3 minute read

nefndar Alþingis og stjórnmálafræðin

Advertisement

ÓLAFUR Þ. HARÐARSON FORSETI FÉLAGSVÍSINDASVIÐS HÁSKÓLA ÍSLANDS OG PRÓFESSOR Í STJÓRNMÁLAFRÆÐI

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis og stjórnmálafræðin

Hin nýja og vandaða skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um fall íslensku bankanna er mikil tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Ekki vegna þess að meginlínurnar um stjórnmálin og stjórnsýsluna hafi ekki í aðalatriðum verið þekkt, heldur vegna þess að í skýrslunni er margt staðfest sem menn þóttust vita, en höfðu ekki rannsóknargögn til þess að staðfesta.

Skýrslan er mikill áfellis dómur yfir pólitískri sið menningu á Íslandi, um ræðu háttum stjórnmálanna undan farna áratugi, fyrir greiðslu og klíkuskap, svo kölluðum klækjastjórnmálum og pólitískri spillingu. Stjórnsýslukerfið fær líka falleinkunn, skipulags leysi, ábyrgðar leysi, slakar boðleiðir, ómál efnalegar ákvarðanir og skortur á sjálf stæði virðast jafnvel enn út breiddari en menn héldu.

Mikilvægt er að Íslendingar læri af þessari miklu skýrslu. Menn eiga að ræða hana og niðurstöður hennar af yfirvegun og skynsemi – en ekki með þeim hætti Morfís-ræðuhalda, sem einkenna íslensk stjórnmál alltof mikið og hafa gert í heila öld að minnsta kosti. Skýrslan er ekki stóridómur fremur en önnur mannanna verk og ekki nákvæm leiðsögn um hvert skuli halda. En hún er skyldulesning fyrir þá sem vilja vinna að umbótum á íslenska stjórnmálakerfinu.

Skýrslan fjallar um ýmis meginviðfangsefni stjórnmálafræðinnar. Hún gefur fágæta innsýn í hugsunarhátt og starfshætti forystukjarnans (elítunnar) í íslenskum stjórnmálum. Rannsóknir á forystumönnum eru almennt erfiðar, m.a. vegna þess að þeir eru önnum kafnir og gefa sér oft ekki tíma til þess að tala við fræðimenn – en auk þess hafa þeir augljósan hag af því að lagfæra sannleikann og segja ekki frá því sem misjafnt kann að vera talið. Rannsóknarnefnd Alþingis naut þeirrar einstöku aðstöðu að forystu mennirnir voru lögum samkvæmt skyldugir til þess að mæta hjá nefndinni og að skýra satt og rétt frá. Margar frásagnirnar eru birtar orðréttar og segja mikla sögu, bæði efnislega og um þann hátt sem forystumenn nota til þess að tjá sig þegar sjónvarpsvélarnar suða ekki fyrir framan þá. Stundum minna ummæli íslenskra forystumannanna á frægar segulbandsupptökur Nixons af fundum í Hvíta húsinu.

Íslenskir stjórnmálafræðingar hafa fjallað mikið um þau megineinkenni íslenskra stjórnmála sem skýrslan setur nú í skýrt ljós. Ítarlega hefur verið skrifað um fyrirgreiðslustjórnmálin og samþættingu stjórnmála, efnahagslífs og menningar á 20. öldinni. Margir héldu að íslensk stjórnmál væru að breytast í átt til margræðis eða plúralisma – og um sumt hafa þau gert það. En skýrslan sýnir líka vinnubrögð sem hinir harðsnúnu fyrirgreiðslustjórnmálamenn á fyrri hluta 20. aldar hefðu verið fullsæmdir af. Í ljós kemur t.d. „Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir pólitískri að hinum öflugu stjórnmálasiðmenningu á Íslandi, umræðu háttum foringjum Davíð Oddssyni og Jónasi Jónssyni frá Hriflu svipar stjórnmálanna undan farna um margt saman. ára tugi, fyrir greiðslu og klíkuskap, svo kölluðum Inngangsbókin Íslenska klækjastjórnmálum og pólitískri spillingu.“ stjórnkerfið eftir Gunnar Helga Kristinsson, sem lesin er á fyrsta ári í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, bendir á mörg þau einkenni sem nú fá mikla umfjöllun vegna nýrra upplýsinga í rannsóknarskýrslunni og dramatískra frásagna fjölmiðla. Gunnar Helgi hefur fjallað ítarlega um fyrirgreiðslukerfið í íslenskum stjórnmálum, m.a. í greininni “Parties, states and patronage” sem birtist í West European Politics árið 1996. Hann fjallar líka um fyrirgreiðslu og marga veikleika íslensku stjórnsýslunnar í bókinni Embættismenn og stjórnmálamenn sem kom út 1994 – við mismikla hrifningu.

Síðustu árin hefur hann birt margar greinar í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, sem stjórnmálafræðingar við Háskóla Íslands gefa út. Þar hefur hann m.a. fjallað um nýjar rannsóknir á pólitískum stöðuveitingum og um sjálfstæði og ábyrgð ráðherra.

Það er verðugt viðfangsefni fyrir íslenska stjórnmálafræðinema – og líka fyrir full vaxta fræðimenn – að nota hinn gríðarlega efnivið sem finna má í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis til þess að prófa tilgátur sem stjórnmálafræðingar og aðrir hafa sett fram á undanförnum árum og áratugum um íslensk stjórnmál og stjórnsýslu. Skýrslan er dýrmætt gagnasafn, sem nota má við kenningasmíð og fræðilega greiningu á pólitískum veruleika á Íslandi – og raunar gagnast víðar.

Svokallaðar valdsrannsóknir voru framkvæmdar á ýmsum Norðurlöndum fyrir um

það bil þrjá tíu árum og endurteknar fyrir áratug. Þetta voru umfangsmiklar (og dýrar) rannsóknir. Stjórnmálafræðingar fóru vandlega í gegn um megineinkenni stjórnmálakerfa landanna „Inngangsbókin Íslenska stjórnkerfið eftir – rannsökuðu hvernig valdinu væri dreift. Íslensk Gunnar Helga Kristinsson, sem lesin er á fyrsta rannsókn af svipuðu tagi ári í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, bendir hefði verið líkleg til þess að á mörg þau einkenni sem nú fá mikla umfjöllun afhjúpa marga þá veikleika vegna nýrra upplýsinga í rannsóknarskýrslunni og stjórnmálakerfisins sem skýrsla rannsóknarnefndarinnar leiðir dramatískra frásagna fjölmiðla.“ nú í ljós. Þingsályktunartillaga frá Haraldi Ólafssyni um íslenskra valdsrannsókn var reyndar samþykkt á Alþingi á níunda áratug síðustu aldar. Ekkert varð hins vegar úr framkvæmdinni. Hvers vegna?

This article is from: