5 minute read

Orðið á götunni

ÍVAR ORRI ARONSSON

Af hverju valdir þú stjórnmálafræði? Þegar ég var í Menntaskóla þá fór ég í áfanga sem hét stjórnmálafræði og fannst það mjög gaman og ég hafði alveg áhuga á að læra meira um stjórnmál en skólinn sem ég var í bauð bara ekkert uppá fl eiri áfanga á þessu sviði. Svo þegar kom að því að velja háskólanám þá fannst mér alveg gráupplagt að byrja á stjórnmálafræði. Þar að auki voru spennandi tímar framundan þegar ég hóf námið í janúar 2009 bara nokkrum mánuðum eftir hrun og allt í rugli. Ég sé alls ekki eftir því að hafa valið stjórnmálafræðina.

Advertisement

Hvað hyggstu gera við gráðuna? Ég ætla að ramma hana inn og hengja hana upp á vegg á skrifstofunni minni. En svona í alvöru talað þá er ég bara ekki viss hvað ég geri. Það eru svo margir spennandi möguleikar í boði eins og eitthvað tengt fj ölmiðlum, alþjóðasamskipti og jafnvel stefnumótun svo eitthvað sé nefnt.

Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Þetta er erfi ð spurning. Eftir 10 ár verð ég búin með BA og jafnvel Master og verð væntanlega kominn með fj ölskyldu og búsettur í stóru húsi í einhverju úthverfi . Hvað ég verð að gera er alveg ómögulegt að segja en eitt er víst að ég verð með skrifstofu og gráðuna mínu innrammaða uppá vegg þar.

Ertu hlynntur einhverjum stjórnmálafl okki? Já ég hef alltaf verið hlynntur stefnu Sjálfstæðisfl okksins og er það enn.

SIGRÍÐUR REGÍNA SIGURÞÓRSDÓTTIR

Af hverju valdir þú stjórnmálafræði? Áhugi minn liggur eiginlega í öllum félagsvísindagreinum en stjórnmálafræðin stendur upp úr, að hluta til vegna þess að í þetta nám fl éttast svo mikið af öðrum námssviðum félagsvísindanna. Ég hef líka rosalegan áhuga á alþjóðastjórnmálafræði, mannréttindamálum og kynjafræði.

Hvað hyggstu gera við gráðuna? Ég ætla að fara í áframhaldandi nám, hugsanlega í kynjafræði eða alþjóðasamskiptum, en ég hef nægan tíma til að ákveða nákvæmlega hvað það verður. Ég ætla að reyna að gera það erlendis.

Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ég hef varla hugmynd. Hugsanlega að vinna fyrir einhverja alþjóðlega stofnun.

Ertu hlynnt einhverjum stjórnmálafl okki? Ég er ekki virk í neinum stjórnmálafl okki, en skilgreini mig skýrt til vinstri við miðju, frekar vel til vinstri jafnvel, ef miðað er við íslenska skalann þar sem allir eru nokkuð nálægt miðjunni hvort sem er. Ef ég þyrfti að velja einn fl okk sem höfðar mest til mín hugmyndafræðilega þá er það Samfylkingin en Vinstri Græn koma líklega í annað sæti.

VALGERÐUR BJÖRK PÁLSDÓTTIR

Af hverju valdir þú stjórnmálafræði? Mér fannst það vera það fag sem komst hvað næst mínu áhugasviði en í stjórnmálafræði er alls ekki bara verið að læra um stjórnmál, heldur samfélagið í heild sinni, sögu, alþjóðasamskipti og fl eira. Þessi fj ölbreytni sem og ágætis frelsi til valáfanga heillaði mig. Einnig var ég búin að heyra hvað félagslífi ð væri skemmtilegt, það skemmdi ekkert fyrir.

Hvað hyggstu gera við gráðuna? Ég stefni á að bæta við mig Mastersgráðu í alþjóðasamskiptum erlendis og býst ég við að BA gráðan sé mjög góður grunnur fyrir það.

Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Sennilega búsett erlendis, vinnandi fyrir alþjóðastofnun eða íslensku utanríkisjónustuna þar sem stjórnmálafræðigráðan mun nýtast mér til hins ýtrasta!

Ertu hlynnt einhverjum stjórnmálafl okki? Tja, við skulum segja að ég sé hlynnt ákveðnum stjórnmálastefnum en hér á landi er enginn fl okkur sem heillar mig upp úr skónum.

INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR

Af hverju valdir þú stjórnmálafræði? Ég valdi stjórnmálafræði aðallega af því ég taldi það nýtast mér vel að hafa BA í stjórnmálafræði upp á áframhaldandi nám í alþjóðasamskiptum.

Hvað hyggstu gera við gráðuna? Fara í áframhaldandi nám og síðar vonandi að muni hún færa mér góða vinnu.

Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Hugsa ekki svo langt :)

Ertu hlynnt einhverjum stjórnmálafl okki? Nei

KARL EIRÍKSSON

Af hverju valdir þú stjórnmálafræði? Tengsl stjórnmálafræðinnar við það sem er að gerast í landinu hverju sinni og tengsl greinarinnar við sögu mannkyns á ýmsa vegu var það sem fékk mig helst til þess að velja greinina. Tölfræðikúrsarnir eru auk þess mjög áhugaverðir.

Hvað hyggstu gera við gráðuna? Ég mun nýta mér hana til magistersnáms.

Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Með vinnu að íhuga kaup á stationbíl.

Ertu hlynntur einhverjum stjórnmálafl okki? Já.

ALEXANDER HARÐARSON

Af hverju valdir þú stjórnmálafræði? Ég valdi stjórnmálafræði vegna þess að ég hef lengi haft mikinn áhuga á stjórnmálum, stjórnmálafræðin er góð leið til að koma sér enn betur inn í hlutina.

Hvað hyggstu gera við gráðuna? Gráðan á vonandi eftir að koma mér á staði þar sem ég get haft áhrif á mál sem mig varða.

Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Eftir 10 ár verð ég kominn í góða aðstöðu til að geta haft einhver áhrif innan stjórnmálanna.

Ertu hlynntur einhverjum stjórnmálafl okki? Já, eða að minnsta kosti held ég að ég sé það, en nú verð ég eins og margir aðrir að leggjast undir feld og skoða málin nánar.

JENNÝ HEIÐA ZALEWSKI

Af hverju valdir þú stjórnmálafræði? Held að það hafi verið það eina sem mér fannst bæði áhugavert og praktískt nám við Háskóla Íslands.

Hvað hyggstu gera við gráðuna? Hugsa að ég byrji á að klára gráðuna og sjái svo hvert það leiðir.

Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Á þessum degi eftir 10 ár verð ég að undirbúa árlegu skíðaferð fj ölskyldunnar í Alpafj öllin.

Ertu hlynnt einhverjum stjórnmálafl okki? Ég gæti frekar talað um stjórnmálafl okk sem ég er ekki hlynnt.

ÞORSTEINN KRISTINSSON

Af hverju valdir þú stjórnmálafræði? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á samfélagsmálum og sérstaklega alþjóðamálum. Mér fannst stjórnmálafræðin ná best utan um þessa þætti ásamt því að vera nokkuð sveigjanleg.

Hvað hyggstu gera við gráðuna? Það er seinni tíma vandamál.

Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ekki hugmynd. Það er ómögulegt að vita hvernig heimurinn verður eftir 10 ár, hvað þá að staðsetja sjálfan sig í honum.

Ertu hlynntur einhverjum stjórnmálafl okki? Ég hef almennt átt meiri samleið með Samfylkingunni en öðrum fl okkum og hef tekið þátt í starfi fl okksins í Hafnarfi rði undanfarin ár.

Eftirtaldir styrktu útgáfu blaðsins

This article is from: