Bókin sem þú vildir að foreldrar þínir hefðu lesið (og börnin þín fagna að þú gerir) er komin út hjá Sölku. Bókin hefur trónað á toppi metsölulista Sunday Times og Amazon svo mánuðum skiptir, verið þýdd á þrjátíu tungumál og er tilnefnd sem bók ársins 2020 í Bretlandi. Hún er nú loks fáanleg á íslensku í vandaðri þýðingu Hafsteins Thorarensen. Tímasetning íslensku útgáfunnar gæti ekki verið betri því ef eitthvað jákvætt má finna í heimsfaraldrinum sem geysar er það að við verjum meiri tíma með börnum okkar og fjölskyldu. Íslenskir foreldrar munu því sennilega taka þessari fallegu bók fagnandi.