5 minute read
Forsaga
Þorsteinn Þorkelsson – SGS
sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild
/ Tilgangurinn
Skapa yfirsýn á slysum og hættum í vinnuumhverfinu
Öruggari vinnustaður um
borð og verkferlar
Greina orsakir atvika og tíðni þeirra Reglulegt upplýsingastreymi til áhafnarmeðlima varðandi atvik og úrvinnslu þeirra
Stuðla að úrbótum og forvörnum Uppfylla lög og reglugerðir um öryggi sjómanna
Forsaga Forsaga
ATVIK-sjómenn var þróað árið 2017 af tryggingarfélaginu VÍS í samvinnu við Slysavarnskóla sjómanna, Rannsóknarnefnd samgönguslysa og nokkrar af stærri útgerðum í viðskiptum við VÍS. Tilgangurinn var að aðstoða útgerðir við að fá betri yfirsýn um slys og atvik um borð í skipum er snýr að vinnuumhverfi og vinnslysum sjómanna. Á sjómannadaginn árið 2021 gaf VÍS svo kerfið til Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Síðan þá hefur verið unnið að útfærslu kerfisins og frekari þróun og núna í lok október var kerfið aðgengilegt öllum útgerðum til notkunar þeim að kostnaðarlausu. Samhliða geta
Hvernig lítur þetta út?
Kerfið er mjög notendavænt og auðvelt í notkun. Allar upplýsingar og leiðbeiningar um aðgang og notkun eru aðgengilegar á heimasíðu Samgöngustofu á slóðinni: https://www.samgongustofa.is/siglingar/oryggi-og-fraedsla/atviksjomenn/ Á meðfylgjandi mynd (bls. 6 efri) má sjá tilganginn með kerfinu: Auk þess að tilkynna um slys sem hafa orðið er tilgangur kerfisins, einnig sá að koma með ábendingar um mál sem geta valdið slysum. Þar má nefna atriði eins og skortur og röng notkun á öryggisbúnaði, hættur um borð, burnavarnir og hættulega hegðun. Einnig má þar nefna í því samhengi „næstum“ slys um borð. Þar má nefna hluti eins og: • Næstum dottinn • Hlutur féll á þilfar nálægt skipverja • Slæmar umbúðir • Frágangur á netum
Umhverfið
Kerfið er auðvelt í notkun og hér á eftir eru nokkrar myndir sem sýna viðmót þess: Á efri myndinni á bls. 8 er bent á að gott er að senda myndir með til skýra hvað gerðist eða getur gerst?
Hverjir nýta þessar upplýsingar?
Fyrir utan að senda tilkynningar um slys til Rannsóknarnefndar samgönguslysa geta útgerðir nýtt upplýsingar um slys og næstum því slys hjá sínum skipum í forvarnarskyni. Til þess að auðvelda þeim þá
UMBÚÐIR & PÖKKUN ER OKKAR FAG
Áprentaðir kassar og öskjur
Suðurhraun 4a - 210 Garðabæ - 5758000 - sala@samhentir.is - www.samhentir.is
Gámakassi vélreistur með styrkingu í hornum, skýr og góð prentun
Flugkassi, tvöföld langhlið sem tryggir meiri styrk og betri einangrun
Ferskfiskkassar 100% endurvinnanlegir
. 100% RECYCLABL E . 100% RECYCLABL E
Forritið leiðir mann áfram í skráninguna
Sjálfvirki áminningarpóstar til skráningaraðila um úrvinnslu atvika
Fylla út reiti Skrá lýsingu
Flettigluggi með vali
Hlaða niður mynd
vinnu hafa þau aðgang að mælaborði sem sýnir tilkynningar sem hafa borist bæði slys og ábendingar um slysagildrur.
Persónuvernd
Kerfi fullnægir ítrustu kröfum um persónuvernd og er sett upp á þann hátt að ekki sé hægt að greina persónugreinanlegar upplýsingar.
Frekari þróun
Í dag er hægt að senda auk tilkynninga til Rannsóknarnefndar samgönguslysa tjónstilkynningu til VÍS og einnig hægt að komast að eyðublöðum Sjúkratrygginga Íslands á heimasíðu þeirra. Samtal er hafið við önnur tryggingarfélög og stefnt að því að samræma tjónstilkynningar til þeirra að upplýsingum sem gefnar eru upp í Atvik sjómann. Þá gæti viðkomandi útgerð sent tjónstilkynningu samhliða til viðkomandi tryggingarfélags. Einnig á að skoða hvort hægt sé að gera slíkt sama gagnvart Sjúkratryggingum Íslands.
Það er von okkar að kerfið muni bæta upplýsingar um slys og næstum því slys á sjó hér við land. Með því að fá réttar upplýsingar er hægt að leggja réttar áherslur á slysavarnir við sjó. Ef tekst að nýta þetta góða tæki til að samræma skráningu slysa og atvika á sjó er örugglega um að ræða eitt stærsta framfaraskref síðan Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður árið 1985.