3 minute read
Faxaflóahafnir verða aðalbakhjarl frumkvöðlaseturs í Húsi sjávarklasans við Grandagarð
Innyfli úr þorski eru flutt til Zymetech þar sem þau eru sett í sérhæft vinnsluferli í húsnæði Zymetech á Fiskislóð í Reykjavík. Útkoman er Penzyme, hráefnið sem notað er í Penzim húðvöruna og ColdZyme® munnúðann.
„Með þeirri vinnu sem átt hefur sér stað með ColdZyme® hefur orðið til þekking í fyrirtækinu sem greiðir götu okkar til frekari sölu og markaðsetningar í framtíðinni,“ bætir Bjarki við. „Við erum þannig komin með ColdZyme® inn á marga markaði í Evrópu og stefnum á fleiri markaði utan Evrópu.“
Aukin framleiðsla á Íslandi
Ensímframleiðslan hefur margfaldast eftir velgengni ColdZyme® á erlendum mörkuðum og verksmiðjan á Fiskislóð hefur verið endurbætt með það í huga að styrkja enn frekar vinnsluna á Íslandi. „Við höfum getað bætt framleiðsluferlið, endurnýjað tækjabúnað og náð fram enn meiri hagkvæmni í okkar ferli á síðustu árum,“ segir Gunnar.
„Framleiðslan hér á Fiskislóð fellur að þeim ströngu kröfum sem við þurfum að uppfylla og við erum sífellt að horfa á hvar við getum bætt framleiðsluna enn frekar til að mæta þeim framtíðarkröfum sem við vitum að eru í farvatninu. Tengingin við íslenskan sjávarútveg er sterk og það er sú samvinna sem skipti höfuðmáli þegar ákvörðun var tekin um að styrkja framleiðsluna hér.“ Þróun líftæknilausna krefst þolinmæði, stuðnings bæði ríkis og markaðar og ekki síst þrautseigju vísindamanna sem oft leggja mikið í sölurnar. „Samvinnan við íslenskan sjávarútveg er okkur mikilvæg og við erum að fá gæða hráefni frá okkar birgjum sem aftur tryggir gæði okkar vöru,“ segir Bjarki. „Okkar vísindastarf byggir á þessari góðu samvinnu og við höfum í gegnum tíðina unnið að rannsóknum með ómetanlegum stuðningi innlendra aðila, háskólasamfélagsins og hins opinbera svo sem í formi styrkja frá Tækniþróunarsjóði. Annars hefði þetta ekki verið hægt.“
Styrkir sjálfbærni í báðum geirum
Fullnýting fiskafurða er gríðarlega mikilvægt skref í átt að aukinni sjálfbærni í íslenskum fiskiðnaði. Þróun íslensks þekkingarsamfélags skiptir sjávarútveginn því miklu máli. Samstarf sjávarútvegsins við fyrirtæki eins og Zymetech er mikilvægur hlekkur í að móta vistvænna hagkerfi. „Þessi samvinna er hagkvæm fyrir báða aðila og styrkir sjálfbærni í báðum greinum,“ segir Gunnar. „Okkar vinna felst í því að auka nýtinguna á hliðarafurðum í sjávarútvegi. Kröfurnar eru allar í þessa átt, bæði í okkar geira og þeirra. Við leggjum því okkar á vogarskálarnar til að auka nýtingu á grunnfiskveiðistofninum með því að framleiða afar verðmæta lækningavöru, úr því sem áður taldist úrgangur.“
Eitt viðamesta verkefni Sjávarklasans þau rösk tíu ár frá því að Hús sjávarklasans var opnað hefur verið að hlúa að frumkvöðlafyrirtækjum með ýmsum hætti. Veigamesti þátturinn hefur verið að skapa samfélag fyrir þessa sprota þar sem þau eiga kost á að hitta aðra frumkvöðla, stærri fyrirtæki og fjárfesta. Sjávarklasinn starfrækir nú rými sem er 120 fermetrar að stærð í Húsi Sjávarklasans þar sem frumkvöðlar hafa aðstöðu. Auk aðstöðunnar hafa frumkvöðlar aðgang að fundarýmum klasans auk margvíslegrar þjónustu sem Sjávarklasinn býður upp á.
Framtíðarsýn Faxaflóahafna er að vera meðal fremstu hafna í Norður-Atlantshafi og með áherslu á uppbyggingu hafnarinnviða styrkja samkeppnisstöðu Íslands. Faxaflóahafnir eru grænar, öruggar og skilvirkar hafnir með sjálfbærni að leiðarljósi. Skipulagning svæða er með grænum áherslum fyrir fjölbreytt samfélag og nýsköpun í hafnsækinni starfsemi. Það glæsilega starf meðal sprotafyrirtækja sem hefur fengið að blómstra í frumkvöðlasetri Húss sjávarklasans er í takti við framtíðarsýn og stefnu Faxaflóahafna. Þess vegna er mikilvægt að styðja við nýsköpun svo að Faxaflóahafnir séu drifkraftur viðskipta- og atvinnulífs á Faxaflóasvæðinu, segir Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna.
Í allt hafa um eitt hundrað nýsköpunarfyrirtæki nýtt sér frumkvöðlasetur Húss sjávarklasans frá því það var opnað árið 2012. Frumkvöðlasetrið hefur reynst dýrmætur stökkpallur fyrir þessi nýsköpunarfyrirtæki. Fyrirtækin sem hafa haft aðstöðu í frumkvöðlasetrinu eru m.a. Ankra/Feel Iceland, Norðursalt, Optitog, Fisherman, Flow, Nordic Wasabi, Norðurbragð, Oculis, Florealis, Codland, Dropi, Fisheries Technologies og Collagen. Stuðningur Faxaflóahafna er því mikilvægur liður í að stuðla að aukinni starfsemi og stofnun nýsköpunarfyrirtækja. (Birt: 24. október 2022 af vef Faxaflóahafna sf)