![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/97904fed1f22e928640ac0b271844df8.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
4 minute read
Íslenska friðargæslan
Íslendingar í eldlínu átaka
EFTIR ARNAR ARNARSON
Advertisement
Ísland hefur um árabil starfrækt friðargæslu víða um heim og tekið þátt í margvíslegum verkefnum. En hvaða verkefni eru þetta sem hún sinnir, og að hvaða leyti hefur Ísland lagt sitt af mörkum? Arnar Arnarson settist niður með Guðna Bragasyni, forstöðumanni Íslensku friðargæslunnar í Utanríkisráðuneytinu.
Hvað er íslenska friðargæslan og hver er uppruni
hennar? „Friðargæsla á vegum íslenskra stjórnvalda á sér nokkuð langa sögu, allt aftur til sjötta áratugarins, þegar íslenskir lögreglumenn störfuðu með friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Seinna fór að komast meira skrið á þessa starfsemi, þegar ófriðurinn á Balkanskaga geisaði. Þá sendi utanríkisráðuneytið fólk til starfa í nýju ríkjunum sem urðu til úr gömlu Júgóslavíu. Þetta voru lögreglumenn, læknar og hjúkrunarfræðingar sem þá fóru til starfa, fyrst með breska hernum en seinna með norska hernum. Þetta var sem sagt á 10. áratug aldarinnar. Ég man vel eftir þessari starfsemi á Balkanskaga, en þá fór ég með málefni Sameinuðu þjóðanna á alþjóðaskrifstofu ráðuneytisins. Nokkrum árum síðar var Íslenska friðargæslan formlega stofnuð, þann 10. september 2001. Þá var farið að veita meira fé til friðargæslu, starfstöðum fj ölgað og farið að vinna með fl eiri samstarfsaðilum, það er fj ölþjóðasamtökum. Við höfum þannig sent okkar fólk til starfa innan ramma fj ölþjóðasamtaka. Friðargæslan starfar sem deild innan utanríkisráðuneytisins. Í deildinni hafa verið þrír til fj órir starfsmenn sem hafa haldið utan um verkefnin og friðargæsluliðanna erlendis.“
Hver eru megin markmið friðargæslunnar?
„Það má segja að meginmarkmiðið sé að leggja okkar á vogaskálinar til að stuðla að friði og öryggi í heiminum. Friðargæsla almennt séð getur sinnt verkefnum á ýmsum stigum ófriðar og fl okkadrátta. Stundum eru friðargæsluliðar sendir á vettvangi beinlínis til að reyna að koma í veg fyrir átök, þ.e.a.s. að stuðla að stöðuleika og halda stríðandi fylkingum í sundur. Einnig geta verkefnin falist beinlínis í því að stilla til friðar. Síðast en ekki síst hafa friðargæsluliðar hlutverk að reyna að koma málum þannig fyrir að stríðandi aðilar geti farið að vinna saman þegar átökum lýkur. Íslenskir friðargæsluliðar hafa í fl estum tilfellum verið við störf við slíkar aðstæður. Rétt er að taka það fram að allir íslenskir friðargæsluliðar eru borgaralegir starfsmenn. Þeir eru ekki í einkennisbúningum og bera þeir ekki vopn, nema þess sé krafi st eins og t.d. á við um lögreglumenn sem starfa sem íslenskir friðargæsluliðar í Líberíu. Friðargæslustörfi n eru margþætt og geta verið allt frá hefðbundinni friðargæslu og til ýmis konar eftirliststarfa eða þjálfunarstarfa.“
Er einnig verið að hjálpa við kosningareftirlit?
„Kosningareftirlit hefur verið mikilvægur hluti af starfsemi friðargæslunnar, en það höfum við unnið í samvinnu við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Við höfum sent fólk í kosningareftirlit til skemmri tíma, t.d. í Tajikistan og Úkraínu á þessu ári, en þar hefur verið þörf á eftirlit með því að kosningarnar fari fram á lýðræðislegan hátt. Einnig hefur friðargæslan sinnt ýmis konar mannúðar- og neyðaraðstoð við svæði og lönd þar sem hungursneyð geisar eða náttúruhamfarið, eins og t.d. í Haítí.“
Hvar í heiminum eruð þið stafandi? „Við erum að vinna á fj órum svæðum: Í Afganistan, þar sem núna er aðallega unnið að þróun og uppbyggingu og í Líberíu í Afríku. Þar starfa lögreglumenn eins og ég nefndi hér á undan. Lögreglumennirnir vinna á vegum Friðargæslu S.Þ. í líberískum lögreglusveitunum og aðstoða við að uppbyggingalöggæslu í landinu. Einnig störfum við á Balkanskaga en þar hefur Íslenska friðargæslan starfað lengst. Þar erum við nú með tvo starfsmenn í samvinnu við UNIFEM, sem sinna ýmsum hagsmunamálum kvenna og stöðu þeirra. Fjórða svæðið er Mið-Austurlönd og þar erum við líka í samvinnu við stofnanir S.Þ., Barnahjálp UNICEF, Flóttamannahjálpina fyrir Palestínu-Araba UNWRA og skrifstofu fyrir samræmingu neyðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna OCHA. Þetta er því frekar víðtæk og fj ölbreytileg starfsemi.“
Er nauðsynlegt fyrir litla þjóð eins og Ísland, sérstaklega í því erfi ða árferði sem við eru í núna, að taka þátt í friðargæslusamstarfi við
aðrar þjóðir? „Alveg tvímælalaust og það er mikill áhugi á störfum friðargæslunnar. Mér fi nnst aftur á móti eðlilegt vegna árferðisins að laga starfsemina að ástandinu, eins og aðrir hafa þurft. Umsvif Íslensku friðargæslunnar voru mun viðameiri fyrir tveimur til þremur árum en þau eru nú. Höfum við þurft að skera töluvert niður hjá friðargæslunni og erum nú með tíu fastar heilsársstöður, en við gerum ráð fyrir að geta fj ölgað þeim þegar líður á árið. Þetta segir þó ekki alla söguna vegna þess að miklu fl eira fólk kemur til starfa fyrir okkur í skammtímaverkefni. Í því sambandi má t.d. nefna samstarf okkar við Matvælaaðstoð S.Þ. en við höfum gert samning um að senda fólk til aðstoðar á erfi ðum á svæðum, t.d. eins og í Súdan. Síðan höfum við verið með skammtímaverkefni í samvinnu við UNICEF, m.a. sent fj ölmiðlafólk sem upplýsingafulltrúa á vettvang.“
Getur hver sem er tekið þátt í starfi nu? Getur hver sem er sótt um og hvar sækja áhugasamir
um? „Allir geta sótt um störf hjá friðargæslunni í gegnum vefsíðu Utanríkisráðuneytisins. Friðargæsluliðar koma víða að úr samfélaginu, t.d. lögreglumenn, hjúkrunarfólk, tæknimenn og sérfræðingar á hinum og þessum sviðum. Það er mjög mikilvægt að það sé breiður og fj ölbreytilegur hópur, en ekki einsleitur, sem tekur að sér þessi störf,“