![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/6154b67dc7332590fb27e812099d1fd1.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
3 minute read
inni í hausnum á þér?
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/80ae9ac8b2620ad4aedb32b990e50d09.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/eb13e3f63170ff8e74e2d13e819bf70b.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
Advertisement
DR. GYÐA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR DRGYÐAMARGRÉTPÉTURSDÓTTIR AÐJÚNKT Í KYNJAFRÆÐI VIÐ STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS
Forréttindi fárra eða réttindi allra: Hvað er inni í hausnum á þér?
Breski heimspekingurinn John Stuart Mill færði árið 1869 í bók sinni Kúgun kvenna nytjahyggjurök fyrir því að karlar og konur skyldu taka jafnan þátt í opinberu lífi , í því felst m.a. jöfn þátttaka í stjórnmálum. Mun skynsamlegra væri að hafa úr öllu mannkyninu að velja en aðeins helmingi þess, þ.e. körlum. Hér erum við rúmlega 140 árum seinna og enn eru konur ekki helmingur ráðamanna (undantekning nú um stundir er fj öldi ráðherra). Konur eru færri en karlar á Alþingi og í sveitarstjórnum. Hvað veldur? Er það vanmat kvenna á sjálfum sér? Varla, vísbendingar eru um að karlar séu líklegri til að kjósa karla og konur líklegri að kjósa karla og konur. Vanmatið er því helst karla á konum, en hvað ræður vanmati karla á konum? Oft er í því sambandi bent á andlega samkynhneigð karla. Karlar laðast andlega að öðrum körlum skjalla þá og kjósa. Konur laðast að körlum og konum, eru meðvitaðri um kynjaskekkjuna í samfélaginu sem þær reyna reglulega á eigin skinni og langar til að búa í jafnréttu samfélagi. Þær kjósa því karla og konur í fl okkum sem líklegir eru að koma baráttumálum þeirra á framfæri. Einnig er haldið fram að konur sem sækjast til áhrifa þurfi að vera körlum fremri að fl estu leyti, t.d. gáfaðri og betur menntaðar, eigi þær að eiga möguleika á kosningu. Við búum við karllægt gildismat sem þýðir að karlar og það sem tengt er körlum nýtur meiri samfélagslegrar virðingar.
Fleiri rök en nytjahyggjurök Mill er hægt að tiltaka, oft er nefnt að reynsluheimur karla og kvenna sé ólíkur og af þeim sökum eigi að vera jafnt hlutfall þeirra í áhrifa- og valdastöðum til að sjónarmið beggja komi fram. Karlar og konur eru ekki ólík frá náttúrunnar hendi heldur er félagsmótun þeirra með ólíkum hætti. Strax frá byrjun eru gerðar ólíkar kröfur til stelpna og stráka
sem síðan hafa áhrif á uppvöxt þeirra og mótun. Þessi ólíku sjónarmið eiga að fá að endurspeglast sem víðast í samfélaginu. En getum við með því að tryggja jafnt hlutfall karl- og kvenhausa tryggt að málefnum sem lúta að jafnrétti kynjanna sé sinnt með viðunandi hætti? Nei, því miður sem leiðir okkur að seinni hlutanum, innihaldinu. Oft er talað um að konur í valdastöðum komist til „Konur eru færri en karlar á Alþingi og í valda með því að fara fram á forsendum sveitarstjórnum. Hvað veldur? Er það vanmat ríkjandi kerfi s og séu duglegar að aðgreina sig frá reynsluheimi kvenna. kvenna á sjálfum sér? Varla, vísbendingar eru Barðist Margaret Th atcher sérstaklega um að karlar séu líklegri til að kjósa karla fyrir réttindum kvenna og þar með og konur líklegri að kjósa karla og konur. jafnrétti? Condoleezza Rice fyrir Vanmatið er því helst karla á konum, en hvað jöfnum rétti svartra karla og kvenna? ræður vanmati karla á konum?“ Stjórnmálasaga þeirra verður vart túlkuð í því ljósi. Femínistar hafa bent á að femínisti sé karl eða kona sem viti að jafnrétti sé ekki náð og vilji gera eitthvað í því. Kynjakvótar eru mikilvægt skref en ekki lausn alls, þeir tryggja ekki innihald sem stuðlar að afnámi forréttinda fárra og réttindum allra. Kynjakvótar eru því eitt skref í afnámi forréttinda sem felast í því að vera karl á vettvangi stjórnmálanna sem er kosinn af því að hann nýtur forgjafar í krafti kyns en ekki endilega af því að hann er hæfastur.
Greinin byggir á greinum Holli og Wass (2009) „Gender based voting in the parliamentary elections of 2007 in Finland“ (European Journal of Political Research), Einars Mar Þórðarsonar (2006) „Kynjabil í kosningum: Er kosningahegðun karla og kvenna ólík?“ og Þorgerðar Einarsdóttur (2007) „Aumingjahjálp eða afbygging á umframvaldi? Um sértækar aðgerðir, jákvæða mismunun og kvóta“ (báðar birtust í Rannsóknum í félagsvísindum).