![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/7302dcd153368594dc07a6d82a279ca7.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
8 minute read
Sigríður Klingenberg um stjórnmálaleiðtoga
Sigríður Klingenberg skyggnist inn í framtíð stjórnmálaforingjanna
EFTIR BJÖRGVIN FANNAR BJÖRNSSON OG GUNNÞÓRUNNI JÓNSDÓTTUR
Advertisement
Við mættum hress að heimili Sigríðar Klingenberg á Álftanesinu. Hún tók á móti okkur með hlýjum hug og bauð okkur te og með því. Orkan inni á heimili hennar var með eindæmum og eftir viðtalið fl ugum við heim með hugann fullan af gleði og kærleika. Hún Sigríður leyfði okkur að skyggnast með sér í indverska talnaspeki sem hún notar til að sjá í framtíðina og fengum við hana til að skoða hana hjá forystumönnum þjóðarinnar. Við fylgdumst spennt með gangi mála og hér er það sem hún hafði að segja.
Sjá næstu opnu.
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/782119c8b645f2aa7eafba97c8e8a9bd.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/a5b8d00188c6339b82939e3b88f77095.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/8a3e535be59b5579adea30ea21f5c850.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/87360a04c6d1526e964462ce1c146b55.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/22e5fdc08db62f3bb5c986fc9900efb9.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/e76894d245610db69d9188076e01a696.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/f095d4362f9bd5d7aa00d68084f9a27c.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/fc0ff15e84c4bb8543a3acd90d741085.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/458a079860fc8156b5dcbd7838972f81.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/ed239f69726b28b9ac945279110f3be5.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/261d5553f9675aa1adec7161ad975668.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/ac7ac1f6d0c59bcc3e28828cee5ad5d8.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/2873a8e15afae4aece27518bcdc220c1.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/2262dfc90345b27a94bc76b943f65795.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/2f58a0e2c086d7c75fdc89b583bc571b.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/63a094f3250bdfc4edfd57f68ed5d6d7.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/7acf1f9c2be26f53633aa52a67e83783.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/91903fd17b0c38a0367cd2d833382cfd.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
Formaður Vinstri Grænna: STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
4. 8. 1955 = 32 = 5
Steingrímur er í talnaspeki talan 5 sama tala og frú Klingenberg og Þórhallur miðill, svo það gæti falist í honum lítill spámaður. Margir spámenn eru með fi mmuna inní tölunum hjá sér, svo það er voðalega gott að hafa einhvern sem sér aðeins lengra í ríkisstjórninni og sérstaklega núna. Þetta fólk hefur yfi rleitt mikinn kraft í ræðumennsku og geta orðið góðir skemmtikraftar. Ég get alveg séð hann Steingrím fyrir mér, ef illa færi, að hann yrði góður skemmtikraftur. Hann er mikill kennari og hann á eftir að kenna fólki mikið. Hann er staðfastur og gefst ekki upp og hefur gaman að því sem hann gerir. Honum líkar það að vera í ríkisstjórn á þessum tímapunkti því að hann er mikið fyrir áskoranir. Allar tölur sem hann er með inni hjá sér eru svona áskorunar tölur, svo að hann er ávallt vakandi og í viðbragðsstöðu. Mér sýnist Steingrímur hafa alveg 9 líf svo að ekkert getur nú skaðað hann. Hann á eftir að verða bæði gamall og gera mikið meira í stjórnmálum en hann hefur gert og mun varla blettur falla á þann feril.
Hann hefur áttuna inni í talnaspekinni og hún er sterk í tölunum, þar sem hann er fæddur í ágúst. Hann því líka snöggur að taka ákvarðanir og það sem þau Jóhanna og hann hafa sameiginlegt er að þau eru bæði fædd fj órða, bæði með fj arkann inni, það gerir þau ægilega þrjósk. Þau eru líka mjög þrjósk á því að vera saman og passa að fólk sjái ekki að þau ætli að slíta sambandinu. Þau hefðu t.d. átt ægilega vel sem hjón og það hefði orðið langt hjónaband. Það eru ótrúlega margir hlutir sem þau verða sammála um. Þau hafa bæði verið að mótmæla og ná ótrúlega vel saman í þessu samstarfi .
Steingrímur er að byrja á ári 5 eins og maður kallar það og hann fór í þessa tölu í ágúst. Þetta er mjög erfi tt ár sem hann er að fara í gegnum en það verður fj ölbreytt og litríkt. Honum á í raun eftir að fi nnast það áhugavert og skemmtilegt þó að það sé erfi tt. Næsta ár verður ofboðslegt sprengiár og það verður svolítið sérkennilegt hvernig það mun raðast upp hjá þeim skötuhjúunum. Ég verð að taka þau pínulítið saman því þau standa náttúrulega sterkt saman í darraðardansinum þó þau séu í sitthvorum fl okknum.
Ég get ekki betur séð en að Sjálfstæðisfl okkurinn mun auka og auka við fylgi sitt, svo að þetta verður svolítið erfi tt fyrir þessa samsteypustjórn.
En hann Steingrímur er fi mma og er á árinu 5 og það er lukkukraftur yfi r því. Hann er í góðum gír og góðum málum á þessu ári og hann mun ekki láta deigan síga né segja af sér, ekki undir neinum kringumstæðum.
Formaður Framsóknarfl okksins: SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON
12. 3. 1975 = 28 = 1
Ég get ekki betur séð en að Sigmundur Davíð sé góður drengur, ljúfur strákur og hvers mann hugljúfi . Hann er ás og ásarnir standa nú yfi rleitt við það sem þeir segja. Því er nú gott að hafa nokkra ása í pólitíkinni en það er nokkuð sjaldgæft að þeir leggi fyrir sig þann grunn. Það er mikið sjálfstæði sem einkennir oft ásana og þeir eru tryggir sjálfum sér.
Ég er eiginlega ekkert viss um hvað verður úr þessu hjá Sigmundi. Hann er á endaloksári, hann er á tölu 9 á þessu ári og það er þýðir í raun svona endalok hjá honum. Það sem honum fi nnst ekki nógu skemmtilegt, lokar hann og byrjar á nýjum krafti á næsta ári, á nýjum hlutum. Ég sé hann hins vegar áfram í Framsóknarfl okknum. Ég sé ekki að neinn sé að hrinda honum neitt frá og mér fi nnst hann vera í góðum málum sem svona miðjumaður.
Það kemur ekki neinn svaðalega mikill kraftur með tölunum hans. Hann er með 2 og 3 inni, það eru voðalega ljúfar tölur. Hann er tilfi nningaríkur og þægilegur og getur tekið ákvarðanir. Það er nú ágætt fyrir hann að vera í pólitík svo sem en honum gæti boðist svo sem miklu skemmtilegra starf árið 2011. Þá þarf hann líklega að hugsa sig um hvað hann vilji gera, þ.e. hvort hann vilji dvelja í pólitíkinni eður ei. Þetta verður heldur strembið hjá honum en hann mun blómstra í sínu lífi hann Sigmundur Davíð og mun eiga eitt besta tímabil lífs síns árið 2011 og uppúr því. Það er mjög góð orka sem fylgir honum.
26. 1. 1970 = 26 = 8
Í talnaspeki þá er Bjarni 8. Áttan er fl jót að hugsa og fl jót að taka ákvarðanir. Áttan horfi r beint fram á veginn. Hún er alltaf skemmtileg og þar af leiðandi heillandi og hefur þann hæfi leika að heilla alla með sér. Bjarni hefur þessa hæfi leika þó að hann hafi kannski hnotið um einhverja steina núna undanfarið. En ekki skal halda það í eina mínútu að hann ætli sér að verða úr leik! Bjarni byrjaði samkvæmt þessari indversku talnaspeki sem ég nota á ári 1, sem sagt um áramótin í fyrra.
Ég sé að Bjarni er að fá með sér hulduher, svo að það verður ekki eins mikill darraðardans í Sjálfstæðisfl okknum eins og lítur út fyrir að vera í augnablikinu. Síður en svo skal fólk halda að hann sé veiklulegur og geti ekki hlutina því hann á eftir að koma okkur mjög mikið á óvart.
Ég get ekki séð að tími hans Bjarna sé upprunninn. Mér sýnist að hann fari á sitt besta tímabil eftir um það bil 3 ár svo að það verður kannski ekki neitt nýtt að frétta á næsta leyti. Sól hans verður ekki endilega hæst á lofti á þessu ári. En þetta ár verður nú reyndar fl jótt að líða og sem betur fer er komið eldgos svo við getum nú farið að einblína á aðra hluti líka en ástandið í þjóðfélaginu.
Bjarni var alinn upp til að verða forystusauður og forystusauður verður hann þar sem hann hefur mikið afl til forystu. Hann á eftir að koma sterkur fram og sýna að það er engin linkind í honum. Hans tími mun koma þó að tímasetningin liggi ekki ljóst fyrir.
En annars er góð orka yfi r honum og hann hefur í mörg horn að líta. Bjarni á eftir að koma úr þessum átökum sem hanga yfi r honum núna með hreinan skjöld. Hann er mikill fj ölskyldumaður og setur fj ölskylduna í fyrsta sæti. Hann er líka mjög tilfi nningamikill maður og tilfi nningaríkur svo að hann tekur inn á sig hluti. Tilfi nningaorka hans er sterk.
2. 10. 1942 = 21 = 3
Jóhanna er trygg sínum og trygg málstað sínum allt til enda. Hún hefur mikla þrjósku í kortinu sínu og fólk skal ekki halda svo glatt að hún gefi st upp. Hún er með mikla leiðtogaorku, leiðtogakraft og hennar tími er kominn (þó hún hafi kannski ekki verið að tala um þennan tíma fyrir nokkrum árum þegar hún sagði þessi fl eygu orð).
Hún er þristur og þristurinn á yfi rleitt gott með að aðlaga sig að öllum mögulegum hlutum og það hefur sýnt sig og sannað að það er gott að vinna með þessum tölum. Ég get ekki betur séð að þau séu að dansa bara ágætlega saman, Steingrímur og Jóhanna, og að þessi vals þeirra sé þó nokkuð vel skipulagður hjá þeim. Jóhanna er á andlegri tölu á þessu ári og hún mun þurfa að vinna mikið í sjálfri sér. Hún er að fara á mjög sterkt ár, hún Jóhanna og það byrjar hjá henni þegar það haustar. Í ár er hún á tölunni 7, sem er oft rosalega erfi tt fyrir taugakerfi ð og það hamrar nú aldeilis á taugakerfi nu hennar Jóhönnu á þessum dögum og ekki vildi ég býtta við hana, alveg sama hvað væri í boði. Þrátt fyrir þetta á hún eftir að halda út sterk þetta árið.
Jóhanna þarf að hugleiða mikið á þessu ári, þarf að einbeita sér að því að hvíla sig og hún á að drekka mikið vatn og ná í orkuna frá jörðinni. Gott væri fyrir hana að fara í sumarbústað eða labba við sjóinn því henni gæti orðið hætt við á þessu ári að jarðtenging hennar verði ekki í nógu góðu lagi og þá getur hún átt við höfuðverki eða ýmis önnur streitumerki. Eftir því sem Jóhanna tengist betur jörðinni þá gengur henni miklu betur og hún efl ist bara við hverja raun, svo þið skulið ekki halda að hennar tími sé búinn.