4 minute read

Obama og framtíðarhorfur

Advertisement

SILJA BÁRA ÓMARSDÓTTIR

AÐJÚNKT Í STJÓRNMÁLAFRÆÐI

Forsetatíð Barack Obama og framtíðarhorfur

Ekki vinnandi vegur?

Barack Obama braut blað í sögunni þegar hann varð fyrsti þeldökki maðurinn til að ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Miklar væntingar voru bundnar við valdatöku hans, enda var George W. Bush orðinn gífurlega óvinsæll eftir að hafa komið Bandaríkjunum í tvö stríð í fj arlægjum löndum og efnahagur ríkisins var orðin mjög slæmur. Innan skamms hafði þó fallið verulega á áður gljáfægða ímynd Obama. Rétt rúmu ári eftir að hann tók við embætti forseta nýtur hann stuðnings tæplega helmings Bandaríkjamanna og í byrjun mars töldu 60% þeirra landið vera á rangri leið. Stríðið geisar enn í Afganistan og dráttur hefur orðið á efnahagslegum umbótum. Þar að auki tók mun lengri tíma en ætlað var í að breyta sjúkra tryggingakerfi nu og í haust verða þingkosningar þar sem demókratar eiga á hættu að missa meiri hlutastöðu sína. Hér er farið í stuttu máli yfi r nokkur vandamál sem Obama stendur frammi fyrir á heimavelli – utanríkisstefnan er of stór biti til að komast fyrir hér.

Fjárlagahalli

Fjárlög Bandaríkjanna á fj árlagaárinu 2011 hljóða upp á 3,8 trilljónir Bandaríkjadollara. Fjárlagahallinn nær hámarki á þessu ári og verður þá 1,6 trilljónir dollara. Á fj árlagaárinu 2011 er reiknað með að hann verði um 1,3 trilljónir og verður erfi ður viðfangs næsta áratuginn. Fjárlög ríkisins eru orðin töluvert hærra hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu en var undir Bush. Þetta eykur andstöðu meðal repúblikana sem vilja draga úr ríkisafskiptum. Markmið Obama er að ná að skera niður fj árlagahallann á næstu fi mm árum. Þetta nær þó ekki til vaxtagreiðslna af skuldum. Það sýnir vel hversu miklar skuldir þjóðarbúsins eru að náist markmiðið stendur eftir þriggja prósenta halli á fj árlögum. Obama hefur heitið því að setja á fót þverpólitíska nefnd sem á að vinna að þessum markmiðum, en eins og sjá má af vandanum við að koma á sjúkratryggingakerfi þá er nauðsynlegt að verkefni af þessari stærðargráðu njóti stuðnings út fyrir fl okk forsetans.

Sjúkratryggingar

Tvö ólík frumvörp til að koma á almannatrygginga kerfi í Bandaríkjunum hafa verið sam þykkt, annað í fulltrúadeildinni og hitt í öldungadeildinni. En lögin voru dýru verði keypt og gera enga grundvallarbreytingu á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Ríkið veitir ekki tryggingar eins og vonir stóðu upphafl ega til. Eftir árs umræðu á þingi stóðu demókratar frammi fyrir því að færi frumvarpið til atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni væri hægt að fella það á málþófi . Því þurfti fulltrúadeildin að afgreiða frumvarp öldungadeildarinnar óbreytt. Það færi síðan til Obama og eftir undirritun verður unnið úr „smáatriðunum“. Það var sögulegur viðburður að fá þetta frumvarp í gegn og demókratar lögðust nær allir á eitt til þess að svo gæti orðið. 219 þingmenn demókrata í fulltrúadeildinni studdu frumvarpið. Þegar atkvæðagreiðslan fór fram var hægt að kaupa frumvarpið sem minjagrip,

litlar 2407 blaðsíður í tveimur bindum á stærð við símaskrá. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, er sögð hafa áritað nokkurn fj ölda eintaka en talið er að enginn þingmaður hafi lagt sig jafn mikið fram um að koma frumvarpinu í gegn eins og hún. En um leið heyrðist sönglað „Kill the Bill“ fyrir utan þinghúsið, þar sem tepokahreyfi ng repúblikana var með mótmæli. Enginn repúblikani studdi frumvarpið og þeir hóta því að fella lögin úr gildi nái þeir meirihluta í þinginu í kosningunum í haust. „Sigurvissan sem einkenndi baráttuna um sæti Teddy Kennedys í öldungadeildinni ætti Framtíðarhorfur að verða demókrötum lexía til framtíðar, en Obama þarf á því að halda að þeir geta síður en svo treyst á að þeir haldi demókrötum gangi vel í kosningmeirihlutanum. “ unum í haust, en þá verður kosið um öll 435 sætin í fulltrúa deildinni og þriðjung sætanna í öldungadeildinni. Núverandi meirihluti gerir demókrötum tiltölulega auðvelt að ná sínum málum í gegn, með undantekningum þó eins og sjúkratryggingamálið sýnir. Í málum þar sem mikið greinir á milli fl okkanna verður ákvarðanatökuferlið því langt og afl eiðingarnar verða meiri málamiðlanir en fólk átti von á þegar Obama varð forseti. Aðgangur fl okkanna að fj ármagni mun skipta miklu á næstu mánuðum, því talið er að það kosti 1,4 milljónir dollara að vinna hvert sæti í fulltrúadeildinni. Það gefur demókrötum ákveðið öryggi að repúblikönum hefur tekist að afl a innan við helming þess fj ár sem þeir þurfa til að taka meirihlutann af þeim í þinginu. Sigurvissan sem einkenndi baráttuna um sæti Teddy Kennedys í öldungadeildinni ætti að verða demókrötum lexía til framtíðar, en þeir geta síður en svo treyst á að þeir haldi meirihlutanum. Eigi það að vera nokkur vinnandi vegur fyrir Obama að ná árangri í þeim erfi ðu málum sem hann þarf að takast á við verður hann að hafa þingið með sér.

This article is from: