Stúdentablaðið - apríl

Page 1

4. TÖLUBLAÐ APRÍL 2021 VILL GERA PEYSURNAR VERÐMÆTARI Ýr Jóhannsdóttir er ­textílhönnuður sem þekkist gjarnan u ­ ndir ­listamannsnafninu Ýrúrarí. Við ­spjölluðum við hana um ­innblástur hennar, endurnýtingu flíka, ­neysluhegðun og verkefnið Peysur með öllu. MAKING USED SWEATERS MORE VALUABLE Ýr Jóhannssdóttir is a textile designer better known as Ýrúrarí. We spoke to her about her inspiration, upcycling, consumption habits, and her project Jumpers with Everything.

GRASRÓT OG GARÐAR Markmið Andrýmis er að útvega aðstöðu fyrir grasrótarhópa og frjáls félagasamtök til þess að skipuleggja og halda viðburði. Þetta er opið og vinalegt rými fyrir þau sem eiga ekki í önnur hús að venda, þá sérstaklega flóttafólk. GRASSROOTS AND GARDENS

Andrými’s mission is to provide a space for grassroots and non-governmental ­organizations to plan and host events. It is a welcoming space for those who have none, particularly refugees.

SETUMÓTMÆLIN Í ­DÓMSMÁLARÁÐUNEYTINU OG FYRIR FRAMAN ALÞINGI Stúdentablaðið ræddi við E ­ línborgu Hörpu Önundardóttur, Hildi ­Harðardóttur og Julius R ­ othlaender, sem eru öll þátttakendur í starfi No Borders sem berst fyrir bættum kjörum flóttafólks og hælisleitenda. SIT-INS AT THE MINISTRY OF JUSTICE AND IN FRONT OF THE ALÞINGI The Student Paper spoke to Elínborg ­Harpa Önundardóttir, Hildur Harðardóttir and Julius Rothlaender, who have all taken part in the work of No Borders Iceland, which fights for better conditions for refugees and asylum seekers.


STÚDENTABLAÐIÐ

Stéttarfélög eru ekki öll eins Það skiptir máli að velja rétt

Það er sérstakt baráttumál okkar hjá BHM að háskólamenntun fólks skili sér í hærri launum þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Innan bandalagsins eru 27 stéttarfélög sem standa saman í hagsmunabaráttu fyrir háskólamenntað fólk, bæði hvað varðar laun og önnur kjör. Með því að velja stéttarfélag innan BHM færðu einnig aðild að sjúkra- og styrktarsjóðum auk annarra sjóða, sem gerir þér kleift að sækja um styrki fyrir meðferðum á líkama og sál, starfsþróun, ráðstefnum og fleira.

Veldu stéttarfélag innan BHM þegar þú lýkur námi!

2


THE STUDENT PAPER

EFNISYFIRLIT TABLE OF CONTENTS

RITSTJÓRI / EDITOR Hólmfríður María Bjarnardóttir ÚTGEFANDI / PUBLISHER Stúdentaráð Háskóla Íslands / University of Iceland Student Council RITSTJÓRN / EDITORIAL TEAM Anna María Björnsdóttir Francesca Stoppani Jóhannes Bjarki Bjarkason Karitas M. Bjarkadóttir Kevin Niezen Maura Rafelt Sam Cone BLAÐAMENN TÖLUBLAÐSINS / CONTRIBUTING JOURNALISTS Alina Maurer Armando Garcia T. Arnheiður Björnsdóttir Atli Freyr Þorvaldsson Auður Helgadóttir Gabrielė Šatrauskaitė Helgi James Price Katla Ársælsdóttir Maicol Cipriani Sam Patrick O'Donnell Unnur Gígja Ingimundardóttir YFIRUMSJÓN MEÐ ÞÝÐINGUM / TRANSLATION SUPERVISOR Julie Summers ÞÝÐENDUR TÖLUBLAÐSINS / CONTRIBUTING TRANSLATORS Brynjarr Þór Eyjólfsson (Julian Mendoza) Högna Sól Þorkelsdóttir Julie Summers Ragnhildur Ragnarsdóttir LJÓSMYNDIR OG SAMFÉLAGSMIÐLAR / PHOTOS AND SOCIAL MEDIA Sædís Harpa Stefánsdóttir saedisharpa PRÓFARKALESTUR Á ÍSLENSKU / ICELANDIC PROOFREADING Embla Diljá Challender Þórdís Dröfn Andrésdóttir PRÓFARKALESTUR Á ENSKU / ENGLISH PROOFREADING Brynjarr Þór Eyjólfsson (Julian Mendoza) Julie Summers Nico Borbély Theodore Levi Kross SÉRSTAKAR ÞAKKIR / SPECIAL THANKS Félagsstofnun Stúdenta Lárus Sigurðarson ljósmyndari Skrifstofa SHÍ Stefán Ingvar Vigfússon HÖNNUN, TEIKNINGAR OG UMBROT / DESIGN, ILLUSTRATIONS AND LAYOUT Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir margretath.com margretath

5

Ávarp Ritstjóra

7

Ávarp Forseta SHÍ

Editor's Address

Address from the Student Council President 9

Grasrót og garðar

Grassroots and Gardens 11 Að rusla sér til matar

Dumpster Diving

13 Bananahýði – má borða það?

Banana Peels – Are They Edible?

16 Hvað er að frétta í loftslagsmálum?

What's Happening with the Environment?

18 Leikhúsgrein Önnu og Karitasar 20 Spilavinir 21 Vill gera peysurnar verðmætari

46 Pistlar frá ritfærninemum 47 Hótel Jörð

Hotel Earth

48 Auðvald óprúttinna aðila

Crooked Capitalism

50 Framtíðin: feig eða frábær?

The Future: Ill-fated or Fabulous? 51 Úr þægindaramma til útgáfu

Moving From the Comfort Zone to Publication

54 Fantabulous Fan Fiction 54 Áskorunin: Ein vika, sjö heimildarmyndir

The Challenge: One Week, Seven Documentaries 56 Endurnýting: DIY Pappamassaföndur

Repurposing: DIY Papier-Mâché Pulp 58 Vill róttækari aðgerðir í loftslagsmálum

Making Used Sweaters More Valuable

Wants More Radical Measures to Combat Climate Change

24 Mikilvægi FS í baráttunni við loftslagsmálin

59 Hið mikla merkingarleysi „sjálfbærninnar“

26 Með von um ó-Simpsonslega framtíð

61 “Woman at War” as a

28 Græn atvinna – lausnir við loftslagsvánni?

62 Leiðarvísir að umhverfislega ábyrgu sumri

The Importance of Student Services (FS) The Great Meaninglessness in the Fight Against Climate Change of “Sustainability”

Blueprint for Social, Political, A Hopefully-Not-Very-Simpsons-Future and Environmental Change Green Jobs – A Solution to Climate Change?

32 10 plöntur fyrir öll heimili

10 Plants for Every Home

Guide to an Environmentally Conscious Summer 64 Háskóladansinn

The University Dance Forum

35 Hugleiðingar um sjálfbær áhugamál 66 Þegar lítið færir þér meira

Musings on Sustainable Hobbies

When Less Gives You More

36 Umhverfismeðvituð list

69 Ruslfrír svindlmiði

Environmentally Conscious Art

Zero-Waste Cheatsheet

LETUR / FONT Whyte Inktrap Suisse Int'l Freight Text Pro

38 Hvað þýðir það að vera haldin umhverfiskvíða?

70 Mikilvægi endurvinnslu

PRENTUN / PRINTING Prenttækni

40 Við, hinir evrópsku stúdentar

71 Setumótmælin í Dómsmálaráðuneytinu og fyrir framan Alþingi

UPPLAG / CIRCULATION 800 eintök / 800 copies studentabladid.is Studentabladid Studentabladid Studentabladid

What it Means to Have Eco-Anxiety We, the European Students

The Importance of Recycling

42 Hótel COVID

Sit-ins at the Ministry of Justice and in front of the Alþingi

43 Rafskútur

74 „Okkur þykir öllum svo vænt um náttúruna“

Hotel COVID E-scooters

“We All Care So Much About Nature”

45 Sjálfboðastarf á vegum SEEDS Iceland 77 Miðstéttarvæðing í miðbænum Gentrification in Downtown Reykjavík Volunteering for SEEDS Iceland


STÚDENTABLAÐIÐ

Ritstjórn Editorial Team

Anna María Björnsdóttir

Francesca Stoppani

Hólmfríður María Bjarnardóttir

Jóhannes Bjarki Bjarkason

Julie Summers

Karitas M. Bjarkadóttir

Kevin Niezen

Maura Rafelt

Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir

Sam Cone

Sædís Harpa Stefánsdóttir

4


THE STUDENT PAPER

Blaðamenn tölublaðsins

Contributing Journalists

Alina Maurer

Armando Garcia T.

Helgi James Price

Arnheiður Björnsdóttir

Atli Freyr Þorvaldsson

Auður Helgadóttir

Gabrielė Šatrauskaitė

Katla Ársælsdóttir

Maicol Cipriani

Sam Patrick O'Donnell

Unnur Gígja Ingimundardóttir

Ávarp Ritstjóra

Hólmfríður María Bjarnardóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYND PHOTO Kata Jóhanness

Editor's Address Árið líður áfram. Árið sem við vildum að slakaði aðeins á og kæmi okkur í kunnulegar rútínur hefur ekki hægt neitt á sér heldur hrist okkur rækilega til og sprungið í loft upp með látum. Áframhaldandi heimsfaraldur, jarðskjálftar og eldgos. Ef einhver hefði sagt mér hvernig þetta skólaár yrði á síðasta skólaári hefði ég tæplega trúað því. En hér erum við samt, og ég vil minna ykkur á að þið eruð að standa ykkur vel. Það er ótrúlega

The year keeps rolling on. The year we hoped would let up just a little and return us to familiar routines has failed to slow down at all. In fact, it has tossed us to and fro and exploded with a bang, literally. The ongoing global pandemic, earthquakes, and a volcanic eruption – if someone had told me last year what this school year would be like, I would hardly have believed it. But here we are, and I just want to remind you that you are doing great. Just existing during a global pandemic is hard enough, never mind studying and/or working. I don’t know about you, but I’ve been standing right at the edge of burnout territory almost the entire semester. At this point, the boundary is almost impossible to see any more, and I’m looking forward to bidding farewell to this school year and taking a step back. I’m planning to take a long break and recenter myself. Don’t forget to put yourself first. Be kind to yourself and don’t feel bad if you drop the ball now and again – or even if you lost it a long time ago. Don’t forget that you’ve been spinning your wheels for over a year now, and it’s perfectly normal to be tired. Throughout the school year, we’ve shared all kinds of tips that we hope will help you cope with the current situation, which is about to come to an end! Finally, there’s light at the end of the tunnel. The immunization effort is going well, and I trust that our healthcare employees, the so-called “trio” (the Chief of Police, Surgeon General, and Head ­Epidemiologist), and the Minister of Health will

5


STÚDENTABLAÐIÐ

þungt að vera til í heimsfaraldri, hvað þá stunda einhvers konar nám og/eða aðra vinnu. Ég veit ekki með ykkur en ég er búin að dansa á línu kulnunar nánast alla önnina. Þessi lína er nú orðin ansi gisin og ég er spennt að kveðja þetta skólaár og stíga af henni. Ég ætla í langt frí og kjarna mig aðeins. Ekki gleyma að setja ykkur í fyrsta sæti. Hugsið fallega um ykkur og ekki skamma ykkur fyrir að missa boltann einstöku sinnum, og heldur ekki skamma ykkur fyrir að vera löngu búin að týna boltanum. Ekki gleyma að þið eruð búin að hjakkast í þessu ástandi í meira en ár og það er fullkomnlega eðlilegt að vera þreytt. Í gegnum skólaárið höfum við birt alls kyns ráð sem munu vonandi hjálpa ykkur í þessu ástandi sem fer alveg að verða búið! Það er loksins vonarglætu að sjá, bólusetningar ganga vel og ég treysti því að heilbrigðisstarfsfólkið okkar, þríeykið og heilbrigðisráðherra munu halda áfram að stýra okkur í örugga höfn í þessum faraldursmálum. Ísland hefur staðið sig nokkuð vel í baráttunni við faraldurinn: heilbrigðisþjónustan hefur staðið sína vakt; vísindasamfélagið hefur skilað sínu; heilbrigðisyfirvöld hafa leitað til fagfólks og farið eftir ráðleggingum þeirra; og almannavarnir hafa staðið sína plikt með nánast daglegum upplýsingafundum. Nú höfum við séð hvernig Ísland getur tekið á alvarlegum málum. Ekki síst nú seinast með viðbrögðum við eldgosi. Þessar náttúruhamfarir fá fólk e.t.v. til að hugsa til annarra náttúruhamfara, súrnun sjávar, loftslagsmála og hve illa við stöndum við Parísarsáttmálann. Stjórnvöld hafa ekki enn lýst yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála og virðast grafa hausinn í sandinn og fela sig á bak við alls kyns fögur orð um sjálfbærni en eins og er ávarpað í blaðinu er það alls ekki nóg. Við höfum flest tilhneigingu til þess að ýta frá okkur því sem okkur þykir óþægilegt, og hvað er óþægilegra en þær upplýsingar að við séum að eyðileggja jörðina sem við búum á svo mikið að ekki er afturkvæmt. Nú er ekki lengur rúm til þess að horfa fram hjá vandanum og það er fyrir löngu kominn tími til þess að horfast í augu við hann. Þetta er mál sem snýr að okkur öllum og kemur okkur öllum við. Því er við hæfi að þema blaðsins að þessu sinni séu umhverfis- og loftslagsmál. Loftslagsverkföllin sem hafa átt sér stað út um allan heim ættu að vera engum ókunn. Verkföllin eru að fyrirmynd Gretu Thunberg sem flest ættu að kannast við. Stúdentaráð, Landssamband íslenskra stúdenta, Ungir umhverfissinnar og Félag íslenskra framhaldsskólanema stóðu fyrir fyrsta loftslagsverkfallinu á Íslandi, þann 22. febrúar 2019. En síðan þá hafa mörg eiturefni runnið til sjávar. Það er sorglegt að ungt fólk þurfi að stíga inn í aðgerðarleysi ráðamanna sem virðast hafa sofnað á verðinum. Húsið okkar brennur svo sannarlega og við verðum öll að hjálpast að við að slökkva eldinn. Kannski náum við að bjarga einhverjum herbergjum. Loftslagsváin hverfur ekki þó svo að undanfarin misseri hafi athyglin skiljanlega beinst að baráttunni við covid og eldgos. Faraldurinn hefur hins vegar kennt okkur ýmislegt og við verðum að muna að nýta þau gagnlegu tæki og tól sem við höfum þurft að styðjast við undanfarið ár. Eins og að það sé hægt að vinna marga vinnu í tölvu sem áður þótti ómögulegt að vinna nema í eigin persónu. Það þarf heldur ekki alltaf að keyra eða fljúga til þess að vera taka þátt í hlutunum. Líkt og á öðrum sviðum snýst þetta um eitt skref í einu, en þó skiptir máli að taka skref í rétt átt og vera meðvituð um umhverfið okkar. Takk fyrir samfylgdina á þessu skólaári sem er að líða. Ég vona að með því næsta komi fleiri tímar í háskólanum (ekki bara á zoom), vísó, vinir, félagsleg næring og allt það sem við viljum upplifa á þessum dýrmætu háskólaárum. Ég er gífurlega þakklát fyrir hópinn sem hefur staðið á bak við blaðið með mér þetta skólaárið, án allra þessara frábæru einstaklinga væri ekkert blað. Í upphafi skólaársins þegar ég leitaði af fólki til þess að koma til liðs við blaðið talaði ég m.a. við marga erlenda

continue to steer us out of these stormy pandemic waters and towards the safety of shore. Iceland has been quite successful in fighting the pandemic: the healthcare system and scientific communities have played their parts, the health authorities have sought and followed the advice of experts, and the civil defense authorities have done their duty with ­near-­daily press briefings. We’ve now seen how Iceland can tackle serious issues – the response to the recent volcanic eruption is another example. These natural disasters may get people thinking about other natural disasters, ocean acidification, climate change, and how poorly we’ve adhered to the Paris (Climate) Agreement. The government still hasn’t declared a climate emergency and seems to bury its head in the sand and hide behind all kinds of flowery words about sustainability, but as you will read in the pages of this issue, that’s not nearly enough. Most of us have a tendency to push away things we find uncomfortable, and what could be more uncomfortable than the fact that we are doing irreversible harm to our planet? We can no longer ignore the problem; it’s high time we face it head-on. This is an issue that affects each and every one of us. It is appropriate, then, that the theme of this issue is the environment and the climate crisis. The climate strikes that have been held around the world shouldn’t be news to anyone. They’re modeled after those organized by Greta Thunberg, a name most people should recognize. The Student Council, the National Union of Icelandic Students, the Icelandic Youth Environmentalist Association, and the Icelandic Upper Secondary Student Union organized the first climate strike in Iceland, held on February 22, 2019. But a lot of polluted water has passed under the bridge since then. It’s sad that young people have to step in to counter the inaction of authorities, who seem to be sleeping on the job. Our house is truly on fire, and each of us must help to quench the flames. Maybe we’ll manage to save a few rooms. Though our attention has understandably been focused on COVID and the volcano in recent times, the threat of climate change has not gone anywhere. We’ve learned a lot of lessons from the pandemic, and we must remember to keep using the tools and technology we’ve had to rely on this past year. For instance, we’ve learned that a lot of work that we previously thought had to be done in person can actually be done virtually. And that we don’t always have to drive or fly somewhere to participate in things. Just like in other areas, it’s all about taking things one step at a time, though of course we must move in the right direction and be aware of our environment. Thank you for being with us over the past school year. I hope the next one will bring more classes on campus (and not just over Zoom), vísó field trips, friends, social interaction, and all the things we want to experience during these valuable university years. I’m incredibly grateful for the group of people who have stood by my side behind the scenes this year.

ÁVARP RITSTJÓRA EDITOR'S ADDRESS

6


THE STUDENT PAPER

nemendur sem sóttu um að vera með. Þegar ég spurði þau hvað mætti bæta hjá Stúdentablaðinu voru þau öll á sama máli um að það mætti vera aðgengilegra fyrir erlenda nemendur. Við settum okkur þá stefnu að þýða sem mest af blaðinu og efni á samfélagsmiðlum og ég tel það hafa tekist prýðilega. Einnig héldum við okkur við kynhlutlaust tungumál. Hópurinn sem stóð að blaðinu var fjölbreyttur og skemmtilegur og ég vona að raddir þeirra allra skíni í gegnum blaðið, hvort sem það er í gegnum pistla, viðtöl, ljósmyndir, grafík, þýðingar eða prófarkalestur. Blaðið er málgagn allra stúdenta og því er mikilvægt að rödd sem flestra heyrist og að blaðinu sé miðlað á aðgengilegan máta. Ég þakka fyrir okkur og óska öllum lesendum blaðsins gleðilegs sumars.

Ávarp Forseta SHÍ Isa­bel Al­ej­andra Díaz ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYND PHOTO Helga Lind Mar

Address from the Student Council President Grænir samgöngumátar og fjölgun grænna svæða, fleiri stúdentaíbúðir, samofin kjarnastarfsemi og þétting háskólasamfélagsins í praktík, en ekki bara hugmyndafræðilega, er framtíðin. Einkenni háskólasvæðisins okkar á að vera þessi svokallaða „campus“ stemning, þar sem hjólandi og gangandi vegfarendur hljóta forgang og stuðlað er að vellíðan, eins og tíðkast í háskólum erlendis. Háskóli Íslands er í hjarta Reykja­ víkurborgar, við friðlandið og á milli miðbæjarins og tilvonandi nýs Skerjafjarðar. Það er vegna þessa sem háskólinn getur með engu móti fríað sig ábyrgð gagnvart umhverfinu og loftslaginu sem fylgir því að

Without these amazing individuals, there would be no paper. At the beginning of the year when I was searching for people to join the team, I spoke with a number of foreign students. When I asked them how we could improve the paper, they all agreed that it could be more accessible to foreign students. We set ourselves a goal to translate as much content as possible, both in the paper and on our social media, and I believe we have done well. We’ve also committed to using gender-neutral language. The people behind the paper make up a fun and diverse group, and I hope all their voices come through in the paper, whether through articles, interviews, photos, graphics, translations, or proofreading. The paper is a platform for all students, so it’s important that as many voices as possible be heard and that the paper be accessible. On behalf of the whole team, thank you, and we wish you a happy summer.

Eco-friendly transportation and more green spaces, more student housing, centralized services, and a tighter-knit university community in practice, not just in theory – that is the future. Our school grounds should feel like a campus, where pedestrians and cyclists are prioritized and students get the support they need to thrive, as is the norm in universities abroad. The University of Iceland is in the heart of Reykjavík, right next to the Vatnsmýri Nature Reserve and between downtown and the planned Skerjafjörður development. That is why the university cannot in any way afford to shirk the environmental responsibility that comes with being in Vatnsmýri. The university’s new strategic framework therefore establishes a number of environmental goals, including making sure the City Line is integrated into the campus, establishing a car-free city within a city, creating further connections with the surrounding area, centralizing university operations, and encouraging sustainable development with an emphasis on dynamic green connections and open spaces. Sixteen years ago, a Student Council member proposed that the Council pass a resolution regarding the location of the Reykjavík Airport in Vatnsmýri and said it would be in the university’s interest if the airport disappeared; that way, students would secure more land to, among other things, build more student housing and, in the process, make the area more environmentally friendly. However, the Council did not agree to pass such a resolution, as the topic was considered too political. That was quite a while ago, and taking such a stand is no longer considered too political, unrealistic, or outside of the Student Council’s role or comfort zone.

7


STÚDENTABLAÐIÐ

vera í Vatnsmýrinni. Nýtt rammaskipulag háskólasvæðisins miðar þar með að samþættingu svæðisins við borgarlínuna, bíllausri borg innan um borg, frekari tengingu við nærumhverfið, samþjöppunar á starfsemi háskólans og sjálfbærri þróun með áherslu á öflugar grænar tengingar og opin svæði. Fyrir sextán árum lagði Stúdentaráðsliði til að Stúdentaráð ályktaði um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni og sagði það í þágu Háskóla Íslands að flugvöllurinn hyrfi, en þannig yrði stúdentum tryggt frekara landsvæði til að meðal annars byggja fleiri stúdentaíbúðir og í leiðinni færa svæðið í umhverfisvænni átt. Það var hins vegar ekki samþykkt að ráðið sendi frá sér slíka ályktun þar sem efni hennar þótti of pólitískt. Það má segja að það sé langt um liðið, slíkt þykir ekki lengur of pólitískt, óraunhæft, út fyrir hlutverk eða þægindaramma Stúdentaráðs. Loftslagsváin er eitt stærsta vandamál okkar tíma. Lífríki jarðar er í hættu, skörp hlýnun hennar gerir það að verkum að jöklar eru að bráðna og hverfa okkur augum og hamfarir orðnar skæðari hvort sem það er í formi bruna eða flóða. Neysla fólksins er að þurrka út heilu skógana og neysla dýraafurða ýtir sömuleiðis undir frekari skaða. Heilsufar fer versnandi og í kjölfarið gerir önnur tegund flóttamannastraumsins vart við sig. Með aukinni fræðslu hefur almenningur risið upp og krafið stjórnvöld um hraðari og skilvirkari breytingar. Það virðist vera að það sé frekar fólkið í samfélaginu okkar sem er að taka málin í sínar eigin hendur og stuðla að aðlögun hvort sem það er með því að sleppa einkabílnum og taka upp hjólið eða skipta yfir í veganfæði. Stúdentar eru ekki undanskildir slíkum aðgerðum. Við getum haldið áfram að veganvæða nærumhverfið okkar í góðu samstarfi við Félagsstofnun stúdenta og ýtt á eftir samgöngukorti fyrir stúdenta á mjög viðráðanlegu verði, fyrir þau sem það kjósa. Stúdentar geta haldið áfram að veita aðhald með Loftslagsverkföllunum og sýnt þannig samstöðu með aðgerðasinnum sem hafa tekið höndum saman út um allan heim með Fridays for Future, vongóð um að stjórnmálaleiðtogar hlusti og ráðist í róttækari loftslagsaðgerðir. Forsætisráðherra þakkaði stúdentum sérstaklega í ávarpi sínu á afmælishátíð Stúdentaráðs í fyrra fyrir að halda ríkisstjórninni á tánum en hún sagði stúdenta halda skýru flaggi á lofti, brýnt stjórnvöld til dáða og aðgerða. Vísindamenn út um allan heim eru sammála um að á jörðinni ríki neyðarástand og að tíminn til þess að snúa blaðinu við sé á þrotum. Við erum komin langt fram úr þeim stað að sitja ábyrgðar- og áhyggjulaus og liggur beinast við að stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi. Háskóli Íslands getur verið róttækur og leiðandi í baráttunni. Með aukinni áherslu á nýsköpunar- og rannsóknarstarfsemi fylgja endalausir möguleikar til að nýta þekkingu okkar í að finna lausnir við aðsetjandi vandamálum frá mörgum og jafnvel ófyrirsjáanlegum sjónarhornum, til vitundarvakningar og ekki síst til þess að sporna gegn því hættuástandi sem loftslagsváin er. Með það að leiðarljósi þarf öll ákvarðanataka um framtíð háskólans og svæðisins sem hann umlykur að byggja á umhverfisvernd og sjálfbærni. Forgangsröðunin þarf að vera rétt og liggur það þegar fyrir hver hún þarf að vera í tilfelli Háskólans og fólksins sem hann myndar.

ÁVARP FORSETA SHÍ ADDRESS FROM THE STUDENT COUNCIL PRESIDENT

The climate crisis is one of the biggest problems of our time. Life on Earth is in danger, rapid warming means that glaciers are melting and disappearing before our eyes, and natural disasters, both fire and flood, have become more and more destructive. Our consumption habits are wiping out entire forests, and consumption of animal products is causing further harm. Our health is suffering, and as a result, a new type of refugee crisis is emerging. A better-informed public has stood up and demanded that the government implement swifter and more effective changes. However, it seems as though individuals throughout society are the ones taking matters into their own hands and working to adapt, whether that means ditching personal vehicles and taking up biking or switching to a vegan diet. Students are not exempt from taking action. We can continue to veganize our campus in collaboration with Student Services and push for affordable student transport passes for those who want them. Students can continue to show their support by participating in the climate strikes, in solidarity with activists who have come together around the globe for Fridays for Future and in the hope that political leaders will listen and take more radical climate action. The Prime Minister specifically thanked students in her address at the Student Council’s anniversary celebration last year for keeping the government on its toes. She said students are taking a clear stand and urging the government to take action. Scientists around the globe agree that the earth is in crisis and that there is very little time left to turn things around. We are well past the point where we can sit back, unconcerned and unwilling to take responsibility, and it is crystal clear that the government must declare a climate emergency. The University of Iceland can take radical measures and be a leader in the fight. Increased emphasis on innovation and research opens up endless opportunities to use our knowledge to find solutions to pressing problems from various and even unforeseeable perspectives, to raise awareness, and not least to counter the danger the climate crisis represents. With that as our guiding light, all decisions about the future of the university and the surrounding area should be rooted in conservation and sustainability. We must have our priorities straight, and in the case of the university and the people who make up our school community, it’s clear what our top priority should be.

8


THE STUDENT PAPER

Grasrót og garðar Grassroots and Gardens GREIN ARTICLE Sam Patrick O’Donnell

ÞÝÐING TRANSLATION Hólmfríður María Bjarnardóttir MYNDIR PHOTOS Sædís Harpa Stefánsdóttir

Ef þú röltir niður í bæ, gengur meðfram Hallgrímskirkju og tekur stefnuna niður á Vitastíg rekstu kannski á gult hús innan hvíts grind­verks. Þar fyrir innan má sjá garð og í honum nokkur hjól sem eru á mismunandi stigum lagfæringar. Þetta er Andrými. Ef þú ákveður að fara inn verðurðu beðið um að fara úr skónum og einhver mun bjóða þér kaffibolla. Þér á hægri hönd er kassi með nafnspjöldum og nælum með mismunandi persónufornöfnum. Hægra megin inn af anddyrinu er Andspyrna, bókasafn anarkistans, en þar má finna hillu eftir hillu af bókum um sögu, heimspeki og skáld­ sögur. Vinstra megin er eldhúsið og ef þú gengur lengra inn finnur þú stórt vinnurými með skrifborðum og stólum. Hurð þar inni leiðir að fríbúðinni, en þar má finna fataslár og á borðum þar eru teppi. Yfir hurðinni er spjald sem býður fólki að taka það sem það vill og undir því boði hefur einhver teiknað hjarta. Þegar komið er inn í húsið má sjá tvo stiga beint af augum, annar leiðir upp og hinn niður. Stiginn niður leiðir þig í kjallarann þar sem ræktaðar eru plöntur og gert er við hjól á hjólaverkstæðinu. Stiginn upp leiðir þig á efstu hæðina þar sem má finna aðalskrifstofuna, fundarherbergi og leiksvæði fyrir börn. Um gjörvallt húsið hanga pride fánar úr þaksperrum og plaköt og tilkynningar prýða veggina. Sum hver fræða lesandann um hvað samþykki er og önnur um ýmsa stuðningshópa og viðburði. Allt þetta kemur saman í eina heild sem segir: öll eru velkomin, sama hver þau eru.

If you walk downtown by Hallgrímskirkja and take a stroll down Vitastígur, you may see a yellow house surrounded by a white picket fence. In the yard is a garden and about half a dozen bikes in various stages of repair. This is Andrými, and if you choose to go inside, you will be asked to remove your shoes and someone will offer you a cup of coffee. A box of nametags sits to your right, and pins indicating gendered pronouns are mixed in with them. Andspyrna, the anarchist library, is to the right of the foyer, housing shelves filled with history and philosophy books and novels. The kitchen is to the left, and further inside is a large workroom with desks and chairs. A door in this room leads to the Free Shop, which has racks of clothes and tables of blankets. A sign on the door says “Take what you want” with a heart drawn below the words. Directly in front of the front door are two staircases, one leading upstairs, the other down. The downstairs staircase will take you to the basement where plants are grown and bikes are repaired in the bike shop. The upstairs staircase will take you to the top level where the main office, the meeting room, and the kids’ playroom are. Throughout the house, pride flags hang from the rafters, posters and notices adorn the walls. Some notify the reader about what consent is, while others inform the reader about various support groups and events. All of these parts come together to form a whole message: you are welcome here, no matter who you are. BACKGROUND AND HISTORY

The space is run by a group of people interested in grassroots organizing. They acquired the house in 2018, but they were active long before that in other locations. The group started meeting out of a private kitchen in 2016. “He had a people’s kitchen where once a week he opened his house for people to cook together and eat together collectively,” Christina Milcher, one of Andrými’s organizers, explains. “It was especially open to immigrants and refugees as a way to have a kind of exchange to introduce them more into society.” People used these kitchens to organize and plan events. Eventually they noticed

AÐDRAGANDI OG SAGA Rýmið er rekið af hópi fólks sem hefur áhuga á grasrótinni. Þau fengu húsið í sína umsjá árið 2018 en höfðu fyrir það verið virk á ýmsum stöðum. Hópurinn hóf starfsemi sína 2016 í eldhúsi í heimahúsi. „[Einn meðlimur] var með opið hús einu sinni í viku fyrir fólk sem vildi elda og borða saman,“ útskýrir Christina Milcher, ein af skipuleggjendum Andrýmis. „Það var sérstaklega opið fyrir innflytjendur og flóttafólk sem leið til þess að opna á samskipti og koma þeim meira inn í samfélagið.“ Fólk nýtti þessa eldhúshittinga til þess að skipuleggja viðburði. Svo kom að því að þau þyrftu stærra og aðgengilegra rými en eldhús í heimahúsi. Tímabundið voru þau í leyfisleysi í tómu skrifstofurými JL hússins á Hringbraut, þ.e.a.s. áður en því var breytt í farfuglaheimili. Árið 2017 fluttu þau í miðbæinn og störfuðu frá efstu hæðinni í Iðnó. „Þá vorum við bara með opið einu sinni eða tvisvar í viku því við deildum rýminu,“ segir Christina. Árið 2018 tóku þau eftir því að gamli leikskólinn á Vitastíg stóð auður. Þá höfðu þau samband við borgina. „Við vorum ekki komin með

9


STÚDENTABLAÐIÐ

they needed a space that was bigger and more available than a private kitchen. They briefly squatted in an empty office space in the JL Húsið on Hringbraut for a few months before the building was turned into a hostel. In 2017, they moved downtown into the top floor of Iðnó. “We were only open once or twice a week because we were sharing the space,” Christina says. Then in 2018, they noticed that the old kindergarten on Vitastígur was empty, so they got in touch with the city. “We did not have a formal agreement with the city when we moved in at first,” Christina says. It took almost a year for the city council to approve them renting the place, but eventually the city council agreed to let them stay. “Once the pro­ject was running and quite successful already, lots of events going on, it was hard for them to say ‘no, you have to move out.’”

formlegan samning við borgina þegar við fluttum fyrst inn,“ segir Christina, en það tók næstum heilt ár að fá borgarstjórnina til að samþykkja beiðni þeirra um að fá að leigja rýmið. „Þegar verkefnið var komið í framkvæmd, orðið nokkuð farsælt og margir viðburðir í gangi var orðið erfitt fyrir þau að segja: „nei, þið verðið að flytja út“.“ ÞAÐ SEM ÞETTA SNÝST UM Andrými er róttækt félagsrými fyrir öll þau sem vilja skipuleggja. Þar eru nokkrar viðmiðunarreglur en þær eru viljandi hafðar óljósar til þess að bjóða sem flest velkomin. „Þetta er fyrir öll sem vilja halda eða skipuleggja viðburði [fyrir auknu jafnrétti og frelsi], það getur verið hvað sem er,“ segir Christina. „Það er mikilvægt að viðburðirnir séu ekki hagnaðardrifnir, og þess vegna leyfum við ekki viðburði sem selt er inn á.“ Auk þess styðja samtökin enga stjórnmálaflokka. „En að öðru leyti er þetta eins og hvað annað.“ Markmið Andrýmis er að útvega aðstöðu fyrir grasrótarhópa og frjáls félagasamtök til þess að skipuleggja og halda viðburði. Þetta er opið og vinalegt rými fyrir þau sem eiga ekki í önnur hús að venda, þá sérstaklega flóttafólk. Andrými vinnur að samtvinnun (e. intersectionality) og aðstoðar í baráttunni gegn alls kyns kúgun. Í grunninn vinna samtökin gegn firringu með því að byggja upp samfélag og menningu. Samtökin eru fjármögnuð með framlögum og fjáröflunum sem tengjast viðburðum þeirra. SAMSTAÐA MEÐ JAÐARSETTUM HÓPUM Hópurinn leggur áherslu á að sýna kúguðum og jaðarsettum hópum samstöðu, sem útskýrir nafnspjöldin. „Við erum að prófa að hafa nafnspjöld með fornöfnum,“ segir Christina og bendir á eitt slíkt á peysunni sinni. „Flest er á ensku hérna,“ segir hún. „Vegna þess að margir skipu­ leggjendanna eru innflytjendur.“ Andrými er bæði rekið af innflytjendum og Íslendingum. „Við höldum líka marga viðburði til stuðnings fólki á flótta, þannig að þetta er fyrir jaðarsetta fólk samfélagsins.“ „Hópar fólks á flótta hafa einnig nýtt sér húsið til þess að skipuleggja. Til dæmis hjálpaði þeim að hafa stað til þess að fá sér kaffi og tala um næstu skref í mótmælum árið 2019.“ Á meðan fólk á flótta skipulagði gáfu aðrir hópar teppi, kaffi og lyf til þess að sigrast á kuldanum og veikindum sem honum fylgdu. „Fólk vissi að það gat gefið Andrými slíkt og því yrði komið til fólks á flótta eða farið með á mótmælin. Það er mjög gagnlegt að hafa heimastöð fyrir hverskyns skipulagningu.“ SMIÐJUR OG VIÐBURÐIR Auk annarra viðburða er Andrými með hjólaverkstæði og ókeypis vörumarkað. Hjólaverkstæðið er opið á mánudögum, en það var hannað með það í huga að kenna fólki að gera við hjólin sín. „Hugmyndin er sú að einhver sem kann að laga hjól kenni öðrum að laga hjól. Og það fólk kennir svo öðru fólki og þannig dreifist vitneskjan,“ segir Christina. „Þetta er mjög gagnlegt því að hjólaviðgerðir geta verið mjög dýrar og

GRASRÓT OG GARÐAR GRASSROOTS AND GARDENS

WHAT IT’S ALL ABOUT

Andrými is a radical space for anyone who wants to organize. They have a few guidelines, which are purposely vague to welcome as many people as possible. “It’s for anyone who wants to have any kind of events or organizing according to these topics, which could be anything, really,” Christina says. “It’s very important that it’s non-commercial, so we do not allow any paid events.” In addition, the organization insists upon not endorsing any political party. “Otherwise, it’s basically like anything else.” Andrými’s mission is to provide a space for grassroots and non-governmental organizations to plan and host events. It is a welcoming space for those who have none, particularly refugees. It serves to help the cause of intersectionality and help join the fight against all kinds of oppression. Fundamentally, it is an institution that works to oppose alienation through building community and culture. They receive funding through donations and fundraisers tied to their events. SOLIDARITY WITH MARGINALIZED GROUPS

The group focuses on showing solidarity with oppressed and marginalized groups, hence the name tags. “We are trying to have name tags with pronouns,” Christina says, pointing to the one she has affixed to her sweater. “Most things are in English,” she says. “That’s because a lot of the organizers are immigrants.” Andrými is co-run by immigrants and Icelandic people. “We also had a lot of events in support of refugees, so it is for marginalized people in society,” Christina says. “Refugee groups themselves have used this house to organize. For example during protests in 2019, having a place to have a coffee and talk about the next steps really helped them.” While the refugees were organizing, other groups donated blankets, coffee, and medicine to fight the

10


THE STUDENT PAPER

oft á tíðum þarftu bara eitthvert sérstakt verkfæri til þess að gera einn einfaldan hlut.“ Ókeypis vörumarkaðurinn er opinn daglega frá 18:00-19:30 en þar má fá ókeypis mat á borð við brauð og grænmeti sem sumt kemur úr garðinum. Hópurinn vonast til þess að geta opnað eldhús fólksins, þar sem fólk eldar og borðar saman, aftur í náinni framtíð.

cold and accompanying sickness. “People knew they could bring the stuff they donated here and it would be given to refugees or brought to the protests. It’s really useful to have a home base for any kind of organizing.” WORKSHOPS AND EVENTS

Ef þú vilt styrkja Andrými getur þú gert það með því að millifæra á þennan reikning: Kennitala 421216-0100 Reikningsnúmer 0133-26-012275 Samtökin taka líka á móti kaffi og tei. Meiri upplýsingar um Andrými má nálgast á vefsíðunni andrymi.org

If you want to donate to Andrými, here is their information: Kennitala 421216-0100 Bank account 0133-26-012275 Coffee and tea are also accepted. Check out their website at andrymi.org for more information.

Að rusla sér til matar Dumpster Diving

GREIN & MYNDIR ARTICLE & PHOTOS Auður Helgadóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers

Stór hluti af framleiddum mat endar í ruslinu. Ekki einungis inni á heimilum, heldur henda matvöruverslanir og veitingastaðir líka óhemju miklu magni. Maturinn sem endar í ruslinu býr yfir sögu og hefur jafnvel ferðast langar vegalengdir áður en honum er síðan hent. Allt framleiðsluferlið og öll orkan sem fer í að búa hann til fer til spillis. Að rusla sér til matar (e. dumpster diving) hefur færst í aukana, þar sem sífellt fleiri eru farin að átta sig á þessu stóra vandamáli sem matarsóunin er. Maturinn

Beyond the events, they have a bike workshop and a free supermarket which are open during the week. The bike shop is open on Mondays and is designed as a means to educate people about repairing their bicycles. “The idea is that you have somebody who knows how to repair bikes show other people how to repair bikes. And those people show other people, and the knowledge spreads,” Christina says. “It’s really useful because a lot of times it’s super expensive to get it repaired, and a lot of times all you need is a specific tool to do one really ­simple thing.” The free supermarket runs every day from 18:0019:30, and they have free food such as bread and produce that people can take. Some of the produce comes from the garden. The group hopes to be able to have a peoples’ kitchen again in the future.

A large part of our food supply ends up in the trash, and not just in our homes; grocery stores and restaurants also throw out an excessive amount of food. That discarded food has a story behind it; some of it even traveled great distances before being thrown out, so the entire production process and all the energy put into it went to waste. Dumpster diving has become more common, as more and more people are realizing just how big a problem food waste is. Discarded food isn’t necessarily any lower quality than what you’d find in the store; often, it’s things that aren’t considered fit to sell or are close to their expiration date. They’re still perfectly edible, but a combination of overproduction and consumers’ high standards means that some food doesn’t sell and therefore ends up in the trash. It’s interesting to see what kinds of things you can forage. That’s why I took to the streets and gave it a go, then cooked with the items I found. I’ve wanted to try dumpster diving for a long time. Not only is it a good way to save money, it’s also a way to counter food waste and its environmental impact. When it comes to dumpster diving, some stores are better than others. It all depends on how accessible the bins are (whether they’re locked or located in an enclosed area), how the stores feel about dumpster diving, and what condition the discarded food is in. One Thursday evening, I drove around searching for some bins I could rummage through. I didn’t really know what I was doing, but I decided to go and see what happened. I was all alone in an alley at Grandi when I

11


STÚDENTABLAÐIÐ

sem endar í ruslinu þarf ekki að vera síðri en sá sem fæst í búðum. Oft eru það vörur sem ekki þykja seljanlegar eða einfaldlega renna bráðlega út. Það má vel nýta þennan mat, en háar kröfur neytandans og offramleiðsla leiðir til þess að hluti matarins selst ekki, og endar þar með í gámum. Það er forvitnilegt að sjá hvað má finna sér til ætis og elda. Þess vegna fór blaðamaður Stúdentablaðsins á stúfana og prófaði að rusla mat, ásamt því að elda úr því sem hún fann. Það hafði lengi blundað í mér að prófa að rusla, þar sem þetta er gott sparnaðarráð, en ekki síður gott til þess að sporna gegn matarsóun og þeim áhrifum sem hún hefur á umhverfið. Það virðist vera misgott að rusla á milli verslana, en allt fer eftir því hve gott aðgengi er að gámunum (hvort að þeir séu læstir, eða lokaðir af), hvert viðmót verslana er gagnvart ruslun og í hvernig ástandi maturinn er í gámunum. Ég keyrði eitt fimmtudagskvöldið í leit að gámum sem hægt væri að gramsa í. Ég þekkti lítið fyrir mér í þessum efnum, en ákvað að fara sjálf og sjá hvað kæmi úr því. Ég stóð ein að verki í húsasundi á Grandanum og varð skyndilega smeik við myrkrið og mögulegar hættur sem steðjuðu að við það að róta í rusli, óvelkomin að mér leið. Það var líklega ekki mikið um hættur, en það leið ekki að löngu þar til ég hringdi í vinkonu mína og bað hana að slást í för með mér í þessum leiðangri. Ég myndi ráðleggja fólki að fara nokkur saman, í pörum eða fleiri, þar sem það er mun skemmtilegra og ekki jafn ógnvekjandi þegar maður ruslar fyrst um sinn. Eftir miklar vangaveltur um hvert við skyldum halda enduðum við á að kíkja í grænmetis- og ávaxtaheildsölu. Við vissum ekki við hverju við áttum að búast þegar við komum að gámunum. Okkur leið eins og það væri verið að fylgjast með okkur, á stóru upplýstu svæðinu með vörubíla og vélarhljóð allt um kring. Við létum það hins vegar ekki stoppa okkur og dýfðum okkur ofan í fyrsta gáminn. Önnur okkar þurfti að klöngrast upp á meðan hin beið spennt fyrir neðan. Fyrst um sinn virtist þetta ekki mikið, en svo kom annað í ljós. Ofan í gámnum voru þrír salathausar og ógrynni af gómsætri basilíku! Þegar við leituðum í öðrum kössum fundum við meðal annars melónur, papriku, kínahreðkur, kartöflur og spergilkál. Yfirfullar af spenningi yfir öllum þessum mat, sem var í meira en fínu lagi með, fylltum við tvo kassa af grænmeti og ávöxtum. Ég bið lesendur að varast æsinginn, og taka aðeins það sem þið vitið að þið getið borðað, taka ekki meira en þið þurfið. Þessum byrjendamistökum munum við læra af. Nú var bíllinn fullur af grænmeti og við áttum næstu daga fullt í fangi með að matreiða úr því sem við fengum. Úr matnum urðu hinir ýmsu réttir, sem heppnuðust misvel, enda má ekki búast við öðru í tilrauna-eldamennsku. Við notuðum bæði matinn sem við fundum í gámunum, en líka þann mat sem við áttum til nú þegar. Hér koma dæmi um rétti sem eldaðir voru næstu daga:

AÐ RUSLA SÉR TIL MATAR DUMPSTER DIVING

suddenly grew fearful of the dark and the potential dangers of rooting around in the trash, unbidden. There probably wasn’t really much danger, but before long, I had called my friend and asked her to join me on my expedition. I would advise people to go in pairs or groups; it’s way more fun and less intimidating when you’re new to dumpster diving. After thinking long and hard about where we should go, we ended up checking out a produce wholesaler. We didn’t know what to expect when we approached the dumpsters. Standing in a large, illuminated space surrounded by trucks and mechanical sounds, we felt like we were being watched. But we didn’t let that stop us. We dove into the first bin. One of us had to climb up while the other waited excitedly below. At first, it didn’t seem like much, but it soon became clear that we were wrong: the bin contained three heads of lettuce and a ton of tasty basil! When we looked in other bins, we found melons, peppers, daikon radishes, potatoes, broccoli, and more. Bursting with excitement over all this food, which was in perfectly good shape, we filled two boxes with fruit and veggies. Readers, I would ask you to rein yourselves in and take only what you know you can eat; don’t take more than you need. We will learn from our newbie mistake. The car packed with produce, we had our hands full the next few days coming up with ways to use our finds. We made a number of different dishes, some of which turned out better than others, which is par for the course when it comes to experimental cooking. We used the food we found in the bins as well as things we already had at home. Here are a few examples of the dishes we made over the next few days: VEGAN “MEAT” BALLS WITH POTATOES, BASIL, BUTTER, AND SALT, RED CABBAGE, AND GRAVY:

A classic, homey dish to dig into after a busy day. I boiled some of the potatoes and sprinkled them with a bit of basil. The potatoes from the bin were absolutely delicious. After all, free food always tastes better.

12


THE STUDENT PAPER

VEGAN „KJÖT“BOLLUR MEÐ KARTÖFLUM, BASILÍKU, SMJÖRI OG SALTI, RAUÐKÁLI OG BRÚNNI SÓSU Klassískur heimilismatur sem gott er að gæða sér á eftir annasaman dag. Ég sauð hluta af kartöflunum og stráði smá basilíku yfir. Kartöflurnar sem komu úr gáminum voru ljómandi góðar, enda bragðast ókeypis matur alltaf betur. KÍNAHREÐKUNÚÐLUR Í HNETUSMJÖRSDRESSINGU, MEÐ KÓRÍANDER OG DILLI Vinkona mín matreiddi þessar dýrindis núðlur úr kínahreðkunum sem við fundum. Þessi hráfæðisréttur er vegan og bráðhollur. Með alls konar ferskum kryddum, kasjúhnetum, kimchi og fleiru góðu. Nú höfðum við aldrei séð kínahreðkur fyrr í verslunum, en fundum þær í gáminum og höfum fyrir vikið kynnst einstaklega góðu nýju grænmeti. BASILÍKUPESTÓ SPAGETTÍ, SALAT OG BRUSCHETTA Hvað átti að gera við alla þessa basilíku? Pestógerð kom fyrst upp í hugann, svo ég fór á fullt að laga grænt pestó. Pestó er gott á brauð og sem meðlæti, en til þess að nýta það betur kom úr því þetta fína spagettí. Meðlætið var salat með vatns- og hunangsmelónum, papriku og rauðlauk. Allt salatið fengum við í ruslinu og gerði það þessa máltíð ennþá betri. Til þess að toppa allt, og nýta ennþá meiri basilíku gerði ég bruschetta, með dass af ólífuolíu og salti og pipar. Það skiptir máli að vera opin fyrir allskonar mat, og gefa sér tíma í að prófa sig áfram. Ég mæli heilshugar með því fyrir alla að prófa að rusla. Þetta er bæði gott fyrir veskið og jörðina, þess vegna hvet ég fólk til þess að láta á reyna, taka einhvern með sér og plana matseðil eina vikuna út frá því hvaða góðgæti leynist í ruslinu.

Bananahýði – má borða það? Banana Peels – Are They Edible?

GREIN & MYNDIR ARTICLE & PHOTOS Auður Helgadóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers

Það er margt sem við hendum gjarnan í ruslið sem má nota í matreiðslu. Nýlega hef ég uppgötvað bananahýði. Þið ranghvolfið eflaust augunum við tilhugsunina og hugsið með ykkur að þið mynduð aldrei borða bananahýði. Fyrst var ég líka skeptísk, við höfum alltaf bara borðað bananann sjálfan! En leyfið mér að sýna ykkur hvernig má nota þennan hluta ávaxtarins í uppskriftum og réttum. Það er gott að geta nýtt matinn til fulls - sérstaklega fyrir þau sem eiga ekki moltu (þ.á.m. mig). Til þess að minnka sóun og spara getið þið gripið bananahýðin sem verða oft afgangs og notað þau í alls kyns rétti. Bananahýði innihalda næringarefni líkt og bananinn sjálfur, og þess vegna er orðið tímabært að nýta þennan hluta ávaxtarins. Hýðið má t.d. nota í pönnukökur, pottrétti, vegan „beikon“ strimla og einnig má útbúa eftirlíkingu af svokallaðri

DAIKON RADISH NOODLES IN PEANUT SAUCE WITH CILANTRO AND DILL

My friend made these exquisite noodles from the daikon radishes we found. This dish is raw, vegan, and super healthy, with all sorts of fresh herbs, cashews, kimchi, and more deliciousness. We had actually never seen daikon radishes at the store before, but by finding them in the bin, we discovered a super tasty new vegetable. BASIL PESTO SPAGHETTI, SALAD, AND BRUSCHETTA

What should I do with all this basil? Pesto is the first thing that came to mind, so I dove headfirst into making green pesto. Pesto is good on bread or served on the side, but to make better use of it, I put together this yummy spaghetti. On the side, we had a salad with watermelon and honeydew melon, peppers, and red onion – all found in the dumpster, which made this meal even better. To top it off and use even more basil, I made bruschetta, with a dash of olive oil, salt, and pepper. It’s important to keep an open mind about all sorts of food and take time to experiment. I wholeheartedly recommend that everyone try dumpster diving. It’s good for both your wallet and the planet, so I encourage you to take someone with you, give it a try, and pick one week to plan your menu around whatever treasures you find hiding in the trash.

In most people’s kitchens, a lot of perfectly edible food ends up in the trash. I’ve recently discovered banana peels. You’re probably rolling your eyes and thinking that you would never eat a banana peel. I was also skeptical at first; I mean, we’ve always just eaten the inside of the banana! But let me show you how to use the peel. Being able to use every part of an ingredient is always a good thing, especially for those of us who don’t have a compost bin (myself included). To reduce waste and save money, you can set aside those peels you’d normally throw away and use them to make a variety of dishes. Just like the inside of the banana, the peels are full of nutrients, so it’s high time we learned how to use them. Banana peels can be used to make pancakes, casseroles, vegan “bacon” strips, and a vegan imitation of a pulled pork sandwich. There are all sorts of recipes available online, which I encourage you to check out. This “pulled banana” sandwich is delicious, quick to make, and perfect for lunch or dinner. Next time you have some banana peels lying around, try this recipe instead of throwing them in the trash. Bon appétit!

13


STÚDENTABLAÐIÐ

“PULLED BANANA” (VEGAN PULLED PORK)

Serves 2 Ingredients 4 banana peels 4 Tbsp olive oil 2 Tbsp liquid smoke (or smoked paprika) 2 Tbsp garlic powder 1 Tbsp chili powder (or cayenne pepper) 1 Tbsp cumin 4 Tbsp BBQ sauce 2 hamburger buns „pulled pork“ samloku. Það má finna alls kyns uppskriftir og útfærslur á veraldarvefnum, og ég hvet ykkur til þess að skoða það. „Pulled“ banana samlokan, ef svo má að orði komast, er gómsæt, fljótgerð og góð í hádegis- eða kvöldsnarl. Hér mun ég deila með ykkur uppskrift af réttinum sem þið getið prófað í stað þess að henda bananahýðinu í ruslið. Bon appétit! ,,PULLED BANANA“ (VEGAN PULLED PORK)

Þessi uppskrift dugar fyrir 2

Innihald 4 bananahýði 4 msk ólífuolía 2 msk reykur í fljótandi formi (eða reykt paprikukrydd) 2 msk hvítlauksduft 1 msk chilíduft (eða cayenne pipar) 1 msk kúmen 4 msk BBQ-sósa 2x hamborgarabrauð Tillögur að meðlæti Hrásalat Vegan mæjónes Súrar gúrkur 1 Byrjið á því að taka bananahýðið af og skerið stilkana af á sitthvorum endanum. Passið að taka alla miða af bananahýðinu áður en þið vinnið með það. 2 Skafið bananahýðin að innan með skeið. 3 Rífið svo hýðin niður með gaffli og skerið í ræmur. 4 Setjið ræmurnar í skál og svo til hliðar. Blandið saman reyk í fljótandi formi (eða reyktu paprikukryddi), ólífuolíu, hvítlauksdufti, chilídufti (eða cayenne pipar) og kúmeni í annarri skál. 5 Hellið olíukryddblöndunni yfir bananahýðisræmurnar og blandið því öllu vel saman. 6 Hitið pönnu með örlítilli steikingarolíu. Þegar pannan er orðin heit má hella ræmunum úr skálinni á pönnuna. Steikið ræmurnar á miðlungshita, í u.þ.b. 5 mínútur, eða þar til þær hafa skroppið aðeins saman. 7 Því næst bætið þið við barbikjúsósu á pönnuna og látið allt malla þar til það er komin karamelluseruð áferð á blönduna. 8 Hitið hamborgarabrauð á vægum hita í ofni. Þegar brauðin eru tilbúin er ekkert eftir nema að setja samlokuna saman! 9 Smyrjið vegan mæjónesi á sitt hvora hlið hamborgarabrauðsins, ausið hrásalati ofan á annað brauðið, því næst fer barbikjúbananahýðislostætið ofan á og þau sem vilja geta sett súrar gúrkur í lokin. Svo fer hinn helmingurinn af brauðinu ofan á - og voilá! Njótið!

BANANAHÝÐI – MÁ BORÐA ÞAÐ? BANANA PEELS – ARE THEY EDIBLE?

Suggested toppings Coleslaw Vegan mayonnaise Sliced pickles 1 Start by peeling the bananas and trimming both ends. Make sure you remove any stickers from the peels before using them. 2 Use a spoon to remove any meat clinging to the peels. 3 Shred the peels into strips using a fork. 4 Place the strips in a bowl and set aside. In another bowl, mix together liquid smoke (or smoked paprika), olive oil, garlic powder, chili powder (or cayenne pepper), and cumin. 5 Pour the spiced oil mixture over the peels and stir until well covered. 6 Heat a small amount of oil in a pan. When hot, add the banana peels and sauté on medium heat for about 5 minutes or until they’ve cooked down a bit. 7 Next, add the barbecue sauce to the pan and let the mixture simmer until thick and almost caramelized. 8 Warm the hamburger buns in the oven on low heat. Once they’re ready, all that’s left to do is assemble the sandwiches! 9 Spread vegan mayonnaise on both halves of the bun, pile coleslaw on one side, and add the barbecue-banana peel deliciousness. If you like, you can also add sliced pickles. Top with the other half of the bun, and voilà! Enjoy!

14


THE STUDENT PAPER

Fáðu góða einkunn hjá Ökuvísi Nýja appið veit hvað þú ert góður ökumaður og þess vegna getur það lækkað verðið á tryggingunum!

Nánar á vis.is

15


STÚDENTABLAÐIÐ

Hvað er að frétta af loftslagsmálum? GREIN ARTICLE Tinna Hallgrímsdóttir ÞÝÐING TRANSLATION Stefán Ingvar Vigfússon MYND PHOTO Sædís Harpa Stefánsdóttir

What’s Happening with the Environment? Höfundur er varaformaður Ungra umhverfissinna og meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði Ísland hefur lýst því yfir að það ætli að vera leiðtogi í loftslagsmálum og skipar sig í hóp þeirra ríkja sem vilja stuðla að því að meðalhækkun hitastigs jarðar fari ekki umfram 1,5°C frá iðnbyltingu. En hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í loftslagsmálum, og endurspegla aðgerðir þeirra það leiðtogahlutverk sem við höfum tekið að okkur? PARÍSARSÁTTMÁLINN Landsmarkmið (e. Nationally Determined Contribution) Íslands til Parísarsáttmálans var nýlega uppfært en þau eiga m.a. að inni­halda tölu­leg mark­mið um samdrátt losunar sem ríki stefna á að ná á tíma­bil­inu 20212030. Ísland hefur verið hluti af sam­eig­in­legu mark­miði aðild­ar­ríkja ESB og Nor­egs um að ná 40% sam­drætti losunar árið 2030, fyrir svæðið sem heild, miðað við upp­hafs­árið 1990. Í lok síðasta árs var sameigin­ lega markmiðið uppfært í 55%, og staðfesti uppfært landsmarkmið Íslands vilja til áframhaldandi samstarfs í samræmi við aukinn metnað. Markmiðið er sam­eig­in­legt, en hverju ríki er svo úthlutað mis­mun­andi skuld­bind­ingum og fylgir skipt­ingin m.a. þremur und­ir­flokkum mark­ miðs­ins (ESR, ETS og LULUCF). Þrátt fyrir að 55% heildarsamdráttur sé ákvarðaður á eftir að ákvarða lokaútfærslu markmiðsins, m.a. í samræmi við flokka. Ef gert er ráð fyrir óbreyttri upp­setn­ingu og reikni­ reglum mun Íslandi vera úthlutað 42% sam­drætti losunar, sem er á beina ábyrgð Íslands (ESR) frá 2005-2030 (þ.e. losun vega­sam­gangna og skipa, orku­fram­leiðslu, land­bún­aðar, úrgangs og F-gasa). Losun iðn­að­ar­ferla í stór­iðju og flugi innan Evr­ópu fellur undir við­skipta­kerfi ESB um los­un­ar­heim­ildir (ETS) og hefur því ekki sér­mark­mið fyrir hvert ríki. Hvað varðar losun land­notkunar og skóg­ræktar (LULUCF) má Ísland ekki auka nettólosun flokksins miðað við ákveðin við­mið­un­ar­tíma­bil. Auðvitað er ákjósanlegt að Ísland taki áfram þátt í samstarfi með

The author is vice chair of the Icelandic Youth ­Environmentalist Association and a master’s student in Environment and Natural Resources. Iceland has stated its intention of being a leader in climate issues and is one of the countries that want to ensure that the global temperature average doesn’t rise more than 1.5°C above pre-industrial levels. But what are Icelandic authorities doing with regard to the climate, and do their actions reflect the leadership position they have taken upon themselves? THE PARIS AGREEMENT

Iceland's Nationally Determined Contribution (NDC) to the Paris Agreement was recently updated. Among other things, an NDC is meant to contain numerical goals for a given country’s emissions reduction goals for 2021-2030. Iceland has joined EU member states plus Norway in pledging to reduce emissions for the area as a whole by 40% before the year 2030, compared to 1990 levels. At the end of last year, the joint goal was updated to 55%. Iceland’s updated NDC confirmed its desire to continue the collaboration with increased ambition. The goal is shared, but each nation is assigned individual obligations. The overarching goal is split into three subcategories: ESR, ETS and LULUCF. Despite the fact that the goal of 55% reduction of gross emissions has been set, the final version of the goal has not been decided, e.g. with regards to the subcategories. If nothing changes, including the algorithms, Iceland would be allocated a goal of reducing emissions by 42% from 2005-2030. This would be Iceland’s direct responsibility (ESR) and include, for instance, emissions from vehicle and ship transport, energy production, agriculture and F-gases. Emissions from heavy industry and air travel fall under the EU’s trade system, so individual countries do not have separate goals in those areas. With regard to emissions from land use and forestry (LULUCF), Iceland may not have a net increase in emissions for certain reference periods. Of course, Iceland should continue collaborating with other European nations, but it is important to keep in mind that shared goals, which are the result of international negotiation, are always based on the lowest common denominator. Even though Iceland's NDC confirms continued participation toward the common goal, there’s nothing keeping Iceland from setting itself a more ambitious individual goal for emissions reduction. Norway (which is working toward the communal goal) has also set an independent goal. Since Iceland's goal did not reflect the desire of Icelandic officials independent of any external factors, we have yet to see how ambitious they really are when it comes to emissions reduction by the year 2030.

16


THE STUDENT PAPER

Evrópuríkjum en hafa ber í huga að sameiginleg markmið, sem eru útkoma alþjóðlegra samningaviðræðna, miðast ávallt við lægsta samnefnara. Þó að landsmarkmið Íslands hafi staðfest áframhaldandi þátttöku í sam­eig­in­lega mark­miðinu var ekk­ert sem stóð í vegi fyrir því að setja einnig fram sjálfstætt, og metnaðarfyllra, markmið um sam­ drátt los­unar. Noregur (sem tekur þátt í sameiginlega markmiðinu) setti til að mynda einnig fram sjálfstætt markmið. Þar sem markmið Íslands endurspeglaði ekki sjálfstæðan vilja íslenskra stjórnvalda höfum við ekki enn séð á skýran hátt hversu mikinn metnað þau hafa fyrir samdrætti losunar fyrir 2030. HVAR ER LOSUNARMARKMIÐIÐ FYRIR 2030? Áðurnefnt stefnuleysi endurspeglast einnig í skorti á lögfestum losunartengdum markmiðum. Eina núverandi langtímamarkmið stjórnvalda er kolefnishlutlaust Ísland 2040, en til stendur að lögfesta það. Þetta hefur margoft verið gagnrýnt, m.a. af Ungum umhverfissinnum, LÍS, SHÍ, fulltrúa ungs fólks í Loftslagsráði og fulltrúum Íslands á Loftslagsráðstefnu ungmenna, Mock COP26. Sem dæmi var ein krafa nýjustu herferðar Loftslagsverkfallsins, Aðgerðir strax!, lögfesting 50% samdráttar heildarlosunar ásamt landnotkunar1 fyrir árið 2030, en núverandi aðgerðir munu í mesta lagi orsaka 18% samdrátt (eða 15%, sé miðað við upphafsárið 2005). Mikilvægt er að lögfesta markmið um samdrátt losunar gróðurhúsalofttegunda þar sem lögfesting markmiða tryggir stefnufestu í málaflokknum og að markmið raungerist þrátt fyrir stjórnarskipti. AÐ LOKUM Ljóst er að þrátt fyrir fögur fyrirheit eru íslensk stjórnvöld ekki að gera nóg þegar kemur að loftslagsmálum. Þetta á sér í lagi við losunartengd markmið fyrir árið 2030, en þar er vel hægt að setja markið mun hærra. Því lengur sem við bíðum, því dýrara og erfiðara verður að bregðast við loftslagsbreytingum. Metnaðarleysi stjórnvalda í dag veltir því meirihluta ábyrgðarinnar, sem og verstu afleiðingum loftslagsbreytinga, á komandi kynslóðir. Framtíð okkar (og þeirra lífvera sem deila með okkur jörðinni) er í húfi og því er nauðsynlegt að bregðast við strax. Auðvitað er mikilvægt að hvert og eitt leggi sitt af mörkum með breyttum lifnaðarháttum en hafa verður í huga að raunverulegur árangur næst ekki nema með aðkomu stjórnvalda. Mig langar því að hvetja þig, kæri lesandi, til að taka þátt í baráttunni, en þú getur: 1 Látið í þér heyra á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum, gegnum Samráðsgátt stjórnvalda eða á Loftslagsverkfallinu (í samræmi við sóttvarnir). 2 Tekið beinan þátt í hagsmunagæslu loftslagsmála, t.a.m. í gegnum pólitískar hreyfingar eða frjáls félagasamtök líkt og Ungir umhverfissinnar. Baráttan við hamfarahlýnun er stærsta áskorun samtímans og við þurfum allar hendur upp á dekk. Vertu með!

WHAT IS THE NDC FOR 2030?

The aforementioned lack of direction can be seen in the lack of legislated emissions reduction goals. One of the government’s long-term goals is for Iceland to be carbon neutral by 2040, which they are planning to make into law. This has been widely criticized by, among others, the Icelandic Youth Environmentalist Association, the National Union of Icelandic Students, the University of Iceland Student Council, and the representatives of young people on the Icelandic Climate Council, Mock COP26. For example, one demand from the most recent school strike campaign, Action Now!, was the legislation of a 50% reduction of emissions as well as land use1 by 2030, but the current measures will only lead to an 18% reduction (or 15%, compared to 2005). It is important to legislate the goal of reducing emissions of greenhouse gases to ensure a clear, consistent policy and make sure goals are achieved despite turnover in the government. IN CLOSING

It is clear that despite beautiful promises, Icelandic officials are not doing enough when it comes to the environment. That’s especially true with regard to emissions goals for 2030, which can easily be increased. The longer we wait, the harder and more expensive it becomes to react to climate change. The government's lack of ambition today hands the majority of the responsibility for climate change, as well as its worst consequences, to coming generations. Our future (and the future of other species we share the planet with) is at stake, and we must act now. Of course, it is important that each person contribute and do what they can to change their habits, but we must bear in mind that real progress will not be achieved without government intervention. I want to encourage you, dear reader, to join the fight. You can: 1 Be vocal on social media, in the media, through the government’s consultation portal, or at the climate strikes (in compliance with ongoing ­public health guidelines). 2 Participate directly in climate advocacy, e.g. through political movements and NGOs like the Youth Environmentalist Association. The fight against catastrophic warming is the ­biggest challenge of our time, and we need all hands on deck. Join us!

1 Heildarlosun ásamt landnotkun nær til losunar vegasamgangna og skipa, orkuframleiðslu, landbúnaðar, úrgangs og F-gasa ásamt losun stóriðju. 1 Total emissions plus land use includes vehicle and ship emissions, energy production, agriculture, waste, and F-gases, as well as heavy industry emissions.

HVAÐ ER AÐ FRÉTTA AF LOFTSLAGSMÁLUM? WHAT'S HAPPENING WITH THE ENVIRONMENT?

17


STÚDENTABLAÐIÐ

Leikhúsgrein Önnu og Karitasar Loksins komumst við í leikhús! GREIN Anna María Björnsdóttir Karitas M. Bjarkadóttir MYNDIR Aðsendar

SUNNEFA

Tvívegis dæmd til drekkingar

Karitas

Leikhópurinn Svipir frumsýndi sýninguna Sunnefu þann 26. febrúar síðastliðinn í Tjarnarbíói. Sýningin fjallar um hina kynngimögnuðu Sunnefu Jónsdóttur sem var tvívegis dæmd til drekkingar fyrir blóðskömm á 18. öld. Hún var sögð hafa eignast börn með yngri bróður sínum Jóni, fyrst þegar hún var sextán ára og hann fjórtán, og svo þegar þau voru átján og sextán ára. Á Þingvöllum 1743 neitaði hún sök og lýsti sýslumanninn sem dæmdi hana föður seinna barnsins. Sunnefa er kvenna tvíleikur með leikkonunum Tinnu Sverrisdóttur í hlutverki Sunnefu, og Margréti Kristínu Sigurðardóttur í hlutverki annarra sögupersóna auk þess sem þær eru með innslög inn á milli sem þær sjálfar. Leikmyndahöfundur og ljósahönnuður var Egill Ingibergsson, Móeiður Helgadóttir sá um teikningar, Beate Stormo um búninga, Árni Friðriksson samdi verkið í samstarfi við leikhópinn og Þór Tulinius leikstýrði. Margrét Kristín sá sjálf um tónlist og hljóðmynd og fléttaði því saman við verkið. Þegar ég mætti í Tjarnarbíó vissi ég ekki alveg hvað ég var búin að koma mér út í. Ég hafði þó, eins og allar „eðlilegar“ tíu ára stelpur, lesið mér mikið til um Sunnefu sjálfa í grunnskóla og taldi mig, nú tvítuga, þekkja sögu hennar ansi vel. Annað kom á daginn. Ég held að ég geti nokkurn veginn fullyrt það að ég hafi aldrei farið á sýningu sem skildi eftir sig svona mikinn fróðleik. Ég kom inn í smekkfullt Tjarnarbíó og eftir að hafa jafnað mig aðeins á menningarsjokkinu sem það var að sjá svona marga samankomna aftur fann ég mitt merkta sæti. Mér reiknaðist svo til að autt sæti væri á milli þeirra hópa eða para sem kæmu saman, alveg til fyrirmyndar! Auða sætið milli mín og forsætisráðherra vors sem sat mér á vinstri hönd kom sér að minnsta kosti mjög vel til að geyma veski og vettlinga. Þegar ég hafði komið mér makindalega fyrir fór ég að beina athygli minni að sviðinu. Þar stóðu leikkonurnar og klæddu sig í búningana, máluðu sig og röðuðu upp sviðsmyndinni fyrir augum áhorfenda. Ég punktaði í litlu minnisbókina mína: fjórði veggur, spurningarmerki, spurningarmerki, spurningarmerki. Það kom á daginn að ég hafði rétt

fyrir mér. Í sýningunni Sunnefu er fjórði veggurinn nefnilega ekkert alltaf til. Sýningin er eiginlega sett upp eins og sögufræðsla. Ég hugsaði með mér að þetta minnti mig í senn á sögukynningarnar í listabekknum mínum í Versló, eða mjög metnaðarfullt fræðsluprógram á Árbæjarsafninu. Margrét Kristín og Tinna sjá um að sviðsetja þá atburðarás sem þær sjá fyrir sér með stuðningi þeirra fáu áreiðanlegu heimilda sem til eru um Sunnefu og dómsmálið, ásamt því að segja frá með augum kvenna 21. aldarinnar. Þær komu inn fróðleik um dómskerfi þessa tíma, tíðaranda, blóðskammarþulur og veðurfar á þann hátt að þrátt fyrir mín fyrri orð um fyrirlestur leið mér aldrei eins og það væri verið að reyna að þvinga mig til að læra eitthvað eða leggja á minnið. Sviðsmyndin var ansi látlaus og allir leikmunir, hljóðfæri, búningar og tæknitól voru fyrir augum áhorfenda á sviðinu. Það sem greip hins vegar athygli mína voru teikningar Móeiðar Helgadóttur sem lifnuðu við á tveimur flekum á sviðinu. Þannig urðu persónur sögunnar til og leikkonurnar léku á móti myndhreyfingunum af einskærri snilld. Að mínu mati var umgjörðin sjálf öll mjög listileg. Uppsetning handrits var líka mjög skemmtileg og mér fannst blanda upplýsinga og „fyrirlestrar“ annars vegar og leikinna hluta verksins hins vegar takast mjög vel. Á heildina litið var sýningin mjög vel heppnuð og ég fékk hlýju í brjóstið að vita af sögu Sunnefu ná til svona margra.

18


THE STUDENT PAPER

KÓPAVOGSKRÓNIKA

Ríðiafrek móður þinnar

Anna

Sögur af bólförum og fíkniefnaneyslu, misheppnuðum ástarsamböndum og almenn óþarfa ráð móður til dóttur hafa ratað upp á svið Þjóðleikhússins þar sem sögusviðið er steinsteypubærinn mikli, Kópavogur. Kópavogskrónika er byggð á samnefndri fyrstu skáldsögu Kamillu Einarsdóttur og er hér í leikgerð Silju Hauksdóttur og Ilmar Kristjánsdóttur. Með aðalhlutverkið fer Ilmur Kristjánsdóttir og með henni á sviði eru leikararnir Arnmundur Ernst Backman og Þórey Birgisdóttir. Búninga og leikmynd hannaði Sigríður Sunna Reynisdóttir, lýsingu annaðist Jóhann Bjarni Pálmason, hljóðmynd var í höndum Kristjáns Sigmundar Einarssonar og tónlistina samdi Auður. ,,ÞÚ MÁTT MÍN VEGNA APA FLEST EFTIR MÉR, EN ÞÚ SKALT FORÐAST SAMBÖND“ Verkið er hálfgerð einræða ungrar, einstæðrar móður þar sem hún leggur dóttur sinni lífsreglurnar. Gefnar eru óþarflega nánar lýsingar á ástarmálum hennar þar sem engu er haldið eftir, þó svo að leiksýningin sjálf fari ekki út í gríðarleg smáatriði er ýmislegt gefið í skyn sem ætla má að bókin hafi farið nánar út í. Ljóst er að sögukonan hafi ekki verið móðir ársins; sjaldan til staðar og ekki haft mikinn áhuga á lífi dóttur sinnar. En hér virðist hún reyna að gera upp fyrir mistök sín með því að segja dótturinni frá þeim, gera líf sitt að lexíu. Fer Ilmur létt með hlutverk sögukonunnar, þar sem hún nær að fanga frjálslyndan anda hennar á einlægan hátt á sama tíma og særðar og bældar tilfinningar krauma niðri við. Aukaleikararnir, Arnmundur og Þórey, eiga svo sannarlega hrós skilið fyrir frammistöðu sína þar sem þau bókstaflega klæðast mörgum höttum. Arnmundur leikur öll karlmannshlutverk sýningarinnar og fer létt með að bregða sér í mismunandi skíthæla, hvern á fætur öðrum. Til dæmis má nefna raftónlistarskáld sem hefur ástríðu fyrir matvörum, draumaprins sem deilir áhuga sögukonunnar á Dyson handþurrkum, verðbréfasala sem kann ekki að dansa og hneykslaðan útivistarföður á foreldrafundi. Sömuleiðis fer Þórey á kostum sem exótísk dansmey, hughreystandi ljósmóðir, útivistarmóðir með skoðun á öllu og djammara með orkubita og innihaldslaus ráð. Hlutverk hennar hafa heldur minna vægi fyrir heildarsöguna og þarf hún að skipta um persónu á nokkurra mínútna fresti en er hún sannfærandi í þeim öllum. Sýningin er jafnframt sprenghlægileg og stuðandi á köflum, þar sem tekist er á við erfið málefni án þess að staldrað sé þar lengi við. Málefni á borð við eiturlyfjafíkn, mögulegt kynferðislegt ofbeldi, barnadauða og fæðingarþunglyndi. Þessar alvarlegu senur eru fléttaðar við gamansögur af skíthælum með slavneskan húmor og kærustum sem kæfðir eru í teppum. Ein sena stóð sérstaklega upp úr sem hápunktur gamanseminnar og kom salnum til þess að emja úr hlátri en það var þegar sögukonan hittir draumaprinsinn. Hann er klæddur í bláa skikkju og kann allan dansinn við ,,I’ve had the time of my life“ úr Dirty Dancing en þorir svo ekki að grípa hana. Þar áttar sögukona sig á að hann væri betur staddur án hennar hvort eð er, þó svo að hann sé ímyndun hennar.

LEIKHÚSGREIN ÖNNU OG KARITASAR –LOKSINS KOMUMST VIÐ Í LEIKHÚS!

LEIÐARLOK Á sviðinu stendur grashóll og allt í kring er steinsteypa, sögukona gefur í skyn að við séum stödd í Hamraborginni. Þessi fábrotna og heldur þunglynda sviðsmynd gefur tóninn fyrir verkinu sjálfu, að hér sé eitthvað alvarlegra á ferð en einungis skemmtilegar djammsögur móðurinnar. Leikararnir nýta hólinn á ýmsa skapandi vegu, fela í honum leikmuni og á einum tímapunkti virðist sögukonan sameinast hólnum þar sem hún liggur kylliflöt og veltir fyrir sér tilgangi lífsins – í eftirköstum ofneyslu. Sagan virðist ekki hafa neina rökrétta framvindu, enga eiginlega byrjun og ekkert ris og í fyrstu er óskýrt hvers vegna sögukona skuli gera upp líf sitt á þennan máta. Í gegnum verkið má finna fyrir ákveðinni depurð falinni á bakvið hispurslausar frásagnir og létt yfirbragð. En í lokin kemur loks að ástæðunni, þetta er ákveðin kveðjustund þar sem móðir segir skilið við dóttur sína. Hún hefur sinnt sínu hlutverki, séð dóttur sinni fyrir mat sem hægt er að örbylgja og úlpum og skóm, en hér skiljast leiðir. Hin angurværa sviðsmynd og tónlist eru því viðeigandi fyrir þessi kaflaskil í lífi móðurinnar sem haldin er sjálfseyðingarhvöt. Sýningin er hæfilega löng fyrir svo einfalda atburðarás þar sem áhorfendum er skemmt nánast allan tímann. Fá þeir þó stundir til að velta alvarleika frásagnarinnar fyrir sér og skilur verkið ýmislegt eftir að sýningu lokinni.

19


STÚDENTABLAÐIÐ

Spilavinir

Undraland spila, kaffis og góðra stunda

erland A Wond offee, es, C of Gam d Times and Goo GREIN ARTICLE Kevin Niezen ÞÝÐING TRANSLATION Stefán Ingvar Vigfússon Lof mér að leggja fyrir þig gátu: Hvað er það sem er óútreiknanlegt en má reikna með að sé skemmtilegt? Hvað er hlýtt þótt það eigi heimi í ísköldu undralandi? Hvað er fjörugt og hættir aldrei að leika sér? Svarið er ekki íslenska veðrið, þó það væri skiljanlegt að þú héldir það. Svarið við gátunni er yndislegur staður í Reykjavíkurborg, athvarf stútfullt af gleði og frumleika, af töfrum og leikgleði. Í þessari grein vil ég segja ykkur frá Spilavinum, spila-kaffihúsi sem býður ekki einungis upp á gott kaffi, en einnig kost á því að spila úrval borðspila. Hafið í huga að þessi grein endurspeglar mína persónulegu upplifun og þó það sé ekki öruggt að þið munið upplifa sömu töfra og ég, eru góðar líkur á því að Spilavinir leggi þessi yndislegu álög á ykkur líka. Á þessum tímum plágunnar gleymum við oft hvar við vorum og hvað við vorum að gera á hverjum tilteknum degi vegna þess að, tja, okkur finnst flestir dagar vera ógreinanlegir frá öðrum. Ég man hins vegar vel hvar ég var og hvað ég var að gera þegar ég frétti fyrst af Spilavinum. Ég var í stúdíó íbúðinni minni á fjarfundi með ritstjórn Stúdentablaðsins, að reyna að láta mér detta í hug fleiri áhugaverð umfjöllunarefni fyrir blaðið. Kær vinkona mín, sem vill svo til að er ritstjóri blaðsins, minntist á forvitnilegan stað, kaffihús ólíkt öllum öðrum sem ég hafði heyrt um. Kaffihúsið, sem hún kallaði „Spilavini“, bauð ekki bara upp á gott kaffi, heldur einnig stað fyrir fólk til að njóta tímans með vinum og spila úrval borðspila. Þessi hugmynd heillaði mig og því bauð ég fram krafta mína við að skrifa grein um kaffihúsið. Ég verð að viðurkenna að ég vildi ekki bara skrifa þessa grein til þess að fræðast um staðinn; ég gerði það vegna þess að mig vantaði afsökun til þess að fara þangað. Strax næsta dag tókum við kærastan strætó – við ætluðum að labba, en íslenskt veður á það til að breyta plönum fólks á dramatískan hátt – og gerðum okkur ferð á hvössum, snjóþungum sunnudegi. Það fyrsta sem ég fann þegar ég steig inn í verslunina – fyrir utan rosalegan létti, þar sem ég hafði losnað úr greipum vetrarins – var að töfrandi ára vofði yfir þessum stað. Hann var kósí en rúmgóður, látlaus en litríkur, alvörugefinn og leikglaður, allt í sömu andrá. Ég velti því fyrir mér hvort spilin í þessu feiknastóra safni myndu skyndilega vakna til lífsins og segja sínar sögur, og þau gerðu það, á vissan hátt. Eftir að hafa fengið okkur kaffi ætluðum við okkur að spila nokkur spil sem við þekktum. En ég væri að ljúga að ykkur ef ég myndi ekki viðurkenna hversu heltekin við vorum af lokkandi töfrunum sem voru alltumlykjandi í Spilavinum, svo mikið að við fórum ekki fyrr en fimm mínútum eftir lokun. Fyrir utan það að hafa prófað spil sem við þekkt-

Let me offer you a riddle: What is unpredictable yet predictably fun? Is warm but lives in a cold wonderland? Is playful and does not stop playing? The answer is not the Icelandic weather, although you would be forgiven for thinking that. The answer to this riddle is a wonderful place located in the city of Reykjavik, a haven brimming with delight and invention, magic and playfulness. In this article, I would like to tell you about Spilavinir, a coffee shop that, in addition to good coffee, offers customers the possibility to play a wide-ranging selection of board games. Bear in mind that this article reflects my personal experience, and while there is no guarantee that you will experience the same surge of wonder that I did, there is a high probability that the magic on display at Spilavinir may cast a delightful spell on you, too. As is the case in these times of the plague, we often forget where we were or what we were doing on any given day because, well, most days feel exactly the same. However, I do remember where I was and what I was doing when I first heard about Spilavinir. I was at an online meeting for the Student Paper editorial team at my studio apartment, trying to come up with more ideas for articles to write. A very dear friend, who also happens to be the editor of the paper, mentioned a curious place, a coffee shop unlike anything I had ever heard before. In this shop, which she referred to as “Spilavinir,” it was not only possible to purchase good coffee, but one could relish time with friends playing an assortment of board games. I was enthralled by this notion, and hence offered my services to write an article about the shop. I must confess I did not choose to write this article just to learn more about the shop; I also did it because I wanted an excuse to go there. So without wasting a day, my girlfriend and I got on a bus – we had planned on walking, but the weather in Iceland has a way of drastically altering one’s plans – and visited the shop on a snowy, gale-stricken Sunday afternoon. My first impression upon stepping inside the store – aside from tremendous relief, for I had momentarily escaped the clutches of winter – was that the entire place was permeated with a magical aura. It was cozy yet spacious, unassuming but colorful, earnest and playful at the same time. One was left wondering whether the immense display of board and card games might, at any moment, bring their playful tales and stories to life, and in a way they did. That afternoon, after enjoying delicious hot coffee, my girlfriend and I planned on playing a few board games that we had played before. But I would be lying to you if I did not admit we were spellbound by the alluring magic pervading Spilavinir, to the point that we stayed until five minutes to closing time. Not only did we try games that were totally new to us, but possessed by a childish wonder, we longed to continue playing and ended up purchasing over five different board games. And if this was not enough to convince you of Spilavinir’s magic, you must also know that visiting this temple of fun is

20


THE STUDENT PAPER

um ekki áður, fengum við bara ekki nóg af því að spila og vildum halda því áfram, líkt og börn. Við gengum út úr Spilavinum með fimm ný spil í farteskinu. Ef þetta sannfærir þig ekki um töfrakraft Spilavina þá máttu vita að heimsókn í þetta musteri skemmtunar er líka vistvæn. Þú spyrð kannski hvers vegna? Og það er vegna þess að þú þarft ekki að kaupa spilin sem þú spilar í heimsókninni og þarft þar að leiðandi ekki að eiga hrúgu af spilum sem enda svo kannski í ruslinu. Það eina sem þú þarft í Spilavinum er forvitni og opinn hugur en með því gefa þig á vald töfranna leggurðu einnig þitt á vogarskálarnar við að vernda plánetuna. Ég get ekki fullyrt að þú komir til með að deila reynslu minni af Spilavinum. Stundum virka töfrar þessa heims á undarlegan, óútskýranlegan hátt. En trúðu því að töfrarnir séu til staðar. Að þeir svífi yfir vötnum og bíði eftir því að þú finnir þá. Trúðu því líka að að heimurinn sé ekki eintómar plágur, frostavetrar og kreppur. Trúðu því að það séu enn eftir smá töfrar til þess að leika með, og að það sem virkar eins og hversdagslegt, látlaust kaffihús geti í raun verið undraland leikja, kaffis og góðra stunda.

Vill gera peysurnar verðmætari Making Used Sweaters More Valuable GREIN ARTICLE Katla Ársælsdóttir ÞÝÐING TRANSLATION Stefán Ingvar Vigfússon

environmentally friendly. How so, you might ask. Well, you don’t have to buy the games you play during your stay, and as such you don’t need to own piles of board games that you may end up throwing away. All you need at Spilavinir is a curious, inquisitive mind, and by giving yourself over to playful magic, you are also contributing to the preservation of the environment. I cannot say for certain whether you will share my experience of Spilavinir. There are times when the magic in this world seems to work in mysterious, incomprehensible ways. But believe the magic is there. Lurking somewhere in the world, just waiting for you to find it. Believe that not everything is plagues and harsh weather and economic hardship. Believe that there is still a bit of magic left to play with, and what may seem like a commonplace, modest coffee shop might actually be a wonderland of games, coffee, and good times.

Ýr Jóhannssdóttir is a textile designer better known as Ýrúrarí. Knitting was Ýr’s favorite hobby for a long time, but since it has become her profession, she says her hobbies are pretty normal. She developed an interest in clothing design at an early age and says that she’s always found strange clothing interesting. “I attended [the high school] MH as a teenager, but before I started there I often went there with my mom, who worked at the school, and I remember watching the people there wearing all sorts of clothes,” says Ýr. MAKING SOMETHING STRANGE OUT OF SOMETHING NORMAL

Asked what inspires her designs, Ýr says she makes something normal into something strange, but the process varies. “Lately I’ve been getting sweaters from the Red Cross, and what I like to do is to hang up a sweater I’d like to work with and just consider it. Sometimes nothing comes to me, sometimes something does. But most of the time, the inspiration comes from the sweaters themselves. If there’s a hole in the sweater or a stain that won’t come out, I have to work around that. That also drives the process. Now I’m working on an experiment for Design March, which will actually take place in May this year. I got a writer friend of mine to write a short story about a sweater, for instance. Then I’m going to create the sweater based on the story. I’m very excited to see how that turns out. It could be an interesting approach to fixing these sweaters, imagining stories,” says Ýr, adding that it could also give them added value.

MYNDIR PHOTOS Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

21


STÚDENTABLAÐIÐ

Ýr Jóhannsdóttir er textílhönnuður sem þekkist gjarnan undir listamannsnafninu Ýrúrarí. Prjónaskapurinn var lengi eitt helsta áhugamál Ýrar en þar sem það er nú orðið að vinnu segir hún að áhugamálin sín séu fremur venjuleg. Hún segir að áhugi sinn á fatahönnun hafi orðið viðvarandi snemma og segist alltaf hafa fundist skrýtin föt áhugaverð. „Þegar ég var unglingur fór ég í MH en áður en ég byrjaði þar þá fór ég oft í vinnuna með mömmu sem vann í skólanum og man eftir því að hafa verið að fylgjast svolítið með fólkinu þar, í alls konar fötum,“ segir Ýr. GERIR EITTHVAÐ SKRÝTIÐ ÚR ÞVÍ VENJULEGA Aðspurð hvað veiti henni innblástur í hönnun sinni segist hún gera eitthvað venjulegt að einhverju skrýtnu, en segir að ferlið sé mismunandi. „Núna hef ég verið að fá peysur frá Rauða krossinum og það sem ég geri gjarnan er að hengja peysu upp sem mig langar að vinna með og virði hana fyrir mér, stundum finn ég ekki neitt, stundum finn ég eitthvað. En ég geri það langoftast út frá peysunum sjálfum. Ef það er gat eða fastur blettur á peysunni þá þarf ég að vinna út frá því hvar gatið eða bletturinn er staðsettur. Það leiðir líka ferlið áfram. Núna er ég að vinna að tilraun fyrir Hönnunarmars, sem verður reyndar núna í maí. Ég fékk til dæmis vin minn sem skrifar til að skrifa smásögu um eina peysu. Svo ætla ég að vinna peysuna út frá þeirri sögu. Ég er mjög spennt að sjá hvernig það verður. Þetta gæti verið áhugaverð nálgun á hvernig hægt sé að laga þessar peysur, að ímynda sér einhverjar sögur,“ segir Ýr og bætir við að þannig verði þær líka verðmætari. ÚR SVÖRTUM RUSLAPOKA Á SVIÐ Í LOS ANGELES Ein af fyrstu peysunum sem Ýr fékk frá Rauða krossinum var frá Zöru, þó nokkuð blettótt og skreytti hún hana fremur mikið. Tónlistarkona hélt síðan tónleika á hátíð í Los Angeles þar sem hún klæddist peysunni hennar Ýrar. „Það er svo æðislegt að sjá peysur sem voru á leiðinni á einhverja ruslahauga eða landfyllingu einhvers staðar fá meiri líftíma og gera þær verðmætari. Þær áttu einhverja sögu áður en ég fékk þær sem ég veit ekki um en ég framlengdi þann tíma og gerði þær að einhverju merkilegu,“ segir hún. „Í grunninn er þetta mikið betri lausn heldur en að vera alltaf að gera peysur frá grunni. Hönnunin mín hefur nokkurn veginn þróast út frá því. Síðan hefur þetta þróast út í verkefnið Peysur með öllu. Þá fæ ég peysur frá Rauða krossinum sem eru ónýtar og er að vinna með þær en annars hefðu þessar peysur lent í ruslinu. Þetta þróast alltaf í umhverfisvænni átt hjá mér,“ segir Ýr og bætir við að með því að læra um hönnun og fataiðnaðinn hafi henni orðið ljóst að þessi iðnaður er ekki í lagi. Hún lítur þó jákvæðum augum á þróunina sem er að eiga sér stað innan tískubransans og telur fleiri og fleiri veita málefninu eftirtekt og reyna að finna umhverfisvænni framleiðsluleiðir. „Upcycle hefur verið í gangi hér á Íslandi í smá tíma, fólk er að sækjast eftir því að vita meira og meira um um framleiðsluferli þess fatnaðar sem þau eru að kaupa, hvaðan hann kemur og hvernig hann sé búinn til,“ segir hún.

FROM A BLACK TRASH BAG TO A LOS ANGELES STAGE

One of the first sweaters Ýr got from the Red Cross was from Zara. It was rather stained, and Ýr decorated it a lot. A musician later gave a concert at a festival in Los Angeles and wore Ýr’s sweater. “It’s amazing to see a sweater that was on its way to the dump or a landfill somewhere get a second lease on life and make them more valuable. They had a story before I got them that I know nothing about, but I prolonged their lives and made them into something special,” she says. “At its core, it's a much better solution than constantly making new sweaters from scratch. My design has sort of evolved from that. It’s also evolved into the project Jumpers with Everything (Peysur með öllu), where I get sweaters from the Red Cross that were going to be thrown away. My design is always evolving to become more eco-friendly,” says Ýr, adding that by studying design and learning about the clothing industry, it became clear to her that the industry is dysfunctional. Still, she looks positively at the way the fashion industry is evolving and thinks more and more individuals are paying attention to the issue and trying to find more eco-friendly means of production. “Upcycling has been going on in Iceland for a while. People are trying to find out more and more about how the clothes they’re buying were made and where they come from,” says Ýr. APPEASING GUILT IS NOT ENOUGH

Ýr says that the most foundational change that’s taken place is that there’s a shift toward more education on the subject, especially among young people. She doesn’t remember getting any such education when she was in elementary school. “Then the kids go home and educate their parents, and the message spreads even further,” she says. “Buying used clothes has to be the norm,” says Ýr, adding that it is important that people be aware of their consumption habits. “So many people take their clothes to the Red Cross or sell them at Extraloppan to make space and money for new clothes.

EKKI NÓG AÐ SEFA EITTHVAÐ SAMVISKUBIT Ýr telur að sú grundvallarbreyting sem hefur átt sér stað er að frekari fræðsla, sérstaklega meðal ungmenna. Hún segist ekki muna eftir að hafa fengið slíka fræðslu þegar hún var í grunnskóla. „Síðan fara krakkarnir heim og fræða foreldra sína og þannig breiðist boðskapurinn enn frekar,“ segir hún. „Það verður að vera sjálfsagður hlutur að kaupa notuð föt,“ s ­ egir Ýr og bætir við að það skipti miklu máli að fólk sé meðvitað um neysluhegðun sína. „Það eru ótrúlega margir sem fara með föt í Rauða Krossinn eða selja í Extraloppunni til þess að eiga pláss og pening til að kaupa sér nýjar flíkur. Það er annað sem fólk þarf að átta sig á. Það er ekki nóg að sefa eitthvað samviskubit með að fara með fötin þín í þessar búðir og versla síðan ekki við þær til baka. Annars verður enginn

VILL GERA PEYSURNAR VERÐMÆTARI MAKING USED SWEATERS MORE VALUABLE

22


THE STUDENT PAPER

That’s something that people have to understand. It’s not enough to appease your guilt by taking your clothes to these secondhand shops but then not shopping there yourself. There’s nothing circular about that. I’ve also been trying to point that out to people. Also to use their clothes as long as possible. That's the most environmentally friendly way, and that’s what I’m working with. Sometimes you have clothes, for instance a sweater that you’re just tired of, frankly, and then the thing to do is to turn it into something you want to wear. That’s also important,” she says. HOW TO MAKE SWEATERS INTO TREASURE, NOT TRASH

hringrás úr þessu. Ég hef líka verið að reyna að benda fólki á það. Líka að nota sín föt eins lengi og mögulegt er, það er umhverfisvænasta leiðin og það er líka það sem ég hef verið að vinna með. Stundum eigum við flíkur, til dæmis peysu sem við erum hreinlega komin með leið á og þá er bara um að gera og breyta henni í peysu sem þig langar meira að ganga í. Það skiptir einnig máli,“ segir hún. AÐFERÐIR TIL AÐ GERA PEYSUR AÐ VERÐMÆTI Í STAÐ RUSLS Um þessar mundir eru tvær peysur eftir Ýri á sýningu hjá Listasafni Reykjavíkur. Fimmtán nýir listamenn voru fengnir til að sýna verk sín í bland við verk eftir Erró. Ýr segir að það sé mjög gaman að hafa fengið að taka þátt í því verkefni. „Síðan er ég aðallega með opna smiðju í Hönnunarsafni Íslands og verð að gera það þangað til að Hönnunarmars byrjar í maí. Fólk getur þar prófað sig áfram í aðferðum sem ég hef verið að nota og lagað fötin sín. Það er ótrúlega gaman. Niðrí anddyri á Hönnunarsafninu er ég með stand af peysum frá Rauða krossinum sem er ekki búið að laga. Ég fæ svo mikið magn frá þeim að fólk getur þá komið, fylgt ákveðnum reglum og tekið þær að sér, með því loforði að það muni nota þær og laga, viðhalda. Ég er í rauninni bara að prófa allskonar aðferðir til þess að fá þessar peysur til að verða aðeins verðmætari og vera ekki eitthvað rusl. En ég verð stundum hrædd um að þær verða lítið sem ekkert notaðar eða enda aftur á sama stað innan skamms tíma,“ segir Ýr. PULSUSULL Aðspurð hvernig verkefnið Ein með öllu komst á laggirnar segir Ýr að Rauði krossinn hafi haft samband við hana. „Ég hafði verið að vinna með notaðar peysur og þau hjá Rauða krossinum sögðu mér að þau voru gjarnan að fá peysur sem væru smá gallaðar.“ Undanfarin ár hefur Rauði krossinn verið í samstarfi við hönnun í kringum Hönnunarmars. Í gegnum samstarfið fékk Ýr mikið af peysum og hélt síðan sýningu á afrakstrinum í Rauða kross búðinni. „Þau sem eru að vinna í flokkuninni sögðu mér að það væru oft að koma peysur með slettum framan á peysunni, eins konar sósufar og þannig kom nafnið. Eftir eitthvað pulsusull. Fyrsta peysan sem ég skreytti var einmitt með slíkri slettu og ég saumaði út í slettuna og úr varð þemað. Núna heitir verkefnið Pylsa með öllu fyrir alla og þá er ég að reyna að gera þetta þannig að allir geta verið með,“ segir Ýr. Að lokum spyr blaðamaður Stúdentablaðsins Ýri hvað hún fái sér á pylsu. Ýr er grænmetisæta og segir að það hafi verið ákveðið flækjustig þegar kom að fyrrnefndu verkefni, Pylsur með öllu, þar sem hún og allar fyrirsæturnar nema ein voru grænmetisætur. „En ef ég er að fá mér grænmetispylsur þá fæ ég mér pylsu með tómatsósu, steiktum lauk og sinnepi,“ segir Ýr.

VILL GERA PEYSURNAR VERÐMÆTARI MAKING USED SWEATERS MORE VALUABLE

Currently, two of Ýr’s sweaters are on display at the Reykjavík Art Museum. Fifteen emerging artists were commissioned to show their work alongside works by Erró. Ýr says it was very fun to be asked to take part in the project. “I also have an open studio at the Museum of Design and Applied Art and will be doing that until Design March kicks off in May. People can try out different approaches I’ve been using and repair their clothes. It’s incredibly fun. Down in the lobby of the museum I have a rack with Red Cross sweaters that I haven’t fixed yet. I get so many that people can come, follow a certain set of rules, and take them home, with the promise that they will use them, repair them, and maintain them. I’m really just trying all kinds of approaches to increase the value of these sweaters so they don’t just become trash. But sometimes I fear they’ll be used very little if at all and wind up in the same place they started before too long,” says Ýr. SAUCE SPILLAGE

Asked about the origins of Jumpers with Everything, Ýr says that the Red Cross contacted her. “I had been working with secondhand sweaters and the people at the Red Cross said they often get sweaters with slight blemishes.” In recent years, the Red Cross has collaborated with Design March. Through the collaboration, Ýr got a lot of sweaters and later displayed the resulting creations at a Red Cross store. “The people sorting the donations told me they often got sweaters with spills on them, like someone had dripped sauce on themselves, and that’s where the name comes from. From some sort of sauce spillage. The first sweater I decorated had a stain like that. I embroidered over the stain, and that’s where the theme came from. Now the project is called Jumper with Everything for Everyone, and I’m trying to do it in such a way that everyone can take part,” says Ýr. In closing, the Student Paper asked Ýr what she puts on her hot dog. Ýr is a vegetarian, which she says complicated the aforementioned project, J­ umper with Everything, as she and all but one of the models were vegetarians. “But if I’m having a vegetarian hot dog, I’ll have it with ketchup, fried onions, and mustard,” says Ýr.

23


STÚDENTABLAÐIÐ

Mikilvægi FS í baráttunni við loftslagsmálin GREIN ARTICLE Atli Freyr Þorvaldsson ÞÝÐING TRANSLATION Brynjarr Þór Eyjólfsson

The Importance of Student Services (FS) in the Fight Against Climate Change Í síbreytilegum heimi þar sem tæknilegar framfarir eiga sér stað æ örar má ekki gleyma að mannfólk og náttúra tengjast sterkum böndum, en segja má að aftenging hafi átt sér stað með flutningi fjölda fólks í borgir heimsins. Borgirnar sem slíkar hafa þróast gífurlega hratt með tæknibreytingunum og ýmsar stefnur í skipulagsfræðum sprottið fram. Núverandi ríkjandi stefna einkennist af sjálfbærni, enda hafa loftslagsmálin verið í brennidepli síðastliðin ár. LOFTSLAG/LOFTGÆÐI OG SKIPULAGSMÁLIN Ýmis konar mengunarefni fyrirfinnast í andrúmsloftinu, en mismunandi er hvort þau hafi staðbundin eða hnattræn áhrif. Loftmengun er orð sem Íslendingar hafa heyrt æ oftar á síðustu árum, en áður fyrr þekktist það varla. Oft er rætt um gróðurhúsalofttegundir, eins og koltvíoxíð, metan, óson og svokölluð halókarbon (CFC), og hafa þau áhrif á loftslagið (hnattrænt). Svifryk, NOx og kolmónoxíð eru meðal efna sem hafa áhrif á loftgæði (staðbundið), en þar er útblástur bifreiða og afleidd virkni þeirra, svo sem að nagladekk spæni upp malbik, mesti mengunarvaldurinn. Til að sporna við losun þessara efna þarf að ráðast á rót vandans, sem er m.a. bílaumferð í borgum. Þar skiptir sköpum að skipulagið geri ráð fyrir öðrum lausnum í samgöngumálum. Eins og áður sagði hefur leiðandi stefna í skipulagsmálum einblínt á sjálfbærni borga og einn þátturinn í því er tilkoma hugtaksins „20 mínútna hverfið“, en eitt af markmiðum núgildandi svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins1 er að borgarbyggðin mótist af viðmiðum þess. 20 mínútna hverfið felst í

In an ever-changing world where technological advances occur at an increasingly rapid pace, we must not forget that humans and nature are connected by strong bonds, though we may also say that disconnectedness has come about because of the movement of a massive number of people to cities around the world. Cities as such have developed unbelievably quickly due to changes in technology, and various movements in urban planning have arisen. The current prevailing movement is characterised by sustainability, as climate issues have been in the spotlight the last few years. CLIMATE/AIR QUALITY AND PLANNING

Different types of pollutants can be found in the atmosphere, but they differ in that they can have either a local or global influence. Air pollution is a term Icelanders have been hearing more and more often in the last few years, but before then it was barely known. We often talk about greenhouse gases such as carbon dioxide, methane, ozone, and so-called halocarbon (CFC), and these affect the (global) climate. Airborne particles, NOx, and carbon monoxide are among the substances that impact (local) air quality, and in that context, the biggest cause of pollution is vehicular emissions and other impacts related to cars, such as studded tires that tear up the road. To counteract the release of these substances, we need to tackle the root of the problem, which, among other things, is city traffic. It is crucial that city planning consider other transportation solutions. As already mentioned, the leading movement in this area has concentrated on the sustainability of cities, and one part of this is the advent of the “20-minute neighbourhood” concept. One of the objectives of the greater Reykjavík area’s current regional development framework1 is that the city be shaped by the criteria it lays out. The “20-minute neighbourhood” concept means that residents should be able to walk to the neighbourhood centre within 20 minutes and that all major services (such as schools and grocery stores) should be distributed throughout the neighborhood. Active modes of transportation and improved public transport also play key roles in getting people from place to place, which is good for the environment as well as air quality. THE CAMPUS AND ITS FUTURE PROSPECTS

If we take the idea of the “20-minute neighbourhood” and apply it to the university, with the area centred around Háskólatorg, then it stretches across a 1.6-km distance in all directions. It would extend, for example, to Grandi, Skerjafjörður, and Norðurmýri. However, the school area is much smaller, characterised by instructional buildings on either side of Suðurgata and student residences, the majority of which are south of Sturlugata. There are plans for the City Line (Borgarlínan) to run through the area along these streets.

24


THE STUDENT PAPER

því að íbúar geti gengið að hverfiskjarna á innan við 20 mínútum og að öll helsta nærþjónusta (t.d. skólar og matvöruverslanir) sé dreifð innan hverfisins. Virkir ferðamátar og bættar almenningssamgöngur leika einnig lykilhlutverk í að koma fólki á milli staða, sem er gott fyrir loftslag og loftgæði. HÁSKÓLASVÆÐIÐ OG FRAMTÍÐARHORFUR ÞESS Ef við yfirfærum hugmyndina af 20 mínútna hverfinu á háskólasvæðið, með hverfiskjarna á Háskólatorgi, þá teygir það sig í 1,6 kílómetra fjarlægð í allar áttir. Það næði því út að Granda, Skerjafirði og Norðurmýri sem dæmi. Háskólasvæðið sjálft er þó mun minna og einkennist af kennslubyggingum sitt hvorum megin við Suðurgötu og Stúdentagarða, en meginhluti þeirra eru sunnan Sturlugötu. Í áformi er að Borgarlínan fari í gegnum háskólasvæðið eftir þessum götum. Nýlega bárust fréttir af áhuga HÍ á því að eignast Bændahöllina, betur þekkta sem Hótel Sögu, og eru formlegar viðræður hafnar. 2 Hugmyndir eru uppi um að færa Menntavísindasvið í húsið og nýta það einnig undir skrifstofur og stúdentagarða. Þetta er í samræmi við stefnu háskólans, að starfsemi hans sé öll á einum stað. Í útvarpsþættinum Flakk var fjallað um háskólasvæðið en þar kom fram að rammaskipulag fyrir svæðið sé í vinnslu og meginhugmyndin sé sú sama; að mynda almennilegan „campus“ eins og þekkist annars staðar í heiminum. Þá sagði Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs, í sjónvarpsþættinum Baráttan: 100 ára saga Stúdentaráðs, að draumsýn stúdenta væri sjálfbærara háskólasamfélag, öflugri almenningssamgöngur í kringum háskólasvæðið og fleiri græn svæði. 3 HVAÐ HEFUR FS MEÐ ÞETTA AÐ GERA? Meginverkefni FS hefur verið að sjá fyrir stúdentaíbúðum og hafa þær verið byggðar að mestu leyti á háskólasvæðinu en einnig á Lindargötu, Brautarholti og Skógarvegi. Háskólalífið þrífst vel allan sólarhringinn ef stúdentar geta áhyggjulausir fengið húsnæði sem næst háskólanum, annars væri frekar líflaust í Vatnsmýrinni eftir klukkan fimm á daginn. FS veitir einnig þá mikilvægu nærþjónustu sem þörf er á ef stefnt er að sjálfbærni og 20 mínútna hverfinu. Háma og Stúdentakjallarinn bjóða hvort tveggja upp á mat og drykk, einnig stað fyrir stúdenta til að njóta sín einir og sér eða í góðra vina hópi. Þá gegna leikskólar FS veigamiklu hlutverki, en á meðal ástæðna fyrir því að íslenskir námsmenn nota almenningssamgöngur minna hér á landi en erlendis er vegna þess að þeir eiga börn og þurfa að koma þeim á leikskóla sem er ekki alltaf sá næsti við heimili þeirra. Því stuðla leikskólar FS að styttri ferðatíma stúdenta með því að hafa þá á Stúdentagörðunum og nálægt háskólabyggingunum. En helsta umkvörtunarefni íbúa á Stúdentagörðunum er að það vantar almennilega matvöruverslun. Vissulega er Krambúð fyrir miðju Garðasvæðisins, en stúdentar vilja og þurfa lágvöruverðsverslun. Þær næstu séu staðsettar of langt frá, í jaðri 20 mínútna hverfisins, úti á Granda og harla erfitt að komast þangað öðruvísi en á bíl. FS rekur Bóksölu og Kaupfélag stúdenta, en Kaupfélagið selur ekki matvörur. Á Vísindagörðum er kjörið tækifæri til þess að koma til móts við fólkið sem býr þar næst. Að lokum má nefna bakaríið við Fálkagötu, sem verkfræðinemar sjá á eftir, en það stendur nú autt. Þar væri gaman að fá kaffihús eða jafnvel endurlífga „kaupmanninn á horninu“, sem eldri kynslóðir muna eftir, þó myndi hann samt aldrei koma í stað lágvöruverðsverslunar. 1 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. 2015. SSH. 2 Helgi Vífill Júlíusson (17. mars. 2021). Kaup Háskólans á Bændahöllinni í formlegt ferli. Fréttablaðið. 3 Baráttan: 100 ára saga Stúdentaráðs, 4. þáttur. 25. febrúar 2021. RÚV.

MIKILVÆGI FS Í BARÁTTUNNI VIÐ LOFTSLAGSMÁLIN THE IMPORTANCE OF FS IN THE FIGHT AGAINST CLIMATE CHANGE

Recently, news broke that the University of Iceland is interested in acquiring Bændahöllin, better known as Hótel Saga, and formal talks have already begun.2 There are ideas about moving the Faculty of Education into that building and to also use it for offices and student housing. This is in accordance with the university’s policy of having all of its operations in one place. On the radio programme Flakk, there was a discussion about the university area and it turns out that a framework strategy for the area is in progress, the main idea being the same: to form a proper “campus” as is common in other parts of the world. Student Council President Isabel Alejandra Díaz said on the television programme Baráttan: 100 ára saga Stúdentaráðs that students’ dream would be to have a more sustainable university community, more dynamic public transport around the university area as well as more green spaces.3 WHAT DOES STUDENT SERVICES HAVE TO DO WITH THIS?

Student Services’ main project has been to oversee student apartments, which have, in large part, been built near the university, but also at Lindargata, Brautarholt, and Skógarvegur. University life thrives around the clock when students can, with no worries, secure housing as close as possible to the university; otherwise, Vatnsmýri can become rather lifeless after 5 o’clock on any given day. FS also provides the important local services that are needed if we are striving for sustainability and a 20-minute neighbourhood. Háma and the Student Cellar each offer food and drink as well as a place for students to enjoy themselves alone or with a good group of friends. Student Services preschools also play an important role, as one of the reasons that students here use public transportation less than students abroad is that they have children and have to get them to school, which is not always near their homes. Thus, FS preschools, located close to student housing and to the university buildings, help shorten students’ travel times. The biggest complaint residents in student housing have is the lack of a real grocery store. Krambúð is certainly right in the middle of the housing area, but students want and need a discount store. The closest ones are located too far away, right at the border of the 20-minute neighbourhood out at Grandi, and it is extremely difficult to get there without a car. Student Services runs the student bookstore, Bóksala Stúdenta, as well as the student co-op, Kaupfélag, which does not sell groceries. Vísindagarðar presents the perfect opportunity to meet the needs of the people who live nearby. Finally, we may mention the bakery on Fálkagata, sorely missed by engineering students and now standing empty. It would be nice to get a café there or even bring back the “shopkeeper on the corner”, which older generations will remember – though he could never take the place of a discount store.

25


STÚDENTABLAÐIÐ

óm um Með von um Hvaða lærd á draga umhverfið m ns? ó-Simpsonslega af The Simpso framtíð A Hopefully-Not-VerySimpsons Future What C an W

About e the En Learn v ir o from T he Simp nment sons? GREIN ARTICLE Kevin Niezen ÞÝÐING TRANSLATION Stefán Ingvar Vigfússon

Unless you’ve been living under a rock – in which case I envy you because you are blissfully ignorant of how the world seems to have become a long, uninterrupted episode of The Twilight Zone – you know that there is a cartoon by the name of The Simpsons. Created by legendary cartoonist and writer Matt Groening, The Simpsons is a cultural touchstone that reaches so deeply into the collective unconscious of societies across the world that you do not need to have watched a single episode to know who the titular Simpsons are. Granted, the series’ cynical, highly profane content is sometimes too vulgar – too, dare we say, American? – for some people’s taste. Indeed, the Simpsons are an American family, and as such, they simultaneously embody and criticize the fundamental values of what being “American” means – as long as we ignore the fact that there is no single, unambiguous definition of “American”. In any case, this article deals with The ­Simpsons. So, if you prefer to steer clear of cartoonish foreboding, or the mere mention of The Simpsons makes you roll your eyes in disbelief and irritation, then by all means, turn the page and proceed to the next article. If, however, you are still here, allow me to delve into The Simpsons’ clever, at times shocking, knack for presenting environmental warnings, some of which are deeply insightful and even ­prophetic. A COMPELLING PREDICTION

Ef þú hefur ekki búið í helli – ég öfunda þig reyndar ef það er tilfellið vegna þess að þá lifirðu væntanlega í yndislegri fáfræði um heiminn, sem virðist vera orðinn langur, samfelldur þáttur af The Twilight Zone – þá þekkirðu teiknimyndaþættina The Simpsons. Þættirnir, sem eru eftir goðsagnakennda teiknimyndasöguhöfundinn Matt Groening, eru menningarlegt afl sem teygir sig djúpt í vitund samfélaga um heim allan, svo djúpt að þú þarft ekki að hafa séð einn einasta þátt til þess að þekkja söguhetjurnar, Simpons fjölskylduna. Þættirnir eru kaldhæðnir, dónalegir og eiga það vissulega til að vera of grófir – eða, tja, of bandarískir? – fyrir smekk sumra. Simpsons fjölskyldan er sannarlega bandarísk fjölskylda og sem slík holdgera þau en gagnrýna um leið þau gildi sem skilgreina bandaríkjamenn – svo framarlega sem við hunsum það að ekki sé til ein, skýr skilgreining á því hvað þýðir að vera bandaríkjamaður. Þessi grein fjallar í öllu falli um The Simpsons. Ef þú hefur ekki áhuga á fáránlegum fyrirboðum eða ef þú ranghvolfir augunum af vantrú og pirringi við það eitt að heyra minnst á The Simpsons, er um að gera að fletta yfir á næstu grein. En ef þú ert enn að lesa þetta, lof mér að kafa í þær sniðugu, oft á tíðum krassandi aðferðir sem The Simpsons nota til þess að afhjúpa umhverfisvár, en þær eru oft tíðum djúpvitrar og búa jafnvel yfir spádómsgáfu.

Countless people have painstakingly dissected, commented on, and even published books on the Simpsons’ unparalleled ability to predict all sorts of disasters and tragedies (the controversial ending to Game of Thrones, for instance). One of these predictions relates to the environment, believe it or not. In 2007, The Simpsons: The Movie was released in cinemas. It was the long-awaited (and even longer-in-the-making) cinematic iteration of the beloved animated series. A key plot point in the film revolves around environmental pollution, which threatens to plunge the town of Springfield into premature catastrophe. Lisa Simpson, who, like her mother, wields a noble moral compass, yet unlike the latter bears the freedom of youth to exercise it, summons the town’s residents and delivers an apocalyptic speech on the perils of climate change. Her speech, a last attempt to stop the townspeople from polluting the river beyond the point of no return, in many ways mirrors Greta Thunberg’s UN climate change speech. One would be forgiven for thinking that Lisa Simpson’s speech is meant as a reflection on Thunberg’s actions before the UN. However, Lisa’s speech was delivered in 2007, while Thunberg’s was given in 2019. The similarities are eerie, and, shall we say, very “Simpsonesque.” Like Lisa Simpson, Greta Thunberg is a young activist, and like the speech of her animated counterpart, Thunberg’s speech reads like a last warning to an audience of

26


THE STUDENT PAPER

HRÍFANDI SPÁDÓMUR Óteljandi fólk hefur lagt mikið á sig til þess að greina, benda á og jafnvel ganga svo langt að gefa út bækur um ótrúlega hæfni The Simpsons við að spá fyrir um hamfarir og harmleiki (sem dæmi má nefna umdeildan endi Game of Thrones). Einn þessara spádóma snýr, ótrúlegt en satt, að umhverfinu. Árið 2007 kom The Simpsons: The movie út í bíóhúsum. Það hafði lengi verið beðið eftir kvikmyndaútfærslu af þessum dáðu teiknimyndaþáttum (og enn lengur unnið að henni reyndar). Myndin hverfðist að miklu leyti um mengun, sem var vís til þess að leysa ótímabærar hamfarir yfir Springfieldbæ. Lisa Simpsons er, rétt eins og móðir sín, siðferðislega réttsýn og nýtur jafnframt frelsi æskunnar til þess að beita sér fyrir því sem henni þykir rétt, ólíkt móðir sinni. Hún boðar íbúa Springfield á fund þar sem hún flytur eldræðu um ógnina sem þeim stafar af loftslagsbreytingum, ræðan speglar að mörgu leyti ræðu Gretu Thunberg fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Það væri skiljanlegt að halda að ræða Lisu Simpsons væri ætlað að endurspegla ræðu Thunberg fyrir Sameinuðu þjóðirnar, hins vegar flutti Lisa sína ræðu árið 2007 en Thunberg 2019. Líkindin eru ótrúleg og jafnvel mjög, ef mér leyfist að segja, „Simponsesque.“ Greta Thunberg er ungur aktívisti, rétt eins og Lisa Simpson, og rétt eins og hjá hennar teiknuðu líkindasystur, má túlka ræðu Gretu sem lokaviðvörun til áhorfenda sinna: glórulausra og vanmáttugra íbúa heimsins. Ekki allt sem Simpsons hafa spáð fyrir um snýr að umhverfinu. Það er fjöldi óheppilegra og óhugnanlegra atburða sem eiga sér stað í þáttunum, viðburða sem er ætlað að vera viðvaranir og fyrirboðar. RÖKSEMDARFÆRSLA FYRIR MJÖG SIMPSONSESQUE RANNSÓKNUM OG VIÐVÖRUNUM Það er að mörgu leyti eiginlega óþarfi fyrir teiknimyndaþætti að minna okkur á alþjóðleg vandamál sem virka augljós. Staðreyndin er hins vegar sú að loftslagsbreytingar eru óumflýjanlegar á þessum tímapunkti, ef við hlustum ekki á heimsendaræður verða það örlög okkar að skilja allt eftir í rjúkandi rústum fyrir komandi kynslóðir. Höfundar The Simpsons skilja þetta og eru, líkt og flestum sem standa ekki á sama, að reyna að tala inn á mál sem koma okkur öllum við. Þættirnir gefa endurnýjanlegri orku til dæmis sérstakan gaum. Það er óþarfi að telja upp hvern einasta þátt sem kemur inn á efnið, en látum duga að tala um einn tiltekin þátt sem stendur fremst meðal jafningja. „Síðasta freisting Homers“ (e. The last temptation of Homer) fjallar um sólarorku. Ein persónan er með bás á orkuráðstefnu þar sem hún kynnir sólarorku. Skuggalegt fyrirtæki ræðst á persónuna og endurmerkir básinn hennar til þess að kynna jarðefnaeldsneyti. Hér finna þættirnir sniðugan og virkilega heiðarlegan farveg til þess að gera grín að óþolandi aðstæðum: hagsmunir kapítalista og kerfisins sem knýr heiminn áfram eru í beinni andstöðu við tilraunir til þess að hvetja til notkunar á endurnýjanlegri orku. Sú persóna The Simpsons sem holdgerir hinn ískalda kapítalisma best er Mr. Burns, eigandi kjarnorkuvers Springfields, sem sér bænum fyrir rafmagni. Með sinni skaðsemi á vistkerfið og glórulausri mengun, er hann orðinn birtingarmynd hins gráðuga kapítalista sem setur eiginhagsmuni í fyrsta sæti, á kostnað vistfræðilegrar velmegunar. Ef þetta virkar of augljóst, banalt jafnvel, lof mér þá að segja frá aðalpersónu þáttanna. Homer Simpson er holdgervingur hins bandaríska fjölskyldufaðirs, hann er latur en ótrúlega dýnamískur, svartsýnismaður með stórt hjarta. Hann býr til óreiðu og kemur fjölskyldu sinni stöðugt í hættulegar aðstæður, en fyrir tilstilli einskærs þolgæðis tekst honum alltaf að leysa úr flækjunum sínum. Hann er jafnt gerandi sem bjargvættur. Hann er bandarísk sérstöðuhyggja (e. american exceptionalism), föðurlandsvinur svo framarlega að hann hafi hagsmuna að gæta, sérstaklega fjárhagslegra. Hann er að mörgu

MEÐ VON UM Ó-SIMPSONSLEGA FRAMTÍÐ A HOPEFULLY-NOT-VERY-SIMPSONS FUTURE

seemingly clueless and ineffectual citizens of the world. But not everything climate-related is predicted in The Simpsons. There are numerous unfortunate and sinister events that happen on the show, the type of occurrences that are meant as warnings and forebodings. A CASE OF VERY SIMPSONESQUE EXAMINATIONS AND WARNINGS

In many ways, it is almost unnecessary for an animated series to remind us of global issues that seem obvious. However, the truth is that climate change is unavoidable at this point, and unless we listen to doomsday speeches with our full attention, we are fated to leave a mess behind for future generations. The Simpsons writers know this, and like pretty much anyone who cares, they are trying to comment on real-world issues that affect the rest of us. This brings to mind the series’ focus on renewable energy. It’s unnecessary to list every episode that touches on the topic, but suffice it to say there’s one particular episode that stands out. In “The Last Temptation of Homer,” there is a storyline revolving around solar energy. During an energy convention, one of the series’ characters is presenting a solar energy stand. This is quickly reversed, however, as a shady corporation takes the character down and rebrands his stand, favouring the use of fossil fuels. In this respect, the series finds clever and genuinely honest ways to mock an aggravating situation: capitalist interest, and the system in which the world is set up to function, directly truncates attempts to inspire the use of renewable energy. No character in The Simpsons’ arsenal more clearly embodies ruthless, unforgiving capitalism than Mr. Burns, the owner of Springfield Nuclear Power Plant, which supplies electricity to the town of Springfield. He has long contributed to wildlife damage and wanton pollution and has come to represent the greedy capitalist who prioritizes self-interest at the expense of environmental welfare. If all of this sounds too obvious, too on-the-nose, then allow me to focus on the series’ main character, Homer Simpson. The quintessential American patriarch, Homer is lazy yet unrealistically dynamic, a cynic with a big heart. A man who creates chaos and endangers his family at every turn, and who by sheer resilience finds the means to sort out his every mess. He is both a perpetrator and saviour. He is American exceptionalism: a patriot as long as he is profiting, particularly financially. And in many other ways, he is an average man who, like many of us, lets ignorance get in the way of his best intentions. In the Simpsons film, the central plot involves Homer not heeding climate change warnings and disposing of toxic material in the most irresponsible way. Homer’s actions are not the product of malice, nor are they a concoction of evil genius. They are simply caused by an ignorant man,

27


STÚDENTABLAÐIÐ

leyti venjulegur maður sem, eins og mörg okkar, leyfir fáfræði að flækjast fyrir góðum fyrirætlunum. Söguþráður Simpsons myndarinnar hverfist að miklu leyti um Homer sem hlítir ekki loftslagsviðvörunum og fargar eitruðum úrgangi á eins óábyrgan máta og hugsast getur. Þetta gerir hann ekki af mannvonsku, né eru þetta hugdettur illmennis. Það er fáfræði sem veldur, eiginhagsmunasemi og sjálfhverfa manns sem er blindur fyrir öllu sem er stærra en hann sjálfur. Erum við ekki öll Homer Simpson að einhverju leyti? Leyfum við ekki öll sjálfselsku, eiginhagsmunasemi, græðgi og gróðrarfýsn meðal annars, að hafa betur en okkar bestu fyrirætlanir? Lifum við lífinu okkar ekki þannig að það skaði umhverfið, beint og óbeint? Getum við gert betur? Getum við gert meira? Hlutverk The Simpsons er ekki að messa yfir okkur um umhverfisvánna, heldur til þess að endurspegla hræðilegan raunveruleika: afleiðingar þess að gott fólk, sem gengur gott eitt til, láti stóra samhengið sig ekki varða. Loftslagsbreytingar, skógareyðing, ógn við vistkerfum, jarðefniseldsneyti og fleiri alvarleg atriði voma yfir okkur ef við stingum höfðinu í sandinn. Þetta er stóra samhengið. Ef það þarf bandaríska teiknimynd til þess að undirstrika það, þá verður svo að vera. Ég held áfram að horfa og gera það sem í mínu valdi stendur til að vera hluti af lausninni.

Græn atvinna – lausnir við loftslagsvánni? GREIN & ÞÝÐING ARTICLE & TRANSLATION Jóhannes Bjarki Bjarkason

Viðtal við Söndru Snæbjörnsdóttur, kolefnisfargara hjá Carbfix

Green Jobs – A Solution to Climate Change?

MYNDIR PHOTOS Sandra Snæbjörnsdóttir Carbfix

one whose self-interest and selfishness blocked him from paying attention to anything bigger than his own life. Are we not all, to some extent, Homer Simpson? Do we not allow selfishness, self-interest, greed, self-gain, among others, to trample our best intentions? Do our daily habits not harm the environment in both direct and indirect ways? Is there more we could do? The Simpsons are not here to preach to us on the perils of climate change. They are here to portray a terrifying reality: what happens when good people, with good intentions, decide to turn a blind eye and ignore the bigger picture. Climate change, deforestation, wildlife endangerment, fossil fuels, and many more issues are here to stay. They are the big picture. If it takes an American cartoon to remind us of this, then bring it. I will keep watching and doing whatever I can to contribute.

The more time that passes without serious climate action, the more problems associated with the climate crisis grow and magnify. These problems call for more projects, which an ever increasing number of people and businesses must attend to. There’s been a lot of job creation in this arena, with companies founded to take advantage of certain opportunities in the market. Those jobs that seek to preserve or restore the environment are usually called green jobs. Iceland boasts a number of companies that have created green jobs. One of them is Carbfix, a company specializing in capturing and permanently storing carbon dioxide by turning it into stone underground. Sandra Snæbjörnsdóttir is one of the carbon captors working at Hellisheiði, where there are good conditions for carbon dioxide capture and disposal. CAPTURING AND DISPOSING OF CARBON DIOXIDE

An interview with Sandra Snæbjörnsdóttir, head of CO2 mineral storage at Carbfix

At first glance, Carbfix seems like something out of a science fiction story. The company seeks to harness the natural process that occurs when carbon dioxide mineralizes in porous rock. Carbfix has primarily focused on two projects: first, capturing carbon dioxide and hydrogen sulfide from Hellisheiði Power Station’s emissions, and second, capturing carbon dioxide directly from the atmosphere. Carbfix manages to capture roughly one-third of the carbon dioxide released by Hellisheiði Power Station, which equates to about 12,000 tons a year. Additionally, about 5,000 tons of hydrogen sulfide is scrubbed from the power station’s emissions.

28


THE STUDENT PAPER

Vandamál tengd loftslagsvánni vaxa og stigmagnast því lengra sem tíminn líður án aðgerða. Þessi vandamál kalla á aukin verkefni sem æ fleiri einstaklingar og fyrirtæki sinna. Mikil atvinnusköpun hefur átt sér stað í þessum geira þar sem fyrirtæki eru stofnuð utan um tiltekin sóknarfæri á markaðnum. Þau störf sem vinna að varðveitingu eða endurheimt umhverfisins eru alla jafna kölluð græn störf. Á Íslandi eru ófá fyrirtæki sem hafa tekið að sér græna atvinnu­ sköpun. Eitt þeirra er fyrirtækið Carbfix sem sérhæfir sig í kol­efnis­ föngun og förgun. Sandra Snæbjörnsdóttir er einn þeirra kol­efnis­ fangara sem starfa á Hellisheiði þar sem aðstæður til föngunar og förgunar eru góðar. AÐ FANGA OG FARGA KOLTVÍOXÍÐ Við fyrstu sýn virðist starfsemi Carbfix vera sprottin upp úr vísindaskáldskap. Verkefni fyrirtækisins felst í því að hagnýta það náttúrulega ferli sem á sér stað í kolefnisbindingu í bergi. Fyrirtækið hefur mest einblínt á tvö verkefni. Annars vegar föngun á koltvíoxíði og brennisteinsvetni úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar, og hins vegar föngun á koltvíoxíði beint úr andrúmsloftinu. Carbfix nær að fanga um þriðjung þess koltvíoxíðs sem Hellisheiðarvirkjun losar sem samsvarar um 12.000 tonnum á ári og auk þess er um 5.000 tonnum af brennisteinsvetni hreinsað úr útblæstri virkjunarinnar. Ferlið felst í því að gastegundirnar koltvíoxíð og brennisteinsvetni eru fangaðar úr útblæstrinum með því að leysa þau í vatni. Úr því verður til „frekar ógeðslegt brennisteinssódavatn,“ eins og Sandra orðar það, sem er dælt djúpt í basaltbergið á Hellisheiði. Vegna þess að „sódavatnið“ er þyngra en vatnið sem er nú þegar í jarðlögunum hefur það ekki tilhneigingu til að rísa til yfirborðs heldur sekkur dýpra í jarðlögin. Auk þess hefur það hátt sýrustig og leysir því málma úr berginu sem steinrenna koltvíoxíðsblönduna. Hitt niðurdælingarverkefnið á Hellisheiði, sem miðar að föngun koltvíoxíðs beint úr andrúmsloftinu, er samstarfsverkefni Carbfix og svissneska fyrirtækisins Climeworks, og er m.a. fjallað um verkefnið í bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið. „Tilraunafasa á verkefninu er lokið, við höfum dælt niður um 50 tonnum á ári af CO2 fönguðu úr andrúmslofti og við förum nú í alvöru verkefni með þeim þar sem loftsugur sem fanga allt að 4.000 tonn af koltvíoxíð á ári verða settar upp,“ segir Sandra, en gert er ráð fyrir að niðurdæling hefjist næsta sumar. „Climeworks fær rafmagn og heitt vatn frá Orku Náttúrunnar til þess að knýja þessar loftsugur og svo tökum við CO2 frá þeim og dælum niður. Það er í fyrsta skipti sem svona keðja er sett saman á heimsvísu svo það er mjög spennandi,“ segir Sandra. Sandra nefnir að föngun úr andrúmsloftinu sé orkufrekara ferli þar sem mun þynnri straumur er af koltvíoxíði í andrúmslofti heldur en í beinum útblæstri. „Við munum þurfa þessa tækni í framtíðinni þó að við hættum að brenna kolefnaeldsneyti. Við losum koltvíoxíð í ýmsum ferlum sem við erum háð, til dæmis sementsframleiðslu, stál- og áliðnaði

“Lausnin að [loftslags] vandamálinu eru margar lausnir.” “The solution to the climate crisis is a multitude of solutions.” This process involves capturing carbon dioxide and hydrogen sulfide from emissions by dissolving them in water. This produces “rather disgusting sulfurous sparkling water,” as Sandra puts it, which is injected deep into the basalt at Hellisheiði. Because the “sparkling water” has a higher density than the water present in the ground, it does not rise, but instead sinks deeper into the strata. Additionally, it is highly acidic, so it releases metals from the rock, which then mineralize the CO2 blend. The other injection project at Hellisheiði, which involves capturing carbon dioxide directly from the atmosphere, is a collaborative operation between Carbfix and the Swiss company Climeworks and is mentioned in Andri Snær Magnason’s book, On Time and Water (Um tímann og vatnið). “The experimental phase of the project is now over,” says Sandra. “Annually, we have injected around 50 tons of carbon dioxide captured from the atmosphere. Now we’re initiating a proper project in collaboration with Climeworks, where suction pumps that capture up to 4,000 tons of carbon dioxide a year will be installed,” Sandra says. Injections are scheduled to start next summer. “Climeworks receives electricity and hot water from ON Power to power these air pumps, and then we take CO2 from them and inject it. This supply chain is the first of its kind in the world, so it’s very exciting.” Sandra mentions that direct capture from the atmosphere is a more energy-intensive process, because the stream of carbon dioxide is much thinner than from direct emissions. “We will need this technology in the future even if we stop burning fossil fuels,” she says. “We release carbon dioxide through various processes we’re dependent upon, such as cement production, steel and aluminum production, and trash incineration. It’s clear that the goals of the Paris Agreement won’t be reached without carbon capture and disposal on a massive scale. The UN’s Intergovernmental Panel on Climate Change has stated that around the middle of the century, we will have to halt all carbon dioxide emissions and also capture CO2 from the atmosphere using all available measures, both through natural solutions and through technological solutions like this.” CARBON CAPTURE HERE TO STAY

Carbfix plays an important role in Iceland’s climate change policy. Currently, research and development is underway to determine whether the technology can be adapted to other operations emitting carbon

GRÆN ATVINNA – LAUSNIR VIÐ LOFTSLAGSVÁNNI? GREEN JOBS – A SOLUTION TO CLIMATE CHANGE?

29


STÚDENTABLAÐIÐ

og ruslabrennslum. Það er algjörlega ljóst að markmiðum Parísarsáttmálans verður ekki náð án kolefnisbindingar og förgunar á stórum skala. Milliríkjanefnd Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar hefur gefið út að um miðbik þessarar aldar munum við bæði þurfa að hætta losun ásamt því að fanga koltvíoxíð úr andrúmsloftinu með öllum tiltækum ráðum, bæði með náttúrulegum lausnum, en líka tæknilausnum sem þessum.“

„Það er kannski erfitt að ímynda sér svona kolefnisförgunarver. En að sama skapi er galið að hugsa sér hvað við höfum gengið langt í nýtingu á kolefnaeldsneyti.”

“Maybe it’s difficult to imagine a carbon disposal plant. On the other hand, it’s mad to think how far we’ve taken the use of fossil fuels.”

KOLTVÍOXÍÐFÖNGUN KOMIN TIL AÐ VERA Carbfix gegnir mikilvægu hlutverki í loftslagsáætlun Íslands. Nú er unnið að rannsóknum og þróun á því að finna hvort hægt sé að nýta tæknina fyrir aðra starfsemi sem losar koltvíoxíð. Í samstarfi við Sorpu ætlar Carbfix að fanga koltvíoxíð frá urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. „Núna ætlum við að prófa eldra berg og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vita hvort það virki, m.a. svo við getum metið hvort hægt sé að nota aðferðina t.d. við stóriðjustarfsemi á Grundartanga og Reyðarfirði sem losar mikið koltvíoxíð. Náist að fara í fulla föngun og förgun við helstu stóriðjusvæði Íslands væri hægt að farga um 40% af heildarlosun koltvíoxíðs á Íslandi. „Á næsta ári förum við líka í tilraunir þar sem við leysum koltvíoxíð upp í sjó og dælum svo niður í bergið. Í framtíðinni getum við séð fyrir okkur nokkurs konar öfuga olíuborpalla: í stað þess að dæla gasi og olíu úr borholum á hafsbotni værum við að dæla koltvíoxíð aftur í basaltið og steinrenna það,“ segir Sandra og bætir við: „Það er kannski erfitt að ímynda sér svona kolefnisförgunarver. En að sama skapi er galið að hugsa sér hvað við höfum gengið langt í nýtingu á kolefnaeldsneyti. Þessi manngerða tilraun sem hefur verið í gangi frá iðnbyltingu er algjörlega sturluð. Að maðurinn skuli vera búinn að breyta lofthjúpi jarðar á svo stórum skala. Við erum að losa u.þ.b 40 gígatonn af koltvíoxíð á ári, það eru 40 milljarðar tonna á ári.“ Sandra segist sjálf vona að Carbfix og sambærilegar mótvægisaðgerðir verði óþarfar eins fljótt og hægt er: „Ástæða þess að við þurfum á svona mörgum tæknilausnum að halda er til marks um að við brugðumst allt of seint við. Þess vegna erum við uppi á Hellisheiði að þróa einhverjar ryksugur til að sjúga koltvíoxíð sem við höfum þegar losað úr andrúmsloftinu og fjarlægja það úr lofthjúpnum til að minnka áhrif þess á allt lífríki jarðar.“ Í jarðhitagarðinum, svæði Orku Náttúrunnar á Hellisheiði, starfa fyrirtæki að grænum lausnum líkt og Carbfix. Til dæmis hefur þar aðsetur fyrirtækið Algaennovation, sem vinnur að sjálfbærum fæðulausnum fyrir framtíðina. Að sama skapi eru fyrirtæki um allt land að vinna að verkefnum sem snúa að grænni starfsemi. Þessi margvíslegu verkefni eru misgóð og misalvarleg með tilliti til grænþvotts, en eiga það þó öll sameiginlegt að vinna að grænni framtíð. „Það verður engin ein lausn. Carbfix mun ekki leysa loftslagsvandann. Lausnin að vandamálinu eru margar lausnir. Carbfix er með eina og Climeworks er með eina. Svo er hægt að planta trjám, stoppa matarsóun og hætta þessari brjáluðu neysluhyggju. Vonandi getum við bara lagt eins mikið af mörkum og hægt er,“ segir Sandra.

GRÆN ATVINNA – LAUSNIR VIÐ LOFTSLAGSVÁNNI? GREEN JOBS – A SOLUTION TO CLIMATE CHANGE?

dioxide. In collaboration with waste management association Sorpa, Carbfix will capture carbon dioxide from Sorpa’s landfill site in Álfsnes. “Now we’ll be experimenting with older rock formations, and it’s very important to us to know if that works so we can analyze whether we can use the method, for example with heavy industry operations in Grundartangi and Reyðarfjörður, which release a lot of carbon dioxide. If we achieve full capture and disposal in Iceland’s major industrial areas, we could dispose of around 40% of Iceland’s total carbon emissions.” “Next year, we’ll start experiments where we’ll dissolve carbon dioxide in the sea and subsequently inject it into rock,” continues Sandra. “In the future, we can imagine a kind of reverse oil platform: instead of extracting gas and oil from the seafloor, we could be injecting carbon dioxide into the basalt and mineralizing it,” says Sandra. She adds, “It might be difficult to imagine this kind of carbon disposal plant. On the other hand, it’s mad to think how far we’ve taken the use of fossil fuels. This man-made experiment that has been ongoing since the industrial revolution is completely absurd. That mankind has changed Earth’s atmosphere on such a large scale. We are emitting around 40 gigatons of carbon dioxide a year. That’s 40 billion tons annually.” For her part, Sandra says she hopes Carbfix and comparable countermeasures will become unnecessary as soon as possible: “The fact that we have to rely on so many technological solutions is a testament to how late we acted. That’s why we’re up at Hellisheiði, developing some kind of vacuum cleaner to suck up the carbon dioxide we’ve already emitted and remove it from the atmosphere to lessen its impact on the earth’s ecosystem.” At ON Power’s Geothermal Park at Hellisheiði, companies like Carbfix are developing green solutions. For example, the company Algaennovation, which aims to develop sustainable food sources for the future, is headquartered there. Likewise, businesses all around the country are working on projects relating to greener operations. In terms of greenwashing, the quality and seriousness of these projects vary, but they are all working toward a greener future. “There won’t be any single solution. Carbfix won’t solve the climate crisis. The solution to the climate crisis is a multitude of solutions. Carbfix has one and Climeworks has one. Then we can plant trees, eliminate food waste, and stop this insane consumer culture. Hopefully we can contribute as much as possible,” says Sandra.

30


THE STUDENT PAPER

10 GB / 25 GB 250 GB SAFNAMAGN

siminn.is/threnna

31


STÚDENTABLAÐIÐ

10 plöntur fyrir öll heimili 10 Plants for Every Home GREIN ARTICLE Anna María Björnsdóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers

1

2 4

3

5

6 7

8

9

32

10


THE STUDENT PAPER

Það eru ekki nema tvö ár síðan ég eignaðist mína fyrstu pottaplöntu eftir að hafa verið dregin vikulega í blómabúðir af vinkonum mínum. Ég beit fljótt á agnið og brátt fylltist íbúðin af grænum verum sem gleðja augað og sál. Ákveðin hugleiðsla felst nefnilega í því að ganga á milli græðlinganna, athuga moldina og vökva eftir þörfum, klippa niður stilka og skipta um mold. Því fylgir einnig ómælanleg gleði að uppgötva nýtt blað og fylgjast með því opna sig, líkt og það sé þitt persónulega afrek að plöntunni líði vel. Til eru óteljandi tegundir af pottaplöntum sem hafa mismunandi þarfir og því getur verið erfitt fyrir byrjendur að átta sig á hvað henti þeim best. Þess vegna hef ég tekið saman smá lista yfir þokkalega auðveldar plöntur sem ég tel að ættu að prýða öll heimili. 1 SÓMAKÓLFUR Zamioculcas Zamiifolia Fyrst á lista er sómakólfurinn, en hann er frábær fyrir byrjendur þar sem hann þarf hvorki mikið vatn né sólarljós. Hentar kólfurinn því vel fyrir heimili sem og skrifstofur. Þessi planta vex í þær áttir sem hún vill og að mínu mati er hún flottari eftir því sem vaxtarlagið er skrítnara. 2 KLIFURHJARTA Philodendron Scandens Klifurhjartað er ein af mínum uppáhalds plöntum og ég þarf nánast ekkert að hafa fyrir henni. Með sín hjartalaga laufblöð sem vaxa eins og þau fái borgað fyrir það, dafnar hún við hæfilega birtu og vikulega vökvun. Hún mun klifra meðfram veggjum og bókahillum, sé henni leyft það, og hanga fallega fram af brúnum. 3 NÓVEMBERKAKTUS Schlumbergera Til eru margar tegundir af ,,mánaðarkaktusum“ og eru þeir í raun allir fallegir með sínum fjölbreyttu litaafbrigðum. Kaktus þessi vill mikla óbeina birtu og vatn á 2-3 vikna fresti. Hann hentar því vel þeim sem eiga björt heimili en eiga það til að gleyma vökvun. 4 MARMARADROTTNING Marble Queen Pothos Marmaradrottningin er önnur tegund af mánagulli, sem er einnig vinsæl heimilisplanta, en í stað gulra flekkja hefur hún hvíta. Hún er ein af þessum auðveldu plöntum sem hver sem er getur hugsað um, hún þolir litla birtu en dafnar við bjartar aðstæður, þolir smá þurrk en best er að vökva hana vikulega. Líkt og klifurhjartað þá fer þessi þangað sem hún nær, bæði er hægt að láta hana klifra upp eða hanga tignarlega niður. 5 MEYJARSKEIÐ Tradescantia pallida Meyjarskeiðin kemur í mörgum afbrigðum en þau þekktustu eru alveg græn og græn með bleikum blöðum. Ég ætla hér með að vara við bleika afbrigðinu en hún á það til að brenna auðveldlega og þorna upp - en tiltölulega auðvelt er að sjá um græna afbrigðið og það dafnar við flest skilyrði. Þumalputtareglan er þó bjart, óbeint ljós og vikuleg vökvun. 6 RIFBLAÐKA Monstera Deliciosa Ein planta sem flestir Íslendingar þekkja er rifblaðkan, eða Monstera, líkt og hún kallast á latínu. Vinsældir hennar stafa líklega af því hve stór og falleg rifin laufblöð hennar verða þegar hún er þroskuð – þetta er planta sem dreifir úr sér og þarf pláss. Hún er fremur auðveld viðfangs, gott er að vökva einu sinni á tveggja vikna fresti á veturna en vikulega á sumrin. Hún vill góða birtu. 7 FRIÐARLILJA Spathiphyllum Friðarliljan myndi teljast til dramadrottninga miðað við hegðun hennar - en er í raun fremur auðveld þegar réttu handtökin eru komin. Þessi planta vill helst alltaf hafa raka mold og hún lætur vita ef hún verður of þurr. Þá síga laufblöðin alveg niður, svo ekki láta ykkur bregða ef þið komið að henni liggjandi. Þá þarf einfaldlega að vökva hana og hún

10 PLÖNTUR FYRIR ÖLL HEIMILI 10 PLANTS FOR EVERY HOME

It was just two years ago that I got my first potted plant after having been dragged to the garden store by my friends every week. Soon I was hooked, and my apartment was filling up with little green beings that delight the eye and soul alike. It’s like a form of meditation, going from one cutting to the next, checking the soil, watering as needed, trimming the stalks, and replanting. Discovering a new leaf and watching it unfurl also brings immeasurable joy, as if it’s your own personal achievement that the plant is flourishing. There are endless varieties of potted plants, and beginners may struggle to know how best to care for each one. That’s why I’ve put together a list of reasonably easy-to-care-for plants that I think should grace every home. 1 ZZ PLANT Zamioculcas Zamiifolia First on the list is the ZZ plant, which is great for beginners because it requires little water or sunlight. That makes it perfect for both home and office. The ZZ plant grows in whatever direction it wants, and in my opinion, the more peculiar the shape, the better. 2 HEARTLEAF PHILODENDRON Philodendron Scandens The heartleaf philodendron is one of my favorite plants, and I hardly have to give it any attention. With heart-shaped leaves that grow like it’s going out of style, it flourishes with moderate light and weekly watering. If allowed, it will meander along walls and bookshelves and drape itself beautifully over the edges. 3 CHRISTMAS CACTUS Schlumbergera There are many different cactus varieties named for the time of year when they bloom, each with its own beautiful coloring. This cactus only needs indirect light and watering every 2-3 weeks, so it’s the perfect choice if you have a bright home but tend to forget to water your plants. 4 MARBLE QUEEN POTHOS The marble queen pothos is in the same family as the golden pothos (Epipremnun aureum), but its leaves are marbled with white instead of yellow. It’s a plant that anyone can care for; it can survive with little light or water but flourishes in brighter environments and with weekly watering. Like the heartleaf philodendron, it will grow wherever it can reach. You can let it climb upwards or hang down majestically. 5 PURPLE HEART Tradescantia pallida There are many varieties of tradescantia pallida, but the best known are completely green or green with pink leaves. I’ll warn you that the pink variety has a tendency to scorch and shrivel up easily, but it’s pretty easy to care for the green variety, which flourishes in most conditions. The basic rule of thumb is to put it in a bright space with indirect light and water it weekly.

33


STÚDENTABLAÐIÐ

sperrist öll við. Friðarliljan vex best á skuggsælum stöðum og hentar því vel á heimilum með fáa glugga. 8 RHAPHIDOPHORA TETRASPERMA Tetrasperma er ein af þessum plöntum sem vex eins og hún eigi lífið að leysa. Best er að binda hana við einhverskonar stöng, bambus eða mosa, og leyfa henni að klifra upp. En líkt og svo margar plöntur á þessum lista þá vill hún björt skilyrði og vikulega vökvun. Hún er þó aðeins erfiðari en t.d. klifurhjartað vegna þess að neðstu laufin eiga það til að gulna og deyja. En ef þú hefur gaman af því að fylgjast með plöntunni þinni vaxa, og vaxa hratt, þá er þessi fyrir þig! 9 HVÍTT GÚMMÍTRÉ Ficus Elastica Tineke Gúmmítré er eitt af þessum plöntum sem kemur í alls kyns litaafbrigðum - allt frá alveg grænni að lit til grænni með hvíta og bleika flekki. Hér er mælt með afbrigðinu með hvítum og ljósgrænum flekkjum, sú planta minnir helst á hermannamunstur ef vel er að gáð. Hún vill óbeina en mikla birtu og vikulega vökvun. Líkt og flest hvít og bleik afbrigði plantna skal varast að hafa hana í beinu sólarljósi en hún brennur auðveldlega. 10 PARADÍSARFUGL Strelitzia Paradísarfuglinn er hér síðastur á lista því hann er líklega erfiðastur. Planta þessi þarfnast mikillar birtu og tíðar vökvunar, en hafi hún þessi skilyrði verður hún stolt heimilisins! Hún vex hátt upp og breiðir úr sér þar sem hún fær tækifæri til, því hentar hún vel í bjart horn. Hvort sem þú átt það til að ofvökva eða gleyma plöntunum þínum algjörlega, ert með stóra glugga eða litla, vona ég að þú hafir getað fundið eitthvað á þessum lista sem talar til þín - og ef þú átt engan grænan vin, vona ég að þú takir af skarið og gerist plöntuforeldri.

6 SWISS CHEESE PLANT Monstera Deliciosa Most Icelanders are familiar with Monstera. Its popularity probably stems from the mature plant’s large and beautiful leaves. This is a plant that really spreads out, so it requires a lot of space. It’s fairly easy to care for; make sure it has plenty of light and water it every two weeks in the winter and every week in the summer. 7 PEACE LILY Spathiphyllum You might assume that the peace lily is a drama queen based on how it acts, but it’s actually a pretty easy plant to care for when you know what you’re doing. Make sure the soil is always damp. If it gets too dry, the plant will let you know – the leaves will droop, so don’t be alarmed if you find it in that condition. Just give it some water and it’ll spring back to life. Peace lilies grow best in shady spots, so they’re perfect for homes that don’t have many windows. 8 MINI MONSTERA Rhaphidophora Tetrasperma Tetrasperma is one of those plants that grows like its life depends on it. The best thing to do is tie it to a bamboo stake or a moss pole and allow it to climb upwards. Like so many plants on this list, tetrasperma thrives in bright conditions with weekly watering. It’s a little more challenging to care for than the heartleaf philodendron, however, because the lowest leaves have a tendency to turn yellow and die. But if you want to watch your plant grow – and grow quickly – then this is the one for you! 9 VARIEGATED RUBBER TREE Ficus Elastica Tineke This is one of those plants that comes in all sorts of color varieties – from completely green to green with splashes of white and pink. I recommend the variety with white and light green coloring. If you look closely, the pattern looks a bit like camouflage. Rubber tree plants require lots of indirect light and weekly watering. Like most white and pink plants, they scorch easily, so avoid placing them in direct sunlight. 10 BIRD OF PARADISE Strelitzia Bird of paradise is last on the list because it is probably the most challenging to grow. This plant requires plenty of light and regular watering, but given the right conditions it will be the pride of your home! It grows tall and wide when given the opportunity, so it’s perfect for a bright corner. Whether you tend to overwater your plants or completely forget about them, have big windows or small, I hope you’ve found something on this list that speaks to you – and if you don’t have any leafy friends yet, I hope you’ll resolve right now to become a plant parent.

10 PLÖNTUR FYRIR ÖLL HEIMILI 10 PLANTS FOR EVERY HOME

34


THE STUDENT PAPER

Hugleiðingar um sjálfbær áhugamál Musings on Sustainable Hobbies GREIN & MYNDIR ARTICLE & PHOTOS Karitas M. Bjarkadóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers

Öllum er hollt að eiga sér áhugamál. Þau þurfa ekki að vera gagnleg, sniðug eða einu sinni skynsamleg, þau mega bara vera skemmtileg. Ég á mér mörg áhugamál. Einhver þeirra hafa dottið upp fyrir í áranna rás og önnur haldist inni í gegnum þær ýmsu persónuleikabreytingar sem ung kona hlýtur að ganga í gegnum. En svo bætast alltaf reglulega ný við. Eins og mörg önnur ákvað ég að prófa súrdeigsbakstur þegar liðið var á Covid og ekki útlit fyrir það að hlutirnir færðust í eðlilegt horf í bráð. Í fyrstu gerði ég þetta með hálfum hug, var eiginlega búin að ákveða að þetta væri of erfitt og flókið fyrir mig. Ég er ein af þeim sem á það til að hætta einhverju ef ég er ekki frábær í því í fyrstu tilraun, þið skiljið. En eftir mánuð af smá harki og blíðuhótum á víxl við súrmóðurina small þetta einhvern veginn saman. Ég gerði mér í kjölfarið grein fyrir því að ánægjan sem ég fékk við að sinna þessu nýja áhugamáli tengdist meira afurðinni (og gæðum hennar) en vinnunni sjálfri. Ég pældi ekki meira í þessu þá. Enda eðlilegt að þykja skemmtilegra að borða gott brauð en að standa í bakstri, held ég. Litla gula hænan og allt það. En smátt og smátt fór ég að sjá þetta munstur í fleiri áhugamálum hjá mér. Mér finnst miklu skemmtilegra að ganga í flík eftir sjálfa mig en að prjóna hana. Og enn ánægjulegra að sjá fólkið mitt í flík eftir mig en að raunverulega prjóna á þau (þá get ég ekki einu sinni hlakkað til að eiga ný föt meðan á verkefninu stendur). Það veitir mér líka miklu meiri gleði að eiga falleg blóm en að umpotta þeim eða vökva. Og svo framvegis. Ég varð mjög leið að komast að þessu um sjálfa mig - er ég svona ógeðslega löt að finnast áhugamálin mín leiðinleg nema þegar þau gefa af sér afurð? Ef svo er, af hverju kaupi ég þá ekki bara prjónaflíkur og brauð úti í búð? Og það er alveg ótrúlega góð spurning, kæri lesandi. Því að öllum þessum áhugamálum, brauðbakstri, prjónaskap, saumaskap, fataviðgerðum og blómaeign fylgir einn leynikostur í viðbót. Sjálfbærnin sem í þeim felst. Ég veit að ég er ekki að finna upp hjólið. Það er ekki svo langt síðan þessi upptalning var hluti af eðlilegu heimilislífi. Ég geri mér líka

Hobbies are good for you. They don’t have to be useful, clever, or even sensible, they can just be fun. I have a lot of hobbies. Some have fallen by the wayside over the years, while others have held steady through the various personality changes that a young woman inevitably goes through. Of course, new hobbies are regularly added to the mix. Like many others, I decided to try my hand at baking sourdough bread as COVID dragged on and it seemed that things wouldn’t be returning to normal any time soon. At first, my attempts were half-hearted; I’d already decided that baking bread was too difficult and complicated for me. I’m one of those people who tends to stop trying something if I’m not great at it the first time, you see. But after a month of alternately yelling at and sweetly coaxing the starter, everything somehow clicked. Afterward, I realized that the pleasure I got from this new hobby was related more to the finished product (and its quality) than the process of making it. I didn’t give it a second thought at that point. After all, I think it’s only normal to enjoy eating good bread more than baking it. The little red hen and all that. But little by little, I began noticing the same pattern with other hobbies of mine. I think it’s way more fun to wear something I knitted than to actually do the knitting, and even more fun to see my family and friends wearing my handiwork than knitting for them (I mean, I can’t even look forward to having new clothes when I’m knitting for someone else). Having beautiful flowers gives me more joy than repotting and watering them. And so on. I was so disappointed to make this discovery about myself – am I so insanely lazy that I’m bored by hobbies unless I end up with something to show for my efforts? If so, why don’t I just buy knitwear and bread at the store? And that’s a really good question, dear reader. Because there’s an additional secret benefit to all of these hobbies – baking, knitting, sewing, repairing clothes, growing flowers – and that’s sustainability. I know I’m not exactly reinventing the wheel here. Not so long ago, these activities were just part of normal domestic life. And I’m fully aware of the irony of labelling as hobbies the domestic tasks that forced my foremothers into oppression and financial dependence on men. That side of the issue is important, without question, but I have a maximum word count for this article, so I’ll just have to save

35


STÚDENTABLAÐIÐ

fulla grein fyrir kaldhæðninni sem felst í því að kalla heimilisstörfin sem neyddu formæður mínar til þess að vera upp á karlmenn komnar fjárhagslega og undirokunarinnar sem í því fólst, áhugamál. Sú hlið málsins er svo sannarlega mikilvæg en ég er að skrifa á orðafjöldatakmörkunum og fæ bara að eiga þá umræðu inni. Í dag bý ég, ung kona fædd á 21. öldinni, við þann kost (eða ókost, það fer eftir því hvernig litið er á málin) að geta sinnt þessum áður-nauðsynjaverkum í frítíma mínum og notið sköpunarinnar sem í því felst. Ég þarf ekki að prjóna til að eiga föt, en ég get gert það og notið þess að vita nokkurn veginn hvaðan flíkurnar mínar koma. Ég þarf ekki heldur að baka brauðin mín sjálf, guð má vita að nóg er af súrdeigsbakaríum í Reykjavík þessa dagana. En ég get lært eitthvað nýtt og nytsamlegt og skorið út sæt hjörtu í brauðin mín ef ég vil. Ég get notið þess að gera alla þessa hluti á eigin forsendum og klappað loftslagskvíðanum mínum blíðlega á bakið í leiðinni.

Umhverfismeðvituð list Viðtal við Fræ Environmentally Conscious Art GREIN ARTICLE Unnur Gígja Ingimundardóttir

An interview with Fræ

ÞÝÐING TRANSLATION Stefán Ingvar Vigfússon MYNDIR PHOTOS Sædís Harpa Stefánsdóttir

Fræ reynir að ná til fólks með listgjörningum og vekja það til um­ hugsunar um náttúruna. Listakonurnar Ragnhildur Katla Jónsdóttir og Sædís Harpa Stefánsdóttir standa að baki listaverkanna og vildi blaðamaður vita meira um þær og hugsjónina á bak við Fræ. Ragnhildur er 21 árs listakona sem stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur síðustu tvö ár ferðast um heiminn, meðal annars til Bandaríkjanna þar sem hún lærði olíumálun og að renna leir. Ragnhildur er mikill umhverfissinni og vill stuðla að vitundarvakningu um neysluhyggju almennings ásamt því að vekja áhuga á náttúrunni

that discussion for another time. Today I, a young woman born in the twenty-first century, have the fortune (or misfortune, depending on how you look at it) to be able to enjoy these previously necessary chores as creative outlets in my free time. I don’t have to knit in order to clothe myself, but I can choose to do so and enjoy knowing more or less where my clothes came from. I also don’t have to bake my own bread. God knows there’s no shortage of sourdough bakeries in Reykjavík these days. But I can learn something new and practical and cut a cute little heart into the top of my bread if I want to. I can enjoy doing all these things on my own terms, patting my climate anxiety gently on the back along the way.

Fræ, which translates to seeds, hopes to reach people through performances and raise awareness of the environment. Ragnhildur Katla Jónsdóttir and Sædís Harpa Stefánsdóttir are the creators of the art. This journalist wanted to get to know them better and learn about the ideology behind Fræ. Ragnhildur is a 21-year-old artist who studies psychology at the University of Iceland. Over the last two years, she has traveled around the world, including to the United States, where she studied oil painting and working with clay. Ragnhildur is an environmental activist and wants to start a dialogue on consumerism as well as spark interest in the environment through creative means. She contacted Sædís in early 2020 with the idea behind Fræ, having met her two years earlier. The duo immediately formed a good working relationship through their art and common interest in the environment. Sædís is a 25-year-old musician and photographer for the Student Paper and holds a bachelor's degree in leisure studies. Her interest in art creation led her to earn a master’s in elementary school education, focusing on visual arts, where she works a great deal with sustainability with children. Fræ give the artists an opportunity to express themselves in varied ways, but they feel their strength lies in diversity, as their works speak to one another. Sædís works with photography and musical composition, while Ragnhildur works more with sculpture. UGI How did you start making environmentally

conscious art? FRÆ It started as a creative summer job in Kópavogur in the summer of 2020, where we focused on sculptures using materials that would usually end up in recycling or waste bins. Along with the sculptures, there were pictures and a social media account we used to spread the message and give people insight into the process. Environmen-

36


THE STUDENT PAPER

með skapandi leiðum. Hún heyrði í Sædísi snemma árs 2020 með hugmyndina að Fræ en þær kynntust fyrir tveimur árum og náðu strax vel saman í gegnum listina og sameiginlega hugsjón þeirra. Sædís er 25 ára tónlistarkona, ljósmyndari Stúdentablaðsins og með BA-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Áhugi hennar á listsköpun varð til þess að hún fór í MA-nám í grunnskólakennslu með áherslu á sjónlistir og leggur mikið upp úr sjálfbærni í vinnu með börnum. Með fræ fá listakonurnar tækifæri til þess að tjá sig á ólíkan hátt en þær sjá styrk í fjölbreytninni og verkin þeirra tala mjög vel saman. Sædís notar ljósmyndir og tónverk á meðan Ragnhildur vinnur meira með skúlptúra. UGI

Hvernig byrjuðuð þið að gera umhverfismeðvitaða list? fórum af stað með þessa hugmynd í skapandi sumarstörfum í Kópavogi sumarið 2020 þar sem áhersla var lögð á skúlptúra úr efni sem venjulega hefði endað í endurvinnslu eða rusli heimila. Með skúlptúrunum voru myndverk og samfélagsmiðill þar sem við vildum koma boðskapnum víðar og gefa fólki dýpri innsýn inn í ferlið. Umhverfismeðvitund hefur alltaf skipt okkur miklu máli, og okkur fannst þessi vettvangur tilvalinn til að koma þessum áherslum á framfæri. List hefur þann eiginleika að vekja upp umræður og spurningar hjá hverjum og einum sem vonandi leiðir til samfélagslegrar breytingar.

talism has always been important to us, and we felt this was a perfect platform for us to showcase this. Art has the power to spark conversations and raise questions that hopefully lead to societal change. UGI Where do you get your material? FRÆ We mainly use material that falls under the category of household waste and is not natural. For example, plastic, cardboard, old utility items, and textiles. We have sometimes used natural materials to showcase the interplay of nature versus toxic materials and how our consumption impacts that.

FRÆ Við

Hvaðan kemur efniviðurinn? notum fyrst og fremst efni sem flokkast undir heimilisrusl og eru ekki náttúruleg, t.d. plast, pappi, gamlir nytjahlutir og textíll. Stundum höfum við nýtt náttúruleg efni til þess að sýna samspil náttúrunnar á móti skaðlegum efnum og áhrif neyslu okkar á hana.

UGI Does the material inspire the work or do you

start with a preconceived idea? FRÆ There’s a sort of interplay between the sculptures and the material. We start examining what objectives we want to put forth. For example, we had an idea based on plastic in the ocean and the outcome was a wave of plastic. We examine the issues that dominate the discourse at any given time and consider how best to highlight them with art.

UGI

FRÆ Við

UGI Hugsið þið út frá efninu sem þið finnið eða vinnið þið með einhverja fyrirfram tilbúna hugmynd? FRÆ Þetta er einhverskonar samspil milli skúlptúranna og efniviðarins. Fyrst skoðum við hvaða markmiðum við viljum koma á framfæri. Sem dæmi fengum við hugmynd út frá plasti í sjónum og afraksturinn varð alda úr plasti. Við skoðum því kannski frekar þau málefni sem bera hæst í samfélaginu hverju sinni og hvernig það er best að koma þeim á framfæri með listinni.

UGI You work with different forms of art. What

determines it? FRÆ The subject is massive and we felt it was important to tackle it in varied ways. There’s no one way to convey the message. There are no coincidences in our work, but it evolves in different ways. We are different from one another as artists, and we interpret our work through different mediums. UGI How do you intertwine environmental con-

FRÆ Þetta

Það er misjafnt hvaða listform þið notið. Hvað ræður því hverju sinni? málefni er mjög viðamikið og okkur fannst mikilvægt að mæta því á fjölbreyttan hátt og það er ekki beint ein leið til þess að koma skilaboðunum á framfæri. Það er í raun engin tilviljun í verkunum okkar en þau þróast á mismunandi hátt eftir því hvor okkar tók verkið að sér. Við erum mjög ólíkar listakonur og túlkum verkin okkar með mismunandi miðlum.

sciousness and artistic work? FRÆ We examine different sides of environmentalism, but we’ve mainly been focusing on the toxicity of consumerism in recent years. We wanted to spark interest and understanding of the importance of conscious consumerism. Consumerism is a part of the problem and there we, as consumers, have the power. It is not enough that a few give 100%, everyone has to give a little to the cause. We encourage people to take baby steps and big steps, but mainly to look inwards.

UGI

UGI Are you currently working on anything, and

FRÆ Við

when can we expect to see more from Fræ? FRÆ We are currently working on a project in a school in the capital region as part of a project called LÁN (an artistic appeal to nature). The project revolves around children's connection to plastic as a material and their work will be shown at the Children’s Culture Festival. We hope to continue to work with Fræ, because we have a lot to say and a lot to fight for.

UGI

Hvernig vinnið þið með umhverfismeðvitund og listsköpun? skoðum margar hliðar á umhverfisvitund en við höfum síðastliðið ár lagt mesta áherslu á skaðsemi neysluhyggju. Við viljum vekja áhuga og skilning á mikilvægi meðvitaðrar neyslu. Neysluhyggja er hluti af vandamálinu og þar höfum við valdið sem einstaklingar í þessari baráttu. Þetta er ekki spurning um að fáir séu 100% heldur að allir leggi sig eitthvað fram, því það hefur mun meiri áhrif. Við hvetjum því fólk til að taka lítil sem stór skref og fyrst og fremst líta inn á við.

UGI

Eru einhver verk í vinnslu og eigum við von á annarri sýningu frá Fræ? erum eins og er að taka þátt í verkefni í skóla á höfuð­borgar­ svæðinu sem er hluti af verkefni sem kallast LÁN (Listrænt ákall til náttúrunnar). Verkefnið snýst um tengingu barna við plast sem efnivið og munu verkin þeirra vera sýnd á sýningu á Barnamenningahátíð. Það er vonin að halda áfram með FRÆ því við höfum frá mörgu að segja og mörgu að berjast fyrir. FRÆ Við

UMHVERFISMEÐVITUÐ LIST ENVIRONMENTALLY CONSCIOUS ART

UGI How do you want to see the future unfold in

relation to the environment? FRÆ It’s clear that the main culprits of global warming and pollution are big factories and companies. Still, it’s not true that the public can’t have any impact. The more aware we are about the environment,

37


STÚDENTABLAÐIÐ UGI

Hvernig viljið þið sjá framtíðina þróast í tengslum við umhverfið? Þó það sé ljóst að aðaláhrifavaldar hnattrænnar hlýnunar og mengunar sjávar séu stórar verksmiðjur og fyrirtæki er ekki rétt að almenningur hafi engin áhrif. Því meðvitaðri sem við erum um umhverfið því líklegra er að breytingar verði. Vonin er að meðvituð neysla manna geti breytt framleiðslu verksmiðja og leitt okkur að grænni framtíð. Við lifum á tímum ótrúlegra þæginda sem hafa bitnað á umhverfinu okkar. Við verðum að muna að við erum ekki ein og ef við höldum áfram að lifa eins og meðal Vesturlandabúar þá getur jörðin ekki staðið ­undir okkur. FRÆ

the more likely it is that we can incite change. The hope is that individuals’ conscious consumerism can change the means of production, leading to a greener future. We live in a time of unprecedented comfort, which can negatively impact our environment. We must remember that we are not alone, and if we continue living like the average westerner, then the earth can’t sustain us. UGI What is the group’s message? FRÆ One of our main focuses is that nothing is

Hver er boðskapur Fræs? FRÆ Ein af okkar megin áherslum er að ekkert sé einnota nema það sé notað einu sinni. Sérstaklega að nota þau efni sem í nútíma samfélagi eru keypt í miklu magni og hent nær strax eftir notkun líkt og plast­ umbúðir. Eins og kom fram hér að ofan er lykillinn að skapa fjölbreyttar umræður og sá fræjum sem vonandi hafa áhrif á framtíðina.

disposable unless it is disposed of. Especially the materials we use so much of in today's society, like plastic containers that are thrown away after a single use. Like we’ve said, the key is cultivating diverse discussions and planting seeds that will hopefully impact the future.

Býflugurnar eru mest unnar úr plasti og töppum úr drykkjarföngum. Þær tákna aðal hetjur umhverfisins, en með stækkun borga og hlýnun jarðar hefur lífi þeirra verið ógnað.

Hringrás trésins er skúlptúr unninn úr pappír; ísdollur, klósettpappírsrúllur og dagblöð mynda tréð upp á nýtt. Pappír sem efniviður hringsólast í samfélaginu þó svo ógnarmagn sé nú þegar til staðar.

Plastaldan táknar allt það plast sem fer í sjóinn á dag og ógnar sjávarlífi. Hér er plast vefað inní vírnet og mótað sem alda.

The bees are mostly made from plastic and corks from beverages. They represent the main heroes of the environment, but with the expansion of cities and global warming, their lives have been ­threatened.

The cycle of the trees is a sculpture made from paper - ice cream containers and newspapers. They reform the tree. Paper, as a material, is pervasive in society and is constantly being produced, even though we have so much of it already.

UGI

Viðtal við Hvað þýðir það að vera haldin umhverfiskvíða? Marta Valsania What It Means to GREIN Have Eco-Anxiety ARTICLE Francesca Stoppani

ÞÝÐING TRANSLATION Ragnhildur Ragnarsdóttir MYND PHOTO Lisa Kløfta

An interview with Marta Valsania

The plastic wave represents all the plastic that goes into the sea every day and threatens marine life. Here, plastic is woven into wire mesh and shaped like waves.

If we just stopped and thought about what the environment really means to all of us and its significance for every move we make and every breath we take, would that be enough to keep us from destroying it? Now, think some more about the collective language I used in asking this question. Do you feel bad enough? Do you feel guilty? Are you just watching the earth collapse with a thermos in one hand and a metallic straw in the other? Does anyone drink from a thermos with a straw anyway? I am fully aware that these questions will remain unanswered, mostly because this is a written piece and not a conversation. However, the real point is: if you feel helpless, hopeless, powerless (and a series of other adjectives ending with -less) in the face of the current climate crisis, congratulations, you’re not alone. Sadly, you might even be experiencing eco-anxiety. I wanted to understand the factors that trigger this problem and the consequences it has on someone’s life. That’s why I reached out to Marta, born and raised in Turin, Italy. She obtained a master's

38


THE STUDENT PAPER

Ef við myndum aðeins staldra við og hugsa um hvaða þýðingu umhverfið hefur í raun og veru fyrir okkur öll, hvað umhverfið er mikilvægt í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur, myndi það nægja til að aftra okkur frá því að eyða því? Hugsið nú aðeins um orðin sem ég nota til að spyrja þessara spurninga. Líður ykkur nógu illa? Fáið þið samviskubit? Eða eru þið bara að horfa á heiminn hrynja með hitabrúsa í annarri hendinni og málmrör í hinni? Drekkur einhver yfir höfuð með röri úr hitabrúsa? Mér er fullljóst að þessum spurningum verður ekki svarað, sérstaklega vegna þess að þetta er ritaður pistill en ekki samtal. Ef ykkur líður hins vegar eins og þið séuð hjálparlaus, vonlaus og orkulaus (og fullt af öðrum lýsingarorðum sem enda á -laus) gagnvart ríkjandi loftslagsvá, þá eruð þið ekki ein á báti. Því miður gætuð þið jafnvel verið haldin umhverfiskvíða. Mig langaði til að skilja þættina sem valda þessu vandamáli og þær afleiðingar sem það getur haft á líf fólks. Þess vegna hafði ég samband við Mörtu, sem er fædd og uppalin í Turin á Ítalíu. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í umhverfishagfræði sem síðar leiddi hana til Osló í Noregi. Hún er að skrifa lokaritgerð sína um umhverfisréttlæti og lýkur með henni annarri meistaragráðu sinni í landafræði. Fyrir ári síðan hóf Marta störf hjá einni stærstu umhverfis- og samstöðustofnun Noregs, Framtiden i våre hender. Hún ver tíma sínum í það sem hún hefur áhuga á: umhverfisorsakir og óréttlæti. Hún er dýravinur og nýtur þess að elda dásamlega vegan rétti. Hvenær upplifðir þú fyrst umhverfiskvíða og hvernig byrjaði hann? var að ljúka við fyrstu meistaragráðuna árið 2016 og fór þá að skoða ritgerðir og bækur sem voru skrifaðar fyrir fjörutíu árum sem kölluðu á svipaðar loftslagsaðgerðir og verið er að kalla eftir í dag. Þegar það rann upp fyrir mér hversu lítil þróunin hafði verið fór mér að líða illa. Ég uppgötvaði ýmislegt sem margt fólk hafði uppgötvað á undan mér. Ég fór að óttast að það sama kæmi fyrir áhyggjur mínar og vonir: að þær myndu ekki heyrast. FS

MV Ég

FS Áttaðirðu þig á að þetta væri umhverfiskvíði frá byrjun eða lagðistu í rannsóknir? MV Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því hvað þetta var í byrjun. Fyrsta skilgreiningin sem ég rakst á og hafði eitthvað með þetta að gera var „flugskömm,“ þó gerði ég mér fljótlega grein fyrir því að óróleiki minn átti við mun fleiri hluti en bara flugsamgöngur. Ég hef ekki fengið greiningu sérfræðings, en fyrir ári síðan gerðist ég sjálfboðaliði fyrir rannsóknarverkefni sem skoðar áhyggjur af umhverfinu. Ég var beðin um að skilgreina tilfinningarnar sem ég upplifði og ég man að sú fyrsta sem kom upp í hugan var depurð, og þannig er það ennþá.

Á hvaða hátt hefur þetta áhrif á þitt daglega líf? svo marga vegu. Sumt af því held ég að sé jákvætt. Ég kann að meta að fyrsta hugsunin sem kemur upp í huga minn þegar ég sé t.d. flík í búð er: „Undir hvers konar kringumstæðum ætli þetta hafi verið framleitt?“. Þetta setur gildismat mitt í samhengi, jarðtengir mig og minnir mig á að það er ekki mikilvægt að eiga hluti sem eru jafnvel framleiddir með blóði og örvæntingu. Á hinn bógin finn ég fyrir nokkuð neikvæðum áhrifum, sem er meira og minna afleiðing tilviljanakenndra reglna sem ég set sjálfri mér og að sumu leyti fólkinu í kringum mig. Þessar reglur ná allt frá því að reyna að hætta að kaupa vörur í plastpakkningum til þess að hætta að nota klósettpappír. Ég finn líka að það rænir mig gleðinni yfir ákveðnum athöfnum. FS

MV Á

in environmental economics that eventually led her to Oslo, Norway. She is currently writing a thesis about environmental justice to complete her second master's in geography and territorial science. One year ago, she started working for one of the biggest environmental and solidarity organizations in ­Norway, Framtiden i våre hender. Her interests align very much with what she spends her time on: environmental causes and injustices. She is an animal lover and enjoys cooking delicious vegan food. FS When did you start having climate anxiety and how did it start? MV At the end of my first master's degree, in 2016, I started looking back at papers and books written forty years prior that called for action [for the climate] then. Realizing that the development in the decades that followed took a much more unjust route made me feel unwell. I was coming to a knowledge that many others held before me. And I started fearing that for my worries and hopes the same problem could apply: being unheard. FS Did you recognize it as climate anxiety from the beginning or did you do some research? MV I most definitely didn’t recognize it for what it was at the beginning. The first definition I came across that had something to do with it was “flight guilt,” even though I quickly realized that my uneasiness touched a much larger list of activities than just air travel. I’ve not been diagnosed professionally, but a year ago I volunteered for a research project about climate concerns. I was asked to define the emotions I was feeling and I remember the first one that came to mind is sadness, and it still is.

In what ways does it affect your daily life? many ways. And some of them I think are positive! I do appreciate quite a lot that the first thing that comes to mind is, “I wonder under which conditions this was produced?” when I see a piece of clothing in a shop in the city center, for example. It puts my values in place, it gives me a sort of reality check, it reminds me that what is important isn’t owning things produced with blood and desperation. On the other hand, I experience some quite negative effects, mostly because of the more or less random and strict rules I put on myself and to some degree on the people closest to me. These rules range from trying to stop buying plastic packaging, to stopping using toilet paper. Also because it kind of takes the enjoyment out of some activities. FS

MV In so

FS

How do you cope with it?

MV It’s difficult to cope with these sad feelings at

Hvernig tekstu á við þetta? er erfitt að takast á við þessar neikvæðu tilfinningar. Sérstaklega vegna þess að ég veit og trúi því svo heitt að við búum yfir færni til að láta kerfið okkar vinna öðruvísi og betur. En ég veit líka að ég er ekki

times. Especially because I know and believe so highly that we have the capabilities to make our system work differently and better. But I also know I’m not alone in this task, and many others are working hard to make this world a better place (such cliché words, I’m sorry, not sorry). And this thought lifts me up, sometimes.

HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ AÐ VERA HALDIN UMHVERFISKVÍÐA? WHAT IT MEANS TO HAVE ECO ANXIETY

39

FS

MV Það


STÚDENTABLAÐIÐ

ein í þessu verkefni, og margt fólk vinnur hörðum höndum til að gera heiminn að betri stað (mikil klisja, mér þykir það leitt, eða þannig). Og sú tilhugsun hjálpar stundum. Það er eins konar valin sjálfsbjargarviðleitni að vinna að einhverju sem er stærra en maður sjálfur og er þess virði að vinna að. Hluti vinnu minnar um þessar mundir er að tala við fólk nánast allan daginn um umhverfið og samstöðu. Ég legg áherslu á að engum líði illa, sem einstaklingur, yfir því að velja þægilegustu leiðina. En ég er strangari þegar kemur að sjálfri mér. Ef það eina sem ég get stjórnað er neysluslóðin mín, þá líður mér eins og ég sé ekki að leggja neitt af mörkum. Ég tel að tíma mínum og orku sé betur varið í að hafa áhrif á kerfisbundnar breytingar sem stuðla að gegnsærri og siðferðislega betri framleiðslu, að draga úr neysluvenjum, að þrýsta á sjálfbærar fjárfestingar. Einnig vona ég að upplýsingar verði aðgengilegri í náinni framtíð þar sem minna er um samninga sem fara fram í reykmettuðum bakherbergjum. Það væri öllum í hag ef ætti sér stað einhvers konar allsherjar breyting á viðmiðum þar sem sameiginleg velferð okkar allra væri í fyrsta sæti. Finnst þér eins og þú munir einhvern tímann komast yfir þetta ástand? af þessum toga getur breyst, því ástandið tengist því hvernig við komum fram við umhverfi okkar. Það er erfitt að spá um hvernig mér á eftir að líða þar sem breytingarnar velta ekki einungis á því hverju ég trúi. Ef það væri bara undir mér komið þá myndi ég gera hvað sem er til að koma í framkvæmd góðum, snjöllum, stórum eða litlum aðgerðum án þess að láta ríkjandi og oft á tíðum spilltum efnahagslegum viðmiðum hafa áhrif á allt sem við gerum. Stundum sveiflast ég milli þess að vera gífurlega bjartsýn yfir í að vera ringluð og óörugg, allt á sama deginum. Það er ekkert grín að vera með umhverfiskvíða.

Keeping busy with something worthy and bigger than myself is my coping mechanism of choice. Part of my work at the moment consists of talking with dozens of strangers almost daily about environmental and solidarity questions. A big focus of mine in every conversation I have is to make no one feel ashamed as a singular individual for doing something in the most convenient way available. But when it comes to myself I tend to be stricter. If the only thing I can control is my path of consumption, I don’t feel like I am making much difference. I perceive it as more exciting and worthy of my time and energy to influence structural changes for more transparent and ethical production, for reducing consumption habits, for pressing for sustainable investments. I also cope by holding on to some hope for information to be more easily available in the near future with much fewer shady deals. Having a sort of paradigm shift where what we value most is our collective well-being would very much help the cause.

FS

MV Kvíði

GREIN ARTICLE Emily Reise

Alþjóðafulltrúi SHÍ The Student Council’s International Officer ÞÝÐING TRANSLATION Stefán Ingvar Vigfússon MYND PHOTO Helga Lind Mar

Við, hinir ­evrópsku stúdentar

We, the European Students

Núna ættum við öll að hafa heyrt að Háskóli Íslands sé meðlimur Aurora bandalags evrópskra Háskóla. Sumarið 2020 samþykkti Evrópuþingið að Aurora bandalagið yrði eitt af fjörtíu og einum verkefnum Evrópskra háskóla sem njóta stuðnings Erasmus+, og er það nú í fararbroddi við að skapa sameiginlegan vettvang langskólanáms og rannsóknarsamfélags. Fréttir um Aurora bandalagið einblína oft á stóru

FS

Do you feel like you’ll ever overcome this state?

MV Things could take different directions since this

type of anxiety is connected to the way we treat our environment. It’s difficult for me to predict how I will feel since the pot won’t be stirred only by my belief system. But surely if it was only up to me I would do anything to implement good, smart, big, or small actions without having the current, largely exploiting economic paradigm stirring our ways of everything. Sometimes on the same day, I go from feeling an intense optimism to just feeling confused and unsure. Feeling eco-anxious is no fun.

By now, we have all heard that the University of ­Iceland is part of the Aurora European U ­ niversity Network and Alliance. In the summer of 2020, the Aurora Alliance was accepted by the Euro­pean Commission to become one of 41 European university projects supported by Erasmus+, leading the way in creating a united higher education and research community in Europe. The news cycle around the Aurora Alliance has often focused on the big picture. We get to know the long-term goals and hear buzzwords like European University Degree and borderless learning, societal impact and relevance of research, sustainability and inclusivity. BUT WHAT DOES IT MEAN, ESPECIALLY FOR OUR DAY-TO-DAY LIFE AS STUDENTS?

The Aurora Network and Alliance decided early on to take a participatory approach, actively involving students on all levels. Often, the best ideas come from innovative young minds. By making them active participants in otherwise professionally occupied panels, student representatives are encouraged to engage in the Aurora Alliance’s working processes. Student representatives from all member universities form the Aurora Student Council. Usually, Aurora Student Council mem-

40


THE STUDENT PAPER

myndina. Við fáum að kynnast langtíma markmiðum og heyrum stikkorð á borð við evrópsk háskólagráða og lærdómur án landmæra, samfélagsleg áhrif og mikilvægi rannsókna, sjálfbærni og innlimun. HVAÐ ÞÝÐIR ÞETTA, SÉRSTAKLEGA FYRIR DAGLEGT LÍF STÚDENTA? Aurora bandalagið ákvað snemma að nálgast vinnuna á opinn hátt og leggja sig fram við að ná þátttöku stúdenta á öllum stigum. Oftar en ekki komu bestu hugmyndirnar frá framsýnu ungu fólki. Með því að gera stúdenta að virkum þátttakendum í umræðum sem voru annars skipaðar fagfólki voru fulltrúar stúdenta hvattir til þess að leggja sitt fram við verklag Aurora. Fulltúrar stúdenta frá öllum háskólum í bandalaginu mynda Stúdentaráð Aurora. Yfirleitt eru Stúdentaráðsliðar Aurora bandalagsins þegar kjörnir fulltrúar í sínum háskólum, en það eru margar aðrir leiðir fyrir stúdenta til þess að taka þátt í innviðum Aurora. Á skólaárinu 2020-2021 hrinti Stúdentaráð Aurora bandalagsins verkefninu Aurora Student Champions Scheme úr vör, verkefni sem hvetur stúdenta til þess að taka þátt í verkefnum og samstarfshópum milli mismunandi stofnanna. Með því að geta valið sér hóp eftir sínu áhugasviði geta stúdentar einblínt á það sem þau brenna fyrir í samstarfi við fagfólk á tilteknum sviðum. HAGNÝT ÁHUGAMÁL Innan Aurora bandalagsins er að finna marga starfshópa sem leggja upp með að leiða saman sérfræðinga um ákveðin þemu eða verkefni frá öllum Aurora háskólum. Þannig vinna þau að því að finna ákveðin viðfangsefni og tækifæri til þess að efla háskóla og kynna gildi bandalagsins. Alþjóðavæðing, sjálfbærni, fjölbreytileiki, rannsóknir og nýsköpun eru meðal helstu umræðuefna þessara starfshópa, sem skiptast svo í minni, sérhæfðari undirhópa. Fulltrúar stúdenta geta valið úr þessum hópum, en það er sama hvort valið sé vegna þess að viðfangsefnið tengist námi þeirra eða vegna þess að það standi þeim nálægt. Þau miðla ekki eingöngu dýrmætum sjónarmiðum stúdenta, heldur öðlast einnig reynslu af alþjóðlegum verkferlum, sem getur komið sér vel þegar fram líða stundir. Fulltrúar stúdenta taka einnig þátt í verkefnum með öðrum Aurora nemendum frá öðrum háskólum, svo sem við ritgerðarskrif, sem pennavinir eða með þátttöku í málþingum eða vinnustofum. Með því að taka þátt á mörgum sviðum öðlast Aurora stúdentar mjúka færni á borð við mannleg og menningarleg samskipti sem fólk öðlast með því að stunda nám erlendis. Þessa færni er erfitt að mæla á akademískan máta en hún mun láta Aurora nemendur skara framúr í framtíðinni. Í lok skólaársins fá fulltrúar stúdenta viðbótardiplómu fyrir þátttöku þeirra sem viðurkennir frumkvæði þeirra og forvitni - nokkuð sem getur verið erfitt að öðlast á hefðbundnum námferli. MEIRA Á LEIÐINNI Þetta er bara upphafið af spennandi Aurora verkefnum. Það verða fleiri viðburðir í boði þar sem Aurora þátttakendur fá tækifæri til þess að kynnast innbyrðis. Auk Fulltrúarráðsins geta stúdentar sótt um að verða kynningarfulltrúar Aurora og hjálpað til við að kynna viðburði. Í byrjun kann þetta hafa virkað eins og flókið verkefni fyrir aka­ demíska starfsmenn, en með tímanum verður þetta vettvangur fyrir stúdenta frá mismunandi menningarheimum til þess að eiga samskipti sín á milli, þvert yfir Evrópu og heiminn allan. Fyrir tilstilli sameiginlegra akademískra auðlinda munu Aurora nemendur geta skráð sig í nám­ skeið hjá öðrum Aurora stofnunum. Ef það er eitthvað sem þetta fjarlíf undanfarins árs hefur kennt okkur þá er það að veraldleg fjarlægð er ekki steinn í götu lærdóms!

VIÐ, HINIR EVRÓPSKU STÚDENTAR WE, THE EUROPEAN STUDENTS

bers are already elected representatives in their own institutions, but there are many other ways for local students to involve themselves in the international structures of the Aurora Network and Alliance. In the 2020-21 academic year, the Aurora Student Council launched the “Aurora Student Champions Scheme”, a project that encourages local students to get involved in inter-institutional projects and working groups of their choosing. By being able to choose the specific thematic group, students can focus on their passions and work alongside professionals in a given field. APPLIED INTERESTS

The Aurora Alliance includes numerous working groups, which endeavor to bring together relevant experts on specific themes or projects from all Aurora universities. In so doing, they cooperate to identify specific areas and opportunities to improve individual universities and promote the Alliance’s values. Internationalisation, sustainability, diversity, research and innovation are among the core topics in these working groups, each of which branches off into smaller, specialised sub-groups. Aurora Student Champions can choose whatever groups they like, either because the topics relate to their fields of study or are close to their hearts. Not only do they contribute valuable input from a student perspective, but they also gain first-hand experience from international working processes that will come in handy in the future. Student Champions also collaborate on projects with their fellow Aurora students from other institutions, such as academic papers, pen-pal activity, or participation in topical conferences or workshops. By involving themselves on multiple levels, Aurora students are later equipped with soft skills otherwise hard to quantify academically, such as interpersonal and cultural skills gained during studies abroad. Such skills will make Aurora students stand out in any professional setting in the future! By the end of the academic year, Student Champions are awarded a diploma supplement for their involvement to recognise their great initiative and curiosity - something that can be quite hard to come by on the average academic transcript. MORE TO COME

This is just the beginning of exciting Aurora pro­ jects to come. There will be more events for Aurora participants to get to know each other as fellow students. In addition to to the Student Champions, students can also apply for positions as Aurora Ambassadors to help promote events. Though it might have initially seemed like a very high-level project for academic staff, it will become a platform for cross-cultural communication and innovation among students across Europe and the world. Through the scope of shared educational resources, Aurora students will be able to participate in courses at other Aurora institutions. And if there is one thing the remote life of this past year has taught us, it’s that physical distance is no longer a hurdle for learning!

41


STÚDENTABLAÐIÐ

GREIN ARTICLE Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Hótel COVID

ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYNDIR PHOTOS Hildur Örlygsdóttir Ég er með COVID. Ég sit dofin eftir símtalið frá smitrakningarteyminu, og þau þúsund símtöl og tölvupósta sem fylgdu í kjölfarið. Ég mætti á loftslagsverkfall. Ég snerti örugglega fullt af hlutum á háskólasvæðinu. Ég heimsótti áttræða ömmu mína. Með hverri hugsuninni dofna ég meira upp. Ofan á þetta er ég bókstaflega dofin, en einkenni af COVID sem ég hef ekki heyrt um áður er rafmagnaður náladofi sem leiðir frá hjartanu út í handleggi, fótleggi og meira að segja andlitið. Mér er sagt að þetta sé óalgengt en þekkt einkenni. Ég tek til allt sem ég þarf til að lifa af í tvær vikur, set á mig grímu og ósamstæða vettlinga og geng út úr húsinu mínu þar sem maður í hlífðarbúningi opnar fyrir mig dyr á rækilega plöstuðum sendiferðabíl og skipar mér að fara upp í, en vinsamlegast ekki snerta neitt. Mér líður eins og ég sé skítug. Smituð. Hallgrímskirkjan, Barónsstígurinn og Bergþórugatan þjóta framhjá mér, umhverfi sem ég þekki eins og lófann á mér – en það lítur öðruvísi út núna, eins og hliðarvídd sem ég er ekki hluti af. Grímulaust fólk gengur frjálst ferða sinna og gjóar sumt augunum á mig því ég er að stara út um gluggann. Bílstjórinn minn er þögull, og mér finnst andrúmsloftið gefa til kynna að það taki því ekki að spjalla. Hann rýfur þögnina þegar við nálgumst hótelið á Rauðarárstíg, ítrekar að ég megi ekki snerta neitt og að ég eigi ekki að standa upp þó hann opni dyrnar. Ég á að bíða þar til mér er sagt að fara út. Bifreiðin staðnæmist, og ég mæni út um gluggann á teinréttar aspirnar andspænis hótelinu – ég veit ekki alveg hvers vegna en gulnuð laufin væta í mér augun. Kannski er það vegna þess að ég veit að ég mun missa af haustinu, eða vegna þess hve fallegir litirnir eru, þó ég sjái þá bara í gegnum rúðuna. Ég sný höfðinu í hina áttina til að virða fyrir mér bygginguna og hrekk í kút – í flestum gluggunum er manneskja að halla sér upp að glerinu og stara á mig. Allt smitaða fólkið er að teyga í sig umhverfið, alveg eins og ég. Bílstjórinn minn opnar og stendur í dálítilli fjarlægð frá mér og ítrekar að ég megi enn ekki standa upp því það sé verið að undirbúa komu mína. Hann þegir þunnu hljóði og bakkar enn lengra frá mér þegar ég spyr hann hvort verið sé að nýta allt hótelið fyrir COVID-smitaða einstaklinga. „Með þessu áframhaldi stefnir í það,“ segir hann og svo þegjum við meira. Kunnuglegur strákur er öryggisvörður, hann mætir ekki augnaráði mínu en spyr bílstjórann hvað ég heiti og þeir ræða um mig í þriðju persónu í stutta stund. Loks birtast tvær konur í anddyrinu, klæddar í hlífðarbúning og latexhanska með plastskjöld fyrir andlitinu, og ég fæ loksins að standa upp úr bílnum og ganga inn. Ég lít um öxl og það síðasta sem ég sé áður en hvítir veggir umlykja mig er hvernig bílstjórinn og öryggisvörðurinn byrgja leiðina að innganginum með tveimur rimlagrindum, sem saman mynda stórt V.

I have COVID. I sit feeling numb after the phone call from the contact tracing team and the thousands of phone calls and emails that followed in its wake. I went to the climate strike. I definitely touched a bunch of things on campus. I visited my eighty-year-old grandmother. I grow even number with each passing thought. On top of that, I’m literally numb. There’s a symptom of COVID I’d never heard of before, an electric pins-and-needles sensation running from the heart into the arms, legs, and even face. I’m told it’s a rare but known symptom. I gather everything I’ll need to survive for the next two weeks, don a mask and mismatched mittens, and walk out of my house, where a man in a protective suit opens the door to a van, the interior of which is thoroughly covered in plastic, and orders me to get in but please not touch anything. I feel like I’m dirty. Infected. Hallgrímskirkja, Barónsstígur, and Bergþórugata rush past me, a part of the city I know like the back of my hand – but it looks different now, like a parallel universe that I’m not a part of. Maskless people walk around, freely going about their business, some of them glancing at me as I stare out the window. The driver is silent, and it feels like there’s no point trying to make conversation. As we approach the hotel on Rauðarárstígur, he breaks the silence, reminding me that I am not to touch anything and should not stand up even when he opens the door. I have to wait until I’m told to leave the van. The van comes to a stop, and my eyes fall on the aspens standing straight as arrows directly across from the hotel – I don’t really know why, but my eyes fill with tears at the sight of the yellow leaves. Maybe it’s because I know I’ll miss the autumn, or because the colors are so beautiful, though I can only see them through the window. I turn my head the other way to consider the building and am taken aback – in almost every window, someone is leaning up against the glass and staring at me. All the infected people are taking in their surroundings, just like me. My driver opens the door, stands at a distance, and reiterates that I may not get out yet because the hotel is preparing for my arrival. He falls completely silent and backs further away from me when I ask him if the entire hotel is being used for people with COVID. “At this rate, it will be soon,” he says, and then we’re silent again. A familiar-looking guy is guarding the entrance to the hotel. Without meeting my eyes, he asks the driver my name, and the two of them talk about me in the third person for a minute. Eventually, two women appear in the doorway, dressed in protective gowns and latex gloves, their faces covered by plastic shields, and I am finally allowed to get out of the car and walk in. I glance back over my shoulder, and the last thing I see before I’m swallowed by the white walls is how the driver and the security guard block the entrance with two metal barricades that meet to form a large V.

42


THE STUDENT PAPER

Rafskútur GREIN ARTICLE Alina Maurer ÞÝÐING TRANSLATION Hólmfríður María Bjarnardóttir

nar Ekki eins græ og þú hélst?

E-scooters Not so Green After All?

In October 2019, Reykjavík’s public transportation system changed forever with the introduction of e-scooters. What began with Hopp, powered by the telecommunications company Nova, has evolved, with many more companies offering e-scooter rentals now in 2021. Yellow Wind scooters, black and orange Zolo scooters, and the very prominent neon green OSS e-scooters and e-bikes - all of them have contributed to the goal of minimizing our carbon footprint and relieving traffic congestion. At least, that’s how e-scooters are marketed. But apart from their colour, are they actually as green as advertised, or is it all a big hoax? SHARING IS CARING

First of all, e-scooters are extremely convenient. There’s no need to discuss that. They are cheaper, faster, and more accessible in comparison to other public transportation services like buses. Forgot to set an alarm clock, overslept, and need to get to class ASAP? No issue with an e-scooter! Simply hop on a nearby scooter and it will take you to your destination in a matter of minutes! Sharing is obviously caring, so sharing a product such as an e-scooter or a car instead of everybody buying their own device means automatic savings on carbon emissions. That is clear. So if e-scooters are run on (at best, clean) electricity, how are they still producing carbon emissions? Samgöngukerfi Reykjavíkur breyttist til frambúðar í október 2019 með tilkomu rafskúta. Það sem byrjaði með Hopp, sem er rekið af samskiptafyrirtækinu Nova, hefur þróast og nú, árið 2021, eru mun fleiri fyrirtæki sem reka rafskútuleigu. Gular Wind skútur, svartar og appelsínugular Zolo skútur og hinar áberandi neon grænu OSS skútur og hjól – sem hafa allar stuðlað að því að minnka kolefnisfótspor og létta á umferðarteppum. Þannig eru þær að minnsta kosti markaðssettar. En eru þær í raun eins grænar og þær eru sagðar, fyrir utan lit sumra þeirra, eða höfum við verið blekkt? ÞAÐ BORGAR SIG AÐ SAMNÝTA Rafskútur eru einstaklega hentugar, það verður ekki tekið af þeim. Þær eru ódýrar, hraðar og mjög aðgengilegar ef miðað er við aðra samgöngumáta á borð við strætó. Gleymdiru að stilla vekjaraklukkuna, svafst yfir þig og þarft að komast í tíma núna strax? Ekkert mál! Hoppaðu bara á næstu skútu og hún mun koma þér rakleitt á áfangastað! Það er auðvitað alltaf betra að samnýta og með því að deila til dæmis rafskútu eða bíl í stað þess að allir kaupi sitt eigið minnkum við sjálfkrafa kolefnissporið. Það er augljóst. En hvernig stendur á því að rafskútur eru knúðar áfram af (vonandi hreinu) rafmagni en skilja samt eftir sig kolefnisfótspor. SLÆGUR OG FALINN ÚTBLÁSTUR Allar vörur sem við notum í okkar daglega lífi eiga sinn falda útblástur, sem kemur einfaldlega frá framleiðslu þeirra. Þar eru rafskútur ekki undanskildar. En ef þær eru knúðar áfram með vistvænu rafmagni og endast lengi, hlýtur útblásturinn sem sparast við notkun þeirra að vera meiri en útblásturinn sem fer í framleiðsluferlið, er það ekki? Hér erum við komin að vandanum. Fólk virðist ekki fara vel með skúturnar, sem er reyndar raunin með flesta leigu hluti. Þessar leigu rafskút-

INSIDIOUS HIDDEN EMISSIONS

Well, there are hidden emissions associated with every product we use in our daily lives, emissions just from the product being produced. E-scooters are no exception. But if they run on eco-friendly electricity and have a long lifespan, the emissions prevented by using the device exceed the emissions associated with the production process, right? Well, now we’ve arrived at the problem. As with most rented things, people don’t treat them as nicely as if it was their own stuff. Shared e-scooters therefore often don’t last as long as they need to in order to offset their “investment emissions.” Additionally, the harsh Icelandic weather conditions don’t make it any easier to preserve them. Research has shown that the average scooter lasts just three to ten months, approximately. Most scooters are fueled by lithium-ion batteries, a lot of them containing nickel and cobalt. Cobalt has had its fair share of negative press in relation to e-cars and smartphones, because it is mostly mined in Congo under catastrophic conditions and often with the help of child labor. The mining of those materials leads to resource depletion, global warming, ecological toxicity, and most importantly, serious impacts on human health and human rights. So having to replace a scooter, or even just its battery, every ten months at best does not really resonate with the goal of being more environmentally friendly or with the City of Reykjavík’s goal of being carbon neutral by 2040.

43


STÚDENTABLAÐIÐ

ur endast því oftar en ekki of stutt til þess að vega á móti menguninni sem fór í að búa þær til. Þar að auki gera veðurskilyrðin á Íslandi þeim engan greiða. Rannsóknir sýna að leigurafskútur endast bara í hér um bil þrjá til tíu mánuði. Flestar rafskútur ganga fyrir lithíum rafhlöðum sem margar hverjar innihalda nikkel og kóbalt. Kóbalt hefur fengið sinn skerf af neikvæðri athygli í kringum rafmagnsbíla og snjallsíma sökum þess að kóbalt er að mestu unnið úr námum í Kongó við hörmuleg vinnuskilyrði og oftar en ekki tengt barnaþrælkun. Námugröftur þessara efna leiðir til gjörnýtingar auðlinda, hnattrænar hlýnunar, eitrunar í vistkerfi og hefur síðast en ekki síst skaðleg áhrif á heilsu fólks og mannréttindi þeirra. Það er ekki mjög vistvænt ef það þarf að skipta út rafskútu, eða jafnvel bara batteríi, á tíu mánaða fresti í besta lagi. Það passar líka illa við markmið Reykjavíkurborgar um að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040. Þetta hljómar allt frekar illa en hresstu þig við! Þegar þessi dýrmætu efni eru rétt endurunnin er hægt að endurnýta þau en það minnkar umhverfisáhrifin. Ef við kíkjum í spádómskúluna getum við mögulega séð að það dragi úr notkun á kóbalti og nikkel í tækjum framtíðarinnar. Það er ljós við enda ganganna! GRÆNÞVOTTUR ER EKKI ALLTAF LAUSNIN Fyrst um sinn var flestum rafskútum ekið inn í borgir og þær sóttar aftur alla morgna og nætur til þess að hægt væri að hlaða þær. Þetta leiddi til frekari umhverfisáhrifa völdum útblásturs bílanna sem keyrðu með þær. Sem betur fer hefur þetta breyst til hins betra með nýjum batteríum sem hægt er að skipta út og hlaða og þannig fækka ferðum fyrirtækjanna. Batteríin endast í um 60-80 kílómetra á milli hleðslna. Fyrirtækið að baki Hopp hjólanna segir þau starfrækja rafskútur sem endast lengur og nái þau þannig að draga úr umhverfisáhrifum. Önnur fyrirtæki hafa farið aðra leið, þar á meðal Wind Mobility sem starfrækja stóru gulu rafskúturnar, en fyrirtækið tilkynnti í desember 2020 að þau hafi náð kolefnishlutleysi með því að kaupa „kolefnisinneign“ og styðja verkefni víðs vegar um heim sem draga úr kolefnismengun. Það er betra að kaupa kolefnisinneign heldur en að gera ekkert, en það tekur samt ábyrgðina af fyrirtækjunum! Þau monta sig af þessu í markaðsherferðum sínum en á sama tíma er ekki verið að tækla raunverulegu vandamálin. Grænþvottur í sinni skýrustu mynd! FRAMTÍÐ GRÆNNA SAMGANGNA Jæja, eru rafskútur þá eins grænar og við héldum? Greinilega ekki en hvað er það svo sem? Ef við viljum velja umhverfisvænasta kostinn þurfum við að ferðast milli staða á tveimur jafn fljótum. Rafskútufyrirtæki eru nú þegar farin að reyna að láta skúturnar endast lengur. Sum þeirra eru jafnvel byrjuð að þróa þeirra eigin tæki og batterí - ekki bara fyrir umhverfið, heldur einnig þeirra eigin sakir. Þetta er byrjun. Með frekari tækniframþróunum verða til tæki sem draga meira úr umhverfisáhrifum. Þegar rafmagnið sem knýr skúturnar áfram verður einungis framleitt á umhverfisvænan máta, svo sem með vatnsorku eða jarðvarmaorku, og þær koma í stað bíla, þá er öruggt að segja að þær séu skref í rétta átt. Í átt að grænni samgöngumátum sem stuðla að lengri og heilbrigðari framtíð á plánetunni okkar, móður jörð.

RAFSKÚTUR: EKKI EINS GRÆNAR OG ÞÚ HÉLST? E-SCOOTERS: NOT SO GREEN AFTER ALL?

All of that already sounds quite pessimistic, but chin up! When correctly recycled, a lot of these precious resources can be reused, which reduces the environmental impact. Looking into the crystal ball, the use of cobalt and nickel may very well be decreased in the future as technology advances. There is some light at the end of the tunnel! GREENWASHING IS NOT ALWAYS THE SOLUTION

In the past, most e-scooters were driven into the cities and picked up again every morning and night to be charged. This led to further environmental impact from vehicle emissions. Luckily, this has changed with the introduction of swappable batteries. Most companies now simply swap out depleted batteries for new ones, each of which lasts up to 60-80 km between charges, and recharge batteries in their warehouses. The company Hopp claims they try to operate longer-lasting e-scooters in order to minimize environmental impact. Others, like Wind Mobility, which offers chunky yellow e-scooters, declared in December 2020 that they had reached carbon neutrality by purchasing carbon credits and supporting carbon-reducing projects around the world. Buying carbon credits is better than doing nothing, but it still takes the responsibility away from the companies! Those companies then use their action as a marketing campaign, and all the while, the real problems are not being tackled. Greenwashing at its best! FUTURE OF GREENER PUBLIC TRANSPORTATION

So, are e-scooters really as green as we think they are? Clearly, no. But honestly, what is? If we want the most environmentally friendly option, we should all just continue to move through the world on our feet. E-scooter companies are already trying to increase the durability of their products, some even developing their own devices and batteries - not just for the sake of the environment, but also for their own bottom line. This is a start. As technology progresses, longer-lasting products that better mitigate environmental impacts will be achieved. When the electricity used to power e-scooters can be generated sustainably, such as by hydroelectric or geothermal methods, and they become a substitute for cars, it is safe to say they are a step toward a better future. A future of greener public transportation, and therefore a longer, healthier future on our planet, Mother Earth.

44


THE STUDENT PAPER

Sjálfboðastarf á vegum SEEDS Iceland Spjall við Hella og Michał

Volunteering for SEEDS Iceland A talk with Hella and Michał

GREIN ARTICLE Francesca Stoppani ÞÝÐING TRANSLATION Stefán Ingvar Vigfússon MYNDIR PHOTOS ← Szymon Podubny ↓ Fekete Emese

Sjálfboðastarf er frábær leið til þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins, þróa sýn byggða á þvermenningarlegum skilningi og hafa gaman að því. Íslandsdeild SEEDS eru frjáls félagasamtök sem voru stofnuð árið 2005. Deildin treystir á sjálfboðaliða hvaðanæva úr heiminum. Megináhersla hennar er að vekja athygli á umhverfislegum, félagslegum og menningarlegum verkefnum á Íslandi. SEEDS heldur utan um net sjálfboðaliða og annarra þátttakenda, svo sem yfirvalda, samfélaga og annarra stofnanna. Auk þess eru sum verkefni hennar styrkt af Youth in Action og Lifelong Learning verkefnum Evrópusambandsins. Samkvæmt vefsíðu þeirra hefur SEEDS skipulagt um 140 verkefni um allt Ísland. Þau tóku á móti 1200 alþjóðlegum sjálfboðaliðum frá 50 löndum, sem unnu 75.000 klukkustundir af sjálfboðastarfi. Frá árinu 2010 hefur SEEDS einnig sent 100 Íslendinga til þess að liðsinna við verkefni um heim allan. Ég fékk að leiðbeina tveimur sjálfboðaliðum á vegum SEEDS árið 2020-2021, þeim Hella Wagner og Michał Grabowski, og þau voru til í að tala við mig um upplifanir sínar á Íslandi. Af hverju ákvaðstu að verða sjálfboðaliði á Íslandi? MG Mér fannst spennandi að verða leiðbeinandi í heimsbúðum (e. world camp leader). Heimsbúðir er lítið verkefni sem við gerum þegar aðrir sjálfboðaliðar koma en það samanstendur af umræðum um umhverfið og viðburðum svo sem ruslaplokki og að hreinsa strandir, en einnig því að skipuleggja ferðir um landið. Mér fannst umhverfið mikilvægt viðfangsefni þar sem ég hafði þegar tekið þátt í nokkrum vinnusmiðjum um það. Ég er einnig búinn að stýra nokkrum verkefnum. HW Ég tók þessa ákvörðun svolítið út í bláinn. Ég vildi gera eitthvað gagnlegt eftir útskrift úr háskóla, áður en ég færi út á vinnumarkaðinn, og var á höttunum eftir svona tækifærum. Ég valdi SEEDS vegna þess að í mínum augum var Ísland spennandi, nánast framandi staður til þess að heimsækja og búa á. Einn vinur minn hafði líka verið líka verið sjálfboðaliði hjá SEEDS og mælti með því. FS

Becoming a volunteer is a great opportunity to give back to the community, create a vision based on intercultural understanding and exchange, and have fun while doing it. SEEDS Iceland was founded in 2005 and is a non-profit NGO, a non-governmental organization, that relies on volunteers from all around the world. Its main focus is to promote and raise awareness of environmental, social, and cultural projects in Iceland. SEEDS coordinates a network of volunteers and other crucial partners, including local authorities, communities, and other associations. In addition, some of their long-term projects are supported by the Youth in Action and Lifelong Learning programs of the European Commission. According to their website, in 2015, SEEDS organized about 140 projects located in every corner of Iceland. They hosted over 1200 international volunteers from 50 different countries, performing over 75,000 hours of valuable volunteer work. Since 2010, SEEDS has also sent over 100 Icelanders to help with projects around the world. I had the opportunity of mentoring two SEEDS volunteers for the year 2020-2021, Hella Wagner and Michał Grabowski, who agreed to speak with me about their experiences in Iceland. FS W hy did you choose to volunteer for SEEDS Iceland? MG I liked the idea of being a world camp leader. A world camp is a sort of small project we hold when other volunteers arrive [that involves] sessions about the environment and some activities such as trash hunting and beach cleaning and also organizing some excursions around the country. I also considered the topic of the environment important, since I had already taken part in a few workshops about it. I have been leading some of the projects here. HW My decision was a bit random. I wanted to do something useful after finishing university before jumping into a real-life job, so I was looking for opportunities like this. The reason I chose SEEDS is that Iceland seemed an interesting, almost exotic place to visit and live. Also, one of my friends was a volunteer for SEEDS and she recommended it to me. FS W hat were your main tasks as volunteers? MG Sharing knowledge, mostly through online camps. HW The few times we organized physical camps we also participated in beach clean-ups with the Blue Army. In autumn, we also went to plant trees with the forest association. We did trash hunting after New Year’s Eve, collecting [debris from] the fireworks. We helped out with the Red Cross, selling clothes in their shops and also sorting clothes in the warehouse. MG We [also] get bread and pastries from bakeries that they did not sell throughout the day. Basically dumpster diving, without the diving.

45


STÚDENTABLAÐIÐ FS

FS Is there any sustainable life-hack that you learned

MG Að

during your time with SEEDS? HW We learned how to plant trees, which might come in handy some day. I think I know more about how to separate trash now. I did it back at home before, but I was less aware of how to do it correctly. I just realize now after all these eco-friendly workshops that I had been throwing some things in the wrong bins. I also learned some DIY cosmetics recipes from fellow volunteers. We had our own little plants on the windows here. We were trying to grow some herbs like parsley, and we actually ended up growing up a small carrot accidentally [laughs]. MG We acquired more skills and knowledge by listening to other volunteers’ presentations and doing research for our presentations. I don’t really have any particular life-hack, I just learned more about the topic itself.

Hver voru ykkar helstu verkefni sem sjálfboðaliðar? miðla þekkingu, mestmegnis í gegnum stafrænar búðir (e. online camps). HW Í þau örfáu skipti sem við skipulögðum búðir í raunheimum tókum við einnig þátt í því að þrífa strandir með Bláa hernum. Um haustið gróðursettum við tré með Skógræktarfélaginu. Við plokkuðum líka rusl eftir gamlárskvöld, týndum upp eftir flugeldana. Við hjálpuðum Rauða krossinum að selja föt í verslunum þeirra og flokkuðum þau í vöruhúsinu. MG Við sóttum líka afgangs brauð og bakkelsi í lok dags hjá bakaríum, það var eiginlega eins og gámagrams án gramsins. Lærðuð þið einhver sjálfbær úrræði þegar þið voruð sjálfboðaliðar? lærðum að gróðursetja tré, það gæti komið sér vel einn daginn. Ég hugsa meira um það hvernig ég flokka rusl núna. Ég gerði það áður en ég kom, en ég var minna meðvituð um hvernig ætti að fara rétt að því. Ég átta mig fyrst núna á því, eftir að hafa mætt á allar þessar umhverfisvænu vinnusmiðjur, að ég var búin að henda sumu rusli í vitlausar tunnur. Ég lærði líka að búa til heimagerðar snyrtivörur hjá öðrum sjálfboðaliðum. Við vorum öll með okkar eigin plöntur í gluggunum. Við vorum að reyna að rækta kryddjurtir á borð við steinselju, en enduðum óvart á því að rækta litla gulrót [hlær]. MG Við öðluðumst meiri hæfni og þekkingu með því að hlusta á kynningar annarra sjálfboðaliða og með því að útbúa okkar eigin kynningar. Ég er ekki beint með neitt „life-hack“, ég lærði bara meira um viðfangsefnið sjálft. FS

HW Við

Hvaða minningar standa upp úr þessari upplifun? sem stendur upp úr er að verða það náinn öðrum sjálfboðaliðum að þið sitjið öll saman í þægilegri þögn, áhyggjulaus. Það er engin pressa til að gera neitt. Við getum setið og horft á myndband af arineldi, öll róleg og full af öryggiskennd. HW Ég get eiginlega engu við þetta bætt. Það er allt þetta litla, sem erfitt er að benda á og ramma inn. Auðvitað var útsýnið í sumum ferðunum svo fallegt að ég hugsaði með mér að ég myndi aldrei gleyma því, en þessi litlu hangs hafa staðið upp úr. Félagslega hlið sjálfboðastarfsins var ríkjandi á meðan þessari dvöl stóð. FS

MG Það

Viljið þið bæta einhverju við? MG Með því að taka þátt í SEEDS og vinna að sjálfbærni kynnistu fullt af stórkostlegu fólki, sem ég mæli sterklega með! HW Ég er sammála því. Þar sem ég fer mjög fljótlega var ég að kveðja í dag. Ég er mjög þakklát fyrir þetta tækifæri og mér finnst það hafa verið góð leið til þess að þroskast sem manneskja. FS

FS W hat are the best memories you have from this

experience? MG The best moments are when you are so close to the other volunteers that you sit all together comfortably in silence and without any worries. You don’t feel the pressure to do anything. Sometimes we are just watching a fireplace video and everyone feels safe and at ease. HW There’s hardly anything I could add about it. These small things are hard to pinpoint and frame. Of course, sometimes we went on excursions and I saw a beautiful view I thought I would remember forever. But the simple hanging-out moments have been the best. The social part of volunteering has been very present during our time here. FS Do you have anything to add? MG Getting involved with SEEDS and working towards sustainability equals meeting loads of amazing people, which I strongly recommend! HW I stand behind that. Since I am leaving very soon, I have said my last goodbyes today. I am very grateful for this opportunity, and I feel like it has been a good chance to grow as a person.

Pistlar frá ritfærninemum Næstu þrjár greinar voru unnar í samstarfi við ­námskeið í ritfærni við ­Íslensku- og Menningardeild. ­Védís ­Ragnheiðardóttir kennir ­námskeiðið.

The next three articles were a collaboration with the students of Védís Ragnheiðardóttir’s writing skills class in the Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies.

46


THE STUDENT PAPER

Hótel Jörð

GREIN ARTICLE Sunna Dís Jensdóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers

Hotel Earth

„Þegar ég sá ömmu þína fyrst var hún fallegasta kona sem ég hafði séð,“ sagði afi við mig í eldhúsinu á Brekkubraut þegar hann rifjaði upp Síldarævintýrið á Sigló. „Þegar ég elti hana hingað á Akranes átti ég ekkert nema fötin sem ég stóð í og fyrstu vikuna var enga vinnu að fá,“ sagði hann um leið og hann setti í brýrnar og horfði á spilin í höndum sér. „En ég var nú aldeilis heppinn að fá vinnu í sementinu, enda launaði ég það vel. Á fjörutíu ára starfsferli missti ég einungis tíu daga úr vinnu og þó eignaðist ég þrjú börn á þeim tíma, vann aukavinnu við smíðastörf og byggði mér hús! – Ólsen,“ sagði hann með bros á vör. – Ég var enn þá með þrjú spil á hendi og átti ekki annarra kosta völ en að setja út spaðakónginn. – „Hjartakóngur – Ólsen, ólsen. Sá vinnur sem tapar – sá tapar sem vinnur,“ sagði afi og rétti mér hundrað kall í vinningslaun. Ég horfði brosandi yfir til hans og hlýnaði mér um hjartað. Þótt hár hans hefði hvítnað og bakið örlítið bognað, þótt ég væri þarna nýskriðin yfir tvítugt og fannst ég fullorðin, giltu sömu reglurnar. Unga kynslóðin átti alltaf vinninginn. Tíu ár eru liðin frá samtali okkar afa og tæplega fimm ár frá því hann kvaddi þessa tilvist. Virðing og kátína einkenndi samskipti okkar og var hann iðulega tilbúinn að miðla visku sinni. Með fordæmi sínu kenndi hann mér ótrúlega margt um þakklæti og auðmýkt gagnvart umhverfi mínu og þá elju sem þarf til þess að ná markmiðum sínum. Þetta mátti sjá í öllum hans verkum. Vinna hans hjá Sementsverksmiðju ríkisins varð til þess að hann gat byggt þak yfir höfuð fjölskyldu sinnar og veitt henni gott líf. Verksmiðjan var vin í eyðimörk verkamannsins og sementið sem streymdi frá henni fór til uppbyggingar í landinu. Íslenska sementið leynist í mörgu húsinu þó að í dag sé búið að jafna við jörðu þennan fyrrum vinnustað margra bæjarbúa Akraness. Nú á dögum viljum við ekki hafa slíkan umhverfisskaðvald fyrir augum okkar – í miðju bæjarfélagi – fremur kjósum við að hafa þar fallegt íbúðarhverfi með grænu svæði. Á sama hátt og húsið hans afa varð heimili fjölskyldunnar er jörðin heimili okkar mannfólksins. Og líkt og í tilfelli sementsverksmiðjunnar höfum við lært að koma leyndarmálunum – verksmiðjum, sorpi og

“When I saw your amma for the first time, she was the most beautiful woman I’d ever seen,” said Afi in the kitchen on Brekkubraut as he recalled working in the herring fisheries in Siglufjörður. “I followed her here to Akranes with nothing but the clothes on my back, and there was no work to be found that first week,” he said, furrowing his brow and looking at the cards in his hand. “But I was sure lucky to find work at the cement factory, because it paid well. In my forty-year career, I only missed ten days of work, even though I had three kids, worked other jobs on the side, and built a house during that time! – Olsen,” he said, smiling. With three cards left in my hand, I had no choice but to play the king of spades. “King of hearts – Olsen, Olsen. Losers win and winners lose,” said Afi, handing me a hundred krónur. I smiled at him with warmth in my heart. Although his hair had turned white and his back was slightly bent, and although I had just turned twenty and thought I was a grown-up, the same rules still applied. The younger generation always won. It’s been ten years since that conversation with Afi and almost five years since he passed away. Our interactions were marked by respect and good cheer, and he was always ready to share his wisdom. By his example, he taught me so much about gratitude and humility toward my environment and the diligence needed to reach one’s goals. His work ethic was evident in everything he did. Because of his job at the State Cement Factory, he was able to put a roof over his family’s heads and give them a good life. The factory was an oasis in the worker’s desert, and the cement produced there was poured into developing the country. Icelandic cement is hiding in many a house, though the factory, the former workplace of so many Akranes residents, has been leveled. These days, we don’t want to have something so environmentally destructive right in front of our eyes, in the middle of the community; we prefer to have a lovely residential area with green space there instead. In the same way that Afi’s house became the family’s home, the earth is mankind’s home. And just like in the case of the cement factory, we’ve learned to relegate our secrets – factories, trash, and scrap iron – to the attic and the cellar. We hide our impact on the environment in rooms that we take care to keep closed, rooms where we store pollution, climbing temperatures, rising seas, extreme weather, and forest fires. Natural disasters turn into human tragedies, constantly repeating themselves and growing in size and strength – like zombies in a horror film. The earth is transforming from our home into a house of horrors. Humanity is a character in this powerful house. We deplete its resources and shirk our responsibility to maintain it. The sinks are leaking, the structure is failing, and dirt is piling up. Worn and neglected, the house is crumbling and doing whatever it can to evict its inhabitants. The beauty of nature is turning against us.

47


STÚDENTABLAÐIÐ

brotajárni – fyrir á háloftinu og í kjallaranum. Við hyljum áhrifin sem við höfum á náttúruna í herbergjum sem við vörumst að opna. Þar geymum við mengunina, hækkandi hita, rísandi sæ, ofsaveður og brennandi skóga. Hamfarirnar breytast í tráma mannkynsins sem gengur síendurtekið aftur og vex að stærð og krafti – líkt og afturgöngur hrollvekjunnar. Jörðin breytist úr heimili okkar í óhugnanlegt reimleikahús. Mannkynið er sögupersóna í þessu volduga húsi, við göngum á auðlindir þess og sinnum ekki viðhaldinu. Vaskarnir leka, burðarvirkið skelfur og óhreinindin safnast upp. Húsið grotnar undan hirðuleysinu og áganginum og grípur til allra ráða til að losa sig við íbúana. Fegurð náttúrunnar snýst gegn okkur. Fyrirbæri úr náttúrunni þóttu mér nærtækust til að túlka fegurð barna minna þegar kom að því að gefa þeim nöfn. Ísarr Myrkvi vísar í glitrandi jökulinn og sólmyrkvann sem ekki er hægt að líta berum augum. Eldey Rán vísar í lífskraftinn sem felst annars vegar í sköpun landsins undir fótum okkar og hins vegar hafsins sem tekur við. Þegar ég horfi í augu þeirra finn ég fyrir djúpri ást og á sama tíma sektarkennd. Heimurinn sem ég skil eftir fyrir þau og börnin þeirra er ekki sá sami og ég fæddist inn í – og alls ekki sá sami og langafi þeirra fæddist inn í. Á þeirra tíma mun áður ósigrandi ísinn hverfa og verða einn með voldugu hafinu sem fer ránshendi um heiminn um leið og það eykst í vexti. Eldeyjar munu sökkva og heimili tapast á meðan myrkrar halda sínum takti og fylgjast með hamförum mannanna. Afturgöngur náttúrunnar munu ásækja okkur mannfólkið á meðan við erum ekki tilbúin að horfast í augu við þær. Til þess að friða þær þurfum við að öðlast þakklæti og auðmýkt gagnvart híbýlum okkar. Ef við ætlum að vinna okkur í gegnum trámað þörfnumst við elju til að stoppa lekann, styrkja burðarvirkið og hreinsa upp óhreinindin. Nýtum reynslu fyrri kynslóða til að veita þeirri ungu vinninginn. Á meðan afneitunin ríkir hafa reimleikarnir yfirhöndina og sá tapar sem vinnur og sá tapar sem tapar.

Auðvald óprúttinna aðila GREIN ARTICLE Flóki Larsen ÞÝÐING TRANSLATION Stefán Ingvar Vigfússon

Crooked Capitalism

When it came time to name my children, I thought drawing on natural phenomena was the most obvious way to convey their beauty. Ísarr Myrkvi conjures images of glittering glaciers and solar eclipses that cannot be glimpsed with the naked eye. Eldey Rán communicates the powerful forces shaping the earth beneath our feet and the sea that surrounds us. When I look into their eyes, I simultaneously feel a deep love and a sense of guilt. The world I’m leaving behind for them and their children is not the same world into which I was born – and certainly not the same world into which their great-grandfather was born. In their lifetimes, ice that once seemed invincible will disappear, becoming one with the powerful sea, which will wreak havoc on the earth as it swells. Islands will sink into the sea and homes will be lost while the planets continue in their orbit, observing the catastrophe from afar. These zombies of the natural world will continue to roam and terrorize humanity as long as we remain unprepared to face them head-on. To put them to rest, we must learn to regard our home with a spirit of gratitude and humility. If we want to work through the trauma, we must work diligently to stop the leak, reinforce the structural framework, and clean up the mess. Let’s use the experience of previous generations to give the next generation the victory. As long as we remain in denial, the zombies have the upper hand, and everyone loses.

Sometimes shipping companies throw their ships away in the Indian Ocean. The company sells a used ship to a third party that specializes in discarding it in a cost-effective manner. The buyer promises to take full responsibility for the action, thus absolving the seller of any wrongdoing. When the ship is chopped to pieces in India, it has been sold twice. The media sometimes catches wind of this practice. That is really unfortunate. There are many indications that there are better ways to dispose of these prized stallions after they’ve fulfilled their service to Queen and country. There are, for instance, organizations whose sole purpose is drawing attention to this issue. Perhaps it might be better if these cargo ships' final journeys took them to the shores of more developed nations, where someone could vouch for the quality of the work being done. The media might point out the fact that the people working in the ship-graveyard do

48


THE STUDENT PAPER

Það kemur fyrir að skipaflutningafyrirtæki lenda í því að henda skipum sínum í ruslið í Indlandshafi. Fyrirtækið selur fullnýtta skipið til þriðja aðila sem sérhæfir sig í því að áframhenda skipinu þannig að það kosti ekki mikið. Kaupandinn lofar að taka ábyrgð á framkvæmdinni og þar með er syndaaflausnin veitt. Þegar skipið er bútað niður í Indlandi hefur það verið selt í tvígang. Fjölmiðlar fá stundum veður af slíkri framkvæmd. Það er hið óheppilegasta mál. Margt bendir til þess til séu betri ruslakistur fyrir góðhestana sem hafa lokið þjónustu sinni við land og þjóð. Til dæmis samtök nokkur sem hafa þann eina tilgang að vekja athygli á þessu tiltekna málefni. Ef til vill væri betra ef síðasta ferð flutningaskipanna væri farin til þróaðri landa, þar sem einhver vottar fyrir ágæti starfseminnar. Fjölmiðlar kunna að benda á þá staðreynd að fólkið sem starfar í skipakirkjugarðinum vinni við miður góðar aðstæður. Og þá staðreynd að umhverfissjónarmiðin séu líklega ekki í hávegum höfð á ströndum Indlands. ,,Það vorum ekki við sem seldum skipið til niðurrifs í þriðja heiminum, þar sem fátæklingar stikna úr hita og slasa sig við að búta skipið í sundur.“ Segja fígúrur fyrirtækisins. ,,Vissuð þið ekki hvert skipið myndi fara að sölu lokinni?“ Spyr fréttamaðurinn. ,,Jú en það var hann sem ginnti okkur til þess. Bendið á milligöngumanninn, hann keypti jú skipið. Við áttum ekkert í því þegar þeir rifu það í sundur. Hann freistar fátæka fólksins og borgar þeim peningana til þess að menga land og sjó.“ Gott og vel segja samtök fyrirtækja um samfélagslega ábyrgð. Þau eru ekki stofnuð til þess að fylgjast með vafasömum aðgerðum fyrirtækja, heldur til þess að taka við peningum frá þeim gegn því að fyrirtækin lofi að haga sér vel. Nefndin skilur hversu grunnhyggin fyrirtæki eyjaskeggja geta verið. Það er hinn alþjóðlegi milligöngumaður sem er vondur. Við Íslendingar erum umhverfisvæn þjóð með umhverfisvænt atvinnulíf. Þetta var bara óvart. Skipaflutningafyrirtækið fær aðeins viðvörun og er áfram fyrirmyndarfyrirtæki í íslensku atvinnulífi. Það er beinlínis ómögulegt að Íslendingar standi í svona löguðu braski. Við erum umhverfisvænasta þjóð í heiminum. Raunar erum svo umhverfisvæn að hingað kemur erlend stóriðja til þess að framleiða ál með grænni orku. Við erum svo umhverfisvæn að erlend kolabrennsluog kjarnorkuver kaupa af okkur upprunavottorð fyrir grænu orkunni. Þar með eru þau orðin umhverfisvæn kolabrennslu- og kjarnorkuver. Með því að millifæra peninga til íslenskra orkufyrirtækja verður vond orka góð orka, á pappír að minnsta kosti. Einhver kann að færa rök fyrir því að þetta sé tvískinnungur. Getur stóriðjan þá ekki montað sig af því að nota græna orku lengur? Jú auðvitað, það geta allir sem hingað koma séð að hérna eru hvorki kjarnorkuver né kolabrennsla. Það stenst því ekki skoðun að á Íslandi sé álið framleitt með rafmagni sem verður til úr kola- og kjarnorku. Það er vitleysa. Við erum umhverfisvæn. Markmið okkar er að græða sem mest á okkar grænu ímynd. Best er að bæði halda henni og sleppa. Við stöndumst ekki freistinguna frekar en skiparuslakallarnir í Indlandi. Það er ekki nema von að ætlast til þess að við fúlsum við peningum. Tilboðið er einfaldlega of gott til þess að taka því ekki. En til þess að dæmi gangi verður að tileinka sér ákveðið hugarfar. Þegar eitthvað fer úrskeiðis í umhverfismálum á Íslandi er það iðulega fólki í útlöndunum að kenna. Við erum lítil og krúttleg og eigum ekki roð í stórlaxana erlendis. Við kunnum ekki annað en að vera umhverfisvæn. Alþjóðlega peningavaldið notfærir sér það. Það vorum ekki við sem ginntum Indverjana heldur mennirnir í útlöndum. Íslenska atvinnulífið er alveg ótrúlega smátt í stóra samhenginu. Við erum bara peð í skák hins alþjóðlega auðvalds.

AUÐVALD ÓPRÚTTINNA AÐILA CROOKED CAPITALISM

not, sorry to say, work under good conditions. And that environmental issues might not top the list of priorities on the coast of India. “We didn’t sell the ship to be torn down in the third world, where poor people fry in the sun and injure themselves while taking the ship apart,” say the company figureheads. “Didn’t you know where the ship would end up after you sold it?” asks the reporter. “Yes, but he seduced us. It’s the middleman's fault. He’s the one who bought the ship, after all. We had nothing to do with it when they tore it apart. He entices the poor people and pays them to pollute land and sea.” That’s all well and good, say corporate social responsibility organizations. They aren't here to monitor companies' shady dealings, they’re here to accept money from companies that promise to behave themselves. The committee understands how simple companies belonging to islandfolks can be. The international middleman is the evil one. We Icelanders are environmentally friendly people. The wheels of our economy are powered sustainably. It was just an accident. The shipping company gets a slap on wrist and maintains its status as a model company in the Icelandic business world. There’s just no way that Icelanders would do such a thing. We are the most eco-friendly nation in the world. So eco-friendly, in fact, that international heavy industry comes here to produce aluminum using green energy. So eco-friendly that international coal-fired power stations and nuclear power plants buy certificates of origin from us for green energy, thus becoming eco-friendly coal-fired power stations and nuclear power plants. By wiring money to Icelandic energy producers, bad energy becomes good energy, at least on paper. Some might say this is dishonest. Can heavy industry no longer tout their use of green energy? Of course they can; anyone who comes to Iceland can see that we have no coal-fired power stations or nuclear power plants. It just doesn’t make sense to say that in Iceland, aluminum is produced using coal or nuclear energy. That’s nonsense. We’re eco-friendly. Our goal is to profit as much as possible from our green image. It’s best to have our cake and eat it too. We can’t handle the temptation, just like the ship-breakers in India. You can’t expect us to turn down money. The offer is simply too good to refuse. You just need to have the right attitude to make it work. Environmentally speaking, when something goes wrong in Iceland, it’s usually people abroad who are to blame. We’re so small and so cute, and we don’t stand a chance against the big fish abroad. Being green is all we know. International capitalist powers that be use that to their advantage. We didn’t dupe the people in India, the foreigners did. The Icelandic economy is so tiny in the big picture. We’re just pawns in international capitalism’s game of chess.

49


STÚDENTABLAÐIÐ

Framtíðin: feig eða frábær?

GREIN ARTICLE Ágúst Guðnason ÞÝÐING TRANSLATION Hólmfríður María Bjarnardóttir

The Future: Ill-fated or Fabulous? Rétt eins og breska nýlenduveldið um miðja síðustu öld er loftslag heimsins á niðurleið. En ólíkt falli nýlenduveldisins þýðir niðurferð loftslagsins ekki að tugir þjóða fái frelsi undan drottnara sínum, heldur markar hún endi þess heims sem við þekkjum. Vísindamenn reyna að kynda undir vonarglætu sem orðið gæti að báli sem brennir þau vandamál er ógna komandi framtíð. Okkur er annars vegar sagt að ekki sé of seint að bregðast við – að við getum bjargað málunum. Ef við bara flokkum meira, kaupum rafbíl, drekkum bara kranavatn og hættum að nota plast þá verður allt í lagi og heimurinn verður kominn aftur í eðlilegt horf fyrir jól. Hins vegar staðhæfa sumir vísindamenn orðið sé of seint að snúa breytingunum við, að þær séu við það að skella á, þá getum við allt eins fest sætisbeltin og beðið í aftursætinu eftir að við getum flutt búsetu okkar á Mars og hafið sama ferli á nýjan leik. Í eyrum glymja viðvaranir um feigð heimsins sem við þekkjum. Ef sá heimur er feigur og staðan vonlaus, er þá einhver tilgangur í aðgerðum? Ætti ég ekki bara að tilla mér á sófann og bíða eftir endinum? Erum við kannski komin langleiðina yfir Akkeron nú þegar eftir að hafa greitt ferjumanninum með framtíð komandi kynslóða? Þessar spurningar þræða hugann og skapa afvelta áttu sem aldrei hættir að plaga mig. Sama hversu oft ég varpa þessum spurningum fram sit ég ekki uppi með svör og von í brjósti, heldur einungis svartsýni og vonleysi. Ef ástand heimsins væri líkt og brotinn vasi sem hægt væri að laga með bræddu gulli og stilla upp sem minnisvarða um mistök fortíðar þá væri hið rétta í stöðunni að gera allt sem við mögulega getum. Í fréttum er fjallað um ásetning Evrópusambandsins að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og í kaupauka berast fregnir af því að öll orka Íslands geti mögulega orðið „græn“ um svipað leyti og landið þar af leiðandi orðið óháð jarðefnaeldsneytum. Þrátt fyrir vonarneistann sem þessar fréttir kunna að kveikja þá virðist umfjöllun landans varðandi þessi málefni, sérstaklega á samfélagsmiðlum, ekkert boða nema böl og leggja áherslu á hverja einustu neikvæðu hlið frétta sem annars ættu að tendra vonarneista í hjarta okkar. Hvað á að gera við ónýtu rafhlöðurnar? Er ekki miklu betra að kaupa notaða bíla en rafbíla? Það er ekkert varið í þessa rafbíla, þeir eru algjört drasl! Af hverju ætti ég að hætta að keyra þegar flugvélarnar menga miklu meira? Sú ímynd er gefin að samfélagið sé samstillt um að skjóta niður hverja einustu tilraun til breytinga og tillögur sérfræðinga. Neikvætt viðhorf gagnvart breytingum jafnt sem neitun á áliti sérfræðinga og rannsókna getur auðveldlega smitað út frá sér, en það sést á öllum sviðum samfélagsins hvort sem varðar bólusetningar, grímunotkun, lögun jarðarinnar eða loftslagsmál. Hvort sem einstaklingar deili þessum viðhorfum eða ekki þá á dropinn það til að hola jafn-

Much like the British Empire in the middle of the last century, the world’s climate is declining. But unlike the fall of the Empire, the decline of the climate does not mean that dozens of nations will be freed from their rulers, but instead marks the end of the world as we know it. Scientists are trying to ignite a glimmer of hope that could start a fire to hopefully burn away the problems that threaten the future. On the one hand, we’re told that it’s not too late to act – that we can still save the day. If we just sort more trash, buy electric cars, only drink tap water, and stop using plastic, then everything will be fine and the world will be back to normal before Christmas. However, some scientists claim it’s too late to reverse the changes, and that their impact is imminent. So we might as well fasten our seat belts and wait in the backseat until we can move to Mars to start the same process again. Warnings about the world’s imminent death echo in our ears. If the world is doomed and the situation is hopeless, is there any point in taking action? Shouldn’t I just sit on the couch and wait for the end? Are we perhaps already halfway across the river Styx, having paid the ferryman with the futures of the generations to come? These questions twist around in my mind in an infinite loop that never stops bothering me. No matter how many times I ask these questions, I can’t seem to find answers or hope in my heart, only pessimism and despair. If the world's condition were like that of a broken vase, it could be fixed with molten gold and showcased as a monument of the mistakes of the past. Then the right course of action would be to do everything we possibly could. On the news, we hear about the European Union's intention to achieve carbon neutrality by 2050, and as an added bonus we hear reports that all of Iceland's energy could potentially become “green” around the same time, relieving the country of dependency on fossil fuels. Despite the glimmer of hope that this news brings, the country's coverage of these issues, especially on social media, seems to be nothing but a scourge, emphasizing the negative side of each story that should otherwise ignite a spark of hope in our hearts. What should we do with dead batteries? Isn't it much better to buy used cars than electric cars? These electric cars are rubbish! Why should I stop driving when airplanes pollute so much more? The picture that’s painted is one of a community working together to shoot down every expert proposal and every attempt to change. Negative attitudes towards change, as well as anti-intellectualism, which impacts people’s views on research and expert opinions, can easily spread. This can be seen in all areas of society, whether in terms of vaccinations, masks, the shape of the earth, or climate issues. Whether someone shares these beliefs from the beginning or not, much rain can wear even the hardest marble. Every morning I greet the milkman as he brings me bottles full of hopelessness and uncertainty, and I, being a relentless source of choice anxiety - gulp down every drop.

50


THE STUDENT PAPER

vel hinn harðasta stein. Í dyrunum hvern einasta morgun stendur Bjössi á mjólkurbílnum með flöskur fullar af vonleysi og óvissu og ég, verandi linnulaus uppspretta valkvíða – þamba innihaldið til síðasta dropa. Kannski er okkur ekki treystandi til þess að laga heiminn, enda gerum við mörg hver bara algjört lágmark þess sem farið er fram á, bara það litla sem þarf til þess að fylgja þeim kröfum sem á okkur eru settar. Það er líkt og við látum okkur þetta ekki varða nema yfir okkur sé haldið refsingum og sektum. Ef almenningur væri ekki skikkaður til þess að flokka rusl dreg ég stórlega í efa að það yrði gert í miklum mæli. Við gerum einfaldlega fátt í þessum málum án þess að okkur sé skipað að gera það. Jarðefnaeldsneytis notkun er stór hluti loftslagsmengunar en þó er ekki jafn mikil fækkun á bensín og dísilbílum á götum landsins og ákjósanlegt væri. Og ef bílarnir eru vandamál sökum eldsneytisnotkunar þá eru flugvélar jafn stórt, ef ekki stærra, vandamál, en samt viljum við fara sem oftast til útlanda til þess að geta setið í sólinni og drukkið kokteila eða bjór. Mér þykir að sú lausn sem líklegust er til að skila árangri vera einmitt það eina sem hvetur almenning til dáða, að skikka fólk til. Hvort sem það felist í því að hækka sektir við því að skilja rusl eftir á víðavangi eða takmarka fjölda flugferða sem hver einstaklingur fær að fara í á hverju ári. Hvað sem þarf til að lágmarka þann skaða sem tilvera okkar hefur valdið er það sem gera þarf í stöðunni. Við sem einstaklingar erum alfarið ekki að fara að gera það sem þarf til þess að kalla fram raunverulegar breytingar fyrr en það er of seint. Við viljum öll að heimurinn lifi af og það liggur í augum uppi að við þörfnumst ekki leiðbeininga, við þörfnumst fyrirmæla.

Úr þægindaramma til útgáfu Moving From the Comfort Zone to Publication

GREIN ARTICLE Sam Patrick O’Donnell ÞÝÐING TRANSLATION Hólmfríður María Bjarnardóttir MYND PHOTO ← Lárus Sigurðarson

Á Þrykk er námskeið sem er frekar ólíkt öðrum í skapandi skrifum. Námskeiðið er samstarf ritlistarnema og nema í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu þar sem unnið er að smásagnasafni sem er svo gefið út á bók. Ár hvert kjósa nemendur um titil, hönnun og þema bókarinnar. Að þessu sinni ber bókin heitið Þægindarammagerðin. Þema hennar er spor, sem getur þó merkt margt, til að mynda fótspor, slóð eða saumar, það fer allt eftir samhenginu.

Maybe we can’t be trusted to fix the world. Many of us only do the bare minimum of what is required, only to meet the demands already placed on us. It’s as if we don’t care unless we’re being threatened with punishment and fines. If people weren’t ordered to sort garbage, I highly doubt it would be done on a large scale. We simply don’t act on these issues if not instructed to do so. The use of fossil fuels is responsible for a large part of climate pollution and yet there hasn’t been much reduction in petrol and diesel cars. And if cars are a problem due to their fuel consumption, then the problem with airplanes is as big, if not bigger. Still, we want to go abroad as often as possible so we can bask in the sun while drinking cocktails or beer. I think the solution that is most likely to be effective is to give people orders and rules, whether that means increasing fines for littering or limiting the number of flights one person can take each year. We must do whatever is needed to minimize the damage that our existence has caused. We as individuals are never going to do what is necessary to bring about real change until it is too late. We all want the world to survive and it is obvious that we do not need guidance, we need instructions.

“Á Þrykk” (“In Print” in English) is a class unlike most creative writing courses. It is a collaboration between creative writing students and editing students, which results in a published book of short stories. The class votes on the title, design, and theme of the book every year. This year, the book is called Þægindarammagerðin, which translates to The Comfort Zone Factory. The theme of the stories is spor, which can mean footprints, a path through life, or stitches, depending on the context. THE ANTICIPATION OF SOMETHING NEW

The course has been a requirement for all students pursuing a Master’s in Creative Writing since the inception of the degree. “I didn’t actually know it was a required course,” says one student, Birna Hjaltadóttir, “but it’s a course that, at least for me, I wanted to take because of the aspect of working with an editor instead of just reading stuff from each other, because we do that a lot in creative writing. But it’s different to get feedback from an editor than from other creative writers.” Some of the writing students have been published, but most have not. “For some of us, it’s the first time working with editors,” Birna says. In addition to the anticipation of working with an editor, there is the anticipation of being published. “We’re beginners in that field,” another student, Númi Arnarson, says. Neither Birna nor Númi has been published before this class. “So it’s very important for us to do well so that in the

51


STÚDENTABLAÐIÐ

EFTIRVÆNTING EFTIR EINHVERJU NÝJU Þetta hefur verið skyldunámskeið hjá meistaranemum í ritlist frá upphafi. „Ég vissi reyndar ekki að þetta væri skyldunámskeið,“ segir Birna Hjaltadóttir, nemandi í ritlist, og bætir við: „en þetta er námskeið sem ég vildi taka til að fá tækifæri til þess að vinna með ritstjóra í stað þess að fara bara yfir efni hvert frá öðru, því við gerum mikið af því í ritlistinni. Það er allt annað að fá endurgjöf frá ritstjóra en öðrum rithöfundum.“ Fáeinir ritlistarnemanna hafa gefið efni út áður en þó fæstir. „Þetta er í fyrsta sinn sem einhver okkar vinna með ritstjórum,“ segir Birna. Auk þess að bíða eftir því að vinna með ritstjóra með eftirvæntingu finna nemarnir líka fyrir töluverðum spenningi fyrir því að verða útgefnir rithöfundar. „Við erum byrjendur á þessu sviði,“ segir annar nemandi, Númi Arnarson. Hvorki Birna né Númi hafa áður gefið út efni. „Og þess vegna er mjög mikilvægt að við stöndum okkur vel svo fólk kaupi verkin okkar í framtíðinni,“ bætir Birna við og hlær. „Ef þessar smásögur eru lélegar eigum við ekki séns.“ ÞÚ VERÐUR BARA AÐ SETJAST NIÐUR OG SKRIFA Þó svo að þau hafi ekki gefið neitt út áður hafa bæði Birna og Númi skrifað í dágóðan tíma. Númi hefur verið að „í mörg ár, en ekki stanslaust eins og ég vinni við það. Ég geri það bara í sirka hálftíma á dag,“ segir hann og bætir við að hann hafi byrjað að skrifa með því að halda dagbók. „Ég hélt dagbók í mörg ár. Og eftir að hafa skrifað út daginn minn svo vikum skipti byrjaði ég að skrifa eitthvað heimskulegt og skapandi inn á milli og svo vatt það upp á sig.“ Skapandi ferli Núma er mjög skipulagt. „Ef þú ert alltaf að bíða eftir að andinn grípi þig og að þú fáir innblástur þá mun ekkert gerast. Í mínu tilfelli virkar þetta þannig að ég sest niður og skrifa og sé hvað kemur úr því. Sumt af því er nothæft en annað ekki.“ Reynsla Birnu er svipuð en hún játar þó að vera meiri byrjandi. „[Ég skrifa] ekki eins reglulega,“ segir hún. „Stundum tekur lífið stjórnina. Börn og alvöru starf,“ segir hún og hlær. „Ég er bara að stíga mín fyrstu skref sem rithöfundur, þannig ég er enn að finna út hvernig er best að fara að hlutunum. En margt á sér stað í höfðinu áður en ég sest niður, þannig ég þarf að þekkja það ferli. Ég er enn að æfa mig í hlutanum þar sem ég raunverulega sest niður og geri hlutina.“ Sigríður Inga Sigurðardóttir, einn ritstjóranna, er sammála Birnu. „Ég held að þetta sé bara æfing. Ég hef unnið sem blaðamaður í mörg ár … þú verður að setjast niður, byrja á einhverju og á endanum kemur eitthvað úr því.“ HLUTVERK RITSTJÓRANS Sigríður tekur hlutverk sitt sem ritstjóri mjög alvarlega. „Fyrst les ég sögurnar til þess að fá tilfinningu fyrir þeim. Síðan tek ég mjög djúpan lestur. Síðan reyni ég að finna út hvort fólk sé með ákveðinn stíl eða hvort það sé ákveðið þema. Stuttar eða langar setningar, eitthvað slíkt,“ segir hún. „Eftir það skoða ég málfræðina og athuga hvort staðreyndirnar séu réttar.“ Ritstjórar hjálpa höfundunum líka að sjá hversu raunhæf skrif þeirra eru. „Þau gefa okkur ábendingar,“ segir Birna. Ef að barn myndi til að mynda ekki orða eitthvað á einhvern ákveðinn hátt gæti ritstjóri bent á það. „Ég er alltaf að bíða eftir að þau segi kannski ‘þetta er rusl, vinsamlegast reyndu aftur seinna,’ en enginn gerir það,“ segir hún að lokum með bros á vör. Sigríður fullyrðir að hún myndi aldrei segja höfundi að henni líki ekki við söguna hans. Hún vill gefa höfundum uppbyggilegar athugasemdir frekar en neikvæðar. „Mér finnst þú þurfa að bera virðingu fyrir því að fólk sé að skrifa … Fólk hefur mismunandi skoðanir. Ég er bara að reyna að gera textann betri.“ Það er ekki búið að negla niður útgáfudag að svo stöddu, þó svo að hópurinn vonist til þess að bókin komi út fyrir miðjan maí. Fylgist með!

ÚR ÞÆGINDARAMMA TIL ÚTGÁFU MOVING FROM THE COMFORT ZONE TO PUBLICATION

future people will buy our stuff,” Birna adds with a laugh. “If these short stories are bad, we’re screwed from the beginning.” YOU JUST GOTTA SIT DOWN AND WRITE

Although they have not been published before, both Birna and Númi have been writing for a while. Númi has been at it “for many years, but not constantly like it’s my job. I just do it for like half an hour each day,” he says, adding that he began writing by keeping a journal. “For many years I kept diaries. And after saying all the things I did during the day for so many weeks, I started to write some stupid stuff and the creative in-between, and it just took off from there.” His creative process is very methodical. “If you’re always waiting for the spirit to come to you, to get inspiration, nothing will happen. In my case, I just sit down and write and see what comes out. Some of it is usable, and some of it is not.” Birna’s experience is similar, although she admits to being closer to the beginning of her writing career. “Maybe more on and off,” she says. “Life takes over sometimes. Kids and a real job,” she laughs. “For me, I’m just on the beginning of my path as a writer, so I’m still working on the best way to get things done. But a lot of things happen in my head until I sit down, so I have had to recognize that process. I still have to practice the ‘sitting down and actually doing stuff’ part.” Sigríður Inga Sigurðardóttir, one of the editors, agrees. “I think it’s just practice. I have been working as a journalist for many years… you have to sit down, start something, and something comes out of it.” THE ROLE OF THE EDITOR

Sigríður takes her role as an editor very seriously. “First I read the stories to get a first impression. Then I read it very deep. Then I try to find out if people have a style or some kind of theme. Short or long sentences, stuff like that,” she says. “Then after that I start to see if the grammar is correct and the facts are right.” The editors also help the writers to see how realistic their writing is. “They give us pointers,” Birna says. If a child wouldn’t say something, for example, an editor would point that out. “I’m always waiting for them to maybe say ‘this is crap, please try again later,’ but nobody ever does that,” she concludes with a smile. Sigríður insists that she would never tell a writer that she hates their story. She gives the authors more positive feedback than negative. “I think you have to respect that people are writing… People have different opinions. I am only trying to make the text better.” At this time, there is no publication date set in stone, although the group hopes to have the book published by the second half of May. Stay tuned!

52


THE STUDENT PAPER

FRÍTT STUÐ FYRIR STÚDENTA! Þú ert aðeins eina mínútu að skipta yfir

Við gefum stúdentum frítt rafmagn í heilan mánuð! Þegar þeim mánuði lýkur tryggjum við þér lægsta raforkuverð sem er í boði hverju sinni. Komdu í stuðið á orkusalan.is/student

UMHVERFISMEÐVITUÐ LIST ENVIRONMENTALLY CONSCIOUS ART

53


STÚDENTABLAÐIÐ

Fantabulous Fan Fiction Þetta er ekki bókmenntaumfjöllun í klassískum skilningi. Þetta er meira eins og viðvörun. Um daginn las ég bók sem var eitthvað það ógeðfelldasta sem ég hef nokkurn tímann upplifað — og ég sá Þorsta eftir Steinda. Bókin heitir Fantabulous Fan Fiction og er eftir Egil Atlason. Ég hef ekki lesið „Fan Fiction“ áður en það snýst greinilega um að gera lítið úr verkum annara höfunda með því að láta sögupersónurnar haga sér eins og fífl. Hinsvegar hættir höfundurinn ekki þar. Strax í formálanum lýsir hann ástaratlotum tveggja sögupersóna úr Harry Potter bókaflokknum. Hann þykist ekki einu sinni vera að tala um einhverja aðra en skýrir þá Happy Popper og Donald Westley. Reyndar skýrir hann allar sögupersónur svona. Höfundurinn virðist vera latur ásamt því að vera pervert. Hann þykist síðan hafa klippt sextíu og níu dónalegustu blaðsíðurnar úr fyrri útgáfu bókarinnar. Ég skoðaði málið aðeins betur og það var aldrei nein fyrri útgáfa. Bókin sjálf er full af skopstælingum sem eru hver annari heimskulegri. Sú versta er líklega þegar hann gerir grín að einu besta bókmenntaverki allra tíma: Hamlet. Þessum manni fannst fyndið að gera grínþátt úr Hamlet. Getið þið ímyndað ykkur? Shakespeare að skrifa grínþætti. Var ég búin að minnast á að bókin er skrifuð eins og kvikmyndahandrit? Hver myndi einu sinni vilja lesa kvikmyndahandrit? Ef þú ætlar þér að vera hrottalegur þá getur þú allavega skrifað venjulegar sögur. Kæri lesandi. Ég bið þig. Ekki lesa þessa bók. Egill Atlason, ef þú ert að lesa þetta: skríddu aftur niður í holuna sem þú komst úr. Ég vona að þú skrifir aldrei framar og ef þú gerir það vona ég að þér vegni illa. Mest af öllu þá vona ég að engin börn lesi skrifin þín.

This is not a book review. It is a public service announcement. Just the other day, I came across some of the most vile material I have seen in my lifetime – and I saw The Passion of the Christ. The book in question is called Fantabulous Fan Fiction. Apparently, Fan Fiction is an attempt to mock the works of other authors by having the characters engage in gratuitous plot lines. But this book goes even further than that. Before it even starts, there is a “Prologue,” (I put prologue in quotation marks because this plotline is never again addressed in the book,) in which the main characters of the Harry Potter series engage in sodomy. The perverted author barely makes a pretence of parody: he names the characters Happy Popper and Donald Westley. This is a theme that runs through the book; it seems he is lazy as well as disgusting. The author then goes on to pretend that he cut sixty-nine of the most offensive pages from the second edition of the book. I checked, and there is no first edition of the book. The main part of the book is a series of parodies of pop culture, each more ridiculous than the next, culminating in a bastardisation of one of the greatest literary works of all time: Hamlet. This guy thought it would be funny to portray Hamlet as a sitcom. Imagine that… Shakespeare writing sitcoms. Did I mention that the book is written as a screenplay? I mean, who would even want to read that? If you’re going to be vile and derivative, you could at least make it easy on the reader and write in a legible format. Dear reader, I am pleading with you. Do not read this book. To the author, Egill Atlason, if you’re reading this: I would like to tell you to crawl back into the hole that you came out of. I hope you never write anything again, and if you do, then I hope it is just as unsuccessful as this book no doubt will be. I sincerely hope that no children come across your work.

– Áhyggjufull móðir

– A concerned mother

GREIN ARTICLE Gabrielė Šatrauskaitė ÞÝÐING TRANSLATION Hólmfríður María Bjarnardóttir

Áskorun: Ein vika, sjö heimildarmyndir The Challenge: One Week, Seven Documentaries

Welcome to the One Week, Seven Documentaries Challenge! How does it work, you ask? It’s easy: you just have to pick one week in your busy student life during which you will watch an environment-related documentary each day of the week. Once you’re done watching each title, you’ll get the satisfaction of ticking that day’s box! (You’ll also learn something new, but that’s just a bonus, right?) The goal here is to educate ourselves on the environment and how to treat our dear home, Earth.

54


THE STUDENT PAPER

Velkomin í áskorunina Ein vika, sjö heimildarmyndir! Ertu að velta fyrir þér hvernig þetta virkar? Það er einfalt: taktu frá eina viku í þínu upptekna stúdentalífi þar sem þú horfir á eina umhverfisheimildarmynd á dag. Eftir áhorf dagsins færðu ánægjuna af því að merkja við hvern kassa. (Þú lærir líka eitthvað nýtt, en það er bara bónus, er það ekki?) Markmiðið með þessu er að mennta okkur um umhverfið og læra hvernig við eigum að hugsa betur um heimilið okkar, jörðina. MÁNUDAGUR MINIMALISM: A Documentary About the Important Things (2015) Við byrjum vikuna á mikilvægi þess að nota færri hluti en eins og minimalístar segja: „Elskaðu fólk. Notaðu hluti. Hið gagnstæða virkar aldrei.“ Þú finnur þessa heimildarmynd á Netflix (IS), Amazon Prime Video, iTunes og VIMEO. ÞRIÐJUDAGUR COWSPIRACY: The Sustainability Secret (2014) Ó, þriðjudagur er fullkominn fyrir Cowspiracy! Heimildarmyndin beinir sjónum að áhrifum landbúnaðar á umhverfið. Þú finnur myndina á Netflix (IS), Amazon Prime Video og á cowspiracy.com. MIÐVIKUDAGUR BEFORE THE FLOOD (2016) Á miðvikudögum horfum við á Leonardo DiCaprio! Því er hér heimildarmynd þar sem hann er bæði sögumaður og framleiðandi. Before the Flood fjallar um hættuna sem stafar af loftslagsbreytingum. Þú finnur myndina á Disney+, Amazon Prime og iTunes. FIMMTUDAGUR CHASING CORAL (2017) Í dag ætlum við að slaka á og njóta þess að horfa á fegurð kóralrifanna, en þeirra einstaka vistkerfi er mikilvægt á svo marga vegu. Kóralrifin eru í hættu, eins og þessi heimildarmynd segir okkur. Þú finnur myndina á Netflix (IS). FÖSTUDAGUR KISS THE GROUND (2020) Við dembum okkur aftur í undirstöðuatriðin á þessum föstudegi. Kiss the Ground fjallar um hvernig einstaklingar geta leyst ýmis vandamál að völdum loftslagsbreytinga með einfaldri lausn – jarðvegi. Þú finnur þessa heimildarmynd á Netflix (IS), VIMEO og ef þú ert í námi geturðu séð myndina frítt á kissthegroundmovie.com/for-schools.

MONDAY

MINIMALISM: A Documentary About the Important Things (2015) We’ll start the week off with the importance of using fewer things, and as the minimalists say, “Love people. Use things. The opposite never works.” You can find this documentary on Netflix (IS), Amazon Prime Video, iTunes, and VIMEO. TUESDAY

COWSPIRACY: The Sustainability Secret (2014) Oh, Tuesday is perfect for Cowspiracy! The documentary focuses on how animal agriculture impacts the environment. You can find it on Netflix (IS), Amazon Prime Video, and at cowspiracy.com. WEDNESDAY

BEFORE THE FLOOD (2016) On Wednesdays, we watch Leonardo DiCaprio! So here’s a documentary that is narrated and produced by our beloved actor. Before the Flood talks about the dangers of climate change. You can find it on Disney+, Amazon Prime Video, and iTunes. THURSDAY

CHASING CORAL (2017) Today, we’re going to relax and watch the beauty of a coral reef, a unique ecosystem that is important for so many reasons. However, coral reefs are in danger, and in this documentary, you’ll find out why. You can find it on Netflix (IS). FRIDAY

KISS THE GROUND (2020) As for Friday fun, we’ll get back to the basics. Kiss the Ground is about how individuals can fix the issues created by climate change with a simple solution – soil. You can find this documentary on Netflix (IS) and VIMEO, and if you’re a student you can watch it for free at kissthegroundmovie.com/ for-schools. SATURDAY

LAUGARDAGUR BLACKFISH (2013) Þetta er alveg að koma! Í dag ætlum við að horfa á heimildarmynd um fræga hvalinn Tilikum og hvernig við mannfólkið komum almennt fram við dýr. Þetta er skylduáhorf sem lætur okkur muna hvers vegna það er óæskilegt að heimsækja garða þar sem dýr eru geymd í litlum búrum! Þú finnur myndina á Netflix (US) og þú getur leigt hana í gegnum Amazon Prime. SUNNUDAGUR

David Attenborough: A LIFE ON OUR PLANET (2020)

BLACKFISH (2013) You’re almost there! Today, we’re going to watch a documentary about the famous whale Tilikum and how humans treat animals overall. A must watch to understand why you should stop visiting parks where animals are locked in small cages! You can find this documentary on Netflix (US) or rent it through Amazon Prime Video. SUNDAY

Vel gert! Nú hefur þú næstum komist í gegnum heila viku og í verðlaun færðu Sir Attenborough! Í þessari mynd fjallar Attenborough um hvernig við mannfólkið höfum áhrif á náttúruna. Þú finnur myndina á Netflix (IS).

David Attenborough: A LIFE ON OUR PLANET (2020) Well done! You’ve come so far, and as a reward, we’re going to finish this week with Sir Attenborough! In this film, Attenborough talks about how humans impact nature. You can find it on Netflix (IS).

ÁSKORUN: EIN VIKA, SJÖ HEIMILDARMYNDIR THE CHALLENGE: ONE WEEK, SEVEN DOCUMENTARIES

55


STÚDENTABLAÐIÐ

Endurnýting: DIY Pappamassaföndur Repurposing: DIY Papier-Mâché Pulp GREIN ARTICLE Unnur Gígja Ingimundardóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYNDIR PHOTOS Sædís Harpa Stefánsdóttir

Endurnýting hefur orðið vinsælli undanfarin ár, fólk kaupir notað eða lætur hluti ganga á milli. Sumir eru mjög góðir í að finna hlutum, sem þjóna tilgangi sínum ekki lengur nýtt líf, til dæmis með því að taka gömul slitin föt eða sængurver og nota í textílsköpun, tuskur eða annað sniðugt. Með því að vera dugleg að endurnýta þurfum við minna að henda sem er betra fyrir plánetuna okkar. Það er orðin skylda á flestum stöðum að flokka rusl, svo minna fer í landfyllingu og nýtist flokkaða ruslið í endurunnar vörur. Það þarf því ekki að framleiða eins mikið af nýjum efnum eins og til dæmis plasti. Með því að takmarka framleiðslu á nýjum efnum minnkum við kolefnisvandann sem skapast við framleiðslu sumra efna og mengunina frá verksmiðjunum. Það verður samt alltaf að vera einhver framleiðsla en það má setja upp umhverfisvænni verksmiðjur þar sem önnur fyrirtæki nota svo það sem skapast frá einni verksmiðju yfir í næstu og ekkert fer til spillis. Ég mæli með að kynna sér Auðlindagarðinn sem gengur út á nákvæmlega þetta en þeirra markmið er að engum auðlindum sé sóað. Sóun er annað vandamál sem má laga að einhverju leyti með endurnýtingu en hún getur verið misjöfn eftir aðilum, því sóun hjá einum getur reynst lífsgæði hjá öðrum. Fyrir eina manneskju skipta falleg föt máli því þau endurspegla persónuleika hennar en öðrum gæti fundist það sóun að eyða í nýjar flíkur. Við þurfum að vera meðvituð um það sem veitir okkur hamingju og ekki sóa í hluti sem veita okkur ekki neitt. Ég mæli með fyrir áhugasama að kíkja á síðu Andrýmis sem geymir fróðleik um sjálfbærni, sóun og endurnýtingu. Mér finnst tilvalið að deila með ykkur uppskrift að DIY verkefni sem samþættir endurnýtingu og sköpun. Þetta er umhverfisvæn og skemmtileg leið til þess að búa til eitthvað nýtt og hentar meðal annars vel í föndur með börnum. Þetta er umhverfisvænni uppskrift að pappamassa eða pappírsleir, þá með hveiti í stað veggfóðurlíms. Það er skrítin lykt af blöndunni á meðan hún er blaut en hún hverfur við þornun. Það má nota þennan blaðaleir bæði til þess að búa til fallega muni en líka nytjavöru eins og skálar. Þegar leirinn er orðinn þurr má svo mála hann. Blandan geymist í loftþéttum umbúðum í ísskáp í 2-3 vikur.

Finding ways to reuse or repurpose things to keep them out of the trash has become more popular in recent years, with people passing unused items on to others or choosing to buy used. Some people are really good at giving new life to old items that no longer serve their purpose, for instance turning worn-out clothes or torn bedding into rags, craft projects, or something else brilliant. Finding ways to reuse means we produce less waste, which is better for our planet. Recycling is mandatory in most places these days, which means less stuff ends up in the landfill and some of our waste is used to make recycled products. As a result, there’s less need to manufacture virgin materials, like plastic. By limiting the production of virgin materials, we reduce pollution from factories and carbon emissions from the production of certain materials. Some amount of manufacturing will always be necessary, but factories can be made more environmentally friendly, so that byproducts from one factory are utilized by other companies and nothing goes to waste. I recommend reading up on the Resource Park (Auðlindagarðurinn), which is based on this concept; their goal is to prevent natural resources from being wasted. Waste is another problem that can be partially solved by reusing things, but it depends on the person; what one person considers wasteful may improve another person’s quality of life. Beautiful clothes may be an important way for one person to express their personality, while someone else may think spending money on new clothes is a waste. We need to be aware of the things that make us happy and not bother with things that don’t. For those who might be interested, I recommend checking out Andrými’s homepage, where you’ll find all sorts of information on sustainability, waste, and reusing. I think it’s appropriate to share instructions for a DIY project that combines reusing and creating. This is a fun and environmentally friendly way to create something new and is also a great craft to do with kids. This is an eco-friendlier recipe for papier-mâché pulp, made with flour instead of wallpaper glue. The mixture has a strange smell when wet that disappears as it dries. You can use this paper pulp to create beautiful works of art as well as practical items like bowls. When the pulp is completely dry, you can paint over it. If stored in an air-tight container in the fridge, the mixture will keep for 2-3 weeks. DIY PAPIER-MÂCHÉ PULP

We recommend using newspapers or magazines that have found their way into your home and giving them new life. I decided to use some recent issues of the Student Paper that I was done reading. Here’s what you’ll need: – Torn-up paper – Hot water – Flour – Salt

56


THE STUDENT PAPER

1 Tear paper into small pieces and place in a bowl. Cover with hot water, making sure all the paper is wet. 2 Let sit overnight. The paper will soften, making it easier to blend into a pulp. 3 Mix well, using your hands or an immersion blender. 4 Squeeze extra water out of the mixture. 5 Add flour and salt (1 part flour to 3 parts paper mixture).

DIY – PAPPAMASSI Við mælum með að nýta þau blöð sem koma inn á heimilið og gefa þeim framhaldslíf. Ég ákvað að endurnýta síðustu tölublöð Stúdentablaðsins eftir lestur og búa til blaðaleir úr þeim.

For those of you who are impatient and can’t wait for the paper to soak overnight, I recommend working the mixture well with your hands – squeezing, stirring, and tearing the paper into smaller pieces in the water. It’s actually kind of fun and calming. When the paper has broken down well and the mixture seems a bit like mud, squeeze out the excess water and add the flour and salt. You have to knead the mixture well until it resembles pulp or modeling clay. You can also use an immersion blender or a hand mixer with dough hook attachments (those spiral things). You can use this pulp to make all sorts of things. For example, you can press it around a bowl or other container to create something with the same shape. I also found lots of fun ideas on Pinterest, like a chandelier, masks, and figurines. Since summer is right around the corner, I decided to make a flowerpot. Hopefully you will enjoy crafting and create a work of art, something practical, or a personal gift.

Það sem þú þarft: – Rifin blöð – Heitt vatn – Hveiti – Salt 1 Tætið blöðin niður og setjið í skál, hellið heitu vatni yfir, passið að allur pappír blotni vel. 2 Geymið yfir nótt. Blandan verður mýkri og því léttara að blanda henni vel saman í leir. 3 Blandið vel með höndunum eða töfrasprota. 4 Kreistið auka vatn úr blöndunni. 5 Bætið hveiti og salti við (hveitið er 1 á móti 3 af pappírsblöndu). Fyrir þau sem eru óþolinmóð og geta ekki geymt pappírinn í bleyti yfir nótt mæli ég með að fikta bara nógu lengi í honum með höndunum; kreista, hræra og rífa blöðin betur niður í vatninu. Það er bæði róandi og svolítið gaman að sulla í þessu. Þegar blandan er orðin leðjuleg er umfram vatn kreist frá og hveiti og salti bætt við. Það þarf að hnoða þetta vel saman svo úr verði leir en einnig má nota töfrasprota eða handþeytara með hnoðaranum á (það eru spíral gaurarnir sem fylgja með). Úr leirnum má svo gera ýmislegt. Sem dæmi má þjappa honum utan um skál eða önnur ílát til þess að herma eftir formi þeirra. Ég fann líka margar skemmtilegar hugmyndir á pinterest eins og ljósakrónu, grímur og fígúrur. Þar sem sumarið er á næsta leiti ákvað ég að gera blómapott. Vonandi skemmtir þú þér vel við föndrið og gerir listaverk, nytjahlut eða persónulega gjöf.

ENDURNÝTING: DIY PAPPAMASSAFÖNDUR REPURPOSING: DIY PAPIER-MÂCHÉ PULP

57


STÚDENTABLAÐIÐ

Vill róttækari aðgerðir í loftlagsmálum GREIN ARTICLE Katla Ársælsdóttir ÞÝÐING TRANSLATION Högna Sól Þorkelsdóttir MYND PHOTO Helga Lind Mar

Wants More Radical Measures to Combat Climate Change

Guðrún Fríða Wium is a 23-year-old political science major and a member of the Student Council’s Transportation and Environmental Affairs (TEA) Committee. The TEA Committee is one of nine committees within the Student Council and handles the school’s environmental issues, including its sustainability policy, planning and transportation issues on campus, and recycling. Additionally, the committee handles the Eco-Schools project, an international environmental education project, side by side with an employee from UI’s Sustainability and Environmental Committee. The committee is made up of two representatives each from Röskva and Vaka, plus one independent representative who is brought in during the fall semester. Guðrún became interested in environmental issues when she started at Hamrahlíð College and became much more aware of the effects of global warming when she met many vegetarians and vegans at the school. This led her to watch documentaries and read about the effect she was having by consuming animal products. CAR-FREE DAY

Guðrún Fríða Wium er 23 ára stjórnmálafræðinemi og situr í Umhverfis- og samgöngunefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Umhverfis- og samgöngunefnd er ein af níu nefndum Stúdentaráðs og sinnir um­ hverfis­málum skólans, þar á meðal sjálfbærnisstefnu HÍ, skipulagsog samgöngumálum háskólasvæðisins og endurvinnslu. Að auki sér nefndin um Grænfána verkefnið, alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni, samhliða starfsmanni Sjálfbærni- og umhverfisnefndar HÍ. Í nefndinni sitja tveir meðlimir úr Röskvu, tveir úr Vöku og einn óháður meðlimur sem er fenginn inn á haustönn. Guðrún byrjaði að hafa áhuga á umhverfismálum eftir að hún hóf nám við menntaskólann við Hamrahlíð og varð mun meðvitaðri um gróðurhúsaáhrif þegar hún kynntist mörgum grænmetisætum og grænkerum í skólanum. Það varð til þess að hún byrjaði að horfa á heimildarmyndir og lesa sér meira til um þau áhrif sem hún var að valda með því að neyta dýraafurða. BÍLLAUSI DAGURINN Vikuna 15.-19. febrúar hélt Umhverfis- og samgöngunefnd Samgönguviku. Með henni vildi nefndin fræða nemendur um hversu mikið samgöngur vega í útreikningum á kolefnisspori einstaklinga. Að auki hélt nefndin Bíllausan dag til þess að hvetja nemendur HÍ til að nýta sér umhverfisvæna samgöngumáta, þá til dæmis með því að ganga, hjóla, línuskauta, taka rafmagnshlaupahjól eða strætó. Þeir sem tóku þátt í Bíllausa deginum gátu sett mynd af sér í Instagram story að nýta einhverja af ofantöldum samgöngumátum og komust þannig í happdrættispott. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa allir viðburðir nefndarinnar á þessu skólaári farið fram á netinu en Guðrún segir að með nýlega breyttum sóttvarnarreglum verði vonandi hægt að halda viðburði í persónu, til dæmis innan veggja háskólans. AÐGERÐARÁÆTLUN SEM ENDURSPEGLAR ALVARLEIKA MÁLSINS Blaðamaður Stúdentablaðsins spyr Guðrúnu hvað henni finnist Háskóli Íslands gera vel þegar kemur að umhverfismálum. Hún segir gott að sjá að eitt af markmiðum Háskóla Íslands, sem kemur fram í stefnu skólans 2016-2021, sé að stuðla að sjálfbærni háskólasamfélagsins. Til þess að ná því markmiði stofnaði háskólinn Sjálfbærni- og umhverfisnefnd sem

From February 15-19, the TEA Committee hosted Transportation Week. In so doing, the committee sought to educate students about how much transportation impacts our individual carbon footprints. The committee also held a Car-free Day to encourage UI students to make use of more environmentally conscious modes of transportation, such as walking, cycling, roller skating, using an electric scooter, or taking the bus. Those who participated in Car-free Day could post pictures of themselves using any of these modes of transportation in their Instagram stories and be entered into a drawing for prizes. All of the committee’s events have been held online this school year due to the coronavirus pandemic, but Guðrún says that with the recent changes to restrictions, she hopes it will be possible to hold in-person events, for example on campus. A PLAN THAT REFLECTS THE SERIOUSNESS OF THE SITUATION

The Student Paper asked Guðrún what she thinks the University of Iceland is doing well with regards to environmental issues. She says it’s good to see that one of the university’s goals, as identified in the school’s strategic plan for 2016-2021, is to encourage sustainability within the university community. To reach that goal, the school founded the Sustainability and Environmental Committee, which has been working on implementing an environmental management system called ISO 14001 as well as the Green Steps Program (Græn Skref). The president of the Student Council’s TEA Committee, currently Urður Einarsdóttir, has a seat on the Sustainability and Environmental Committee. Guðrún was also asked whether she believes the university can do anything better when it comes to environmental issues. She thinks the university needs to take more radical measures that reflect the seriousness of climate change. “The school should

58


THE STUDENT PAPER

hefur verið að vinna að innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis að nafni ISO 14001 og Grænna skrefa en forseti Umhverfis- og samgöngunefndar SHÍ, sem á þessu skólaári er Urður Einarsdóttir, á sæti í nefndinni. Að auki er Guðrún spurð hvort hún telji að háskólinn geti gert eitthvað betur þegar kemur að málaflokknum. Hún telur háskólann þurfa að grípa til róttækra aðgerða sem ríma við alvarleika loftslagsbreytinga. „Hann ætti að vera leiðandi í umhverfismálum og ætti þess vegna að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Því þyrfti að fylgja aðgerðaráætlun sem endurspeglar alvarleika málsins,“ segir hún og bætir við að háskólinn ætti einnig að beita sér fyrir bættum almenningssamgöngum á háskólasvæðinu. TÍMINN ER NAUMUR Guðrún segir að stúdentar geti gert ýmislegt til að draga úr kolefnisspori sínu og nefnir nokkrar auðveldar leiðir til þess. „Ég veit að þetta er alltaf sama runan en að minnka neyslu á óþarfa hlutum, sérstaklega sem pakkað er í plast, gerast vegan eða minnka neyslu á dýraafurðum og velja umhverfisvænni ferðamáta eru allt frábærar leiðir til þess að minnka kolefnissporið sitt. Við þurfum öll að taka til aðgerða og breyta hegðun okkar því, eins og við vitum, þá er tíminn naumur.“ Umhverfis- og samgöngunefnd heldur uppi Instagram reikning sem Guðrún hvetur stúdenta til að fylgja enda lofar hún alls kyns góðum leikjum og frábærum vinningum á næstunni. Að auki vill hún ítreka mikilvægi þess að við breytum hegðunarháttum okkar og að það sé hægt að byrja á því strax í dag. „Eftir ár gætir þú verið að hugsa ‘Vó, það er ár síðan að ég sannfærðist um að gerast vegan eftir að ég las viðtal við Guðrúnu Fríðu í Stúdentablaðinu! Food for thought,“ segir Guðrún.

Hið mikla merkingarleysi „sjálfbærninnar“ GREIN ARTICLE Francesca Stoppani ÞÝÐING TRANSLATION Stefán Ingvar Vigfússon

The Great Meaninglessness of “Sustainability”

Eitt orð endurómar á flestum leiðtogafundum, þingum, fundum og ráðstefnum, eins og bergmál hinnar ekki-löngu-liðnu fortíðar. Það er virkilega ofnotað, endurtekið eins og mantra og því er lipurlega komið fyrir í miðjum setningum, eins og hálfgerðu skrauti eða slaufu. Með því að segja „sjálfbærni“ í samtali bætist sjálfkrafa við ákveðin staðfesting á nettleika og framsýni um leið. Hvers vegna ætti nokkur að lýsa því skýrt og skýrmerkilega yfir að viðkomandi hafi hug á að misnota auðlindir

be a leader when it comes to environmental issues and should therefore declare a climate emergency. That would need to be followed by a plan of action that reflects the seriousness of the situation,” she says, adding that the university should advocate for improved public transportation on campus. TIME IS RUNNING OUT

Guðrún says students can do various things to reduce their carbon footprints and names a few easy ways. “I know it’s always the same list, but reducing unnecessary consumption, especially of things packed in plastic, becoming vegan or reducing your consumption of animal products, and choosing more environmentally conscious modes of transportation are all great ways to reduce your carbon footprint. We all need to take action and change our behavior because, as we know, time is running out.” The TEA Committee has an Instagram account that Guðrún encourages everyone to follow. She promises there are all sorts of fun games and great prizes coming up soon. Additionally, she wants to reiterate that it’s important to change our behavior and that we can start today. “A year from now, you could be thinking ‘Wow, it’s been a year since I was convinced to go vegan after reading an interview with Guðrún Fríða in the Student Paper!’ Food for thought,” says Guðrún.

At most summits, assemblies, meetings and conferences, one word persistently resonates like the echo of a not-so-distant past. Highly overused, it is repeated like a mantra and strategically positioned in the middle of the sentence almost like a decoration, an embellishment. To say “sustainable” means automatically throwing a cool factor and, consequently, progressive visions into the conversation. Because why should one clearly state their will to exploit another country’s resources when they can distort facts by throwing sustainability into the discourse? In this way, exploitation becomes sustainable exploitation, development becomes sustainable development and so on, with more or less countless combinations. According to the definition proposed in the 1987 report "Our Common Future" published by the Brundtland Commission of the United Nations Environment Program, “sustainable development” means development capable of ensuring “the satisfaction of the needs of the present generation without compromising the possibility of future generations to realize theirs”. In relation to this original definition, the word “sustainable” has rapidly become an example of meaninglessness and a catchphrase of demagogy. Sustainability conveys in its definition both socio-economic and environmental issues; it finds

59


STÚDENTABLAÐIÐ

annarra þjóða þegar það er hægt að rugla í staðreyndum með því að minnast á sjálfbærni? Þannig verður misnotkun að sjálfbærri misnotkun, þróun verður sjálfbær þróun og svo framvegis, með meira og minna óteljandi samsetningum og útfærslum. Samkvæmt skilgreiningu þeirri sem lögð var til í skýrslunni Sameiginleg framtíð okkar (e. Our common future) sem Brundtland nefnd Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna gaf út árið 1987, felur „sjálfbær þróun“ í sér þróun sem getur „mætt þörfum núlifandi kynslóða án þess að hún komi á kostnað þess að kynslóðir framtíðarinnar geti mætt sínum“. Í samanburði við upprunalegu skilgreininguna hefur orðið „sjálfbærni“ hratt og örugglega orðið dæmi um merkingarlaust orð og einkunnarorð lýðskrums. Merking sjálfbærni felur í sér jafnan hluta þjóðhagfræðilegra og umhverfislegra sjónarmiða. Hún á rætur að rekja til þeirrar hugmyndar að jörðin sé ekki eingöngu staður til að sækja auðlindir í, heldur einnig staður sem á að varðveita. Með tilkomu alþjóðlegrar umhverfisvitundar í tengslum við loftslagsbreytingar virðist sjálfbærni vera í kjarna hverrar einustu aðgerðar og stefnumáls sem stjórnmál leggja til. Skuldbinding, þátttaka og almenn skynsemi eru drifkraftur sjálfbærrar þróunar í þágu borgarbúa og ekki síður stjórnmálamanna; sjálfbærni er viðhorf sem raungerist með aðgerðum. Þess vegna megum við ekki nota þetta orð sem lýsingarorð í skreytingarskyni, mikilvægt er að allir þættir og víddir séu hafðar með í sjálfbærnisheiminum til þess að orðið verði gagnlegt og þýðingarmikið. Við getum skilgreint þrjá þætti sjálfbærni: hið félagslega, hið hagfræðilega og hið umhverfislega. Til þess að þeir virki þarf að vera jafnvægi þeirra á milli. Menning er sameiginlegur grunnur þessara þriggja þátta sjálfbærrar þróunar. Þar sem það er ómögulegt að þróa alla þrjá þætti samtímis er ákvarðanataka nauðsynleg. Við gætum hins vegar fært rök fyrir því að það sé ekki á ábyrgð einstakra borgara að taka af skarið. Sjálfbær þróun er þar af leiðandi þátttökuháð, hún er gegnumgangandi ferli sem verður að sameina og samtvinna eftirfarandi þrjá óaðskiljanlegu grundvallarþætti til þess að tryggja að hinni svokölluðu jafnvægisreglu grunnstoðanna sé mætt; vistfræði, jafnfræði og efnhag (e. rule of the balance of the three Es: ecology, equity, economy ). Til þess að raungera hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar þarf að huga að því hvernig ákvarðanir hvers og eins stuðla að jafnvægi umhverfisverndar, félagslegs jafnræðis og efnahagslegrar velsældar. Hagnýting náttúruauðlinda er helsta uppspretta auðs og velmegunar margra þjóða. Hins vegar er sú hagnýting oft óhefluð, sem veldur þurrð eða verulegum skorti auðlinda. Oftar en ekki fara hagnýting auðlinda og nýlendustefna hönd í hönd, og þjóðirnar sem verið er að hagnýta verða fyrir félagslegri kúgun og líða fyrir skort auðlinda. Ég hugsa að við köllum þetta bara viðskipti í dag. Við höfum meira að segja heyrt talað um sjálfbæra nýlendustefnu eða auðlindanýlendustefnu (en þú þarft ekki að vera Frantz Fanon til þess að átta þig á því að notkun sjálfbærnishugtaksins er farin úr böndunum). Auðlindanýlendustefna birtist ekki eingöngu í útvíkkun landamæra til þess að nýta auðlindir, heldur einnig með því að túlka iðnvæðingu sem tegund þróunar sem gagnast þeim samfélögum sem auðlindirnar eru sóttar í, það er að segja með því að leysa efnahagslega vanþróun þar. Það er á okkar ábyrgð að falla ekki fyrir lýðskrumsmætti „sjálfbærninnar“. Til þess að nota og skilja hugtakið rétt þurfum við að vita nákvæmlega hvað það þýðir og geta útskýrt ekki eingöngu hvað það þýðir, heldur einnig hvernig það er raungert. Á meðan það skortir eiginlegt samhengi heldur það áfram að vera tóm og óskýr hugmynd. Mun mannsheilinn hafa betur gegn ógninni sem stafar af alls konar sjálfbæru drasli?

HIÐ MIKLA MERKINGARLEYSI „SJÁLFBÆRNINNAR“ THE GREAT MEANINGLESSNESS OF “SUSTAINABILITY”

its roots in the notion that the world is not merely a place to be exploited for its natural resources, but to be preserved and cared about. With the rise of a new worldwide environmental consciousness related to climate change and especially global warming, sustainability seems to be at the core of every action taken and each policy suggested by decision-makers. Commitment, participation and common sense are the main drivers of sustainable development on behalf of citizens and, most importantly, policy-makers; it is an attitude that is realized through actions. However, we cannot use this term merely as a decorative adjective; it is important that all factors and dimensions are included in the sustainability world for it to be effective and meaningful. We can identify three dimensions of sustainability: social, economic and environmental. In order to function together, they need to be balanced. Culture is the foundation common to the three dimensions of sustainable development. Since it is not possible to simultaneously develop the three dimensions, it is essential to make choices. We might, however, argue that in the end, it is not up to individual citizens to choose to take action. Sustainable development is, therefore, a participatory development; it is a continuous process that must combine and interconnect the three fundamental and inseparable dimensions of development to guarantee the so-called rule of the balance of the three Es: ecology, equity, economy. Putting the principles of sustainable development into practice means directing one’s decisions towards a balance that manages to reconcile environmental protection, social equity and economic well-being. The exploitation of natural resources is a main source of wealth and well-being for many countries. However, such exploitation is often unrestrained, causing exhaustion or serious impoverishment of resources. Most of the time, exploitation and colonialism march side by side, and the exploited country is the one that suffers the most resource deprivation and social oppression. I suppose today we call it business, but we have even heard about sustainable colonialism or resource colonialism (one does not have to be Frantz Fanon to observe that the use of this term is definitely going too far). Resource colonialism manifests not only through extending extractive frontiers but also through interpreting industrialization as a form of development that benefits the extractive communities by resolving economic underdevelopment. It is mainly up to us not to fall into the demagogic power of “sustainability”. In order to use and understand this term correctly, we need to know its specific meaning and be able to explain not just what it means, but how it is implemented. Lacking a useful context, it remains a vacuous and vague concept. Will the human mind triumph over the threat of a sustainable bunch of stuff?

60


THE STUDENT PAPER

Halldóra asks me if I will become an Icelander, which An interview with “Woman at War” Halldóra Geirharðsdóttir gives me flashbacks of my journey up until this very moment with her. There is a part of me that refused as a Blueprint for to accept oppression and inequality. Growing up in São Paulo Social, Political, and in a lower-middle-class f­ amily, attending classes in a dangerschool, I became aware of economic and social injustices. I Environmental Change ous did what I could to steer away from trouble. I used to meditate,

GREIN ARTICLE Armando Garcia T. MYNDIR PHOTOS Sædís Harpa Stefánsdóttir

something Ása would do. Later in life, I attended workshops on the rights of former Yugoslav workers in Slovenia and visited the Roma community in Slovakia, where I lived in order to make ends meet. As an immigrant for 14 years, there were limits to what I could or couldn't do. In the world’s eyes, non-EU immigrants are not “expats” and do not “relocate.” These terms come from the vocabulary of power - something I think Halla would understand. Paradoxically, Halldóra tells me that the director had similar dreams of being an activist and found other ways to channel his energy: “He’s a father and could not risk being put in jail… So he made a film to inspire young activists.” THE LADY OF THE MOUNTAIN AND HER SMALL INTERVENTIONS

Throughout my classes this semester we discussed contradictions in how we address pressing ecological issues. It made me think about Benedikt Erlingsson’s film Woman at War (Kona fer í stríð). I interviewed Halldóra Geirharðsdóttir, who plays the film’s protagonist. She has acted in remarkable films such as Devil’s Island (Djöflaeyjan), Angels of the Universe (Englar alheimsins), Of Horses and Men (Hross í oss), and Metalhead (Málmhaus). I have admired her work since my teenage years. Halldóra is kind, down-to-earth, and was a punk rocker too. She plays the saxophone under the artist name Dóra Wonder and is also a professor in the Department of Performance Art at the University of Iceland. “I love doing films,” says Halldóra. “Sometimes I am afraid the audience gets tired of me, so I welcome different challenges, this way I feel that I can still surprise my audience later". SYSTEMATIC OR INDIVIDUAL CHANGE

Woman at War is Halldóra's first starring role, and it’s well-deserved. “It is my favorite [role], the first time where I get a part and hold the tension throughout the whole film. There were no parts for women of my age in Iceland. I have done very small parts before,” says Halldóra. Halldóra plays twins Halla (The Mountain Woman) and Ása. Both required distinct preparation, as she explains: “...to prepare for this film, I met with yoga teacher and flower expert Kristbjörg Kristmundsdóttir.” The sisters’ dynamic in the film involves two different energies familiar to yoga practitioners: “Halla is the e­ mbodiment of rajas energy, representing movement, passion, and desire,” she explains. Halldóra’s exemplary physical performance running through the Icelandic landscapes attests to that. She is a saboteur who takes it upon herself to fight for change by undermining the operations of an aluminum factory in Iceland. Ása, on the other hand, represents sattva, the energy of balance, and believes in bringing about peace through small acts of ­kindness.

In the film, the activist Halla is referred to as fjallkonan, which means “lady of the mountain.” This alludes to the personification of the Icelandic nation as a woman referenced in literary works and paintings from the 19th century. I would like to explore one specific scene where the symbolic reference to the lady of the mountain becomes clear. During a walk in Þingvellir, the president, played by Jón Gnarr, presents the country to a group of investors. He describes the location and its historical significance in a comic way, as a “ring of power, like in The Lord of the Rings.” Meanwhile, politicians are receiving notifications on their phones that Halla has gone into action again. The scene depicts the political establishment, represented by politicians and technocrats, forming an “ancient circle” like in the “old days” to discuss how to put a stop to Halla’s acts of sabotage. Þingvellir was the original birthplace of the Alþingi (the national parliament of Iceland), which is considered the first parliament in modern history; thus, the symbolic relevance of the scene. The fjallkonan, then, the embodiment of the Icelandic nation, descends from the mountains to rescue her land, disrupts “business as usual,” and compels the establishment to react. At this point, Halldóra tells me that the name Halla was not chosen by chance: “Halla is the name of one of our most famous outlaws [from the story of Fjalla-Eyvindur] in the highlands of Iceland.” She continues, “It was very clear for [the director] that [society] needs a greater change, but he wanted to see how one woman could go about doing it all by herself. Money has to understand that Iceland is unstable.” Halla's small but radical interventions “were making Iceland into an unstable place to buy electricity,” says Halldóra. THE FILM’S AFTERMATH

Interestingly, the film was better received abroad than in Iceland. Halldóra suspects that the complexity, abundant action, and various themes they tried to convey partially explain the difference. The film is a call to action and exposes the conniving ways we as a society contribute to the ecological, social, and political issues we claim to fight against. And if one engages in acts of resistance, the State is prepared to unleash an unimaginable display of power and control.

61


STÚDENTABLAÐIÐ

The dichotomy between Halla and Ása underlines two distinct reactions to what has come to be known as climate anxiety, a symptom of an age when sustainability dominates the global discourse. We have all internalized the great challenges of the 21st century, and each of us has developed a different coping mechanism. The story of the sisters could just as well be the story of one individual. Either through activism or confinement followed by meditation, Halla and Ása aim at contributing to the common good. “My children were teens when they saw the film,” says Halldóra, “and they had so many questions on environmental activism and ethics, about being a human being on this planet. It was education-

ally very strong.” Halldóra says she suspects the film would have had a greater impact in Iceland if it had been seen more widely: “We should have allowed the film to flow in more sattva.” It could be that the moment in time when the film was released did not allow for greater popularity. However, I think the aspects of the film Halldóra and I discussed make it timeless and it will become a true Icelandic and international classic on social, political, and environmental change. This interview has been edited for length and clarity.

Leiðarvísir að umhverfislega ábyrgu sumri GREIN ARTICLE Alina Maurer ÞÝÐING TRANSLATION Karitas M. Bjarkadóttir

Guide to an Environmentally Conscious Summer

Það er sumar. Það er frí. Aumingja þreyttu og kvíðnu heimsfaraldurssálirnar okkar þrá ekkert heitar en „venjulegt“ og afslappandi sumar. En það er víst ekki hægt að flýja skerið til að drekka í sig Miðjarðarhafssólina þetta árið. Jafnvel þó við minnkum kolefnissporið okkar sjálfvirkt með því að fljúga ekki, þýðir það ekki að við getum setið með hendur í skauti! Þar sem við viljum öll moða það besta sem hægt er úr þessu heima-sumarfríi langar mig að deila með ykkur þessum leiðarvísi að umhverfislega ábyrgu sumri. Nokkur góð ráð og hugmyndir að hlutum til að gera sem svala sumarstemningarþörfinni sem sækir að okkur þegar við erum einhvers staðar þar sem er allt of heitt á allt of troðinni strönd. HEIMAFRÍ FYRIR HEIMSFRÍ: NAUTHÓLSVÍK Farðu á hjóli eða tveimur jafnfljótum í smá ferð til Nauthólsvíkur, gullstrandarinnar í norðri, og njóttu heitu pottanna, sjávarins, upphitaða lónsins og gufubaðsins (ég get fullvissað þig um að þetta úrval er ekki að finna á hinni almennu Spánarströnd). Til að fullkomna sólarfrísfílinginn er upplagt að sólbrenna aðeins! Ég mæli eindregið með: 10/10 ÍSFERÐ Á SUMARKVÖLDI Farðu í uppáhaldsísbúðina þína að kvöldlagi, alveg eins og í gamla daga. Fáðu þér allt besta nammið og þyrlaðu því upp í dásamlega kalor-

It’s summer. It’s vacation time. Our tired and stressed-out pandemic souls long for a “normal” relaxing summer. But fleeing this island to indulge in some Mediterranean sun is not really an option this year. Even though we automatically save a ton of CO2 by not flying, that doesn’t mean our work here is done! We all want to make the best out of this summer staycation, so I hereby present a little guide to having an environmentally conscious summer - some helpful tips and ideas for activities that will give us that summer feeling we always had when we were somewhere way too warm on a way too crowded beach. STAYCATION AS A VACATION: NAUTHÓLSVÍK

Take your bicycle or simply your feet for a little trip to Nauthólsvík, the local golden beach of the north, and enjoy hot tubs, the fresh ocean, the heated lagoon, and the steam bath (I guarantee this isn’t available on your average beach in Spain). For the ultimate dreamy vacation feeling, you can even get a sunburn! Highly recommended: 10/10 ICE CREAM ON SUMMER NIGHTS

Go to your favourite ice cream shop on a midsummer night, just like in your childhood. Get all the best candy and sweet delights mixed up in a delicious calorie bomb. Nobody cares about “bikini bodies” during a pandemic. (Disclaimer: obviously, every body is a “bikini body.”) If you want to be extra environmentally friendly, bring your own reusable cup or get your ice cream in a cone! The birds, fish, and turtles of the ocean will thank you. GIVE YOUR DRYER A BREAK

On a more practical note: Dry your clothes outside and let your dryer and your electricity bill chill for a bit – I promise, your clothes will smell like a fresh summer day! ADVENTUROUS MOUNTAIN HIKES

You’re more of a mountain-vacation type? No problem. There are enough hikes around Reykjavík to

62


THE STUDENT PAPER

íubombu. Það er öllum sama um „bikinílíkama“ í heimsfaraldri. (ATH: auðvitað eru allir líkamar „bikinílíkamar“.) Ef þú vilt vera extra umhverfisvænt er tilvalið að koma með fjölnota mál að heiman eða fá þér ís í brauði. Fuglar, fiskar og skjaldbökur sjávarins munu þakka þér fyrir það. HVÍLDU ÞURRKARANN Á praktísku nótunum: Þurrkaðu fötin þín úti og leyfðu þurrkaranum, og rafmagnsreikningnum þínum, að hvílast aðeins. Ég get lofað þér því að fötin muni ilma eins og sumardagur! FJALLAÆVINTÝRI Ertu meiri fjallafrítýpa? Ekki málið. Það er úr nógu að velja þegar kemur að gönguleiðum á höfuðborgarsvæðinu til að svala flakkaraþorstanum. Esjan, Úlfarsfell, Helgafell - þarf að segja eitthvað fleira? Ef þú hefur áhuga á þeim gönguleiðum er um að gera að finna til fyrsta tölublað Stúdentablaðsins þetta skólaárið og lesa meira um þær þar! Er gott útsýni ekki alveg nóg til að koma þér af stað? Gakktu þá að heitu ánni í Reykjadal í Hveragerði og baðaðu þig í henni eins og vatnadís. Enn betra ef það er bjór með í ferðinni! (Mundu samt að taka allt ruslið þitt, við viljum ekki ergja álfana!). Strætó númer 51 og 52 geta ferjað þig að svæðinu! GRILLSUMARIÐ MIKLA! Grilllyktin: Þessi eina sanna sumarlykt sem loðir við hverfið og smeygir sér inn um opna glugga. Það eru til ógrynnin öll af umhverfisvænum kostum til að skipta kjöti út fyrir. Grillað grænmeti með hvítlauksbrauði og bulsum eða grænmetisborgurum er alltaf góð hugmynd! Áttu ekki grill? Ekki málið. Það eru mörg útigrillsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Hljómskálagarðurinn, Heiðmörk og Klambratún eru fáein þeirra! Taktu með þér kol og gómsætan mat og sparaðu þannig óþarfa sóun sem fylgir einnota grillum! GLÍMT VIÐ ÞJÓÐVEGINN Það gefur auga leið að bílferðir og útilegur eru hin einu sönnu sumarplön á Íslandi. Að keyra um eyjuna og skoða eins mikla náttúru og mögulegt er og eyða svo nóttinni í tjaldi undir miðnætursólinni - þetta er hið sanna, íslenska sumar! Það er alvitað að bílar eru ekki umhverfisvænasta uppfinning veraldar. Þess vegna er upplagt að vera í bílasamfloti við vini sína til að spara að minnsta kosti smá CO2! Heyrðu í vinum þínu, troddu fólkinu í einn bíl og njóttu í botn! BAÐAÐU ÞIG Í SUMARVÍBRUNUM NIÐRI Í BÆ Farðu niður í bæ og svelgdu í þig svölum bjór á björtu kvöldi. Láttu það eftir þér að njóta hamingjunnar og sumarsorgarinnar sem umlykur allt fólkið í kringum þig sem voru, rétt eins og þú, föst í myrkri í næstum hálft ár. Þú átt það skilið! D-VÍTAMÍNIÐ BÆTIR OG KÆTIR Blástu lífi í kroppinn með smá D-vítamíni, hinu eina sanna sumarþarfaþingi! Það er gott fyrir hvort tveggja hugann og sálina. Mundu samt að setja á þig sólarvörn, þá helst umhverfisvæna sólarvörn með steinefnavörn - afþakkaðu míkróplast!

satisfy your little wanderer’s soul. Esjan, Úlfarsfell, Helgafell – say no more. If you’re interested in those hikes, just dig out the first edition of the Student Paper this school year and read more about them there! You need something more than a cool view to motivate you? Hike to the geothermal river in Reykjadalur Valley in Hveragerði and bathe in a hot river just like a river nymph. Even cosier with some beers! (But remember to take all your rubbish, we don’t want the elves to get mad!) Buses 51 and 52 will get you there. IT’S BBQ TIME!

It’s the ultimate summer smell, lingering around the neighbourhood and wafting in through your open window: BBQs! There are tons of more environmentally friendly alternatives to meat. Roasted vegetables with garlic bread and some veggie sausages or burgers are always a good idea! Don’t own a grill? No problem. There are several barbecue areas in the parks around Reykjavík. Hljómskálagarðurinn, Heiðmörk, and Klambratún are just a few of them! Pack your own coals and delicious nourishments and save the unnecessary waste of a single-use grill! ON THE ROAD

Obviously, roadtripping and camping are the ultimate summer activities in Iceland. Driving around the island and seeing as much nature as possible, while sleeping in a tent underneath the midnight sun – this feels like a true Icelandic summer! We all know, cars aren’t the most environmentally friendly inventions. Carsharing with your friends is a great idea to save at least a bit of CO2! Talk to your friends, stuff people in a car, and have a great time! INDULGE IN THE SUMMER VIBES DOWNTOWN

Go downtown, enjoy a beer during the bright nights, and indulge in the happiness and summer melancholy of all the other people who were, just like you, stuck in darkness for nearly six months. You deserve it! VITAMIN D MAKES EVERYTHING BETTER

Infuse your body with some Vitamin D – the ultimate summer essential! Good for the mind and the soul. But remember to wear sunscreen, preferably an environmentally friendly one with a mineral filter – say no to microplastics! BYE, BYE MICROPLASTICS

BLESS, BLESS, MÍKRÓPLAST Talandi um míkróplast, slepptu plastflöskunni þinni og finndu þér frekar umhverfisvænni málm- eða glerflösku fyrir vatnið þitt. Þú forðar ekki einungis líkamanum þínum frá því að innbyrða míkróplast heldur minnkarðu líka plastið í þágu Jarðarinnar og allra lífvera hennar!

LEIÐARVÍSIR AÐ UMHVERFISLEGA ÁBYRGU SUMRI GUIDE TO AN ENVIRONMENTALLY CONSCIOUS SUMMER

Speaking of microplastics, ditch your plastic water bottle for a more sustainable metal or glass version. You’ll save your body from ingesting some microplastics and, perhaps more importantly, reduce plastic for the sake of our earth and all the living creatures on it!

63


STÚDENTABLAÐIÐ

Háskóladansinn The University Dance Forum GREIN ARTICLE Maicol Cipriani

ÞÝÐING TRANSLATION Stefán Ingvar Vigfússon

MYNDIR PHOTOS Hrafnihildur Olga Hjaltadóttir → Ragnheiður Pétursdóttir ↘ Aðsendar Contributed

Hvernig förum við að því að vera frumleg og einstök í samfélagi sem verðlaunar það að falla inn í hópinn? Í bók sinni Find Your Artistic Voice: The Essential Guide to Working Your Creative Magic heldur Lisa Congdon því fram að listræn rödd okkar sé það sem gerir okkur einstök. Við þróum hver okkar eigin stíl með gegnumgangandi tilraunum og áskorunum. Dans er eitt þeirra listforma sem gerir okkur kleift að tjá okkar innra sjálf. Þú getur tengst þínum dýpstu hugsunum og tilfinningum. Forngrikkir höfðu miklar mætur á dansi og töldu hann vera mikilvægt skref í þroska líkama og huga. Það er gefandi upplifun að vera áhorfandi á danssýningu, en hvers vegna tekurðu ekki þátt frekar en að sitja og horfa á? Það er áskorun, þú bætir jafnvægið, líkamsburð, örvar heilann og minnið, og skemmtir þér í leiðinni. Háskóladansinn er frábær vettvangur til þess að byrja að dansa. Hann er ekki bara opinn nemendum Háskólans, heldur mega öll sem hafa áhuga skrá sig og taka þátt! Það er úrval dansstíla í boði, sem henta bæði þeim sem vilja dansa ein eða með dansfélaga. Yfirleitt er hægt að velja um West Coast swing, rokk og ról, Lindy hop og salsa. Vegna óvissunnar í kringum COVID eru engin námskeið í boði að svo stöddu, en skólinn stefnir á að bjóða upp á stutt námskeið eftir páska. Við vildum fræðast um Háskóladansinn og höfðum því samband við innanbúðarfólk. RUT MALMBERG West Coast swing, swing, rock og roll, Lindy hop, blues, salsa og tango dansari

Er dans íþrótt eða listform? Dans getur verið hvort tveggja. Hann er íþrótt í þeim skilningi að það er hreyfing að dansa. Ég held að það sé gott að læra dansa vegna þess að dans bætir líkamsstöðu, fínhreyfingar og minnið. Dans, eins og aðrar íþróttir, stuðlar að framleiðslu endorfína, hinna svokölluðu „hamingjuhormóna.“ Rannsóknir hafa sýnt fram á að dans geti verið forvörn við Alzheimers sjúkdómnum, vegna þess að hann bætir minnið. Dans er líka listform, vegna þess að það er fallegt að horfa á hann og hver einasta manneskja hefur sína eigin tjáningu í dansi.

How can we be original and unique in a society where conformity is highly valued? In her book Find Your Artistic Voice: The Essential Guide to Working Your Creative Magic, Lisa Congdon states that our artistic voices make us different from everyone else. We can develop our individual styles through continuous experimentation and personal challenges. Dance is one of the forms of art with which we can express our unique selves. You can resonate with your innermost thoughts and feelings. The ancient Greeks attributed special meanings to dance and it was considered as an important step in the development of both body and mind. Attending a performance as a spectator is a rewarding experience, but why not participate instead of just sitting back and watching? You will challenge yourself, improve your balance and posture, stimulate your brain and memory, and have a good time. The University Dance Forum is an excellent place to start dancing. It’s not only open to university students; anyone who is interested can join. You can choose from a variety of solo dances and partner dances. The latter category usually involves a choice of west coast swing, rock and roll, Lindy hop, and salsa. Due to uncertainties around COVID, there are no courses at the moment, but the school is planning to offer some shorter courses after Easter. We wanted to know more about the University Dance Forum, so we got in touch with some inside people. RUT MALMBERG

West coast swing, swing and rock and roll, Lindy hop, blues, salsa, and tango dancer Is dance a sport or an art? Dance can both be a sport and an art. It is a sport in the sense that dancing is exercise. I think it is good to learn to dance because dancing improves your body posture, fine movements, and memory. Dancing, like other sports, makes the brain release endorphins, so-called “happy hormones.” Because dancing improves your memory, studies have shown that dancing can decrease the chance of developing Alzheimer’s disease. Dance is also an art because it is beautiful to watch and every person has a different way of expressing themselves when they dance. What motivated you to take dance lessons? My friend from high school asked me if I would want to come with her to two free trial weeks [offered by the University Dance Forum] in the spring of 2014. I liked dancing and meeting new people. The good thing about Háskóladansinn is that you dance and talk to many people. I learned new dances and music and met new friends. Have you ever forgotten the dance steps during a performance? What did you do? Yes, I have. If that happens, I freestyle and make it look natural.

64


THE STUDENT PAPER

Hvað fékk þig til þess að byrja í danstímum? Vinkona mín úr menntaskóla spurði hvort ég vildi koma með henni í ókeypis tveggja vikna prufutímabil [hjá Háskóladansinum] vorið 2014. Mér fannst gaman að dansa og að kynnast fólki. Það góða við Háskóladansinn er að dansa og tala við marga. Ég kynntist nýjum dansstílum, nýrri tónlist og nýju fólki.

Hefurðu einhvern tímann gleymt sporunum í miðju dansverki? Ef svo er, hvað gerðirðu? Já, það hef ég gert. Ef það gerist spinn ég eitthvað á staðnum og reyni að láta það virka eðlilega. AMANDA CHRISTINE CARTICIANO K-pop danskennari

Er dans íþrótt eða listform? Ég lít á dans sem listræna íþrótt vegna þess að ákveðnir dansstílar kalla á að dansararnir noti íþróttamennskuna, þolið og þokkan, ekkert ósvipað fimleikum til dæmis. Það má meira að segja líta keppni í dansi sömu augum og keppni í listskautum. Kannski blasir það ekki við að dans geti talist vera íþrótt, vegna þess að hann virkar svo fullur af gleði. Það er hins vegar miklu meira á bak við dans en það virðist vera. Dans er meira en bara listform. Það er mikil æfing og erfiðisvinna sem býr að baki, sérstaklega hjá þeim sem hafa hann að atvinnu, rétt eins og hjá íþróttafólki sem æfir sína íþrótt.

Hverjir eru mikilvægustu eiginleikar sem dansari ætti að búa yfir? Dansari þarf að vera skapandi, búa yfir góðri samskiptahæfni, líkamlegu þoli, dug, íþróttamennsku, stöðugleika og geta unnið vel með öðrum. Dansari þarf að kunna að túlka tónlist og texta á skapandi hátt og geta myndað tengsl við áhorfendur með því að tjá tilfinningar sínar með líkamanum. Að hafa gott þol og búa yfir íþróttamennsku eru mikilvægir eiginleikar bæði til þess að geta enst lengi á dansgólfinu, eða í dansverki, og til þess að geta framkvæmt flóknar hreyfingar. Að hafa seiglu er algjör lykill, það skiptir miklu að halda í jákvæðnina í dansheiminum. Stöðugleiki skiptir mjög miklu til þess að þroskast og þróa hæfni í dansinum. Þar sem dans er list er hann oftar en ekki sýndur með hópi dansara en þá skiptir miklu máli að geta unnið með öðrum.

Hvernig er venjuleg vinnuvika? Það er krefjandi vinna að kenna dans. Það kallar á mikinn undirbúning. Ég kenni K-pop dansnámskeið. Allavega mánuði áður en námskeiðið hefst þarf ég að læra K-pop dansrútínur sem ég hef hug á að kenna. Yfirleitt læri ég rútínu á innan við tveimur tímum á einum degi. Ef ég er löt getur það alveg tekið nokkra daga af æfingum áður en ég get dansað rútínuna án þess að hugsa. Fyrir utan rútínuna sjálfa þarf ég líka að undirbúa upphitunar rútínu, sem samanstendur af teygjum og svæðisæfingum sem við förum í gegnum áður en við byrjum að dansa í tímanum. Ég þarf líka að velja lög fyrir upphitanir og stundum þarf ég að klippa lög. ERNA SÓL SIGMARSDÓTTIR Stjórnarmeðlimur Háskóladansins og Choreography Workout danskennari

Hvernig myndir þú lýsa því sem þú gerir? Ég er í stjórn Háskóladansins auk þess að kenna [þar]. Ég reyni einnig að taka þátt í öðrum námskeiðum sem eru í boði. Nám-

HÁSKÓLADANSINN THE UNIVERSITY DANCE FORUM

AMANDA CHRISTINE CARTICIANO

K-pop dance teacher Is dance a sport or an art? I consider dance an artistic sport because in some dance styles dancers use their athleticism, stamina, and grace similar to gymnasts, for example. You can even view dance competitions in a similar way as figure skating competitions. It may not be obvious that it can be considered a sport due to the fact that it looks very joyous. However, dance is a lot more than how it looks. Dance is more than just an art form. There is a lot of training and hard work that goes into it, especially those who do it professionally, which is like an athlete training in their sport. What are the most important traits a dancer should have? A dancer should have creativity, interpersonal skills, physical stamina, persistence, athleticism, consistency, and teamwork. A dancer must be able to interpret music and lyrics in a creative way and be able to connect with their audience, showing their emotions with their bodies. Having good stamina and athleticism is also an important factor to both last longer on the dance floor and/or performance, as well as being able to do complex movements. Persistence is always key, always stay positive in the world of dance. Staying consistent in dance is a very important factor in order to grow and develop one’s dancing skills. Since dance is an art, it is commonly performed in a group of people, so having great teamwork skills is a huge benefit as a dancer. What's a typical work week like? I find teaching dance to be a demanding job. It takes a lot of preparation. In my case, since I teach a K-pop dance course, I must first learn the K-pop dance routines I plan on teaching at least one month before my course begins. Usually, I can learn one routine within a couple of hours in one day. However, when I'm lazy, I can spend a few days practicing to be able to dance it perfectly without thinking. Aside from the routine itself, I also have to prepare a warm-up routine, which are stretches and body isolations that we must do before dancing in class. I also have to choose songs for the warm-ups and sometimes have to edit songs. ERNA SÓL SIGMARSDÓTTIR

Háskóladansinn board member and Choreography Workout teacher. How would you describe what you do? I am on the board of directors for Háskóladansinn as well as being a teacher [there]. I also try to participate in the other courses available. My class is called Choreography Workout and is based on techniques from jazz and contemporary dance. We learn fun choreographies as well as doing a bit of strength and flexibility training.

65


STÚDENTABLAÐIÐ

skeiðið sem ég kenni heitir Choreography Workout og byggir á tækni úr jazz og nútímadansi. Við lærum skemmtilegar dansrútínur og gerum líka aðeins styrkleika- og teygjuæfingar.

Hverjar eru algengustu ranghugmyndirnar um dans? Ég held að frasinn „ég kann ekki að dansa“ sé algengasti misskilningurinn. Öll geta lært að dansa, þú þarft bara að losa þig við það sem heldur aftur að þér.

Hvaða námskeið eru í boði núna? Við gátum ekki undirbúið hefðbundna vorönn vegna óvissunnar í samfélaginu í upphafi árs. Það stendur hins vegar til að bjóða upp á styttri námskeið yfir næstu vikur og mánuði, ef vel gengur að halda faraldrinum niðri. Við látum vita á Facebook og Instagram um leið og við vitum meira sjálf!

Þú getur kynnt þér Háskóladansinn betur á heimasíðu þeirra: haskoladansinn.is og á Facebook og Instagram.

Ferðala g Þegar lítið ruslfríu í átt að m lífsst íl færir þér meira When Less Gives You More GREIN ARTICLE Maura Rafelt

ÞÝÐING TRANSLATION Hólmfríður María Bjarnardóttir

The Journ ey Zero-Was to a te Life

MYNDIR PHOTOS Sædís Harpa Stefánsdóttir

Í daglegu lífi getur sjálfbærni hljómað eins og merkingarlaust hugtak, sem það er nema við byrjum að iðka sjálfbærni af alvöru. En hvernig gerum við það í alvörunni? Það er meðal annars hægt að lifa sjálfbærara lífi með því að stunda ruslfrítt líferni. Samkvæmt Zero Waste International Alliance felst ruslfrítt líferni í því að varðveita allar auðlindir með ábyrgri framleiðslu, neyslu, endurnýtingu og endurheimt á vörum, umbúðum og efnum. Þetta er þá gert án þess að brenna þær og án losunar sem ógnar umhverfi eða heilsu fólks. Þetta hljómar e.t.v. eins og allt of umfangsmikið verkefni fyrir einstaklinginn en ekki hafa ­áhyggjur, þú þarft ekki að uppfylla þetta allt með þínum persónulega ruslfría lífsstíl. Þetta er samstarfsverkefni sem snýr að okkur öllum. Ferðalagið

What’s the most common misconception about dancers? I think the phrase “I can’t dance” is the biggest misconception. Anyone can learn to dance, you just have to let go of whatever it is that is holding you back. What courses are available at the moment? Due to uncertainties in the beginning of the year, we could not schedule a normal spring semester for 2021. However, we plan on having some shorter courses over the next few weeks and months if things continue to go well with the pandemic. As soon as we have more information, we will let people know on our Facebook and Instagram pages! You can learn more about the University Dance Forum at haskoladansinn.is/en/haskoladansinn as well as on Facebook and Instagram.

Sustainability can feel meaningless in the context of our everyday lives until we actually start practicing it. But what does that even mean? One way to live more sustainably is to live a “zero-waste” lifestyle. According to the Zero Waste International Alliance, this can be defined as “conservation of all resources by means of responsible production, consumption, reuse, and recovery of products, packaging, and materials without burning and with no discharges [...] that threaten the environment or human health.” Sounds like quite a big task for a single person. But don’t worry, you don’t have to achieve all of this through your personal zero-waste lifestyle. And certainly not alone. Trying to live waste-free is a journey through your own possessions and buying habits. It can help you to live an easier, more satisfying, and less wasteful life - in other words, to live more sustainably. Ólöf Jóhannsdóttir, the owner of Vonarstræti Eco Store right on Laugavegur, the busy shopping street in Reykjavík, has many years of experience on this journey. She not only runs a beautiful shop with a selection of organic, lower-waste, and local products, but also personally lives a minimalist and zero-waste lifestyle and enjoys sharing her experiences with her customers. She clarifies one important thing right at the beginning: “Don’t think zero waste, try less waste. That is a lot less pressure on yourself.” Ólöf’s personal journey began many years ago. At that time, she was not aiming to live waste-free, but to simplify her life. She wished to minimize what she owned and to use less in general. “I wanted to finally know what I owned,” she remembers. “And the process of going through everything was almost therapeutic.” A personal milestone for her was traveling for

66


THE STUDENT PAPER

„Þú þarft ekki að stefna að ruslfríum lífsstíl, reyndu frekar að hugsa um minni sóun. Það tekur mikla pressu af þér.“ “Don’t think zero waste, try less waste. That is a lot less pressure on yourself.”

í átt að ruslfríum lífsstíl snýst um eigur þínar og kaupvenjur. En það gæti hjálpað þér að lifa auðveldara og ánægjulegra lífi með minni sóun - í öðrum orðum að lifa sjálfbærara lífi. Ólöf Jóhannsdóttir hefur áralanga reynslu af þessu ferðalagi en hún er eigandi vistvænu verslunarinnar Vonarstrætis sem er staðsett á Laugaveginum, fjölmennustu verslunargötu Reykjavíkur. Hún rekur ekki einungis fallega verslun þar sem má nálgast úrval vistvænna, úrgangslítilla vara úr heimabyggð, heldur lifir sjálf minimalískum og ruslfríum lífsstíl og nýtur þess að deila reynslu sinni með viðskiptavinum. Í upphafi samtals okkar tekur hún strax fram eitt mikilvægt atriði: „Þú þarft ekki að stefna að ruslfríum lífsstíl, reyndu frekar að hugsa um minni sóun. Það tekur mikla pressu af þér.“ Persónulegt ferðalag Ólafar hófst fyrir mörgum árum en á þeim tíma ætlaði hún sér ekki að lifa ruslfríum lífsstíl heldur vildi einfalda líf sitt. Hana langaði að minnka við sig og nota minna. „Ég vildi vita hvað ég átti í raun,“ minnist hún, „og ferlið sem það var að fara í gegnum allt [dótið mitt] var nánast heilandi.“ Átta mánaða ferðalag með eiginmanni Ólafar markaði ákveðin þáttaskil hjá henni. Þau leigðu út íbúðina sína og þurftu að tæma hana. Þau settu mikið af eigum sínum í geymslu og tóku bæði með sér aðeins eina handfarangurstösku með öllu því sem þau héldu að þau þyrftu í þessa mánuði. „Þegar við komum heim áttuðum við okkur á því að við hefðum allt sem við þyrftum - í þessari tómu íbúð. Ég man að við hugsuðum ‘hvað ætli sé í þessari geymslu?’“ Eftir þetta hófu þau að breyta venjum sínum meira og meira og fóru í gegnum allar eigur sínar, einn hlut í einu. Þegar Ólöf var farin að kynnast neysluvenjum sínum (og losunarvenjum) gat hún byrjað að breyta til. Smám saman varð hún meðvitaðri um hvað og hvernig hún neytti og velti fyrir sér því sem gæti og ætti að breyta. „Það einfaldar líf þitt að eiga og kaupa minna. Og það róar mig,“ útskýrir hún. „Það er stórt ferðalag að breyta um lífsstíl. Farið ykkur hægt, takið ykkur tíma. Og ekki vera of ströng við ykkur,“ mælir Ólöf með. Gefið ykkur tíma til þess að læra inn á kauphegðun ykkar. Þið getið prófað að fylgjast betur með því sem þið eruð að henda í hverri viku. Hvernig og hversu miklum mat eruð þið að henda? Og af hverju? Hvað eruð þið að henda mikið af umbúðum? Þið getið byrjað á því að fara í gegnum eigur ykkur. Ólöf mælir með að „einbeita sér að spurningunum ‘hvað nota ég?’ og ‘hvað kaupi ég?’ Þegar þú veist það geturðu byrjað að spyrja þig að því hvort þú getir skipt yfir í eitthvað sem er aðeins umhverfisvænna.“ Þarftu til að mynda í alvörunni nýja margnota vatnsflösku? Kannski átt þú eða einhver sem þú þekkir gamla flösku sem þið þurfið ekki lengur. Farðu í gegnum það sem þú átt nú þegar og hvað foreldrar þínir eiga. Þú getur líka spurt vini hvort þau séu til í að lána þér eitthvað. „Gerðu það, ekki kaupa neitt fyrr en þú ert viss um að þú þurfir það í alvörunni!“ segir búðareigandinn. Ef þú veist hvað þú ert í raun að nota getur þú byrjað að skoða hverju þú vilt breyta. Það er feikinóg af valmöguleikum á öllum sviðum lífsins. Þegar þú klárar það sem þú átt nú þegar er hægt að skipta yfir í umhverfis­vænni kosti og kaupa þá frekar vörur með engum eða litlum umbúðum. Með því að hugsa um þínar eigin venjur dag frá degi nærðu að brjóta þessa vegferð niður í lítil og viðráðanleg skref. Hvernig getur baðherbergið þitt innihaldið minni sóun? Sápur, tannkremstöflur, áfyllanleg sjampó, margnota rakvélar

ÞEGAR LÍTIÐ FÆRIR ÞÉR MEIRA: FERÐALAG Í ÁTT AÐ RUSLFRÍUM LÍFSSTÍL WHEN LESS GIVES YOU MORE: THE JOURNEY TO A ZERO-WASTE LIFE

eight months with her husband. They rented out their apartment and had to clear out the space. They ended up putting many of their possessions into storage. Each had one little piece of hand luggage containing everything they needed for months. “When we came home, we realized everything we needed was there – in this cleared-out apartment. I remember we wondered, ‘What on earth is in this storage room?’” After that, their lifestyle started to change more and more. Step by step, the couple went through all their belongings. Once Ólöf knew her own habits of buying (and disposal), she could make adjustments. Little by little, Ólöf became more aware of what and how she was consuming and what could and should be changed. “Owning and buying less makes your life less complicated. And it makes me calmer,” she explains. Ólöf’s biggest piece of advice? “Changing your lifestyle is a journey. Take it slow, take your time. And don’t be too hard on yourself.” Give yourself some time to study your buying habits and take time to process. You can try to pay more attention to what you are throwing away each week. What and how much food are you throwing away? And why? How much packaging ends up in the rubbish bin? You can start by going through your stuff. Ólöf suggests: “Focus on ‘what am I using’ and ‘what am I buying?’ Once you know that, you can start asking yourself, ‘Can I switch to something more zero wasty?’” Do you really need, for instance, a new reusable water bottle? Maybe you or someone you know has an old one they do not need. Go through what you have at home, what your parents have. You can also always ask friends if they can help you out and lend you something. “Please don’t buy anything until you are absolutely sure that you need it!” the shopkeeper says. If you know what you’re using, you can start thinking about what to change. There are plenty of options for all areas of life. Once you have used up what you already have, you can switch to more sustainable options and focus on products with less or zero packaging. Thinking in personal habits or daily routines can help break down the journey into little, manageable steps. How could your bathroom routine involve less waste? Soaps, dental tabs, refillable shampoos, and reusable steel razors are just a few options here. Are you menstruating? Maybe menstrual cups or period underwear are good alternatives for you. How do you prepare your morning coffee? Why not use a moka pot instead of a capsule machine? How are you packing your lunch? Did you ever consider lunchboxes or beeswax wraps? There are plenty of options to be discovered. And gradually, you will get better and more creative at finding and using alternatives. For clothing and furniture, start by going to a secondhand store; actually, that is a must. Not only is it good for the environment, but the hunt for special treasures with interesting histories is also great fun. If you must buy something new, Ólöf recommends selecting quality, timeless pieces. Ideally, look for items you can use in more than just one way. With clothes, for example, know your style, think about

67


STÚDENTABLAÐIÐ

úr stáli og svo má lengi telja. Ertu á túr? Kannski eru túrnærbuxur eða „Það er stórt ferðalag að túrbikar eitthvað til þess að skoða. Hvernig hellir þú upp á morgunbreyta um lífsstíl. Farið ykkur “Changing your lifestyle kaffið? Hefur þú velt því fyrir þér að nota mokkakönnu í staðinn fyrir hægt, takið ykkur tíma. Og is a journey. Take it slow, vél sem þarf kaffihylki? Hvernig pakkar þú nesti? Hefur þú skoðað ekki vera of ströng við ykkur,“ take your time. And don’t nestisbox eða bývaxfilmur? Það eru ótal möguleikar í boði sem bíða be too hard on yourself.” þín. Þú munt kynnast þeim betur hægt og rólega og njóta þess að finna aðra valmöguleika og skapandi lausnir. good and natural materials, sustainability in Ef þig vantar föt eða húsgögn ættirðu að byrja á því að skoða búðir production, and classic cuts. “In Vonarstræti, I sell sem eru með notaðan varning. Það er nauðsyn, ekki bara vegna þess að clothes made out of hemp and organic cotton for það er gott fyrir umhverfið, heldur vegna þess að það er ótrúlega gaman example. The style is classic, not seasonal - jackets, að grúska í fjársjóðum sem búa yfir sögu. Ef þú þarft að kaupa eitthvað t-shirts, dresses, socks, clothes that you are likely to nýtt mælir Ólöf með því að velja vandaða og tímalausa hluti, og þá helst own for a long time.” hluti sem þú getur nýtt á fleiri en einn máta. Þegar kemur að fötum er However, all of this will be very expensive, won’t gott að þekkja stílinn sinn, velja góð og náttúruleg efni, athuga hvort it? Not necessarily, “Overall, you will definitely save framleiðsluferli flíkarinnar sé sjálfbært og velja klassísk snið. „Í Vonarmoney. I am saving money on food I am not throwstræti sel ég til dæmis föt sem eru úr hampi og bómull. Þau eru í klassing away. I am buying quality products that last lonískum stíl sem dettur ekki úr tísku á milli árstíða - jakkar, bolir, kjólar, ger. Some pieces will last me forever, which means I sokkar, föt sem þú kemur til með að eiga í langan tíma.“ am never going to buy this again,” says Ólöf. Þetta verður mjög dýrt, er það ekki? Ekki endilega, „Á heildina litið One very important point has not yet been menmuntu klárlega spara pening. Ég spara pening á matnum sem ég hendi tioned. “It is great fun to take this journey and it ekki. Ég kaupi vandaðar vörur sem endast lengur. Sumir hlutir munu endast is healthy for your soul. I was totally shocked how mér ævilangt, sem þýðir að ég mun aldrei þurfa kaupa þá aftur,“ segir Ólöf. much stuff there was at the beginning, but for me Við höfum enn ekki snert á einum mikilvægum punkti: „Þetta er it felt cleansing to go through all of it,” says Ólöf, skemmtileg vegferð sem er holl fyrir sálina. Það kom mér mjög á óvart describing her experience. Hopefully, her story hversu mikið af dóti ég átti til að byrja með en mér fannst mjög hreinsandi gives you the inspiration to start your own journey að fara í gegnum það allt,“ segir Ólöf og lýsir reynslu sinni. Vonandi mun to a less cluttered and lower-waste life. A few final saga hennar veita ykkur innblástur sem gagnast á ykkar eigin ferðalagi words of advice from Ólöf to support you on your í átt að minimalískara og ruslminna lífi. Hér eru nokkur lokaorð frá Ólöfu way: “Focus on yourself and don’t be too hard on sem munu vonandi styðja ykkur á leiðinni: „Horfðu inn á við og ekki vera yourself. And please don’t think you have to own á svipunni. Og ekki halda að þú þurfir að eiga ákveðna hluti til þess að some special item to care for the environment. Just hugsa um umhverfið. Gerðu bara eitthvað. Gerðu það sem þú getur.“ do something. Just do what you can.”

Við erum á Facebook og Instagram

/Augljos

LASER

AU G N A Ð G E R Ð I R Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir

68

ÞEGAR LÍTIÐ FÆRIR ÞÉR MEIRA: FERÐALAG Í ÁTT AÐ RUSLFRÍUM LÍFSSTÍL WHEN LESS GIVES YOU MORE: THE•JOURNEY TO 74 A ZERO-WASTE LIFE • Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð Álfheimar • 104 Reykjavík


THE STUDENT PAPER

Hér, og í gegnum blaðið allt, hefur Stúdentablaðið safnað saman nokkrum ráðum og lesefni fyrir þau sem vilja kynna sér hvernig og hvar er hægt að stíga skref í átt að því að vera umhverfisvænni í Reykjavík. Hagnýt verslunarráð – Í Krónunni má finna gott úrval af ávöxtum og grænmeti í lausu án nokkurra umbúða. Þar má einnig finna vörur sem eru á „síðasta séns“ en þær má fá á afslætti. – Í Nettó er hægt að fylla á sjampó og hárnæringu – Í Veganbúðinni er hægt að fylla á eigin sápubrúsa. – Stúdentar fá 10% afslátt af vörum og 15% afslátt af fötum í versluninni Vonarstræti sem selur umhverfisvænar vörur. Lesefni fyrir ruslfrían lífsstíl Hafið í huga að þið þurfið ekki að kaupa þessar bækur til þess að lesa þær. Við mælum með því að kíkja fyrst á næsta bókasafn eða jafnvel fá þær lánaðar hjá vinum ykkar.

Bea Johnson

Engin Sóun: leiðarvísir að einfaldara, sorplausu heimili

Naomi Klein

Þetta breytir öllu: kapítalisminn gegn loftslaginu

Anneliese Bunk & Nadine Schubert

Betra líf án plasts

Margrét Marteinsdóttir & Rakel Garðarsdóttir Vakandi veröld - ástaróður Gagnlegar síður minnasorp.com plastlausseptember.is Facebook hópar – Ruslfrír lífsstíll (Zero Waste) -Iceland – Áhugahópur um endurvinnslu og endurnýtingu Instagram @wastefreesteffi @zerowastedoc @plastlausseptember @wastefreeplanet @thezerowasteguide

Zero-Waste Cheat Sheet ↓ For those of you who would like to learn more about how and where to start in Reykjavik, the Student Paper has gathered some tips and reading recommendations here and throughout this issue. Practical Shopping Recommendations – Krónan has quite a good selection of vegetables without packaging and has a section where you can buy food that's about to go bad at discounted prices. – Nettó offers refills of shampoo and conditioner. – Veganbúðin has refillable soap. – Vonarstraeti Eco Store offers students a 10% discount (15% on clothes). Zero Waste Readings Please keep in mind that you do not have to buy these books to read them. If possible, try to access them through your local library or borrow them from ­someone else.

Bea Johnson

Zero Waste Home

Naomi Klein

This Changes Everything: Capitalism vs. The Climate

Anneliese Bunk & Nadine Schubert

Better Living Without Plastic

Peter Smith

Bad Buying: How Organisations Waste Billions Through Failures, Frauds and F*ck-ups

Catherine Coleman Flowers

Waste: One Woman’s Fight Against America’s Dirty Secret Helpful Links minnasorp.com (Icelandic only) plastlausseptember.is/en/

↑ Ruslfrír svindlmiði

Facebook Groups – Ruslfrír lífsstíll (Zero Waste) -Iceland – Áhugahópur um endurvinnslu og endurnýtingu (Interest group on recycling and reuse - mostly Icelandic) Instagram @wastefreesteffi @plastlausseptember @zerowastedoc @wastefreeplanet @thezerowasteguide

ÞEGAR LÍTIÐ FÆRIR ÞÉR MEIRA: FERÐALAG Í ÁTT AÐ RUSLFRÍUM LÍFSSTÍL WHEN LESS GIVES YOU MORE: THE JOURNEY TO A ZERO-WASTE LIFE

69


STÚDENTABLAÐIÐ

Mikilvægi endurvinnslu The Importance of Recycling GREIN ARTICLE Gabrielė Šatrauskaitė

ÞÝÐING TRANSLATION Ragnhildur Ragnarsdóttir MYNDIR PHOTOS Sædís Harpa Stefánsdóttir → Aðsend Contributed ↘ Það eru yfir sjö billjónir íbúa á litlu jörðinni okkar, hver og einn þessara íbúa hendir einhverju á hverri einustu sekúndu. Það er því mikilvægt að leita leiða til að hjálpa umhverfinu með því að fjalla um neyslu okkar og þá sóun sem hún veldur. Ég hafði samband við Birgittu Stefánsdóttur, ráðgjafa sem starfar hjá Umhverfisstofnun Íslands. Hún er hluti af teymi innan stofnunarinnar sem vinnur að grænni samfélögum. Birgitta vinnur mikið með úrgang, þ.e. hún vinnur með tölfræði og forvarnir gegn myndun úrgangs. Hún vinnur einnig fyrir norræna umhverfismerkið, Svaninn. Metnaður hennar liggur í að nota vinnu sína til að draga úr neyslu í íslensku samfélagi án þess að það hafi áhrif á velferð þess. Fyrir utan ástríðuna fyrir umhverfinu, þá elskar hún að prjóna, ferðast og njóta íslenskrar náttúru. GŠ Hvað

verður um úrgang á Íslandi? Aðeins tæplega 30% af föstum úrgangi eða heimilissorpi sveitarfélaganna er endurunninn. Það er sá úrgangur sem flestir kannast við og kemur frá heimilum, mötuneytum o.þ.h. Stærstur hluti af þeim 70% sem eftir eru fer í landfyllingu. Ruslið sem við flokkum er flutt úr landi, í stórar endurvinnslustöðvar í Evrópu þar sem það er flokkað enn frekar og fer í endurvinnslu efnis eða í brennslu til endurnýtingar orku. Það er ekki mikið um endurvinnslu á Íslandi fyrir utan jarðgerð úr lífrænum úrgangi, ásamt smá af endurnýtingu plasts.

BS

GŠ Hvers

vegna er mikilvægt að endurvinna úrgang? BS Það er mikilvægt að endurvinna úrgang vegna allra aðfanganna sem fóru í að búa til hvað það er sem við erum að losa okkur við. Ef úrgangur endar í landfyllingu er engin leið fyrir okkur að halda áfram að nota aðföngin sem fóru í vinnslu vörunnar sem verið er að henda. Það er því mjög léleg nýting á auðlindum ef við endurvinnum ekki úrganginn okkar. Þetta tengist einnig hugmyndafræðinni um hringrásahagkerfið, þar sem verið er að leita leiða til að halda aðföngum í hringrás innan hagkerfisins, þar af leiðandi erum við ekki eins háð nýjum efnum. GŠ Hvað

er rétt leið við að endurvinna? Þegar rusl er flokkað er mikilvægast að hafa í huga að skilja að mismunandi efni með því að taka í sundur pakkningar eða vöruna sem þú

BS

There are over seven billion people on our little earth, each one throwing away something every second. That’s why it’s essential to talk about our consumption and the waste it creates and find some ways to help the environment. I had the pleasure of interviewing Birgitta Stefánsdóttir, an advisor on a team for green communities at the Environment Agency of Iceland. Birgitta focuses a lot on waste, that is, waste statistics and waste prevention. She also works for the Nordic Swan Ecolabel. Her ambition is to use her job to decrease consumption in Icelandic society without impacting welfare. Apart from her passion for the environment, she also loves to knit, travel, and enjoy Icelandic nature. GŠ What happens to waste in Iceland? BS If we look at the waste that most citizens see, the municipal solid waste or the household waste that we see at home and in canteens and such, a bit less than 30% is recycled. Most of the remaining 70% goes to landfills. The waste that we sort gets shipped to big recycling facilities in Europe, where it is sorted further and put into either material recycling or incineration with energy recovery. There is not much recycling in Iceland apart from the composting of organic waste, as well as a tiny bit of plastic recycling. GŠ Why is it important to recycle waste? BS It is important to recycle waste because of all the resources that have gone into producing whatever it is we are discarding. If the waste ends up in a landfill, there is no way for us to continue to use the resources that have gone into the production of the product we are throwing away. So not recycling is simply a very poor use of resources. This is also related to the ideology of the circular economy, where we are striving to minimize waste by finding ways to keep resources circulating in the economy, thus making us less dependent on virgin materials. GŠ What is the correct way to recycle? BS When sorting waste, the most important thing to keep in mind is to separate different materials by taking apart the packaging or product that you have and to try to make the waste as clean as possible. In that way, we can create a clean and homogenous waste stream which is more valuable and more likely to be fit for material recycling. You can also find instructions for recycling on the websites of waste management companies (such as Sorpa, Terra, and ÍGF) as well as on your municipality’s website. GŠ What is the most important waste that students should recycle and why? BS That really depends on what environmental issue you are trying to solve. If we’re looking at cli-

70


THE STUDENT PAPER

ert með og hreinsa efnin eins vel og mögulegt er. Með því búum við til hreinan og einsleitan úrgangsstraum, sem er verðmætari og líklegri til að henta í endurvinnslu efnis. Einnig er hægt að finna leiðbeiningar um endurvinnslu á vefsíðum endurvinnslustöðvanna (eins og Sopru,Terra og ÍGF) sem og vefsíðum bæjarfélaganna. GŠ Hvað

er að þínu mati mikilvægast að stúdentar endurvinni og hvers vegna? BS Það fer eftir hvaða umhverfisþátt þú ert að reyna að leysa. Ef við skoðum loftslagsbreytingar þá er mikilvægast að lífrænn úrgangur og pappír endi ekki í landfyllingu. Bæði eru þetta lífbrjótanleg efni og í landfyllingu mynda þau metan útstreymi. Plast aftur á móti getur verið nokkuð loftlagsvænt, þar sem það er ekki lífbrotgjarnt en á móti veldur það gífurlegum vandamálum í sjónum og hefur slæm áhrif á sjávarlífríkið. Svo erum við með verðmæt efni eins og ýmsa málma, sem má finna til dæmis í litlum raftækjum, sem við hér á Íslandi erum því miður ekki að flokka nógu vel. GŠ Hvaða

afleiðingar getur það haft að flokka ekki? Eins og endurspeglast í svörum mínum hér að ofan þá eiga engar auðlindir skilið að enda í landfyllingu. Vandamálið við ofneyslu okkar stækkar bara enn meira og hraðar ef við endurvinnum ekki.

BS

GŠ Hvað

fleira geta stúdentar gert til að vernda umhverfið? Ég vill árétta það að endurvinnslan er í raun síðasta hálmstráið. Það sem við eigum að einbeita okkur að er að hætta allri óþarfa neyslu og lágmarka notkun nýrra efna. Þetta getum við gert með því að a) kaupa minna af drasli, b) kaupa notað, c) lagfæra hluti, d) samnýta þá, og svo framvegis. Það besta sem einstaklingurinn getur gert til að hjálpa umhverfinu er að hægja á lífsstílnum og einbeita sér að því sem mestu máli skiptir í lífinu, eins og fjölskyldu og vinum og því að skapa með þeim nýjar minningar.

BS

Setumótmælin í Dómsmálaráðuneytinu og fyrir framan Alþingi GREIN ARTICLE Arnheiður Björnsdóttir ÞÝÐING TRANSLATION Hólmfríður María Bjarnardóttir MYNDIR PHOTOS adstandaupp.com

Viðtal við Elínborgu Hörpu Önundardóttur, Hildi Harðardóttur og Julius Rothlaender

Sit-ins at the Ministry of Justice and in front of the Alþingi An interview with Elínborg Harpa Önundardóttir, Hildur Harðardóttir, and Julius Rothlaender

mate change, the most important materials to keep away from landfills are organic waste and paper, as those biodegrade in landfills and cause methane emissions. Plastic, on the other hand, can be quite climate-friendly, as it does not biodegrade, but instead, we have the huge problem of plastic pollution and its impact on the marine environment. Then we have valuable materials such as metals, which can be found for example in small electronic appliances, which we in Iceland are not sorting very well, sadly. GŠ What harm can come from not recycling? BS As reflected in the answers above, no resource deserves to end up in a landfill. Not recycling just makes the problems we are already facing due to overconsumption even bigger. GŠ What are some other ways a student can help the environment? BS I would like to emphasize that recycling is really the last resort. What we really need to focus on is stopping unnecessary consumption and minimizing the use of virgin materials. We can do this by a) buying less shit, b) buying used, c) repairing, d) sharing, and so on. Slowing down the speed of our lifestyles and focusing on what really matters, like family and friends and creating memories, is one of the best ways we as individuals can help the ­environment.

A journalist from the Student Paper spoke to Elínborg Harpa Önundardóttir, Hildur Harðardóttir and Julius Rothlaender, who have all taken part in the work of No Borders Iceland, which fights for better conditions for refugees and asylum seekers. Elínborg and Hildur were arrested in connection with the sit-ins at the Ministry of Justice that took place in March and April 2019, and Julius was arrested for taking part in protests in front of the Alþingi (the Icelandic parliament) a few weeks earlier. A total of seven people were arrested for disobeying police orders at the two protests. ON THE FAST TRACK TO BEING DENIED

Describing the events leading up to the protests, Hildur says a group of refugees living at Ásbrú, a refugee camp in Keflavík, decided to organize themselves and fight for their rights. They contacted No Borders for help and laid out five demands: No more deportations, thorough reviews of every case, equal access to health care, realistic opportunities to obtain work permits, and the closure of the refugee camp at Ásbrú. About half of the residents of Ásbrú participated, but with each protest, the number of people in the group gradually decreased, as participation seemed to negatively affect their

71


STÚDENTABLAÐIÐ

Elínborg Harpa Önundardóttir

Hildur Harðardóttir

Blaðamaður Stúdentablaðsins ræddi við þau Elínborgu Hörpu Önundardóttur, Hildi Harðardóttur og Julius Rothlaender, þátttakendur í starfi No Borders Iceland sem berst fyrir bættum kjörum flóttafólks og hælisleitenda. Elínborg og Hildur voru handteknar í tengslum við setumótmælin í Dómsmálaráðuneytinu sem fóru fram í mars og apríl 2019, og Julius var handtekinn fyrir að taka þátt í mótmælum sem áttu sér stað fyrir framan Alþingi nokkrum vikum fyrr. Alls voru sjö handtekin fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu á Julius Rothlaender mótmælunum tveimur. „Á FJÖLDAFRAMLEIÐSLUBRETTI NEITANA“ Hildur lýsir aðdraganda mótmælanna þannig að hópur fólks á flótta sem bjó á Ásbrú ákváðu að skipuleggja sig og berjast fyrir réttindum sínum. Þau höfðu samband við No Borders til að fá þau í lið með sér og settu fram fimm kröfur: engar fleiri brottvísanir, efnismeðferð fyrir öll, jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, raunhæfur möguleiki á atvinnuleyfi og lokun flóttamannabúðanna á Ásbrú. Um það bil helmingur íbúa á Ásbrú tóku þátt en með hverjum mótmælunum fækkaði smám saman í hópnum, þátttaka virtist hafa slæmar afleiðingar á umsóknir þeirra til hælis hér á landi. Að sögn Elínborgar var viðhorf þeirra sem héldu áfram að mótmæla að þau hefðu engu fleiru að tapa. Mál þeirra „væru á fjöldaframleiðslubretti neitana“. Mótmælendur lögðu persónuleg mál sín til hliðar til þess að berjast fyrir þessu sameiginlega máli. Títt er að ráðherrar segi að ekki sé hægt að taka einstök mál flóttamanna til skoðunar, heldur verði að líta á heildarmyndina. Við mótmælin var stór hópur samankominn sem vildi skoða heildarmyndina með yfirvöldum en kom að lokuðum dyrum. Aðspurð um ástæðuna fyrir þátttöku hennar í mótmælunum segir Elínborg: „Ég vil ekki búa í heimi þar sem landamæri sem hafa mikil áhrif á fólk eru raunveruleiki og þar sem stjórnvöld og fólk í valdastöðum neitar að taka ábyrgð á hvítri yfirburðahyggju og rasisma. Einnig horfa stjórnvöld ekki í augu við það hvernig kerfið byggist á kúgandi hugmyndafræði og gera fólk á flótta að vandamálinu en ekki sjálf sig.“ KOMU AÐ LOKUÐUM DYRUM YFIRVALDA Fleiri mótmæli höfðu farið fram áður en mótmælin í Dómsmálaráðuneytinu komu til og tilraunir til þess að reyna að koma þessum kröfum flóttafólks á framfæri höfðu verið margar. Íbúar Ásbrúar höfðu sent tölvupósta og No Borders hafði reynt að boða fundi án árangurs, ásamt

SETUMÓTMÆLIN Í DÓMSMÁLARÁÐUNEYTINU OG FYRIR FRAMAN ALÞINGI SIT-INS AT THE MINISTRY OF JUSTICE AND IN FRONT OF THE ALÞINGI

applications for asylum. According to Elínborg, those who continued to protest felt they had nothing more to lose. Their cases “were on a conveyor belt, carrying one right after the other toward a denial.” Protesters put aside their own personal issues to fight for this common cause. Ministers often say that it’s not possible to examine individual refugee cases and that they must consider the bigger picture. The protest brought together a large group of people who wanted to examine the bigger picture with the authorities, but they were turned away. When asked about her involvement in the protest, Elínborg says, “I don’t want to live in a world where borders that have a great impact on people are the reality, and where the government and people in positions of power refuse to take responsibility for white supremacism and racism. The government is also not facing the fact that the system is based on oppressive ideology, and they make refugees out to be the problem instead of themselves.” HIT ONE DEAD END AFTER ANOTHER

The protests at the Ministry of Justice were not the first, and many previous attempts were made to communicate the refugees’ demands. The residents of Ásbrú sent e-mails and No Borders had unsuccessfully tried to arrange meetings. They also held demonstrations, political performances, informational meetings, and fundraisers. The aim of the protest was to establish a dialogue between the Minister of Justice and the refugees, who had presented their demands and wanted to reach an agreement with the Minister. They received no response, and the protesters' experience was that the authorities did not care much about the situation, welfare, and well-being of refugees. The protesters finally obtained a meeting with Áslaug Arna, the Minister of Justice, but it didn’t take place until November 2019, by which time the majority of the most active protesters had already been deported. Since the five demands were made, the situation with deportations has actually gotten worse, as in the case of the Albanian woman who was deported when she was 36 weeks pregnant, despite having a medical certificate stating that it was inadvisable to deport her due to her condition. A doctor consulted on behalf of the Directorate of Immigration signed a certificate saying it was safe for her to travel, but it later became clear that the doctor had never examined the woman and had simply signed the certificate at the request of immigration authorities. The protests did not bring about any changes to deportation protocols; authorities still use the Dublin Regulation to defend their actions without taking a critical look at it. But the protests did spark greater public awareness of deportations and the condition of facilities used to house refugees and asylum seekers.

72


THE STUDENT PAPER

því að halda kröfugöngur, pólitíska gjörninga, upplýsingafundi og fjáröflunarfundi. Markmið mótmælanna var að koma á samtali milli ráðherra og flóttamannanna, sem höfðu sett fram kröfur og vildu semja um þær við dómsmálaráðherra. Engin svör við beiðninni um slíkt samtal bárust og upplifun mótmælenda var að yfirvöld kærðu sig lítið um aðstæður, velferð og líðan fólks á flótta. Mótmælendur fengu að lokum fund með Áslaugu Örnu, dómsmálaráðherra, en hann fór ekki fram fyrr en í nóvember 2019 og höfðu þá flestir virkustu mótmælendurnir sætt brottvísun. Síðan kröfurnar fimm sem nefndar voru hér að ofan voru gerðar hafa brottvísanir breyst til hins verra og má þar nefna mál albönsku konunnar sem var vísað úr landi þegar hún var komin 36 vikur á leið, þrátt fyrir að hafa vottorð um að ekki þætti ráðlegt að beita brottvísun vegna ástands hennar. Læknir á vegum Útlendingastofnunar hafði skrifað undir vottorð um að hún væri fær um að ferðast, en seinna kom í ljós að sá læknir hafði í raun aldrei hitt konuna og hafði einungis skrifað undir vottorðið að beiðni Útlendingastofnunar. Mótmælin komu ekki af stað neinum breytingum varðandi brottvísanir, enn er notast við Dyflinnarreglugerðina án þess að skoða hana á gagnrýninn hátt. En nokkur samfélagsleg vitundarvakning um brottvísanir og aðstöðu flóttamanna og hælisleitenda fór af stað í kjölfar mótmælanna. „ÞIÐ GETIÐ NOTAÐ TJÁNINGARFRELSIÐ ANNARS STAÐAR“ Mótmælendur voru handteknir á þeim grundvelli að hafa brotið 19. grein hegningarlaga sem vísar til skyldu til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Engin ógn stóð þó af mótmælendum og mótmæli eru stjórnarskrárvarin, ásamt því að setumótmæli eru viðurkennd af Mannréttindadómstól Evrópu sem hluti af mótmælafrelsi. Dómstólar, sem eiga að standa vörð um jafnrétti og lögmæti, athuguðu ekki hvort fyrirmæli lögreglu væru lögmæt. Í dómsúrskurðum hefur ekki verið tekið tillit til mótmæla- og tjáningarfrelsis heldur er einfaldlega gert ráð fyrir því að fyrirmælum lögreglu hefði ekki verið fylgt. Aðspurð um hvers vegna lögreglan hafi vegið meira en tjáningarfrelsi segja viðmælendur það vera óljóst hvers vegna 19. grein lögreglulaga er látin trompa stjórnarskrárvarinn rétt til mótmæla og tjáningarfrelsis, sérstaklega þar sem dómstólar færa engin rök fyrir því í úrskurðum sínum. Þá er einungis hægt að geta sér til um ástæðurnar og eins og er hallast þau að því að kerfið noti dómsmál til ögunar á aðgerðasinnum sem þeim finnst „óþæg og/eða truflandi“. 19. greinin er í raun fullkomin leið til þess, enda þarf ekki annað en að hika við að fylgja fyrirmælum lögreglu til þess að hægt sé að handtaka þig og kæra. 19. greinin hefur einnig þann „kost“ að vera mjög óljóst orðuð, þannig hægt er að teygja hana yfir svo gott sem hvað sem er, að sögn þeirra. No Borders hafa undir höndum upptöku frá mótmælum þar sem lögreglumaður skipar mótmælendum að færa sig af almenningsgangstétt og heyrist svo segja: „Þið getið notað tjáningarfrelsið annars staðar.“ Hildur segir þetta viðmót mjög lýsandi fyrir viðbrögð lögreglunnar, og síðar dómskerfisins alls, þegar kemur að baráttu fyrir réttindum fólks á flótta. Stjórnvöld og lögreglan vilja ekki að vakin sé athygli á þeirri óþægilegu staðreynd að kerfið sem þau halda uppi og vinna fyrir byggist á kerfisbundnum rasisma og útlendingaandúð. Fjöldabrottvísanir fólks á flótta og það litla vægi sem rödd þeirra fær þegar það biður stjórnvöld um að á það sé hlustað er ein birtingarmynd þess. Önnur birtingarmynd sem Hildur nefnir er hvernig lögreglan tók mun harkalegar á mótmælum flóttafólks heldur en á öðrum mótmælum. Piparúða og kylfum var til dæmis beitt á mótmælum flóttafólks árið 2019 í fyrsta skipti í 9 ár, eða síðan í janúar 2009 þegar að táragasi var beitt á mótmælum í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. EINSTAKLINGAR Í VIÐKVÆMRI STÖÐU GLÆPAVÆDDIR Dómskerfið virðist því frekar standa með lögreglu í stað þess að dæma í hag mótmælenda. Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við HÍ lýsir

SETUMÓTMÆLIN Í DÓMSMÁLARÁÐUNEYTINU OG FYRIR FRAMAN ALÞINGI SIT-INS AT THE MINISTRY OF JUSTICE AND IN FRONT OF THE ALÞINGI

“YOU CAN USE YOUR FREEDOM OF EXPRESSION ELSEWHERE”

Protesters were arrested on the grounds of having violated Article 19 of the Penal Code, which refers to the obligation to obey police orders. However, protesters posed no threat, and protests are constitutionally protected. Sit-ins are also recognized by the European Court of Human Rights as falling under the freedom to protest. The courts that are suppose to protect equality and legitimacy didn’t examine the legality of the police’s instructions. Court rulings have not taken into account the freedom of protest and expression, but have simply assumed that the police's instructions were not followed. When asked why the police are elevated above freedom of expression, interviewees say it is unclear why Article 19 of the Penal Code is allowed to trump the constitutional right to protest and freedom of expression, especially because the courts do not substantiate this decision in their rulings. It’s only speculation, but right now they believe the system is using court cases to discipline activists who they find "uncomfortable and/or disruptive." Article 19 is, in fact, the perfect way to do this, as one need only hesitate to follow police instructions in order to be arrested and charged. Article 19 also has the "advantage" of being very vaguely worded, so it can be stretched to justify just about anything, they say. No Borders has a recording from a protest in which a police officer orders protesters to move off the public sidewalk and is heard saying, "You can use your freedom of expression elsewhere." Hildur says that this attitude is very descriptive of the police and the judicial system in general when it comes to fighting for refugee rights. The government and the police do not want to draw attention to the unpleasant fact that the system they work for and uphold is built on systematic racism and xenophobia. One manifestation of this is the mass deportation of refugees and the fact that the government pays little heed to their voices when they ask to be heard. Another manifestation that Hildur mentions is how the police reacted much more harshly to refugee protests than other protests. For example, at refugee protests in 2019, they used pepper spray and batons for the first time in nine years. The last time that happened was in January 2009, when tear gas was used during a protest in the wake of the 2008 economic crisis. VULNERABLE INDIVIDUALS CRIMINALIZED

The judicial system seems to prefer defending the police instead of ruling in favor of protesters. Kristín Loftsdóttir, professor of anthropology at the University of Iceland, describes this well in her book Kynþáttafordómar í stuttu máli, in which she examines racist ideas. She mentions that people who apply for international protection are often criminalized in advance, i.e. their mere existence is criminalized and they are always considered

73


STÚDENTABLAÐIÐ

þessu vel í bók sinni, Kynþáttafordómar í stuttu máli, þar sem kynþáttahugmyndir eru teknar til skoðunar. Þar nefnir hún að fólk sem sækir um alþjóðlega vernd sé oft glæpavætt fyrirfram, þ.e.a.s. tilvist þeirra ein og sér er glæpavædd og það alltaf talið grunsamlegt. Þess vegna er svo auðvelt að taka næsta skref og glæpavæða þau sem standa með þessum „grunsamlegu“ einstaklingum með því að draga úr þeim kjark til samstöðu. Aðspurð um stöðu ákæranna og hvort þau sjái fyrir endann á málinu segja þau að í rauninni ættu þetta að vera tvö mál. Þrír einstaklingar voru handteknir fyrir framan Alþingi og fimm í Dómsmálaráðuneytinu. Yfirleitt hefur verið réttað yfir fólki saman þegar það er handtekið í sömu mótmælum. Í tilviki þeirra sem voru handtekin á þessum tveimur mótmælum hefur ríkið slitið málin í sundur án útskýringa sem margfaldar málskostnað, bæði fyrir þau ákærðu og fyrir ríkið. Það eykur álag varðandi fjáröflun og flækir umræður. Það veikir einnig samstöðu hópsins sem stendur með þeim ákærðu að þurfa að mæta sjö sinnum í dómsal en ekki tvisvar. Einnig er auðveldara að ráðast á einstaklinga heldur en hóp og segjast þau því ekki getað annað en áætlað að þetta sé vísvitandi gert af hálfu ríkisins til að þyngja þeim ferlið. Nú eru tvö ár liðin frá mótmælunum og ákærurnar hafa því hangið yfir þeim allan þann tíma. Búið er að dæma fjögur sek, ein bíður úrskurðar og tvö eiga eftir að fara fyrir dómstóla. Nánari upplýsingar um mál einstaklinganna sem kærðir voru má finna á adstandaupp.com þar sem hægt er að styrkja þá fyrir málskostnaði.

suspicious. That’s why it’s so easy to take the next step and criminalize those who support these "suspicious" individuals by making them more reluctant to stand in solidarity. When asked about the status of the charges and whether they foresee the end of the case, they say that in fact there should be two cases. Three individuals were arrested in front of the Alþingi and five at the Ministry of Justice. Generally, people arrested at the same protest have been tried together. But in the case of those arrested at these two protests, the state has split the cases without explanation, which multiplies the legal costs, both for the accused and for the state. It increases the pressure to fundraise and complicates discussions. It also makes it more difficult for people to show their support because they must now appear in court seven times instead of just twice. It is also easier to attack individuals than a group, so they expect that the government deliberately made this decision in order to make the process more challenging. Two years have passed since the protests and the charges have been hanging over them the whole time. Four of them have been sentenced, one awaits the court’s ruling, and two have yet to go to court. Visit adstandaupp.com to find more information on these cases and donate to help cover legal costs.

„Okkur þykir öllum svo vænt um náttúruna“

Þorgerður María Þorbjarnardóttir is a woman of many talents. She’s a rapper, knitter, geologist, and last but not least, a conservationist. Þorgerður was recently accepted to Cambridge University’s graduate program in Conservation Leadership, which only accepts 20 students each year. The Student Paper sat down with Þorgerður for an in-depth conversation.

GREIN ARTICLE Karitas M. Bjarkadóttir ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers MYND PHOTO Aðsend Contributed

Viðtal við Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur

“We All Care So Much About Nature” An interview with Þorgerður María Þorbjarnardóttir

KMB Where did your interest in conservation orig-

inate? Can you remember a specific moment when you decided that this was your calling? ÞMÞ Well, I grew up in Egilsstaðir [in East Iceland], and the Kárahnjúkar Hydropower Plant was built during my formative years. It was around eighth grade. I was deeply impacted by seeing local nature destroyed, and at the same time I was experiencing this great rift the project caused within the community. People thought it was stupid to oppose the power plant because the aluminum smelter had brought jobs – and therefore money – to the area. I just remember thinking later, I want to make sure that doesn’t happen again. There’s got to be a better way to make a living in Iceland than destroying nature. KMB So what happened after that? When did you

make the decision to get into conservation? ÞMÞ I’m not really sure. It happened gradually. I

74


THE STUDENT PAPER

Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur er margt til listanna lagt. Hún er rappari, prjónakona, jarðfræðingur en síðast en ekki síst; umhverfisaktívisti. Þorgerður komst nýlega inn í meistaranám í Cambridge í leiðtogafærni innan umhvefisverndar; Master of Philosophy in Conservation Leadership, en það komast aðeins 20 manns inn í það ár hvert. Stúdentablaðið settist niður með Þorgerði og spurði hana spjörunum úr. KMB Hvar

byrjaði áhugi þinn á umhverfismálum? Manstu eftir einhverju einu augnabliki þar sem þú ákvaðst að þetta væri köllunin þín? ÞMÞ Já, sko ég er alin upp á Egilsstöðum. Og Kárahnjúkavirkjun varð að veruleika á miklum mótunarárum hjá mér. Ég var í áttundabekk, sirka. Ég tók mjög nærri mér að það væri verið að eyðileggja náttúruna, en á sama tíma upplifði ég mikinn klofning í samfélaginu. Fólki fannst heimskulegt að vera á móti virkjuninni af því að með álverinu komu störf inn í sveitarfélagið og þar af leiðandi peningar. Ég man bara að hafa svo í seinni tíð hugsað: ég vil passa að þetta gerist ekki aftur, það hlýtur að vera til betri leið til að lifa á Íslandi heldur en að eyðileggja náttúruna. KMB Og

hvað gerist svo í kjölfarið á því? Hvenær tekurðu ákvörðun um að vilja leggja þetta fyrir þig? ÞMÞ Ég veit það ekki alveg. Þetta gerðist svolítið smátt og smátt. Ég gekk í félag Ungra umhverfissinna árið 2013 og bauð mig fram í stjórn í fyrsta skipti 2014, þegar ég var í menntaskóla. En ég var eins og margir unglingar svolítið að reyna að finna mig og það var í rauninni ekki fyrr en á síðasta árinu í jarðfræði sem ég fer að hugsa um hverju ég vilji mennta mig í og býð mig aftur fram í stjórn. Þarna hafði ég tekið smá pásu. Ég áttaði mig á því að þetta væri eitthvað sem ég hafði ánægju af og ástríðu fyrir og ég ætlaði bara að halda þessu áfram, því það skipti mig augljóslega máli. Ég fór inn í félagið með áhuga á nátturuvernd og þjóðgarðsmálum. Einhvern veginn að breiða út fagnaðarerindið ef svo má að orði komast, væntumþykjunni fyrir landinu. En síðan hafa loftslagsmálin sogað mig svolítið inn í sig því það er svo mikilvægt að vinna í því núna. En vísindin og pólitíkin og öll smáatriðin í því eru ekki endilega mín áhugamál, ég er meira sjálf að beita mér í umsóknarskrifum um hálendisþjóðgarð eða raflínulagnir, orkumál og svoleiðis. Svolítið að passa að við förum aðeins betur með orkuna sem við eigum. Ég er í hagsmunaráði hjá Landsneti og svo er þessi umræða um hálendisþjóðgarð. Mig langar til þess að hann verði að veruleika og mig langar til þess að það sé mikil sátt um hann, af því þannig virkar hann náttúrulega best. Ég hef verið að kynna mér viðhorf og skoðanir annarra. Hvað getum við sammælst um og hvernig getum við komið því í gegnum þingið? KMB Svo

hefurðu líka verið að taka þátt í loftslagsverkfallinu, er það ekki? ÞMÞ Jú, ég hef verið svolítið í því að skipuleggja það og það eru einmitt aðrir sem sjá um að hafa áhugann og skilninginn á pólitíkinni þar en ég hef tekið mjög mikinn þátt í þessu og skipulagt viðburðina og gjörningana sem eru í kringum verkfallið. Og þar liggur líka minn áhugi á krökkum og kennslu, og ekki bara krökkum heldur líka leiðtogahæfni, það að fá fólk með sér í eitthvað. Að gera eitthvað. Gefa fólki sem er með mikinn loftslagskvíða farveg til þess að hafa áhrif. KMB Myndirðu

segja að það sé það besta við þetta allt saman? Að fá rými til þess að deila þinni þekkingu og reynslu? ÞMÞ Já, klárlega. Og það er það sem námið sem ég er að fara í snýst um. Hvernig á að vera góður leiðtogi. Af því að góður leiðtogi er ekki einhver sem bara gerir allt. Heldur einhver sem virkjar fólkið og samfélagið í kringum sig. Það er það sem ég er að fara að læra, hvernig á að hafa áhrif á samfélagið þannig að náttúruvernd verði eitthvað sem fólk vill gera. En ekki bara ég að skrifa eitthvað lagafrumvarp sem ég sendi síðan á einhvern ráðherra. Það er ekki leiðtogahæfni að gera vinnuna fyrir fólk, heldur að leiða fólk áfram og sameina krafta fólks. „OKKUR ÞYKIR ÖLLUM SVO VÆNT UM NÁTTÚRUNA“ “WE ALL CARE SO MUCH ABOUT NATURE”

joined the Icelandic Youth Environmentalist Association in 2013 and first became a board member in 2014, when I was in junior college. Like a lot of teenagers, I was sort of trying to find myself, and it really wasn’t until my last year in geology that I started thinking about what I wanted to study [next] and ran for a board position again after having taken a bit of a break. I realized it was something I enjoyed, that I felt passionate about and wanted to continue, because it was clearly important to me. I joined the association with an interest in conservation and national parks. [I wanted] to spread the gospel, you could say, share my love of the land. Since then, I’ve sort of been pulled in by climate issues, because that work is so important right now. But the science and the politics and all the little details aren’t really where my interest lies. Personally, I’m more focused on helping secure funding to establish a national park in the Icelandic highlands, getting involved in issues related to energy and power line placement, that sort of thing. On making sure we are better stewards of the energy [resources] we have. I’m on the stakeholder advisory council for [the electric company] Landsnet, and there’s this discussion about the national park in the highlands. I want to see the idea realized, and I want people to unite behind it, because of course things work better that way. I’ve been familiarizing myself with other people’s views and opinions. What can we agree on, and how can we get [the bill] through Parliament? KMB You’ve also been participating in the climate

strikes, haven’t you? ÞMÞ Right, I’ve been involved in organizing them. There are others who are more interested in politics and understand that better, but I’ve been really involved and organized events and performances in conjunction with the strikes. And that’s where my interest lies, working with kids and education, and not just with kids but also with fostering leadership skills, getting people to join your efforts, to do something. To give people who are really anxious about the climate a way to make an impact. KMB Would you say that’s the best part of all of this?

Having space to share your knowledge and experience? ÞMÞ Yes, absolutely. And that’s what the master’s program I’m going to be doing is all about. How to be a good leader. Because a good leader isn’t someone who just does everything themselves, but rather someone who motivates the people and the community around them. That’s what I’m going to be learning, how to impact the community so that conservation becomes something people want to be involved in. And not just me writing some bill that I then send to some government minister. Leadership doesn’t mean doing the work for people, it means guiding people and uniting their strengths.

75


STÚDENTABLAÐIÐ KMB Segðu

mér nú aðeins frá meistaranáminu í Cambridge, hvað fékk þig til að leita í þetta tiltekna nám þar? ÞMÞ Það er þessi prófessor í Cambridge, Chris Sandbrook. Hann átti að vera með kynningu í Umhverfisráðuneytinu í mars 2020 um verkefni sem lagði upp með spurninguna: Hvernig náttúruverndarsinni ert þú? Ertu að meta hlutina út frá mannlegum gildum, náttúrulegum gildum eða frá hagfræðilegum gildum. Viltu vernda náttúruna vegna þess að þú græðir á því, af því hún á rétt á sér eða af því maðurinn þarf á henni að halda? Ég tók próf á netinu og spurningarnar fengu mig virkilega til þess að hugsa um allskonar hluti. Ég fór í framhaldinu að skoða þennan Chris og fann þá þetta nám sem hann er yfir. Þetta eru 5-6 áfangar sem tengjast allir náttúruvernd, auk starfsnáms. Námið er alþjóðlegt þannig að það eru nemendur alls staðar að úr heiminum, það eru bara eitthvað 20 sem komast inn í námið á ári. Mér fannst þetta hljóma roslega vel svo ég sótti um þetta og ekkert annað. Hugsaði með mér að ef ég kæmist ekki inn í þetta þá myndi ég bara taka mér aðeins meiri tíma til að hugsa um það hvað ég vildi gera. Og svo bara komst ég inn!

„Af því að góður leiðtogi er ekki einhver sem bara gerir allt. Heldur einhver sem virkjar fólkið og samfélagið í kringum sig.“

“Because a good leader isn’t someone who just does everything themselves, but rather someone who motivates the people and the community around them.”

KMB Hvað

langar þig að gera við þetta þegar þú kemur heim? sé fyrir mér að í náminu muni ég fatta svolítið meira hvað ég vil gera. Það er einn áfangi sem heitir Conservation Governance, sem gæti leitt mig í þá átt. Hvað varðar umhverfsverndarmál hérna heima langar mig að vita hvar flöskuhálsinn er, af hverju erum við enn þá að hugsa um einhverjar virkjanir. En það er erfitt að svara þessu fyrir fram. Ég sé fyrir mér að vera svolítið hreyfanleg, meta hvar vantar mannafl með hugsjónaskoðanir og drifkraft. Hvort sem það yrði í Landvernd, Umhverfisstofnun eða einhverjum stjórnmálaflokki. En mér finnst alveg líklegt að ég fari í sveitarstjórn eða eitthvað þannig. Bjóði mig fram í það. Mér finnst svolítið spennandi að skilja hvernig míkrókosmósinn virkar, áður en ég fer út í stóra samhengið. ÞMÞ Ég

að lokum, er einhver hugsanaháttur í umhverfisvernd sem þú vildir að sem flestir tileinkuðu sér? ÞMÞ Ég vildi að fólk myndi ferðast meira um Ísland og fara á þessa staði sem við eigum. Ekki bara fara til þess að taka Instagram mynd heldur til að upplifa. Ég held að ef við myndum öll gera aðeins meira af því þá myndum við hugsa okkur aðeins meira um áður en við förum að setja náttúruminjar í hættu fyrir öryggi eða peninga.

KMB Tell me a little about this master’s program at

Cambridge. What got you interested in this specific program? ÞMÞ There’s this professor at Cambridge, Chris Sandbrook. He was supposed to give a presentation at the Ministry for the Environment and Natural Resources in March 2020 about a project that began with the question: What kind of conservationist are you? Are your judgments based on human values, natural values, or economic values? Do you want to protect the environment because you profit from it, because it has a right to be protected, or because humans need it? I took a test online and the questions really got me thinking about all sorts of things. Afterward, I started reading up on this professor and discovered this program that he runs. There are 5-6 modules, all related to conservation, plus an internship. It’s an international program, so there are students from all over the world, and only 20 get in each year. I thought it sounded really great, so I applied for it. I didn’t apply anywhere else. I figured if I didn’t get in, I’d just take a little more time to think about what I wanted to do. But then I got in! KMB What do you want to do with this degree when

you come home? ÞMÞ I imagine I’ll get a better idea of what I want to do when I’m in the program. There’s one module called Conservation Governance, which might lead me in that direction. With regards to conservation here in Iceland, I want to know where the bottleneck is, why we’re still thinking about power plants. But it’s a hard question to answer ahead of time. I imagine being rather flexible, evaluating where there’s a need for someone with drive and visionary ideas, whether that might be with the Icelandic Environment Association (Landvernd), the Environment Agency of Iceland (Umhverfisstofnun), or some political party. But I think it’s pretty likely that I’ll get involved in municipal government or something like that. Run for office. I think it’s pretty exciting to understand how the microcosm works before I step out onto a bigger stage.

KMB Svona

Við viljum benda á heimasíðu Þorgerðar, thorgerdurmaria.is, þar sem lesendur geta kynnt sér stefnur hennar og vinnu betur.

KMB As we wrap up, is there some sort of conserva-

tion mentality you wish as many people as possible would adopt? ÞMÞ I wish people would travel around Iceland more and visit these places we have. Not just go to Instagram them but to experience them. I think if we all did a little bit more of that, we would think a bit harder before endangering our natural treasures in exchange for security or money. Readers can learn more about Þorgerður’s work and views on her homepage, thorgerdurmaria.is.

„OKKUR ÞYKIR ÖLLUM SVO VÆNT UM NÁTTÚRUNA“ “WE ALL CARE SO MUCH ABOUT NATURE”

76


THE STUDENT PAPER

Miðstéttarvæðing í miðbænum

Gentrification has been little discussed in Iceland. Though it’s a complicated concept, gentrification essentially means a demographic change in a ­neighbourhood. The word’s etymology references the gentry of industrial-era English society and how they gradually embraced the values of the lower classes. This process leads to the upper classes acquiring spaces that previously belonged to the lower classes. Affluent people move into poor neighbourhoods, driving up housing costs. These neighbourhoods become more desirable for wealthier people, and more often than not, poorer individuals are ultimately displaced and forced into other parts of the city. HLEMMUR AND IDEAS ABOUT GENTRIFICATION

Gentrification in Downtown Reykjavík

GREIN & ÞÝÐING ARTICLE & TRANSLATION Jóhannes Bjarki Bjarkason

Miðstéttarvæðing (e. gentrification) er hugtak sem lítið hefur verið fjallað um hér á landi. Þó að hugtakið sé flókið felur meginkjarni þess í sér breytingu á lýðfræði hverfis. Sifjar orðsins vísa til aðalsins (e. gentry) úr breska iðnsamfélaginu og hvernig sú stétt aðhyllist gildi lægri stétta. Þetta leiðir til þess að efri stéttirnar sölsa undir sig rými sem áður tilheyrðu lægri stéttum. Ríkt fólk flytur inn í fátækari hverfi sem veldur því að fermetraverð hækkar. Þessi hverfi verða eftirsóknarverðari fyrir fólk í efri stéttum samfélagsins sem leiðir oftar en ekki til flutnings fátækara fólks í önnur hverfi borga. HLEMMUR OG HUGMYNDIR UM MIÐSTÉTTARVÆÐINGU Sögu Hlemms má skoða út frá miðstéttarvæðingu. Hlemmur býr yfir langri sögu sem áningarstaður ferðalanga frá efri sveitum og inn í þá ört vaxandi þéttbýli Reykjavíkur. Árið 1978 var byggingin á Hlemmi reist sem aðal biðstöð Strætisvagna Reykjavíkur. Ásamt notagildi sínu sem biðstöð átti byggingin einnig að hýsa verslanir og var hugmyndin að hún myndi þjóna sem yfirbyggt markaðstorg. Í grein sinni um Hlemm í tímaritinu HA skrifar Bjarki Vigfússon að húsið „hafi mátt þola röð mistaka.“ Sem dæmi nefnir Bjarki að innanhúss hönnuninni var breytt úr opnu, björtu og gróðursælu rými í dimmara og kaldranalegra rými. Flestar verslanir hússins hurfu að lokum. Hugmyndin um markaðstorgið Hlemm náði ekki lengra en svo. Sem aðgengilegt rými í miðbæ Reykjavíkur laðaði húsið að sér annan markhóp en upphaflega var gert ráð fyrir. Pönkararnir á 9. áratugnum tóku yfir rýmið, eins og er vel skjalfest í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Rokk í Reykjavík. Ásamt þeim urðu heimilislausir einstaklingar sem og einstaklingar með vímuefnavanda tíðir gestir byggingarinnar. MARKAÐSTORGIÐ HLEMMUR Í dag virðist sem upphaflegt notagildi hússins hafi verið endurreist. Markaðstorgið Hlemmur lifir góðu lífi sem höfuðstöðvar mat­hallar­ væðingarinnar í borginni. Hlemmur Mathöll opnaði dyrnar árið 2017 og stuttu seinna opnuðu aðrar slíkar hallir vítt og breitt um borgina: Grandi Mathöll árið 2018 og Höfði Mathöll 2019.

Hlemmur’s history can be examined in the context of gentrification. Hlemmur boasts a rich history as a pitstop for people travelling from further afield into what was then the rapidly expanding Reykjavík metropolitan area. In 1978, the building standing at Hlemmur was built to be the central terminal for the Reykjavík city bus system. As well as serving as a bus terminal, it was also intended to accommodate shops and serve as an indoor market square. In his article on Hlemmur in HA magazine, Bjarki Vigfússon writes that the building’s design had to endure “a series of mistakes.” He mentions, for example, that design plans for the interior changed it from an open, bright, and lush environment to a darker and colder space. Ultimately, most of the building’s shops disappeared. The idea of a market square at Hlemmur went no further. As an accessible space in downtown Reykjavík, the house attracted a different audience than originally intended. In the 80s, the building was overrun by punks, as documented in Friðrik Þór Friðriksson’s documentary Rokk í Reykjavík. Alongside the punks, homeless individuals and substance users became frequent guests at Hlemmur. HLEMMUR MARKET SQUARE

Today, it seems that the building's original intended use has finally been realized. The idea of Hlemmur as a market square lives on, as it is now the headquarters of the city’s food hall culture. Hlemmur Food Hall opened its doors in 2017, with other food halls opening subsequently around the city: Grandi Food Hall in 2018 and Höfði Food Hall in 2019. Today, with a variety of excellent restaurants, Hlemmur Food Hall is an attractive meeting place for the middle and upper classes. Action has even been taken to prohibit lower-class individuals from entering. Gradually, Hlemmur’s managers have made it less and less accessible to the people who once frequented the place. Bearing in mind organizational changes and the building’s original use, it is difficult to look past the purpose it actually served over the years. Hlemmur served as a shelter for individuals who had no other place to go during the day. The transformation of Hlemmur ushered in what is called a cultural shift.

77


STÚDENTABLAÐIÐ

Hlemmur gegnir nú hlutverki samkomustaðar fyrir milli- og efristéttina þar sem fjölbreytt úrval góðra veitingastaða laðar fólk úr þessum stéttum til staðarins. Meira að segja hefur komið til aðgerða sem bókstaflega hamla aðgengi lægri stéttarinnar að staðnum. Rekstraraðilar hafa með tímanum skert aðgengi staðarins gagnvart þeim gestum sem sóttu staðinn áður fyrr. Með bæði skipulagsbreytingarnar og upphaflegt notagildi hússins í huga er erfitt að líta fram hjá raunverulegu notagildi þess í gegnum tíðina. Staðurinn þjónaði sem raunverulegt athvarf fyrir einstaklinga sem ekki gátu verið annars staðar á daginn. Breytingin á Hlemmi ruddi fram því sem kallast menningarleg tilfærsla. Áðurnefndir fastagestir Hlemms voru ekki lengur velkomnir inn á staðinn. Ekki var gert ráð fyrir þeim við endurskipulagningu húsnæðisins. Þeir einstaklingar sem áður sóttu staðinn þurfa nú að leita annað til þess að sinna grunnþörfum sínum. Skjól, aðgengi að vatni og félagslegu tengslin sem fengust á Hlemmi eru ekki lengur aðgengileg þessum hópum. Þrátt fyrir þessar breytingar er ekki hægt að gera ráð fyrir því að þessir sömu einstaklingar leiti ekki aftur í húsið eins og dæmin hafa sýnt. Þetta skapar togstreitu á milli þess sem var og er, ásamt stétta­ átökum á milli efri og neðri stéttanna. Í tilfelli Hlemms breyttist húsið úr því að vera almenningsrými, opið öllum án sérstaks tilgangs, yfir í að vera verslunarrými sem lýtur markmiðum og gildum hagsmunaaðilanna sem þar starfa. FERÐAMANNAIÐNAÐURINN SEM HREYFIAFL MIÐSTÉTTARVÆÐINGAR Til þess að skoða miðstéttarvæðingu almennilega þarf að líta á ferðamannaiðnaðinn sem mikilvægan þátt. Með vaxandi straumi ferðamanna eykst eftirspurn á náttstöðum í miðborg Reykjavíkur. Það orsakar flutning íbúa úr miðborginni, sem leigja ferðamönnum húsnæði sitt, og inn í önnur hverfi borgarinnar. Að auki eykst bolmagn veitingageirans til þess að anna eftirspurn eftir þjónustunni. Þessi þróun leiddi til einkenna miðstéttavæðingar á ákveðnum svæðum, t.d. í gömlu verbúðunum úti á Granda. Þessi gífurlega aukning gjaldeyris inn í hagkerfi miðborgarinnar veldur straumhvörfum. Það er vissulega rétt að borgin virðist hafa verið líflegri sem aldrei fyrr. Á sama tíma þarf að hafa í huga að ekki njóta allir sömu forréttinda. Rótgrónir og jaðarsettir hópar eiga ekki skilið að vera bolað úr þeim rýmum sem gegna mikilvægu hlutverki í þeirra lífum. Arkitektúr skilgreinir hvaða manneskjur það eru sem nýta tiltekin rými. Hann hefur vald til þess að skapa manneskjur í tilteknu rými auk þess að ráða fyrir um hegðun þeirra, hugsanir og tilfinningar. Þetta vald þarf að beisla í þágu almenningsins, þegar það á við.

The previously mentioned regular guests at Hlemmur were no longer welcome. Their presence there was not taken into account during Hlemmur’s transformation. The individuals who previously used the building must now look elsewhere to have their basic needs met. Shelter, access to clean water, and the social connections that Hlemmur provided are no longer accessible to these groups. In spite of the building’s transformation, it cannot be assumed that these same individuals won’t try to gain entrance again, as experience has shown. This creates a certain conflict between what was and what is, along with conflict between the upper and lower classes. In the case of Hlemmur, the site shifted from being a public space, open to all and with no particular purpose, into a commercial space subject to the goals and values of stakeholders. THE TOURIST INDUSTRY AS A DRIVER OF GENTRIFICATION

In order to examine gentrification, the tourism industry must be seen as playing an important part. With the influx of tourists, demand for lodging in central Reykjavík increases. This leads many downtown residents to move to other parts of the city and rent their downtown properties to tourists. At the same time, the food service industry increases its capacity to cater to the demand. This development prompted features of gentrification in certain areas, for example at Grandi. This massive increase of capital into the economy of central Reykjavík causes a paradigm shift. It is true that the city has become more lively than ever before. At the same time, it is necessary to keep in mind that not everybody enjoys the same level of privilege. Established and marginalised groups do not deserve to be evicted from spaces that play important roles in their lives. Architecture defines which individuals are able to use certain spaces. It also has the power to create human beings inside a particular space, as well as influencing their behaviour, thoughts, and emotions. This power must be harnessed for the sake of the public, as needed.


www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta

STÚDENTAGARÐAR

LEIKSKÓLAR STÚDENTA

www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn

Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is


STÚDENTABLAÐIÐ

Við veitum Námufélögum veglega námsstyrki á framhalds- og háskólastigi fyrir skólaárið 2021–2022.

Sæktu um námsstyrk

Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2021. Sæktu um á landsbankinn.is/namsstyrkir.

80 L ANDSBANKINN.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.