8 minute read

Draumaveröld framtíðar

Jón Heiðar Pálsson, framkvæmdastjóri sölu hjá Wise. Ljósmynd: Wise.

Það ætti öllum að vera ljóst að sá frábæri árangur sem náðst hefur í íslenskum sjávarútvegi síðustu áratugina má ekki síst þakka öflugri nýsköpun og virkri tækniþróun innan iðnaðarins. Nú hefur fjórða iðnbyltingin hafið innreið sína og sú stafræna umbreyting sem á sér stað á öllum sviðum samfélagsins og viðskiptalífsins mótar sífellt fleiri hlekki í virðiskeðju sjávarfangs. Blaðamaður Sjávarafls leit í heimsókn til Jóns Heiðars Pálssonar, framkvæmdastjóra sölusviðs hugbúnaðar- og viðskiptalausnafyrirtækisins Wise, til að ræða framtíðina í þessum efnum.

Allar upplýsingar á einum stað

Wise, sem áður hét Maritech, hefur getið sér gott orð hér á landi og víðar fyrir alhliða hugbúnaðarlausnir sem gera notendum kleift að taka góðar og vel upplýstar viðskiptaákvarðanir. Lausnir Wise byggja á bókhalds- og viðskiptahugbúnaðinum Microsoft Dynamics 365 Business Central en Wise er einnig einn stærsti endursöluaðili kerfisins hér á landi. Wise hefur um árabil boðið upp á sérhannaða lausn fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem kallast WiseFish og segir Jón Heiðar að á bilinu 80-90 prósent alls kvóta á Íslandi fari í gegnum kerfið með einum eða öðrum hætti. 20 ár eru síðan Wisefish kom fyrst á markað og var það mikil bylting fyrir iðnaðinn segir Jón Heiðar: „Grundvallarmunurinn á Wisefish og öðrum kerfum er að í nánast öllum tilvikum var þetta þannig að menn voru með sérstakt bókhaldskerfi, sérstakt birgðakerfi, sölukerfi frá þriðja aðila og sjómannalaunakerfi frá einhverjum öðrum. Kerfin töluðu ekki saman og þetta var ekki heild eins og WiseFish er í dag. Í WiseFish er öllum gögnum um virðiskeðju sjávarafurða safnað saman á einn stað sem veitir einstaka innsýn inn í ferlið frá veiðum og vinnslu til sölu og dreifingar.“ Upplýsingarnar voru því svo að segja á rúi og stúi hér og þar í virðiskeðjunni, en með tilkomu WiseFish var hægur leikur að safna öllu saman í miðlægan gagnagrunn þar sem ekki lengur þarf að skrá hlutina á mörgum stöðum heldur flæða gögnin á milli. Þegar Navision, sem nú heitir Business Central kom fram á sjónarsviðið var kominn grunnur að því að samkeyra gögnin og auðvelda alla ferla. „Það sem við gerum er að búa til viðmótið „fiskur” fyrir þetta kerfi sem er notað af 150.000 fyrirtækjum um allan heim. Við þurfum ekki að útfæra grunnþróun á viðskipta- og birgðabókhaldi, heldur einbeitum okkur að sérhönnuðum aðlögunum og viðbótum til að mæta kröfum sjávarútvegsins. Wisefish var þannig fyrsta kerfið sem sameinaði alla þessa þætti sjávarútvegsfyrirtækja á einn stað. Þannig getur hver og einn einbeitt sér að sínu hlutverki,“ segir Jón Heiðar og bætir kíminn við: „Sölumaður þarf ekki að hafa neitt vit á bókhaldi, hann þarf bara að kunna að selja fisk!“

Góðar upplýsingar - góðar ákvarðanir

Líkt og segir í upphafi greinar hafa tækniframfarir síðustu ára og áratuga sett mark sitt á sjávarútveginn. Undir lok síðustu aldar hófst hin svokallaða stafræna umbreyting (e. digital transformation) sem lagði grunninn til að mynd að samtengdum vinnslulínum og þeirri þróun í samskiptatækni sem býr að baki nýjungum dagsins í dag. Til þess að taka góðar ákvarðanir þarf góðar upplýsingar. Með tengingu við ýmis

Sölugreining.

Í WiseFish er öllum gögnum um virðiskeðju sjávarafurða safnað saman á einn stað sem veitir einstaka innsýn inn í ferlið frá veiðum og vinnslu til sölu og dreifingar.

jaðartæki svo sem vogir og snjallsíma og samþættingu við til dæmis Innova hugbúnað Marel geta notendur WiseFish haft yfirsýn yfir veiðar, vinnslu, birgðir, sölu og dreifingu betur en nokkurn tímann áður og hagað starfseminni eftir því hvað er besta ákvörðunin hverju sinni. Jón Heiðar minnist þess hvernig ástandið var fyrr á tímum: „Ég man alltaf eftir því, ég held að ég hafi verið 11 ára þegar ég var kallaður í frystihúsið fyrir vestan og þegar ég gekk inn þá voru að minnsta kosti 20 tonn af steinbít á gólfinu. Þarna vorum við tveir strákar með einn gogg og það varð að vinna þetta strax og allir sem vettlingi gátu valdið voru kallaðir frá skólanum til að bjarga aflanum. Það var ekki sama skynsemin í þessum veiðum þá. Í dag er hægt að standa mun betur að þessu því gögnin styðja undir miklu betra skipulag.“

Framtíðin liggur í gervigreindinni

Stór hluti vinnslu og framleiðslu á sjávarfangi hefur nú þegar verið sjálfvirknivæddur, en brátt líður að því að stíga næsta skref og nýta gervigreind til að styðja við ákvarðanatöku. Það er draumur Jóns Heiðars: „Hugsum okkur framleiðslustjóra sem fær 20 tonn af fiski inn, og úr honum er hægt að framleiða 100 mismunandi afurðir. Sú ákvörðun veltur á ótal þáttum eins og stærð og aldurs afla, hvaða pakkning er hagstæðust, hvaða söluverð fæst fyrir ólíkar afurðir eftir hvaða vöru kaupendur bíða og svo framvegis. Það eru á bilinu 30 til 40 vísar sem þú þarft að geta lesið úr á augabragði til að skilja hver er besta leiðin til að vinna úr aflanum.“ Jón Heiðar sér fyrir sér að gervigreind muni í framtíðinni koma að því að ákvarða vinnsluleiðir til að ná sem mestri hagkvæmni og framleiðni út úr þeirri takmörkuðu auðlind sem

Jón Heiðar minnist þess hvernig ástandið var fyrr á tímum: „Ég man alltaf eftir því, ég held að ég hafi verið 11 ára þegar ég var kallaður í frystihúsið fyrir vestan og þegar ég gekk inn þá voru að minnsta kosti 20 tonn af steinbít á gólfinu. Þarna vorum við tveir strákar með einn gogg og það varð að vinna þetta strax og allir sem vettlingi gátu valdið voru kallaðir frá skólanum til að bjarga aflanum. Það var ekki sama skynsemin í þessum veiðum þá. Í dag er hægt að standa mun betur að þessu því gögnin styðja undir miklu betra skipulag.“

Framleiðslugreining heildartölur. „Í þessum stafræna heimi sem við búum í væri hægt að sækja gögn úr sölu-, veiði-, vinnslu-, og viðskiptasögunni úr 100 stöðum í kerfinu til að sameina á einn stað til að hjálpa þér að taka bestu hugsanlegu ákvörðunina. Þetta er draumurinn sem við erum að vinna okkur í áttina að.”

við höfum til ráðstöfunar: „Í þessum stafræna heimi sem við búum í væri hægt að sækja gögn úr sölu-, veiði-, vinnslu-, og viðskiptasögunni úr 100 stöðum í kerfinu til að sameina á einn stað til að hjálpa þér að taka bestu hugsanlegu ákvörðunina. Þetta er draumurinn sem við erum að vinna okkur í áttina að.“ En er þetta raunhæft? Hver er staðan í dag? „Hægt og rólega erum við komin með alls konar gagnastrauma og allar upplýsingar í kerfinu sem í raun myndu gera það mögulegt að reikna þetta út,“ svarar Jón Heiðar bjartsýnn. „Veiðiferðir eru skráðar í WiseFish, afli, hitastig, staðsetning og svo framvegis og þannig getur þú fylgst með hráefninu og vitað hvað er í lestinni, í hvaða körum, stærð, aldur og þar fram eftir götunum. Þegar skipið kemur í höfn er framleiðslustjórinn búinn að gera áætlun um hvað hann ætlar að gera við þennan afla því hann veit nákvæmlega hver hann er og hann ráðstafar aflanum í ýmsar vinnsluleiðir. Þá viljum við hafa gervigreindina til að hjálpa honum að velja vinnsluleiðirnar miðað við stöðuna á því augnabliki varðandi hvað markaðurinn er að biðja um og hvað eru sölumennirnir að selja.“ Gervigreind býður einnig upp á forspárgildi sem nýst getur í sölu og markaðssetningu á vörum segir Jón Heiðar: „ Sölumaður getur þá séð á einum stað hvað er til á lager og hvað mun vera til, því framleiðslan er gagnsæ og hægt að stýra henni miðað við eftirspurn og aðstæður. Þar með getur hann verið mun fyrri til bjóða sínum viðskiptavinum vöruna mögulegt er í dag því hann sér hvað er í vinnslu, hvers konar afli er að koma inn og hann veit hvaða vörur hann getur boðið upp á á meðan varan er enn úti á sjó sem nýveitt hráefni.”

Næstu skref

Undir lok árs verður ný útgáfa af WiseFish tilbúin. Um þessar mundir vinnur Wise hörðum höndum að því ásamt ráðgjafafyrirtækinu Itera að gera nýju útgáfuna enn betri og notendavænni en þær fyrri. Ætlunin er að koma lausnum Wise á sölutorg Microsoft en til þess þarf kerfið að uppfylla stranga staðla hvað varðar gæði, virkni og stuðning. Nýja útgáfan verður viðbót við Business Central, fremur en innbyggð í kerfið og auðveldar það uppsetningu og uppfærslur fyrir notendur og samstarfsaðila. Á sama tíma verður tekin í notkun skýjalausn Microsoft en samkvæmt Jóni Heiðari er það lykilbreyting sem opnar á ýmsa tæknilega möguleika, meðal annars nýtingu gervigreindar: „Í fornöld þegar ég var að byrja í þessu, þá var ein tölva niðri í Síðumúla sem keyrði 30 fyrirtæki, svo gott sem öll sjávarútvegsfyrirtæki á landinu þá. Bónuskerfi fyrir öll frystihúsin voru keyrð í sama kerfinu. Þá var hægt að bera sig saman við hin fyrirtækin án þess að vita endilega hver var hvað. Okkur langar að taka þessa hugmynd upp á næsta stig, svo allir notendur WiseFish geti hlaðið tilteknum gögnum nafnlaust upp í skýið og fengið aðgang að ítarlegum samanburði sem hjálpar til við að finna bestu lausnirnar hverju sinni.“ Slíkur samanburður og aðstoð gervigreindar við ákvarðanatöku hefur ekki einungis fjárhagslegan ávinning í för með sér. Auk þess sem má hagræða og straumlínulaga með hjálp tækninnar er einnig hægt að vinna að aukinni sjálfbærni og grænum markmiðum. Kolefnisfótspor vöru spilar til dæmis sífellt stærra hlutverk í vali neytenda og með þeirri yfirsýn og innsýn sem WiseFish veitir er hægt að stýra betur því ferðalagi sem afli þarf að fara allt frá löndun og upp á matardisk. Með því að koma í veg fyrir óþarfa ferðalög er kolefnislosun minnkuð og dregið er úr líkum á óvæntum hitastigsbreytingum sem geta haft áhrif á gæði og geymsluþol vörunnar. Það er ljóst að þegar kemur að skipulagningu hvar svo sem er í virðiskeðju sjávarafurða skiptir öllu máli að geta tekið upplýstar ákvarðanir miðað við bestu upplýsingar hverju sinni. „Með því að nýta okkur heildarlausnir og gervigreind getum við farið enn lengra en við gerum í dag. Öll gögnin liggja fyrir til að taka allar þessar ákvarðanir, en það er ofboðslega erfitt að vinna úr þeim því þetta er svo mikið. Nú er bara að hjálpa betur til við ákvarðanatökur, svo þær verði markvissari og hægt sé að velja rétt í hvert skipti,“ segir Jón Heiðar að lokum.

This article is from: