9 minute read

HONORARY GUESTS

Heiðursgestur Honorary Guest

Rossy de Palma fæddist í Palma á Mallorca. Átján ára flutti hún til Madrídar þar sem hún var í popphljómsveitinni Peor Imposible eða Verstu mögulegu. Árið 1986 var hún að vinna á rokkabillí-bar þegar hún rakst á Pedro Almodóvar – og þar með hófst farsælt samstarf þeirra. Síðan þá hefur hún hefur leikið í fjölda mynda hans, meðal annars Law of Desire (1987), Women on the Verge of a Nervous Breakdown (1988), Broken Embraces (2009) og nýjustu mynd hans Parallel Mothers (2021). Það má því segja að við þessi kynni hafi frægðarsól Rossy de Palma risið og sérstakir persónutöfrar hennar verkað vítt og breitt á heimsbyggðina – sem leikkona fyrir leikstjóra á borð við Álex de la Iglesia, Robert Altman, Mike Figgis, Laure Charpentier, Terry Gilliam og Mehdi Charef, og sem söngkona og tískumódel, meðal annars fyrir hönnuðina Alexander McQueen, Jean Paul Gaultier og Thierry Mugler Rossy de Palma was born in Palma, Mallorca. Eighteen years old she moved to Madrid where she performed with the pop band Peor Imposible or The Worst Possible. In 1986 she was working at a rockabilly-bar when she met Pedro Almodóvar – an incident that marked the beginning of a fruitful and long cooperation. Since then de Palma has acted in many of his films, for example: Law of Desire (1987), Women on the Verge of a Nervous Breakdown (1988), Broken Embraces (2009) and his latest film Parallel Mothers (2021).

Advertisement

Luckily the two of them met because since then the world has enjoyed Palma’s unique charisma and talents in the many fields of art. She has worked with directors such as Álex de la Iglesia, Robert Altman, Mike Figgis, Laure Charpentier, Terry Gilliam, and Mehdi Charef, and as a singer and fashion model for Alexander McQueen, Jean Paul Gaultier, Thierry Mugler to name a few.

WOMEN ON THE VERGE OF A NERVOUS BREAKDOWN

KONUR Á BARMI TAUGAÁFALLS / MUJERES AL BORDE DE UN ATAQUE DE NERVIOS Pedro Almodóvar ES, 1988, 88 min 30.9 Háskólabíó 2 21:45 7.10 Háskólabíó 1 19:15 +Q&A Sjónvarpsleikkona hittir fyrir kynstrin öll af sérkennilegum persónum eftir að hafa lagt í ferðalag til að komast að því hvers vegna ástmaður hennar yfirgaf hana skyndilega. A television actress encounters a variety of eccentric characters after embarking on a journey to discover why her lover abruptly left her.

Í spádómsköku ríks manns stendur: „Í kvöld hittirðu einhverja alveg sérstaka.“ Hann hittir þjónustukonu klædda upp sem aðalskonu til að forðast óhappatöluna 13 í kvöldmatarboði í París. Þau eyða nóttinni saman á meðan gestgjafinn situr um þau. A rich man’s fortune cookie: “Tonight you’ll meet someone special.” He meets a maid, dressed up as an aristocrat to avoid the unlucky number 13 at a dinner party in Paris. They spend the night together, while the hostess stalks them.

MADAME

Amanda Sthers FR, 2017, 91 min 1.10 Háskólabíó 4 13:00 8.10 Háskólabíó 1 13:00 +Q&A

Heiðursgestur Honorary Guest

Albert Serra er katalónskur listamaður og kvikmyndagerðarmaður fæddur árið 1975 á Spáni. Hann hefur getið sér gott orð bæði í leikhúsi og kvikmyndum, sem handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi. Evrópskar goðsagnir, saga og bókmenntir eru þemu sem birtast oft í verkum hans. Hann hefur verið iðinn við kvikmyndagerð síðan 2004 og gert verðlaunaðar myndir eins og Honour of the Knights (2007), The Death of Louis XIV (2016), Story of My Death (2013), sem hlaut Gyllta hlébarðann, aðalverðlaun Locarno kvikmyndahátíðarinnar, og Freedom (2016) sem fékk sérstök dómnefndarverðlaun Cannes 2019. Serra er skemmtilegur og dularfullur sérvitringur, sem hefur látið ýmis eftirtektarverð ummæli falla – til að mynda um leikarastéttina sem honum finnst skorta gáfur og vera veiklynd. Hann notar enda ómenntaða leikara þegar færi gefst. Kvikmyndir hans stíga þó alls ekki fast til jarðar í skoðunum eða boðskap – heldur einkennast þær af hægfara listrænum takti án fléttu. Í nýrri kvikmynd hans, sem nefnist Kyrrahafsskáldskapur, kveður við nýjan tón bæði í höfundarverki hans og kvikmyndalistinni sjálfri. Þar heldur sérstæður stíll hans uppi söguþræði og hættulegu andrúmslofti í þessari rólegu og listrænu spennumynd. Albert Serra is a catalan artist and filmmaker born in 1975 in Spain. He is well known for his work for theater and cinema, as a writer, director and producer. European myths, history and literature are recurrent themes in his works. He has been diligent in filmmaking since 2004 and made award-winning movies, such as Honour of the Knights (2007), The Death of Louis XIV (2016), Story of My Death (2013), which won the Golden Leopard, the main prize of Locarno Film Festival, and Freedom (2016) which got the special jury award in Cannes 2019.

Serra is a fun and mysterious eccentric, who has raised many people’s attention with his remarks, such as when he half jokingly states that actors are unintelligent and weak. As a matter of fact, he employs amateur actors whenever possible. His films, however, don’t depict strong opinions or messages – but are on the other hand characterized by their slow artistic rhythm without a plot. In his new film, Pacifiction, we see a sign of a turning point in his career and also in the art of cinema. His unique approach now represents a storyline and a dangerous atmosphere in this quiet and artistic thriller.

PACIFICTION

KYRRAHAFSSKÁLDSKAPUR / TOURMENT SUR LES ÎLES Albert Serra FR, ES, DE, PT, 2022, 162 min 30.9 Háskólabíó 1 19:00 +Q&A Norðurlandafrumsýning Nordic Premiere

Á Tahiti þræðir landstjóri lýðveldisins og franski embættismaðurinn, De Roller, fyrsta flokks „stofnunina“ og skuggalega staði þar sem hann blandar geði við heimamenn – sérstaklega vegna þess að þrálátur orðrómur berst manna á milli. In Tahiti, the High Commissioner of the Republic and French government official, De Roller, navigates the high-end ’establishment’ as well as shady venues where he mingles with the locals. Especially since a persistent rumor has been going around.

Don Kíkóti og Sancho stunda ferðalög sín í leit að ævintýrum dag sem nótt. Þeir ferðast gegnum akra, spjallandi um andleg málefni, riddaramennsku og daglegt líf. Vaxandi vinátta sameinar þá. Don Quixote and Sancho pursue their travels in search of adventure day and night. They ride through fields, talking about spirituality, chivalry and daily life. A growing bond of friendship unites them. Hnyttin hugleiðing um vitringana þrjá í leit að nýfæddu jesúbarninu en ferðalag þeirra felur í sér mikilfenglegt umfang á meðan þeir ráfa um eyðimerkurlegt landsvæði af hugrekki og æðruleysi. A witty contemplation of the Three Wise Kings on a search for the newborn baby Jesus. Their journey takes on epic proportions as they meander along the desertlike terrain with fortitude and stoicism.

HONOUR OF THE KNIGHTS BIRDSONG

HEIÐUR RIDDARANS / HONOR DE CAVALLERIA Albert Serra ES, 2006, 104 min 1.10 Háskólabíó 4 14:50 +Q&A 7.10 Háskólabíó 2 13:00 FUGLASÖNGUR / EL CANT DELS OCELLS Albert Serra ES, 2008, 98 min 1.10 Háskólabíó 2 17:00 +Q&A 6.10 Háskólabíó 4 17:30

Heiðursgestur Honorary Guest

Framúrskarandi kvikmyndagerðarmaður Alexandre O. Philippe er með MFA gráðu í handritaskrifum frá NYU Tisch listaskólanum og er listrænn stjórnandi Exhibit A Pictures. Hann hefur gert nokkrar verðlaunaðar stuttmyndir. Frægust þeirra er Left sem hlaut verðlaun á stuttmyndahátíð til heiðurs Akira Kurosawa í Japan. Philippe hefur getið sér gott orð fyrir heimildamyndir sínar sem eiga flestar það sameiginlegt að greina poppkúltúr, áhrifamiklar kvikmyndir og atriði. Þeirra á meðal er póstmóderníska meistaraverkið 78/52 sem kryfur til mergjar sturtusenuna í Psycho eftir Alfred Hitchcock. Aðrar þekktar myndir hans eru meðal annars The People vs. George Lucas og Doc of the Dead. Auk þess að leikstýra kvikmyndum flytur hann fyrirlestra um kvikmyndir, kennir á námskeiðum og situr í dómnefndum ýmissa kvikmyndahátíða. Filmmaker of filmmakers Alexandre O. Philippe holds an MFA in Dramatic Writing from NYU’s Tisch School of the Arts and holds the position of creative director at Exhibit A Pictures. He has made several award-winning shorts, the most notable one is Left which won an award at a short film festival in Japan in honor of Akira Kurosawa.

Philippe is known for his documentaries, in which he studies pop culture, important films and scenes, including the post-modern masterpiece 78/52, which deconstructs the famous shower scene in Psycho by Alfred Hitchcock. Other noteworthy films include The People vs. George Lucas and Doc of the Dead.

Apart from directing films, Philippe gives cinema lectures, conducts seminars and serves as a jury member at several film festivals.

LYNCH / OZ!

Alexandre O. Philippe US, 2022, 108 min 29.9 Háskólabíó 2 17:00 +Q&A 9.10 Háskólabíó 4 19:00 Norðurlandafrumsýning Nordic Premiere

Við gaumgæfum eina mest heillandi ráðgátu kvikmyndasögunnar: Hið varanlega samlífi sívinsæla ævintýrisins, Galdrakarlsins í Oz, og sérstæðs stíls Davids Lynch í anda popp-súrrealisma. Er David Lynch fastur í Oz? We explore one of the most fascinating puzzles in the history of motion pictures: The enduring symbiosis between America’s primordial fairytale, The Wizard of Oz, and David Lynch’s singular brand of popular surrealism. Is David Lynch trapped in the land of Oz?

78/52

Alexandre O. Philippe US, 2016, 91 min +LEFT 30.9 Háskólabíó 4 21:15 +Q&A +LEFT 7.10 Háskólabíó 2 15:15 Heimildamynd um eitt sérstæðasta og dularfyllsta atriði í sögu kvikmyndalistarinnar: Hina frægu sturtusenu í Psycho eftir Alfred Hitchcock. 78/52 segir frá manninum bakvið tjöldin og stærstu þráhyggju hans. A documentary about the single most extraordinary and mysterious scene in cinema history: The iconic shower scene in Alfred Hitchcock’s Psycho. 78/52 tells the story of the man behind the curtain and his greatest obsession.

DOC OF THE DEAD

HEIMILDAMYND HINNA DAUÐU Alexandre O. Philippe US, 2014, 82 min +THE SPOT 1.10 Háskólabíó 4 20:00 +Q&A +THE SPOT 8.10 Háskólabíó 4 22:15 Gæti komið alvöru uppvakningafaraldur? Ef svo væri, gæti Heimildamynd hinna dauðu hjálpað þér. Um er að ræða tæmandi leiðarvísi um alla ódauða hluti sem kafar ofan í þróun uppvakningagreinarinnar bæði í kvikmyndum og bókmenntum, auk áhrifa hennar á dægurmenningu. Could there be a real zombie outbreak? If so, Doc of the Dead can help you prepare. This definitive guide to all things undead delves deep into the evolution of the zombie genre in film and literature, as well as its impact and influence on pop culture.

LEFT THE SPOT

SKILIN EFTIR Alexandre O. Philippe US, 2006, 10 min +78/52 30.9 Háskólabíó 4 21:15 +Q&A +78/52 7.10 Háskólabíó 2 15:15 Impressjónísk stuttmynd sem er að stórum hluta innblásin af málverkunum Christina’s World og Overflow eftir Andrew Wyeth. Skilin eftir kjarnast í átakanlegum viðskilnaði konu og mannsins sem hún elskar. An impressionistic short film largely inspired by Andrew Wyeth’s paintings Christina’s World and Overflow, Left centers around the heartbreaking separation between a woman and the man she loves. STAÐURINN Alexandre O. Philippe US, 2008, 17 min +DOC OF THE DEAD 1.10 Háskólabíó 4 20:00 +Q&A +DOC OF THE DEAD 8.10 Háskólabíó 4 22:15 22. nóvember árið 1963 er dagur sem mun aldrei gleymast í Bandaríkjunum. Fjórum áratugum síðar miðar Dallas vel með að verða nútímaborg, en staðurinn þar sem Kennedy forseti var myrtur er enn óhugnanlegur og að eilífu frosinn í tíma. November 22, 1963. A day that America and the world will never forget. Four decades later, as the rest of Dallas makes strides as a 21st century city, the spot where President Kennedy was shockingly assassinated remains eerily and forever frozen in time.

This article is from: