Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012

Page 1

Fréttabréf Íslandsdeildar 34. árg. 2. tbl. 2012

Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi.


AMNESTY INTERNATIONAL

Íslandsdeild

Nokkur orð Varanleg lausn byggist á mannréttindum

Undanfarin ár höfum við orðið vitni að miklum sviptingum í efnahagsmálum víða um heim og alvarleg teikn eru á lofti um auknar efnahagsþrengingar sem geta ógnað mannréttindum.

Mannréttindi eru ekki munaður – þau eru fyrir alla, alltaf Markmið mannréttinda er að skapa samfélag þar sem allir njóta málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um líf og afkomu. Sagan kennir okkur að efnahagserfiðleikar geta leitt til skerðingar á mannréttindum. Nú þegar hafa ýmis lönd hert aðgerðir gegn innflytjendum með margþættum afleiðingum, ekki síst í upprunalöndum þar sem fjölskyldur reiða sig á peningasendingar. Önnur hætta vegna hertra aðgerða gegn farandverkafólki og innflytjendum er aukinn rasismi, þjóðernishyggja og mismunun í móttökulöndum. Niðursveifla í efnahag landa leiðir til félagslegs óöryggis, aukinna mótmæla og andófs gegn yfirvöldum. Við slíkar aðstæður er hætta á auknu eftirliti, strangari reglum og skerðingu mannréttinda. Í viðbrögðum yfirvalda um allan heim við efnahagsþrengingum verður að vera tryggt að mannréttindi séu ekki fyrir borð borin heldur hafi yfirvöldin Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllum aðgerðum.

Fjármálakreppan hefur mest áhrif á líf og afkomu þeirra hópa sem fyrir voru hvað varnarlausastir og á jaðri samfélagsins. Hún hefur nú þegar haft mjög víðtæk áhrif og dregið úr atvinnuöryggi, rétturinn til fæðis og húsnæðis er víða í hættu og réttinum til heilsu og menntunar er ógnað. Aðgerðir sem byggjast á mannréttindum munu stuðla að varanlegum lausnum til lengri tíma. Aðgerðir sem taka mið af mannréttindum byggjast á traustum grunni. Mikilvægt er að hafa í huga að ríki hafa undirgengist mannréttindaskyldur sem ber að virða við allar aðstæður, líka á krepputímum. Forgangsröðun og megináherslur ættu því að fela í sér aðgerðir til að vernda öll mannréttindi, jafnt efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem og borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Alþjóðleg viðbrögð við efnahagslægðinni í heiminum eiga að byggjast á mannréttindum og leiðum til að uppfylla þau. Sú heimsmynd sem nú blasir við með auknu atvinnuleysi víða um heim kallar á nýjar áherslur í starfi mannréttindasamtaka. Barátta gegn brotum á réttindum þeirra sem lifa við fátækt og um leið valdaleysi mun aukast á næstu misserum. Amnesty International leggur áherslu á að fátækt er ekki óumflýjanleg og ástæður fátæktar er hægt að rekja til stefnu, aðgerða eða aðgerðaleysis bæði stjórnvalda, fyrirtækja og fjármálastofnana. Hinir fátæku sem og hinir ríku eiga rétt á réttlátri

Þingholtsstræti 27 – Pósthólf 618 121 Reykjavík – sími 511 7900 Netfang: amnesty@amnesty.is Heimasíða: www.amnesty.is Netákall: www.netakall.is Stjórn Íslandsdeildar Amnesty International: Formaður: Hörður Helgi Helgason Gjaldkeri: Kristín J. Kristjánsdóttir Meðstjórnendur: Helga Bogadóttir Sólveig Ösp Haraldsdóttir Þorleifur Hauksson Oddný Rósa Ásgeirsdóttir Hrund Gunnsteinsdóttir Framkvæmdastjóri: Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Verkefnastjóri: Torfi Geir Jónsson Herferðafulltrúi: Bryndís Bjarnadóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umbrot: Eyjólfur Jónsson Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Forsíðumynd: Anela Krasnic, nágranni hennar Zoran Durmisevic og sonur hans Danijel, sitja á stólum á götunni fyrir utan húsnæði sem var heimili þeirra. Þau voru þvinguð af heimili sínu í Belgrað í Serbíu 11. ágúst 2011. © Sanja Knezevic

málsmeðferð svo og að eignir þeirra séu verndaðar gegn óréttmætri upptöku. Mannréttindi kveða á um rétt til öryggis og lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International

Amnesty International stefnir að heimi þar sem sérhver einstaklingur fær notið allra þeirra mannréttinda sem er að finna í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðlegum mannréttindasamþykktum. Með það að markmiði sinnir Amnesty International rannsóknum og grípur til aðgerða í því skyni að koma í veg fyrir og binda enda á alvarleg brot á þessum réttindum. Amnesty International er samfélag manna um heim allan, sem standa vörð um mannréttindi á grundvelli alþjóðlegrar einingar, virkra aðgerða í þágu einstakra fórnarlamba, alþjóðlegrar starfsemi, algildis og órjúfanleika mannréttinda, óhlutdrægni og sjálfstæðis, lýðræðis og gagnkvæmrar virðingar. Amnesty International hefur ráðgefandi stöðu innan Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins, Samtaka Ameríkuríkja og Afríkusambandsins. Íslandsdeild Amnesty International var stofnuð árið 1974. Friðarverðlaun Nóbels voru veitt Amnesty International árið 1977. 2


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 2. tbl 2012

Mannréttindi virka Við erum gæfusöm. Við búum í réttarríki, eigum ekki í stríði við neina þjóð og njótum meiri efnahagslegrar velsældar en flestir aðrir jarðarbúar. Það eitt að fæðast hér eru forréttindi. Þegar þau okkar sem eru komin um miðjan aldur kláruðu ekki af disknum sínum voru þau minnt á að börnin í Biafra fengju engan mat. Síðar meir lásum við um útrýmingarbúðir nasista, gúlagið í Sovét og allar hinar hörmungarnar sem mannskepnan hefur kallað yfir meðbræður sína. Ekki einungis á liðnum öldum og árþúsundum, heldur í okkar minni. Og þær eru enn til staðar í dag. Stríðin, grimmdin, fátæktin, kúgunin. Þetta allt vitum við. Við gerum okkur grein fyrir að víða annars staðar í heiminum má finna þjóðir sem eru ekki jafn gæfusamar. Við minnum sjálf okkur á að vera þakklát. Og við leggjum okkar af mörkum til að bæta heiminn, hvert með sínum hætti. Það er hins vegar önnur staðreynd sem við tölum sjaldnar um. Þess í stað göngum við gjarnan út frá henni sem gefinni. Hún er ein af þeim forsendum sem við byggjum hugmyndir og skoðanir okkar á. Þetta er sú staðreynd að hér á landi eru mannréttindi talin

algild og öllum ásköpuð. Sú þjóð sem hér býr lítur svo á að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Við erum sammála um að engum landa okkar megi vísa úr landi, engan megi svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum, engan megi beita pyndingum, í lögum megi aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu, allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu og að eignarrétturinn sé friðhelgur. Við erum sammála um að virða tjáningarfrelsi hvers annars, skoðanafrelsi, félagafrelsi, fundafrelsi og atvinnufrelsi, svo fátt eitt sé nefnt. Og allt þetta höfum við skrifað í grundvallarlög okkar, lög sem eru öðrum lögum æðri. Þessi samfélagssáttmáli okkar er afrek. Vissulega ekki frumlegt afrek. Til eru dæmi um réttindaskrár þjóða sem eru þúsunda ára gamlar og þegar við eignuðumst okkar stjórnarskrá voru slíkar skrár, með sérstökum kafla um mannréttindi, orðnar fastar í sessi í löggjöf margra Vestur-Evrópuríkja. En það er engu að síður afrek að við skulum ekki einungis eiga þennan

© Gísli Hauksson

sáttmála heldur að þau mannréttindi sem þar eru tryggð skuli vera jafn óumdeild og raun ber vitni. Ef til vill er þetta það dýrmætasta sem við höfum fram að færa þegar við leggjum okkar af mörkum til að bæta heiminn. Sú staðreynd að það er hægt að byggja þjóðfélag á því að viðurkenna að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda og að sú viðurkenning sé „undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum“, eins og segir í inngangsorðum Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Amnesty International eru samtök fólks sem berst fyrir mannréttindum. Í samtökunum eru rúmlega 3 milljónir einstaklinga. Íslandsdeildin er vissulega ekki stór hluti af þessari hreyfingu. Við höfum hins vegar mikilvæga sögu að segja: Mannréttindi virka. Hörður Helgi Helgason, formaður Íslandsdeildar Amnesty International 3


AMNESTY INTERNATIONAL

rétturinn til hÚsnÆðis

Hoy Mai situr á tröppum húss dóttur sinnar, með börnum og barnabarni í Taman þorpinu í Odday Meanchey héraðinu í Kambódíu. Myndin er tekin 16. mars 2011. Mai hefur þurft að búa hjá dóttur sinni frá því að heimili hennar í Bos þorpinu var eyðilagt í október 2009. Heimili hennar ásamt 118 öðrum húsum var rutt úr vegi og brennt til grunna af hópi lögreglu og hermanna. © Amnesty International

Rétturinn til húsnæðis er skilgreindur í alþjóðlegum mannréttindasamningum. Í 11. gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi segir: „Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans, þar á meðal viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða.“ Með aðild að samningnum skuldbinda ríki sig til að gera viðeigandi ráðstafanir til að þessum rétti verði framfylgt.

hér eigum Við heimA Aðgangur að húsnæði og búsetuöryggi eru lykilatriði fyrir velferð fólks. Heimilisleysi og þvingaðir brottflutningar hafa víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélög. Amnesty International hefur á undanförnum árum skoðað hvernig mannréttindabrot leiða til þess að fólk missir heimili sín og flosnar upp. Meðal þeirra brota eru þvingaðir brottflutningar fólks af landsvæðum og úr hýbýlum, kynjamismunun þegar 4

kemur að húsnæðisréttindum sem og vanvirðing á landréttindum frumbyggja. Um allan heim lifir fólk við daglega ógn um að verða neytt burt af heimilum sínum. Í fjölmörgum ríkjum er fólk þvingað burt af heimilum sínum án þess að því séu tryggð önnur búsetuúrræði eða samráð haft við það í aðdraganda brottflutningsins. Í nafni efnahagsframfara hefur fólk verið þvingað burt af heimilum sínum og/eða landi. Mörg dæmi um slíkt er að finna á Indlandi þar sem fólki á jaðri samfélagsins hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna stórra þróunarverkefna. Á Gaza og á Vesturbakkanum hefur fólk verið neytt burt af heimilum sínum vegna byggingar aðskilnaðarmúrsins. Á bak við þvingaða brottflutninga og það hvernig grafið er undan búsetuöryggi fólks liggja mannréttindabrot sem bæði ríkisstjórnir, alþjóðlegar fjármálastofnanir, vopnaðir hópar sem og fyrirtæki bera ábyrgð á.

þVingAðir brottFlutningAr Fólki sem býr við óörugga afkomu

er steypt í fátækt og því gert ókleift að komast úr fátæktinni vegna þess að það hefur misst heimili sín eða jarðnæði. Rannsóknir Amnesty International hafa leitt í ljós að þvingaðir brottflutningar beinast iðulega að fólki og samfélögum sem eru þegar efnahagslega og pólitískt á jaðrinum; íbúar fátækrahverfa, minnihlutahópar svo sem Róma-fólk í Evrópu og frumbyggjar eru þeir hópar sem oftast verða fyrir þvinguðum brottflutningum. Umhverfisspjöll hafa leitt til þess að fólk hefur flosnað upp af heimilum sínum. Á óseyrum Nígerfljóts í Nígeríu hefur mengun vegna olíuvinnslu gert að verkum að fólk hefur flosnað upp af heimilum sínum. Í Mexíkó hefur fólk þurft að yfirgefa heimili sín og jarðir vegna virkjanaframkvæmda og á Indlandi hefur námavinnsla leitt til þess að frumbyggjum hefur verið gert að flytja af jörðum sínum.

VÍtAhring FátÆktArinnAr ViðhAldið Amnesty International leggur ríka áherslu á að ríki virði rétt allra til húsnæðis og stöðvi þvingaða brottflutninga. Milljónir manna búa í fátækrahverfum og í óformlegum byggðum við ófullnægjandi húsnæðisaðstæður, án aðgangs að hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu, sorphreinsun, holræsakerfum, rafmagni og annarri nauðsynlegri þjónustu. Íbúar lifa oft við mikið óöryggi og standa frammi fyrir ógn um ofbeldi bæði af hálfu lögreglu og glæpagengja. Íbúum er meinaður aðgangur að réttlæti vegna mismununar. Hverfin eru skilgreind sem „ólögleg“ eða „ekki reglum samkvæmt“. En þessi hverfi eru líka, líkt og öll önnur þéttbýlissamfélög, staðir þar sem íbúarnir lifa, starfa, nærast, sofa og ala upp börnin sín. Hlutfall jarðarbúa sem eiga heima í fátækrahverfum hækkar ískyggilega hratt. Samkvæmt sumum spám munu um tveir milljarðar manna


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 2. TBL 2012

búa í fátækrahverfum árið 2030. Vegna skorts á öðru viðráðanlegu húsnæði hefur fólk sem flyst búferlum til stórborga ekki um neitt annað að velja. Íbúarnir hafa sjaldnast nokkra tryggingu fyrir réttinum til ábúðar og eiga stöðugt á hættu að verða fluttir á brott með valdi. Íbúarnir lifa í stöðugum ótta við þvingaða brottflutninga þar sem þeir kunna að verða reknir með ólöglegum hætti úr híbýlum sínum, missa eigur sínar, tengsl við fjölskyldur, missa atvinnumöguleika, aðgengi að menntun og heilsugæslu.

VAndinn er VÍðA Brot á réttinum til viðunandi húsnæðis eiga sér stað bæði í ríkum sem og fátækum löndum og borgum. Í fátækum hverfum í Bandaríkjunum

Frá Deep Sea fátækrahverfinu í Kenía © Amnesty International

Fólk sem býr í fátækrahverfum þolir margvísleg mannréttindabrot sem ekki er hægt að horfa fram hjá og verður að stöðva. 00 binda þarf enda á nauðungarbrottflutninga

Ríkisstjórnir eiga að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða, þar á meðal lagasetningar og stefnumörkunar í samræmi við alþjóðlegar mannréttindareglur með það að markmiði að banna og koma í veg fyrir þvingaða brottflutninga.

00 tryggja jafnan aðgang að opinberri þjónustu fyrir fólk sem býr í fátækrahverfum Ríkisstjórnir verða að berjast gegn allri mismunun gagnvart fólki sem býr í fátækrahverfum. Lög og reglugerðir sem hafa þau áhrif að fólki er mismunað verður að endurskoða, breyta eða fella úr gildi. Ríkisstjórnir verða að tryggja að íbúar fátækrahverfa njóti jafns aðgangs að vatni, hreinlætisaðstöðu, heilsugæslu, húsnæði, menntun sem og sanngjarnri og skilvirkri löggæslu.

00 heimila og tryggja virka þátttöku fólks sem býr í fátækrahverfum í öllum áætlunum og verkefnum er lúta að umbótum í hverfunum

Ríkisstjórnir verða að binda enda á kúgun gagnvart íbúum fátækrahverfa og þeim sem vinna með íbúunum. Yfirvöld verða að grípa til raunhæfra aðgerða og fjarlægja hindranir til að tryggja virka þátttöku íbúa fátækrahverfa í öllum skipulagsáætlunum sem kunna að hafa bein eða óbein áhrif á líf þeirra. Allar aðgerðir og áætlanir verða að vera í samræmi við alþjóðlegar mannréttindareglur, einkum þær sem lúta að viðunandi húsnæði.

og á verndarsvæðum frumbyggja í Kanada og Ástralíu býr fólk við skort, öryggisleysi og útilokun og rödd þess fær ekki að heyrast. Róma-fólki á Ítalíu er meinaður aðgangur að opinberri heilsugæslu og annarri samfélagsþjónustu vegna þess að ríkið hefur ekki samþykkt húsakynni þess. Tjaldbúðir þess hafa verið lagðar í rúst og fólk flutt nauðungarflutningum vegna fordóma og mismununar. Íbúum fátækrahverfa fjölgar dag frá degi, ástæður þessa eru margvíslegar. Skortur á stuðningi við landsbyggðina leiðir til þess að fólk flyst til borganna, vopnuð átök flæma fólk á brott, náttúruhamfarir leiða til þess að fólkið leitar til borganna, skortur á aðgangi að jarðnæði og eignarhaldi á landi og ekki síst þvingaðir brottflutningar fólks af jörðum sínum. Vegna skorts á húsnæði á viðunandi kjörum í borgunum hafa þeir sem flytja til borganna engan valkost og verða að setjast að í fátækrahverfum. Fátækt er eitt stærsta mannréttindavandamál samtímans og skýrasta birtingarmynd hennar eru fátækrahverfi heimsins. Margar ríkisstjórnir gera ekki lágmarks ráðstafanir til að standa vörð um rétt fólks til boðlegs húsnæðis. Oftar en ekki er fólk hrakið frá heimilum sínum án þess að tilhlýðilegri málsmeðferð að lögum sé fylgt og án þess að boðið sé upp á annan húsnæðiskost. Ákvarðanir sem áhrif hafa á líf íbúa eru iðulega teknar án nokkurs samráðs við þá og raddir þeirra heyrist ekki. 5


AMNESTY INTERNATIONAL

þitt bréF og þÍn undirskriFt skiPtA skÖPum Þátttaka félaga í ýmsum aðgerðum hefur haft afgerandi áhrif á líf fjölmargra sem sætt hafa mannréttindabrotum. Enn og aftur verðum við vitni að því að bréf vega þungt og hver og ein undirskrift skiptir máli. Þó

Þetta bréf barst nýverið frá Normu Cruz. Henni hefur margsinnis verið hótað lífláti vegna vinnu sinnar í þágu kvenna sem sætt hafa ofbeldi í Gvatemala. Norma Cruz er í forystu samtaka sem berjast fyrir mannréttindum kvenna þar í landi. Hún heldur skrá yfir þær konur sem sæta ofbeldi og aðstoðar þær við að leita réttar síns. Mörg af ættmennum hennar hafa einnig sætt hótunum og árásum en enginn hefur verið sóttur til saka vegna þessa. Tugþúsundir þrýstu á stjórnvöld í Gvatemala, þeirra á meðal

að dag hvern berist fréttir af fólki í hættu berast einnig jákvæðar fréttir sem hvetja okkur öll til að halda áfram að krefjast úrbóta og senda áskoranir til þeirra sem ábyrgð bera á mannréttindabrotum

fólk sem tók þátt í bréfamaraþoni Íslandsdeildarinnar 2010 og félagar í sms-aðgerðaneti okkar. Vegna þessa þrýstings fjölluðu fjölmiðlar í Gvatemala um hótanir gegn Normu og samtökum hennar, Survivors Foundation, og yfirvöld í landinu brugðust við hótunum gegn baráttufólki. Í framhaldi af þessu var einstaklingur fundinn sekur í júlí 2011 um að hafa haft í hótunum við Normu Cruz og skipað að borga sekt. Norma sagði að hún vildi finna leið til að þakka hverjum einasta einstaklingi sem sendi henni bréf og póstkort.

Kæru vinir í Amnesty International, Fyrir hönd sjálfrar mín, samtaka minna og fjölskyldu vil ég koma á framfæri þakklæti til ykkar fyrir stuðninginn sem þið sýnduð lífi okkar og störfum með þrotlausri baráttu ykkar gegn líflátshótunum sem við höfum orðið fyrir undanfarin ár. Mig langar að láta ykkur vita að þökk sé aðgerðum ykkar – með bréfasendingum til yfirvalda, stuðningskveðjum og öðru – erum við um þessar mundir með lögregluvernd, bæði fyrir einstaklinga og stofnunina. Að auki er búið að auðvelda ferlið þegar við biðjum um vernd fyrir konur sem eru þolendur ofbeldis. Stuðningur ykkar gerði allt þetta mögulegt. Við gætum ekki haldið áfram störfum okkar gegn refsileysi, ef það væri ekki fyrir öryggisráðstafanir sem yfirvöld komu á fót vegna herferðar ykkar. Með öðrum orðum, ég get fullvissað ykkur um að í dag er mögulegt að draga morðingja, nauðgara og árásarmenn fyrir dóm án þess að þurfa að óttast það eins mjög og áður, vegna þess að við höfum vernd. Það mun alltaf verða hætta til staðar, en með aðstoð ykkar gátum við fengið ríkið til að leggja sitt af mörkum. Við viljum enn og aftur þakka ykkur stuðninginn þar sem aðgerðir ykkar áttu þátt í að bjarga lífi okkar. Með kærri kveðju, Norma Cruz 6

khAdy bAssÈne – senegAl Khady Bassène hefur lengi reynt að grafast fyrir um afdrif eiginmanns síns, Jean Diandy, eftir að hann var handtekinn árið 1999. Hún sendi eftirfarandi skilaboð til þeirra sem skrifuðu henni í kjölfar bréfamaraþonsins árið 2010. „Takk fyrir hjálpina …ég er djúpt snortin af þeirri staðreynd að fólk sem býr óravegu frá Senegal hefur áhyggjur af stöðu minni.“ Það veitti henni einnig huggun að vita til þess að fólk sendi yfirvöldum bréf. Khady Bassène sagði við okkur nýlega: „Félagar Amnesty International veittu mér siðferðilegan stuðning. Ég fékk bréf alls staðar að úr heiminum og það var mér veruleg huggun. Það var mér ákaflega mikilvægt að fá þennan stuðning þegar ég þjáðist í hljóði og ég get aðeins verið þakklát fyrir stuðninginn frá félögum Amnesty.“


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 2. TBL 2012

veitti gaf honum fleiri tækifæri til að koma réttindum farandfólks á framfæri við mexíkósk yfirvöld. Bréfamaraþonið vakti einnig athygli á kvikmynd um farandverkafólk í Mexíkó, sem séra Solalinde kemur fram í. Starfsfólk í athvarfinu sem hann rekur bjó til borða úr öllum kortunum og bréfunum sem það fékk send og segir að það sé þakklátt fyrir samstöðuna.

kÚbVerskur AndÓFsmAður leystur Úr FAngelsi Andófsmaðurinn Andrés Carrión Álvarez var handtekinn og hnepptur í varðhald fyrir að nýta sér tjáningarfrelsi sitt á friðsamlegan hátt. Hann var handtekinn í borginni Santiago de Cuba þann 28. mars 2012 þar sem hann sótti útimessu hjá Benedikt páfa XVI. Fimm mínútum áður en messan hófst hrópaði hann, að sögn, orðin „frelsi“ (libertad) og „niður með kommúnismann“ (abajo el comunismo). Öryggissveitir handtóku hann. Mannréttindasamtök í landinu fengu ekki upplýsingar um hvar hann væri niðurkominn eða hvort hann hefði verið ákærður. Andrés Carrión Álvarez var leystur úr fangelsi þann 13. apríl 2012, eftir þrýsting frá Amnesty International, meðal annars frá félögum í smsaðgerðaneti Íslandsdeildarinnar, en bíður enn réttarhalda vegna „óspekta á almannafæri“.

VAlentinA og inés – meXÍkÓ „Ef ekki hefði verið fyrir bréfin ykkar, aðgerðir og samstöðu, þá stæðum við ekki í þessum sporum í dag,“ sagði Valentina Rosendo Cantú og þakkaði félögum Amnesty International sem tóku þátt í herferð fyrir þeirra hönd. Eftir að mál þeirra var tekið upp í bréfamaraþoninu 2011 viðurkenndu mexíkósk stjórnvöld loks formlega ábyrgð á nauðgun og misnotkun sem Valentina og Ines Fernández Ortega urðu fyrir af hendi mexíkóskra hermanna árið 2002. „Við viljum nota tækifærið til að

þakka ykkur innilega fyrir allan stuðninginn.“ Valentina sagði enn fremur: „Til hvers og eins ykkar: Nomaá (takk fyrir).“ Amnesty International heldur áfram að kalla eftir rannsókn og að þeir seku verði dregnir fyrir rétt.

sAber rAgoubi – tÚnis

sérA solAlinde – meXÍkÓ Séra Solalinde er mannréttindafrömuður sem vinnur fyrir hönd farandfólks í Mexíkó. Þrátt fyrir að hann sitji undir hótunum þá eiga mannréttindastörf hug hans allan og hann hefur oft þakkað félögum Amnesty International fyrir stuðning og samhug. Þrýstingurinn og athyglin sem bréfamaraþonið

Sem hluti af almennri sakaruppgjöf í kjölfar uppreisnarinnar í Túnis var Saber Ragoubi leystur úr fangelsi í mars 2011 og gifti sig í kjölfarið. Hann átti yfir höfði sér dauðadóm í kjölfar dóms sem hann hlaut í desember 2007 fyrir ýmis öryggisbrot, þar á meðal samsæri um að steypa ríkisstjórninni af stóli, notkun vopna og fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum. Hann greindi frá því að hann hefði verið pyndaður í varðhaldi áður en réttarhöldin hófust. Faðir hans hafði samband við Amnesty International og þakkaði samtökunum fyrir stuðninginn á meðan sonur hans var í fangelsi, þar á meðal fyrir stuðningskveðjur og áköll sem voru send í bréfamaraþoninu 2010.

Þín þátttaka getur skipt sköpum. Um leið og félögum er þökkuð virk þátttaka í starfinu eru þeir hvattir til að halda áfram að leggja lóð sitt á vogarskálarnar og stuðla þannig að aukinni virðingu fyrir mannréttindum um heim allan. Skráðu þig í sms-aðgerðanetið. Taktu þátt www.netakall.is. Ekki gleyma bréfamaraþoninu 8. desember á skrifstofu deildarinnar.

7


Undirskriftum safnað í Fógetagarðinum.

Undirbúningur vegna Pussy Riot mótmæla.

sViPmyndir Úr ungliðAstArFinu

Amany El-Gharib heimsótti Íslandsdeildina og sagði frá pólitískri þátttöku palestínskra kvenna í lausnum deilumála og friðaruppbyggingu. Viku síðar hófust miskunnarlausar loftárásir á heimabyggð hennar á Gaza.

Pizzur fyrir baráttuna.

Enn barist fyrir gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings.

Mótmæli við rússneska sendiráðið. Vakin athygli á óhugnaði pyndinga.

Aðgerð undirbúin.

Föndrað í þágu mannréttinda.

Heimasíða Ungliðahreyfingarinnar: www.ungamnesty.is Facebook: Ungliðahreyfing Amnesty International Póstur: ung@amnesty.is


bréf til bjargar lífi

í baráttunni fyrir mannréttindum átt þú öflugt vopn. Vopn sem getur breytt heiminum. NafNið þitt. Nýttu það til að skrifa undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Undirskrift þín hefur meira vægi en þú heldur. breyttu heiminum og vertu með í bréfamaraþoni amnesty international á skrifstofu íslandsdeildarinnar, þingholtsstræti 27, laugardaginn 8. desember frá kl. 13 til 18. bréfamaraþonið fer einnig fram víða um land. Sjá nánar á www.amnesty.is


AMNESTY INTERNATIONAL

sárin sem Aldrei grÓA

Við minnisvarða um horfna, Santiago, Chile. © Amnesty International

„Þetta er það versta sem hent getur nokkra manneskju. Þegar ástvinur deyr syrgir maður og góðvinir hughreysta mann. Smám saman lærir maður að sætta sig við missinn. Allt öðru máli gegnir hins vegar um ástvin sem horfið hefur sporlaust. Það er sárasta kvölin.“ Þannig lýsir Amina Janjua frá Pakistan þeirri lamandi angist sem fylgir því þegar ástvinur er látinn hverfa og ættingjum gert að lifa í algerri óvissu um afdrif hans. Eiginmaður Aminu, Masood Ahmed Janjua, „hvarf“ í júlí 10

2005 fyrir tilverknað Pervez Musharraf, fyrrverandi forseta landsins, og ekkert hefur spurst til hans síðan. Talið er að fimm manns hverfi með þessum hætti á degi hverjum.

leyndin Felur Í sér Önnur brot Þvinguð mannshvörf eru meðal alvarlegustu mannréttindabrota heims og skýrt er kveðið á um bann við slíkum brotum í alþjóðalögum. Það kallast „þvingað mannshvarf“ þegar stjórnvöld svipta fólk frelsi sínu, halda því í leynilegu varðhaldi og neita að upp-

lýsa um örlög þess eða dvalarstað eða svipta það lífi. Þessi meðferð brýtur í bága við alþjóðalög sem skylda ríki til að halda fólki sem svipt er frelsi sínu í opinberlega viðurkenndum fangelsum. Horfnir fangar sem eru einangraðir frá umheiminum og algjörlega á valdi gæslumanna sinna eru sviptir allri lagavernd. Þeir hafa engan aðgang að lögfræðingum, fjölskyldu eða læknum. Þeim er oft haldið lengi í varðhaldi, sem jafnan byggist á geðþóttaákvörðunum, þeir eru hvorki ákærðir né leiddir fyrir dómara. Lögmæti handtöku og varðhalds er ekki metið af dómara eða sambærilegu yfirvaldi og fangarnir geta ekki mótmælt því. Engir óháðir aðilar, innlendir eða alþjóðlegir, hafa eftirlit með aðstöðu og meðferð fanganna. Leyndin sem ríkir yfir varðhaldinu auðveldar yfirhylmingu frekari mannréttindabrota sem fangarnir verða fyrir, m.a. pyndinga eða illrar meðferðar, og gerir stjórnvöldum kleift að skorast undan ábyrgð. Þvinguð mannshvörf og leynilegt varðhald teljast til illrar meðferðar og pyndinga. Hinir horfnu geta ekki haft samband við utanaðkomandi, t.d. fjölskyldumeðlimi, og vita ekki hvort þeir verða nokkurn tímann frjálsir eða fá að sjá fjölskyldur sínar á ný. Hið sama á við um þjáningarnar sem fjölskyldur horfinna einstaklinga líða þegar þeim er neitað um vitneskju um örlög ættingja sinna. Fjölskylda og vinir bíða oft árum saman á milli vonar og ótta eftir fréttum af ástvinum sem aldrei berast. Aðstandendur vita ekki hvort horfinn ástvinur muni nokkurn tíma koma aftur og geta hvorki syrgt né aðlagast missinum. Stundum tilkynna fjölskyldur ekki einu sinni mannshvarfið, bæði vegna ótta við hefndaraðgerðir stjórnvalda og vegna algerrar afneitunar yfirvalda á tilvist þess sem horfinn er. Fyrir utan brot á réttinum til að vera ekki látinn sæta pyndingum og annarri illri meðferð eru þvinguð mannshvörf brot á fjölda annarra mannréttinda. Sem dæmi má nefna rétt einstaklings


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 2. TBL 2012

fáein dæmi séu tekin. Allt frá því að mótmælin hófust í Sýrlandi í febrúar 2011 hafa þúsundir grunaðra stjórnarandstæðinga verið handteknar og ekkert hefur spurst til þeirra í lengri tíma. Sumir hafa horfið í bókstaflegri merkingu og eftir standa örvæntingarAmina Masood heldur á ljósfullar fjölskyldur sem vita mynd af Masood Janjua, eiginekkert um örlög ástvina manni sínum. © Amnesty International sinna. Aðgerðir Bandaríkjamanna í hinu svonefnda „stríði gegn hryðjuverkum“ hafa falið í á viðurkenningu fyrir lögum, rétt sér þvinguð mannshvörf um til frelsis og persónuöryggis, rétt til allan heim, ólögleg fangaflug fjölskyldulífs, rétt til mannúðlegra í Evrópu og leynilegar varðaðstæðna í varðhaldi og réttinn til lífs, haldsvistanir þar sem pyndí þeim tilfellum þegar hinir horfnu eru ingum og annarri illri meðferð líflátnir. Í mörgum tilvikum má líta á er beitt á kerfisbundinn hátt. þvingað mannshvarf sem glæp gegn Þessi dæmi eru engin nýmæli. mannkyninu. Yfirvöld í fjölmörgum löndum hafa í áraraðir látið fólk hverfa. ÓgnVÆnlegt kÚgunArtÆki Í Þýskalandi nasismans var Stjórnvöld nota þvinguð mannssérsveitum fyrirskipað að hvörf sem kúgunartæki til að bæla ryðja öllum andstæðingum niður andóf og stjórnarandstöðu, úr vegi, bæði heima fyrir og í til að ofsækja trúarhópa, stjórnhernumdum löndum Evrópu. málahreyfingar og fólk af ákveðnum Sumir voru líflátnir á staðnum uppruna. Algengt er að þvinguð en flestir voru sendir í hinar mannshvörf eigi sér stað í ríkjum alræmdu útrýmingarbúðir til sem hafa glímt við átök heima fyrir, að mæta þar örlögum sínum. eins og í Kólumbíu, Srí Lanka, Nepal, Á áratugnum 1970 til 1980 Malí, Rússlandi, Filippseyjum, Íran, beittu herforingjastjórnir Úganda, Serbíu, Írak og Sýrlandi, svo ýmissa ríkja í SuðurAmeríku (Argentínu, Chile, Brasilíu, Bólivíu, Úrúgvæ og Paragvæ) ámóta aðferðum í þeim tilgangi að losna við pólitíska andstæðinga og aðra þá er stjórnvöld töldu ógna öryggi ríkisins. Talið er að tugum þúsunda, þar á meðal börnum, hafi verið rænt, þeir pyndaðir, haldið í leynilegu varðhaldi og/ eða líflátnir. Margir ættingja fórnarlambanna hafa aldrei fengið vitneskju um örlög þeirra og fáir herforingjanna voru sóttir til saka.

Norma Andrade heldur á mynd af horfinni dóttur sinni Alejandra Andrade sem ekkert hefur spurst til. © Amnesty International

AlþJÓðlegur sAmningur Vekur Vonir Á níunda áratugnum tóku margir ættingjanna höndum saman við mann-

réttindasamtök til að þrýsta á um gerð alþjóðlegs samnings til verndar öllum gegn þvinguðum mannshvörfum. Barátta og þrotlaus vinna við gerð samningsins um árabil bar árangur og á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í desember árið 2006 var skrifað undir Alþjóðasamning gegn þvinguðum mannshvörfum. Samningurinn tók gildi 23. desember 2010 og hefur nú 91 ríki skrifað undir hann og 34 fullgilt eða gerst aðilar að honum. Ef vinna á gegn þessu grófa mannréttindabroti, sem þvinguð mannshvörf eru, og lina

Satsita Khadaeva. Sonur hennar Ali Khadaev hvarf árið 2003. © Amnesty International

þjáningar fórnarlamba og fjölskyldna þeirra verða þjóðir heims að sýna einhug og fullgilda samninginn án tafar. Markmið samningsins er að koma í veg fyrir þvinguð mannshvörf, leiða sannleikann í ljós þegar slíkir glæpir eru framdir, refsa þeim sem ábyrgð bera á mannshvörfunum og greiða fórnarlömbum og fjölskyldum þeirra skaðabætur. Þvinguð mannshvörf eru mjög alvarleg mannréttindabrot sem verður að stöðva. Ísland skrifaði undir samninginn hinn 1. október 2008 en hefur ekki enn fullgilt hann. Íslandsdeild Amnesty International hvetur því íslensk yfirvöld til að fullgilda samninginn og hvetja önnur ríki til að gera slíkt hið sama. Fullgilding samningsins er mikilvæg yfirlýsing um að þvinguð mannshvörf líðist aldrei og gefur öllum þeim sem enn leita ástvina sinna von. 11


AMNESTY INTERNATIONAL

Veggmynd – minnisvarði um þá sem létust í kjölfar gasleka frá verksmiðju Union Carbide í Bhopal á Indlandi 1984. © Amnesty International

mAnnréttindi og ábyrgð FyrirtÆkJA Í inngangsorðum Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Ber og hverjum einum að stuðla að þeim framförum, innan ríkis og ríkja í milli, er að markmiðum yfirlýsingarinnar stefna, tryggja almenna og virka viðurkenningu á grundvallaratriðum hennar og sjá um, að þau verði í heiðri höfð.“ Í þessum orðum felst að ábyrgð á virðingu fyrir mannréttindum liggur ekki eingöngu hjá yfirvöldum heldur ber okkur öllum að stuðla að því að mannréttindi séu ætíð í heiðri höfð. Á undanförnum árum hafa sjónir beinst æ meir að ábyrgð fyrirtækja í mannréttindamálum. Öll fyrirtæki hafa skýrar mannréttindaskyldur gagnvart starfsfólki, sem settar eru fram í samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og víðar. Amnesty International telur að viðskiptaheimurinn hafi víðtækar skyldur, bæði lagalegar og siðferðilegar, til að vinna að framgangi og vernd mannréttinda. Í því sambandi er rétt að benda á, að alþjóðasamfélagið hefur staðfest í ýmsum sáttmálum, yfirlýsingum og samningum, að efling og vernd mannréttinda sé hafin yfir öll landamæri. Sú þróun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum knýr á um að komið verði á virku eftirliti með starfsemi fyrirtækja og skýr ábyrgð lögð á þau um að framfylgja mannréttindum í allri starfsemi sinni.

Sum fyrirtæki grafa líka undan mannréttindum eða brjóta gegn þeim, annað hvort vegna skorts á fyrirhyggju og góðu skipulagi eða vísvitandi. Þar að auki svíkjast sum ríki undan ábyrgð sinni á því að vernda fólk innan landamæra sinna fyrir mannréttindabrotum – eða þá að ríki stunda sjálf mannréttindabrot – í þeim tilgangi að komast yfir dýrmætar auðlindir. Fórnarlömb hafa fá úrræði til að leita réttar síns og tilraunir þeirra til að knýja fram réttlæti fara oft út um þúfur vegna spillingar eða galla í réttarkerfinu. Ráðist er í verkefni án þess að fram fari mat á hugsanlegum áhrifum þeirra á mannréttindi, þ.m.t. áhrif á náttúru og samfélag. Íbúar lítilla byggðarlaga kunna að verða fluttir á brott með valdi og þannig er grafið undan afkomumöguleikum þegar landi þeirra er spillt og vatnsból menguð. Íbúum samfélaga sem verða fyrir slíkum skaðlegum áhrifum er einatt meinaður aðgangur að upplýsingum um áhrifin af starfsemi fyrirtækja og þeir útilokaðir frá ákvarðanatöku sem varðar líf þeirra. Þar með er stuðlað enn frekar að óöryggi þeirra og skorti. Ástand mála versnar enn þegar brotið er gegn þeim og þeim synjað um réttlæti vegna þess að ríkisstjórnir geta ekki eða vilja ekki láta fyrirtækin axla ábyrgð. Afleiðingarnar eru áframhaldandi mannréttindabrot sem dýpka hringrás fátæktarinnar.

áhriF hnAttVÆðingArinnAr

Lítið hefur farið fyrir lagasetningum sem gætu tryggt að fyrirtæki axli ábyrgð þegar neikvæðar afleiðingar fylgja starfsemi þeirra. Allt of mörg mannréttindabrot tengd fyrirtækjum eru drýgð án þess að nokkrum sé refsað – vegna þess að þjóðríki hafa ekki getu eða vilja til að fyrirbyggja eða hegna fyrir slíkt framferði. Vegna fjölþjóðlegs eðlis margra öflugra fyrirtækja og þess flókna lagaumhverfis sem þau starfa í getur fyrirtækjaábyrgð reynst sérlega snúið viðfangsefni. Í mörgum löndum er regluverkið veikburða og því illa framfylgt. Oft eru það hinir snauðustu sem líða fyrir vonda starfshætti fyrirtækjanna. Mörg af fátækustu löndum heims eru einnig á meðal þeirra sem búa yfir mestum auðlindum.

Með hnattvæðingunni hafa meiri völd og áhrif færst í hendur stórfyrirtækja en nokkur fordæmi eru fyrir auk þess sem hún hefur fært milljónum manna atvinnu og fjárfestingartekjur. En þegar starfsemi stórfyrirtækja brýtur í bága við mannréttindi og sökkvir fólki dýpra í fátækt þá skortir oft leiðir til að láta fyrirtækin gangast við ábyrgð sinni eða tryggja þolendum bætur. Fyrirtæki geta haft mikil áhrif á réttindi einstaklinga og samfélaga. Oft eru þessi áhrif jákvæð. Til dæmis skapa farsæl fyrirtæki atvinnu. Þau afla ríkjum tekna sem síðan er hægt að verja í grunnþjónustu og önnur verkefni. 12

Auðlindir til gÓðs og ills


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 2. tbl 2012

Hvað er til ráða? 00 Öll ríki ættu að sjá til þess að lagaramminn geri fyrirtæki ábyrg fyrir glæpsamlegu athæfi. Ríki ættu einnig að sjá til þess að þau veiti nægileg úrræði til að auðvelda viðeigandi rannsókn og lögsókn á hendur fyrirtækjum. 00 Öll ríki ættu að taka að sér að endurskoða reglurammann með tilliti til þess að þar séu fullnægjandi ráðstafanir til að (a) tryggt verði að fyrirtæki virði mannréttindi og umhverfið í allri starfsemi sinni og (b) tryggt verði að ríki geti rannsakað og lögsótt fyrirtæki fyrir glæpi sem eru framdir erlendis eða hafi afleiðingar erlendis. 00 Fyrirtæki ættu að vera skyldug samkvæmt lögum til að framkvæma áreiðanleikakönnun um mannréttindi á allri alþjóðlegri starfsemi sinni og að gera niðurstöðurnar opinberar. 00 Öll fyrirtæki ættu að vera skyldug samkvæmt lögum til að gefa upp allar upplýsingar um sérhvert efni og innihald í eigu eða umsjón fyrirtækisins sem getur haft áhrif á umhverfið og lýðheilsu. 00 Fórnarlömb mannréttindabrota verða að geta farið með mál sín fyrir dómstóla og fengið úrlausn þeirra. Þau ættu að geta leitað réttar síns í heimaríki viðkomandi fyrirtækis. 00 Ríki og fyrirtæki verða að tryggja að byggðarlög og fólk sem verður fyrir áhrifum af starfsemi fyrirtækja hafi viðunandi aðgang að upplýsingum. Ríki og fyrirtæki verða að gera samfélögum og einstaklingum kleift að taka virkan þátt í ákvarðanatökunni. 00 Ríki og fyrirtæki framfylgi leiðbeinandi meginreglum Sameinuðu þjóðanna um vernd, virðingu og bætur.

Sarayaku-fólkið í Ekvador var ekki haft með í ráðum þegar yfirvöld heimiluðu olíuborun á landi þess. Það leitar nú réttar síns fyrir Mannréttindadómstól Ameríkuríkja í Kosta Ríka. © Zoë Tryon

Það ætti að vera hægt, líkt og mörg fyrirtæki í námuiðnaðinum halda fram, að láta fjárfestingar í vinnslu náttúruauðlinda draga verulega úr fátækt og stuðla að sjálfbærri þróun. Því er ekki hægt að neita að áratuga vinnsla náttúruauðlinda og þær gríðarlegu tekjur sem hún hefur skapað hafa kynt undir átökum, stuðlað að mannréttindabrotum og aukinni fátækt og grafið undan sjálfbærri þróun. Fyrirtæki geta átt þátt í ýmiss konar brotum gegn mannréttindum og bera stundum beina ábyrgð á þeim. Ásakanir um mannréttindabrot eru sérlega algengar í jarðefnavinnslu í samanburði við annars konar iðnað. Þetta þarf ekki að koma á óvart þegar horft er til áhrifanna sem slík starfsemi hefur á lands- og vatnsauðlindir. Heil samfélög kunna að verða flutt nauðungarflutningum til að rýma fyrir jarðefnavinnslu. Mengun eða ofnotkun vatnsauðlinda getur eyðilagt aðgengi byggða að hreinu vatni. Harkaleg öryggisgæsla kringum jarðefnavinnslu hefur ítrekað leitt til vandræða, oft í löndum eða á svæðum sem fyrir eru illa leikin eftir stríðsátök. Fyrirtæki á sviði jarðefnavinnslu eiga það til, ýmist viljandi eða af gáleysi, að kljúfa samfélög og etja ólíkum hlutum þeirra hverjum gegn öðrum. Koma fyrirtækja með mikið fjárhagslegt bolmagn getur leitt til aukins ofbeldis og samfélagsárekstra, einkum þegar þeim sem er meinað um hlutdeild í aukinni velmegun finnst þeir ekki hafa fengið það sem þeim beri. Samningar við ríkisstjórnir vegna sérstakra verkefna á sviði jarðefnavinnslu eru sömuleiðis oft ekki nógu gagnsæir. Oft er ekki nægilegt samráð haft við íbúa á athafnasvæðum. Himinn og haf skilur á milli yfirlýsinga fyrirtækja um það hve mikla áherslu þau leggi á þátttöku íbúa og sjálfs raunveruleikans sem er oft sá að þau miðla ekki viðeigandi upplýsingum til íbúanna. Þegar þau gera það, þá er það oft lítið meira en æfing í almannatengslum. Þar að auki getur hugsast að íbúar fátækra svæða viti ekki að upplýsingarnar eru tiltækar eða séu ekki læsir á þær. 13


AMNESTY INTERNATIONAL

Sómölsk börn með þungvopnuðum hermanni. © REUTERS/Noor Khamis

AlþJÓðlegur VoPnAViðskiPtAsAmningur Í sJÓnmáli Söguleg atkvæðagreiðsla fór fram á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í byrjun nóvember. Eitt hundrað fimmtíu og sjö ríki studdu tillögu sem lögð var fram um að efnt yrði til framhaldsfundar um alþjóðlegan vopnaviðskiptasamning. Fundurinn mun fara fram í byrjun mars á næsta ári og markmið hans er að ganga endanlega frá þessum mikilvæga samningi. Þessi mikli stuðningur felur í sér sigur fyrir mannréttindi í heiminum.

engin mÓtAtkVÆði Rússland sat hjá við atkvæðagreiðsluna en öll hin stærstu vopnaframleiðsluríki heims, Bandaríkin, Kína, Frakkland, Þýskaland og Bretland, studdu hana. Ef þessi ríki sýna raunverulegan pólitískan vilja á lokafundinum í mars erum við í seilingarfjarlægð frá því að eignast verkfæri sem getur komið í veg fyrir að vopn komist í hendur þeirra sem beita þeim til að fremja alvarleg mannréttinda- og mannúðarbrot. Sjö ríki lögðu fram tillöguna en þau voru: Argentína, Ástralía, Kosta Ríka, Finnland, Japan, Kenía og Bretland. Áður en tillagan var formlega lögð fram til atkvæðagreiðslu höfðu 103 ríki lagt nafn sitt við hana, þar á meðal Ísland. Mikil14

vægt er að ekkert ríki kaus gegn tillögunni og þó einhver hafi setið hjá við atkvæðagreiðsluna er niðurstaðan skýr og endurspeglar vilja til að binda enda á óheft flæði vopna til þeirra sem beita þeim til voðaverka.

árAlÖng bAráttA Síðustu sautján ár hefur Amnesty International, í samvinnu við fjölmörg önnur samtök, unnið að því að alþjóðlegur vopnaviðskiptasamningur yrði að veruleika, samningur sem stuðlaði að

því að hægt yrði að vernda borgara. Í júlí komu ríki heims saman til að vinna að samningnum og vonir stóðu þá til að hann yrði samþykktur, en á síðustu dögum þess fundar komu öflug ríki í veg fyrir að hægt væri að ljúka verkinu. Það er því mjög mikilvægt að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur nú veitt þennan mikla stuðning við að haldið verði áfram með verkið og því lokið í mars á næsta ári. Amnesty International er ljóst að reynt verður að grafa undan mannréttindareglum í samningnum og munu samtökin og samstarfsaðilar halda uppi þrýstingi á ríki til að tryggja að í lokatexta samningsins verði skýrt kveðið á um mannréttindavernd. Samþykkt alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings, sem allar líkur eru á að verði að raunveruleika á vordögum, verður mikilvægt skref til að koma í veg fyrir óheft vopnaflæði. Samningurinn er þó engin töfralausn því búast má við að ófyrirleitnar ríkisstjórnir muni reyna að sveigja og beygja reglurnar. Hlutverk óháðra félagasamtaka verður áfram mikið: að tryggja að ekki verði farið í kringum reglurnar, þannig að þeir sem þurfa vernd fái hana í raun og komið verði í veg fyrir óheft vopnaflæði til þeirra sem brjóta mannréttinda- og mannúðarlög.


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 2. TBL 2012

enn eitt dAuðsFAllið Í gVAntAnAmÓ Adnan Farhan Abdul Latif lést í Gvantanamófangabúðunum hinn 8. september síðastliðinn. Hann var fluttur í fangabúðirnar í janúar 2002. Engin ákæra var lögð fram gegn honum og hann kom aldrei fyrir dómara. Hann var handtekinn af pakistönsku lögreglunni í nánd við landamæri Afganistans í desember 2011. Síðar í sama mánuði var hann færður bandarískum yfirvöldum og fluttur til Gvantanamó 17. janúar 2002. Í ellefu ár sat hann í varðhaldi án ákæru og dóms. Honum var auk þess haldið í einangrun lungann úr tímanum. Í júlí 2010 úrskurðaði dómari að varðhaldsvist hans væri ólögmæt og að leysa bæri hann úr haldi. Bandarísk yfirvöld áfrýjuðu dómnum í október 2011 og niðurstaða þess dóms var að honum skyldi haldið áfram í fangabúðunum. Í samtali við lögfræðing sinn nokkru síðar sagði Adan Latif: Ég er fangi dauðans. Í maí 2012 hóf hann hungurverkfall til að mótmæla fangavistinni en bandarísk yfirvöld sögðu að hann hefði hætt í hungurverkfallinu í byrjun júní. Lát hans er enn ein áminningin um að loka verður fangabúðunum og leysa úr málum þeirra 167 manna sem enn eru þar í haldi. Frá því að fangabúðirnar voru opnaðar í byrjun árs 2002 hafa níu fangar látist. Nú, rúmum tíu árum eftir að fyrstu fangarnir voru fluttir til Gvantanamó, er enn rúmlega 160 mönnum haldið föngnum þar. Þegar mest var voru þeir 779. Bandarísk yfirvöld verða að staðfesta að Bandaríkin ætli endanlega að loka fangabúðunum í Gvantanamó og ákveða hvaða dag þeim verður lokað. Amnesty International hefur farið fram á að réttlát málsmeðferð fanga í Gvantanamó verði tryggð og ef ekki er lögð fram ákæra skal sleppa þeim tafarlaust úr haldi og tryggja þeim fulla vernd gegn frekari mannréttindabrotum. Komi til þess að réttað verði yfir þeim skal fela þá almenna réttarvörslukerfinu í Bandaríkjunum.

Frá fangabúðunum í Gvantanamó. © US DoD

Samtökin hvetja bandarísk yfirvöld til að binda enda á herdómstóla og sérstakar úrskurðarnefndir innan hersins sem eru óháðar öllum kvöðum sem lagðar eru á borgaralega dómstóla. Bandarísk yfirvöld þurfa auk þess

að tryggja að fangar í Gvantanamó, sem eiga á hættu að sæta frekari mannréttindabrotum í heimalandi sínu snúi þeir aftur þangað, fái tækifæri til að setjast að í Bandaríkjunum ef þeir óska þess.

00 Í júní 2006 var upplýst um lát þriggja manna í fangabúðunum. sagt var að þeir hefðu svipt sig lífi. tveir þeirra voru frá sádi-Arabíu, mane’i bin shaman al-’otaybi og yasser talal al-Zahrani. sá þriðji, salah Ahmed al-salami, var frá Jemen. 00 Í maí 2007 lést sádi-Arabinn Abdul rahman ma’ath thafir al-Amri. sagt var að hann hefði svipt sig lífi. 00 Í desember 2007 lést Afganinn Abdul razzak hekmati. dánarorsökin var sögð vera krabbamein. 00 Í júní 2009 lést Jemeninn mohammed Ahmed Abdullah saleh al-hanashi. sagt var að hann hefði svipt sig lífi. 00 Í febrúar 2011 lést Afganinn Awak gui, að sögn af náttúrulegum orsökum. 00 Í maí 2011 lést Afganinn inayatollah. sagt var að hann hefði svipt sig lífi. 00 Í september 2012 lést Jemeninn Adnan Farhan Abdul latif. dánarorsök hefur ekki verið gerð opinber. 15


JÓlAkort ÍslAndsdeildAr Amnesty internAtionAl gleðJum Vini og ÆttingJA með FAllegum kortum um hátÍðArnAr

Jólakortið í ár ber heitið Hinum megin við lækinn og er eftir Hörpu Dögg Kjartansdóttur myndlistarkonu. Sameinaðu fallega jólakveðju og stuðning við brýnt málefni. Hægt er að panta kortin á heimasíðu Amnesty International https://www.amnesty.is/amnestybudin/ Kortin eru fáanleg í Pennanum, Eymundsson, Máli og menningu, Iðu, Úlfarsfelli, Bókabúðinni Hamraborg og Bóksölu stúdenta Kortin er hægt að nálgast á skrifstofu deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 3. hæð, 101 Reykjavík


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.