt sem áður eru þær sammála um eitt. Það er að tíminn líður. Á aðventunni er tíminn okkur sérstaklega hugleikinn og þá mælum við hann með ýmsum hætti. Aðventukertið er merkt dögum aðventunnar. Einn af öðrum hverfa þeir í loga þess. Aðventudagatalið mælir dagana til jóla. Jólin eru að koma

og allir virðast þurfa að hafa sérstakar gætur á því hvað tímanum líður. Vissulega er það misjafnt með hvaða hugarfari við bíðum jólanna. Börnin hlakka til þeirra í sannri einlægni. Þau geta varla beðið komu þeirra. Hinir fullorðnu hugsa til væntanlegra jóla með blendnari tilfinningum. Því mörg okkar gerum miklar kröfur til okkar sjálfra þegar jólin eru annars vegar. Við viljum að jólin verði í senn hátíðleg, góð og gleðileg. Til þess að svo geti orðið eigum við það oft til að mæla jólin einna helst í því hversu dýrar gjafirnar eru eða hversu íburðarmiklar jólamáltíðirnar og jólaboðin verða. Eflaust eru þetta eðlileg viðbrögð

við miklu flóði auglýsinga sem á okkur dynur í öllum fjölmiðlum á aðventunni. Eftir því sem nær dregur jólum æsist auglýsingaflaumurinn. Jólalögin og sálmarnir okkar góðu og gömlu eru flutt í auglýsingum með æ harðari og hraðari tón. Stundum virðast þau jafnvel fá á sig örvæntingarfullan blæ. Þeir sem auglýsa þurfa líka að eiga gleðileg jól og tími þeirra er af skornum skammti á aðventunni rétt eins og tími allra hinna. Og eflaust verður umbúnaður jólanna okkar í besta lagi, þrátt fyrir óvissu og kvíða um að ekki náist endar saman, um að ekki takist að ljúka hinu eða þessu eða að kaupa hitt eða þetta fyrir jólin. En umbúnaður og innihald er ekki

alltaf það sama. Á jólunum minnumst við þess er fæddist lítið barn á völlunum við litla bæinn Betlehem. Þó að fæðingu hans hafi vissulega fylgt undur og stórmerki, þá var samt sem áður yfir henni blær helgi og friðar. Og þetta litla barn kom færandi hendi. Það færði okkur gjafir. Það er þeirra vegna sem við gefum gjafir á jólunum. Gjafirnar hans eru fögnuður og friður. Hann færði okkur einnig, tímans börnum, sjálfa eilífðina að gjöf. Þess vegna þurfum við ekki að kvíða framtíðinni. Hún hefur í sér fólginn fögnuð, frið og eilíft líf í samfélagi við frelsar okkar, Jesú Krist. Gleðileg jól í Jesú nafni!

Hin fyrstu jól Nóttin er björt, því loftin öll stjörnurnar lýsa leitandi mönnum hin skærasta þeirra er að vísa á Betlehemsþorpið og gestunum gert er að læðast í gripahús inn, þar sem mannkynsins von er að fæðast. Hví hófu þeir langferð, hví gengu þeir Betlehemsgötu? Guð hefur beint þeim að veikburða ungviði í jötu. Þeir leituðu tilgangs, í skapandi skilninginn þyrsti og skjól fyrir hættum og sorgum þeir fundu í Kristi. Þótt Kristur sé fundinn er göngunni löngu ekki lokið. Leitin er eilíf, þótt hann hafi létt mönnum okið. Eitt svarið er fengið, en glíman og gáturnar krefjast að gangan að jötu sé ætíð og sífellt að hefjast. Davíð Oddsson

(Ort 19. desember 1996)

3


Björn Baldursson frá Vigur

Aðfangadagur er runninn upp. Náttmyrkrið er að lina tökin og farið er að lýsa af degi. Mjöltum er nýlokið og verið er að borða morgunmatinn. Jólastússið liggur í loftinu, húsið fullskreytt, lambahryggurinn er á eldhúsvaskinum og húsmóðirin á þönum um eldhúsið. Niðurinn í rafstöðinni heyrist inn í bæ og flökt kemur á ljósið þegar kveikt er á bakaraofninum. Gamla AGA-vélin er þarna enn, en nú hefur rafmagnið leyst hana af hólmi að mestu. Ændi röltir út í Ærhús og lætur út kindurnar en ákveður aðeins að hára þeim fyrst, „þeim finnst það svo gott.“ Á meðan þær úða í sig ornaðri töðunni fær hann sér eina Camel og hallar sér upp að milligerðinni í næstysta garðanum. „Sníkja mín, hvað vilt þú“, segir hann blíðlega um leið og ein kindin gengur að honum og rekur snoppuna í hnésbótina á honum. „Ég á engan fóðurbæti fyrir þig núna, kannski á eftir þegar ég læt ykkur inn“, segir hann og klórar henni í hornaræturnar. Nokkrar mínútur líða og þegar þær hafa lokið sér af við átið, gengur hann á garðana og opnar fyrir þeim. Þær ryðjast út úr görðunum og taka strikið beint niður í fjöru. Þær vita að þar bíður þeirra safaríkt þangið á klöppunum, sem þær eru svo sólgnar í og eftir stutta stund hafa þær dreift sér skipulega um fjöruna. Ændi ákveður að gefa fram á garðann áður en hann fer heim til að þurfa ekki að gera það þegar hann lætur inn. Hann lokar öllum dyrum og fer inn í hlöðuna og leysir úr geilinni sem komin

er meðfram hlöðuveggnum. Ein og ein mús skýst til og frá en þær eru vinir hans og valda honum ekki miklu hugarangri. Að lokum er kominn góð hrúga af heyi og gefur hann tvö og hálft hneppi á hverja jötu, þetta er jú aðfangadagur. Síðan stráir hann fiskimjöli yfir allt saman og af því fá þær smá aukaskammt líka. Á meðan þetta fer allt fram liggur Kolur gamli og sefur uppi á heystálinu í hlöðunni. Það er eins og hann finni á sér þegar þessu er lokið, þá opnar hann augun og lullar til húsbónda síns sem bíður eftir honum við dyrnar. Þeir ganga síðan heim til bæjar. Þar er komin matarlykt í húsið, mamma er á þönum við að undirbúa jólamatinn sem skal vera tilbúinn um hálf tvöleytið. Góðgæti sem aðeins sést á jólum Að ýmsu er að hyggja hjá húsfreyjunni, það þarf að brúna kartöflur, gera salat, sósu og það sem við á. Við krakkarnir reynum að hjálpa til eftir fremsta megni. „Böddi minn, farðu nú út og slökktu á kælipressunni, ég þarf að kveikja á stóru hellunni“, segir hún og gætir þess vel að álagið á rafstöðina verði ekki of mikið. Ég hleyp út og slekk á kælipressunni og kíki aðeins inn í kæli í leiðinni. Þar er vægast sagt björgulegt um að litast, kökur af ýmsum gerðum, malt og appelsín í kassavís, kók og margt fleira góðgæti sem aðeins sést á jólum. Þegar ég fer inn í bæ aftur bregð ég mér inn í stofu og næli mér í eitt epli úr ávaxtaskál sem þar er á borðinu. Það er stórt, eldrautt, glansandi og fallegt, beint frá eplaökrum Kaliforníu með millilendingu

Eins og vænta mátti á stóru heimili var pakkastaflinn vænn og var yfirleitt gerð á honum forkönnun, hvers mætti nú vænta.

4

Þessi afar smáfríði jólasveinn var fastagestur í Vigur á öllum jólum og voru þau ófá smábörnin sem hann hræddi líftóruna úr. í Kaupfélaginu. Kom með Djúpbátnum fyrir viku og hefur verið geymt uppi á lofti í innribænum síðan, ásamt kassa af appelsínum, mandarínum, bönunum og vínberjum. Það sefur nefnilega enginn þar uppi, og loftsgatið er lokað með hlera þannig að þar uppi er svalt og gott. Í skrifstofunni situr pabbi og les í bók, brátt líður að því að hann þurfi að fara út í fjós og gefa kusunum hádegisgjöfina sína. Ég sest í sófann hjá honum og fer að gramsa í hornskápnum, þar er margt skrítinna áhalda. „Til hvers var þetta notað“, spyr ég og dreg fram langt áhald úr látúni, með nagla í gegnum og með lykkju á endanum. „Þetta var nú notað til að taka refina með í gamla daga, þegar refaræktin var í blóma hjá honum afa þínum“, svarar hann og heldur áfram að lesa. Þetta orð „gamla daga“ sem maður heyrði mjög oft, bar í sér einhvern leyndardómsfullan blæ, í huga manns varð allt svarthvítt, og allt varð ævafornt. Það var margt sem var svona og hinsegin í „gamla daga“. Pabbi reis upp setti miða í bókina og lagði hana upp á skattholið, „komdu nú með mér í fjósið og gefðu kálfinum.“ Ég hlýði og við förum í fjósið saman feðgarnir. Það er þolinmæðisverk að gefa kálfum Við tökum með okkur heitt vatn úr AGA-vélinni til að hita mjólkina fyrir kálfinn. Pabbi fer að gefa fóðurbætinn og ég möndla mjólkina í græna Martini flösku, set svo flöskuna í heita vatnið og

læt hana liggja þar í þangað til hún er orðin vel volg. Fer svo og gef kálfinum, hann fæddist fyrir 3 dögum, undan henni Skjöldu gömlu sem er víst orðin 13 ára gömul. Kálfurinn er eins á litinn og mamma sín rauður með hvítan hupp. Það er þolinmæðisverk að gefa kálfum, sérstaklega ef þeir eru ekki almennilega búnir að læra að drekka. Helmingurinn úr flöskunni fer ofan í hann og hinn helmingurinn lendir á buxunum hjá mér. Það stendur á endum, þegar ég er búinn að gefa kálfinum er pabbi að enda við að setja heyið uppí hjá kúnum, búinn að skúrra til í flórunum, og gefa þeim smá extra viðbót af fóðurbæti í tilefni dagsins. Á leiðinni inn kemur pabbi við í stöðvarhúsinu og kveikir á vatnsmótornum, ekki er gott að lenda í því að allt verði vatnslaust á sjálfan aðfangadaginn. Síðan förum við inn þar sem hlutirnir gerast hratt þessa stundina, lambahryggurinn orðinn brúnn og fallegur, búið að leggja á borð og mamma á þönum í eldhúsinu. Ég fer og dríf mig í jólafötin, fór í jólabaðið í gær. Sjónvarpið er byrjað, Kermit froskur og hinir prúðuleikararnir eru að prakkarast eitthvað á svarthvítum skjá Nordmende sjónvarpsins og ég sest niður og gleymi mér yfir sjónvarpinu í smá stund. Verið er að leggja á borðið í stofunni, stækka þarf borðið því fjölmennt er í skerinu um þessi jól. Að lokum er allt til reiðu og fólk sest niður til að gæða sér á jólamatnum. Kveikt er á kertum og allt verður hátíðlegt.


Oft var mannmargt á jólunum og var þá líflegt við kaffiborðið að kvöldi aðfangadags.

Einstöku sinnum nenntu systkini mín og frændfólk að leika við litla bróður og þá var nú gaman. Hryggurinn smakkast mjög vel og á meðan borðað er gjóar maður augum á sjónvarpið, þar er litla tötrum klædda stúlkan með eldspýturnar og þá þakkar maður fyrir að hafa húsaskjól og góðan mat um jólin.

henni með öllum að lokinni viðtöku. Eftir matinn er horft á sjónvarpið og skotist af og til fram í Grænustofu til að vega og meta pakkana sem hrannast hafa þar upp undanfarna daga. Í gær kom með Fagranesinu stærsta pakkahlassið,

Pabbi og mamma með hreiðurböggulinn. Fullur kassi af Fjölvabókum Þegar maturinn hefur sjatnað aðeins í mannskapnum er komið að jólagrautnum. Að venju er fólgin í honum mandla og er alltaf mikill spenningur í kringum hann, hver skyldi nú hreppa hnossið og fá möndluna? Það er sérstök list að leyna því ef maður hefur fengið möndluna og því lengur sem maður getur leynt því, því betra. Sumir eru heppnari en aðrir og hafa fengið möndluna ár eftir ár, en að þessu sinni er það Bjarni Brynjólfs sem er sá heppni og fær að launum konfektkassa. Það eru óskráð lög að handhafi möndlugjafarinnar skuli deila

guð má vita hvað þeir voru margir, en Grænustofan er hálf full af pökkum af öllum stærðum og gerðum. Þar er einn sem vekur sérstaka athygli, stór og þungur, og eftir mikið þukl og káf verður mér ljóst að þarna er komin hin árlega sending frá Þorsteini Thor, fullur kassi af Fjölvabókum: Tinni, Ástríkur og fleiri bókmenntir sem fróðleiksfúsa sveitadrengi þyrstir í. Eftir rökræður við mömmu lætur hún það eftir mér að opna pakkann soldið fyrirfram til að fá einhvern frið og frá því augnabliki er það Tinni sem á hug minn allan.

Nú eru jólin komin Bærinn verður hljóður og friðsæll og sumir leggja sig eftir eril morgunsins en aðrir lesa. Ég hjálpa mömmu að hafa til nammið í körfurnar sem alltaf er útbýtt að lokinni messunni í kvöld. Allar körfur skulu innihalda jafn mikið af góðgæti og oft kemur fyrir að það þarf að rúnna af tölu og þá borðar maður það sem er ofaukið. Ændi fer og lætur inn kindurnar um fjögurleytið og eru þær mættar við húsin, það er komin snjókoma og ærnar eru alsnjóugar, þetta verða hvít jól. Hann gefur lömbunum og hrútunum þegar hann kemur heim og nær að taka sér smá kast þegar því er lokið. Klukkan fer að halla í sex og allir eru að hafa sig til að hlusta á útvarpsmessuna, það er nauðsynlegur inngangur að jólunum. Fólk sest inn í borðstofu í sínu fínasta pússi og kveikt er á útvarpinu. Í því heyrist lítið nema dæmigert langbylgjusuð, en allt í einu er þögnin rofin af kirkjuklukkum sem hringja inn jólin með sínum hátíðlega blæ. Á stofuborðinu er dökkrauður flauelsdúkur sem verið hefur á því um jól svo lengi sem elstu menn muna. Nú eru jólin komin og hátíðleikinn tekur öll völd. Fólkið meðtekur Guðsorðið með mikilli andakt. Sumir syngja með en aðrir leggja aftur augun og dotta jafnvel. Það er erfitt fyrir ungan pilt að sitja kyrr í þennan klukkutíma sem messan varir, en það tekst einhvernveginn. „Heims um ból, helg eru jól...“, hljómar í útvarpinu og allir taka undir sönginn. Að lokinni messunni óskar fólkið hvert öðru gleðilegra jóla og þá eru bornar inn pappírskörfurnar sem við mamma settum í fyrr um daginn og gæðir fólk sér á innihaldinu. Í þeim er konfekt, vínber, brjóstsykur, piparkökur og allskonar gúmmulaði. Nú er klukkan rúmlega sjö og kominn er fjósatími. Pabbi og Ændi fara í fjósið og á meðan þeir eru að mjólka fær yngri kynslóðin að hafa til pakkana og bera þá úr Grænustofunni inn í borðstofu. Stofuborðið er sett út að vegg og staflað á það pökkum, að þessu sinni komast ekki einu sinni allir pakkarnir fyrir á borðinu og setja verður undir borðið líka. Mamma úðrar í eldhúsinu, undirbýr kvöldið og það er ýmislegt sem þarf að gera. Nú er tíminn lengi að líða, fara þeir ekki að koma inn úr fjósinu bráðum? Hurðaskellur heyrist, jú þeir eru komnir inn, ég hleyp fram og reyni að sjá til þess að þeir flýti sér að skipta um föt svo hægt sé að hefjast handa við að taka upp.

Það er ábyrgðarstarf að lesa á pakkana Þegar allir eru tilbúnir er sest inn í stofu, allir raða sér niður viðbúnir að taka upp þá pakka sem þeim tilheyra. Það er ábyrgðarstarf að lesa á pakkana, gaman en þó fylgir því sá ókostur að maður getur ekki opnað sína pakka strax. Þá er bara um að gera að lesa hratt. Borðið tæmist smátt og smátt og að lokum eru allir pakkar komnir til réttmætra eigenda. Mín bíður góður stafli sem ég ræðst á með offorsi. Bók, bók, peysa, vasaljós, bátur, spil, bíll, bók, vettlingar, bók... Þetta er alsæla! Barnshjartað er yfirkomið af gleði yfir öllum þessum góðu gjöfum, þær eru hver annari betri. Að loknu þessu gjafa stússi er stofan eins og þar hafi verið varpað sprengju, pappír er um allt og er nú ráðist í að hreinsa til. Mamma er farin fram í eldhús að gera súkkulaðið og hver fer með sínar gjafir í sitt herbergi. Lagt er á borð og smákökusortirnar flykkjast inn, bóndakökur, kókoskúlur, vanilluhringir, kókoshringir, hálfmánar, loftkökur, piparkökur, flatkökur, pönnukökur o.fl. o.fl. Húsfreyjunni finnst ekkert tiltökumál að baka 10–15 sortir af smákökum. Allt fólkið sest inn í stofu og undir guðsþjónustunni í sjónvarpinu er úðað í sig öllu góðgætinu og því rennt niður með heitu súkkulaði. Aðfangadagur er kominn að kveldi og þegar fólk hefur lokið við súkkulaðidrykkju og kökuát á eftir að ganga frá, vaska upp og koma öllu á sinn stað áður en gengið er til hvílu. Ekki er talið tilhlýðilegt að grípa í spil á jólanóttinni, það verður að bíða til næsta kvölds. Ég sest niður á gólfið í kaffihúsinu og leik mér með bílinn sem ég fékk frá Ænda, löggubíll með blikkljósi og batteríum, þvílík græja maður! Fólkið tínist í háttinn og bærinn hljóðnar á ný. Ég leik mér í smástund en von bráðar tekur þreytan völdin og bíllinn verður að bíða frekari afreka þangað til á morgun. Ég bursta tennurnar og rétt hef það upp stigann og inn í holuna mína inni hjá pabba og mömmu. Þar bíður kisa og skilur ekkert í öllu þessu tilstandi. Ég hátta mig og leggst uppí hjá kisu og fer með faðirvorið mitt. Rifja svo upp allar gjafirnar og ákveð að á morgun ætli ég að lesa allan daginn. Legg svo aftur augun og svefninn sígur á brá. Jólanóttin er gengin í garð.

5


„Kertaljós í bláum fjarska“ Ég lítið barn svo langt í burtu fór og ljótt er margt, sem fyrir augu ber. Ég rata ekki heim til hjarta míns, að halda jólin, móðir, enn hjá þér. Og hvar er rótt í heimi stríðs og blóðs? Er hægt að lesa vers í slíkum gný? -Á litlu kerti er ljós, sem aldrei deyr, mín ljúfa móðir vakir yfir því. Svo orti Patreksfirðingurinn Jón úr Vör í Jólakvæði sínu þar sem fram kemur þráin eftir bernskujólunum þar sem kertaljósið er táknmynd um fegurð og einfaldleika og móðirin stendur sem ímynd fyrir öryggi og frið. Barn sem upplifir heimilið sitt sem öruggt skjól er gefið dýrmætt veganesti út í lífið, jafnvel þótt þar sé margt ljótt..“ En löngunin eftir fegurð og frið er dýrmæt viðleitni sem vert er að keppa að. Ekki yrkir skáldið um gjafirnar sem hann fékk eða matinn sem var borinn á borð, heldur tilfinninguna sem kertaljósið á æskuheimilinu vakti í hjarta hans. Í huga okkar er oft minning sem kallar fram jólaandann. Jólaskapið kemur ef til vill með einhverjum ákveðnum viðburði. Í æsku minni var það venjulega þegar stjarnan á Bókhlöðuhöfðanum í Stykkishólmi var sett upp. Í fyrra hélt ég í fyrsta sinn mín eigin jól. Það ríkti mikil eftirvænting sem var blönduð ljúfsárum tilfinningum að vera ekki lengur með foreldrum mínum á aðfangadagskvöld og upplifa minningar æskunnar. Það markar ákveðin tímamót að fara endanlega að heiman enda löngu kominn tími til, brátt að verða fertug! Nú á ég mína fjölskyldu og við búum til jólasiðina okkar. Við tókum auðvitað nokkra siði með úr heimahúsum en þurftum að komast að niðurstöðu um jólamatinn sem var ekki eins hjá okkur. Niðurstaðan var sú að sonurinn fékk að velja matseðilinn enda eru jólin hátíð barnanna. Engar rjúpur voru hjá okkur en í stað þess var svínahamborgarhryggur og litli drengurinn minn var alsæll. Tréð var hoggið inn á Barðaströnd hjá bændunum á Seftjörn og það var mikið ævintýri að ná í það – og svo var nauðsynlegt að baka Mömmukökur! Fyrstu jólin með minni litlu fjölskyldu voru dásamleg, þau voru allt öðru vísi en jólin í Stykkishólmi en jafn góð og hefðirnar okkar munu fylgja okkur sem fjölskyldu. Siðirnir í kringum jólin eru mismunandi en þeir skipta okkur máli, hvort sem það er maturinn, jólakökurnar eða aðdragandi jólanna. Ég tók t.d. nokkra siði með mér yfir Breiðafjörðinn sem ég „tróð upp á“ mitt nýja heimasvæði í Vesturbyggð, bæði fjölskyldu og íbúa. Bæjarstjórnin ákvað til dæmis að gera sérstakan viðburð í kringum tendrun jólatrés á Patreksfirði og Bíldudal, rétt eins og gert er í Hólminum. Þetta er hátíðleg stund og alltaf er það jafn mikil tilhlökkun að sjá tréð. Í Vesturbyggð er þessi viðburður farinn að marka upphaf aðventunnar ásamt aðventukvöldunum

6

Ásthildur og feðgarnir Hafþór Gylfi Jónsson og Daníel Jón ásamt hundinum Lísu að sækja sér jólatré fyrir síðustu jól. í kirkjunum. Jólatrén eru rammíslensk og ræktuð á heimaslóðum. Við bjóðum upp á heitt súkkulaði (já, það er alvöru súkkulaði - ekki kakó) sem 10. bekkur og foreldrafélögin laga og kirkjukórarnir syngja jólalög. Sá sem kveikir á trénu er einhver sem lagt hefur af mörkum til samfélagsins. Stundin er látlaus en hátíðleg, við gleðjumst yfir ljósinu og aðventunni; komum út úr húsunum og finnum til samkenndar með nágrönnum okkar. Og fullorðinshjartað gleðst jafn mikið og börnin yfir þessum ljósgjafa. Aðventan og jólin eru þess vegna sá tími sem opinbera það með skýrum hætti hvaða gildi það eru sem við sem þjóð viljum að séu ríkjandi í okkar samfélagi.

Samhyggð, náungakærleikur, umhyggja fyrir fjölskyldu og vinum. Allt þetta eru hugtök sem verða aldrei áleitnari en í kringum jólin.

Lykillinn að því að geta fundið fyrir gleði og tilhlökkun á aðventunni og um jólin er nefnilega sá að huga að því sem gefur lífi okkar gildi og það eru okkar nánustu.

Jól, kertaljós í bláum fjarska, bak við ár æskuminning um fegurð

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Stíg ég hreinn upp úr bala á eldhúsgólfinu, signdur af þreyttri móður, færður í nýja skyrtu. Jól, Fagnaðartár fátæks barns (Jón úr Vör)

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð


sÍa • jl.is • Jónsson & Le’macks

Við erum stoltur samstarfsaðili björgunarsveitanna sem hafa klæðst fatnaði okkar frá árinu 1928. Ríflega 18 þúsund sjálfboðaliðar starfa undir merkjum Slysavarnafélags Landsbjargar um allt land. Í dag er 3.500 manna útkallshópur tilbúinn að bregðast við þegar neyðarkallið berst.

Starkaður Hróbjartsson Hjálparsveit skáta í Kópavogi

magazine.66north.is

7


Fundur kjördæmisráðs okkar sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi, þar sem um 250 manns komu saman til þess að ákveða fjögur efstu sætin á framboðslista okkar fyrir næstu alþingiskosningar, var öflugt upphaf á vegferð okkar. Takmarkið er góður sigur í kosningunum í vor. Það á vel að geta tekist. Efstu sætin skipar fjölbreyttur og öflugur hópur og nú í janúar mánuði munum við síðan ganga að fullu frá framboðslistanum. Sjálfum er mér auðvitað efst í huga mikið þakklæti fyrir þann óskoraða stuðning sem ég fékk til þess að leiða framboðslista okkar sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi. Ég met það trúnaðartraust mikils, finn til mikillar ábyrgðar sem ég axla, með öllu því góða fólki sem ég veit að vill leggja okkur lið, í þýðingarmikilli baráttu sem er framundan. Erindi okkar er brýnt. Það er gríðarlega mikið verk að vinna. En þjóðarhagur býður að hér verði breytingar á í landsstjórninni, eins og æ fleiri gera sér orðið grein fyrir. Tímabil glataðra tækifæra Þetta kjörtímabil hefur ekki verið tímabil árangurs, eins og landsfeðurnir reyna að segja okkur. Þvert á móti hefur þetta verið tímabil glataðra tækifæra. Óbreytt stjórnarstefna, með núverandi flokkum í bland við mögulega hjálparkokka, verður ofur einfaldlega áframhald á því. Þess vegna er svo mikilvægt að kosningarnar í vor verði uppgjör við þetta tímabil og boði okkur breytingar. Rétt er það að ýmis erfið úrlausnarefni hafa einkennt þessi undanförnu ár. Í

Það bíða okkar risavaxin verkefni

flestu – en auðvitað ekki öllu – hefur stjórnarflokkunum mistekist verkefni sitt. Þar hefur engu verið um að kenna nema þeim sem hafa borið ábyrgðina á landsstjórninni. Athygli vekur hins vegar að tónninn úr stjórnarráðinu hefur verið sá að kenna öllu öðru um; og þá náttúrulega helst Sjálfstæðisflokknum.

„Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að nota hann“ Árinni kennir illur ræðari, segir máltækið og það sannast á þeim sem nú ráða hér fyrir landi. Gleymum því ekki að landið okkar er gott. – „Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að nota hann“, sagði skáldið Jón Ólafsson á sinni tíð og það á alltaf við. Ísland getur verið land mikilla tækifæra. Við eigum hér öfluga atvinnuvegi; sjávarútveg, ferðaþjónustu, iðnað, þar með talið stóriðju, landbúnað, þjónustugreinar og margs konar nýjar atvinnugreinar af fjölþættu tagi. Gegn háværum mótmælum vinstri flokkanna var ráðist í stórfellda uppbyggingu á sviði stóriðju, sem nú er mikill bjargræðisvegur þjóðarinnar þegar hana vantar svo sárlega aukin verðmæti og gjaldeyri. Sjávarútvegur okkar er í fremstu röð, landbúnaðurinn hefur verið að hasla sér nýjan völl meðal annars á erlendum mörkuðum. Ferðaþjónusta hefur á ótrúlega skömmum tíma orðið ein af burðarstoðum atvinnulífsins og þannig má auðvitað endalaust upp telja. Við nýttum tímann til þess að byggja hér upp gott samfélag Gleymum því aldrei að Ísland er gott land og hér á alltaf að vera gott að búa. Við erum ung og vel menntuð þjóð. Á

undanförnum áratugum hafa aðstæður gjörbreyst hér á landi. Uppbyggingin var ótrúleg. Við notuðum afrakstur aukinnar verðmætasköpunar til þess að byggja upp öflugt samfélag á fjöldamörgum sviðum. Við eigum sterka innviði í samfélaginu. Uppbygging samgangna og fjarskipta eru gott dæmi um það, þótt við vitum líka að þar bíða mikil verkefni. Með markvissum hætti var menntakerfi okkar eflt og ungt fólk og það eldra auðvitað einnig, á nú tækifæri á betra og fjölþættara námi en nokkru sinni fyrr. Velferðarkerfið var bætt, heilbrigðismálin sömuleiðis. Og afrakstur okkar helstu atvinnugreina varð betri og meiri en áður. Til viðbótar við allt þetta voru skuldir ríkisins greiddar niður og ríkissjóður safnaði sjóðum, sem hægt var að grípa til þegar fjármálakreppan skall á okkur árið 2008. Hvað þýðir þetta? Jú þetta þýðir á mæltu máli að við erum betur í stakk búin til þess að takast á við vandamál af hvaða toga sem er, en nokkru sinni fyrr. Og þó vandamálin hafi verið risavaxin á síðustu árum, vorum við í betri færum en margar aðrar þjóðir til þess að glíma við þau. En það var það sem einfaldlega mistókst. Ráðist að atvinnulífinu Í stað þess að hlúa að atvinnulífinu var ráðist á það. Það var ráðist að sjávarútveginum og honum haldið í heljargreipum, svo hann fjárfesti ekki; þessi stærsta og öflugasta atvinnugrein okkar fékk ekki ráðrúm til þess að fjárfesta og leggja þannig sitt af mörkunum til þess að endurreisa efnahagslífið. Sömu sögu var að segja um stóriðjuna. Ferðaþjónustan hefur núna fengið sinn skammt og landbúnaðinum er haldið í óvissu vegna óvinsælla drauma ESB flokkanna, Samfylkingar og VG um aðild að Evrópusambandinu.

aftur á uppleið. Skjaldborgin reyndist orðin tóm; skuldalækkun heimila og fyrirtækja stafar ekki af stjórnvaldsaðgerðum, heldur af því að svo kölluð erlend lán voru dæmd ólögleg. Meintur árangur í ríkisfjármálum er blekkingin ein, sem við sjáum núna kristallast í því að fjárlög eru afgreidd þannig að stofnanir eru fjársveltar vísvitandi, til þess að sýna fram yfir kosninga betri árangur á pappírunum. Svo nærri hefur verið höggvið á ýmsum sviðum, svo sem í heilbrigðismálum, að allir vita að það gengur ekki lengur. Það átti að breyta vöxtum í velferð, með lækkun skulda ríkisins. Því er þveröfugt farið. Skuldir ríkisins fara vaxandi. Vöxtum er því ekki breytt í velferð, heldur velferðinni í vaxtagreiðslur. Allt rifjar þetta upp vel þekkta vísu vinar míns Sigurðar Hansen á Kringlumýri í Skagafirði: Oft er lífsins áratog erfiðleikum bundið. Þegar vitið vantar og verður ekki fundið. En hvert er okkar svar? Framundan er risavaxið verkefni, sem við erum þess albúin að takast á við. En hvert er okkar svar? Í sem skemmstu máli að skapa aukin verðmæti. Efla atvinnulífið. Gefa því svigrúm og tækifæri. Nýta auðlindirnar okkar til verðmætasköpunar og þar með til starfa. Ljúka skuldauppgjöri heimila og fyritækja. Auka fjárfestingar með því að bæta rekstrarskilyrði atvinnulífsins. Ljúka óvissu sem umlykur okkar helstu atvinnugreinar. Ná raunverulegum tökum á ríkisrekstrinum. Þannig sköpum við ný tækifæri, fleiri störf og bætum lífskjör almennings. Við höfum til þess allar forsendur. Við búum vel að sterkum innviðum og þurfum að nýta þá til þess að efla þjóðfélagið, en drepa það ekki í dróma.

Velferð breytt í vexti Hagvöxtur sem áætlaður var að gæti numið a.m.k. 4% á ári, er nú helmingi minni og aðallega drifinn áfram af Við verðum að byggja upp traust En til þess að allt þetta gangi eftir einskiptis aðgerðum, sem ýtt hafa við tímabundinni einkaneyslu. Skuldir heimila eru verðum við að byggja upp nýtt traust á

8


milli stjórnvalda, stjórnmálamanna og almennings. Það hefur beðið mikinn hnekki. Athygli vakti á dögunum þegar forseti ASÍ sagði ríkisstjórnina hafa slegið heimsmet í því að svíkja gefin loforð! Það er ekki sagt af tilefnislausu. Það er eins og stjórnvöld álíti það sjálfsagðan hlut að svíkja fyrirheit sín og gildir þá einu hvort þau eru munnleg eða skrifleg, eða af hvaða tagi sem þau eru. Á sama tíma er ráðist að grunnstoðum samfélags okkar með ósanngjörnum og ótrúlegum hætti. Sú meðferð sem stjórnarskráin er að fá þessa daga er örugglega versta dæmið um það og er þó af mýmörgu að taka. Það er því ekki að undra að traust skorti á stjórnmálum dagsins. Virðum þau grunngildi sem okkur hafa dugað best Stjórnmálamanna allra býður það erfiða en óhjákvæmilega verkefni að byggja upp að nýju almennt traust í landinu. Þar varðar mestu að virða þau grunngildi sem hafa alltaf dugað best í mannlegum samskiptum. Heiðarleika og virðingu fyrir náunganum. Sá er líka boðskapur kristinnar trúar sem hefur verið okkur sem þjóð, mikilvægasta leiðarljósið í gegn um aldirnar. Og núna þegar friður Hjónin Sigrún J. Þórisdóttir og Einar Kristinn í gönguferð á Ritnum í sumar með Straumnesfjall í bakgrunni og ró jólanna færist yfir, gefst okkur öllum, innan sem utan stjórnmálanna, næði til þess að hugleiða þessi gildi. Megi helgi jólanna færa okkur öllum frið og fögnuð og nýtt ár blessun og farsæld. Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður

9


Kolbeinn í Dal Síðasta sumar kom út bókin Æfiágrip Kolbeins Jakobssonar, skrifað af honum sjálfum 1935. Útgefandi er Snjáfjallasetur í samstarfi við Sögumiðlun en Engilbert S. Ingvarsson tók saman, bjó til prentunar og skrifar formála ásamt ítarlegum skýringum. Kolbeinn Jakobsson var fæddur 13. september 1862 að Tirðilmýri í Snæfjallahreppi en ólst upp í Æðey og voru 150 ár liðin frá fæðingu hans í haust. Hann var lengi aflasæll formaður, hreppstjóri, oddviti og sýslunefndarmaður í Snæfjallahreppi. Lengst af bjó hann í Unaðsdal og var kenndur við Dal. Fleyg urðu ummæli Magnúsar sýslumanns Torfasonar „kjarkmaður Kolbeinn í Dal“ og hafa ýmsar skýringar verið gefnar á þessu orðatiltæki. Kolbeinn skrifaði æviágrip sitt sem hér birtist á prenti í fyrsta sinn, en hluti þess þar sem fjallað er um Bæjardrauginn birtist þó í Vestfirskum sögnum árið 1946. Á efri árum skrifaði hann einnig greinar í ýmis blöð og tímarit, m.a. „Hákarlaveiðar við Ísafjarðardjúp

á 19. öld“ og „Vöðuselaveiði við Ísafjarðardjúp á öndverðri 19. öld“, sem birtust í sjómannablaðinu Víkingur árið 1941. Kolbeinn lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 9. júní 1944. Á öðru ári var Kolbeini komið í fóstur í Æðey hjá hjónunum Rósinkar Árnasyni og Ragnhildi Jakobsdóttur og ólst hann þar upp á mannmörgu heimili. Er hér gripið niður í minningar Kolbeins þar sem hann lýsir æskuárunum og lífshættum sem hann lenti í sem barn: „Tvær lífshættur komst jeg í á barndómsárum (að undanteknum sjúkdóms lífshættum). Þykir mjer rjett að geta þeirra. Gerðust þær báðar þegar jeg var 6–7 ár aldri. Önnur lífshættan var sú: Griðungur rak mig undir. Var mjer – meðal annars – fengið það starf að sækja og reka kýrnar, eftir að þær fóru úr fjósi að sumrinu. Voru þær „mjaltaðar á stöðli“ norðan til við túngarðinn, sem lág og liggur frá Höfninni í Æðey út að tjörn, sem nefnt er Vatnið. Þegar jeg eitt sinn var reka kýrnar og á meðal þeirra vetrurgamalt naut og var kominn með gripahópinn norður undir hól, er Eggjahóll heitir, austan til við Vatnið, þótti mjer beljurnar heldur hægfara, kusi, þó hægfarastur, því hann var aftastur í

lestinni. Hafði jeg gott keiri í hendi og gaf því kusa, eftir mætti, þungt högg með því. En sá, er frekar var óvanur slíkum „takteringum“ var kusi; snýr sjer, að augabragði, að mjer, keirir hausinn undir mig og hendir mjer flötum upp í loft, leggst með knjám sýnum ofan á brjóst mitt og hníflaði mig all-óþyrmilega og hefði vafalaust gert þarna, því nær alveg, út af við mig hefði mjer ekki samstundis andast í brjósti það bjargráð, sem vafalaust bjargaði lífi mínu. – Því þó jeg grjeti og hrópaði svo hátt, sem mjer var unt, heyrðist það ekki heim að bænum. En bjargráðið var þetta: Lengsta fingur (langatöng) hægri handar minnar, þó eðlilega stuttur væri, rak jeg á kaf inn í annað auga griðungsins og kreppti svo fingurinn. – Þegar kusi fann sársaukann, hætti hann að hnibba mjer og stóð upp á sínar fjórar fætur. Sleppti jeg ekki taki mínu að heldur, fyr en jeg hafði skriklast á fætur. Hljóp jeg þá í ofboði, sem nautið væri á hælum mjer heim að túngarðinum og henti mjer yfir hann. Leit þá fyrst um öxl og sá að „graddi“ hafði alls-ekkert elt mig. Komst jeg heim til mömmu minnar forugur og húfulaus, var veikur nokkra daga eftir þetta og þurfti aldrei upp frá því að sækja eða reka kýrnar.“

Óskum Vestfirðingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

10


Rjúpubringur með rifsberja- og púrtvínssósu og kanilperum Nú líður að jólum og margir farnir að huga að því hvað skal hafa á borðum um hátíðarnar. Þá er gott að geta leitað í smiðju fagmanna sem sannarlega eru listamenn á sínu sviði. Hjónin og matreiðslumeistararnir Guðlaug Jónsdóttir og Karl Kristján Ásgeirsson á Ísafirði eru mörgum að góðu kunn, ekki síst fyrir veitingareksturinn sem þau stóðu fyrir um árabil. Þau hafa nú skipt um starfsvettvang en áhugi þeirra á mat og matargerð hefur hins vegar ekki minnkað. Eru þau höfundar að bókinni Boðið vestur – veisluföng úr náttúru Vestfjarða sem kom út á liðnu sumri. Um er að ræða matreiðslubók sem er einstök að því leyti að menningu, sögu og náttúru Vestfjarða er þar gert hátt undir höfði og nýta höfundarnir sér gamlar hefðir og siði samhliða því að kynna lesendum spennandi nýjungar úr eldhúsi samtímans. Bókinni er skipt upp í kafla eftir mánuðum ársins og hverjum mánuði fylgja fjölbreyttar uppskriftir að ýmiss konar réttum að vestan, settar saman úr því náttúrulega hráefni sem í boði er og hefð er fyrir á hverjum árstíma. Við gerð bókarinnar nutu þau Guðlaug og Karl aðstoðar Ágústar Atlasonar sem á heiðurinn af þeim fjöldi ljósmynda sem prýða bókina. Við hjón ólumst ekki upp við rjúpu á jólum en á námsárum okkar á Hótel Sögu kviknaði forvitni og löngun til þess að prófa. Og þannig gerðist það að strax fyrsta aðfangadagskvöldið í okkar búskap var rjúpa á borðum. Við notfærðum okkur að sjálfsögðu þekkinguna frá Grillinu á Sögu og elduðum rjúpuna á nýmóðins hátt. Hér kemur uppskriftin að jólarjúpunni en við látum einnig fylgja uppskrift að heimalöguðu rauðkáli, sem okkur finnst algjörlega ómissandi yfir jólahátíðina. Rauðkálið er svo tilvalið að nota einnig með hangikjötinu, hamborgarhryggnum

eða nánast hvaða jólasteik sem er. Þessar tvær uppskriftir og miklu fleiri má finna í bókinni Boðið vestur. Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá endilega samband við okkur á F.B. síðu okkar Boðið vestur. Gangi ykkur vel í eldamennskunni, Guðlaug og Karl.

Rjúpubringur með rifsberja- og púrtvínssósu og kanilperum 4-6 rjúpur 2 msk. matarolía 1 laukur, saxaður gróft 2 gulrætur, skornar gróft ¼ blaðlaukur (græni hlutinn), skolaður vel og skorinn gróft salt og pipar 2 lárviðarlauf nokkur einiber hálf tsk. timjan maísmjöl til þykkingar (eða smjörbolla) 1½ dl rautt púrtvín 2-3 msk. rifsberjahlaup kjötkraftur vatn Hamflettið rjúpuna, takið fóarn og hjörtu til hliðar og geymið fyrir sósugerðina. Skolið vel. Skerið bringurnar frá beini og geymið í kæli á meðan þið lagið sósuna. Hlutið beinin gróflega í sundur. Hitið víðan pott og setjið matarolíuna í hann. Setjið bein og grænmeti í pottinn og brúnið vel. Kryddið með salti og pipar. Bætið vatni út í þannig að fljóti rétt yfir. Látið suðuna koma upp og fleytið sora af, gerið það svo annað slagið á meðan á suðu stendur. Setjið nú lárviðarlauf, einiber og timjan út í og látið malla rólega í 3-4 klukkustundir. Sigtið soðið og þykkið með uppleystu maísmjöli eða öðrum þeim aðferðum sem þið kjósið. Bætið sósuna með 1½ dl af rauðu púrtvíni og 2-3 msk. af rifsberjahlaupi. Smakkið til með salti og pipar og/eða kjötkrafti ef þurfa þykir. Kanilperur Og þá kemur að kanilperunum. Reynið að skræla perurnar þannig að þær haldi lögun sinni. Best er að nota lítinn, beittan hníf. Leyfið stilknum endilega að vera á sínum stað og skerið aðeins undan

botninum svo að peran geti staðið upp á endann. 4-6 litlar perur, skrældar 4 dl rauðvín 4 dl vatn 4 dl sykur 4 kanilstangir 8 negulnaglar safi úr hálfri sítrónu Setjið allt í lítinn pott, látið suðuna rétt koma upp, lækkið og haldið við suðumark í nokkrar mínútur. Veltið perunum varlega svo að þær litist jafnt. Það getur líka verið gott að setja léreftsklút yfir perurnar, sérstaklega ef þær standa upp úr vökvanum. Takið til hliðar og geymið perurnar í vökvanum þar til kemur að máltíðinni. ---------------------------Brúnið nú bringurnar á vel heitri pönnu með matarolíu og dálitlu smjöri. Kryddið með salti og pipar. Eldið í ofni við 150°C í 15-20 mínútur. Berið fram með sósunni góðu, kanelperunum, brúnuðum kartöflum, soðnum gulrótum, eplasalati og rauðkáli. Rauðkál 1 rauðkálshöfuð, um það bil 1½ kg 3 dl borðedik 2dl rauðvín 3dl sykur 2dl rifsberjahlaup Takið gróf og visin blöð utan af rauðkálinu. Skerið höfuðið í fjóra parta og fjarlægið stilkinn. Skerið rauðkálið síðan í eins þunnar ræmur og þið getið. Setjið allt í pott og sjóðið í 30-40 mínútur. Rauðkálið geymist vel í leginum sem verður til við suðuna. Það er vel hægt að búa til stóran skammt fyrir jól og eiga í góðum kæli allt fram yfir áramót.

11


hรถnnun: grafiskhonnun.is

12


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.