4 minute read

Störfin í fiskeldinu – fjölbreytt og eftirsótt

Lítil frétt í fjölmiðlum á dögunum varpaði athyglisverðu ljósi á þá fjölþættu atvinnusköpun sem á sér stað á degi hverjum vegna uppbyggingu laxeldis. Í fréttinni var frá því greint að hafin væri bygging umbúðaverksmiðju á Djúpavogi. Fjárfestingin næmi um 1,5 milljarði króna og myndi fjölga störfum í byggðalaginu. Umbúðirnar verða notaðar undir laxaframleiðslu sem fyrir er á staðnum og er undirstöðugrein þessa litla en vaxandi byggðalags.

Þetta er enn eitt dæmið um hin jákvæðu áhrif sem við höfum kynnst á Vestfjörðum og Austfjörðum vegna laxeldis. Það hefur vaxið verulega á undanförnum árum og er nú orðið markverður hluti vöruútflutningsins og mikilvægur þáttur í þjóðarbúskapnum og atvinnusköpun. Ekki síst á landsbyggðinni.

Þróunin er bara rétt að byrja

Núna er fiskeldi sem óðast að slíta barnsskónum. Við höfum séð störfin verða til, byggðirnar eflast sem njóta góðs af uppbyggingunni og þar sem áður var hnignun eða varnarbarátta er núna vöxtur, fjólksfjölgun og bjartsýni ríkjandi.

Það hlýtur að teljast afar jákvætt að störf sem verða til eru ótrúlega fjölbreytt og kalla á fjölþætta reynslu, þekkingu og sérhæfingu. Enda hefur reynslan sýnt að karlar jafnt og konur sækjast eftir þessum störfum. Ungt fólk sest að í byggðum þar sem meðalaldurinn var áður hærri að jafnaði, en á landinu í heild.

Aukin framleiðsla eldisfyrirtækja skapar forsendur fyrir nýrri starfsemi, eins og dæmið af kassaverksmiðjunni á Djúpavogi er gott dæmi um. Óteljandi störf hafa þegar orðið til í margvíslegri þjónustu. Með meira framleiðslumagni mun sú þróun halda áfram. Fóðurframleiðsla flyst inn í landið, en fóðrið hefur hingað til að mestu verið innflutt. Aukin framleiðsla skapar einnig möguleika á frekari úrvinnslu á afurðum, þar sem beitt verður tækni sem íslensk hátæknifyrirtæki hafa þróað. Fyrirtæki á borð við Marel, Skaginn 3X, Valka og fleiri munu koma sterk inn. Á komandi árum munum við því sjá enn frekari og fjölbreyttari atvinnusköpun.

Einar K. Guðfinnsson.

Seiðaeldisstöðvar hafa risið, jafnt sunnanlands og norðan og auðvitað einnig í nágrenni fiskeldisstöðva og er ekkert lát á þeirri uppbyggingu. Skólastarf á öllum námsstigum, sem þjónar fiskeldinu, blómstrar sem aldrei fyrr. Vísindamenn vinna að margvíslegum verkefnum sem tengjast fiskeldi og áfram mætti lengi telja.

Góð laun – eftirsótt störf

En það er ekki nóg að skapa störf. Mikilvægt er að þau séu fjölþætt og vel borguð og veki áhuga sem flestra. Í athyglisverðri grein sem Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS skrifaði nýlega eru birtar opinberar tölur um staðgreiðsluskyldar launagreiðslur á mánuði eftir atvinnugreinum. Þar kemur í ljós að fiskeldið er í flokki þeirra atvinnugreina sem greiða hvað hæstu launin. Þetta er auðvitað afar ánægjulegt og skýrir meðal annars að störfin í greininni eru eftirsótt og jafnan fleiri en færri um hvert starf.

Staðreyndirnar frá Vestfjörðum

Í nýrri skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins KPMG, sem unnin var fyrir Vestfjarðastofu um áhrif fiskeldis á Vestfirði, er lagt mat á framtíðarmöguleikana miðað við fyrirliggjandi áhættumat sem gerir ráð fyrir 64.500 tonna lífmassa. Engin ástæða er til annars en að ætla að áhrifin yrðu sams konar á Austfjörðum, en þar gerir áhættumatið ráð fyrir um 42 þúsund tonna lífmassa. Í skýrslunni kemur ma eftirfarandi fram:

1. Áætlað er að fjöldi beinna starfa á Vestfjörðum verði allt að 640 2. Áætlað er að fjöldi óbeinna/afleiddra starfa á Vestfjörðum verði allt að 390 3. Áætlað er að allt að 1.850 íbúar gætu byggt afkomu sína á fiskeldi að einhverju leyti 4. Áætlað söluverðmæti afurða er um 46 milljarðar króna 5. Áætlað skattaspor þegar framleiðsla er í hámarki yrði 2,2 milljarðar króna, þar af nema greiðslur til sveitarfélaga 1,1 milljarði króna

Viltu hætta að handstýra kerfinu? Við stillum loftræstikerfi

Fiskeldið verður ein af meginstoðum hagkerfisins

Ljóst er að fiskeldi, einkanlega laxeldi, mun vaxa á næstu árum. Eftir tvö ár verður laxeldisframleiðslan orðin um 55 þúsund tonn, sem er átjánföldun á einum áratug. Innan fárra ára verður framleiðslan væntanlega komin að þeim mörkum sem áhættumatið setur, 106 þúsund tonnum af lífmassa. Ætla má að eldi á regnbogasilungi muni aukast eftir mikinn samdrátt á síðustu árum. Þá hefur bleikjueldi allar forsendur til þess að vaxa með svipuðum hætti og verið hefur á næstu árum.

Það er því ljóst að fiskeldi á Íslandi verður á næstu árum ný meginstoð í íslenskri sjávartengdri framleiðslu og þýðingarmikill þáttur í efnahagslegri hagsæld Íslands, líkt og við þekkjum hjá öðrum þjóðum við Norður–Atlantshaf.

Einar K. Guðfinnsson Starfar að fiskeldismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi

Virkni loftræstikerfa er okkar fag! Sjóferðabæn

Það var siður að fara með sjóferðabæn áður en haldið var til veiða. Sjómennirnir tóku ofan höfuðföt meðan bænin var lesin og signdu sig eftir lesturinn. Stundum var bætt við „Faðir vor“. Misjafnt er eftir landshlutum hve lengi þessum sið var haldið en lestur sjóferðabæna lagðist niður á Norðurlandi um 1915.

„Guð gefi okkur góðar Stundir, skipi og mönnum Í Jesú nafni – amen“

Innilegar hátíðarkveðjur í tilefni sjómannadagsins

This article is from: