![](https://static.isu.pub/fe/default-story-images/news.jpg?width=720&quality=85%2C50)
6 minute read
Bjargráð fyrir nemendur á tímum
Bjargráð fyrir nemendur á tímum samkomutakmarkana og fjarkennslu: SJÖ TILLÖGUR TIL ÞESS AÐ LÉTTA LÍFIÐ! (VONANDI)
A Student’s Survival Guide to Online Learning and Lockdown: SEVEN IDEAS TO (HOPEFULLY) MAKE LIFE A LITTLE EASIER!
Advertisement
GREIN ARTICLE Sam Cone
ÞÝÐING TRANSLATION Stefán Ingvar Vigfússon
Coronavirus has changed the way the world works in practically every sphere of life - and student life and academia are no exception. Student life can be difficult at the best of times, and it is especially difficult now, so we want to provide some advice that we’ve found useful and has helped us cope with all of the uncertainty!
1 CREATE A TIMETABLE AND STICK TO IT! Wake up at a regular time each day. It’s very easy to sleep in late or stay up later than expected. Set an alarm, wake up, and prepare for your day. Keeping a timetable or even just creating a “To-Do List” can be a great motivator.
2 LOOK AFTER YOUR LIVING SPACE! Keep your space tidy and work with your housemates to keep shared spaces like kitchens and lounges tidy too. A tidy desk (or kitchen/lounge/ bedroom) is a tidy mind. Also, you can try to separate your living space into zones and try not to stay in your bedroom for the whole day, even if all of your classes are online. If you work in a different area than where you sleep and eat in a different area than where you work, it can provide some much-needed variation in your day.
3 EAT REGULAR MEALS When you’re stuck at home for most of the day, it’s very easy to snack and forget to plan regular meals. Some days, this can be exactly what you need, but scheduling regular meals can really help to structure your day - plus, cooking can be fun and give you something to do!
4 DRESS UP FOR CLASS Online classes where you can turn off your camera mean you can usually get away with attending class wearing pyjamas. But getting dressed can make you feel so much more productive and ready to face the day.
5 FIND A HOBBY Studying can be exhausting, so it’s really important that you have something you enjoy doing in order to kick back and relax. There are so many hobbies you can do at home, like cooking, exercise, art, literature, gaming - there are also loads of online resources, freely available to anyone with an internet connection, that can help get you started if you want to try something new! There are online events that are open to the public, some of which are free to attend - these can often be found through social media.
6 STAY CONNECTED Living in lockdown is isolating, and attending online classes is exhausting, but there are so many ways to stay in touch with people. You can keep in touch with people online. Video chats and calls are always an option, but if you’ve had enough of video calls, you can always try something a little more old-fashioned - postcards and letters can be a fun way to reach out to friends.
7 DON’T BE TOO HARD ON YOURSELF No one said this was going to be easy, and it’s completely fine to have off days. The important thing is that you aren’t too hard on yourself when you don’t feel like you have achieved as much as you hoped. The current situation is incredibly stressful, and we can’t all be expected to make the most of the situation all the time, so if you have a bad day, or a bad couple of days where you don’t get much done and you aren’t feeling like the best version of yourself, just give it another try tomorrow. There’s always someone available to talk to as well, and there’s no need to suffer in silence (we encourage you to email salfraedingar@hi.is for advice and assistance).
Kórónaveiran hefur breytt heiminum að nánast öllu leyti og er háskólasamfélagið og líf stúdenta engin undantekning. Jafnvel upp á sitt besta getur líf stúdenta verið erfitt, en það er sérstaklega erfitt þessa dagana. Til þess að létta ykkur lífið viljum við deila með ykkur nokkrum heilræðum sem hafa gagnast okkur og hjálpað við að takast á við þetta óvissuástand!
1 GERÐU STUNDARSKRÁ OG STATTU VIÐ HANA! Vaknaðu á sama tíma á hverjum degi. Það getur verið freistandi að sofa út og vaka lengur en þú sást fyrir þér. Stilltu vekjaraklukku, vaknaðu og undirbúðu þig fyrir daginn. Að halda stundarskrá, eða bara að búa til tékklista, getur verið góður hvati!
2 HALTU HEIMILINU HREINU! Hafðu snyrtilegt í kringum þig, og ef þú deilir rými með öðru fólki skuluð þið vinna saman að því að halda sameiginlegum rýmum eins og eldhúsi og stofu hreinum. Hreint skrifborð (og eldhús/stofa/svefnherbergi) stuðlar að innri frið. Þú getur líka skipt íbúðinni upp í mismunandi svæði og reynt að vera ekki í svefnherberginu allan liðlangan daginn, þótt að kennsla fari fram á netinu. Það getur brotið daginn upp að vinna í einu rými, sofa í öðru og borða í enn öðru.
3 BORÐAÐU MÁLTÍÐIR REGLULEGA Þegar við sitjum föst heima meirihluta dagsins getur verið freistandi að snarla og gleyma alvöru máltíðum. Stundum er „snarldagur“ akkúrat það sem þú þarft, en að skipuleggja alvöru máltíðir á matmálstímum getur hjálpað til við að koma reglu á daginn, auk þess getur verið mjög skemmtilegt að elda!
4 KLÆDDU ÞIG FYRIR TÍMA Það getur verið freistandi að vera í náttfötum í fjarkennslu þar sem þú getur slökkt á myndavélinni þinni, en það eitt að klæða sig á morgnanna getur látið þér líða eins þú hafir afrekað meiru og það hjálpar þér af stað.
5 RÆKTAÐU ÁHUGAMÁL Það getur verið að lýjandi að læra og því er afar mikilvægt að gera eitthvað sem þú hefur gaman af til þess að slaka á. Það er margt skemmtilegt hægt að gera heima hjá sér, til dæmis að elda, hreyfa sig, njóta góðrar listar, bókar eða tölvuleikja. Auk þess ætti allt fólk með nettengingu að geta fundið eitthvað nýtt til að prófa. Það eru ýmsir viðburðir á netinu opnir almenningi, sem oft kostar ekkert að sækja. Þá er yfirleitt hægt að finna á samfélagsmiðlum.
6 HALTU ÞIG Í TENGINGU Samkomubannið er einmanalegt og fjarkennsla getur verið krefjandi, en það eru ótal leiðir til þess að halda sambandi við fólk. Þú getur haft samband í gegnum netið, ýmist með myndbandsspjalli eða símtölum. Ef þú hefur fengið nóg af myndbandsspjöllum getur verið gaman að senda póstkort eða bréf til vina sinna.
7 SÝNDU ÞÉR MÝKT Það hefur enginn haldið því fram að þetta væri auðvelt og það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að taka sér frídaga. Það sem skiptir mestu máli er að vera ekki á svipunni þegar þér finnst þú ekki afreka eins mikið og þú hefðir viljað. Ástandið er streituvaldandi og það er ósanngjörn krafa að við séum stöðugt afkastamikil. Ef þú átt erfiðan dag, eða erfiða daga, þar sem þú kemur þér illa að verki eða getur ekki verið besta útgáfan af þér skaltu reyna aftur á morgun. Þú getur alltaf talað til við einhvern og er því engin ástæða til þess að bera harm sinn í hljóði. (Við hvetjum ykkur til þess að senda tölvupóst á salfraedingar@hi.is í leit að heilræðum og aðstoð.) 3 EAT REGULAR MEALS When you’re stuck at home for most of the day, it’s very easy to snack and forget to plan regular meals. Some days, this can be exactly what you need, but scheduling regular meals can really help to structure your day - plus, cooking can be fun and give you something to do!