Jólablað Nettó 2021

Page 1

Gil frá dist 6.- ími 16. bla de ðs se in s mb e er r

Jólagjafir fyrir alla fjölskylduna

Jólablað Allt fyrir jólin á einum stað Birgitta líf

Jólin lýsa upp skammdegið

Tinna Alavis

Notalegt um jólin

Silvíur

Bestu smákökurnar 2021 – uppskrift í blaðinu

Kristján Jóhannsson

Ítalskar jólahefðir


Jóla

Frábær tilboð á hverjum degi til jóla* *Afsláttur í formi inneignar í appinu

SÆKTU APPIÐ og byrjaðu að spara


Ljúfmeti og ljúfar stundir Kæri lesandi Hátíð er í nánd. Nú lýsa jólaljósin upp skammdegið og fólk fer að huga að jólaundirbúningi. Aðventan er dásamlegur tími, þegar fólk nýtur þess að eiga gæðastundir með fjölskyldu og vinum, versla, baka, skreyta og borða góðan mat. Það er mikilvægt að ætla sér ekki um of og skipuleggja innkaupin tímanlega til að koma í veg fyrir streitu sem því miður getur fylgt jólaönnum. Við minnum á netverslunina okkar, lengri opnunartíma þegar nær dregur jólum og sólarhringsopnun – allan ársins hring – í Nettó Mjódd og Nettó Granda. Í fyrra gafst vel að gefa Jólablað Nettó út rafrænt og því höfum við ákveðið að hafa fyrirkomulagið eins í ár. Með blaðinu viljum við veita ykkur innblástur fyrir jólainnkaupin og hátíðarmatseðilinn, en þar má finna girnilegar uppskriftir og góð ráð í bland við vörukynningar. Í verslunum okkar er mikið úrval og þar finnur þú allt sem þarf fyrir jólin. Í Nettó deyja jólasveinar ekki ráðalausir enda fæst þar fjöldi smárra muna sem smellpassa í skó. Jóladagatölin okkar eru mjög fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er dagatal með sælgæti, dóti, ostum, tepokum eða naglalökkum. Nú geta allir fjölskyldumeðlimir tekið þátt í þessari skemmtilegu hefð og fengið lítinn glaðning á hverjum degi fyrir jól. Svo er það stóra spurningin: Hvað á að setja í jólapakkana í ár? Við bjóðum upp á vönduð leikföng, jólabækur á góðu verði og fjölbreyttar gjafavörur fyrir alla aldurshópa. Vantar eitthvað fyrir unglinginn? Skoðaðu úrvalið í Nettó!

Þótt flestir haldi í hefðirnar um jólin grípa sumir tækifærið og elda eitthvað nýtt. Hver svo sem þín áform eru, eigum við örugglega jólasteikina fyrir þig. Í Nettó er landsins mesta úrval af hangikjöti. Við bjóðum einnig upp á margar tegundir af hamborgarhryggjum, heilan kalkún og bringur, spennandi villibráð og grænkerarétti. Forrétti og meðlæti finnur þú líka í Nettó, auk forvitnilegra sérvara frá mismunandi heimshornum. Í nóvember endurtókum við framtakið „Notum netið til góðra verka“ en þá runnu 200 kr. af hverri netpöntun til góðgerðarmála sem viðskiptavinir okkar völdu. Úthlutun var í byrjun desember og vonumst við til þess að fjárgjöfin komi styrkþegum vel fyrir jólin. Við óskum ykkur öllum friðsældar og kærleiks á komandi jólahátíð og þökkum samfylgdina í ár. Framundan er hækkandi sól og nýtt ár með nýjum tækifærum. Megi það reynast ykkur farsælt. Með hátíðarkveðju, starfsfólk Nettó.

GJAFAKORT NETTÓ – einföld og góð gjöf

Þú getur keypt gjafakort Nettó í öllum verslunum okkar – hvar sem er á landinu. Kortið er einfalt og þægilegt í notkun. Þú getur keypt gjafakortið beint á kassa fyrirhafnarlaust. Það hefur aldrei verið einfaldara.


Jólin lýsa upp skammdegið Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi skemmtistaðarins Bankastræti og markaðs- og samfélagsmiðlastjóri World Class og Lauga Spa, leggur sig fram um að njóta aðventunnar í faðmi fjölskyldu og vina.

„Ég er algjört jólabarn. Jólin eru dásamlegur tími með fjölskyldu og vinum sem lýsir upp skammdegið,“ segir Birgitta. Hún heldur mikið upp á jólahefðir. „Mér finnst alltaf jafn notalegt að byrja jólabaksturinn og erum við fjölskyldan dugleg að baka saman. Hjá mér einkennast jólin líka af spilakvöldum með vinum sem eru virkilega dýrmætar og skemmtilegar stundir. Að rölta Laugaveginn á Þorláksmessu er síðan partur af því að hringja inn jólin.“ Líkamsræktin er aldrei langt undan og tvinnast hún inn í jólahefðir Birgittu. „Jólaæfing á aðfangadagsmorgun með vinkonunum er löngu orðin hefð í mínum hóp!“ Aðspurð að því hvernig best sé að njóta jólanna án þess að fá samviskubit, segir Birgitta: „Maður á aldrei að fá samviskubit yfir því að njóta enda eru jólin dásamlegur tími með gómsætum kræsingum. Það þarf bara að gæta hófs og reyna að fá góða og holla næringu á milli jólaboðanna. Mér finnst jólin líka einn skemmtilegasti tíminn til að æfa því maður hefur nægan tíma, flestir eru í fríi svo það er hægt að æfa í góðra vina hópi, og síðan er auka bónus að svitna út sykrinum og saltinu.“ Hvað jólamatinn varðar er það matseld fjölskyldunnar sem stendur upp úr hjá Birgittu. „Aspassúpan og rauðkálið hennar mömmu og brúnuðu kartöflurnar og sósan hans pabba eru ómissandi.“ Í aðalrétt snæða þau ýmist hreindýr, rjúpur eða Beef Wellington. Hér á eftir fylgir uppskrift að uppáhaldsmeðlæti Birgittu.

Heimsins besta rauðkál 1 ferskur rauðkálshaus Ósaltað smjör 3 msk. sykur Heslihnetur (eftir smekk) Skerið niður rauðkálið. Bræðið klípu af ósöltuðu smjöri á stórri pönnu. Setjið rauðkálið út á pönnuna og lofið því að mýkjast í smjörinu. Stráið sykrinum yfir og þannig brúnast rauðkálið. Stráið að lokum heilum heslihnetum yfir eftir smekk.

4


5


Þegar hátíð gengur í garð er nauðsynlegt að gera vel við sig og sína — og jólaúrvalið hjá Kjörís er sérstaklega hátíðlegt í ár. Hafðu það sætt og gott um jólin með Kjörís. 6


Hamborgarhryggurinn frá Kjötseli er ómissandi partur af jólahaldi landsmanna.

7


Bragðið sem býr til jólin Þegar kemur að jólasteikinni koma málamiðlanir ekki til greina.

Hamborgarhryggurinn okkar er sérlega safaríkur, bragðgóður og úr fyrsta flokks hráefni. Þá er hangikjötið alltaf ómissandi á jólaborðum Íslendinga

enda er það taðreykt og verkað samkvæmt aldagömlum hefðum sem tryggja framúrskarandi bragð og gæði.

KEA - Hefð fyrir gæðum 8


HANGIKJÖT Sjóðið rólega í u.þ.b. 60 mín. Takið pottinn af hellunni og látið kjötið standa í soðinu í 60 mín. Berið fram eða kælið í ísskáp. Fyrir kælingu er gott að setja hangikjötið í plastpoka til að hindra lykt og þornun.

HAMBORGARHRYGGUR Sjóðið í vatni við vægan hita í 70 mínútur. Smyrjið með púðursykri og steikið í ofni við 190°C í 20 mínútur. Látið standa á borði í 10 mínútur áður en hryggurinn er skorinn.

9


Við kynnum nýja og fjölbreyttari Heimshornalínu, með nýju útliti og stórauknu úrvali af handhægum og fullelduðum íslenskum kjúklingavörum. Gerðu kvöldmatinn auðveldari í amstri dagsins fyrir jólin, og finndu eitthvað fyrir alla í Heimshornum frá Holta. Létt, fljótlegt og ljúffengt.

VÆNNI U IS

M

ÐIR BÚ

UMHVERF

Holta - heill heimur af sælkeravörum.

M

10

IN

T

70% NA PLA

S

Eldsnöggðt Holta me


Úrbeinaður hamborgarhryggur

Ljúffengur gæðabiti um jólin Hangigrís úr hnakka

Fylltur grísabógur

Úrbeinaður hangiframpartur

Úrbeinað hangilæri

11


Hangikjötið frá Kjarnafæ hátíðar- og jóla

Taðreykt norðlenskt hangikjöt og Húskarla hangikjöt (tvíreykt) er sérvalið fyrsta flokks íslenskt lambakjöt með ljúffengu, ríku og hefðbundnu reykbragði. Hráefnið er valið, verkað og reykt af kjötiðnaðarmeisturum fyrirtækisins sem í áraraðir hafa þróað og fullkomnað hina hefðbundnu, aldagömlu reykingaraðferð Íslendinga. Veldu gæði - veldu Kjarnafæði 12


æði skapar sannkallaða astemmningu Húskarla hangikjöt (tvíreykt)

13


Spennandi kjöt um jólin Verslanir Nettó bjóða upp á fjölbreytt úrval af framandi kjöti. Fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og spennandi um jólin. Kengúrufille

Nauta rib-eye

Andabringa

Dádýrasteik

Krónhjartarsteik

Hreindýralund

14


Andalæri confit

Kalkúnn heill

Gæsabringa

Gæs heil

Elgur

Carpaccio

Andaleggir

Kalkúnaskip

15


Öll jól – Síðan 1952 –

Kemur með jól 16

in til þ í n


Lambalæri Nautalund

100% íslenskt, ferskt og hreint gæðakjöt frá Kjötborðinu Lambafille með fitu Grísalund

Lambakóróna

Lúxus grísapurusteik

Folalda innralæri

Grísakótilettur

17


Jólahlaðborð Veisla beint heim til þín!

Aðalréttir - Verð frá

2.666

KR Á MANN

Forréttir

1.499

KR Á MANN

Pakkningar fáanlegar í Nettó - sent heim eða sótt í verslun 18


FJ

kj

ú in

u

F RÁ

Unn i á rey

ab

Ö

YLD K S L

KALKÚNN FRÁ ÍSFUGLI ER REKJANLEGUR TIL BÓNDA

Uppskriftir og eldunarleiðbeiningar á isfugl.is

19


Borðleggjandi yfir hátíðina

Eftirtaldar jólavörur getur þú fengið frá okkur

Hólsfjallahangikjötið

- Hólsfjalla lambahangilæri með beini eða úrbeinað - Hólsfjalla lambahangiframpartur með beini eða úrbeinað - Veturgamalt hangilæri með beini eða úrbeinað - Veturgamall hangiframpartur með beini eða úrbeinað - Tvíreykt Sérverkað hangilæri á beini af fullorðnu Allt hangikjöt frá Fjallalambi er Taðreykt

Forréttir -reyktir og grafnir

Prentun.is

20

Hreint lostæti úr íslenskri náttúru... Fjallalamb hf.

Röndinni 3

6 70 K ó p a s k e r i

S í m i 4 6 5- 214 0

w w w. f j a l l a l a m b . i s


21


Hangireyktur lax frá Fisherman með piparrótarsósu, blini og fersku dilli færir þér jólin.

22

www.fisherman.is


KÆRU LANDSMENN

Gleðileg humarjól VIÐ HJÁ NETTÓ ERUM STOLT AÐ GETA BOÐIÐ UPP Á HÁTÍÐARHUMAR ÞESSI JÓLIN.

23


LJÚFFENGUR JÓLAÍS með Síríus Pralín Pippsúkkulaði

500 ml rjómi

1. Þeytið rjómann.

6 eggjarauður

2. Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman í annarri skál þar til létt, ljóst

170 g púðursykur

og blandan myndar borða ef þeytarinn er tekinn upp og deigið lekur aftur í skálina.

200 g Síríus Pralín

3. Blandið rjómanum varlega saman við eggjarauðublönduna með sleikju.

súkkulaði með Pippfyllingu

4. Skerið pralín súkkulaðið niður og blandið því saman við. 5. Hellið ísnum í form, lokið því t.d. með plastfilmu og frystið yfir nótt (eða lengur).

24


25


JÓLI N MEÐ YOG I TEA

Christmas Tea frá Yogi Tea er ómissandi hluti af jólahefðinni.

LÍFRÆNIR KRAFTAR TIL MATARGERÐAR Kallø kraftar eru lífrænir, glútenlausir, og án MSG og gervi, litar-, bragð- og rotvarnarefna.

26


Ekta belgísk súkkulaði S TEVIA

MUNDU EFTIR FJÖLNOTA POKANUM

27


Notalegt um jólin

Skreytingar skipa stóran sess í jólaundirbúningi Tinnu Alavis, lífsstílsbloggara, en hún leggur einnig mikið upp úr bakstri og góðum mat. Á alavis.is má finna ótal uppskrifir. „Ég byrja að skreyta í lok nóvember og í byrjun desember er heimilið orðið jólalegt og kósý,“ segir Tinna. Að skreyta heimilið er einmitt meðal þeirra jólahefða sem hún heldur mest upp á. Henni finnst gaman að búa til aðventukrans og skreyta jólatréð og hvað jólabakstur varðar eru piparkökur og sörur ómissandi. Jólamyndir koma Tinnu alltaf í jólaskap og á jólunum sjálfum má möndlugjöfin ekki gleymast. Á heimili Tinnu eru sterkar matarhefðir á aðfangadag. „Við borðum rjúpur í aðalrétt á aðfangadag en það er uppáhaldsmaturinn minn. Síðan erum við með ananasfrómas í eftirrétt,” segir hún og bætir við að mandlan sé falin í frómasinum. Jóla forrétturinn skiptir líka miklu máli. „Mig langar að deila með ykkur humarsúpunni minni. Hún er í miklu uppáhaldi og er virkilega bragðgóð. Hún er tilvalin sem forréttur á jólunum.“

Humarsúpa Fyrir 4-6 1 kg humar í skel Íslenskt smjör, til steikingar 3 laukar 2 hvítlauksrif ½ blaðlaukur 3 gulrætur ½ steinseljubúnt (smátt saxað) ½ kóríanderbúnt (smátt saxað) 2 msk. tómatpúrra 1-2 dl hvítvín 1 l rjómi (auk þess 1 msk. af þeyttum rjóma fyrir hverja skál) 2 teningar fiskikraftur 2 tsk. karrý Salt og cayenne-pipar eftir smekk

28

Skolið humarinn vel, takið hann úr skelinni og setjið til hliðar. Steikið skeljarnar í potti upp úr íslensku smjöri og hvítlauk í u.þ.b. 10 mínútur. Bætið þá lauknum, blaðlauknum og gulrótunum við. Næst er karrý, steinselja og kóríander sett út í ásamt salti og cayenne-pipar. Steikið áfram í 10 mínútur. Hrærið tómatpúrrunni saman við. Hellið hvítvíninu út í pottinn. Leysið 2 teninga af fiskikrafti upp í litlum potti með 1 lítra af vatni og hellið út í stærri pottinn. Látið sjóða í 5 mínútur og hellið þá 1 lítra af rjóma út í súpuna. Látið súpuna malla á vægum hita í 1 klst. Sigtið skeljarnar og grænmetið frá í lokin og setjið humarinn út í súpuna í stutta stund. Setjið 1 msk. af þeyttum rjóma ofan á miðja súpuna áður en hún er borin fram. Saltið eftir smekk.


100% ávextir Engin aukaefni

29


Jólatertur MYLLU

Smakkaðuð NÝJA me rabarbara sultu

Gríptu eina!

eða allar 4 Strax í dag

cw170109_ISAM_Myllan_Jólaterta_blá_dagbl_A5_20171113_END.indd 1

kominn til byggða?

30

21.11.2017 14:26:52

já, falalalala lalalala


Bestu smákökurnar 2021

Þóra Þorgeirsdóttir sigraði smákökusamkeppni Kornax í ár en hátt í 200 uppskriftir bárust í keppnina. Hún hlaut vegleg verðlaun, m.a. KitchenAid hrærivél, gjafabréf að upphæð 50.000 kr. frá Nettó og gistingu fyrir tvo á Hótel KEA. Við óskum henni innilega til hamingju.

Silvíukökur 350 g mjúkt smjör 100 g sykur 200 g púðursykur 2 egg 200 g KORNAX hveiti 180 g kókosmjöl 1 ½ tsk. vanilludropar ½ tsk. salt 1 tsk. matarsódi

Krem Setjið öll hráefnin í hrærivél og og blandið þeim vel saman. Rúllið deiginu út í lengjur og skerið í litlar kökur. Setjið á pappírsklædda ofnplötu með góðu bili á milli. Bakið í 10-12 mínútur við 180°C (athugið að ofnar geta verið mismunandi, svo fylgist vel með).

250 g mjúkt smjör 250 g flórsykur 2 tsk. vanilludropar 4 msk. rjómi Hrærið öll hráefnin saman. Leggið tvær kökur saman með kremi á milli.

½ tsk. kanill 120 g karamellukurl frá Nóa Siríus 100 g smátt skorin trönuber 180 g kornflex

31


„Ég er mikið „jólabarn“, eða jólamamma og -amma núna. Ég elska að skreyta og setja jólaljós sem víðast,“ segir María Krista Hreiðarsdóttir. Hún framleiðir gjafavöru ásamt eiginmanni sínum, Berki Jónssyni, undir merkinu kristadesign.is og heldur úti matarblogginu mariakrista.com, með áherslu á kolvetnissnauðar uppskriftir. Krista tók allan sykur út úr sínu mataræði fyrir átta árum síðan og líkar ketó-lífsstíllinn vel. „Ég baka ekki mikið af smákökum en ég geri mínar sykurlausu sörur nokkuð tímanlega og á í frysti. Ég reyni svo að vera búin að skreyta allt mjög snemma því ég hef yfirleitt haldið jólasaumaklúbbinn í vinkonuhópnum mínum,“ útskýrir Krista þegar hún er spurð út í jólaundirbúninginn. „Það má alls ekki vanta jólatré og ég mun eflaust alltaf hafa það þó börnin séu flest flutt að heiman. Aðventukransinn skreyti ég fyrir hver jól, jafnvel fleiri en einn. Jólaljós og stjörnur í gluggum eru svo eiginlega nauðsyn.“

Jólin snúast um samveru María Krista Hreiðarsdóttir, hönnuður og matgæðingur, rifjar upp jólaminningar úr æsku, segir frá sínum jólahefðum og deilir með okkur girnilegri uppskrift að íshring.

32

Það sem skiptir Kristu mestu máli á þessum árstíma er samvera með fjölskyldunni. „Laufabrauðsgerðin er ómissandi en þrátt fyrir að ég borði ekki laufabrauð þá er alltaf gaman að hitta föðurfólkið. Dagurinn snýst jú um að skera og steikja laufabrauð en ekki síður að borða saman og allir koma með eitthvað spennandi á drekkhlaðið Pálínu-hlaðborð. Ekki má gleyma jólakvöldi Fríkirkjunnar sem við systur og frænkur höfum mætt reglulega á en það kveikir ekkert meira á jólaandanum en þessi jólastund.“ Krista hlakkar til þess að halda jólin heima hjá dóttur sinni í fyrsta skipti. Aðspurð um matarhefðir á aðfangadag, segir hún: „Ég borðaði alltaf hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi en síðustu árin höfum við valið að elda kalkúnaskip sem hentar öllum. Ég útbý ægilega góða graskersmús, sykurlaust brúnað rauðkál, rósakál með beikoni og geggjaða sveppasósu sem allir elska.“ Hún hvetur fólk sem vill prófa lágkolvetnamataræði um jólin að prófa sig áfram með girnilegar uppskriftir. „Á blogginu mínu er ég t.d. með uppskrift að kolvetnasnauðri Wellingston-steik, kalkúni og allskonar meðlæti. Þar má líka finna hangikjöt og uppstúf án kolvetna og margt fleira sem kemur fyllilega í staðinn fyrir gömlu uppskriftirnar.“


Íshringur með piparkökum og karamellum Piparkökumylsna: 50 g smjör 90 g möndlumjöl 40 g Sukrin Gold 1/2 tsk. negull 1 tsk. kanill 1/2 tsk. engifer 1/4 tsk. múskat 1/2 tsk. gróft salt 1 tsk. kakó Bræðið smjör og sætu saman, blandið síðan þurrefnum saman við og hitið allt innihaldið í potti. Dreifið úr því á sílikonmottu eða í formi og bakið í 10 mínútur á 180°C til að gera mylsnuna stökka. Takið úr ofninum og látið kólna og stífna. Brjótið niður í bita og geymið þar til ísinn er settur saman. Gott er að nota u.þ.b. helminginn af mylsnunni í einn skammt af ís. Karamella: 100 g sykurlaust Sukrin Gold síróp 75 g Sukrin Gold 40 g smjör 140 g rjómi, laktósafrír 1 tsk. vanilludropar 1/2 tsk. sítrónusafi 1/3 tsk. salt Hitið smjör, sætu og síróp saman í potti þar til fer að bulla, bætið þá rjómanum við ásamt vanillu, sítrónu og salti. Látið sjóða í 30 mínútur á vægum hita. Þegar karamellan festist á teskeið og hægt er að dýfa henni í kalt vatn án þess að hún leysist upp þá er hún fullelduð. Ef ekki þá hitið þið áfram og látið hana þykkna meira. Hellið næst karamellunni í form (gott er að nota sílikonform) og kælið. Skerið í smáa bita og notið um 1/2-1 dl í ísinn ykkar.

Íshringur: 40 g Sukrin Gold síróp 40 g Sukrin Gold sæta eða Nicks 1:1 sæta sem er blanda af Xylitol og Erythritol. Það kemur vel út og frýs ekki eins mikið. 4 eggjarauður (1 dl), fást í brúsa frá Nesbú 1 tsk. vanilludropar 250 ml laktósafrír rjómi Þeytið sætu, eggjarauður, vanillu og síróp í dágóða stund eða þar til blandan er létt og ljós. Leitist við að hafa eggjakremið þykkt. Léttþeytið rjómann í sér skál og blandið síðan varlega við eggjakremið. Bætið piparkökumylsnu og karamellukurlinu varlega saman við. Ágætt er að nota um helming af mylsnunni í einn skammt af ís. Hellið blöndunni í sílikonhringform og frystið í nokkra klukkutíma. Fallegt er að skilja eftir hluta af piparkökumylsnu og karamellum til skreyta ísinn þegar hann er borinn fram.

33


ÞÚ FINNUR GÆÐIN MEÐ BROS Á VÖR TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ!

34


Gleðileg jól NIVEA Q10 Classic

Gjafapakki með dag­ og næturkremi með Q10 sem minnka sjáanlega hrukkur og fínar línur og draga úr myndun nýrra. Ný og áhrifarík formúla.

NIVEA MEN Groomed Sensitive Skin Kit

Gjafapakki með rakagefandi sturtusápu fyrir við­ kvæma húð, rakagefandi húðnæringu eftir rakstur fyrir viðkvæma húð og svitalyktareyði sem skilur ekki eftir hvítar rákir á hörundi né fötum. 48 klst. virkni. 35


Gleðileg jól

36


Yljaðu þér á aðventunni DÖKKRISTAÐ, KRÖFTUGT, ÞÉTT & ILMRÍKT HEFUR ÖRLÍTIÐ HNETUBRAGÐ,GÓÐA FYLLINGU MEÐ SKEMMTILEGUM SÚKKULAÐIKEIM & ER Í EINSTAKLEGA GÓÐU JAFNVÆGI

37


MEÐ MJÚKRI FYLLINGU

KOMNIR AFTUR!

EFTIRLÆTI ÍSLENDINGA

38

Pralín molarnir með mjúku fyllingunni eru eftirlæti margra Íslendinga. Þessi konfektaskja inniheldur margar nýjar bragðtegundir og nú eru jarðarberja- og kirsuberjamolarnir sem margir hafa saknað loksins fáanlegir aftur. Gerðu gæðastundir með góðu fólki enn betri með gómsætum Pralín molum frá Nóa Síríus.


Ljúffengt með Lindu

Framleitt af Góu

39


„Jólamánuðurinn er í sérstöku uppáhaldi hjá mér þar sem ég á afmæli viku fyrir jól,“ segir Ásdís. Þegar hún hugsar til baka standa jólaboð fjölskyldunnar upp úr. „Þá hittumst við öll frændsystkinin með nýja dótið okkar sem við höfðum fengið í jólagjöf ásamt því að gæða okkur á allls konar jólabakkelsi hjá ömmu og afa.“ Ásdís er mikill sælkeri. Aðspurð að því hvað þarf að vera til heima hjá henni í aðdraganda jóla, svarar hún: „Það verður að vera til nóg af dökku gæðasúkkulaði. Annars finnst mér gott að eiga nóg til af „gourmet“ ostum og öðru girnilegu matarkyns í ísskápnum. Fyrir hina í fjölskyldunni þá eru hnetusmjörssmákökur og lakkrístoppar ómissandi.“ Á aðfangadagskvöld borðar fjölskyldan alltaf kalkún með öllu tilheyrandi. Þótt sjálfsagt sé að gera vel við sig á aðventunni, má ekki gleyma hollustunni, segir Ásdís. „Mikilvægt er að hafa jafnvægi í deginum og halda okkur við góðu venjurnar og muna t.d. eftir grænmeti og ávöxtum. Reynum að borða reglulega yfir daginn til þess að halda blóðsykrinum í jafnvægi svo við dettum síður í óhollustu og ofát.“

Búum til gæðastundir um jólin Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir leggur mikið upp úr hollustu og góðum venjum, en mælir einnig með því að njóta aðventunnar með góðum mat og gæðastundum

grasalaeknir.is

40

asdisgrasa

Til þess að geta notið aðventunnar í rólegheitum, mælir Ásdís með því að hefja jólaundirbúninginn snemma. „Það er t.d. hægt að panta jólagjafir á netinu. Svo þarf heldur ekki að gera allt fyrir jólin, aðalmálið er að búa til fleiri gæðastundir með fjölskyldu og vinum, fara á jólatónleika og ýmsa skemmtilega jólaviðburði. Það er líka gott að halda sig við æfingarútínuna sína í desember og fara í langa göngutúra með uppáhaldsfólkinu sínu. Hreyfing hjálpar til við að draga úr streitu sem getur fylgt jólunum.“ Þegar kemur að jólabakstri hefur Ásdís gaman af því að hollustuvæða hefðbundnar jólauppskriftir og færa þær í nýjan búning. „Ég legg mikið upp úr því að nota gæðahráefni og velja hollari sætuefni og hefur úrvalið sjaldan verið betra af hollum vörum fyrir jólabaksturinn.“ Ásdís deilir einni af sinni uppáhaldsuppskriftum með lesendum. „Þetta eru ljúffengir kókostoppar, einföld og fljótleg uppskrift sem ég er aðeins búin að hollustuvæða. Njótið vel!“


Kókóstoppar 2 stórar eggjahvítur (60 ml) ¼ bolli hunang frá MUNA 5 dropar French vanilla stevía frá Now 2 bollar kókósmjöl frá MUNA ½ bolli súkkulaðidropar frá Cavalier ¼ tsk sjávarsalt Hitið ofninn í 165°C. Setjið eggjahvítur, hunang, stevíu og salt í skál. Setjið skálina ofan í pott með sjóðandi vatni (yfir vatnsbaði). Hrærið innihaldsefnunum vel saman í 5 mínútur þar til blandan fer að freyða og er orðin heit viðkomu. Bætið kókósmjöli saman við og hrærið vel þar til deigið er orðið þykkt. Mótið kúlur með skeið, rúmlega 1 msk., og raðið á bökunarpappír á ofnplötu. Bakið kókóstoppana í 15-20 mínútur og fylgist með svo þeir brúnist ekki um of. Látið kólna á ofnplötu. Bræðið súkkulaði og dýfið botninum á kókóstoppunum í súkkulaðið þannig að nái aðeins upp á kantana.

Setjið þá aftur á bökunarpappírinn og leyfið þeim að kólna í 5 mínútur inni í ísskáp á meðan súkkulaðið stífnar. Gott er að setja smá bráðið súkkulaði yfir kókóstoppana. Kókóstopparnir geymast í boxi í kæli í eina viku og í frysti í þrjá mánuði.

41


„Ég var á Ítalíu í nærri 40 ár, frá því að ég var 27 ára gamall,“ segir Kristján. „Sigurjóna kom á eftir en við höfum verið saman í 37 ár.“ Jólahald heimilisins er sambland af íslenskum og ítölskum jólahefðum. „Þegar við bjuggum á Ítalíu fengum við hangikjöt sent, en ein jólin fór það ekki betur en svo að hundurinn náði í hangikjötið og kláraði það!“

Ítalskar jólahefðir Stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson bjó á Ítalíu í tugi ára ásamt konu sinni Sigurjónu Sverrisdóttur. Þau hafa bæði gaman af því að elda og þótt þau haldi í íslenskar jólahefðir ber matseldin á jólunum einnig ítalskt yfirbragð.

42

Þorláksmessa er fjölskyldunni mikilvæg. „Hvort sem við erum á Ítalíu eða hér komum við alltaf saman á Þorláksmessukvöld.“ Kristján á stóra fjölskyldu. „Núna eru þetta 12-14 manns með börnum, eiginmönnum og -konum, kærustum, vinum og barnabörnum. Og þetta er rétt að byrja!“ Kristján hlær. „Á Íslandi kaupi ég norðlenskt hangikjöt, að sjálfsögðu – ég kaupi það í kjötborðinu í Nettó í Mjódd því þar hef ég alltaf fengið gott hangikjöt – og sýð til að fá jólailm í húsið. Síðan sest þessi mikli hópur við langborð og sker laufabrauð – auðvitað frá Kristjánsbakaríi!“ Þessi jólahefð hefur verið í hávegum höfð í tugi ára. „Svo gerum við það, að ítölskum og þýskum, eða evrópskum sið, fullorðna fólkið, að við drekkum glögg á meðan. Þegar við héldum jólin á Ítalíu og erfitt var að fá hangikjöt og laufabrauð, snæddi fjölskyldan ítalska jólamáltíð á Þorláksmessu. „Þá borðuðum við baccala, saltaða þorskhnakka, léttari mat til þess að undirbúa okkur fyrir allt kjötátið. Og þetta er einmitt uppskriftin sem ég vil deila með ykkur, að söltuðum þorskhnökkum,“ segir Kristján og bætir kíminn við: „Sem eru þeir bestu í heimi hér!“ Kristján mælir með því að hafa „bjór eða hvítvín sér við hlið“ meðan á matseld stendur.


Baccala, saltaðir þorskhnakkar Fyrir 6-8 1 kg saltaðir þorskhnakkar með roði (einnig hægt að fá roðlausa) 2 laukar, fínt saxaðir 5-6 hvítlauksrif, pressuð eða fínt söxuð 2 stk. ferskur chili-pipar, í fjórum ræmum (óþarfi að fræhreinsa) 6-8 svartar ólífur, fínt saxaðar 1-2 dósir hakkaðir tómatar frá Mutti ½ bolli ólífuolía 2 msk. smjör 1 bolli matarhvítvín Ítalskt sjávarréttakrydd frá Pottagöldrum Í sósuna: ½ l rjómi 1 sjávarréttateningur 1 kúfuð msk. karrý Salt og pipar eftir smekk Meðlæti: Kartöflur, meðalstórar (rauðar íslenskar eða gullauga) Bráðið smjör til að velta kartöflunum upp úr 1 búnt steinselja eða kóríander, fínsöxuð

Ítölsk jólakaka Panettone eða pandoro-kaka (fást í Nettó) Freyðivín eða Grand Mariner Þessi kaka er „lífsspursmál“ á jólunum hjá fjölskyldu Kristjáns. Panettone er með ávöxtum og pandoro meira eins og sandkaka. Kaupið kökuna tilbúna. Á meðan fiskurinn er í ofninum, skerið kökuna þversum í sneiðar. Hellið freyðivíni eða Grand Mariner yfir til að mýkja þær. Með kökunni er gott að borða ítalskt ávaxtasalat, en það þarf að undirbúa fyrr um daginn.

Macedonia ávaxtasalat Sigurjónu Pera eða epli Appelsína (safarík) Jarðarber Bláber Sellerí (má sleppa) Safi úr einni sítrónu 1 glas hvítvín

Skerið ávextina og jarðarberin í bita og setjið í skál ásamt bláberjum. Ef þið finnið gott sellerí, saxið hluta stilksins örfínt og stráið yfir. Hellið víninu yfir. Setjið sellófan yfir skálina og látið hana bíða í tvo tíma, í kæli eða úti á svölum, þannig að ávextirnir nái að drekka í sig safann og vínið.

Berið fram með þeyttum rjóma eða góðum ís og gott er að fá sér kaffi og koníak á eftir.

Stillið ofninn á 200°C. Þvoið fiskinn vel upp úr köldu vatni. Hellið olíu og hvítvíni í ofnfast fat. Setjið smjörklípu ofan í fatið. Stráið síðan söxuðum lauk og hvítlauk í botninn ásamt chili-pipar ræmum. Leggið þorskinn ofan á og látið roðið snúa niður. Kryddið hann vel með sjávarréttakryddinu. Makið tómötum yfir fiskinn (það er smekksatriði hversu mikið er notað, 1 dós gæti dugað). Stráið að endingu söxuðum ólífum yfir. Eldið fiskinn í ofni í 25-30 mínútur. Hann má aðeins brúnast en ekki þorna. Þegar fiskurinn er fulleldaður, takið hann gætilega upp, látið vökvann renna af honum og setjið á annað fat með tómötunum sem eru ofan á. Lækkið ofninn í 100°C og stingið fiskinum aftur inn til að halda honum heitum. Hellið soðinu úr fatinu yfir í pott og munið að skafa botninn vel til að ná öllu kryddinu. Látið suðuna koma upp og hrærið síðan rjómanum saman við. Látið malla í nokkrar mínútur við vægan hita þar til allt hefur blandast saman. Í lokin er súputeningurinn settur út í. Smakkið sósuna til og saltið ef þarf. Piprið og kryddið með karrýi eftir smekk. Berið fram með soðnum kartöflum (ekki mauksoðnum, heldur „al dente“), veltið upp úr bráðnu smjöri og stráið saxaðri steinselju eða kóríander yfir. Best er að drekka þurrt freyðivín (vel kælt) eða gott hvítvín með réttinum.

43


44


SKEMMTILEG SPIL Í JÓLAPAKKANN Krakkar um víða VERÖLD

Við erum öll jöfn en þó oft á tíðum mjög ólík hvert öðru. Í þessu spili gefst börnum kostur á að læra um framandi heimshluta og mismunandi menningu ólíkra þjóða. Þetta skemmtilega og fræðandi spil er vel til þess fallið að svala meðfæddri forvitni barnanna.

UPPLIFÐU HEIMINN Í SKEMMTILEGU SPILI

Fjársjóðsleitin fer fram á smárri eyju í miðju hafinu og gengur út á að fylla fjársjóðskistu af góssi. Kastið teningum til að mynda samstæður og hljótið gullpeninga að launum.

Skemmtileg fjársjóðsleit fyrir alla fjölskylduna

Evrópa Hvaða staðreyndir um Evrópu ættu allir að þekkja? Hvað veistu um evrópska íþróttamenn? Þekkir þú sögu meginlandsins og eyjanna í kring? Ertu vel að þér í evrópskum dægurmálum og tónlist?

45


Allt sem hugurinn girnist

í eldhúsinu með vörunum frá Maku

Kjöthitamælir, stafrænn 2.239 kr.

Sprautupokar sett 849 kr.

Stálrör, 4 stk. 899 kr.

Mæliskeiðar, 4 stk. 539 kr. Kökukefli barna 23cm 369 kr.

Crème brule mót 200ml 499 kr. Ostabakki m. aukahlutum Terazzo flís 499 kr.

Panna 1,3 L m. viðarhaldi 5.519 kr. 46

Vog 2.699 k.


Steikarpottur 4,2 L 8.329 kr.

Hnífaparasett, kopar, 16 stk. 4.299 kr.

Hhnífaparasett, svart, 16 stk. 4.299 kr.

Hvítvínsglös 2 stk. 1.399 kr. Hnífar, 3 stk. m. viðarhaldi 1.979 kr.

Bökunarmotta, 60x40 cm 1.699 kr.

Bökunarmotta, 60x40 cm 1.699 kr.

Keramik mini ofn mót, 13 cm 999 kr.

Mæliskeið stafræn 1.759 kr.

Marmara hnífasett 4.599 kr.

Glasamotta Terazzo flís 1.949 kr.

Double wallet glös, 2 stk. 1.499 kr.

Áhaldasett, 6 stk. 4.699 kr.

47


Fallegar jólavörur á 25% afslætti 6.-16. des.

48


49


Leikföng í jólapakkann

Play-Doh kökudeigsleir 1.099 kr.

Play-Doh mini, dýr og verkfæri 859 kr.

Disney dúkka, Royal shimmer 4.499 kr.

Viðarkanína m. bandi 2.199 kr. Little Live, talandi fugl 4.199 kr.

Fiskaspil 1.999 kr.

Defa Lucy kjóll og aukahlutir 899 kr.

Defa Lucy, dúkka 1.199 kr.

Viðarskjaldbaka m. bandi 2.199 kr.

Kindi Kids, dýr og aukahlutir 4.699 kr.

FurReal Walkalots dýr 3.899 kr.

50

Play-Doh slím 3 pk. 1.129 kr.

FurReal Fuzzalots dýr stk. 4.299 kr.

Úrval leikfanga er misjafnt eftir stærð verslana.


Viðardúkkurúm 7.999 kr.

Play-Doh Hydroglitz slím 1.699 kr.

Play-Doh leir stk. 389 kr.

Play-Doh slím stk. 399 kr. Matarstóll, dúkku, 47 cm 3.999 kr. Disney Princess dúkka 2.899 kr.

Little Live talandi flamingói 11.999 kr.

Connect, 4 ferðaspil 1.999 kr. Flugsveitin fígúrur 1.799 kr.

Kindi Kids, dúkka og bíll 4.999 kr.

Dino Monster trukkar 4 pk. 899 kr.

Paw Patrol mini fígúrur 2.499 kr.

Imagine Ink, Disney 899 kr.

Unicorn family play set 7.799 kr.

Maisto Monster trukkur, 13 cm 2.299 kr.

51


Bburago bílaflutningabíll 6.599 kr. BigFoot trukkur 4x4, 8,5 cm 699 kr.

Verkfærataska m. 29 stk. 4.999 kr.

Wreck Royale bíll 4.299 kr. I/R vélmenni m. ljósum og hljóði 2.999 kr.

Bburago dráttarbíll 2.499 kr. Maisto Monster trukkur, 38 cm 16.999 kr.

Löggustöð m. ljósum og hljóði 4.999 kr.

Hasbro spil, don´t step in it 5.999 kr

Shimmer'n Sparkle förðunartaska 6.699 kr. Bburago Volvo vinnuvélar 7,6 cm 699 kr.

Monster Jam mini 7.799 kr.

52

Bburago bensínstöð 5.999 kr.

Úrval leikfanga er misjafnt eftir stærð verslana.


Fótboltaspil, 50x31 cm 8.999 kr. Billjardborð, 51x31 cm 8.999 kr.

Lestarbraut, 160 stk. 3.699 kr.

Stretchpalz górilla 20 cm 3.699 kr. Þythokkíborð, 59x31 cm 8.999 kr.

Krani m.fjarstýringu m.ljósum 7.799 kr. Bburago Volvo vinnuvélar 20cm 2.899 kr.

R/C Stunt bíll 16.999 kr.

Nerf Elite 2.0 byssa 2.899 kr. Nerf Elite Commander byssa 5.699 kr.

Nerf ultra 20 skot 2.899 kr.

Nerf Elite 2.0 20 skot 1.599 kr. Nerf Blaster Fortnite byssa 17.999 kr.

Nerf Ultra AMP blaster 11.999 kr.

53


EIN STÓR FJÖLSKYLDA

54

Hver einasti meðlimur Colgate-fjölskyldunnar finnur tannbursta, tannkrem og aðrar tannhirðuvörur við sitt hæfi. Velkomin í fjölskylduna!


-

-

-

-

-

-

/EllasKitchenIsland @ellaskitchenisland

55


Jólabækur Verslanir Nettó eru með allar bækurnar sem þú þarft að lesa um jólin - á frábæru verði!*

Sigurverkið

Úti

56

Útkall í auga fellibylsins

Bílamenning, akstursgleði liðin

Lok lok og læs

Sextíu kíló af kjaftshöggum

Guðni á ferð og flugi

Rætur - Á æskuslóð minninga og mótunar


Fjárfestingar

Listin að vera fokk sama

Syngdu með Láru og Ljónsa

ADHD Bannað að eyðileggja

Þín eigin ráðgáta

Töskubókin 100 Fyrstu orðin

Risaeðlugengið Ferðalagið

Rauð viðvörun - jólin eru áleiði

Lára bakar

Lára lærir á hljóðfæri

Sólkerfið okkar Vísindalæsi

Depill heimsækir afa og ömmu

57


58


ALLT FYRIR JÓLIN Í NETTÓ! Hjá okkur er opið allan sólarhringinn á Granda og í Mjódd – allan ársins hring – og í netverslun er hægt að versla heima í stofu og fá vörur sendar heim eða í næstu verslun á landsbyggðinni. Dagana fyrir jól er opið til kl. 21 eða 22 og til kl. 23 á Þorláksmessu í öllum verslunum. Kynnið ykkur lengda opnunartíma milli jóla og nýárs og skerta opnunartíma á aðfangadag og gamlársdag á netto.is/verslanir. Athugið að allar verslanir eru lokaðar á jóladag og nýársdag. Með hátíðarkveðju, Nettó

Búðakór • Grandi • Hafnarfjörður • Lágmúli • Mjódd • Mosfellsbær • Nóatún • Salavegur • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • 59 Grindavík • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss


Jólaleikur NETTÓ OG COCA-COLA

Kauptu kippu af 4x2 lítra Coca-Cola með eða án sykurs eða Coca-Cola Light og þú getur unnið gjafabréf í Nettó fyrir sömu upphæð og þú verslaðir fyrir í þeirri ferð.

© 2021 The Coca-Cola Company. All rights reserved.

r vini a t kip g! s ð i 0 v innin 8 r i Yf fá v gið r 2021 e r D be sem e d 23.

Þú kaupir kippu af 4x2L Coke*, skrifar nafn, símanúmer og netfang aftan á kassakvittun og setur í Coke kassann í næstu Nettó verslun. Á Þorláksmessu fá 5 heppnir í hverri Nettó verslun gjafabréf í Nettó fyrir sömu upphæð og er á kassakvittun. *Gildir fyrir Coca-Cola með eða án sykurs og Coca-Cola Light.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.