4 minute read

Ugla og Canvas

Next Article
Sjóðir

Sjóðir

UGLA OG CANVAS UGLA AND CANVAS

Haustið 2020 tók Háskóli Íslands í notkun námsumsjónarkerfi sem heitir Canvas. Það er algengasta námsumsjónarkerfi í háskólum á Norðurlöndum og er notað í mörgum af fremstu háskólum heims, t.d. Harvard, Oxford og Stanford. Canvas býður upp á ótal nýja möguleika í kennslu, til dæmis tækifæri á auknu samstarfi um námskeið þvert á landamæri milli háskóla sem nýta kerfið. Á vormisseri 2020 fóru fram ítarlegar prófanir á kerfinu í Háskóla Íslands þar sem rúmlega 60 kennarar og 2.300 nemendur prófuðu kerfið. Hægt er að kynna sér þessa breytingu á vefsíðunni canvas.hi.is. Last fall, the University of Iceland began using a learning management system called Canvas. Canvas is the most common learning management system in the Nordic countries and is used at some of the world’s top universities, including Harvard, Oxford, and Stanford. Canvas opens up tons of new possibilities for instruction, for instance the opportunity to collaborate across international borders with other universities that use the system. UI conducted a trial run in spring 2020, with over 60 instructors and 2300 students testing out the platform. You can learn more about the switch to Canvas at canvas.hi.is.

Advertisement

Í Canvas fá nemendur góða yfirsýn yfir námsmat, nálgast námsgögn og leslista, einkunnir og tilkynningar frá kennurum. Þar geta nemendur og kennarar meðal annars talað saman á myndbandsformi. Gott viðmót og aðgengilegt lestrarumhverfi taka á móti nemendum í Canvas, þar er hægt að stækka texta og skipta um lit á bakgrunni en það gagnast sérstaklega þeim sem eiga erfitt með lestur.

Í Canvas er til dæmis hægt að nálgast: » Einkunnir (Lokaeinkunn verður áfram á Uglunni en einkunn úr verkefnum og prófum færist í Canvas) » Tilkynningar frá kennurum » Kennsluáætlanir » Námsefni » Skil á verkefnum » Upptökur af fyrirlestrum

Allar grunnupplýsingar og ýmis önnur tól sem nemendur nýta sér verða þó áfram í Uglunni, til dæmis árleg skráning í námskeið, upplýsingar um námsferil, stundataflan, upplýsingar um próf og árleg kennslukönnun. Uglan er innra net Háskóla Íslands. Hún er mikilvægur upplýsingavettvangur og öflugt verkfæri starfsfólks, nemenda og kennara við háskólann. Þar að auki virðist hún eiga sjálfstætt líf og hressir stúdenta við með stórskemmtilegum skilaboðum á heimasíðu sinni á hverjum degi.

SMÁUGLAN OG CANVAS APPIÐ

SmáUglan er smáforrit fyrir snjallsíma þar sem stúdentar geta nálgast ýmsar gagnlegar upplýsingar á skömmum tíma.

Í SmáUglunni er til dæmis hægt að nálgast: » Stundatöflu » Tilkynningar » Próftöflu » Kennsludagatal » Þjóðskrá » Matseðil Hámu » Upplýsingar um viðburði » Opnunartíma bygginga » Kort af háskólasvæðinu » Símaskrá starfsmanna

Canvas allows students to keep tabs on grading criteria, access course materials and reading lists, view grades, and see announcements from instructors. It also gives students and teachers the chance to video chat. Canvas has a good interface and creates an accessible reading environment, allowing students to zoom in on the text or change the background color, which can be particularly helpful for students with reading difficulties.

With Canvas, you can: » See your grades (final grades will still be visible on Ugla, but grades for individual assignments and exams will move to

Canvas) » View announcements from your instructors » Access syllabi, class materials, and recordings of lectures » Submit assignments

All basic information and various other tools will continue to be available on Ugla, including registration, class schedules, exam information, and annual instruction surveys. Ugla is the university’s intranet. A powerful tool for students, staff, and instructors alike, Ugla is both an information portal and communication forum. The owl seems to have a mind of its own and often posts creative messages that make students smile.

SMÁUGLA (THE UGLA APP) AND THE CANVAS APP

The “Little Owl” app gives students access to all sorts of information at their fingertips.

With Smáugla, you can: » View timetables, exam schedules, and the academic calendar » Access Registers Iceland (Þjóðskrá) » See announcements and a calendar of upcoming events » View the weekly menu for Háma » Find the opening hours for campus buildings » View campus maps » Search the employee directory

SmáUglan er notuð samhliða Canvas appinu þar sem nemendur geta fylgst með náminu frá AÖ. Til dæmis fá nemendur tilkynningu í símann þegar einkunn er birt eða þegar kennari sendir skilaboð á hópinn. Þá geta þeir séð yfirlit yfir verkefni sem þarf að skila.

Nemendur geta sótt appið bæði fyrir Apple og Android síma. ugla.hi.is /Ugla.Hi.is

The SmáUgla is used as well as the Canvas app, where students can manage their academic lives from AZ. For example, students will receive a notification on their phones when grades are posted or when an instructor sends the class a message, and they can see an overview of upcoming assignments.

The app is available for both Apple and Android phones. ugla.hi.is /Ugla.hi.is

This article is from: