Stúdentablaðið - febrúar 2022

Page 5

Karitas M. Bjarkadóttir

Ávarp ritstýru Editor’s Address Eins og mörg önnur setti ég mér nýársheit: Hætta að hunsa mjólkur­ óþolið mitt, hreyfa mig reglulega, reyna að missa ekki vitið í enn einni covid-bylgjunni og þar fram eftir götunum. Ég er engin íþrótta­manneskja. Eiginlega bara akkúrat öfugt við það að vera íþrótta­ manneskja. Ég fæ blóðbragð í munninn við að labba upp stigann á skrifstofuna mína (þó ég vilji meina að covid-smitinu mínu síðan í nóvember sé þar um að kenna) og beinhimnubólgu í hvert skipti sem ég geri veiklulega tilraun til þess að skokka. Það er hægara sagt en gert að standa við nýársheit, ég fékk mér til að mynda bragðaref strax 14. janúar. En nýársheit krefjast ákveðinnar naflaskoðunnar. Þegar ég áttaði mig á því að ég varð ekki betri manneskja á miðnætti nýársnætur með því einu að setja mér innantóm markmið (ekki frekar en síðustu tuttugu árin) ákvað ég að hætta að tímasetja þessi markmið, og hugsa þau frá öðru sjónarhorni. Mig langar ekki að taka mataræðið í gegn en mig langar að líða betur í maganum. Mig langar ekki að stunda líkamsrækt, en mig langar að vera heilbrigðari. Og hér erum við, því nýársheit Stúdentablaðsins gengur hins vegar vel, þrátt fyrir hrakföll mín á sviði mataræðis og hreyfingar. Við einsettum okkur nefnilega að færa nemendum Háskóla Íslands tvö stútfull og góð blöð á nýju ári, og þó ég segi sjálf frá hefur fyrri helmingur þess heits tekist prýðilega. Í þessu tölublaði var kastljósinu varpað á heilsu, í öllum skilningi þess orðs. Ritstjórn og blaðamenn fengu fullt frelsi til að láta hugann reika og skrifa um þær birtingarmyndir heilsu sem þau vildu. Í blaðinu er að finna ráð til þess að sofa betur, minnka skjánotkun, heilsusamlega uppskrift, viðtal við heilsumannfræðing, greinar um litblindu, kynheilbrigði og margt, margt fleira. Heilbrigði er alltaf mikilvægt en sérstaklega nú þegar tvö ár eru liðin síðan lífi okkar var umturnað með komu kórónuveirunnar hingað til lands. Það er stöðugt verið að hrófla við reglum, tilmælum, félagslífi og kennslu og það er mjög auðvelt að týna sér í tóminu og gleyma því að forgangsraða heilsunni. Þetta tölublað er fullt af allskyns ráðleggingum til að sofa betur, vinna á heilsusamlegri hátt og eiga í heilbrigðum samböndum. Ég hvet lesendur til að taka þau ráð til sín sem við eiga og hlúa að sjálfinu á þeim sem vonandi eru lokametrar heimsfaraldursins. Hvort sem hann verður afstaðinn í apríl, eins og spáð er fyrir um þegar þetta er ritað, eða eftir önnur tvö ár. Í næsta tölublaði Stúdentablaðsins, sem jafnframt er það síðasta þetta skólaárið, verður svo limru-samkeppni með opnu þema. Áhugasamir þátttakendur geta sent limrurnar sínar á netfangið studentabladid@hi.is, en verðlaun og dómnefnd verður auglýst síðar. Ég hlakka til að sjá ykkur í síðasta skiptið eftir páska, en þangað til, góða heilsu.

THE STUDENT PAPER

Þýðing / Translation Sindri Snær Jónsson

Mynd / Photo Sara Þöll Finnbogadóttir

Grein / Article

Like many others, I made some new year resolutions: Stop ignoring my lactose intolerance, exercise regularly, try not to lose my mind during yet another COVID-wave, and so many others. I’m no athlete. Actually, quite the opposite. I taste blood in my mouth when walking up the stairs to my office (though I’d like to attribute that to when I got COVID-19 in November), and I get shin splints every time I make a weak attempt to jog. Following through with new year’s resolutions is easier said than done; for example, I went out to buy ice cream as early as the 14th of January. But new year’s resolutions do warrant a closer inspection. When I realised I didn’t become a better person at midnight of a new year only by setting meaningless goals for myself (not any different from the last 20 years), I decided to stop putting goals in a time-bound context and started thinking about them from a different perspective. I don’t want to change my diet, but I want my stomach to feel better. I don’t want to work out, but I want to be healthier. And here we are, as The Student Paper’s resolutions are going well, despite my hiccups in the diet and exercise departments. Our goal this year is to give students at the university two jam-packed issues in the new year, and if I do say so myself, I think the first half of this promise has been amply fulfilled. In this issue, the spotlight is on health in every respect. The editorial and journalism teams had total creative freedom to let their minds wander and write about every manifestation of health that they wished to. In this paper, you can find advice to sleep better, limit screen-time, healthy recipes, an interview with a health anthropologist, articles on colour-blindness, sexual health and much, much more. Health is always important, but especially during the last two years since our lives were turned upside-down by COVID-19 when it reached us. Rules and guidelines regarding social life and school are constantly changing, and it is very easy to get lost in the void and forget to prioritise your health. This issue is full of advice for better health, from having a healthier work ethic, to having healthier relationships. I encourage readers to take our advice if needed and take good care of themselves for what is hopefully the final stretch of the global pandemic. Whether it will be over in April, as is presumed at the time of writing, or after another two years. In the next issue of The Student Paper, which will also be the last one for this school year, we will host a limerick competition with an open theme. If readers are interested, they can send their limericks to studentabladid@hi.is, the prizes and judges will be revealed later on. I look forward to seeing you for the last time after Easter, but until then, stay healthy.

5


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Skjátími: Að verja minni tíma á netinu hvernig, af hverju og er það þess virði?

9min
pages 70-71

Þrautir & lausnir

4min
pages 72-76

Forréttindi og geðheilsa: Eitrað samband

5min
page 69

Um Tvístruð eftir Gabor Maté: Hvernig athyglisbrestur verður til og hvað er til ráða

11min
pages 66-68

Um sjálfsást

10min
pages 64-65

Dalslaug: Heimsókn í nýjustu sundlaug landsins

3min
page 63

Uppskriftarhornið: Allt á pönnu

6min
pages 59-61

Uppáhalds Hámumatur: Réttindaskrifstofa SHÍ situr fyrir svörum

9min
pages 57-58

Strætó býður afslátt fyrir nema: Og svona sækirðu hann

3min
page 62

Sólin, húðin og SPF

5min
page 56

Spyrðu hagsmunafulltrúa SHÍ: Jessý Jónsdóttir svarar spurningum stúdenta FAQ for SHÍ’s Student Interest

5min
page 55

Svefnráð úr ýmsum áttum

4min
page 51

Heilbrigt kynlíf og heilbrigt viðhorf

5min
page 44

Við eigum öll erindi í umhverfis umræðuna: Viðtal við formann ungra umhverfissinna, Tinnu Hallgrímsdóttur

9min
pages 31-32

Meðganga og fæðing

9min
pages 33-34

Lærum að lesa

5min
pages 40-41

Kennir læknanemum bókmenntafræði Guðrún Steinþórsdóttir ræðir um vensl bókmennta og læknavísinda

15min
pages 35-37

Svefnleysi drepur hægt

7min
pages 48-50

Bókmenntahorn ritstjórnar Bækur um heilsu

7min
pages 42-43

Hvor er óður, þú eða ég?

4min
pages 29-30

Heilsumannfræði

4min
page 22

Vill gefa gæðum háskólans meiri athygli: Viðtal við Áslaugu Örnu

16min
pages 10-12

Ávarp ritstýru

9min
pages 5-6

Ríkisrekin og einkarekin heilbrigðisþjónusta

9min
pages 13-14

Fjöltyngi er fjársjóður

8min
pages 18-19

Lífið er leikur

9min
pages 25-26

Heilbrigði er afstætt: Af hvíldar lækningum og hoknum konum á bak við veggfóður

11min
pages 15-17

Að vera breytingin

8min
pages 20-21
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.