Heilsublað Nettó september 2021

Page 60

Eva Dögg Rúnarsdóttir

Jógískur bolli Núna er haustið að koma og það jafnast ekkert á við heitan tebolla á köldum dögum til að gera grámann og kuldann aðeins viðráðanlegri og miklu meira kósý.

Y

ogi Tea er tilvalið til þess að láta sér líða vel á nöprum haustkvöldum. Miðinn á tepokanum sem segir eitthvað eins og „Experience something higher“ er fljótleg leið til að kippa manni í augnablikið og gera tebollann, sem þú ætlaðir bara að skella í þig í fljótheitum, að „ritual“, fá þig til að upplifa vott af núvitund í annars stressandi hversdagsleika. Ég les spekina sem á miðanum stendur í hvert einasta skipti, alveg sama hversu marga bolla ég hef drukkið eða hversu oft ég hef lesið þessa speki áður. Prófaðu eina jógíska tepásu. Það tekur sirka sjö mínútur að brugga sér einn tebolla. Hvernig ætlar þú að nýta þessar sjö mínútur? Gerðu jógaæfinguna á pakkanum, taktu nokkra djúpa andardrætti, lestu spekina á miðanum og taktu hana með þér inn í örstutta hugleiðslu. Lokaðu augunum og taktu fyrsta sopann. Yogi Tea vörumerkið var stofnað af jógum fyrir meira en 40 árum síðan og jógafræðin eru grunnur fyrirtækisins. Yogi Tea styðst við aldagömul Ayurveda-fræði við sköpun hverrar blöndu. Temeistararnir vinna með einstakar ayurvedískar jurtir og nota einungis jurtir, þ.e. þeir bæta ekki við neinum bragðefnum eða öðrum aukaefnum. Öll innihaldsefnin eru einnig lífræn og óerfðabreytt. Yogi Tea Classic er fyrsta og upprunalega blandan þeirra. Þessi blanda er alveg einstök, góð og styrkjandi fyrir taugakerfið okkar og hefur hreinsandi áhrif á lifrina. Hinn fullkomni jógíski jurtadrykkur færir mig í hvert einasta skipti aftur til baka í kennaranámið mitt í jóga um leið og ég finn lyktina. En það að blanda sitt eigið Yogi Tea frá grunni er andleg iðkun í sjálfu sér. Hvert einasta innihaldsefni Yogi Tea Classic hefur heilandi eiginleika: Svarti piparinn er blóðhreinsandi og styður við meltinguna. Kardimomman er góð fyrir ristilinn og getur hjálpað til við að draga úr depurð. Negull styrkir ónæmiskerfið og taugakerfið. Kanill er bakteríudrepandi, hlaðinn andoxunarefnum og einnig góður fyrir beinin. Engiferrót er frábær fyrir taugakerfið og líka orkugefandi. Svarta teið í Yogi Tea Classic eykur lækningamátt blöndunnar og hjálpar innihaldsefnunum að sameinast í eina góða og heilandi blöndu. Annars býður Yogi Tea upp á margar aðrar skemmtilegar og bragðgóðar blöndur, svo allir ættu að finna eitthvað sem hentar þeirra smekk. 60

En hvernig væri að prófa að taka jógað af mottunni yfir í eldhúsið og blanda sitt eigið Yogi Tea? Þú þarft: 15 stk. negulnagla 20 svört piparkorn 3 kanilstangir 20 stk. kardimommur (kremdu belgina aðeins) 8 sneiðar af engifer ½ tsk. svart te, eða einn lítill poki 2 l vatn Ást og meðvitund Fyrst læturðu vatnið sjóða, lækkar örlítið hitann og bætir hinum hráefnunum við. Þú lætur allt malla í sirka 20 til 30 mín., slekkur svo á hitanum og bætir svarta teinu við. Leyfir því að liggja í 5 mín. og síar svo allt frá. Mjólk að eigin vali. Sæta eftir smekk. Njóttu!

Eva Dögg Rúnarsdóttir er hönnuður, jógakennari og annar eigenda vellíðunarfyrirtækisins RVK RITUAL sem þróar vörur úr íslenskum jurtum, heldur námskeið í sjálfsrækt og hjálpar fólki um allan heim að minnka streitu. www.rvkritual.com


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.