Heilsublað Nettó september 2021

Page 66

uppbygging

Ragga nagli

Fólk er meðvitaðra um mikilvægi góðrar heilsu Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga nagli eins og við þekkjum hana flest, er starfandi sálfræðingur með áherslu á að hjálpa fólki að öðlast heilbrigt samband við mat og hreyfingu. Hún segir margt hafa breyst eftir COVID.

C „

OVID hafði margvísleg áhrif á okkur, bæði líkamlega og andlega, og sérstaklega viðbrögðin við faraldrinum í formi lokana og einangrunar. Burtséð frá því hvaða áhrif lokanir sundstaða og líkamsræktarstöðva höfðu á líkamlegt atgervi fólks, þá var það félagsskapurinn og samfélagið sem datt út úr daglegu lífi sem líklega hafði hvað mest áhrif á heilsuna. Því enginn er eyland og maður er manns gaman. Við þrífumst á samskiptum og félagslegu samneyti.“ Segir Ragga það ástæðuna fyrir því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir félagslega einangrun sem versta form af refsingu. Sálfræðingar upplifðu sprengju í COVID „Félagsskapurinn sem fólk fær í gegnum sundferðir, líkamsræktartíma, gönguhópa og hlaupahópa er svo dýrmætur og mikil hvatning til að mæta og hreyfa sig. Ekki einungis kemurðu endorfíninu af stað í gegnum líkamlega hreyfingu, heldur verður losun á vellíðunarhormónunum serótónín, dópamín og oxytósín við félagsleg samskipti og snertingu. Þegar þessi félagslegi þáttur dettur alveg út úr okkar lífi, þá verður lundin 66

Ég æfi 5-6 sinnum í viku og hreyfi mig alltaf eitthvað á hverjum degi.

þyngri og depurð, einmanaleiki og kvíði fer að herja á okkur. Allir sálfræðingar upplifðu sprengingu í eftirspurn og sjálf er ég ennþá að vinna úr biðlistanum sem myndaðist hjá mér.“ Fólk mun meðvitaðra um mikilvægi heilsunnar Aðspurð hvort hún upplifi að fólk sé búið að breyta áherslum sínum þegar kemur að heilsu segir hún það hiklaust þannig. „Mér finnst fólk vera mun meðvitaðra um mikilvægi góðrar heilsu í dag til þess að vera betur í stakk búið til þess að tækla erfiða sjúkdóma á borð við COVID. Annað gott sem kom út úr COVID er að fleiri fóru að hreyfa sig utandyra. Miðað við eftirspurnina eftir sálfræðiþjónustu tel ég að margir hafi einnig fundið hversu mikilvægt er að hlúa að sálartetrinu sem fyrirbyggjandi vörn, og að fara til sálfræðings er orðið mun normalíseraðra en áður og fólk er mun opnara að segja frá því upphátt og kinnroðalaust.“ www.ragganagli.com/ www.instagram.com/ragganagli/


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.