Heilsublað Nettó september 2021

Page 52

hollusta

María Gomez

Gamla góða skúffukakan í uppáhaldi María Gomez matarbloggari og talsmaður muna.is heldur úti einu vinsælasta matarbloggi landsins, paz.is. Hún rekur einnig stórt heimili en María á fjögur börn. Hún segir fjölskylduna oft njóta góðs af vinnu hennar í eldhúsinu, sérstaklega þegar hún bakar eitthvað nýtt fyrir bloggið. Við spurðum hana út í helstu hefðirnar á heimilinu þegar kemur að bakstri.

Bakar þú reglulega fyrir fjölskylduna? Já, mjög reglulega. Stundum sérstaklega fyrir fjölskylduna en svo er ég líka mjög oft að þróa uppskriftir og baka vinnunnar vegna og þá nýtur fjölskyldan góðs af. Hvað verður þá helst fyrir valinu? Allt mögulegt, einhverra hluta vegna hafa einhvers konar kanilsnúðar og bananabrauð verið mest á boðstólum upp á síðkastið, en ég baka allt mögulegt annað líka eins og brauð, pítsur, alls kyns sætabrauð og líka oft hollustu eins og bananapönnsur og fleira í þeim dúr. Hvaða kökur eru í uppáhaldi hjá yngstu fjölskyldumeðlimunum? Það er tvennt sem er í mestu uppáhaldi á þessu heimili bæði hjá þeim eldri og þeim yngri, en það er gamla góða skúffukakan, hún er bara best. Þar á eftir koma án efa amerísku Cinnabon-snúðarnir með rjómaostakremi sem við höfum líka bakað í fjölda ára. Skiptir það þig máli að kenna börnunum þínum handtökin í eldhúsinu? Já, mér finnst það mikilvægt. Ég leyfi þeim t.d. stundum að skera með ögn beittari hníf en borðhníf. Ég kenni þeim að sjálfsögðu fyrst réttu handtökin og fer yfir reglurnar, svo eru þau undir ströngu eftirliti. Að læra á desilítramál, bollamál, matskeið og teskeið og að brjóta egg er eitthvað sem mér finnst að öll börn eigi að kunna en þau eru mjög fljót að læra og finnst yfirleitt mjög skemmtilegt að fá þessi hlutverk. Hvaða verkefni henta börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu og vilja taka þátt? Að fá að mæla og setja innihaldsefnin í kökur er til dæmis góð byrjun. Aðeins stálpaðri börn geta fengið að skera grænmeti. Það fær þau yfirleitt til þess að verða enn áhugasamari um að borða grænmetið, svo lauma þau oft bita og bita upp í sig á meðan. 52


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Magnús Berg Magnússon og Þorsteinn Kári Jónsson

3min
page 126

Samkaup endurvekja Meistaramánuð

1min
pages 124-125

Víðir Þór Þrastarson

3min
page 98

Rakel Sif Sigurðardóttir

1min
page 90

Ingi Torfi og Linda Rakel

3min
pages 86-87

Berglind Guðmundsdóttir

2min
page 84

Arnar Pétursson

2min
pages 78-79

Lína Birgitta Sigurðardóttir

1min
page 74

Ragga nagli

5min
pages 66-67

Eva Dögg Rúnarsdóttir

2min
page 60

Dregur úr hömlum á CBD-vörum

4min
pages 56-57

Elísa Viðarsdóttir

2min
page 54

María Gomez

4min
pages 52-53

Jón Magnús Kristjánsson

3min
page 50

Eva Dögg Rúnarsdóttir og Berglind Gísladóttir í RVK RITUAL

4min
pages 48-49

Birgitta Líf Björnsdóttir

3min
page 42

Sigrún María Hákonardóttir

5min
pages 34-35

Ásdís grasalæknir

3min
pages 30-31

Guðrún Sørtveit

1min
page 26

Indíana Nanna

5min
pages 22-23

Þórunn Ívars

3min
pages 18-19

Kolbrún Pálína

3min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.