7 minute read

Viðtal: Jón Gnarr

Jón Gnarr yfi r á svið stjórnmálanna

EFTIR JANUS ARN GUÐMUNDSSON

Advertisement

Jón Gnarr fer jafnan sínar eigin leiðir. Það er í raun óþarfi að kynna Jón Gnarr því hvert mannsbarn á Íslandi þekkir þennan hæfi leikaríka og fjölhæfa listamann. Hann hefur verið þekktur fyrir ýmis uppátæki í gegnum tíðina, en í seinni tíð er hann helst þekktur fyrir túlkun sína á Georg Bjarnferðarsyni. Nú fetar hann hins vegar nýja braut og hefur ákveðið að hella sér út í stjórnmálin. Hann leiðir lista Besta fl okksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem gæti orðið að sögulegu framboði í stjórnmálasögu Íslendinga.

JANUS: Hvenær kviknaði sú hugmyndin að fara framboð? JÓN GNARR: „Þessi hugmynd er nú búin að vera að velkjast um mjög lengi. Ég var búinn bíða eftir rétta tímanum og er búinn að vera að velta fyrir mér hvernig best væri að gera það. Þetta tók á sig mynd í vetur, svo var ég endanlega búinn að ákveða þetta í nóvember.“ JANUS: Hver var hvatinn á bak við framboðið? JÓN GNARR: „Hvatinn er í raun og veru stjórnmál, og það sem er gerist innan stjórnmála er alveg einstaklega yfi rborðskennt. Það eiga að ríkja ákveðin gildi sem standa fyrir stjórnmálum, en á bak við þau er oft ekkert. Það er mjög yfi rborðskennt að hlusta á stjórnmálamenn tala saman. Þeir breiða innihaldsleysið yfi r með umbúðum og þess vegna langaði mig að koma með þetta framboð.“ JANUS: Hvernig hyggst þú fj ármagna framboð þitt? JÓN GNARR: „Ég er núna búinn að senda út bréf til allra stærstu fyrirtækja landsins og óska eftir fj árstuðningi frá þeim. Þau fyrirtæki sem munu styðja okkur fá það margfalt til baka, því leyni ég ekki. Við erum búin að fá fj árframlög frá fyrirtækjum sem vilja þó halda því okkar á milli.

Ég er t.d. tilbúinn að koma í þætti og halda vörumerkjum fyrirtækja á lofti fyrir pening.“ JANUS: Sérð þú eitthvað athugavert við stjórnmálin eins og þau er í dag? JÓN GNARR: „Pólitíska sviðið er orðið svo fi rrt og spillt, ég þoli ekki svona spillt drasl! Ég þoli ekki þegar menn mæta á fundi og borða vínarbrauð þegar það þarf virkilega að gera eitthvað. Ef við tökum sem dæmi RÚV. Það er drasl. Menn reka RÚV eins og sendiráð og þetta er eins og losunarstöð fyrir úrelta einstaklinga. Þetta batterí sýgur í sig fj óra milljarða á ári, en hvað fáum við til baka? Jú, Martein!“

Landbúnaðarráðherra, sem ég veit ekkert hvað heitir, virkar sem alveg ótrúlega asnalegur náungi. Þetta er gaur sem ætti í raun og veru að búa á einhverskonar sambýli.

JANUS: Fékkstu pólitískt uppeldi? JÓN GNARR: „Já, ég var alinn upp á heimili þar sem pabbi minn var stalínisti og byltingarsinnaður kommi. Ég byrjaði á því að ganga til liðs við byltingarsinnaða kommúnista þegar ég var 16 ára. Ég las t.d. allt um díalektíska efnishyggju sem ég hreinlega skyldi ekki. Síðar gerðist ég anarkisti með pönkinu en eftir því sem ég kynntist fólki betur, þá þróaðist þetta út í einstaklingshyggju. Maðurinn á bara að fá að gera það sem hann vill án þess að vera að trufl a aðra. Í rauninni aðhyllist ég raunsæisskynsemishyggju. Það sem er raunverulegt er það sem ég aðhyllist.“ JANUS: Eftir hverju munt þú fara þegar þú greiðir atkvæði í borgarstjórn? JÓN GNARR: „Ég mun greiða atkvæði eftir því sem er mest töff og raunverulegt.“ JANUS: Hefurðu mikinn áhuga á stjórnmálum? JÓN GNARR: „Nei, ég get ekki sagt það. Umræðan er of djúp og fólk nennir hreinlega ekki þessari djúpu umræðu. Fólk vill fá að fi nna að það sé verið að vinna í málunum,“ segir Jón sem telur að stjórnmál hafi breyst mikið og nú sé kominn ný stefna. „Hér áður fyrr snérust stjórnmál um að lofa almúganum bjartari framtíð, en upp úr aldamótunum byrjuðu stjórnmál að snúast um hræðsluáróður og að hræða almenning. Þessi taktík virkar miklu betur hjá þeim, þ.e.a.s. að hræða almúgann, og ég er mjög ósáttur við það hvernig þessu er háttað.“ JANUS: Mun besti fl okkurinn eitthvað skipta sér af utanríkismálum? JÓN GNARR: „Okkar fyrsta verk verður að slíta stjórnmálasambandi við Noreg og Breta. Norðmenn eru leiðinda fólk og við megum ekki gleyma því að forfeður okkar fóru frá Noregi vegna þess að Norðmenn voru svo leiðinlegir.

Svo stóð alltaf til að fara til baka þegar þeir væru orðnir skemmtilegir á ný, en þeir verða bara leiðinlegri með árunum. Hvað Breta varðar, þá hafa þeir svívirt okkur hvað varðar þessi hryðjuverkalög, og mér fi nnst bara um að gera að slíta stjórnmálasambandi við þá. Það eina sem við fáum frá þeim er sulta.“ JANUS: Hver eru ykkar helstu stefnumál? JÓN GNARR: „Þau eru mörg. Fyrir það fyrsta viljum við ísbjörn í Húsdýragarðinn.

Börn hafa takmarkað gaman af því að horfa á kind, það vantar eitthvað fútt í garðinn. Í öðru lagi viljum við fl ytja inn froska og íkorna í

Hljómskálagarðinn og tjörnina. Þetta eru hin raunverulegu loforð. Síðan erum við með fullt af popúlískum loforðum til þess að ná okkur í atkvæði.

Þau er m.a. að veita öllum Reykvíkingum frítt í sund og frí handklæði. Engin á að burðast með blaut handklæði, það er að sjálfsögðu mannréttindabrot.

Síðan viljum við gefa ókeypis í strætó fyrir alla námsmenn og viljum setja upp vinnuaðstöðu fyrir námsmenn í strætisvögnum. Að lokum viljum við fl ytja inn gyðinga til að rétta við efahagskerfi ð, því þeir kunna jú að fara með peninga. Ég var að hugsa um að búa til gettó í Skeifuna því þar er svo mikið af búðum.“ JANUS: Stefnið þið að því að bjóða fram til Alþingis? JÓN GNARR: „Við stefnum að því að bjóða fram þegar ríkisstjórnin segir af sér sem hún gerir innan tíðar.“ JANUS: Sem vinsæll leikari, hefur þú tíma til að sinna því að vera í borgarstjórn? JÓN GNARR: „Já, það er svo lítil mætingarskylda í borgarstjórninni. Þetta er einhver sá albesti vinnustaður sem þú getur fundið. Ég er nú búinn að vera að kynna mér reglugerðir borgarstjórnar og þú þarft t.d. ekki að mæta í 12 mánuði samfl eytt, en eftir það er gert ráð fyrir að þú sért hættur .“ JANUS: Veistu hvað þú hefur í laun ef þú nærð kjöri? JÓN GNARR: „Já, það veit ég sko vel. Launin eru í kringum 500 þús. kr. Að auki tikkar að vera í góðri nefnd og svo eru fríðindi eins og t.d. ókeypis internet, dagblöð og sími. Í dag fer ég alltaf yfi r hámarkið í niðurhali, en þetta verður ekkert vandamál í borgarstjórn. Frítt háhraða net og lúxus. Þeir á Alþingi voru t.d. mjög iðnir við að niðurhala Fangavaktinni, eins og rannsókn

Smáís leiddi í ljós. Ferðakostnaður og dagpeningar; ég sé t.d. fram á það að ég geti farið með konuna mína og strák til útlanda að kostnaðarlausu, undir því yfi rskyni að ég sé að fara að kynna mér eitthvað málefni. Svo þið sjáið það, að ef það er eitthvað starf á Íslandi þar sem þú þarft að gera jafnlítið, þá er það að vera stjórnmálamaður. Þeir eru búnir að gera mjög vel við sig, sem mér líkar, og hlakka til að takast á við það.“ JANUS: Færðu viðbrögð frá öðrum stjórnmáfl okkum? JÓN GNARR: „Já bara hræðslu og ótta. Ég hef mjög gaman af því að hræða þetta lið því þetta er fólk sem er búið er að hræða mig alla mína ævi.“ JANUS: Hvað fi nnst þér um núverandi stjórnmálamenn? JÓN GNARR: „Landbúnaðarráðherra, sem ég veit ekkert hvað heitir, virkar sem alveg ótrúlega asnalegur náungi. Þetta er gaur sem ætti í raun og veru að búa á einhverskonar sambýli,“ segir Jón sem er sammála blaðamanni að hann sé ekki ólíkur Georg Bjarnfreðssyni útlitslega. „Jú hann er einmitt svakalega líkur honum. Þetta er svona gaur sem ætti að búa með mömmu sinni. Ég get ekki ímyndað mér að nein kona geti búið með honum, nema að hún sé alveg eins og hann.“

Jón segir farir sína við Jón Bjarnason, landbúnaðarráðherra, ekki sléttar eftir að þeir lentu í deilu vegna nýlegrar auglýsingu frá Símanum, sem Jón skrifaði handritið af og innihélt þorramat. „Eftir þessa auglýsingu varð hann brjálaður af því að við notuðum súrmat í auglýsingunni og honum fannst við vera gera lítið úr súrmatnum. Þegar fólk er farið að tala svona þá á það bara að fl ytja til Noregs.“ JANUS: Áttu þér uppáhalds stjórnmálamann? JÓN GNARR: „Ég var rosalega hrifi nn af Össuri Skarphéðinssyni, en bara af því að hann talaði svo fallega um Næturvaktina á heimasíðunni sinni. Einnig fékk hann prik hjá mér fyrir að mótmæla því að sala á sænsku munntóbaki yrði bönnuð.“ JANUS: Að lokum, hvað verður þitt fyrsta verk sem kjörinn fulltrúi? JÓN GNARR: „Taka mér gott frí og fara í sumarbústað á vegum Reykjavíkurborgar.

Svo ætla ég að kanna það hvað ég fæ mikinn pening frá ríkinu. Ég held það sé 3.000 kr. á hvern íbúa sem kýs fl okkinn. Það ætti að vera úr nægu að telja,“ sagði Jón að lokum með dollaramerki í augunum.

„Norðmenn eru leiðinda fólk og við megum ekki gleyma því að forfeður okkar fóru frá Noregi vegna þess að Norðmenn voru svo leiðinlegir.“

„Við viljum fl ytja inn gyðinga til að rétta við efahagskerfi ð, því þeir kunna jú að fara með peninga. Ég var að hugsa um að búa til gettó í Skeifuna því þar er svo mikið af búðum.“

This article is from: