Jón Heiðar Pálsson, framkvæmdastjóri sölu hjá Wise. Ljósmynd: Wise.
Draumaveröld framtíðar Það ætti öllum að vera ljóst að sá frábæri árangur sem náðst hefur í íslenskum sjávarútvegi síðustu áratugina má ekki síst þakka öflugri nýsköpun og virkri tækniþróun innan iðnaðarins. Nú hefur fjórða iðnbyltingin hafið innreið sína og sú stafræna umbreyting sem á sér stað á öllum sviðum samfélagsins og viðskiptalífsins mótar sífellt fleiri hlekki í virðiskeðju sjávarfangs. Blaðamaður Sjávarafls leit í heimsókn til Jóns Heiðars Pálssonar, framkvæmdastjóra sölusviðs hugbúnaðar- og viðskiptalausnafyrirtækisins Wise, til að ræða framtíðina í þessum efnum.
Snorri Rafn Hallsson
Allar upplýsingar á einum stað Wise, sem áður hét Maritech, hefur getið sér gott orð hér á landi og víðar fyrir alhliða hugbúnaðarlausnir sem gera notendum kleift að taka góðar og vel upplýstar viðskiptaákvarðanir. Lausnir Wise byggja á bókhalds- og viðskiptahugbúnaðinum Microsoft Dynamics 365 Business Central en Wise er einnig einn stærsti endursöluaðili kerfisins hér á landi. Wise hefur um árabil boðið upp á sérhannaða lausn fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem kallast WiseFish og segir Jón Heiðar að á bilinu 80-90 prósent alls kvóta á Íslandi fari í gegnum kerfið með einum eða öðrum hætti. 20 ár eru síðan Wisefish kom fyrst á markað og var það mikil bylting fyrir iðnaðinn segir Jón Heiðar: „Grundvallarmunurinn á Wisefish og öðrum kerfum er að í nánast öllum tilvikum var þetta þannig að menn
14
SJÁVARAFL JÚNÍ 2021
voru með sérstakt bókhaldskerfi, sérstakt birgðakerfi, sölukerfi frá þriðja aðila og sjómannalaunakerfi frá einhverjum öðrum. Kerfin töluðu ekki saman og þetta var ekki heild eins og WiseFish er í dag. Í WiseFish er öllum gögnum um virðiskeðju sjávarafurða safnað saman á einn stað sem veitir einstaka innsýn inn í ferlið frá veiðum og vinnslu til sölu og dreifingar.“ Upplýsingarnar voru því svo að segja á rúi og stúi hér og þar í virðiskeðjunni, en með tilkomu WiseFish var hægur leikur að safna öllu saman í miðlægan gagnagrunn þar sem ekki lengur þarf að skrá hlutina á mörgum stöðum heldur flæða gögnin á milli. Þegar Navision, sem nú heitir Business Central kom fram á sjónarsviðið var kominn grunnur að því að samkeyra gögnin og auðvelda alla ferla. „Það sem við gerum er að búa til viðmótið „fiskur” fyrir þetta kerfi sem er notað af 150.000 fyrirtækjum um allan heim. Við þurfum ekki að útfæra grunnþróun á viðskipta- og birgðabókhaldi, heldur einbeitum okkur að sérhönnuðum aðlögunum og viðbótum til að mæta kröfum sjávarútvegsins. Wisefish var þannig fyrsta kerfið sem sameinaði alla þessa þætti sjávarútvegsfyrirtækja á einn stað. Þannig getur hver og einn einbeitt sér að sínu hlutverki,“ segir Jón Heiðar og bætir kíminn við: „Sölumaður þarf ekki að hafa neitt vit á bókhaldi, hann þarf bara að kunna að selja fisk!“
Góðar upplýsingar - góðar ákvarðanir Líkt og segir í upphafi greinar hafa tækniframfarir síðustu ára og áratuga sett mark sitt á sjávarútveginn. Undir lok síðustu aldar hófst hin svokallaða stafræna umbreyting (e. digital transformation) sem lagði grunninn til að mynd að samtengdum vinnslulínum og þeirri þróun í samskiptatækni sem býr að baki nýjungum dagsins í dag. Til þess að taka góðar ákvarðanir þarf góðar upplýsingar. Með tengingu við ýmis