Heilsublað Nettó september 2021

Page 86

uppbygging

Ingi Torfi og Linda Rakel

Vegum hvort annað upp Hjónin, viðskiptafræðingarnir og markþjálfarnir Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir ákváðu fyrir rúmu ári að kúvenda lífi sínu, sögðu bæði upp föstu starfi og fóru að vinna í því að láta drauma sína rætast. Torfi vann í 16 ár sem fasteignasali og Linda Rakel var þjónustufulltrúi í banka.

I

ngi Torfi byrjaði að telja macros, eða næringarefni, árið 2016 með rosalega góðum árangri og Linda elti svo eftir að hafa fengið frekari upplýsingar um þessa aðferð sem nú hefur náð miklum vinsældum. „Við fundum bæði rosalegar bætingar á æfingum, betri líðan, jafnari orku, fljótari endurheimt og fleira sem sýndi okkur að við vorum á réttri leið. Í kjölfarið fórum við að aðstoða vini og vandamenn við að telja macros og fundum bæði fyrir auknum áhuga á að kenna fleirum þetta því þetta virkar svo vel,” segir Linda. Það var svo fyrir rúmu ári síðan að Ingi Torfi var beðinn um að taka félaga sinn í þjálfun og þá fór boltinn að rúlla og úr varð Næringarþjálfun ITS, fyrirtæki hjónanna, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Aðspurð hvernig það gangi að vinna saman svara þau í kór að það gangi rosalega vel. „Við erum svo lík með margt og hugsum þetta eins svo það verða aldrei neinir árekstrar hjá okkur. Eins og góðir liðsfélagar gera þá vegum við hvort annað vel upp. Svo er auðvitað ekkert smá gaman að vinna með besta vini sínum, það er alltaf stuð og stutt í fíflalæti á skrifstofunni.“

86


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.