umhverfið
Oddný Anna Björnsdóttir
Dregur úr hömlum á CBD-vörum Íslenskt hampte fæst nú í matvöruverslunum Þann 19. nóvember 2020 úrskurðaði Evrópudómstóllinn í Lúxemborg að ríkjum Evrópusambandsins væri óheimilt að hindra viðskipti með CBD (cannabidiol) þar sem það flokkaðist sem matvæli. Þar sem Ísland hefur innleitt matvælalöggjöf ESB í gegnum EES-samninginn, á þessi úrskurður einnig við hér á landi.
Í
kjölfarið hefur opinber sala á CBD-húðolíum sem eru hæfar til inntöku aukist mjög hér á landi og ýmsir hafið tilraunaframleiðslu á fæðubótarefnum og matvörum með CBD. Fram að því var sala á CBD-olíum öll á „gráa markaðinum“ en talið er að þúsundir Íslendinga taki þær inn sér til heilsubótar, ekki síst eldra fólk. CBD-olía CBD-olía er búin til með því að væta þurrkuð blóm og lauf iðnaðarhampsins (cannabis sativa) í etanóli eða öðru leysiefni, en þau innihalda yfir 130 kannabínóða, þar með talið CBD. Etanólið - sem kannabínóðarnir eru búnir að leysast upp í - er svo síað frá og eimað og eftir stendur þá kannabínóðaþykkni/extrakt. Þar sem það hentar ekki til inntöku er það sett út í svokallaða burðarolíu, t.d. ólífuolíu, MCT/kókosolíu eða hampfræolíu og miðað við ákveðið magn CBD í einum dropa. CBD-olía gengur undir því nafni þó hinir kannabínóðarnir fylgi því CBD-kannabínóðinn er þeirra þekktastur og mest rannsakaður. Ef allir kannabínóðarnir fylgja með í vinnsluferlinu kallast olían „full-spectrum CBD-olía“. Ef sérstaklega er búið að fjarlægja THC úr olíunni (sem finnst aðeins í snefilmagni (<0,2%) í iðnaðarhampinum) svo hún innihaldi 0,0% þá kallast hún „broad spectrum“. Ef búið er að einangra einn kannabínóða eins og CBD, þá kallast hún „isolated“.
56
Hingað til hafa verið hindranir á sölu á matvörum þar með talið fæðubótarefnum - sem kannabínóðum hefur verið bætt út í. Fyrst vegna þess að Lyfjastofnun flokkaði CBD sem lyfjaefni, en nú vegna þess að kannabínóðaþykknið (e. cannabinoid extract) er skilgreint sem nýfæði og þarf þess vegna að fá leyfi frá Matvælastofnun fyrir því þykkni sem ætlunin er að nota og hvernig eigi að nota það. Hampfræolía CBD-olíu er oft ruglað saman við hampfræolíu (e. hemp seed oil) sem er olían úr fræjum hampsins en þau innihalda aðeins snefilmagn af kannabínóðum. Hún er einfaldlega einstaklega holl og góð olía sem gott er að taka inn sér til heilsubótar, til dæmis eina matskeið á dag. Greinarhöfundur fjallaði um fræ hampsins í Heilsublaði Nettó sem kom út haustið 2020 og má finna á netinu. CBD-húðvörur
CBD-húðvörur hafa notið vaxandi vinsælda hér á landi. Þær eru notaðar við alls konar húðvandamálum
Oddný Anna Björnsdóttir er ráðgjafi, hampræktandi á opna býlinu Geislar Gautavík, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla og stjórnarmaður í Hampfélaginu.