![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222711-f170228c0c6872871c42e5a412ea518a/v1/116b5740209da0f3d68759dafe330a40.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
5 minute read
Viðtal: Hanna Birna Kristjánsdóttir
Stjórnmálafræðingurinn sem varð að borgarstjóra
EFTIR JANUS ARN GUÐMUNDSSON
Advertisement
Hanna Birna Kristjánsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisfl okksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hún er stjórnmálafræðingur að mennt og það hefur svo sannarlega nýst henni vel í störfum sínum. Í dag gegnir hún starfi borgarstjóra Reykjavíkur. Íslenska leiðin fékk hana til að svara nokkrum spurningum um stjórnmálin, m.a. um hvort að frekari stjórnmálaframi sé framundan.
Hver er Hanna Birna Kristjánsdóttir? „Hanna Birna Kristjánsdóttir er tveggja barna móðir í Fossvoginum. Ég stundaði nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og lauk svo meistaragráðu í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgarháskóla árið 1993. Þetta voru spennandi tímar til að læra stjórnmálafræði, járntjaldið nýfallið og mikil gerjun í alþjóðapólitík.“
Hvar kviknaði áhuginn á stjórnmálum og hvað varð til þess að þú fórst að læra
stjórnmálafræði? „Ég var mjög ung þegar áhuginn á stjórnmálum og þjóðmálum kviknaði. Var ekki há í loftinu þegar ég sat límd yfi r sjónvarpsefni sem tengdist umræðum um pólitík, dáðist að mörgum stjórnmálamönnum þess tíma en datt þó aldrei í hug að það ætti fyrir mér að liggja að verða ein af þeim. Þessi sami áhugi á þjóðmálum varð þess valdandi að ég ákvað að læra stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en draumur minn þá var að vinna við fj ölmiðla og ég taldi að þetta nám myndi nýtast mér vel á þeim vettvangi.“
Sem stjórnmálafræðingur þekkir þú hið fræðilega sjónarhorn stjórnmálanna, myndir þú segja að það hafi nýst þér sem stjórnmálamanni?
„Já tvímælalaust. Mér fi nnst margt sem ég lærði hafa nýst mér vel. Fyrst og fremst þjálfaði námið með mér gagnrýna hugsun, en kenndi mér um leið ákveðið umburðarlyndi og virðingu fyrir sjónarmiðum annarra. Námið hefur nýst mér mjög vel, auk þess sem ég ber afar mikla virðingu fyrir lýðræðinu og því skilyrðislausa valdi sem kemur frá fólkinu í landinu. Ég hef lengi haft áhuga á að kjósendur fái aukið vald og vægi í ákvarðanatöku og það eru ótrúleg forréttindi að fá að koma að slíkum verkefnum á vettvangi stjórnmálanna. Þannig efndum við í desember sl. til fyrstu rafrænu íbúakosningarinnar um forgangsröðun fj ármuna í fj árhagsáætlun Reykjavíkurborgar vegna viðhaldsverkefna í hverfum borgarinnar í samstarfi við Háskóla Íslands. Við eigum að vera óhrædd við að gera tilraunir með lýðræðið. Svo þarf skattheimtan að vera hófl eg því með háum sköttum er verið að taka vald af íbúunum.
Þegar þú lítur til baka, ætlaðir þú þér
einhvertíma að fara út í stjórnmál? „Ef þú átt við hvort ég hafi tekið meðvitaða ákvörðun um slíkt þegar ég var ung er svarið afdráttarlaust neikvætt. En ég sé samt að val mitt og ákvarðanir í lífi nu hafa verið þannig að kannski var þetta alltaf í undirmeðvitundinni. Ég hef nú sagt í gamni að ætli það hafi ekki verið afskiptasemi og stjórnsemi sem hafa líklega drifi ð mig áfram til þess að fara í stjórnmál. Sérstaklega var ég ósátt við það hvernig jafnréttismálin voru að þróast þegar ég var yngri og þau stimpluð sem vinstri pólitík þegar jafnréttisbaráttan tengist ekki síður hugmyndum um einstaklingsfrelsi. Mig langaði til að vera ein þeirra kvenna sem breytti þessu og tæki slaginn fyrir það sem ég tryði á. Mig langar að hafa áhrif á umhverfi mitt og það sem næst mér stendur og búa til gott samfélag.“
Sem borgarstjóri hefur þú fengið gríðarlega reynslu á sviði íslenskra stjórnmála, hefur þú huga á að nýta þá þekkingu á sviði landsmála
í framtíðinni? „Hugur minn leitar ekkert annað í pólitík en að fá að vinna fyrir Reykjavík og borgarbúa. Tryggja að hér fái börnin okkar góða menntun, að fólk hafi raunverulegt val um þjónustu fyrir sig og börnin sín, að umhverfi ð sé til fyrirmyndar og að athafnasamt fólk og frumkvöðlar sjái tækifæri til að stofna hér fyrirtæki og láta drauma sína rætast, svo eitthvað sé nefnt. Og það er spennandi áskorun við þessar aðstæður að takast á við reksturinn og tryggja þjónustuna án þess að hækka skatta á borgarbúa. Þetta er ánægjulegt þjónustustarf fyrir borgarbúa, sem mér fi nnst einstaklega skemmtilegt að fá að sinna og það er ekkert annað sem mig langar að gera í dag. Ég hef einbeitt mér að störfum í þágu Reykvíkinga og eins og stendur er ég eingöngu í framboði til borgarstjórnar Reykjavíkur. Ég hef því ekki verið að hugleiða þátttöku í landsmálapólitíkinni.“
Geturðu nefnt það sem þú hefur haft að
leiðarljósi á þínum pólitíska ferli? „Að hafa
sameiginlega hagsmuna allra borgarbúa að leiðarljósi í öllum mínum störfum. Mér fi nnst auk þess að kjósendur eigi að gera miklar kröfur til okkar sem veljumst til að gæta hagsmuna almennings í opinberum stöðum. Ég tek mjög alvarlega það sem mér er treyst fyrir og vona að borgarbúar geri miklar kröfur til mín og gefi mér þann dóm að ég hafi sett hagsmuni þeirra ofar öllu.“
Nú nýtur þú vinsælda innan jafnt sem utan
fl okks, hvers vegna heldur þú að sé? „Vinsældir í stjórnmálum koma og fara og ég hef það því ekki að markmiði í sjálfu sér í störfum mínum að vera vinsæl – frekar að ég nái árangri í starfi sem nýtist almenningi og mér sé þannig treyst til góðra verka. En þó er auðvitað ánægjulegt að fi nna fyrir stuðningi og trausti hvort sem það er innan fl okks eða utan.“
Getur þú gefi ð stjórnmálafræðingum sem ætla
sér út í stjórnmál einhver ráð? „Ég hvet alla sem vilja hasla sér völl í stjórnmálum að vera óhrædda við að koma fram með nýjungar og lausnir. Það þarf að bera virðingu fyrir því sem er en stundum er mikilvægt að spyrja gagnrýnna spurninga um þær hefðir sem við höfum tileinkað okkur. Ég hef verið að gera það á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur. Ekki síst í ljósi þeirrar reynslu sem við höfum gengið í gegnum sem þjóð. Af hverju er myndaður meirihluti gegn minnihluta að loknum kosningum? Af hverju skipa menn sér sífellt í fylkingar um stór mál? Hver segir að pólitík þurfi að vera svona átakamiðuð? Er það besta leiðin til að stjórna borg? Ég stórefast um það og tel raunar að of mikil átök í íslenskum stjórnmálum hafi skaðað hagsmuni almennings.
Við verðum að horfa fyrst á það sem sameinar okkur og síður það sem sundrar – sérstaklega við þessar aðstæður. Við erum fyrst Reykvíkingar og Íslendingar og viljum öll von og tækifæri fyrir okkar þjóð og að hér sé gott að búa.
Það er því nauðsynlegt að við hugsum upp á nýtt hvernig við stundum stjórnmál og fi nnum nýjar leiðir til að leita bestu leiða fyrir almenning, sem á ekki að líða fyrir átök milli fl okka eða manna.
Það eru þau ráð myndi ég gefa ungu og góðu fólki sem vill og þarf að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið, m.a. með því að gefa sig að stjórnmálum.“