5 minute read

Hefur þorskur að geyma vörn gegn kvefvírusum?

Next Article
Forsaga

Forsaga

Hvern hefði grunað að í slóg úr bolfiski mætti finna vörn gegn kvefvírusum? Sú er þó raunin. Vísindamenn líftæknifyrirtækisins Zymetech hafa sýnt fram á að efnablanda sem inniheldur ensím, unnin úr slógi bolfiska, veiti vörn gegn vírusum sem valda kvefi.

Á síðustu áratugum hefur fullvinnsla fiskafurða orðið æ mikilvægari. Hver fiskur sem dreginn er að landi ber kostnað. Sá kostnaður er margþættur, bæði fyrir þann sem veiðir og fyrir vistkerfið sem heild. Því er mikilvægt að nýta hvern fisk til hins ýtrasta, ná góðum bitum og flökum með sem minnstum afskurði og sem bestri nýtingu til manneldis, vinna hliðarafurðir og koma sem mestu af fisknum í verð.

Hátt nýtingarhlutfall íslenska þorsksins

Í greiningu Sjávarklasans frá 2021, kemur fram að nýting á þorski á Íslandi sé hátt í 90% en einungis 45-55% hjá nágrannaþjóðunum. Stór þáttur í þessu háa hlutfalli er góð nýting á hliðarafurðum. Hrogn og svil, lifur, roð og innyfli, marningur og mjöl, lýsi, gæludýra- og eldisfóður, allt eru þetta afurðir sem unnar eru hér og hafa náð festu á markaði.

Ný tækifæri til nýtingar sjávarfangs

Bætt meðhöndlun afla og tæknivæðing vinnslunnar hefur bætt gæðin til muna. Það gerir fullnýtingu afurða enn auðveldari og hagkvæmari. Það er þó enn hægt að gera betur.

Þar hafa vísindamenn líftæknifyrirtækjanna á Íslandi stigið inn og tekið við keflinu. Þessi fyrirtæki, sem mörg hver byggja á sterkum tengslum við háskólasamfélagið, hafa náð að opna nýja möguleika á nýtingu sjávarfangs með áratuga rannsóknar- og þróunarstarfi, oft við erfiðar aðstæður. Árangur hjá þessum íslensku nýsköpunarfyrirtækjum er þó á heimsmælikvarða, gagnreyndar lækningarvörur (medical devices) hafa komið á markað, svo og efni í snyrtivörur og fullunnin bætiefni.

Margfalt verðmæti úr hliðarafurðum

Zymetech, sem er í dag sameinað sænska fyrirtækinu Enzymatica, er í hópi leiðandi líftæknifyrirtækja á Íslandi. Zymetech hefur um árabil unnið að einangrun og nýtingu ensíma úr annars verðlausum hliðarafurðum NorðurAtlantshafsþorsks. Virðisaukinn af þessari framleiðslu er margfaldur á við hefðbundna vinnslu. Hlutverk vísindanna á þessu sviði skiptir því sköpum fyrir fullvinnslu og verðmætaaukningu auðlindar, sem er ein af grunnstoðum íslenska hagkerfisins.

Bjarki Stefánsson. Gunnar Birgir Sandholt.

Sjávarensím úr þorski í húðvörum og lækningavörum

Stofnendur fyrirtækisins, Prófessor Jón Bragi Bjarnason, doktor í lífefnafræði (lést árið 2011) og Prófessor Ágústa Guðmundsdóttir, doktor í örverufræði, stóðu saman að upprunalegu rannsóknunum og þeirri vöruþróun sem Zymetech byggir starfsemi sína á.

Afrakstur allrar þeirrar gífurlegu rannsóknar- og þróunarvinnu, sem frumkvöðlar Zymetech lögðu á sig, voru húð- og lækningavörur sem innihalda trypsín, ensím úr Norður-Atlantshafsþorski. Húðvörulína þeirra, PENZIM®, kom á markað árið 1999 og náði snemma fótfestu á Íslandi sem fjölvirk heilsuvara sem örvar endurnýjun húðarinnar, hefur sefandi áhrif á ertingu og vinnur gegn myndun öra eftir sár.

Einkaleyfi á nýtingu þorskensíma í lækingavörur, lyf og snyrtivörur

varanna, ásamt því að verja nýtingu ensímanna með einkaleyfi. Rannsóknarstarf fyrirtækisins er öflugt. „Við höfum í gegnum tíðina lagt áherslu á að rannsaka áhrif ensím efnablandna okkar gegn veirum og bakteríum í þeim tilgangi að nýta ensímin í lækningavörur,” segir Dr. Bjarki Stefánsson, rannsóknar- og þróunarstjóri Zymetech, en hann hefur unnið hjá fyrirtækinu um árabil. „Rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif ensím efnablandna okkar gegn ýmsum húðkvillum, við sáragræðslu og gegn bakteríum og veirum.” Byggt á rannsóknum Zymetech var veitt einkaleyfi á notkun þorskensíma í lækningavörur, lyf og snyrtivörur.

Hátækniframleiðsla ensíma

Framleiðsla ensímanna fer fram á Íslandi. Vinnsluferlið var þróað á Íslandi en að baki liggur mikil þrautseigja, þekkingarþróun og góð samvinna við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem hefur skipt sköpum. ,,Við fáum okkar hráefni frá Skinney-Þinganesi og erum afar ánægð með samvinnuna við fyrirtækið, þeir útvega okkur hágæða hliðarafurðir,“ segir Bjarki. „Gott samstarf við sjávarútveginn er grundvöllur góðrar framleiðslu hjá okkur og við höfum verið mjög heppin með samstarfsaðila.“ ekki síst í getu ensím efnablandna fyrirtækisins við að hamla gegn veirusýkingum. Þannig undirritaði Zymetech, árið 2007, samning við sænska fyrirtækið Enzymatica um þróun og sölu á vörum sem innihalda trypsín úr þorski. Afrakstur þeirrar vinnu er munnúði gegn kvefi sem Enzymatica hefur markaðsett á alþjóðavísu sem

ColdZyme®. Samvinna fyrirtækjanna gekk vonum framar og að endingu sameinuðust Zymetech og Enzymatica sem studdi enn frekar við sölu og vinnslu á vörum sem innihalda sjávarensím úr þorski.

Vernd gegn kvefi

ColdZyme® er munnúði, efnablanda sem inniheldur trypsín úr þorski, sem meðhöndlar og dregur úr einkennum kvefs. Munnúðann er hægt að nota fyrir og á meðan á sýkingu stendur. ColdZyme® myndar varnarhjúp í munnholi gegn kvefveirum þar sem ensímin sem Zymetech hefur einangrað og unnið úr hliðarafurðum þorsks draga úr getu kvefveira við að smita frumur. Klínískar rannsóknir hafa leitt í ljós að varan verndar gegn kvefveiru, styttir kveftímabilið og léttir á einkennum kvefs.

Uppfylla strangar kröfur til lækningavara

Þar sem ColdZyme® er CE-merkt lækningavara þarf allt framleiðsluferlið að lúta ströngum reglum. Mikil vinna hefur farið í að straumlínulaga framleiðsluferlið við vinnslu ensímanna á Íslandi, bæði til að uppfylla þær kröfur sem núverandi löggjöf setur og til að mæta kröfum framtíðarinnar. „Sameining okkar við

Enzymatica gekk í gegn 2016 og síðan þá höfum við lagt í mikla vinnu og rannsóknir til að uppfylla reglugerðir,“ segir Bjarki. ,,Þar sem ColdZyme® er flokkað sem lækningatæki, fellur varan undir mjög strangt regluverk, og í farvatninu eru breytingar á þeirri löggjöf sem við leggjum áherslu á að vera búin undir.“

Samvinna við alþjóðleg lyfjafyrirtæki

Undanfarin ár hefur áhersla verið lögð á að styrkja markaðsstöðu fyrirtækisins í samvinnu við stór lyfjafyrirtæki í Evrópu.

„Við erum í samvinnu við Stada og Sanofi, sem er eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims,“ segir Bjarki. „Samvinnan við Stada og Sanofi er gott dæmi um árangursríkt samstarf, þar sem þau selja ColdZyme® undir sínu eigin vörumerki og við undir okkar á öðrum mörkuðum.“

Traustir samstarfsaðilar

Fyrirtækið hefur alla tíð lagt áherslu á mikilvægi þess að vinna hágæða afurðir úr sjávarfangi. Afurðir sem stuðla að aukinni sjálfbærni og valda ekki auka álagi á vistkerfi sjávar. „Við erum í góðu samstarfi við SkinneyÞinganes með hráefni,“ segir Dr. Gunnar Birgir Sandholt, framleiðslustjóri Zymetech. „Við erum mjög þakklát fyrir þann sveigjanleika sem þeir sýna. Það er ekki sjálfgefið að þetta efni sé tekið til hliðar í vinnslunni, því það skref hefur áhrif á þeirra ferli, en saman náum við að leggja okkar af mörkum til aukinnar sjálfbærni í iðnaðinum.“

This article is from: