Hönnun og hátækni í Hafnarfirði
Snorri Rafn Hallsson
Curio er hátækni- og nýsköpunarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Hafnarfirði. Elliði Hreinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Curio er brattur þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Curio keppist nú við að sækja á ný mið með tilkomu Marel í eigendahópinn og þróunarstarfið á nýjum fiskvinnsluvélum gengur betur en nokkru sinni fyrr. Óvænt áhrif heimsfaraldurs Óvæntur fylgifiskur heimsfaraldursins er hversu mikill tími hefur skapast hjá Curio til að þróa ný tæki og vélar. Elliði er þaulvanur því að flakka á milli sýninga og ferðast í starfi sínu og undanfarin ár hefur hann verið að heiman 40 til 50 daga á ári. „Eitt af afsprengjum Covid er að við erum að koma með mikið af nýjum tækjum á markað. Tæknideildin hefur haft
22
SJÁVARAFL JÚNÍ 2021
mun meiri frið til þess sinna þróunarstarfi því það er minna um ferðalög og sýningar. Afraksturinn er nú þegar farinn að líta dagsins ljós með nýja sjóhausaranum okkar og roðflettivélinni fyrir frystitogarana,“ segir Elliði og ekkert lát virðist vera á nýjum tækjum frá Curio: „Það á bara eftir að bætast við með haustinu. Þetta eru vörur sem við höfum náð að klára hraðar en við reiknuðum með og hönnunarlega séð er árið í fyrra um það bil tvöfalt stærra en árið áður.“
Hjónaband Curio og Marel Það er ekki bara faraldurinn sem hefur sett mark sit á starfsemi Curio heldur hefur náið samstarf með Marel, sem í fyrra keypti helmings hlut í fyrirtækinu opnað á ný og spennandi tækifæri fyrir Curio. „Við vorum trúlofuð í fyrra og urðum hlutdeildarfélag Marel og svo núna um áramótin giftum við okkur og urðum dótturfélag. Þetta fer mjög vel af stað,“ segir Elliði sem telur að mikill akkur sé í samstarfinu við Marel: „Það sem hefur helst háð okkur er að vera lítið fyrirtæki á hjara veraldar hér á Íslandi, þessi tenging við alþjóðlegt fyrirtæki skapar því öryggistilfinningu hjá