2 minute read
Fjarðabyggðarhafnir – Miðstöð sjávarútvegs
Reyðarfjarðarhöfn
Í Fjarðabyggð eru alls átta hafnir í rekstri; í Mjóafirði, Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og tvær í Reyðarfirði. Hvergi á landinu eru jafn margar hafnir á forræði eins sveitarfélags eins og í Fjarðabyggð. Og starfseminn er fjölbreytt; spannar allt frá Norðfjarðarhöfn og Mjóeyrarhöfn, sem eru með stærstu höfnum landsins, að Mjóafjarðarhöfn, sem er með þeim minnstu á landinu.
Fjölbreytt og öflug starfsemi Fjarðabyggðarhafna
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins í Fjarðabyggð eru staðsett þrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, Síldarvinnslan h/f, Eskja hf. og Loðnuvinnslan hf. Árlega eru gríðarlegu magni af afla landað við hafnir Fjarðabyggðarhafna, og eru þær sannköllið miðstöð sjávarútvegs.
Önnur meginstoðinn í atvinnulífi Fjarðabyggðar og starfsemi Fjarðabyggðarhafna er starfsemi Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Í tenglsum við það fara fram miklir flutningar við stærstu höfn Fjarðabyggðar á Mjóeyri við Reyðarfjörð. Þá hefur fiskeldi vaxið fiskur
Fáskrúðsfjarðarhöfn
um hrygg í Fjarðabyggð undanfarinn ár, og aukið enn á fjölbreytileika í starfsemi Fjarðabyggðarhafna.
Þjónusta veitt allan sólarhringinn
„Í Fjarðabyggðahöfnum er alla almenna þjónustu að fá og sífellt unnið að því að bæta hana enn frekar,“ segir Þórður Vilberg Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar. „ Við leggjum áherslu á að þjónusta hafnanna sé framúrskarandi, og komi sem best til móts við þarfir notenda“
Fjarðabyggðarhafnir þjóna skipum, bátum og öðrum sem leið eiga um hafnir Fjarðabyggðar eða hafnarsvæðin. Þjónusta hafnanna er ætluð útgerðum, fyrirtækjum og einstaklingum. Starfsstöðvar hafna eru opnar kl. 8:00-17:00 virka daga, en þjónusta er veitt allan sólarhringinn. Utan vinnutíma er þjónustu sinnt með útköllum í vaktsíma viðkomandi hafna.
Fjarðabyggðarhafnir eru með einn dráttarbát í rekstri og er togkraftur hans 27,8 tonn. Einnig er vatnsbyssa um borð sem afkastar 300 m3 / klst. Um gjald fyrir þjónustu dráttarbátsins fer skv. gjaldskrá hafnarsjóðs Fjarðabyggðar.
Horft til framtíðar
Fjarðabyggðarhafnir hafa framkvæmd mikið undanfarinn ár, og framundan eru verkefni sem miða að því að bæta þjónustu hafnanna og mannvirki til framtíðar og koma til móts við auknar kröfur notenda. Þannig er um þessar mundir unnið að því að taka fyrstu skref við rafvæðingu Mjóeyrarhafnar, en þar verður sett upp ný spennistöð sem nýtast mun í framtíðinni við landtengingu skipa.
Síðasta sumar var unnið að því að dæla upp efni við Mjóeyrarhöfn sem lið í undirbúningi annars áfanga hafnarinnar. „Þá er einnig að hefjast vinna við stækkun Eskifjarðarhafnar þar sem gerður verður nýr hafnarkantur við nýtt uppsjávarfrystihús og rísandi frystigeymslu Eskju. Við Stöðvarfjarðarhöfn er nýbúið að taka í notkun nýjan viðlegukant, og vinna er hafin við uppsetningu á svipuðum kanti við höfnina á Breiðdalsvík,“ segir Þórður.
„Framtíðin Fjarðabyggðarhafna er björt, og framundan eru mörg spennandi verkefni til framtíðar. Fjarðabyggðarhafnir munu halda áfram að vaxa og dafna og veita notendum sínum nútímalega og góða þjónustu“ bætir Þórður við að lokum.