2 minute read

Pistill formanns Politica

Ávarp formanns Politica

Það er mér einstaklega ljúft að fá að ávarpa ykkur í þessu fallega tölublaði Íslensku leiðarinnar. Tímarit sem ekki náði að líta dagsins ljós á síðasta ári sökum hinnar nöturlegu kreppu sem margir telja að eigi sér fyrst og fremst rætur hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Hvort sem það er rétt eða ekki þá er það ljóst að eitthvað mikið er að í íslenskum stjórnmálum. Í nýútkominni skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram áfellisdómur á stjórnsýslu undangenginna ára og því ljóst að verðandi stjórnmálafræðinga bíða ærin verkefni.

Advertisement

Við stjórnmálafræðinemar hlökkum til sumarsins en kveðjum um leið veturinn með söknuði. Við getum verið afar stolt af lífl egri starfsemi félagsins sem hefur fært okkur ómælda gleði og ófáar hamingjustundir á skólaárinu sem er að líða. Við í fráfarandi stjórn lögðum mikið kapp á það að meðlimir Politica eyddu sem mestum tíma saman í vetur, innann sem utan skólastofunnar. Skipulagðir voru viðburðir í hverri einustu viku og er það orðið umtalað að nemendafélagið okkar sé með þeim skemmtilegri sem starfar innan Háskólans. Vísindaferðirnar voru ófáar og ógleymanleg skemmtikvöld voru haldin. Þá er vert er að koma hér á framfæri þakklæti til veitingahússins Sódóma Reykjavík sem gerði okkur kleift að væta kverkarnar hressilega á þessum viðburðum, en eins og allir vita er það lykilatriði þegar kemur að því að ræða fræðin í lok hverrar viku.

Politica stóð uppi sem sigurvegari á Stjórn-Hag deginum í fi mmta árið í röð og verður það til þess að hinn forláti farandbikar, Hólmsteinninn er nú kominn endanlega í okkar eigu. Þá stóð félagið einnig fyrir því að farið yrði í skíðaferð til Akureyrar. Fyrsta skíðaferðin í sögu Politica og klárlega ekki sú síðasta.

Forum Politica stóð líka fyrir sínu í vetur en það er fyrir löngu orðið að föstum lið í starfsemi félagsins. Þar skipuleggja stjórnmálafræðinemar málfundi um ýmis hitamál líðandi stundar og leggja þannig sitt til samfélagsins. Í vetur vorum við með fund um hugsanlega aðild Íslands að ESB þar sem Jón Baldvin Hannibalsson talaði fyrir Evrópusinna og Ásmundur Daði Stefánsson mælti fyrir hönd þeirra sem leggjast gegn aðild Íslands að sambandinu. Á öðrum fundi var svo rökrætt um hið umdeilda fi skveiðistjórnunar kerfi , en þar mættust þeir Illugi Gunnarsson úr Sjálfstæðisfl okki og Róbert Marshall úr Samfylkingunni. Fundirnir voru vel sóttir og gríðarlega áhugaverðir.

Allar þessar stundir eru mér persónulega ógleymanlegar og kann ég ykkur bestu þakkir fyrir að hafa notið þeirra með mér.

Ég kveð ykkur og óska ykkur öllum gleðilegs sumars,

Lengi lifi Politica.

This article is from: