1 minute read
Lífsspeki barnsins
Ísabella Maren Aronsdóttir
Hvað heitir þú ? Ísabella Hvað ertu gömul? Þriggja ára líka Ágúst og Tanja. Hvað heita mamma þín og pabbi ? Aron og Aðalheiður Jóna. Veist þú hvað sjómenn gera? Nei ég veit ekkert hvað þeir gera. Þekkir þú einhverja sjómenn? já, afi Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? nei Finnst þér fiskur góður? já, en hann bítur mig alltaf Hvað er skemmtilegast þegar mamma kemur heim úr vinnuni? Að koma heim. Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur heim úr vinnuni? Að koma heim og keyra vörubílinn. Hefur þú farið á sjó? Nei, bara í sund. Hefur þú farið á hestbak? Já, gobbidí gobbididí gobb Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að búa til jólin með skrauti.