7 minute read
Svefnleysi drepur hægt
How We Sleep
Það er sterkt tvíátta samband á milli svefns og ónæmiskerfisins. Svefn notar allskonar vopn ónæmiskerfisins til að berjast við sýkingar og sjúkdóma og halda verndarhendi yfir þér.
Advertisement
Á þessum orðum byrjar Dr. Matthew Walker rússnesku útgáfu bókar sinnar Þess vegna sofum við: Um mikilvægi svefns og drauma. Walker er prófessor í taugavísindum og sálfræði við Kaliforníuháskóla í Berkeley, forstjóri Svefnrannsóknarstöðvarinnar þar og fyrrverandi prófessor í geðsjúkdómafræði við Harvard háskóla.
BÓLUSETNING AUK ÓNÆMIS Því betur og réttar sem við sofum, því heilbrigðari erum við. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga, sérstaklega á tímum kórónuveirunnar, þegar það fer eftir ónæmi einstaklingsins hvort hann veikist og hversu alvarlegur sjúkdómurinn verður, og ónæmið getur farið eftir svefngæðum. Mig langar að minna hér á að bólusetning hjálpar ónæmiskerfi mannsins að sigrast á kórónuveirunni en sigrar hana ekki af sjálfu sér. Fyrir meira en tuttugu árum, þegar Dr. Michael Walker var rétt að byrja að rannsaka svefn, upplifði Rússinn Denís Semeníkhín áhrif svefns á ónæmiskerfið. Semeníkhín er íþrótta YouTuber, heilsu og líkamsræktarrita höfundur og fyrrverandi blaðamaður fyrir heilsutímaritið Men’s Health.
BARÁTTA ÍÞRÓTTAMANNS VIÐ SVEFN Semeníkhín ákvað að hann væri að eyða of miklum tíma í svefn og ákvaðað sofa aðeins 4,5 klst. á nóttu til að koma meiru í verk á daginn. Honum leið vel. Hann vann mikið, æfði í ræktinni en eftir hálft ár veiktist hann af sjaldgæfum sjúkdómi – stíflu í munnvatnskirtlinum. Seinna fékk hann, í fyrsta skipti á ævinni, hnúð á auga. Læknarnir sögðu að sjúkdómarnir væru líklegast arfgengir og nú koma þeir reglulega fram hjá honum. Íþróttamaður sem hefur aldrei verið veikur fær skyndilega sjaldgæfan sjúkdóm. Semeníkhín gekk út frá því að veikindin gætu stafað af því að hann svaf ekki nóg, þótt hann hafi ekki fundið fyrir því á annan hátt. Eftir að hann fór aftur að sofa í átta tíma á nóttu hafa sjúkdómarnir ekki gert vart við sig. Niðurstaða Semeníkhíns var eftirfarandi: í hverri lífveru eru veikir punktar og ef lífveran er undir miklu álagi, svo sem langvarandi svefnleysi, koma þessir veiku punktar upp á yfirborðið.
An intimate and bidirectional association exists between your sleep and your immune system. Sleep fights against infection and sickness by deploying all manner of weaponry within your immune arsenal, cladding you with protection.
With these words, Dr. Matthew Walker opens the Russian version of his book Why We Sleep: The New Science of Sleep and Dreams. Walker is a professor in neuroscience and psychology at UC Berkeley, where he heads the Center for Human Sleep Sciences. He is also a former professor of psychiatry at Harvard University.
VACCINATION ALONGSIDE IMMUNITY The better and more correctly we sleep, the healthier we are. This is very important to keep in mind, especially in the age of COVID-19, as the individual’s immunity factors into whether they get sick and how severe the virus gets, and the immunity can depend on one’s sleep health. Here I’d like to reiterate that the vaccine helps the human immune system beat COVID-19, but it doesn’t do it by itself. More than twenty years ago, when Dr Michael Walker had just started studying sleep, a Russian man named Denís Semeníkhín experienced how sleep affects the immune system. Semeníkhín is a sports YouTuber, health- and fitness journal writer, and a former journalist for Men’s Health magazine.
THE ATHLETE’S BATTLE WITH SLEEP Semeníkhín felt he spent too much time sleeping, so he decided to sleep for only 4,5 hours a night to get more work done during the day. He felt good. He worked a lot, worked out at the gym, but in half a year, he got sick with a rare disease – he suffered a blockage in his salivary gland. Later, he got a nodule in his eye for the first time. An athlete who had never been sick had suddenly contracted a rare sickness. Semeníkhín deduced from there that his illness may have resulted from bad sleeping habits, although he didn’t feel it affected him in any other way. After he started sleeping for eight hours again, the diseases ceased to be. Semeníkhín’s conclusion was thus: within every living being is a weakness, and if the being is under a lot of pressure, such as getting too little sleep for a long time, these weaknesses start to come to the surface.
KLUKKUTÍMA SVEFNGILDI Fyrir nokkrum árum varð tafla sem sýndi tímagildi svefns vinsæl á Facebook. Hún hélt því fram að klukkutíma svefn fyrir miðnætti væri miklu dýrmætari en klukkutími eftir miðnætti. Semeníkhínn vill meina eitthvað svipað, því hann valdi tímann frá 22.30 til 3.00 fyrir svefn. Hann trúði á það að sofa aðeins 4 klukkustundir, en á dýrmætasta tíma sólarhringsins. Dr. Matthew Walker staðfesti í bókinni sinni að þú ættir að sofa í 8 tíma og það skipti ekki máli hvenær þú sefur: frá 19.00 til 3.00 eða frá 00.00 til 8.00. Þörfin fyrir átta tíma svefn hefur verið sönnuð af vísindamönnum við háskólann í Pennsylvaníu og Washington State háskólanum.
RANNSÓKNIR Í BANDARÍKJUNUM Rannsakendur söfnuðu 48 heilbrigðum körlum og konum sem sváfu að meðaltali 78 klukkustundir á nóttu. Síðan var þeim skipt í 4 hópa:
Þurfti að vera vakandi í 3 daga samfleytt. Svaf í 4 tíma á nóttu. Svaf í 6 tíma á nóttu. Svaf í 8 tíma á nóttu.
Allir nema fyrsti hópurinn sváfu þannig í 2 vikur samkvæmt tilmælum Á meðan tilraunininni stóð var líkamleg og andleg frammistaða einstaklinganna prófuð. Hópurinn sem svaf 8 tíma stóð sig vel en þeir sem sváfu 4 og 6 tíma sýndu vitræna hnignun, athyglisleysi, skerta hreyfifærni og svo framvegis. Fjögurra klukkustunda hópurinn sýndi verstan árangur.
SVEFNSKORTUR SAFNAST UPP Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að svefnskorturinn væri uppsafnaður. Viku eftir prófanirnar sofnuðu 25% sex tíma hópsins af handahófi yfir daginn. Eftir tvær vikur sýndu þeir svo sljóa hegðun eins og þeir hefðu ekki sofið í 2 daga í röð. Það er að segja að tveggja vikna svefn í 6 tíma á dag jafngildir því að sofa ekki tvo daga í röð. Og það áhugaverðasta er að þátttakendur tóku ekki eftir eigin hnignun í frammistöðu. Í rauninni tekur margt þátt í þeirri blekkingu. Góð lýsing á skrifstofunni, kaffi, fyndin samtöl við sam starfsmenn – allt þetta fær þig til að halda að allt sé í lagi hjá þér. Hins vegar er sljó hegðun ekki versta afleiðing ófullnægjandi svefns. Rannsóknir sem Dr. Matthew Walker vitnar til sýna að þau sem skortir reglulega svefn eiga meiri líkur á því að verða fyrir barðinu á þunglyndi, kvíðaröskunum, sykursýki, krabbameini, hjartasjúkdómum og heilablóðfalli. Það getur reynst dýrkeypt að hangsa á Tik Tok til klukkan 03:00 að nóttu, er það ekki? Svo kláraðu að lesa þessa grein og skríddu svo undir sængina.
AN HOUR’S WORTH OF SLEEP A few years ago, a statistic showing users’ sleeping habits became popular on Facebook. The statistic showed that an hour’s worth of sleep before midnight is heaps more effective than an hour after midnight. Semeníkhín’s point is very similar, as he chose to sleep between 22:30 and 3:00. He believed in the effects of only sleeping for four hours but during the most critical hours of the day. Dr. Matthew Walker confirmed in his book that you should sleep for eight hours and that it doesn’t matter when you sleep: from 19:00 to 3:00, or from 00:00 to 8:00. Scientists at the University of Pennsylvania and Washington State University have proven the need for eight hours of sleep.
STUDIES IN THE UNITED STATES Researchers amassed 48 healthy men and women who all slept an average of 7-8 hours a night. Then they were put into four groups:
Had to stay awake for three days straight. Slept for four hours a night. Slept for six hours a night. Slept for eight hours a night.
All but the first group slept according to their given guidelines for two weeks. While the study lasted, the participants’ physical and mental performance were analyzed. Those who slept for 8 hours did well, but those who slept for four and six hours showed a cognitive decline, lack of attention, limited mobility and so on. The four-hour group showed the worst results.
LACK OF SLEEP BUILDS UP The researchers concluded that the lack of sleep had been built up. A week after the study, a randomly picked 25% of the six-hour group fell asleep during the day. After two weeks, they started looking drowsy as if they hadn’t slept for two days at a time. This means that sleeping for six hours a night for two weeks equals not sleeping for two days in a row. Yet, the most interesting thing is that the participants did not notice the change in their behaviours. In fact, many aspects factor into this illusion. Good lighting in the office, coffee, funny conversations with co-workers - these all make you feel like everything is fine. However, drowsy behaviour is not the worst consequence of getting insufficient sleep. The research that Dr Matthew Walker refers to shows that those who lose sleep regularly are more at risk of getting depression, anxiety, diabetes, cancer, heart disease and stroke. It seems that hanging on TikTok until 3:00 in the morning has its price, right? So, finish reading this article and crawl under your blanket. Myndir / PhotosDení Semeníkhín & Bókafélagið