lífrænt
Þórunn Ívars
Meðvituð um umhverfið í vistvænu hverfi „Það er að mörgu að huga þegar kemur að því að hlúa að umhverfinu. Margt sem betur má fara blasir hreinlega við okkur en stundum gerum við okkur ekki grein fyrir því hvað er óumhverfisvænt,“ segir Þórunn Ívarsdóttir, Sonett-notandi.
Þ
órunn segist lengi hafa verið meðvituð um umhverfið í vöruvali og tekið eitt skref í einu í átt að umhverfisvænni hegðun. „Ég er búin að taka allt sem snýr að sjálfri mér eins og snyrti- og hárvörur í gegn og skipta út fyrir lífrænar. Næsta skref var að skoða hreinsiefni heimilisins og þær vörur sem snúa að öðrum fjölskyldumeðlimum.“ Þórunn segir fjölskylduna hafa notað allt þetta týpíska sem keypt var hugsunarlaust úti í næstu búð. Árið 2018 flutti fjölskyldan í Urriðaholt en hverfið er mjög framarlega í umhverfis- og skipulagsmálum og hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi til að fá vistvottun skipulags. Hverfið ýtir undir aukna vitund „Að búa hér hvetur mann enn frekar til að gera betur því sjálfbærar ofanvatnslausnir tryggja hringrás vatnsins í hverfinu svo lífríkið í kring raskist ekki. Ég ákvað því að skoða okkar mál innandyra og skipti út hreinsiefnum heimilisins. Það er mikilvægt fyrir okkur að velja hreinlætisvörur sem innihalda hvorki efni sem eru skaðleg líkamanum við innöndun, né efni sem skaða umhverfið okkar. En það er einnig mikilvægt að velja efni sem virka jafn vel og þau sem ég var að nota áður,“ segir Þórunn. Sonett eru náttúrulegar ECOvottaðar hreinsivörur sem unnar eru úr lífrænum og demeter-vottuðum jurtahráefnum. Þær uppfylltu bæði væntingar og þarfir Þórunnar en þær brotna 100% niður í náttúrunni og eru með lífræn innihaldsefni. Þær vernda viðkvæmar vatnsauðlindir og eru langflestar vegan.
www.istagram.com/thorunnivars
18