13 minute read

SPANISH WAVES

Next Article
HONORARY GUESTS

HONORARY GUESTS

Spænsk kvikmyndalist er frumleg, spennandi og þrautseig. Hún er mörkuð blóðugu borgarastríði sem klauf þjóðina og í kjölfarið valdatíð einræðisherrans Franco frá 1939 til 1975. Undir hans stjórn ríkti þöggun, ritskoðun og kúgun innan listaheimsins. Margir listamenn flúðu landið, þeirra á meðal góðkunni kvikmyndagerðarmaðurinn Luis Buñuel. Að einhverju leyti urðu þessar þröngu skorður þó til þess að efla ímyndunarafl kvikmyndafólks – það þurfti að finna nýjar leiðir til tjáningar án þess að verða skotspónn yfirvalda. Þess má sjá dæmi í myndum eins og The Hunt (1966) eftir Carlos Saura en þar notar leikstjórinn allegoríu til að fjalla um fasista í borgarastríðinu og The Spirit of the Beehive (1973) eftir Victor Erice, sem felur umfjöllun sína um pólitískt landslag Francotímans í sjónræna frásögn frá sjónarhorni sex ára stelpu. Eftir dauða Francos hefur kvikmyndalist Spánar blómstrað – með leikstjórum á borð við Pedro Almodóvar, Alejandro Amenábar og Icíar Bollaín – sem koma áhorfendum sínum enn og aftur á óvart með síkvikri hugmyndaauðgi. Madrídarsenan, sem lagði áherslu á fegurð og frjálsa tjáningu, var þó langt í frá pólitískt viðbragð við fráfalli fasistaleiðtogans. Slíkt viðbragð er öllu greinanlegra í hinni nýju bylgju spænskrar kvikmyndagerðar. Hin nýja spænska bylgja í kvikmyndagerð leggur áherslu á að eyða mörkum skáldskapar og veruleika og endurspeglar kvikmyndagerðarþróun fyrri tíma. Þrátt fyrir að spænska bylgjan sé laus við stefnuyfirlýsingu deilir hún mörgum einkennum fyrri tímabila. Spænska bylgjan endurspeglar að mörgu leyti tíðarandann, þá óþægilegu tilfinningu að líf okkar og starf hafi takmarkaðan tilgang í núverandi skipulagi. Líf nútímamannsins snúist því um að sættast við óhefta neysluhyggju, vaxandi ójöfnuð og minnkandi tækifæri til að breyta sameiginlegum háttum okkar. Sundrung í sameiginlegu grunnviðhorfi til lífsins er að ná hámarki og á milli sprungnanna sjáum við glitta í mynstur komandi raunveruleika. Fiestan er búin og í því liggur kjarni spænsku bylgjunnar. Spanish cinema is original, exciting and persistent. It’s marked by a bloody civil war, which tore the country apart – and then by Franco’s dictatorship from 1939 to 1975. During his regime, censorship and oppression of free speech prevailed in the cultural sector. Many artists fled the country, including the renowned filmmaker, Luis Buñuel. In some way these hindrances encouraged artists to find new and creative ways to express themselves. Good examples of that is Carlos Saura’s film The Hunt (1966), in which Saura uses allegory to discuss the fascists in the civil war, and The Spirit of the Beehive (1973) by Victor Erice, which is likewise about the political landscape during the Francoist dictatorship conveyed through the perspective of a six year old girl.

After Franco’s death Spanish cinema has flourished – with directors such as Pedro Almadóvar, Alejandro Amenábar and Icíar Bollaín – who keep on surprising their viewers with their perpetual imagination.

Advertisement

The Madrilenian Scene, which focused on beaty and free expression, was however not a political reaction to the death of the fascist leader. Such a reaction is all the more discernible in the new wave of Spanish filmmaking.

The new Spanish Wave in cinema emphasizes eliminating the boundaries between fiction and reality and reflecting on the evolution of cinema through the years. Even though the Spanish Wave is free from any manifesto, it shares characteristics from former periods.

The Spanish Wave mirrors the spirit of our times, the uncomfortable feeling that our lives and jobs have a limited purpose in our society. Modern life is therefore about accepting excessive consumerism, increasing injustice and decreasing opportunities to change the way we live. A disruption in common attitude to life is reaching a peak and in between the cracks we see the patterns of upcoming new reality. The fiesta is over – and in that lies the core of the new Spanish Wave.

This project was supported by a grant from Acción Cultural Española (AC/E), Instituto de la Cinematografía y de las Artes Audiovisuales (ICAA), the Spanish Embassy in Oslo and Iberia Airlines.

PANORAMICA bíður gestum RIFF upp á sex samtímaperlur nýju katalónsku bylgjunnar. Komdu þér þægilega fyrir heima og endurnýjaðu kynnin við myndirnar á riff. is – en myndirnar hafa átt þátt í byltingu katalónskrar kvikmyndagerðar. PANORAMICA offers Icelanders a selection featuring six contemporary gems of the New Catalan Wave. From the comfort of your own home at riff.is, you will be able to rediscover these films that have contributed to the revolution of Catalan cinema, RIFF Heima RIFF@Home

SUMMER 1993 Carla Simón ES, 2017, 94 min LIBERTAD lara Roquet BE, ES, 2019, 104 min CON EL VIENTO Meritxell Colell ES, 2018, 105 min LES AMIGUES DE L’ÀGATA Laia Alabart, Alba Cros, Laura Rius and Marta Verheyen ES, 2015, 70 min JÚLIA IST Elena Martín ES, 2017, 90 min FAMILY TOUR Liliana Torres ES, 2013, 99 min

ALCARRÀS

Carla Simón ES, 2022, 120 min 6.10 Háskólabíó 1 18:45 +Q&A Svo lengi sem þau muna hefur Solé fjölskyldan varið hverju sumri í að tína ferskjur í aldingarði þeirra í Alcarràs, litlu þorpi á Spáni. En þessi uppskera gæti verið þeirra síðasta þar sem þeirra bíður brottrekstur. Þau horfa fram á óvissa framtíð í fyrsta sinn – og eiga í hættu á að missa meira en heimili sitt. As far as they can remember, the Solé family have spent every summer picking the peaches from their orchard in Alcarràs, a small village in Spain. But this year’s crop could be their last, as they face eviction. For the first time, they face an uncertain future and risk losing more than their home.

Cannes: Director’s Fortnight 10 mismunandi verðlaun 10 different prizes

THE WATER THE SACRED SPIRIT

EL AGUA / VATNIÐ Elena López Riera ES, 2022, 105 min 29.9 Háskólabíó 1 17:00 2.10 Háskólabíó 4 21:30 5.10 Háskólabíó 2 19:50 Sumar í spænsku þorpi. Það lítur út fyrir að áin flæði yfir í storminum. Gömul hjátrú segir að vatnið muni taka sér aðra konu. Eru það ásköpuð örlög Önnu að hverfa? Summer in a Spanish village. A storm threatens to overflow the river. An old popular belief ensures the Water will claim another woman. Is Anna predestined to disappear? HELGI ANDINN/ ESPÍRITU SAGRADO Chema Garcia Ibarra ES, FR, TR, 2021, 97 min 7.10 Háskólabíó 2 19:30 +Q&A 8.10 Háskólabíó 4 18:15 +Q&A José Manuel og dyggir meðlimir félags um fljúgandi furðuhluti hittast vikulega til að skiptast á upplýsingum um skilaboð úr geimnum og brottnám fólks. Á sama tíma á Spáni er rannsókn í gangi vegna lítillar stúlku sem hvarf fyrir nokkrum vikum. José Manuel and the devoted members of a ufology association meet weekly to exchange information on extraterrestrial messages and abductions. Meanwhile, in Spain there is an ongoing investigation for a little girl who disappeared a few weeks ago.

PACIFICTION

KYRRAHAFSSKÁLDSKAPUR / TOURMENT SUR LES ÎLES Albert Serra FR, ES, DE, PT, 2022, 162 min 30.9 Háskólabíó 1 19:00 +Q&A Norðurlandafrumsýning Nordic Premiere

Á Tahiti þræðir landstjóri lýðveldisins og franski embættismaðurinn, De Roller, fyrsta flokks „stofnunina“ og skuggalega staði þar sem hann blandar geði við heimamenn – sérstaklega vegna þess að þrálátur orðrómur berst manna á milli. In Tahiti, the High Commissioner of the Republic and French government official, De Roller, navigates the high-end ’establishment’ as well as shady venues where he mingles with the locals. Especially since a persistent rumor has been going around.

Norðurlandafrumsýning Nordic Premiere 10 different prizes 10 mismunandi verðlaun

Norðurlandafrumsýning Nordic Premiere

PIGGY THE ODD-JOB MEN

SVÍNKA / CERDITA Carlota Pereda ES, 2022, 99 min 30.9 Háskólabíó 1 22:40 6.10 Háskólabíó 2 19:15 +Q&A Þyngd unglingsstúlku gerir hana að skotmarki stöðugs eineltis í spænsku sveitaþorpi. Eftir að hafa náð að flýja kvalara sína úr sundlaug bæjarins verður hún vitni að því þegar þeim er rænt af dularfullum aðkomumanni. In a rural Spanish town, a teen girl’s weight makes her the target of incessant bullying. After fleeing from them at the town pool, she stumbles upon her tormentors being kidnapped by a mysterious stranger. ÍHLAUPAMENNIRNIR / SEIS DÍAS CORRIENTES Neus Ballús ES, 2021, 85 min 4.10 Háskólabíó 4 17:45 8.10 Háskólabíó 2 17:15 +Q&A Vika í lífi Moha, Valero og Pep, sem vinna í litlu pípulagninga- og rafvirkjafyrirtæki í úthverfum Barcelona. Moha á að taka við af Pep sem er að fara á eftirlaun. Valero efast um að Moha hafi það sem þarf til og að viðskiptavinirnir taki vel í marokkóskan starfsmann. A week in the life of Moha, Valero and Pep – workers in a small plumbing and electricity company in the outskirts of Barcelona. Moha is set to replace Pep, who is about to retire. Valero doubts that Moha has what it takes, or that customers will accept a Moroccan worker.

SURO

KORKUR Mikel Gurrea ES, 2022, 116 min 5.10 Háskólabíó 2 17:15 +Q&A 6.10 Háskólabíó 4 21:15 +Q&A Elena og Iván, sem eru í þann mund að eignast sitt fyrsta barn, erfa korkplantekru í sveitum Katalóníu. Þau ákveða að flytja úr borginni og hefja nýtt líf – en deilur milli innfæddra og aðfluttra vinnumanna reyna á samstöðu þeirra og þolinmæði. Elena and Iván, who are about to have their first child, inherit a cork plantation in rural Catalonia. They decide to leave the city and start a new life – but the rising tension between local and immigrant workers tests their harmony and forbearance.

Karlovy Vary: Dómnefndarverðlaun Jury Prize Torino FF: Best Documentary Besta heimildamynd

Norðurlandafrumsýning Nordic Premiere

YOU HAVE TO COME AND SEE IT

Norðurlandafrumsýning Nordic Premiere

918 NIGHTS

ÞÚ VERÐUR AÐ KOMA OG SJÁ ÞAÐ / TENÉIS QUE VENIR A VERLA Jonás Trueba ES, 2022, 64 min 5.10 Háskólabíó 4 22:30 8.10 Háskólabíó 4 15:00 +Q&A Tvö pör á fertugsaldri eiga í heitum umræðum um forsendur lífsins – í Madríd og nálægum sveitum. Two couples in their thirties have heated discussions on the essentials of life unfolding between Madrid and the neighboring countryside. 918 NÆTUR / 918 NOCHES Arantza Santesteban ES, 2021, 65 min 6.10 Háskólabíó 4 19:30 +Q&A 7.10 Háskólabíó 4 17:45 +Q&A Árið 2007 handtók lögreglan Arantza í tengslum við Baskadeilurnar. Hún man nokkra hluti frá 918 nátta innilokuninni: Endalausa göngutúra í garðinum, sundkeppnir, fangelsisferðalag Rasha … In 2007 the police took Arantza to prison as a consequence of the Basque political conflict. She remembers some things from her 918 nights of confinement: Endless walks in the yard, swimming competitions, Rasha’s prison journey ...

HER AND I

HÚN OG ÉG / ELLA I JO Jaume Claret Muxart ES, 2020, 20 min

Saga móður og dóttur, sem búa sín í hvoru lagi í fyrsta sinn, er sögð í kringum málverk Roser Agell og Paulina Muxart. Built around the paintings of Roser Agell and Paulina Muxart, the film tells the story of a mother and daughter, who are living apart for the first time.

CASTELLS

Blanca Camell Galí FR, ES, 2022, 21 min

THIRD NOTEBOOK

FORTUNA

Eftir að hafa hætt með Boris, snýr Lara aftur í heimabæ sinn Barcelona. Þar munu vinir hennir, elskhugar og katalónskar hefðir Castells breyta draumum hennar og þrám. After breaking up with Boris, Lara returns to her hometown Barcelona. There, her friends, lovers and the Catalan traditions of the Castells will change her dreams and desires.

ÞRIÐJA MINNISBÓKIN / HIRUGARREN KOADERNOA Lur Olaizola Lizarralde ES, 2022, 22 min

Leikkona og kvikmyndagerðarmaður lesa saman kvikmyndahandrit. Handritið tekur saman brot úr dagbókum sem Yoyes skrifaði í útlegð sinni í Mexíkó árin 1980–1985, stuttu eftir að hún hætti í ETA, vopnuðu samtökunum sem hún hafði stýrt í nokkurn tíma. An actress and a filmmaker rehearse a film script. The script gathers fragments from the diary that Yoyes wrote during her exile in Mexico between 1980 and 1985, right after she quit ETA, the armed organization she had led for some time.

Jairo González ES, 2022, 17 min

THE SOWER OF STARS

Hvarf barns í litla bænum Fortuna hefur í för með sér röð atburða sem hafa áhrif á líf leynilögreglumanns í plássinu og afhjúpa átakanlegt leyndarmál. The disappearance of a child in the small town of Fortuna unchains a series of events that will impact the local detective’s life and reveal a shocking secret.

SÁÐMAÐUR STJARNANNA / EL SEMBRADOR DE ESTRELLAS Lois Patiño ES, 2022, 25 min

Ljós í fjarska teikna upp borgina. Með skínandi skipum flýtur sofandi fólk í land og nóttin verður vökvakennd. Sáðmaður stjarnanna vekur fólkið og ferðast með þeim um borgina, talandi um hitt og þetta á sama tíma og þau segja skilið við allt. Distant lights draw the city. Shining ships arrive with sleeping people and the night turns liquid. The sower of the stars wakes them up and they travel through the city, talking about this and that, while saying goodbye to everything.

BLOOD IS WHITE

HELTZEAR

Eftir að íbúar yfirgáfu þorpin í Arce-dalnum á sjöunda áratugnum ákvað ríkisstjórn Navarre að gróðursetja furutré á ökrunum. Meira en fimmtíu árum síðar var svo ákveðið að höggva niður furutrén og endurheimta akrana. After the villages in the Arce Valley were abandoned in the 1960s, the Government of Navarre planted pine trees in the fields. More than 50 years later, they have decided to cut down the pines and recover their fields.

BLÓÐIÐ ER HVÍTT / LA SANGRE ES BLANCA Óscar Vincentelli, ES, VE, 2020, 13 min

Ofurnákvæm hitamyndavél er notuð til að leysa nautaatið úr viðjum þjóðsagna. Það sem áður var talið þjóðleg hefð hefur umturnast í hryllilegan dans og það sem eftir situr er helgisiður dauðans. The surgical precision of a thermal camera is used to dispel the folklore of bullfighting. What was once known as a national ritual has been turned into a macabre dance, and all that remains before you is the ritual of death.

Mikel Gurrea ES, 2021, 18 min

INNER OUTER SPACE

THE NOISE OF THE UNIVERSE

San Sebastian, árið er 2000 og Baskadeilurnar í fullum gangi. Sara, 15 ára klifrari, skrifar bréf til fjarverandi bróður síns á meðan hún æfir sig fyrir erfiðasta klifur lífs síns. San Sebastian, the year 2000, the Basque conflict continues. While writing a letter to her absent brother, Sara, a 15-year-old climber, is training for the most difficult climb of her life.

INNRI YTRI GEIMUR Laida Lertxundi ES, 2021, 16 min

Hópur áhugaleikara framkvæma skynæfingar sem leyfa þeim að uppfylla þrá sína til að snerta og verða hluti af raunveruleikanum eftir samkomutakmarkanir. A group of amateur actors perform a variety of sensory exercises that allow them to act upon their desire to touch and be part of post-lockdown reality.

HÁVAÐI ALHEIMSINS / EL RUIDO DEL UNIVERSO Gabriel Azorín ES, 2022, 24 min

Ungur tónlistarmaður snýr aftur heim til sín eftir tónleikaferð um Evrópu. Á meðan hann venst aftur amstri hversdagsins bergmála talskilaboð frá kærustunni í höfði hans. A young musician returns home after a concert tour through different European cities. While he gets back to his everyday life, the last audio message he received from his girlfriend echoes in his head.

This article is from: