1 minute read
Hátíð hafsins
Hátíð hafsins hefur verið haldin hátíðleg í Reykjavík fyrstu helgina í júní ár hvert. Allri skipulagðri skemmtidagskrá Hátíðar hafsins, helgina 5.-6. júní, verður aflýst þetta árið við Grandann og hafnarsvæðið í Reykjavík. Á Hátíð hafsins hafa verið að mæta í kringum 40.000 manns ár hvert um sjómannadagshelgina til að upplifa skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Boðið hefur verið upp á ýmsa fræðslu sem tengist lífríki sjávarins, sjómennsku, verðmætasköpun og öðru er við kemur mikilvægi sjávar- og hafnarstarfsemi. Þar að auki hefur verið skemmtidagskrá með söng og leik fyrir börn á svæðinu.
Vegna takmarkana sem nú gilda af heilbrigðisástæðum um návígi fólks verður ekki af hátíðinni, en aðstandendur hennar eru staðráðnir í að taka upp þráðinn á ný að ári með veglegri dagskrá á hafnarsvæðinu. Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins hefur allt frá árinu 1938 gengist fyrir skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn með ýmsum föstum dagskrárliðum. Áfram verður stefnt að því að gefa sjómannadeginum þann verðuga sess sem honum ber. Engu að síður er stefnt að því að halda minningarathöfn um drukknaða sjómenn og árlega sjómannamessu í Dómkirkjunni. Meiri óvissa er hinsvegar um hátíðalega athöfn þar sem fram fer heiðrun sjómanna.
Reykjavík 23. apríl 2021 Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdarstjóri Brims Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna Sigurður Garðarsson, framkvæmdarstjóri Sjómannadagsráðs Nánari upplýsingar veitir Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs í síma 892 1771 og Dagmar Haraldsdóttir verkefnastjóri Hátíðar hafsins í síma 698 8899.