Heilsublað Nettó september 2021

Page 34

hollusta

Sigrún María Hákonardóttir

Hugarfarið stjórnar upplifun okkar á öllum aðstæðum Sigrún María Hákonardóttir er stofnandi og eigandi Kvennastyrks, líkamsræktar fyrir konur í Hafnarfirði. Hún er þriggja barna móðir og brennur fyrir andlegri og líkamlegri heilsu. Sigrún kýs MUNA vörur vegna gæða og verðs. Þær eru ómissandi í baksturinn og kósýkvöldin á hennar heimili.

E

f það er einhver vöðvi sem ætti að huga að á hverjum degi, þá er það „hugarfarsvöðvinn“. Hugurinn stjórnar upplifun þinni frá morgni til kvölds. Hefur þú velt fyrir þér í hvaða ástandi hugur þinn er? Ef þú gætir gefið honum einkunn byggða á hversu mikið hugsanir þínar vinna með þér, hver væri hún? Við erum ekkert nema venjur en þær hefjast í hugsunum okkar. Ef þú t.d. hugsar endurtekið að þú sért drífandi, að þú gerir hlutina án þess að velta þér upp úr þeim, þá munt þú verða þannig á endanum. Og ef þú hugsar sífellt að þú ofhugsir og getir aldrei tekið ákvarðanir, þá helst þú á þeim stað að ofhugsa allt og pæla óþarflega mikið í hlutunum. Hugsanir okkar stýra okkur í öllu. Venjur stýra okkur í öllu. Það er auðveldara að tileinka sér góðar venjur með uppbyggilegu hugarfari. Langar þig að tileinka þér orkumeira mataræði, læra betur inn á líkama þinn og/eða sofa betur? Langar þig að hafa ánægju af því sem þú ert að gera í lífinu, hreyfa þig á hverjum degi og/eða hitta fjölskyldu og vini oftar? Byrjaðu þá á hugarfarinu og hugsaðu um það sem vöðva. Þú þarft að þjálfa vöðvann og þú þarft síðan sífellt að halda honum við. Í lífinu skiptast á skin og skúrir. Stundum er óviðráðanlegum aðstæðum kastað að okkur og ef við erum með sterkan „hugarvöðva“ komumst við betur og fyrr í gegnum áföll og aðstæður sem hafa áhrif á okkur. Með sterkum hugarvöðva ertu oftar með þér í liði, þú tekur þér eins og þú ert og vinnur að því að verða betri. Þú tekur erfiðu dögunum sem sjálfsögðum, því þeir eru hluti af lífinu, og nýtur þess þegar allt gengur vel. Þú heldur alltaf áfram sama á hverju gengur og leyfir þér að vera nákvæmlega eins og þú þarft að vera.

34

Ég stekk á öll tækifæri, er með allskonar markmið í vinnslu og fæ svo mikla ánægju út úr lífinu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.