![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/c02026def8a7a979fe7e0f0677e5942d.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
2 minute read
Viðtal: Linda Blöndal
Viðtal á fi mm mínútum við Lindu Blöndal
EFTIR GUNNÞÓRUNNI JÓNSDÓTTUR
Advertisement
Íslenska leiðin tók fjölmiðlakonuna og stjórnmálafræðinginn Lindu Blöndal í stutt og hnitmiðað viðtal um hvernig það er að starfa í fjölmiðlum í dag. Leið margra stjórnmálafræðinema liggur á svið fjölmiðlanna eftir nám og því tilvalið að fá örlitla innsýn í þann fjölbreyta og spennandi heim sem blasir við fjölmiðlamönnum.
Hver er Linda Blöndal? Af norðanættum en alin upp á malbiki vítt og breitt um borgar. Starfsmaður á fréttastofu RÚV - umsjónarmaður Síðdegisútvarpsins á Rás 2.
Hver eru þín helstu áhugamál? Matur og löndin við Miðjarðarhafi ð, annars bara góðir krimmar og litli frændi minn hann Steinþór.
Hvað ertu búin að starfa lengi í fj ölmiðlum? U.þ.b. tólf ár.
Er gaman og gefandi að starfa í fj ölmiðlum í dag? Já tvímælalaust en snýst stundum upp í andstæðu sína þegar „hrunið“ ætlar að kæfa alla von. Þá reynir á úthaldið.
Hvað varð til þess að þú fórst í stjórnmálafræði? Til að stríða pabba. Það endaði svo með háalvarlegri útskrift og BA prófi .
Hefur gráðan úr stjórnmálafræði nýst þér vel í starfi ? Já, gefur fyrst og fremst grunn til að skilja samhengi hluta. Hinar misvinsælu „kenningar“ hafa nýst best. Eins og formúlur sem má setja menn, fl okka og málefni í.
Hvað fi nnst þér um rekstur ríkissjónvarpsins? Myndir þú segja að rekstur ríkissjónvarpsins sé nauðsynlegur?
Já, hann er nauðsynlegur og ríkið á að reka RÚV. Almannavarnarhlutverkið og fréttir af öllu landinu sem og umfj öllun um ýmis málefni og menningu okkar, og vinnur ekki vinsældarkosningar, eru verkefni RÚV.
Má fréttamaður hjá RÚV gefa upp stjórnmálaskoðanir sínar? Það er einfaldlega ekki í starfslýsingunni og enginn sæmilegur fréttamaður myndi vilja stefna trúverðugleika og hlutleysi sínu í voða með því að blanda þeim í umfj öllun sína. Á ekkert erindi í fréttina.
Eftir hrunið hafa umræður á borð við “að slá skjaldborg um heimilin”, “Icesave” og “ríkisstjórnin og Alþingi” verið heldur áberandi. Myndir þú
segja að málefni líðandi stundar séu orðin einsleit? Auðvitað er einsleitni í umræðunni en auðvitað erum við líka uppteknust af stóru málunum sem skapa örlög okkar allra. Það er bara bannað að fá leið á mikilvægustu málunum heldur á að fi nna nýja fl eti.
Finnst þér ástandið í þjóðfélagi okkar í dag hafa áhrif á erlenda
fréttaumfj öllun? Já, fl estir hafa eiginlega bara áhuga á efnahagsástandi landsins, ekki menningu okkar og sögu.
Hefur þú einhver góð ráð fyrir nemendur sem hafa áhuga á að starfa í
fj ölmiðlum? Vertu til í ótryggt vinnuumhverfi , mikla gagnrýni, óhefðbundinn vinnutíma og stanslaust fj ör. Að endingu, vertu skapandi umfram allt.
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/0b6d2115ae9abd4b6394d67c885c4a18.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/d3b280ac8cce4c998fd5d36a75df813d.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/427e2b505740ed0d3a66f1b5d48b1c41.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/542b6bca9e0d127dd9889d2a4c0453f4.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/2ce7d80360aafc30991b8122155fe02b.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/396dcbcd6507f743ac49e08550163d96.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/bbd4ceb0875d602c16657553816b561f.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/d18fc56ee1a9fd06b6779531f3ffc880.jpeg?width=720&quality=85%2C50)