8 minute read

Hönnun og hátækni í Hafnarfirði

Curio er hátækni- og nýsköpunarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Hafnarfirði. Elliði Hreinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Curio er brattur þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Curio keppist nú við að sækja á ný mið með tilkomu Marel í eigendahópinn og þróunarstarfið á nýjum fiskvinnsluvélum gengur betur en nokkru sinni fyrr.

Óvænt áhrif heimsfaraldurs

Óvæntur fylgifiskur heimsfaraldursins er hversu mikill tími hefur skapast hjá Curio til að þróa ný tæki og vélar. Elliði er þaulvanur því að flakka á milli sýninga og ferðast í starfi sínu og undanfarin ár hefur hann verið að heiman 40 til 50 daga á ári. „Eitt af afsprengjum Covid er að við erum að koma með mikið af nýjum tækjum á markað. Tæknideildin hefur haft mun meiri frið til þess sinna þróunarstarfi því það er minna um ferðalög og sýningar. Afraksturinn er nú þegar farinn að líta dagsins ljós með nýja sjóhausaranum okkar og roðflettivélinni fyrir frystitogarana,“ segir Elliði og ekkert lát virðist vera á nýjum tækjum frá Curio: „Það á bara eftir að bætast við með haustinu. Þetta eru vörur sem við höfum náð að klára hraðar en við reiknuðum með og hönnunarlega séð er árið í fyrra um það bil tvöfalt stærra en árið áður.“

Hjónaband Curio og Marel

Það er ekki bara faraldurinn sem hefur sett mark sit á starfsemi Curio heldur hefur náið samstarf með Marel, sem í fyrra keypti helmings hlut í fyrirtækinu opnað á ný og spennandi tækifæri fyrir Curio. „Við vorum trúlofuð í fyrra og urðum hlutdeildarfélag Marel og svo núna um áramótin giftum við okkur og urðum dótturfélag. Þetta fer mjög vel af stað,“ segir Elliði sem telur að mikill akkur sé í samstarfinu við Marel: „Það sem hefur helst háð okkur er að vera lítið fyrirtæki á hjara veraldar hér á Íslandi, þessi tenging við alþjóðlegt fyrirtæki skapar því öryggistilfinningu hjá

Elliði Hreinsson, framkvæmdastjóri Curio. Mynd aðsend

Flökunarvélarnar frá Curio eru víðfrægar. Mynd aðsend

Eitt af afsprengjum Covid er að við erum að koma með mikið af nýjum tækjum á markað. Tæknideildin hefur haft mun meiri frið til þess sinna þróunarstarfi því það er minna um ferðalög og sýningar. Við erum með okkar eigin rafmagnsmótora í öllum vélunum okkar í dag. Við prófuðum alla mótora sem voru í boði og fengum hvergi þau gæði sem við sættum okkur við. Þannig að við réðumst í það verkefni að hanna og smíða mótor sem er ryðfrír, vatnsheldur og vatnskældur.

viðskiptavinum okkar hvað varðar aðgengi að þjónustu og eftirfylgni.“ Með kaupum Marel á hlut í Curio er áralangt samstarf formgert, segir Elliði: „Áður komum við oft að stórum verkefnum með öðrum, og þá sérstaklega með Marel. Við seldum þá stök tæki sem viðbót við stærri lausnir, en nú erum við orðin hluti af lausninni. Þessa dagana vinnum við til að mynda að því að gera tækin okkar Innova samhæfð svo þau smellpassi inn í tölvukerfi Marel,“ segir Elliði.

Samstarfið hefur gengið vonum framar og ljóst er að fyrirtækin eiga mikla samleið. „Saman erum við komin með heildarlausn í hvítfiski, við klárum verkefnið. Þeir sjá um uppstillingu og heildarmyndina og við sköffum okkar tæki inn í þessa heildarlausn. Curio er helst í því að skera fisk, hausa, flaka og roðfletta. Marel er fyrir framan okkur í vinnsluflæðinu þar sem hráefnisflokkarar þeirra sinna móttökunni. Svo koma þeir aftur strax á eftir okkur með hraðsnyrtilínurnar, FleXicut og pökkunarróbotana,“ segir Elliði

Nýsmíði og nýjar tegundir

Curio nýtur einnig góðs af því víðtæka sölu-, markaðs- og þjónustukerfi sem Marel hefur byggt upp: „Við erum á fullu að þjálfa upp þjónustumenn út um allt og bæta við okkur mönnum. Núna er Marel orðið okkar stærsti viðskiptavinur og okkar verkefni er að fá þeirra fólk til að trúa jafn mikið á vélarnar okkar og við gerum. Það er heilmikil vinna að sýna vélarnar og kenna á þær, auk þess að veita söluteyminu stuðning og fylgja eftir verkefnum. Svo það er nóg að gera hjá okkur, verkefnin eru aðeins og öðruvísi og það er skemmtilegt. Með Marel þá förum við víðar og tökum þátt í nýjum og spennandi verkefnum, þróum tæki fyrir nýjar fisktegundir og ætlum okkur ótrúlegustu hluti.“

Ásamt Marel hefur fyrirtækið gert ýmsa þróunarsamninga við viðskiptavini fyrir ný verkefni og nú bætast við ýmsar eldistegundir í flóruna: „Við erum að koma með ný tæki inn í laxinn, tílapíu, túnfisk og ýmsar aðrar tegundir sem við höfum ekki verið að horfa á fram að þessu.“ Þátttaka í nýsmíði skipa, bæði hérlendis og í Færeyjum og á Grænlandi er einnig eitt af þeim nýju verkefnum sem Curio tekur tekur sér nú fyrir hendur: „Við vorum að klára fullnaðarlínu fyrir frystiskip, hausara,

Vélum frá Curio fjölgar jafnt og þétt í frystiskipum. Tvö þessara skipa eru í smíðum, Baldvin Njálsson GK og færeyski togarinn Gadus og verða vélar frá Curio settar í skipin. Þriðja skipið er grænlenski togarinn Sisimut þar sem hefur verið Curio vél í tvö ár. Þessi skemmtilegu skilaboð sendi skipverjinn Trondur Trondesen til Curio nú í febrúar: „Við erum mjög ánægðir með vélina sem við höfum nú notað í tvö ár án þess að nokkuð hafi komið uppá. Ég hef unnið við flökunarvélar í 30 ár og kynnst ýmsu en í stuttu máli þá er þetta frábær vél.“

flökunarvél og roðflettingu ásamt búnaði frá Marel á borð við flokkara og annað sem til þarf. Fram að þessu höfum við ekki lagt áherslu á þetta heldur verið algjörlega í landvinnslu á hvítfiski.“

Ekkert hálfkák

Hver er spekin á bak við þróunarstarf og vöruhönnun Curio? Elliði segir að áherslan hafi ávallt verið á nýtingu, útlit og gæði vöru en einnig að smíða sterkar vélar sem eru öruggar í rekstri. Í einsflæðis vinnslum nútímans er mikilvægt að lágmarka ganghlé og tryggja flæði vinnslunnar: „Þegar það er verið að vinna ferskt hráefni beint í flug skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Það er verið að hausa og flaka, skera með vatnskurði og pakka í kassa sem bruna svo sama dag út á flugvöll. Þá má ekkert klikka hjá okkur í framlínunni því þá sveltur allt sem kemur á eftir. Það er því stórt atriði hjá okkur að hægt sé að vera með fyrirbyggjandi viðhald, að tækin séu öflug og standi undir því að halda rekstrarörygginu í lagi og vinnslunni gangandi,“ segir Elliði.

Curio hefur því einsett sér að bjóða upp á tæki í allra hæsta gæðaflokki og þýðir það að stundum þarf að fara óhefðbundnar leiðir til að ná settum markmiðum. Curio hefur þannig ekki veigrað fyrir sér að hanna og smíða íhluti í sínar vélar frá grunni, segir Elliði: “Við erum með okkar eigin rafmagnsmótora í öllum vélunum okkar í dag. Við prófuðum alla mótora sem voru í boði og fengum hvergi þau gæði sem við sættum okkur við. Þannig að við réðumst í það verkefni að hanna og smíða mótor sem er ryðfrír, vatnsheldur og vatnskældur.“ Í mótornum er engin vifta, svo loft og bakteríur berast ekki um vinnsluna. Að sama skapi er vatnskælingin mun skilvirkari en loftkæling sem aftur veldur því að mótorinn hitnar ekki og það heldur vélarhita og bakteríuflórunni í skefjum eins og hægt er. Ef allir eru að hanna eitthvað og taka bara það sem er til í hillunni fara allir af stað með sama dótið í sandkassann. Þú mokar ekkert meira en hinir ef allir eru með eins skóflu. Þá verður þú að smíða þína eigin skóflu til að hafa eitthvað betra en hinir.

Nýr mótor í dótakassann

Nú stendur yfir vinna hjá Curio við að þróa nýjan tölvustýrðan mótor, svokallaðan servómótor án gíra sem sameinar bæði afl og hraða: „Það sem svona servó kerfi eiga erfiðast með er að finna ná fram bæði afli og hraða. Yfirleitt eru svona mótorar búnir gírum sem þýðir að þegar þú eykur aflið þá minnkar hraðinn, og öfugt. Þetta er algengt vandamál og menn dansa þarna á milli, reyna að komast eins langt og hægt er þangað til þeir lenda á vegg,“ segir Elliði. Við hönnun nýrra tölvustýrðra véla lenti Curio á sama vegg: „Okkur vantaði bæði afl og hraða, en gátum aldrei haft hvort tveggja. Við fórum lengri leiðina, ákváðum að skoða hvað væri í boði, fórum víðreist um heiminn og heimsóttum fyrirtæki í þessum geira og enduðum á að draga nokkur erlend fyrirtæki í samstarf með okkur um að hanna servódrif sem gæti boðið upp á hvort tveggja.“

Með þessu leitar Curio dýpra í iðnaðinn segir Elliði: „Við erum ekki að taka tilbúna íhluti heldur förum við inn á íhlutaframleiðendamarkaðinn. Við höfum gert þetta í nokkrum tilfellum og það hefur reynst okkur vel og komið vel út.“ Ástæðan fyrir þessum æfingum er einföld. „Ef allir eru að hanna eitthvað og taka bara það sem er til í hillunni fara allir af stað með sama dótið í sandkassann. Þú mokar ekkert meira en hinir ef allir eru með eins skóflu. Þá verður þú að smíða þína eigin skóflu til að hafa eitthvað betra en hinir. Það er þannig sem maður lítur á þetta, að sætta sig ekki bara við það sem er til í dótabúðinni, smíða þá nýtt dót ef það sem þú vilt fá er ekki til,“ segir Elliði kátur í bragði. Fyrsta „barnið“ í þessari línu eins og hann orðar það er nú á leið í prófanir á tilraunastofu erlendis þar sem það verður látið púla og mælt og skoðað í bak og fyrir. Nú þegar eru fjórar vélar tilbúnar hjá Curio sem bíða eftir þessum íhlut svo hægt sé að setja þær í sölu.

Spennandi tímar

Það er því margt spennandi fram undan hjá Curio og sér Elliði fyrir sér að hægt verði að bæta við starfsfólki í tímabundin verkefni en þannig geti fyrirtækið einnig sinnt samfélagslegri ábyrgð sinni þegar atvinnuleysi á landinu mælist 11%: „Við erum að skilgreina verkefni sem hægt væri að leysa með þessum hætti og út úr því gætu skapast 5-6 tímabundnar stöður. Svo er aldrei að vita nema fólk ílengist hjá okkur. Margt smátt gerir eitt stórt og ef allir sem geta leggja sitt af mörkum þá er hægt að hafa mikil áhrif. Það þarf ekki nema 10 fyrirtæki eins og okkur til að skapa 50 störf sem koma fólki í vinnu og gefa þeim ómetanlega reynslu.“

This article is from: