![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/ebbaa3d7150220fc12ff60f65e56ce30.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
5 minute read
Kvikmyndarýni
Kvikmyndademantar Hjálmars
Hjálmar Karlsson fjallar um kvikmyndir
Advertisement
Politica státar sig af einum mesta kvikmyndasérfræðingi samtímans. Allir sem kynnst hafa Hjálmari Karlssyni vita að í honum býr einstakur smekkur á kvik mynda listinni, þar sem smáatriðin skipta höfuðmáli. Leiftrandi persónuleiki í bland við hjartahlýtt andlitsfall gerir Hjálmar að fýsilegum kosti við að greina þá kvikmyndademanta sem framhjá fl estum færi. Sért þú í kvikmyndahúsi á þriðjudagkvöldi getur þú bókað að Hjálmar situr í seilingarfj arlægð með skilningarfærin sperrt fyrir þeirri kvikmyndalist sem kastað er á tjaldið. Hann hefur tekið saman sex kvikmyndir sem eru þess virði að skoða betur.
DAZED AND CONFUSED (1993)
Geðveikir bílar, busun, áfengi, djamm, jónur og skvísur ? Ég gæti efl aust stoppað hér en ég ætla samt að halda áfram. Árið er 1976 í Bandaríkjunum og það er síðasti skóladagurinn og elstu nemendur skólans bíða spenntir eftir að geta drukkið bjór, rúntað á bílunum sínum, kveikt sér í einni feitri og busað yngri nemendur harkalega. Þarna eru menn á borð við Ben Affl eck og Matthew McConaughey að stíga sín fyrstu spor i bransanum með mottu, permanent í hárinu, í bleikum þröngum buxum, sígarettupakkann uppvafi nn i erminni og keyrandi á einhverjum Mustang. Ég er ekki viss um hvað ég get sagt meira, bara löðrið ykkur til að horfa á þessa mynd hvort sem það er fyrir partí, með einhverjum kollegum eða litlu systur ykkar.
ONDSKAN (2003)
Sænsk menningarbomba eins og hún gerist best. Erik Ponti er rekinn úr skóla fyrir síendurtekin slagsmál og er sendur í, sem virðist, mjög fínan og sívilíseraðan heimavistarskóla útá landi. Þar sjá eldri nemendurnir um að halda uppi aga með sínum eigin leiðum sem eru vægast sagt grimmar og ómannúðlegar. Þar sem hann Erik okkar er staðfastur ungur drengur og ekki vanur að fylgja reglum neins þá fer hann sínar eigin leiðir í þessum málum og er framvinda þess æsileg.
Þessi ræma er þrusu-fj andans góð og heldur manni á nálum allan tímann. Í henni eru stórstjörnur Skandinavíu að stíga sín fyrstu skref en einn af mótleikurum aðalhetjunnar okkar í Ondskan er Gustaf Skarsgård (sonur stórleikarans Stellan Skarsgård og bróðir Alexanders Skarsgård sem leikur vampíruna Eric í þáttunum sívinsælu True Blood). Ondskan var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2003 sem framlag Svía og er það fj andans hneyksli að hún hafi ekki sigrað (þó svo að ég þekki ekki hinar myndirnar).
ONCE WERE WARRIORS (1994)
Heldur þú að þú hafi r það slæmt? Farðu þá í heimsókn til Nýja Sjálands til Heke fj ölskyldunnar sem eru af Maori kynstofninum. Fjölskyldufaðirinn Jake “The Muss” Heke er áfengissjúkur og ofbeldisfullur hrotti sem elskar fj ölskyldu sína heitt þrátt fyrir það að hann lemji konuna sína eins og frosin harðfi sk fari hún “yfi r strikið”. Myndin fylgist með lífi þessarar fj ölskyldu á nokkrum vikum í fátæktarsamfélaginu sem þau búa í og hvernig Jake og konan hans Beth reyna að ná endum saman með börnin sín 5 á framfærslu. Virkilega góð kvikmynd sem tekur á og fylgist með átökum þessa undirokaða hóps í heiminum í dag. Til gamans má geta að hún hefur unnið til fj ölmargra verðlauna.
FELON (2008)
Þú ert venjulegur húsfaðir með húsnæðislán, vinnu, fj öllu (fj ölskyldu) og allan pakkann. Svo er brotist inn til þín og þú slærð til mannsins og hann hrynur i jörðina og drepst. Beint í jailið í US and A og þá er annað hvort að lippast niður og skæla eða stand up and fi ght. Djöfullinn hafi það ef hann Stephen Dorf stendur ekki upp og berst. Allt í umheiminum virðist falla í kringum hann og þarna lifi r hann meðal morðingja og gengja og kynnist öðrum fanga sem er leikinn af kempunni Val Kilmer. Kvikmyndin fj allar mikið um samskipti þeirra og barráttu Stephen Dorfs til að lifa af í þessum harða heimi sem hann er búinn að koma sér í. Þetta er svo miklu meira en bara einhver venjuleg fangelsismynd.
BLOOD AND BONE (2008)
Ert þú slagsmálahundur? Ef svo er líttu þá í spegil og áttaðu þig á að þú ert í háskólanámi og þroskastu. En ef ekki þá er Blood and Bone mjög góð mynd til að fá thrill í gegnum slagsmál á hvíta tjaldinu því guð hjálpi mér þar eru sko smurðar hnúasamlokur og menn kýldir þéttingsfast í grillið. Þetta hljómar eins og mynd um innihaldslaust ofbeldi en hún er einmitt það. Þrátt fyrir það er hún virkilega skemmtileg og er með einum köttaðasta og massaðasta gæja í bransanum í aðalhlutverki. Kollegi minn og aðalleikari myndarinnar hann Michael Jai White er með 7 svarta belti og kallar ekki allt ömmu sína og ef þú talar um ömmu hans áttu ekki von á góðu. Að öllu gamni slepptu þá er þetta stórskemmtileg mynd sem gaman er að horfa á þegar menn (nú eða konur) vilja slaka aðeins á lestrinum og hlaða batteríin. Það gerði ég. Margoft.
SUPER TROOPERS (2001)
Svona að endingu langar mig að benda fólki á (allavega þeim sem lesa þetta blað) að horfa á Super Troopers. Þar er hægt að fylgjast með lífi metnaðarlausustu vegalögreglumanna í Bandaríkjunum og hvað þeir taka til bragðs þegar á að loka lögreglustöðinni þeirra vegna rekstartaps. Sem er svo sem ekki skrítið í ljósi þess að þeir sekta sirka 3 manneskjur á mánuði vegna þess að þeir hafa of gaman í vinnunni. Ég eiginlega nenni ekki að skrifa meira og er búinn með allt skemmtilegt að segja og langar því að enda þetta á kvóti úr þessari stórfyndnu gamanmynd;
Farva: Hey, let‘s pop some Viagras and issue tickets with raging, mega-huge boners. Thorny: You know, Farva, only you can make a dark man blush. And no, we‘re not doing it.
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/faac169be2e8015523de753395801c71.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/06fe919e8db2ee7d71cd71e32cb2351d.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
Í ÞÍNUM HÖNDUM
Íslenskar jurtir vaxa og dafna í hreinu lofti og ómenguðum jarðvegi. Þær hafa löngum verið notaðar til lækninga og matar, en ekki má gleyma ánægjunni sem þær veita með tilvist sinni; fegurð og angan. Hlúum að flórunni okkar og búum henni hin bestu vaxtarskilyrði.
Ál- og plastumbúðir á víðavangi eru mikil sjónmengun í náttúrunni. Með því að endurvinna umbúðir komum við í veg fyrir sóun á óendurnýtanlegri orku.