9 minute read

Ávarp ritstýru

Editor’s Address

Mynd / PhotoSara Þöll Finnbogadóttir

Advertisement

Eins og mörg önnur setti ég mér nýársheit: Hætta að hunsa mjólkuróþolið mitt, hreyfa mig reglulega, reyna að missa ekki vitið í enn einni covidbylgjunni og þar fram eftir götunum. Ég er engin íþrótta manneskja. Eiginlega bara akkúrat öfugt við það að vera íþróttamanneskja. Ég fæ blóðbragð í munninn við að labba upp stigann á skrifstofuna mína (þó ég vilji meina að covidsmitinu mínu síðan í nóvember sé þar um að kenna) og beinhimnubólgu í hvert skipti sem ég geri veiklulega tilraun til þess að skokka. Það er hægara sagt en gert að standa við nýársheit, ég fékk mér til að mynda bragðaref strax 14. janúar. En nýársheit krefjast ákveðinnar naflaskoðunnar. Þegar ég áttaði mig á því að ég varð ekki betri manneskja á miðnætti nýársnætur með því einu að setja mér innantóm markmið (ekki frekar en síðustu tuttugu árin) ákvað ég að hætta að tímasetja þessi markmið, og hugsa þau frá öðru sjónarhorni. Mig langar ekki að taka mataræðið í gegn en mig langar að líða betur í maganum. Mig langar ekki að stunda líkamsrækt, en mig langar að vera heilbrigðari. Og hér erum við, því nýársheit Stúdentablaðsins gengur hins vegar vel, þrátt fyrir hrakföll mín á sviði mataræðis og hreyfingar. Við einsettum okkur nefnilega að færa nemendum Háskóla Íslands tvö stútfull og góð blöð á nýju ári, og þó ég segi sjálf frá hefur fyrri helmingur þess heits tekist prýðilega. Í þessu tölublaði var kastljósinu varpað á heilsu, í öllum skilningi þess orðs. Ritstjórn og blaðamenn fengu fullt frelsi til að láta hugann reika og skrifa um þær birtingarmyndir heilsu sem þau vildu. Í blaðinu er að finna ráð til þess að sofa betur, minnka skjánotkun, heilsusamlega uppskrift, viðtal við heilsumannfræðing, greinar um litblindu, kynheilbrigði og margt, margt fleira. Heilbrigði er alltaf mikilvægt en sérstaklega nú þegar tvö ár eru liðin síðan lífi okkar var umturnað með komu kórónuveirunnar hingað til lands. Það er stöðugt verið að hrófla við reglum, tilmælum, félagslífi og kennslu og það er mjög auðvelt að týna sér í tóminu og gleyma því að forgangsraða heilsunni. Þetta tölublað er fullt af allskyns ráðleggingum til að sofa betur, vinna á heilsusamlegri hátt og eiga í heilbrigðum samböndum. Ég hvet lesendur til að taka þau ráð til sín sem við eiga og hlúa að sjálfinu á þeim sem vonandi eru lokametrar heimsfaraldursins. Hvort sem hann verður afstaðinn í apríl, eins og spáð er fyrir um þegar þetta er ritað, eða eftir önnur tvö ár. Í næsta tölublaði Stúdentablaðsins, sem jafnframt er það síðasta þetta skólaárið, verður svo limrusamkeppni með opnu þema. Áhugasamir þátttakendur geta sent limrurnar sínar á netfangið studentabladid@hi.is, en verðlaun og dómnefnd verður auglýst síðar. Ég hlakka til að sjá ykkur í síðasta skiptið eftir páska, en þangað til, góða heilsu. Like many others, I made some new year resolutions: Stop ignoring my lactose intolerance, exercise regularly, try not to lose my mind during yet another COVID-wave, and so many others. I’m no athlete. Actually, quite the opposite. I taste blood in my mouth when walking up the stairs to my office (though I’d like to attribute that to when I got COVID-19 in November), and I get shin splints every time I make a weak attempt to jog. Following through with new year’s resolutions is easier said than done; for example, I went out to buy ice cream as early as the 14th of January. But new year’s resolutions do warrant a closer inspection. When I realised I didn’t become a better person at midnight of a new year only by setting meaningless goals for myself (not any different from the last 20 years), I decided to stop putting goals in a time-bound context and started thinking about them from a different perspective. I don’t want to change my diet, but I want my stomach to feel better. I don’t want to work out, but I want to be healthier.

And here we are, as The Student Paper’s resolutions are going well, despite my hiccups in the diet and exercise departments. Our goal this year is to give students at the university two jam-packed issues in the new year, and if I do say so myself, I think the first half of this promise has been amply fulfilled. In this issue, the spotlight is on health in every respect. The editorial and journalism teams had total creative freedom to let their minds wander and write about every manifestation of health that they wished to. In this paper, you can find advice to sleep better, limit screen-time, healthy recipes, an interview with a health anthropologist, articles on colour-blindness, sexual health and much, much more.

Health is always important, but especially during the last two years since our lives were turned upside-down by COVID-19 when it reached us. Rules and guidelines regarding social life and school are constantly changing, and it is very easy to get lost in the void and forget to prioritise your health. This issue is full of advice for better health, from having a healthier work ethic, to having healthier relationships. I encourage readers to take our advice if needed and take good care of themselves for what is hopefully the final stretch of the global pandemic. Whether it will be over in April, as is presumed at the time of writing, or after another two years.

In the next issue of The Student Paper, which will also be the last one for this school year, we will host a limerick competition with an open theme. If readers are interested, they can send their limericks to studentabladid@hi.is, the prizes and judges will be revealed later on. I look forward to seeing you for the last time after Easter, but until then, stay healthy.

Ávarp forseta Stúdentaráðs Mynd / Photo Address from the Student Council President

Sara Þöll Finnbogadóttir

Það eru margir þættir sem hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks. Þéttari byggð kallar á betri lýðheilsu, hreyfing stuðlar að betri líðan og meðvitund að bættri andlegri heilsu. Hlutirnir sem við gerum, staðirnir sem við heimsækjum og fólkið sem við umgöngumst eiga það sameiginlegt að segja mikið til um það hvernig við upplifum nærumhverfið og oftar en ekki er háttsemi okkar eftir því. Félagslegi þátturinn var mér mjög mikilvægur í minni háskólagöngu. Sumir finna hann í gegnum nemendafélögin og aðrir í gegnum starf stúdentahreyfingarinnar. Hvar sem hann finnst getum við að minnsta kosti verið sammála um að þátttaka í félagsstarfi veiti okkur reynslu sem við tökum með okkur út í lífið. Félagslífið hefur áfram verið takmarkað til staðar og janúar virtist ætla að leika okkur grátt en við gátum sameinast í handboltaveislunni í gegnum mánuðinn. Þar urðu til margar góðar stundir sem framkölluðu að öllum líkindum fram ótrúlegt magn af serótónín í íslensku þjóðinni. Að gera það sem okkur þykir gaman og geta glaðst yfir því með öðrum er alltaf stór plús í janúarlægðinni. Vellíðan stafar líka af annars konar öryggi en félagslegum tengslum. Það getur t.a.m. verið aðgengi að námi, atvinna eða þak yfir höfuðið. Fyrir skömmu gaf Stúdentaráð út skýrslu um stöðu stúdenta á húsnæðismarkaði, enda einn helsti málaflokkur hagsmunabaráttunnar. Húsnæðismálin eiga beint við háskólasamfélagið þar sem Félagsstofnun stúdenta rekur stúdentagarðana í grennd við háskólann. Aðgengi að þeim er sérstaklega mikilvægt fyrir fólk af landsbyggðinni, erlenda nemendur og fleiri sem ekki hafa aðra valkosti. Í stuttu máli sýndu niðurstöður skýrslunnar að námsmenn greiði að jafnaði húsnæðiskostnað sem annaðhvort nálgast það, eða telst vera, íþyngjandi. Húsnæðiskostnaður þeirra sem leigja á almennum markaði er svo talsvert hærri en þeirra sem leigja á stúdentagörðum. Lágar ráðstöfunartekjur, dræm kjör námslánakerfisins, ströng skilyrði fyrir húsnæðisstuðningi og skortur á fé lagslegu leiguhúsnæði auk erfiðra aðstæðna á almennum leigumarkaði skýra þessa stöðu. Þetta eru ýmsar breytur sem sem fela í sér minna húsnæðisöryggi og hærri húsnæðiskostnað. Ungt fólk er almennt eignaminna, sé það í námi eða á vinnumarkaði. Það er oft erfitt að segja til um það hvort og hvernig ungt fólk nær að fóta sig á vinnumarkaði, sérstaklega nú þar sem vinnumarkaðurinn hefur mátt þola mikinn samdrátt vegna áhrifa faraldursins. Framtíðartækifæri þeirra sem út á vinnumarkaðinn fara úr námi kunna að vera takmörkuð og hafa áhrif á ævitekjur fólks sem getur leitt til þess að þau hrekjast af markaðnum. Við vitum líka að kaupmáttur háskólamenntaðra hefur aukist minna en kaupmáttur annarra hópa frá árinu 2019. Það er áhyggjuefni að menntun sé ekki réttilega metin til launa vegna þess að með því að fara í nám eru einstaklingar að fresta því að vinna sér inn tekjur, stytta starfsævina og bera svo jafnvel byrði námslána sem þarf að greiða af að námi There are many factors that have an impact on the health and quality of life. Denser population calls for better public health. Physical activity contributes to better well-being, consciousness and improves mental health. The things we do, places we visit and people we associate with have one thing in common: they say a lot about how we experience the micro-environment, and they often affect our behavior.

The social factor was very important for me in my university years. Some find it through student unions, the others – through the work of student movements. Wherever one finds it, we can at least agree that participation in social activities gives us the experience that we carry with us into life. Social life has continually been limited, and January seemed to be going to punish us, but we could unite in handball celebration throughout the month. Many good moments were created that arguably produced an incredible amount of serotonin in the Icelandic nation. To do what we love and be able to rejoice with each other is always a big plus during January depression.

Well-being is also caused by other forms of security besides social connections. It can e.g., be access to education, employment or a roof over your head. Recently, the Student Council released a report on the status of students on the housing market, since it is an essential matter in the fight for the student interests. Housing issues directly apply to the university community since Icelandic Student Services operate the student dormitories in the vicinity of the university. Access to them is especially important for the people from the countryside, foreign students and others who do not have other options. In short, the results of the report showed that students typically pay the housing cost, which either is close to, or is considered burdensome. Housing costs of those who rent at the general market are significantly higher than those who stay in the dormitories. Low disposable income, poor conditions of the student loan system, strict requirements for housing support and a shortage of social housing, along with difficult circumstances on the housing market explain this situation. These are a variety of parameters which include lower housing security and higher housing costs.

Young people generally have fewer possessions if they are studying or working. It is often difficult to tell whether and how young people will manage to set their foot on the labor market, especially now since the labor market has suffered a significant decrease because of the pandemic. Future opportunities of those who enter the labor market after studies may be limited and have an impact on lifetime income which can lead to the fact that people will get repulsed by the market. We also know that the purchasing power of university graduates has increased less than the

This article is from: