Grein / Article
Igor Stax
Þýðing / Translation Sindri Snær Jónsson
Svefnleysi drepur hægt How We Sleep Það er sterkt tvíátta samband á milli svefns og ónæmiskerfisins. Svefn notar allskonar vopn ónæmiskerfisins til að berjast við sýkingar og sjúkdóma og halda verndarhendi yfir þér.
Á þessum orðum byrjar Dr. Matthew Walker rússnesku útgáfu bókar sinnar Þess vegna sofum við: Um mikilvægi svefns og drauma. Walker er prófessor í taugavísindum og sálfræði við Kaliforníuháskóla í Berkeley, forstjóri Svefnrannsóknarstöðvarinnar þar og fyrrverandi prófessor í geðsjúkdómafræði við Harvard háskóla. BÓLUSETNING AUK ÓNÆMIS Því betur og réttar sem við sofum, því heilbrigðari erum við. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga, sérstaklega á tímum kórónu veirunnar, þegar það fer eftir ónæmi einstaklingsins hvort hann veikist og hversu alvarlegur sjúkdómurinn verður, og ónæmið getur farið eftir svefngæðum. Mig langar að minna hér á að bólusetning hjálpar ónæmiskerfi mannsins að sigrast á kórónuveirunni en sigrar hana ekki af sjálfu sér. Fyrir meira en tuttugu árum, þegar Dr. Michael Walker var rétt að byrja að rannsaka svefn, upplifði Rússinn Denís Semeníkhín áhrif svefns á ónæmiskerfið. Semeníkhín er íþrótta YouTuber, heilsu- og líkamsræktarrita höfundur og fyrrverandi blaðamaður fyrir heilsutímaritið Men’s Health. BARÁTTA ÍÞRÓTTAMANNS VIÐ SVEFN Semeníkhín ákvað að hann væri að eyða of miklum tíma í svefn og ákvaðað sofa aðeins 4,5 klst. á nóttu til að koma meiru í verk á daginn. Honum leið vel. Hann vann mikið, æfði í ræktinni en eftir hálft ár veiktist hann af sjaldgæfum sjúkdómi – stíflu í munnvatns kirtlinum. Seinna fékk hann, í fyrsta skipti á ævinni, hnúð á auga. Læknarnir sögðu að sjúkdómarnir væru líklegast arfgengir og nú koma þeir reglulega fram hjá honum. Íþróttamaður sem hefur aldrei verið veikur fær skyndilega sjaldgæfan sjúkdóm. Semeníkhín gekk út frá því að veikindin gætu stafað af því að hann svaf ekki nóg, þótt hann hafi ekki fundið fyrir því á annan hátt. Eftir að hann fór aftur að sofa í átta tíma á nóttu hafa sjúkdómarnir ekki gert vart við sig. Niðurstaða Semeníkhíns var eftirfarandi: í hverri lífveru eru veikir punktar og ef lífveran er undir miklu álagi, svo sem langvarandi svefnleysi, koma þessir veiku punktar upp á yfirborðið.
THE STUDENT PAPER
An intimate and bidirectional association exists between your sleep and your immune system. Sleep fights against infection and sickness by deploying all manner of weaponry within your immune arsenal, cladding you with protection.
With these words, Dr. Matthew Walker opens the Russian version of his book Why We Sleep: The New Science of Sleep and Dreams. Walker is a professor in neuroscience and psychology at UC Berkeley, where he heads the Center for Human Sleep Sciences. He is also a former professor of psychiatry at Harvard University. VACCINATION ALONGSIDE IMMUNITY The better and more correctly we sleep, the healthier we are. This is very important to keep in mind, especially in the age of COVID-19, as the individual’s immunity factors into whether they get sick and how severe the virus gets, and the immunity can depend on one’s sleep health. Here I’d like to reiterate that the vaccine helps the human immune system beat COVID-19, but it doesn’t do it by itself. More than twenty years ago, when Dr Michael Walker had just started studying sleep, a Russian man named Denís Semeníkhín experienced how sleep affects the immune system. Semeníkhín is a sports YouTuber, health- and fitness journal writer, and a former journalist for Men’s Health magazine. THE ATHLETE’S BATTLE WITH SLEEP Semeníkhín felt he spent too much time sleeping, so he decided to sleep for only 4,5 hours a night to get more work done during the day. He felt good. He worked a lot, worked out at the gym, but in half a year, he got sick with a rare disease – he suffered a blockage in his salivary gland. Later, he got a nodule in his eye for the first time. An athlete who had never been sick had suddenly contracted a rare sickness. Semeníkhín deduced from there that his illness may have resulted from bad sleeping habits, although he didn’t feel it affected him in any other way. After he started sleeping for eight hours again, the diseases ceased to be. Semeníkhín’s conclusion was thus: within every living being is a weakness, and if the being is under a lot of pressure, such as getting too little sleep for a long time, these weaknesses start to come to the surface.
48